Lögberg - 22.06.1950, Side 2

Lögberg - 22.06.1950, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚNÍ, 1950 ÓLAFUR ÓLAFSSON: HORFST í AUGU VIÐ HUNGURVOFUNA í noröurhluta Kína er nú hræðileg hungursneyð, afleið- ing af uppskerubresti og borg- arastyrjöld. Menn eiga bágt með að gera sér grein fyrir þeim hörmungum, þar sem miljónir manna svelta og eng- in ráð virðast til bjargar. Lesbók hefur því fengið eftir- farandi lýsingu á því, þegar hungurvofan fer yfir Kína, hjá Ólafi Ólafssyni kristniboða, en hann kyntist þeim hörmungum af eigin raun, þegar hann var kristniboði þar eystra. ÞEGAR veður var bjart og skygni gott, sást fjallabláminn yfir nágrannahéraðinu. Önnur takmörk virtust sléttunni ekki sett. Frá borgarvirkinu sást reykur stíga upp frá hundruðum smáþorpa. — Leit út fyrir, að þeim hefði verið stráð af handa- hófi um sléttuna. Níutíu af hver- ju hundraði fylkisbúa eiga heima í þorpum og lifa af akur- yrkju. Nokkuð hefur verið plant- að af trjám í þorpunum til efni- viðar, ávaxtatré ýmiskonar og mórberjatré handa silkiormin- um. Séð úr fjarska líta þorpin út eins og skóglundar, mjög til prýði á sléttunni. Þeim er fátt annað gefið til fegurðarauka. — Að öðru leyti er fylkið að heita má skóglaust. Fimm sinnum á ári skiftir slétt an lit. Tvisvar er hún gulbrún auðn eftir plóg og herfi. Tvisvar á ári græn af nýjum gróðri, snemma vors og síðla sumars. En hvít á vetrum. „Þá þykir vel ára, komi snjóföl sjö sinnum á vetri,“ sögðu bændurnir. En snjór liggur aldrei lengi. Vetrar- hveitið þolir það verst, þegar þurrir vindar blása vikum sam- an yfir auða jörð. Sé úrkoma hæfileg er öllu borgið. Nóg er sólskinið hér á sama breiddar- stigi og Miðjarðarhafið. Hér heyrist aldrei sagt „blessuð sól- in“. Svo eru mennirnir vanþakk- látir, að hin mestu gæði eru ein- att lítils metin séu þau ríflega útilátin. Fegurst er sléttan undir það að uppskera hefst. Þá er hún svo heillandi fögur að hafið eitt kemst í samjöfnuð. Þegar hvert strá er orðið mannhæðar hátt, og sé axið ekki því þyngra og beygi það mikið, eru vegir og gangstígir, með allri sinni miklu umferð, sokknir í ljósgula korn- móðu, sem gengur í bylgjum fyrir hverri vindhviðu og glamp- ar á í sólskini eins og lýsigull. Þá er sigðin brýnd. Menn ganga að uppskeru, allir, sem vetlingi geta valdið. Beininga- menn og fátæklingar tína axa- slæðing á eftir kornskurðar- mönnunum,, enda leyft það sam- kvæmt ævafornri venju. —I Móselögum er ákvæði í sömu átt, svo hljóðandi: Og er þér skerið upp jarðargróður yð- ar, þá skalt þú eigi skera akur þinn út í hvert hörn, né heldur skalt þú tína eftirtíning upp- skeru þinnar. Og eigi skalt þú gjörtína víngarð þinn, né heldur tína upp niðurfallin ber í vín- garði þínum. Þú skalt skilja það eftir handa fátæklingum og út- lendingum. — III. Mós. 19. Kornbundin eru flutt á vögn- um eða borin heim á þreskivelli. Þar er korninu síðan mokað í háa hauga með rekum og loks látið í poka eða byrður. Ein uppskera á ári nægir ekki til að afstýra skorti meðal al- mennings. Eftir hveitiuppsker- una, í lok maímánaðar, eru akr- arnir viðstöðulaust plægðir og í þá sáð maís, hirsi og gáliang. Þá eru einnig baðmull og sætar kartöflur einn aðalhluti haust- uppskerunnar. Ekkert af þessu má bresta. Milljónir manna eiga líf sitt und- ir því. Framleiðslan er raunveru lega jafn einhæf og sums staðar hér á landi við sjávarsíðuna. Ekkert má út af bera. Kjötfram- leiðsla er sáralítil. Mjólk óþekt, nema sem meðal. Fiskur mjög af skornum skamti. Kínverjar hafa lært það af langri reynslu, að akuryrkjan er svo arðvænleg, að þeir geta helst ekki séð af neinu landi undir gras. í því felst lausn þeirrar ráð gátu, hvernig þetta eina land get ur brauðfætt fimta hluta mann- kynsins. Væri Kínasléttunni breytt í graslendi, mundu fjórir fimtu hlutar íbúanna verða að flýja land og leita sér lífsviður- væris annars staðar. Landið er frjósamt og gefur mikið af sér, en þéttbýli svo mik- ið að til vandræða horfir. Það er því lífsspursmál að halda svo við frjósemi akranna, að þeir gangi ekki úr sér. Þá list hafa Kínverj- ar numið á þeim 30—40 öldum, sem þeir hafa lagt stund á akur- yrkju. Áhöld þeirra og vinnuaðferðir eru yfirleitt um það bil þúsund árum á eftir tímanum. En fró- semi akranna er söm og í upp- hafi. Þar með er ekki sagt að aldrei verði uppskerubrestur í Kína. Því valda einatt öfl, sem enginn mannlegur máttur fær ráðið við enn sem komið er. Afleiðingar þess, að slíkt kemur fyrir, eru svo geigvænlegar að slíks eru ekki dæmi, nema í jafn þéttbýl- um löndum með frumstæðum lifnaðarháttum, eins og t.d. Ind- landi. Kínverjar töluðu um þrenns- konar „tsai-nan“, böl: Gan-tsai, shuei-tsai og bing-tsai. Böl af völdum þurka, vatnavaxta og herja, eða hernaðaraðgerða. Með „tsai-nan“, böli, er þá fyrst og fremst átt við hungursneyð. Hungursneyð verður einhvers staðar í Kína á hverju ári. Ó- venjulegt er, að matvælaskortur verði í landinu yfirleitt. Það er of stórt og of auðugt til þess. Oftast eiga afleitar samgöngur, ófriður og stjómleysi sök á því. Mestu hungursneyðir, sem orðið hafa, stafa þó einkum af óáran og þar af leiðandi uppskeru- bresti. Þrettán milljónir manna urðu hungurmorða á þremur árum, 1876—79. Tvívegis varð mikil hungursneyð í Honanfylki árin, er við dvöldum þar. í fyrra skift ið, 1920-”22, fell hálf milljón manna. Tíu árum síðar varð upp- skerubrestur, sökum stórkost- legra vatnavaxta og þar af leið- andi mikil hungursneyð. Svo vildi til að við vorum þar stödd, er flóðið varð mest, síð- sumars 1931. En um veturinn vorum við í Honan, þar sem hungursneyðin varð mest. Skal hér greint frá flóðinu fyrst og síðan afleiðingum þess. Hvor- tveggja frásögnin er tekin úr dagbók minni frá þeim tíma. Þrjár borgir eru þar, sem Han- fljótið fellur í Yangtsefljót. Eru þær einu nafni nefndar Wuhan. Er sú mikla borg, vegna legu sinnar í miðju samgöngukerfi þéttbýlasta og frjósamasta hluta landsins, ein hinna mikilvæg- ustu borga í Kína. Og ef til vill sú borg, er mesta framtíð á. í- búar voru liðuglega hálfönnur milljón. Þéttbýlt sléttlendi er á alla vegu kringum Wuhan. Hafa þar oft orðið slys vegna vatnavaxta í fljótunum. Nú höfðu gengið þurkar um langan tíma. Þá gerði rigningu mikla norður í landi. Ofvöxtur hljóp í óteljandi fjölda af ám og lækjum, er steyptust í fljótið. Vatnið í því hækkaði um tíu metra á nokkrum klukku- stundum og kom eins og flóðalda niður eftir Handalnum. Mandaríninn í W.uhan fékk að- vörun símleiðis um flóðið frá borg einni 700 km. upp með fljótinu. Hann var í veislu og vanrækti að gera aðvart fljóta- skipaflotanum. Varð afleiðing þess sú, að mörg hundruð bátar fórust á einni nóttu. Á annað þúsund manns druknuðu. Flóðið kom þannig öllum í Wuhan á óvart, og varð meira og hélst lengur en dæmi eru til síðan á 15. öld. Nokkrar glefsur úr dagbók- inni. Sagt er, að af 68 bygðalögum séu 45 í eyði. Vatnið hefur flætt upp í götur í meirihluta borgar- innar og ekki hægt að komast um þær öðruvísi en á batum. Við heimsóttum í gær Alþjóðasjúkra húsið og urðum að skríða inn um glugga á þriðju hæð. Tvær neðri hæðirnar voru að mestu í kafi. Er við komum hingað var vatnið í Yangtsefljóti 18 metr- um hærra en þegar það er grynnst. Áætlað er, að 25 millj- ónjr manna séu í mottuskýlum, sem komið hefur verið upp á ör- uggum stöðum. Ameríski Rauði krossinn hefur gefið stórfé til hjálparstarfsemi hér. Kristni- boðar hjálpa einkum með mat- gjöfum og hjúkrun sjúkra. Fjöldi manns hefur verið bólu- settur gegn kóleru, enda er þeg- ar farið að bóla á pestum. —Svo mikið hefur hrunið af húsum, að gert er ráð fyrir breyttu skipulagi. Það af húsun- um, sem stendur upp úr vatninu, er fult af munum og fólki. Við- skifti fara fram á bátum, prömm- um og flekum, sem götusalar róa eða stjaka. Engin blöð öll við- skifti stöðvast. Engin blöð koma út. Sími og póstgöngur í megn- asta ólagi. — Uppi á flötu húsþaki hefst eins margt fólk við og þar getur rúmast. Flest hefur það ekki haft svo mikið sem grasmottu yfir höfuðið í öllum þessum rign- ingum. Það hafði ekki bragðað mat í tvo daga, er því loks var færður dálítill rísskamtur Sumt er veikt. Nokkrir hafa dáið. en líkum þeirra verið hrynt út fyr- ír þakbrúnina. -Á fjórða þúsund manns höfð- ust við í pakkhúsi útlendrar verslunar. Engin tök voru á að matreiða þar vegna þrengsla og óþrifnaðar. En þeim hefur verið séð fyrir einni máltíð á dag. Vatn rann um alt gólfið og náði til hnés, er það var mest. Marg- ir eru veikir, en þeim, er ekki héldu út, var ýtt út fyrir dyrnar, í opinn dauðann.* —Kona kemur yfir þvera götu. Vatnið nær henni undir hendur Hún heldur á tómu mataríláti í annari hendi. Á hinum hand- leggnum heldur hún barni. Dauðhrætt vefur það báðum handleggjum um háls henni. Líklega er hún í leit að húsa- skjóli og mat. En svo er hún að- framkomin og örmagna, að hún kemst varla úr sporunum. Hún skjögrar, staðnæmist, er vatnið dýpkar enn, hnígur út af og — sekkur. Barnið rekur upp angist- arvein um leið og það hverfur með henni. Tenghsien heitir ein minsta sýslan í Honanfylki. Við vorum búsett í höfuðstaðnum. Sýslan öll var stöðvarumdæmi — eða prestakall -- okkar. Ibúar voru um síðustu aldamót 800 þúsund. Þeim hafði fækkað vegna ræn- ingjaóeirða og hungursneyða niður í 520 þúsund. Mest varð fækkunin eftir flóðið mikla. Það verður ekki ofsögum af því sagt hvað menn leggja sér til munns, þegar hungrið sverf- ur að. Snemma var farið að drýgja matinn með vissri moldartegund og berki, grösum og rótum. Skepnum og alifuglum er búið að farga fyrir löngu. Þá var far- ið að selja áhöld, húsgögn og fatnað. Það var flutt á hjólbör- um eða borið á bakinu til fjar- lægra bæa og þorpa, og selt fyr- ir einhverja smámuni. Skemd matvara er keypt fyrir andvirð- ið. Enginn spyr um gæði slíkrar vöru heldur það eitt, að fá sem allra mest. Heima bíða margir munnar eftir mat. Að lokum neyðast heilar fjöl- skyldur til að yfirgefa heimili sín og fara á vergang, hundruð- um, þúsundum saman. Þorp leggjast hvert á fætur öðru í eyði. Hús hafa flest verið rifin. Það var síðasta úrræðið. Viði og þakstein var hægt að selja, þó að lítið yrði úr. Fult er af alls- konar skrani á sölutorgnum. Það eykst dag frá degi og fellur að sama skapi í verði. En matvara verður einnig fáséðari dag frá degi og er gulls ígildi. Verðgangur hefur ávalt verið „atvinnuvegur“ og eina úrræði auðnuleysingjanna í Kína, eins og öðrum heiðnum löndum. Nú komust svo margir á vonarvöl, að verðgangsmenn urðu nær- göngulli en sæmandi þykir. Menn reyndu að forðast þá. Rán og morð voru daglegir viðburðir. Það tók að spyrjast frá ýmsum stöðum, að hungraður mann- fjöldi hefði brotist inn í korn- vöruverslanir og opinberar byggingar og tekið öll ráð í sín- ar hendur, þar til hermenn voru sendir á vettvang. Það átti við um beininga- mennina, sem þar stendur, að þeir voru „fátækir en auðguðu þó marga“. Ránfýknir menn þyrptust að úr öllum áttum og höfðu rúið þá og flegið. Þeir seldu ofurlitla matbjörg okur- verði, en keyptu í staðinn akra og hús, áhöld og fatnað, konur og börn, fyrir smáræði. Fólkstraumurinn liggur, á hungursneyðar tímum, til bæ- anna. Þar einkum er von um matgjafir og aðra opinbera hjálp. Fylgist maður með nokkr- um einstaklingum í hinni miklu hungurgöngu, sem stóð í marga mánuði, fæst dágóð mynd af kjörum og líðan fjöldans: Margir hafa örmagnast á leið- inni til bæanna og liggja eftir deyandi meðfram vegunum. Meðal þeirra var fullorðinn mað- ur, sem ég þekki vel. Hann lét lífið í vonlausri baráttu fyrir lífi konu sinnar og tveggja barna, sonar og dóttur. Þau reyndu að halda áfram til bæarins. Vegur- inn var ósléttur og þeim erfitt um gang. Litla telpan datt og skorti þrótt til að rísa upp aftur. Móðir hennar sá það, en hélt á- fram. Hungrið hafði sljóvgað til- finningarnar. Hún varð líka að hugsa um drenginn sinn. Búast mátti við, að hann dytti um koll þá og þegar— og loks sjálf hún, vonlaus og hjálparvana. Litla stúlkan varð eftir og háði sitt dauðastríð yfirgefin af öllum. —Furðulega margar raunasög- ur hafa gerst í þessum eina bæ á skömmum tíma. Maður einn á þrítugs aldri hefur hafst við um tíma í afkima á götu úti. Hann er holdalaus og blásnauður orð- inn eftir baráttuna við hungur- vofuna . Aleiga hans er telpa tveggja ára og fatagarmar, sem enn hanga á kroppnum. Þegar alt var til þurðar gengið seldi hann konuna sína fyrir sextán krónur. —Annar maður nokkru eldri. Hann er kinnfiskasoginn. Augnatóftirnar eru óhugnanlega stórar og djúpar. Hungrið hefur sorfið af honum alla vöðva. Hann heldur á veikum dreng á handleggnum, á að giska þriggja ára gömlum. Tveir synir hans hafa orðið viðskila við hann. veit ekki, hvað um þá hefur orð- ið. Þeir eru ef til vill báðir falln- ir í valinn. Dóttur sína og konu seldi hann sama manni. Konan fyrirfór sér sama dag og kaupin fóru fram. —Tvo drengi tókum við að okkur í bili, bræður þriggja og átta ára gamla. Þeir voru búnir að missa foreldra sína og þrjú systkini. —Einn morguninn lá ellefu ára gamalt barn fyrir utan dyrnar hjá okkur — liðið lík. Ómögu- legt reyndist að vita hver ætti það. Algengt er að fólk helli vatni fyrir utan dyrnar hjá sér að kvöldi, til þess að enginn geti lagst þar fyrir. Það var oft- ast eftir nóttina að dáið fólk fanst hér og þar á götunum. Lög- reglan seldi beiningamönnum líkin í hendur. Þeir fengu fatar- æflana fyrir að sökkva þeim nið- ur í skotgrafirnar, fyrir utan borgarvirkin, og moka yfir. Það tók sinn tíma, að stjórnar- völd sýslunnar tækju rögg á sig. En eftir það var matgjöfum út- hlutað til nokkurra þúsunda manna einu sinni á dag. Kristni- boðsambandið og fáeinir ein- staklingar lögðu til nokkurt fé. Útbýttum við einni máltíð á dag til um það bil sex hundruð manna. Við fengum stórt hof til um- ráða og höfðum fjórtán aðstoð- armenn kristna, sem ekkert tóku fyrri ómak sitt annað en fæðið. Þegar ég kom þangað á morgn- ana voru þeir búnir að sækja yf- ir fjörutíu ferðir af vatni, kljúfa eldivið og farnir að kynda undir pottunum. Þeir voru stórir og víðir eins og skyrsáir. Að þrem- ur klukkustundum liðnum, níu árdegis, var maturinn tilbú- inn, þykkur grautur úr grófu hveitimjöli. Fólk á öllum aldri, frá áttræðum gamalmennum til ársgamalla barna, hefur beðið eftir því í 24 klukkustundir að fá tvær eða þrjár ausur af þessu hnossgæti í skálarnar. Enn stendur þetta mér fyrir sjónum, eins og hefði það gerst í gær, en ekki fyrir mörgum ár- um. —Umferðin hófst snemma á götunum. Það svaf ekki yfir sig alt þetta fólk, sem svaf á gang- stéttunum og í krókum og kim- um. Tómur magi er órólegur hvílunautur. —Tveir dregnir, sex og átta ára, héldu altaf saman. Ekki voru þeir skyldir. Aðstandendur höfðu horfið þeim og urðu þeir að bjargast á eigin spýtur. Margt aðframkominna manna fluttum við inn í hofið, á „sjúkra deildina“. Raunverulega var enginn þessara sex hundruð manna heilbrigður. Meðal þeirra var ungur maður. Við fundum hann í einhverjum afkimanum veikan af sulti. Hann var fljótur að ná sér. Það gladdi okkur svo mjög að við höfum ekki gleymt honum. Þó reikaði hann eins og drukkinn maður, er við kvödd- um hann síðast. Gamlar konur voru margar í okkar mötuneyti líklega af því, að þeim var síst liðsint. Ein þeir- ra, sem ekki gat gengið sat altaf og mjakaði sér áfram, en sægur af flugum sló hring um hana. Eg hef fátt átakanlegra séð. —Fjölskyldur reyndu að halda hópinn í lengstu lög. Eg minnist einnar sérstaklega. Konan hélt á brjóstbarni tveggja ára gömlu.-- Maðurinn hennar hafði verið lengi veikur, en þó bar hann dreng á öðru ár.i Þrjú eldri börn- in þeirra þrifust vel á grautnum hjá okkur. Stærsti drengurinn og amma barnanna höfðu dáið sam- dægurs nokkrum dögum áður en fjölskyldan kom til okkar. Afi barnanna, maður um sjötugt, hélt altaf á burðarstöng um þvera öxl. Fatadruslur hengu á öðrum enda stangarinnar, en pottur og nokkur ílát á hinum. Lögregluþjónar standa við hlið hofgarðsins og varna þeim inngöngu, er ekki hafa aðgöngu- merki okkar. Hóparnir fyrir ut- an eru auðvitað alveg eins þurf- andi, en hjálparviðleitni okkar er af vanefnum gerð. Þegar matur er framreiddur situr fólkið í löngum, tvöföldum röðum og snýr bökum saman. Maturinn er borinn í skjólum milli raðanna. Úr þeim er svo ausið í skálarnar. Hverjum skamti fylgdi einn graslaukur og þótti mikið lostæti. Er frá leið urðum við að opna sérstaka sjúkradeild, með tals- vert bættum kjörum. Þetta spurðist brátt. Hópaðist nú til okkar svo margt veikt og dauð- vona fólk, að til vandræða horf- ði. Sýkingarhætta var svo mikil, að aðstoðarmennirnir veiktust hver á fætur öðrum, allir nema tveir. Það fell auðvitað í okkar hlut að sjá um greftrun allra, er þarna dóu. En þeir voru alls 89 'á tveimur mánuðum. Við urðum að hætta matgjöf- um samtímis og bæjaryfirvöldin. En við vildum ekki láta fólkið fara frá okkur alveg tómhent. Heimkoman hlaut að verða því erfið. Afréðum við því að útbýta peningum, sem við höfðum af- lögu. En því fylgdi mikil áhætta. Við höfðum nokkur hundruð hundruð nýslegna silfurdollara. — Slík úthlutun gat jafnvel vald- ið uppþoti. Lokadaginn, á meðan á síðustu máltíðinni stóð, læstum við aðal- innganginum með slagbröndum, en opnuðum mjóar bakdyr. Lög- regluþjónar heldu vörð fyrir ut- an þær, en aðstoðarmenn litu eftir að alt færi skipulega fram í hofgarðinum. Og nú var fólkið látið fara út, sex hundruð manns i röð. Fullorðnu fólki afhentum við tvo dollara, en börnum einn. Fór þetta fram með bestu reglu og vakti óvæntan fögnuð. Verki okkar var lokið og ekki annað eftir en að hypja sig heim. En á því urðu talsverðir erfið- leikar. Hefðum við vel mátt sjá það fyrir. Múgur og margmenni hafði þyrptst að úr öllum áttum. Það hafði borist á milli þess, eins og eldur í sinu, að kristni- boðinn úthlutaði silfri og léti engan tómhentan frá sér fara, ekki einu sinni börn. Lögregluþjónar ætluðu að hjálpa okkur til að komast út um bakdyrnar, en við urðum að snúa við og vorum fegnir að sleppa aftur heilir á húfi inn í hofgarð- inn.— Færra fólk var nú fyrir utan aðalinnganginn, enda ekki annars völ en að ráðast þar til útgöngu. Okkur veittist ekki 1 a n g u r umhugsunarfrestur.. Mannfjöldinn bar lögregluna ofurliði og ruddist inn að baki okkar. Aðstoðarmennirnir rifu frá slagbrandana og þustum við út á hælum þeim. Mannfjöldinn fyrir utan bjóst síst við, að við mundum hætta okkur út þeim megin. Fólkið hröklaðist til beggja hliða og lintum við ekki hlaupunum fyrr en við vorum komnir inn á kristniboðstöðina. —Þótt ég segi nú frá þessu hér minnist ég ekki neins frá kristni- boðsstarfinu, sem er jafn auð- mýkjandi að hugsa til og þessar- ar ófullkomnu og algerlega áfull- nægjandi hjálparstarfsemi á miklum neyðartímum. En svo mun fleiri kristniboðum hafa fundist, þó að þeir hafi saman- lagt bjargað þúsundum manns- lífa. —Lesb. Mbl. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traimnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVI'. WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.