Lögberg - 22.06.1950, Síða 3

Lögberg - 22.06.1950, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚNÍ, 1950 3 Vetrardagur í sveit Samvinnan heimsækir eyfyrzkt stórbýli Hvað gerist á hversdagslegum vetrardegi í íslenzkri sveit? Er það nokkuð, sem í frásögur er færandi? Ekki þlarf að lýsa al- gengum vinnudegi þar fyrir bændum landsins eða þeim, sem uppaldir eru í sveit, enda þótt búskaparhættir séu nokkuð ó- líkir í ýmsum landshlutum og nútímatækni og vélamenning bafi breytt daglegum störfum mjög frá því, sem áður var. En enda þótt bændur þekki allt sbkt gjörla, hafa þeir þó e. t. v. gaman af að kynnast búskap ná grannans og stéttarbróðursins. Um fjölmarga kaupstaðarbúa gegnir öðru máli, einkum þó yngri kynslóðina. Hún er næsta ókunnug daglegu lífi inn til dala eða upp til heiða, eins og það gerist í dag. Það er helzt á sumr in> þegar sólargangur er hæstur, sem kaupstaðarbúar sækja út í sveit. Þá bruna bílar þeirra um héruð og forvitin andlit horfa á reisulega sveitabæi og útitekið fólk út um bílrúðuna. En þegar sólargangur er lægstur, horfir niálið öðru vísi við. Þá eru veg- ir víða erfiðir yfirferðar og bæj- armenn halda sig mest á lög- sagnarumdæmum kaupstaða sinna, nema þegar þeir skreppa 1 flugvél til höfuðstaðarins eða bregða sér á skíðum upp á fjall. Hin daglegu störf bóndans og heimafólks hans eru þá næsta iangt burtu, og enda þótt bæjar- maðurinn vænti þess eindregið, að mjólk til heimilis hans sé jafnan fyrir hendi í mjólkur- búðinni og kjöt og garðávextir i kjötbúðinni, er það of sjaldan, sem hann hugleiðir það starf, sem býr að baki þeirrar fram- leiðslu eða hvernig það muni Ver"a í raun og veru, lífið úti í sveit að vetrinum, eða með öðr- Uln orðum, hvernig honum s3álfUm mundi geðjast að því að Uer>a bóndi á eigin jörð í stað þess að sitja yfir talnadálkum verzlunarbóka, standa á bak við búðarborð eða við verksmiðju- yél eða sinna einhverju af þeim öðrum störfum þjóðfélagsins, sem meira hafa verið í tízku nú Um sinn en að yrkja jörðina og afla sér brauðs í sveita síns and- lits með aðstoð móður jarðar. En allt er þetta raunar útúr- dúr. Enn er spurningunni ósvar- að. Hvað gerist á hversdagsleg- um vetrardegi á íslenzkum sveitabæ? Nú í marzmánuði gerðu tveir fréttamenn Sam- vinnunnar svo litla tilraun til þess að svara spurningunni. Þessi stutta frásögn, og mynd- irnar, sem henni fylgja, er það, sem þeir sáu og heyrðu. Og víst finst þeim það í frásögur fær- andi. En þessir menn eru báðir réttir og sléttir bæjarmenn, sem þekkja lítið meira til sveita- starfa en þeir kyntust sem drengir í sumarvist fram til dala og hafa numið af bókum á síðari árum. Það fer því að vonum, að svar þeirra við spurn ingunni verður næsta ófullkom- íð og geymir ekki mikinn fróð- leik fyrir þá, sem í sveitum starfa. Hitt getur verið, að þess- ir fréttamenn séu ekkert ein§,- dæmi og allmargt fólk í kaup- stöðum landsins sé litlu betur heima í þessum efnum. En snú- um okkur þá að því, sem þeir sáu og heyrðu: Seint í marz var snjólétt orð- ið um Eyj afj arðarbyggðir. Yfir- leitt hafði tíðin verið mild frá áramótum. Á láglendinu í Eyja- fjarðardalnum var víða auð jörð en snjór sat í lautum og lægð- um. Héla einnrar nætur entist sjaldan til kvölds. Eyjafjarðar- braut var greiðfær öllum bif- reiðum. Frá Akureyri að Möðruvöllum í Eyjafirði er hálfrar klukku- stundar akstur þegar svona viðr ar. Þegar komið er suður fyrir Melgerðisflugvöll, blasir sveitin austan megin dalsins við aug- um. Dalurinn er enn breiður og undirlendi mikið frá austur- fjöllunum niður á Eyjafjarðar- árbakka. Auðséð er þegar, að það er engin tilviljun, að á Möðruvöllum í Eyjafirði hefir verið búið stórbúi allt síðan Helgi hinn örvi Hrólfsson, Helgasonar magra, reisti þar fyrst bæ árið 925. Það virðist rökrétt framhald þúsund ára sögu Möðruvalla, að enn í dag skuli þar vera eitt hið mesta og reisulegasta bú í Eyjafirði, og þótt víðar væri leitað, og að á hinni nýju tækniöld í landbún- aði, sem nýlega er hafin hér á landi, skuli vera gagnlegt að koma þangað til þess að sjá, hversu langt hún er komin á- leiðis. Greiður vegur liggur yfir þveran dalinn og heim á hlað á Möðruvöllum. Eftir skamma för frá Akureyri eru fréttamennirn- ir komnir heim í hlað og búnir að bera ljósmyndatæki sín og annan búnað inn 1 stofu. Á Möðruvöllum eru mikil hús og reisuleg. Ibúðarhúsið er myndarlegt steinhús, í nýjum stíl, tvær hæðir og kjallari, með miklu risi. Að baki íbúðarhúss- ins eru útihúsin, miklar bygg- ingar og nýjar. Fjós, byggt 1948, hlaða, byggð 1949, og áfast véla- hús. Skammt sunnan og ofan við bæinn stendur kirkjan, falleg sveitakirkja og reisuleg, enda þótt núverandi kirkju- bygging sé orðin rösklega 100 ára gömul. Kirkjan hefir staðið á Möðruvöllum síðan Guðmund- ur ríki lét byggja þar kirkju á 10. öld. Er þar enn geymd altar- istafla sú hin fagra af alabastri, er kirkjunni áskotnaðist á 15. öld, einn hinn fegursti gripur, sem til er í kirkju hér á landi nú. Á Möðruvöllum býr Jóhann Valdimarsson, ásamt konu sinni og fjórum börnum. Vinnumenn eru tveir og starfsstúlkur tvær. Aðeins tvö barnanna eru heima í vetur. Elzta dóttirin stundar nám að Laugum, en sonur er við skólanám á Akureyri. Tvær yngstu dæturnar eru heima. Dagurinn á Möðruvöllum byrjar snemma. Klukkan sex er Jóhann bóndi og vinnumenn hans á fótum. Þá hefst starfið í fjósinu. Þar eru í vetur 52 grip- ir, þar af 35 kýr mjólkandi. Er þetta hæsta kúatala, sem verið hefir á Möðruvöllum. Sjö hross eru á bænum, en ekkert sauðfé. Niðurskurður vegna mæðiveiki hefir séð fyrir því. Um sextíu hænsni eru í nýju, björtu hænsnahúsi, sem er áfast við fjósið. Þegar bóndinn og vinnumenn hans koma í fjósið, er hafist handa um að gefa kúnum. Þær fá þurrhey fyrst um morgun- inn. Er það sótt í hlöðuna, sem er áföst fjósinu, sem fyrr seg- ir. Heyinu er ekið inn í fjósið úr hlöðunni. Gengur gjöfin greið- lega. Þá hefst mjöltunin, um kl. 7. Lítill mótor í vélahúsinu er settur af stað. Mjaltavélarnar teknar fram og settar saman. Síðan hefjast mjaltirnar. Með hinum nýju mjaltavélum geng- ur það verk fljótt og greiðlega. Mjólkin er tæmd á stóra mjólk- urbrúsa úr mjaltavélardunkum og brúsarnir síðan bornir út á hlað, því að nú fer að líða að því, að mjólkurbíllinn, sem flytur mjólkina daglega í mjólk- ursamlagið, komi á vettvang. Þá þarf líka að taka brúsana með mjólkinni frá því í gær- kveldi úr kælikerinu og koma þeim út á hlað. Um klukkan 8 kemur mjólkurbíllinn. Þá er gengið rösklega að því að koma brúsunum á bílinn. Stundum er bílstjórinn beðinn fyrir erindi í kaupstaðnum. í þetta sinn þurftu starfsstúlkurnar á bæn- um að biðja hann að verzla ofur lítið fyrir sig. Þegar bíllinn er farinn og morgunverði er lokið, hefjast önnur störf í fjósinu. Flórinn er verkaður, básarnir sópaðir og kýrnar burstaðar og snurfusaðar. Mykjan rennur nið ur um göt á flórgólfinu niður í safnhúsið. Ef tími vinnst til fyr- ir hádegi, vinna piltarnir á bæn um að því að pumpa áburðinn upp úr safnhúsinu upp á bílpall, og síðan er honum ekið á túnið á vörubíl. Lítill traktor drífur dæluna, og tekur skamma stund að fá hlass á bílinn. Þennan morgun þarf líka að sinna hrossunum og hænsnun- um. Litlu stúlkurnar á bænum gefa hænsnunum gjarnan og tína saman eggin, en þau eru ekki mörg á þessum árstíma. Eftir hádegisbilið er haldið á- fram við að aka á túnið. Einn piltanna tekur þá til þar, sem frá var horfið í gær, og fer að dytta að gömlum vörubíl, sem stendur inni í hlöðunni. Ætlun- in er að gera hann gangfæran fyrir vorið, og það starf er unn- ið í hjáverkum, er tími vinnst til. En ekki er langur tími til starfa, því að klukkan hálf þrjú er aftur kominn tími til að gefa kúnum. I þetta sinn er þeim gefið vothey, og er því ekið á hjólbörum inn í fjósið. Að þeirri gjöf lokinni er aftur þrifið til í fjósinu, og því næst horfið að öðrum störfum. Skömmu eftir að miðdegis- kaffi er lokið, kemur mjólkur- bíllinn úr kaupstaðnum. Stúlk- urnar hlaupa út til þess að frétta, hvernig bílstjóranum hafi gengið að verzla fyrir þær. í þetta sinn hefir það gengið að óskum, og nokkra stund fer fram uppgjör þarna á hlaðinu. Á meðan losa piltarnir brúsana af bílnum og koma þeim á sinn stað, svo að þeir séu tiltækir fyrir kvöldmjaltirnar. Þegar þessum snúningum öllum er lok- ið, er kominn tími til þess að fara að undirbúa kvöldgjöfina. Klukkan fimm fá kýrnar þurr- hey. En klukkan sex hefjast kvöldmjaltirnar. Áður en það getur orðið, þarf að þvo mjalta- vélar og brúsa, hreinsa til í fjós- inu og að því loknu að koma mjólkurbrúsunum fyrir í kæli- kerinu til fyrramáls. Á meðan piltarnir hafa unnið að hinum daglegu störfum úti við eða í fjósi og hlöðu, hafa stúlkurnar á bænum haft ærinn starfa, undir stjórn húsfreyj- unnar. Það þarf að hafa mat til- búinn handa heimilisfólkinu á réttum tíma, sinna fatnaði þeirra og annara heimilis- manna, og ótal öðrum störfum, „Fishing News“ spáir alla fyrir harðfrystum flökum í framtíðinni. í NÝLEGU HEFTI af fisk- veiðablaðinu „Fishing News“ ræðir hinn kunni höfundur John Stephen um hraðfrysta fiskinn, sem nú er geymdur í frystihús- um í Bretlandi, og um framtíð hraðfrystu flakanna á markaðin- um. Tilefni greinarinnar eru um- ræður í Lundúnablöðunum um hið mikla magn af hraðfrystum fiski frá íslandi, sem Matvæla- ráðuneytið brezka keypti á sl. ára af íslendingum og enn er ó- selt að verulegu leyti. Er nú tal- að um að selja flökin í fiski- mjölsverksmiðjur fyrir mjög lágt verð og hafa blöð þessi rætt um milljón sterlingspunda tap brezka ríkisins á þessum við- skiptum. í grein sinni segir Stephen m. a.: „Líklegast eru verstu mistök Matvælaráðuneytisins á 10 ára starfsferli þess í sambandi við hraðfrystu flökin. Við sjáum það nú, að það voru mistök ð kaupa þær miklu birgð- ir af hraðfrystum flökum, sem voru keyptar frá íslandi á sl. ári. Heildsalar við ströndina voru hvattir til þess að taka flök og mörg firmu, stór og smá, lögðu stórfé í þessi viðskipti og sem kalla að á hverju einasta heimili, bæði í sveit og kaupstað. Þegar tími er aflögu, situr hús- freyjan gjarnan við vefstól sinn og vefur ýmislegt til heimilis- ins. Þennan dag er hún að vefa efni í gluggatjöld, forkunnar fögur og smekkleg. Þegar kvöld er komið og löngu dagsverki lokið, situr heimilisfólkið gjarnan í stofu og hlustar á útvarp, les í blaði eða bók eða rabbar við nágrannan, sem e. t. v. hefir komið í heim- sókn. Eða skroppið er á næsta bæ, eða á fund eða skemmtun í samkomuhúsi sveitarinnar. Ef unnt er, er gengið snemma til náða, því að morgundagurinn byrjar snemma. Þannig líður þessi vetrardag- ur, og víst hefir hann ekki verið viðburðarlaus. Allt hefir mátt heita á ferð og flugi frá því snemma um morguninn þar til kvölda tekut. Þannig munu þeir vera margir, vetrardagarnir í sveitinni. En með nýrri árstíð koma ný störf. Þá breytist hin daglega starfsáætlun. Starf bónd ans er nátengt árstíðunum og' náttúrunni. Líf hans og starf er fast bundið við lækkandi sól og hækkandi sól. Hvert nýtt tíma- bil færir ný verkefni upp í hendurnar. Starfsárið allt er fullt af tilbreytingum. Þegar haldið er heim um kvöld, eftir að hafa fylgst með störfunum einn dag — aðeins einn dag, — bera menn ósjálf- rátt saman það, sem gerzt^efir, og það, sem þeir sjálfir þekkja bezt. Og þá vakna þessar spurn- ingar: Er til veglegra og skemti- legra starf fyrir ungan, röskan mann, sem ann náttúrunni og vill vera sjálfs síns herra, en vera bóndi á góðri jörð í glæsi- legri sveit? Hlýtur það ekki að vera skemmtilegt og uppörfandi að vita, að maður á sjálfur þá jörð, sem maður gengur á, og með alúð og starfi veitir hún manni sjálfum og fjölskyld- unni öruggt lífsframfæri? Er nokkuð þroskavænlegra starf en að hlúa að móður jörð og skila henni fegurri og betri í hendur eftirkomendanna^n hún var, þegar maður tók við henni? Þessum spurningum er raun- ar auðsvarða, þótt það verði ekki gert hér. En hin nýja tækniöld, sem nú er hafin í íslenzkum landbúnaði, hlýtur að leiða til þess, að fleiri ungir menn hug- leiði þessar spurningar á næstu árum, en verið hefir nú um nokkurt árabil. þau hafa enn miklar birgðir af flökum. Einna skuggalegast er, að þeir viðskiptamenn, sem standa næst neytendunum, smá- kaupmenn og fiskhöndlarar, hafa ekki lengur neinn áhuga fyrir hraðfrystum flökum . . .“ Síðan greinir Stephen frá um- mælum Lundúnablaða í þá átt, að afgangur fiskbirgðanna verði látinn í fiskimjölsverksmiðjur og þarna sé um að ræða milljón sterlingspunda verðmæti. Að lokum spáir hann illa fyrir framtíð hraðfrystu flakanna. — Neytendur eru orðnir þreyttir á þeim, og Stephen segist ekki sjá neinar líkur fyrir því, að eftir- spurn eftir þessari vöru eigi eftir að aukast á næstunni. —Dagur, 4. max 6g kaupi hæzta verði gamla islenzka tnuni, svo sem tóbaksdOsdr og pontur. hornspæni, útskornar brikur, einkum af Austurlandi, Dg væri þá æskilegt, ef unt væri, jerð yrði grein fyrir aldri mun- inna og hverjir hefðu smlðað þá. HALLDÖR M. SWAN, 912 Jessie Avenue, Winnipeg - Slmi 46 968 Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Specialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Christte, Proprietren Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA SAMVINNAN „Mistök að kaupa hið mikla magn af hraðfrystum fiski af íslendingum Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg Sími M 368 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORFORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 N0RMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, Sollcitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OB FICE 929 349 Home 403 285 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson 8UITE 6 — 662 HOME ST. Vlðtalstlml 8—6 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREBT Selkirk. Man. Orfloe hra. 2.30—0 p.tn Phones: Office 26 — Rea. 2S0 ortlee Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. H. W. TWEED Tannlæknir 608 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LISHTED 308 AVENUE BLDG WPQ F'aatelgnasalar. Leigja hú». Ot- vega penlngalán og eidsábyrgð bifreiðaábyrgð, o. ». frv. Phone 927 688 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOB, Managing Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 828 Res. Ph. 73 917 A. S. B A R D A L 848 SHEKBKOOK STREET Selur likklstur og annasi um at- iarlr. Allur útbúnaður aá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteína. Skrlfstofu talsíml 27 324 Heirnllls taisimi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dimt Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.