Lögberg - 22.06.1950, Side 4

Lögberg - 22.06.1950, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚNÍ, 1950 Hogberg Gefi8 öt hvern ílmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtandskrift rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 696 8ARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" ia printed and publlehed by The Columbla Preae Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada. Authorized aa Second Claae Mail, Post Offlce Department, Ottawa Undirbúningur að landnamsháííðinm Pjölmenn nefnd úr Winnipeg og norðurbygðum Nýja íslands, hefir unnið að því af kappi miklu, að undir- búa landnámsbátíðina, sem haldin verður að Gimli þann 7. ágúst næstkomandi; nefndin hóf starf sitt á öndverðum síðasta vetri; hún hefir haldið marga fundi og lagt á sig mikil störf varðandi skipulagningu hátíð- arinnar, sem víst má telja, að verði um alt hin virðu- legasta, og samboðin í einu og öllu minningu íslenzkra frumherja, sem verið er að heiðra. Eins og vitað er, verða á komanda hausti liðin sjö- tíu og fimm ár frá þeim tíma, er öndvegissúlur hinna fyrstu íslenzku Birkibeina, sem hér festu bygð, bar að landi við strendur Winnipegvatns; aðkoman var köld, og þær mannraunir miklar, er landnema biðu; sú saga hefir nú verið ýtarlega rakin, og er því almenningi að miklu kunn; hún er táknrænt dæmi þess hvað í íslenzka kynstofninn er spunnið, og hve hann þó reynist bezt, er þreytt skulu fangbrögð við erfiðar aðstæður. Mannraunasaga landnemanna varð jafnframt glæsileg sigursaga, er fagurlega svipmerkir nýbygðir íslendinga í þessari álfu. Lögbergi er enn eigi að fullu kunnugt um skipu- lagningu skemtiskrár á hátíðinni, þó nfl sé þegar vitað, að þar verði staddur virðulegur fulltrúi af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar; er það einn af mörgum, talandi vottum þess hlýstreymis, er til okkar Vestmanna tíð- um berst af Fróni; þetta ber okkur að þakka og meta, og ætti slíkt að verða aukin hvöt til þjóðræknislegra á- taka. Fullráðið mun það, að ein af dætrum landnámsins við Winnipegvatn, sem rutt hefir sér glæsilega braut skipi öndvegi á hátíðinni, og verði Fjallkona hennar svo sem siður er til; mun slíkri ráðstöfun alment fagnað verða; auk sendifulltrúans af íslandi, flytja ræður menn, sem bæði koma við landnámssöguna, og getið hafa sér frægðarorð á vettvangi hinnar æðri menningar; ljóð- skáld flytja drápur sínar, og drottning listanna, dís söngsins, mun svipmerkja hátíðarhaldið. Nefndinni, sem að undirbúningi hátíðarinnar vinn- ur, er hugarhaldið um það, að sýna sérstakan sóma öllum þeim íslenzku landnemum, sem enn kunna að vera á lífi í Manitoba, og eins hinum, sem til fylkisins fluttust, eða fæddust þar á árunum 1875—1880. Er þess vænst, að allir þeir, sem hlut eiga að máli geri einhverj- um þeirra þriggja manna aðvart, sem skrifaðir eru und- ir greinina „Tilkynning“ á forsíðu þessa blaðs. Að áminst landnámshátíð verði fjölsótt og glæsi- lega, verður eigi dregið í efa, því svo hefir verið vandað til alls undirbúnings; stendur almenningur í mikilli þakkarskuld við undirbúningsnefndina. Þó aðalhátíðin standi einungis yfir einn dag, mánu- daginn þann 7. ágúst, er þó um þá nýbreytni að ræða, að sunnudaginn á undan verður haldin guðsþjónusta undir beru lofti í skrúðgarði Gimlibæjar, helguð minn- ingu landnemanna; auk prédikunarinnar, lætur þar mikill söngflokkur til sín heyra. Þó hér hafi aðeins verið stiklað á steinum, má nokk- uð af því ráða, hve áminst landnámshátíð verði tilkomu- mikil, fjölbreytt og virðuleg. Höndin yfir hafið (Avarp flutt d lýðveldishátíð að Mountain, N. Dakota, 16. júní 1950) Eflir dr. Richard Beck, vararæðismann Islands í N. Dokola Mikill er máttur góðviljans, fái hann að njóta sín. Þetta skildi öndvegisskáld frænda vorra Norðmanna, Björnstjerne Björnson, manna bezt, eins og fram kom í hinum fleygu orðum hans á þá leið: að allt sé undir- orpið endursköpunarmætti kærleikans, fái hann að njóta sín í verki. Minnugur þessara sanninda, er mér það einnig ljúft hlutskipti að mega koma hér aftur fram á lýðveld- ishátíð okkar íslendinga í Norður-Dakota og vera boð- beri ræktarhuga heimaþjóðarinnar. Sem fulltrúi íslands flyt ég ykkur hugheilustu kveðjur ríkisstjórnar þess og íslenzku þjóðarinnar, með þökk fyrir tryggð ykkar við ísland, sem lýsir sér vel í þessu hátíðahaldi ár eftir ár. Hver hlý kveðja heiman um haf er sem útrétt hönd ættþjóðar okkar yfir hið breiða djúp; og ég veit, and- lega talað, að við tökum þétt og fast í þá bróðurhönd, og finnum ylinn, sem úr henni streymir. Með þeim hætti látum við einnig rætast í verki spámannleg orð séra Matthíasar Jochumssonar í kvæðinu ódauðlega til okk- ar Vestur-íslendinga: Sé eg hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu, þann er lönd og lýður bindur lifandi orði suður og norður. Eða eins og skáldið orðar það jafn spaklega annars staðar í kvæðum sínum: „og frændsemin skal brúa saman löndin“. Það er þessi brú frændseminnar, og sameiginlegra menningarerfða, sem þjóðræknir íslendingar, menn og konur beggja megin hafsins, vilja treysta og gera sem varanlegasta. Hvert góðyrði, sem fer á milli heimaþjóð- Bókmenntasaga Bjarna M. Gíslasonar í dönskum blöðum Hin nýja bók Bjarna M. Gísla- sonar, íslenzk bókmenntasaga frá söguöld (Islands Litteratur efter Sagatiden) hefir fengið á- gæta ritdóma í dönskum blöð- um. Hafa viðurkenndir ritddóm arar, eins og t. d. dr. phil. Hakon Stangerup lokið á hana lofsorði, og telja hana eigi aðeins bók- menntasögu heldur bókmennta- legt afrek frá höfundarins hendi. Hér skulu aðeins birtir nokkr- ir stuttir útdrættir úr þessum ritdómum. Fyrir okkur Islend- inga er það ekki einskis virði að handritamálið kemur þar á dag- skrá á óvæntan hátt. Viborg Sliflslidende: Það er mjög vafasamt, að nokkur ís- lenzk skáldsaga muni nokkuru sinni gera bjartara yfir íslandi en þessi bókmenntasaga gerir. Krisleligt Dagblad (Mag. Carl Johann Frederiksen): — Það er sannarlega gaman að 'vera höf. samferða aftur í aldirnar og hitta þar gamla og nýja kunn- ingja — enda þótt manni sé svo að segja „gefið á hann“ hvað eftir annað. Það gerir hin vonda þjóðarsamvizka, því að hún margfaldar þungann í hinum hógværu orðum hans um það hvernig Danir hafa fengið að láni og rænt gömlum íslenzkum handritum, íslenzkum fjársjóð- um, sem enn í dag eru í vörzlu framandi manna. Hann minnist ekki einu orði á að þeim sé skil- að aftur. Það er fallegt af hon- um, en þögnin bítur þar sárar en orð. Höfundurinn leggur aðal- áherzlu á þær bókmenntir, sem eiga upptök sín í þjóðmenningu og eru því þjóðarsálinni skyld- astar. Hann beitir alþýðlegum mælikvarða, og það er rétt þeg- ar ísland á í hlut, því að skáld- skapur hefir verið íslenzku þjóð inni svo að segja jafn nauðsyn- legur og daglegt brauð. Þótt bókmenntasagan sé stutt, er hún merkilegt ritverk. Hún mun gleðja marga. Hún mun gera svip íslands stærri og feg- urri í augum flestra lesenda. Köbenhavn (Henrik Juul Han- sen): Hér er ekki um að ræða þurra bókmenntasögu. Það er menn- ingarsaga, þjóðsálfræði, þar sem aðaláherzlan er lögð á að sýna samhengið í íslenzkum bók- menntum frá því sjónarmiði, að öll skáld, sem voru og eru nokk- urs virði, standi föstum fótum í íslenzkri þjóðmenningu. íslenzkur skáldskapur leið ekki undir lok með söguöldinni. Kristnin varð honum síður en svo að fótakefli. Klaustrin urðu miðstöðvar bókmenntanna. En fyrsta stóra áfallið kom, þegar konungur kastaði eign sinni á klaustrin. Næsta áfallið var það, er konungur setti á verzlunar- einokun og einangraði ísland frá umheiminum. Og svo bætt- ust ofan á hörmungar 17. og 18. urðu að leggja sér skóbætur til aldarinnar, þegar íslendingar munns til þess að halda lífinu. Og í þeim hörmungum freistuð- ust margir til þess að selja göm- ul handrit. Höfundur rekur þetta til þess að kveða niður þá skoðun, að Islendingar hafi vitað sáralítið eða ekkert um hina fornu bók- menntasjóði sína, þegar hand- ritaveiðarnar byrjuðu. Og hann bætir við: „Flestir létu nauðug- ir af hendi þennan ættararf, sem þjóðin hafði vakað yfir með við- kvæmri umhyggju. Þeir léðu því aðeins handritin til þess að þau yrðu afrituð, en fengu þau aldrei aftur, því miður. Enn eru geymdar margar viðurkenning- ar um þessi lán“. — Hér er nú komið að þessum vandræða- handritum, sem geymd eru í konunglega bókasafninu, án þess að höf. nefni þau beinum orð- um. Er ekki mál til komið, að vér reynum að útkljá þetta mál á sómasamlegan hátt? Jyske Tidende (Dr. phil. H. Stangerup): íað er furðulegt að sjá hvern- ig íslendingar hafa erft hina norrænu gáfu, að skapa bók- menntaleg listaverk. Hjá þess- ari litlu þjóð hafa komið fram svo sterk andleg öfl, að þau hafa gert hana að stórþjóð í heims- menningunni — bæði fyr og nú. Vér vissum áður að fornbók menntir íslendinga eru taldar með höfuðverkum heimsbók- menntanna. En það er eins og vér höfum haldið, að síðan hafi ekkert gerst á íslandi. En nú er komin bók, sem hrindir þessum hleypidómum. Og þetta er ekki þurr bókmenntasöguleg greinar- gerð. „Der er Sus og Slag í den“ Það getur verið að sumir kalli hana einhæfa, en kostur hins einhæfa er óhvikulleiki. Þrennt er það, sem vakir fyr ir höfundinum. 1 fyrsta lagi að gefa bókmenntasögulegt yfirlit frá söguöld til vorra daga. í öðru lagi að sýna með því óslitna bók- menntalega þróun og benda á það, að vér eigum ekki að kynn- ast íslandi eins og það var i fornöld, heldur einnig eins og það er nú. Og í þriðja lagi að sýna hinn innri neista í íslenzku menningarlífi, hvernig framþró un og þjóðmenning tvinnast saman að einu leytinu og útsýn og áhrif á hinn veginn. Sýnishorn þau er hann ber fram, sýna að frá bókmennta- legu sjónarmiði er Island lifandi, en ekki forngripasafn. Og það er furðulegt hve margir rithöf undar hafa komið þar fram á seinustu árum, og hvað þeir hafa til brunns að bera, eins og höf. sýnir fram á. Bókin er lif- andi, hún er innblásin. Mbl. MINNINGARORÐ: Guðjón Samúelsson Hann andaðist í Landsspítal- —— ——T~r~. * , f oc í u' ' ,• ruddi brautir í husagerð a Is- anum 25. f. m. Fell þa 1 valinn mætur og ágætur sonur þjóðar- innar. Lætur hann eftir sig mjög merkilegt og mikið ævistarf og mun nafn hans ekki gleymast á íslandi. Guðjón Samúelsson fæddist að Hunkubökkum í Vestur Skaftafellssýslu 16. apríl 1887. Voru foreldrar hans Samúel Jónsson trésmíðameistari og kona hans Margrét Jónsdóttir. Ólst han upp á heimili foreldra sinna fyrst að Hunkubökkum og síðar á Eyrarbakka og fluttist þaðan með þeim til Reykjavík- ur. Lærði hann trésmíðaiðn hjá föður sínum og tók fullnaðar- próf í þeirri iðngrein árið 1908. Gagnfræðapróf tók hann í hin- um a 1 m e n n a menntaskóla Reykjavíkur árið áður. Fór síð- an utan til framhaldsnáms og lauk prófi í húsagerðarlist í List- háskólanum í Kaupmannahöfn 1919. Kom hann þá heim til ís- lands og hóf byggingarstarfið. Var hann það sama ár settur húsameistari ríkisins og fékk veitingu fyrir embættinu árið eftir. Hann kvæntist Euphemíu ólafsdóttur gullsmiðs í Reykja- vík, en þau skildu samvistir eft- ir skamma sambúð. Nú þegar prófessor Guðjón fellur frá, er starfið, sem eftir hnan liggur, óvenju stórfeng- legt, merkilegt og víðtækt. Hann arinnar og íslenzka þjóðarbrotsins hérlendis og glæðir gagnkvæman skilning og samúð þeirra, styrkir brúna yfir hafið. En plægður akur góðviljans, skilnings og samúðar, er sá jarðvegur, sem frjósamt samstarf sprettur upp úr, í þjóðræknismálum, samskiptunum við ættjörðina, eigi síður en á öðrum sviðum. Það er þess virði að hug- leiðast og berast í minni, og ekki aðeins á lýðveldis- hátíð sem þessari. í þeim anda flyt ég ykkur kveðjurnar og velfarn- aðaróskirnar heiman um haf, og ég veit, að þær verða ykkur kærkomnar og finna hljómgrunn ræktarsemi og þakklætis í hugum ykkar. Tröllkonan í þjóðsögunni sagði, að íslandsálar væru djúpir, en þó myndu þeir væðir vera. Það var þessi gamla þjóðsaga, sem Örn Arnarson hafði í huga, er hann komst svo að orði í stórbrotnu kvæði sínu til Guttorms skálds á Víðivöllum í Nýja-íslandi og okkar landa sinna vestan hafs almennt: Þótt djúpir séu Atlanzálar, mun átthagaþránni stætt. Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. Heilhuga veit ég, að við tökum undir þau orð skáldsins og viljum láta þau reynast sannmæli í verki, og með því er kveðjunum heiman um haf einnig bezt svarað og drengilegast: Brúum áfram bróðurhöndum breiðan, djúpan sjá! landi. Byggingarnar, sem hann hafði gert, eða látið gera upp- drætti að undir sinni yfirstjórn, tóku að rísa hver af annari, stór- ar og smáar. — Settu þessar byggingar nýjan svip á kauptún og sveitir landsins, en þó sér- staklega á höfuðborgina, þar sem hver stórbyggingin reis af annari. Er nú talið, að þessi hús muni nú vera um eða yfir eitt þúsund talsins. Þar á meðal eru fegurstu héraðsskólar landsins á Laugarvatni, í Reykholti, að Reykjum, að Laugum, í Skógum o. s. frv. Þá má telja Landa- kotskirkju, Landsspítalann, Hó- tel Borg, Landsímahúsið, Laug- arnesskirkju, Akureyrarkirkju, Háskólann og Þjóðleikhúsið, og ýms stórhýsi eru í smíðum svo sem Hallgrímskirkja. Það er ekki að ófyrirsynju, að Guðjóns Samúelssonar er minnst hér í Kirkjublaðinu, því mjög kom hann við sögu í bygg- ingarmálum þjóðkirkju íslands á þremur síðustu áratugunum. Hafa 70—80 kirkjur verið reist- ar undir hans foryztu sem húsa- meistara og álíka mörg íbúðar- hús á prestsetrum landsins. Sum ar af þessum kirkjum gnæfa ekki hátt við loft. Þær eru byggðar yfir fámenna söfnuði og fátæka. Þær hlutu þess vegna að verða íburðarlausar. En kirkjurnar eru eigi að síður traustar og vingjarnlegar. Lín- urnar hlýlegar og hreinar og fara yfirleitt vel í íslenzku lands lagi. Guðjóni húsameistara þótti vænt um, að mega starfa fyrir kirkjuna. Hann unni þeim boð- skap, er hún flytur, og þráði að styðja hana á sinn hátt í starfi. Þetta átti rót sína að rekja til þess, að hann var sjálfur inni- lega trúhneigður maður og taldi kirkjuna mikilvægustu stofnun Þykkt skeljasandslag rannsakað Rannsóknarborinn, sem verksmiðjustjómin jékk jrá Svíþjóð, reynist ágætlega. Þessa dagana er verið að rann- saka þykkt og víðáttu skelja- sandslagsins á Sviði í Faxajloa, en þar hejir verið ráðgert að taka skeljasand til sements- vinnslu, ej verksmiðja yrði reist á Akranesi eða hér við jlóann. Er hajrannsóknaskipið María Júlía notað til þeirra rannsókna. Blaðið átti í gær tal við Jón E. Vestdal, jormann stjórnar væntanlegrar verk- smiðju, og spurði hann um þetta. Rannsóknarmennirnir fóru út á Akranesforir í fyrradag. Haf- ði verið komið fyrir á skipinu nýjum borstækjum, sem sérstak- lega eru ætluð til rannsóknar laga í sjávarbotni. Er bor þessi ný, sænsk uppfinning, og nýlega fenginn hingað. Sænskur pró- fessor fann borinn upp, og var hann reyndur í Miðjarðarhafi 1946. Borinn reyndist vel. Þessi fyrsta ferð var raunar mest farin til að komast að raun um, hvort bor þessi dygði til þessara rannsókna. Reyndist hann hið bezta, og eru líkur til, að hann komi að fullu haldi við rannsóknina. Bornum er sökkt með miklum þunga, og grefur hann sig þá í botninn. Síðan er dregin upp bulla í honum, sem dregur kjarnann betur upp í hol hans. Haldið ájram nœstu daga. 1 gær fór María Júla út á Svið, en allmikill kaldi var og reyndist ekki fært að fást við rannsóknir. Næstu daga mun þeim verða haldið áfram eftir því sem veður leyfir. 1 fyrradag var rannsókn hafin í útjaðri skeljasandssvæð- isins. —Tíminn, 13. maí þjóðarinnar. Honum fannst ein- asta von allra þjóða vera í því fólgin, að kristin trú og lífsskoð- un fengi að ráða í lífi þeirra og breytni. Listhneigðin var rík í Guðjóni Samúelssyni. Málaralistin og hljómlistin voru honum mjög kærar. Hann óskaði sérstaklega eftir því, að sálmurinn „Ó, þá náð að eiga Jesúm“, „Á hendur fel þú honum“ og „Víst ertu, Jesú kóngur klár“ yrðu sungnir við útför hans og við kistuna heima vildi hann láta leika hið fagra og alkunna lag „Ora pro nobis“, sem hann sjálfur lék oft- sinnis á heimili sínu. Kirkjan þakkar hinum látna húsameistara fyrir störf hans og vináttuhug í garð hennar og bið- ur honum fararheilla í nýjan heim og blessunar guðs. Sigurgeir Sigurðsson Kirkjublaðið, 8 maí Minnist EETEL í erfðaskrám yðar KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVIK

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.