Lögberg


Lögberg - 22.06.1950, Qupperneq 5

Lögberg - 22.06.1950, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚNÍ, 1950 5 AHUGAMAL UVENN/1 Ritttjóri: INGEBJÖRG JÓNSSON HÚSMÓÐURSTAÐAN ÁNÆGJULEGUST Mildasti vetur í hálfo öld í Rangárvallasýslu Á þessari kvenfrelsisöld kepp- ast konur við að komast í marg- víslegar stöður utan heimilisins. Margar hverjar eru svo hrifnar af hinum mörgu tækifærum, sem standa konum nútímans til boða að þær líta með lítilsvirð- ingu á húsmóðurstöðuna. I sum- um löndum, eins og til dæmis á Rússlandi, sleppa þær úr hönd- um sér uppeldi barna sinna; þeim er talin trú um að vanda- laust fólk geti alið þau betur upp á barnagörðum og vöggu- stofum, að þær þjóni betur rík- inu með því að ganga út í vinnu. Þannig er móðurhlutverkið lít- ilsvirt í því ógæfusama landi. — Fyrir nokkru birtist í dag- blaði frásögn um tvær enskar konur, sem er eftirtektarverð að því leyti að þær hafa af eigin reynslu komist að þeirri niður- stöðu að húsmóðurstaðan sé á- nægjulegri og hamingjusamari en nokkur önnur staða, er kona fær kosið sér. Frásögnin er svona: „Tvær konur, sem komist hafa á æðstu tröppu í starfi sínu, báðar milli þrítugs og fertugs, hafa sagt af sér vellaunuðum stöðum í London til þess að geta lifað rólegu lífi út á landi. Hin grannvaxna, bláeygða Jean Nicol var í ellefu ár aug- lýsingastjóri fyrir hin stóru og víðfrægu hótel, Savoy, Claridge og Berkley. Starf hennar fólst ekki ein- ungis í því að auglýsa þessi þrjú hótel fyrir almenningi, heldur °g að sjá um að ýmislegt, sem miður þótti, birtist ekki í blöð- unum, — eins og sagan um ofurstan með D. S. O., sem vann í eldhúsinu í Savoy hótel. Jean sagði: „Flest fólk heldur að ég sé ekki með öllum mjalla af því að ég vil segja upp þess- ari stöðu minni og búa í litlu húsi út í Cornwall með mannin- um mínum“. „Hvað í heiminum ætlarðu að gera þar?“ spyrja allir mig. „Nú, ég ætla að hafa garð, ég ætla að mála og ég ætla að lesa. Mér þykir afar gaman að matreiða; mér leiðist alls ekki að gera hús- verk, og ég ætla að hjálpa til að rækta blóm og kartöflur til sölu. í London hefi ég margar gleði- stundir, kynnist mörgu skemti- legu fólki, fæ fín föt og ljúf- fengustu máltíðir. En það bætir ekki upp fyrir það, að hafa al- drei tíma til að vera ég sjálf. Hér er ég altaf á hlaupum til að ná í allar blaðaútgáfurnar. Út í Cornwall er þriggja mílna gangur til nálægustu blaðabúð- ar“. Evelyn Gibbs, 38 ára að aldri, ritstjóri fyrir B. B. C’s Woman’s House er að segja af sér stöðunni fyrir líkar ástæður. Hennar staða er talin ein hin eftirsókn- arverðasta sem til er við Broad- casting House og hún vann 13 ár við útvarpið til að ná þeirri stöðu. Hún segir: „Dag einn, í hinum mikla flýti við að ráðstafa hinni daglegu útvarpsskrá, flaug mér alt í einu í hug: „Hvernig áhrif hefir alt þetta á mig?“ Ég fann að ég kærði mig ekki um þá mann- eskju, sem ég var að verða. — Manneskju, sem einungis hafði Það á huganum, að hún þurfti að koma einhverju í verk á ákveðnum tíma. Ég var að verða að manneskju, Sem aldrei hafði tíma fyrir raun- veruiega vini, alt líf hennar ^tjórnaðist í 24 klst. sólarhrings- ltls af harðstjórn daglegrar út- VarPsskrár. Ch'i æt*a a® ^úa * í garð rn Hills’ ég ætla að hafa íetl ' gæsa' bænsnarækt. Ég jjj f a> bfa mannlegu og heim- eSP lífi — hinu eðlilega lífi konunnar. Og ég mun verða á- nægð — fullkomlega ánægð“. HÆTTULEG AKBRAUT Þegar hitnar í veðri leggja þúsundir manna úr Winnipeg- borg leið sína norður til sumar- bústaðanna við Winnipegvatn. Meiri hluti þessa fólks ekur þangað á bílum sínum; bílaum- ferðin milli borgarinnar og þess- ara staða er því geisimikil, sér- staklega um vikulokin. Þrátt fyrir þessa miklu umferð er brautin, sem liggur milli þessara staða, svo þröng að hún rúmar aðeins einfaldar bílaraðir, norð- ur og suður. Á sunnudagskvöldum má heita að bílalestin sé óslitin, bíll við bíl, alla leið frá Gimli til Winnipeg. Sumir, sem vilja flýta sér, reyna að skjótast út úr lestinni og komast fram fyr- ir aðra bíla og er það stórhættu- legt, ef þeir komast ekki aftur inn í lestina áður en þeir mæta bíl úr suðurátt, því að brautin rúmar ekki þrjá bíla hlið við hlið. Enda munu fleiri slys hafa viljað til á þessari braut en nokkurri annari braut í Mani- toba. Fólk, sem ekur á þessari braut, þegar bílaumferðin er mest, er því í lífshættu; jafnvel þótt það sjálft aki bíl sínum varlega, getur það orðið fyrir á- rekstri frá öðrum bílum, sem að ekið er óvarlega; þarna á þessum þrönga akveg munar svo afarlitlu. Winnipeg er eina stórborgin á Sléttunni; hún telur um 350 þúsund manns. Ætli séu nokkur dæmi til þess að bílvegur, sem tengir stórborg við bæ í 20 mílna fjarlægð sé eins þröngur og bílvegurinn milli Winnipeg og Selkirk? Það eykur á hætt- una að á þessum vegi ferðast stórir fólksflutningsbílar, sem stanza hér og þar til þess að taka fólk um borð; smærri bílarnir hraða ferðinni til þess að kom- ast fram hjá þeim stóru, en þeir skyggja á umferðina framund- an. Þannig geta árekstrar og slys áreiðanlega átt sér stað. Það er lífsnauðsyn að breikka akveginn milli Winnipeg og Sel- kirk um helming til þess að varna slysum í framtíðinni; al- menningur og þá sérstaklega þeir, sem nota þessa akbraut, ætti að krefjast þess af stjórn- arvöldunum að taka þetta mál til íhugunar og framkvæmda, sem allra fyrst. — BARNAHJAL — Mamma datt á eldhúsgólfinu og meiddi sig. Sigga litla, sem ekki var nema fimm ára, var þar hjá henni og fór að skæla. „Láttu ekki svona, Sigga“, sagði manna, „ekki meiddir þú þig“- „Jú, það meiddi mig í hjart- anu“, sagði Sigga. ☆ Telpan okkar, sem er átta ára, hafði verið óþekk og við refsuð- um henni með því að láta hana biðja fyrirgefningar skriflega. Hún skrifaði: — Elsku pabbi og mamma, fyrirgefið mér það, sem ég gerði í gær, það sem ég geri í dag og það sem ég geri á morgun. Ykk- ar elskandi dóttir. tr Maður nokkur hafði ráðið írsk an dreng sem þjón. Fyrsta morg- uninn, sem hann var í vinnunni færði hann húsbónda sínum einn svartan skó og einn brúnan. „Hvað meinarðu með þessu?“ spurði maðurinn, „sérðu ekki, að þessir skór eru sinn af hvorum lit?“ „Jú“, ansaði strákur, „það er svei mér skrítið. En það sem er ennþá skrítnara, ér, að það er alveg eins par af skóm niðri“. GJÖGUR Lýsing á gamalli verstöð Lengi hefir veiðistaðan Gjög- ur í Strandasýslu verið kölluð fiskisæl. Um miðja 19. öld og lengi fram eftir henni var þar mikill hákarlsafli. Veiðistaðan er sunnan á nesi (Djúphlein) á milli Reykjarfjarðar og Tré- kyllisvíkur. Beztar upplýsingar frá Gjögri hef ég fengið frá Lýð hreppstjóra Jónssyni á Skrið- nesenni, sem réri á Gjögri nokkru eftir miðja 19. öld. Þá gengu frá Gjögri til hákarla- veiða 15—18 skip, 6, 8 og 10 róin. Vertíðin var vanalega frá því seint á þorra, enginn mátti koma seinna til skips en í þorralok, og var útgerð þeirra til 12 vikna, eða til krossmessu (vinnuhjúa- skildaga 14. maí). Á skipunum voru venjulega 7—9—11 menn, eftir stærð skipanna, 1 maður fram yfir keipatölu. Ætíð var stýrt, þó að logn væri. Það bar við, að maður var „yfirskipa", sem nefnt var. Skipin báru 25— 55 tunnur af lifur. Þá var þiljað undir þóttur aftan og framan og „plittir“ (hlerarnir) yfir fast skorðaðir, en kassi var miðskipa og lok neglt yfir. Bæði á kassa- lokinu og „plittunum" voru göt, sem lifrinni var hleypt niður um. Kassarnir voru fylltir fyrst þegar afli fékkst. Þegar ekki fékkst hleðsla af lifur, var hákarl tekinn eins og skipin báru. Allur var hákarlinn settur á „tam“ sem kallað var, (settur á festar við skipið). Skip- in voru orðin vel útbúin á seinni árum, bæði legufæri og fleira var traust. Þá voru almennt hafðir með skipunum stórir járn drekar (akkeri) með 15—20 faðma „forhlaupara“ (járn- keðju) og þar í læst aðallegu- færinu, sem var gildur, vandað- ur kaðall, um 180 faðmar. Áður fyrri hafði trékraka ver- ið notuð fyrir akkeri eða stjóra. Var hún negld saman úr spýt- um og þær fylltar með grjóti, og legufærinu fest þar í. Með trékrökunni vildu skipin reka í stormi, sem var hættulegt og spillti veiði. Tvö skauta- eða rásegl voru hvort upp af öðru, líkt og sést á myndum víkingaskipa. Það voru einstök skip, sem höfðu spritsegl að aftan og fokku að framan, og sigldu vel í beitivindi. Það þótti tignarlegt, þegar allur flotinn af Gjögri lagði út, eða „sigldi ofan á mið“, sem kallað var, til há- karlaveiða. í byrjun vertíðar héldu for- menn og skipseigendur fund, stundum á Gjögri, til að koma á samningum um að skera ekki hákarl í sjó fyrr en eftir vissan tiltekinn dag, heldur flytja all- an hákarl heilan, ósundurskor- inn í land. Þá mátti hvorki hafa kassa eða „plitti“ 1 skipunum, fyrri en í svonefndum skurðar- róðrum. í doggaróðra, sem kall- aðir voru, var stutt róið og ekki legið úti nema nóttina stundum. Þá var heldur ekki lengi verið að hlaða af hákarli, ef hann var fyrir, því að skipin báru ekki nema 25—40 smærri hákarla (dogga). Ef mikið var um há- karl, voru hinir stærri hafðir utanborðs og bundnir við reng- ur í skipinu aftan og framan, það var kallað „að róa fyrir hlessu“. Var það þungur róður, ef ekki var meðbyr. Oft varð að bíða eftir „doggsa“, þegar hann var tregur og ekki var í maganum nema sjór. Á önglana var beitt hangnu eða reyktu hrossakjöti og sel- spiki. í skurðarróðrana var vanalega ekki farið fyrr en 1—2 vikur fyr- ir sumar og gert ráð fyrir að liggja úti 2—4 sólarhringa. Menn færðu sig dýpra og dýpra í kjörum eða stillum að leita há- karlsins, þar til komið var til hafs 8—10 vikur sjávar. Oft var mönnum kalt, ef lítið þurfti að starfa. Sváfu þeir til skiptis á plittunum, því að annað pláss var ekki, og lágu í öllum skinn- klæðunum, og var einatt kulda- hrollur í mönnum, er þeir vökn- uðu, en sumir áttu erfitt með að geta sofið. Það kom fyrir, að sum skip fóru ekki langt ofan á haf og öfluðu ef til vill bezt. Fylltu menn skipin á einum sól- arhring af lifur. Þá bar það við, að hákarlinn óð í stórhópum of- ansjávar kringum skipin og reif í sig hákarlsskrokkana, sem festir voru við þau og búið var að taka úr lifrina. Þá þurfti ekki annað en krækja í hákarlana, sem óðu kringum skin, með haka eða skutli. Voru þá valdir úr þeir stærstu, höfðu menn þá nóg að starfa. Þegar hákarlinn hagaði sér svona, töldu menn víst, að há- karlajaktir úr Fljótum og Eyja- firði væru farnar að skera og sleppa hákörlum. Þá hljóp allur hákarl af fjörðum og flóum til hafs. Var þá aðeins undir heppni komið, ef menn náðu honum, því hann sinnti þá lítið færum manna. Gott þótti mönnum að fá byr og bjart veður í land, því að langt þótti að róa í land, sem ekki var um að tala, nema logn væri. í sunnanátt var vanalega siglt upp undir Strandir og svo grynnra inn með landi, ef vind- ur var við vestur. Ef vindur var óhagstæður var beðið byrjar. Það var oft misjafn afli í skurðarróðrunum, líka hamlaði hafísinn mönnum stundum að komast á mið. Þegar ekki sást til lands, þá er menn sigldu heim, vegna þoku eða kafalds, var siglt eftir kompás, og var það vandaverk, ef illt var í sjó, því að ekki mátti muna neinu, til að ná réttri lendingu. Gjögurformenn voru ráðnir og rosknir, ábyggilegir menn og margir mjög veðurglöggir. Menn gerðu sig út til 12 vikna, eins og áður er sagt. 1 útgjörð- inni var brauð og kökur úr rúgi. Kökurnar voru þunnar bakaðar á pönnu eða járnplötu, allt gert heima, súrt smjör, kæfa, harð- fiskur og hertur hákarl. Banka- bygg var haft í súpu, sem oft- ast var elduð einu sinni á dag, og þöfðu menn þá hver einn saltkjötsbita. í hverjum bita var spýta merkt með skorum, og átti. „kokkurinn“ að skila hverjum sínum saltkjötsbita með spýt- unni. Þeir, sem birgir voru af kjöti, höfðu tvo kjötbita, svo kom súpan eða grauturinn á eft- ir, um hádegið í öskum eða renndum tréskálum. Einhver af skipshöfninni var.„kokkur“ fyr- ir alla vertíðina. Kaffi var lítið á Gjögri, en þó oftast á morgnana hjá flestum, og soðið, korgurinn eða groms- ið“, seinni hluta dags. Kaffið var drukkið úr „spilkomum“ (smá- skálum). Oft var lítið um sykur, og mörgum entist það illa, og fékkst sjaldan í verzlunum, og þótti bagalegt. Samt vildu menn ekki vera alveg án kaffis, þó að það væri bæði sykur- og mjólk- urlaust, höfðu þá með því brauð eða kökur, smurt með súru smjöri. 1 skurðarróðrunum var nóg kaffi. Flestir höfðu að heim- an súrt skyr, hver í sínum dalli. Hverju skipi fylgdi drykkja- (sýru) tunna. Aldrei var farið á sjó, svo að ekki væri nægilegt að drekka á skipinu, og blöndu- kútur var í hverri búð. Um tímabilið 1865—1875 bjó einn bóndi á Gjögri, og fátt þurrabúðarfólk var þar. Allt stundaði sjó, bóndinn hafði eina kú og nokkrar kindur. Bóndinn bjó í portbyggðri baðstofu, og hafði kúna undir loftinu. Verbúðir á Gjögri voru orðnar á síðari tímum allvistlegar, þær voru portbyggðar, og var mann- gengt undir loftið. Rekkjur voru með báðum hliðum á loftinu. í helztu búðunum var rekkja for- manns þvert fyrir innra gafli, andspænis loftgati. Aðalverskrínur sínar höfðu menn uppi hjá rúmum sínum. í þeim var smjör, kæfa, brauð og kökur. Tveir sváfu í hverju rúmi andfætis (lagsmenn). Und- ir loftinu var þröng. Þar héngu skinnklæði, skrínur og dallar, sem höfðu að geyma útgjörð manna. í flestar búðirnar var gengið inn með öðrum gaflinum Raforkujramkvæmdir í Fljótshlíð. Stutt samtal við Guðmund Erlends- son hreppstjóra. VETURINN í Rangárvallasýslu hefur verið einhver hinn allra mildasti, sem menn muna á þess- ari öld, sagði Guðmundur Er- lendsson hreppstjóri á Núpi í samtali við blaðið í gær, en hann er nú staddur hér í bænum. Snjólítið hefur verið allan vet- urinn og tíð hin ákjósanlegasta. Fé hefur þess vegna verið mjög létt á fóðrum og fénaðarhöld góð. Má gera ráð fyrir nokkrum breytingum, enda þótt heyskap- artíð væri mjög óhagstæð s.l. sumar. Klaki úr jörðu. —Og sumarið hefur byrjað vel eystra? --Já, það sem af er sumri hef- ur tíð verið ágæt. Er jörð orðin klakalaus og tilbúin til þess að gróa þegar hlýnar. Annars hef- ur verið mjög þurrviðra samt undanfarið. Raforkuframkvæmdir í Fljótshlíð. —Að hvaða framkvæmdum hefur helst verið unnið í sýsl- unni undanfarið? —Það hefur verið haldið áfram að leggja stauralínu fyrir Sogs- rafveituna inn eftir Fljótshlíð- mni. Er hún nú komin að skóla- og samkomuhúsi Fljótshlíðinga. Standa vonir til þess að sjálf lín- an hafi verið lögð á þá að liðnu þessu sumri. —Er rafmagn frá Sogi komið til margra byggðalaga í sýsl- unni? að stiga, er lá upp á loftið milli fremstu rúmanna. Tveir og þrír tveggja rúðu gluggar voru uppi á suðurhlið, og var því nægileg birta á loftinu, en niðri var lak- ari birta. Búðirnar voru ýmist með reisifjöl eða skarsúð. 1 landlegum á Gjögri var ýmis legt haft fyrir stafni. Þeir, sem langhentir voru, smíðuðu hús- gögn, fötur, dalla, trog, orf, hríf- ur, aska, ausur, meisa og margt fleira. Þetta urðu menn að smíða á rúmum sínum, sökum plássleysis. Þar sem rýmra var um, smíðuðu menn sái, keröld og koffort. Allt smíði var sagað eða klofið úr rekavið.. Sumir höfðu með sér hross- hár að heiman og unnu úr því reipi eða sila. Aðrir eltu skinn og saumuðu skinnklæði, er þá voru almenn hlífðarföt, svo sem skinnstakkar, skinnbuxur og skinnsokkar. Svo voru brækurn- ar, er náðu upp undir hendur og heilar að neðan með sóla und- ir ilinni eða saumum langsum undir ilinni, og gátu menn vaðið í brókunum upp fyrir mitti án þess að vökna. Þær voru vand- aðar að efni og saum. Nokkrir lásu sögur og kváðu rímur. Oft var glatt á hjalla, ef rímur voru vel kveðnar, og þótti góð skemt- un. Sumir gerðu ekki neitt, lágu jafnvel heila daga allsnaktir í bólinu, en þeir voru ekki marg- ir, og var heldur ekki sparað að gera þeim rúmrusk, helzt ef ein- hver kom úr annari búð, en ekki þótti gott að fá góð handtök á þeim bera, þegar búið var að draga hann fram úr bælinu á loftið. Ekki var mikið um spila- mensku á Gjögri, helzt spilað alkort og marjas, en þar voru góðir taflmenn, er tefldu helzt valdskák, og stóð hún yfir ef til vill allan daginn. Sumir tefldu myllu og refskák. Einu sinni eða tvisvar á ver- tíðinni var stofnað til bænda- glímu. Þar var stundum fjöl- mennt og góð skemmtun, þá vel var glímt. Helztu brögð voru: Klofbragð, leggjarbragð, hæl- krókur og mjaðmarhnykkur. Þeir stirðu og sterku vildu taka hryggspennu, sem ekki var leyfilegt. Sjómannablaðið VÍKINGUR —Það er komið til allmargra bæja utan Ytri-Rangár, til þorpsins að Hellu og ennfrem- ur að Hvolsvelli og nokkrum öðíum bæjum í þeirri sveit. Áformað er að halda áfram að tengja fleiri byggðalög við Sogs- virkjunina, hvernig sem þéim framkvæmdum vindur nú fram. Aukin jarðrækt og vaxandi nautgriparækt. —Ræktuninni hefur á undan- íörnum árum fleygt fram í hér- aðinu. --Vélakosturinn hefur aukist mikið, enda þótt skortur sé á stórvirkum skurðgröfum. Með aukinni túnrækt hefir naut- griparæktin einnig færst í aukana. Annars háir áburðar- skorturinn jarðræktinni mjög. Er jafnvel hætt við því að ekki verði hægt að halda öllu rækt- uðu landi eins vel við og skyldi eftir að áburður hefur hækkað í verði. Enginn uppgjafartónn. —En þrátt fyrir ýmsa aðsteðj- andi erfiðleika er enginn upp- gjafartónn í bændum í Rangár- vallaýslu, segir Guðmundur Er- lendsson að lokum. —Fólki fækkar nú ekki í sýsl- unni að því er ég held. Fólkið í sveitinni trúir á það, að ef hér á eftir að þrengja verulega að, þá muni sveitirnar síðast gefast upp. Landbúnaðurinn getur tek- ið á móti miklu fleira fólki, sem getur lifað af honum góðu lífi. Það fólk þarf ekki að óttast atvinnuleysi, segir hreppstjórinn og leggur áherslu á orð sin. —Mbl. 15. maí Bækur og listir Þjóðleikhúsnefndin gerir ráð fyrir að hafa í tilhaldsstofu leik- hússins brjóstmyndir af fjórum leikskáldum: Matthíasi, Indriða, Kvaran og Jóhanni Sigurjóns- syni. Einar Jónsson hefir gert myndina af Indriða Einarssyni, Ríkharður af Matthíasi og Kvar- an, en kornung stúlka, Gerður Helgadóttir, hefir mótað mynd Jóhanns og höggvið hana í marmara suður á ítalíu. Gerður er dóttir Helga Pálssonar tón- skálds og fyrrum kaupfélags- stjóra á Norðfirði. Hún hefir lok- ið fullnaðarprófi í höggmynda- gerð í listaskólanum í Florence og gat sér þar góðan orðstír. Ekki er vitað að til sé í almanna- eign nema tvær marmaramynd- ir af íslenzkum mönnum: Jón Sigurðsson eftir Norðmanninn Bergslien í þinghúsinu og höfuð Jóhanns Sigurjónssonar í Þjóð- Jóhanns Sigurjónssonar eftir Gerði Helgadóttur í Þjóðleik- húsinu. Verða allar þessar högg- myndir til prýðis og virðingar- auka fyrir leikhúsið. Presturinn á Borg á Mýrum, séra Leó, hefir vakið nokkra hreyfingu í þá átt, að íslend- ingar skyldu leita eftir við bæj- arstjórnina í Osló, að fá að gera eftirmynd í bronze af hinni frægu standmynd Vigelands af Agli Skallagrímssyni. Er frum- myndin í safni Vigelands í Osló. Talið er af kúnnugum mönnum, að málmsteypa af þessari mynd mundi í Noregi kosta 15000 norskar krónur. Hafa sumir Borgfirðingar og Mýramenn á- huga fyrir þessu máli. Þykir þeim vel fara á að í héraðinu væru minnismerki um þá tvo menn úr þeirri byggð, sem víð- ast hafa borið hróður héraðins og landsins, en það eru bænd- urnir á Borg og í Reykholti, Egill og Snorri. Geta slík minn- ismerki, ekki sízt eftir einn hinn snjallasta listamann Norður- landa, minnt þjóðina á að ekki hefir andlegt líf ætíð verið út- lægt úr byggðum landsins, eins og sumir grunnhyggnir menn halda fram. J. J. (LANDVÖRN)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.