Lögberg - 22.06.1950, Side 8

Lögberg - 22.06.1950, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JÚNÍ, 1950 Leiksýning í Nýja-íslandi . . . þar setn öllum öðrum Irjám oílágl þólli að gróa .... Or borg og bygð Malreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, send ist: Mrs. H. Halldórson 1014 Dominion Street Mrs. L. S. Gibson 4 Wakefield Apts. eða til The Columbia Press Líd.. 695 Sargent Ave. Winnipeg ☆ Gefið til Sunrise Lutheran Camp. Kvenfélag Árdalssafnaðar $20. 00. Pioneers memorial fund $25. 00. Kvenfélagið ísafold, Vídir, $10.00. Meðtekði með innilegu þakklæti Anna Magnússon, Box 296 Selkirk, Man. ☆ Starfsskrá sumarsins í Sunrise Lutheran Camp 1950. Sunnudagaskólakennara mót 30. júní — 2. júlí. Leiðtogastarf — (unglingar yfir 14 ára) 3. júlí til 11. júlí. Drengjahópur (11—14 ára) 12. júlí — 20. júlí. Yngri drengir (6—10 ára) 21. júlí — 29. júlí. Yngri stúlkur (6—10 ára) 29. júlí — 6. ágúst. Stúlknahópur (11—14 ára) 8. ágúst — 16. ágúst. Handiðnakensla (handicraft) 17. ágúst til 25. ágúst. Guðsþjónustur verða haldnar á hverjum sunnudegi í minning- arskála sumarbúðanna tímabilið sem sumarstarfið stendur yfir. Allir eru boðnir og velkomn- ir. — Veitið auglýsingum því viðvíkjandi eftirtekt síðar. Undirritaðar taka á móti um- sóknum: Mrs. A. H. Gray, 1125 Valour Rd. Wpg. Mrs. S. Ólafsson, Selkirk, Manitoba. ☆ Mr. 'Henry A. Provisor hefir hlutast til um, að útvarpað verði ræðum í fimtán mínútur á stutt- bylgjulengd á D o m i n i o n daginn þann 1. júlí næstkom- andi; útvarpið fjallar um þróun lýðræðis í Canada og gildi þess fyrir almenning; útvarpið heyr- ist um alla Evrópu, en til slíks er stuðlað með hliðsjón af vænt- anlegum innflytjendum þaðan og hingað til lands; aðalræðuna flytur W. J. Lindal dómari. * Mr. Sigurður Sigurðsson frá Silver Bay kom til borgarinnar seinnipart fyrri viku með konu sína til lækninga. ☆ Mr. K. W. Johannson bygg- ingameistari, 20 Alloway Ave. hér í borginni, brá sér nýlega í skemtiferð suður til New York ásamt frú sinni. ☆ Mr. G. A. Williams kaupmað- ur í Hecla var staddur í borginni í byrjun yfirstandandi viku. ☆ Mr. Th. Markússon frá Foam Lake, Sask., var staddur í borg- inni í vikunni, sem leið. ☆ Mr. J. H. Normann frá Gimli var staddur í borginni á mánu- daginn. ☆ Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju John Donald Thordarson læknaskóla- stúdent og Jean Beatty Wasson. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. John Thorðarson hér í borg, en brúðurin dóttir Was- sons bankastjóra á Gimli og frú- ar hans. Séra Valdimar J. Ey- lands gifti. Að vígluathöfn lokinni var setin fjölmenn og virðuleg brúð- kaupsveizla í Moore’s gildaskál- anum; fyrir minni brúðarinnar mælti skörulega Mrs. Tergesen á Gimli; við giftinguna söng Ólafur N. Kárdal tenórsöngvari tvö lög við mikla hrifningu hins mikla mannfjölda. Ungu hjónin fóru samdægurs í ferðalag suð- ur til Minneapolis, en framtíð- arheimili þeirra verður hér í borginni. ☆ Mr. Carl Dalsted frá Svold, N. Dak., var nýlega skorinn upp á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni og var á góðum bata- vegi, er síðast fréttist; kona hans dvelur hér einnig þessa dagana. ☆ W. J. Lindal dómari lagði af stað austur til Ottawa á mánu- daginn til að sitja þar fund Canadian Citizenship Council, en hann er einn af forráðamönn- um þess félagskapar. Lindal dómari gerði ráð fyrir að koma heim næsta laugardag. ☆ Tvær ungar stúlkur leggja af stað áleiðis til Islands á sunnu- daginn kemur, þær Svava Bryn- íslendingar hafa jafnan verið unnendur framsagnarlistar. 1 elztu sögum segir er hirðskáld- in þuldu háttasnjallar oddgnýs- drápur og höfuðlausnir yfir Norðurlandakónginn og tóku að launum gullbauga af sverðs- oddum, hafbúna knerri eða höf- uð sín. Síðar róa þulir og kvæða- menn fram .í koluglætuna í bað- stofukytrum, kveðandi rímur, stökur, mansöngva og hetju- kvæði, með tilheyrandi hnykkj- um og langtónum, og þiggja að launum koss heimasætunnar með smelli. Sögur voru samdar, annálar skráðir og kvæði kveð- in. Orðsins list var ódýrasta list- in, og varð brátt djúprætt í eðli þjóðarinnar. — Það var því ekki að undra að leiklistin skyldi halda svo glæsi- lega innreið í hjarta þjóðarinn- ar, og hefjast frá hlöðum, tómt- húsum og skúrum til virðulegri salarkynna og síðast í sitt eigið musteri, eitt hið veglegasta hjá norrænum þjóðum. — Á íslandi er leiklistin í miklum hávegum. Mörg smá- þorp og sveitir út um land hafa haldið uppi allt að því árlegum leiksýningum í hálfa öld, og stundum betur. Hér í Vesturheimi hefur leik- listaráhugi íslendinga verið jafn mikill, og átt við jafnvel meiri örðugleika að etja en heima. Landsmenn flestir svo daufir og óupplýstir á því sviði, að leik- list má heita óþekkt í mörgum fylkjum Kanada, utan „niður*- soðinnar leiklistar frá Holly- wood“, eins og Árni Sigurðsson kemst að orði. Dreifbýli gríðar- legt, fámenn byggðarlög, fátækt og basl mikið í byrjun. Engin hérlend íslenzk miðstöð í leik- list, er leiðbeint gæti sveitahér- uðum, eða lánað svið og bún- inga. Yngri kynslóðin óðum að losna úr tengslum við sögu og menningu þjóðar sinnar, víðast hvar, og ótal aðrir staðbundnir og mannlegir annmarkar til tálmunar. — Hefur þetta allt, með ýmsu fleiru, leitt til þess að leiklist er nú, um skeið að minnsta kosti, að leggjast niður meðal Vestur- íslendinga, og áhugi þeirra sjálfra að dvína. — Það var því eins og að rekast óvænt á svalan vinjareit í eyði- mörku, er ég heyrði að ein af fámennari og afskekktari byggð unum í Nýja-íslandi ætlaði að sýna á Islenzku velþekktan gamanleik að heiman, „Orust- una á Hálogalandi", og það í spánýju samkomuhúsi, sem þeir hafa sjálfir byggt og kostað. — Mér þótti þetta svo merkilegt, að ég dreif mig niður að Geysir Hall á föstudaginn var, 16. júní, sá leikinn og átti tal við ýmsa Geysisbúa, leikendur og aðra. Fannst mér, eftir á, að framtak þeirra, áhugi og kjarkur væri svo lofsvert afreksverk að ekki mætti láta þess ógetið. — Áður fyrri héldu flest vestur- íslenzk byggðarlög uppi tals- verðri leikstarfsemi. Er sú saga allýtarlega rakin af Árna Sig- urðssyni í Tímariti Þjóðræknis- félagsins 1947. Segir þar að „ekkert einasta ár hafi fallið úr, að ekki væri sýndur sjónleikur á íslenzku, einhversstaðar í jólfsson úr Reykjavík, er dvalið hefir síðastliðin tvö ár í Winni- peg, og Guðrún Hjörleifsson ættuð frá Riverton, sem aldrei hefir áður ísland augum litið; þær ferðast austur til New York með járnbrautarlest, en sigla svo þaðan heim með Tröllafossi. ☆ Ágætt herbergi með húsgögn- um fæst til leigu nú þegar að 58 Pearl Street hér í broginni; her- bergið er á neðsta gólfi; spyrjist fyrir um skilmála hjá Jens Elías syni að áminstu heimilisfangi. ☆ Frú Anna Austmann frá Vídir Man., var stödd í borginni í fyrri viku. byggðum íslendinga vestan hafs í 63 ár — En Geysir-byggðin mun vera sú eina sem „kemur fram á svið- ið“ í ár, á sjötugustu og fimmtu ártíð landnámsins, að því er ég bezt veit. Hafa Geysis-menn einnig um langt skeið verið helztu forkólfar og merkisberar landa, bæði hvað snertir leik- sýningar og varðveizlu tungu sinnar. Er þessi byggð líklega ein íslenzkasta byggð í Vestur- heimi í dag. Jafnvel börn þeirra tala enn íslenzku. — Þótt Geysisbúar hafi, af Undraverðum áhuga oft sett á svið stærri og erfiðari leiki en Orustuna á Hálogalandi, ætlaði þeim að reynast erfitt að koma henni upp í vor. Eitt óhappið rak annað frá því að undirbúningur leiksins var hafinn. En heil- steypt alúð og þrek listunnand- ans lætur sér fátt til tálmunar verða. Saga leiklistarinnar með- al íslendinga hér og heima ber þess aðdáunarvert vitni. • — Einar Benjamínsson, leik- stjóri þeirrá í síðastliðin 2 til 3 ár, hafði lagt sérstaka alúð við leikinn, varð alvarlega veikur er þeir voru langt komnir með æfingar. Þurftu þeir því að skipta um leikstjórn og suma leikendur. Tók við leikstjórn Tímoteus Böðvarsson, einn af ötulustu forvígismönnum um leiklist um langt skeið í hérað- Benedikt Gröndal: TVÖ KVÆÐI Kvæði þessi, sem bæði munu vera frá háskólaárum skáldsins (ort ca. 1847—1850), hafa ekki verið prentuð áður. Prentuð eftir eiginhandarriti í J. Sig. 400, 4to. ÖRN og MÁNI. Ský veður máninn mær, og marar út um straum lábrostnum ljóma slær, ljósálfa gullindraum. í nætur örmum rótt eyglóar sofa börn. Einn vakir æ um nótt. Máni: „Glóandi geislinn minn glampar þér brúnum á; hví ferðu eigi inn ungum að blunda hjá? Dagur er lífsins leið, ljósið til vinnu skín; sædjúpt um svefna skeið sveipar það blæjan mín“. Örn: „Þú gegnur glaður nótt guðs þíns um himinskaut; ég sit um svarta nótt svangur við ægis braut; mig særir öld og ár unganna sultarhljóð; ég gef þeim grimmdartár, gullmengað dauðablóð". VORVÍSA Blíðir vindar blása á foldu, burtu vetrarkuldi fór, blómin rísa úr myrkri moldu margskreytt litum, smá og stór; syngur á engjum sumarlóa, svífur kría hátt við ský, en mýrum í, þá gellur hátt í gráum spóa og lofti í, vorgaukur blómin boðar ný. Fagurt blika friðarbogar um fögur himintjöldin blá, gylla sólar geisla-logar grund og fjall og djúpan sjá, leikur fiskur í lygnum straumi og lognskínandi um mararsund, þá glymur grund af himinbúa glöðum glaumi um aftanstund unz næturdimman býður blund. (Alþýðuhelgin) Húsmóðirin: „En hvers vegna viljið þér fara.María? Við, sem förum með yður eins og eina af fjölskyldunni*. María: „Já, og það ætla ég mér ekki að þola lengur“. inu, og tókst þeim að halda leiknum áfram, þrátt fyrir allt. Hafa þeir þegar sýnt tvisvar, fyrir fullu húsi. — Það má segja að leikurinn í heild sinni hafi tekist mjög vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og þótt nokkrar áfellur væru á, einkum hvað snertir eðlilegan leikhraða í einstaka atriðum. Samhengi leiksins yfirleitt, var gott, og „brandararnir“ nutu sín vel, þeir sem ekki voru of stað- bundnir að heiman. Var auð- velt að lifa sig inn í leikinn, og var hlegið dátt frá upphafi til enda. — — Er auðvelt að sjá að sumir leikendur í Geysir eru sviðvan- ir, skildu hlutverk sín til fulls, og völdu sér góð gerfi. Má þar einkum nefna Jónas Skúlason, sem var vesældarlegur útlits eftir grasát og tuktun kellu sinn- ar, þótt hann hefði mátt vera heldur holdgrennri eftir slíka meðferð. Sýndi hann ágætan leik. Grímur Magnússon hafði ágætt gerfi, var þjáll og hraður,- slunginn að snúa og ljúga sig út úr klípum, og kom ekkert á óvart. Hrund Skúlason lék konu Hermanns svikaglímukappa með reisn og talsverðum tilþrif- um. Björn Bjarnason, alþekkt eftirherma og grín-gopi í sveit- inni, lék sífullan svikaref af lofs- verðum skilningi. Ásta Pálsson, sem kom þó inn í leikinn er liðið var langt á æfingar, lék ráðrík- an eiginkonuvarg af mikilli rögg. En heldur virtist hún vera íeimin við að sýna sig „ölvaða á almannafæri“, og olli það nokkr um vonbrigðum. Hinn sanna glímukóng lék Gunnlaugur Jó- hannsson þokkalega, stæltur vel, en nokkuð óþjáll í ástasenum. Raunar má svo segja að ástasen- urnar hafi verið yfirleitt nokkuð í stirðara lagi, enda viðvaning- ar (á leiksviði), sem með þær fóru. Þá verður að lofa frammi- stöðu Svövu Pálsson, sem lék léttúðuga danska stelpu mjög lipurlega, þó kannske í við um of gantalega stundum. Hin hlut- verkin, vinnukona, heimasæta og ungur sonur eru smá, en góð fyrir byrjendur, sem stóðu sig bara sæmilega. — — Húsið var troðfullt, og hygg ég óhætt að fullyrða að allir skemmtu sér hið bezta. — Áhugi og hæfni þessa fólks er lofsverður og mjög til fyrir- myndar. Árna ég þeim allra heilla, og vona að hið nýja og reisulega samkomuhús eigi eftir að örfa leikstarfsemi þeirra um MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. • ☆ Árborg-Riverton Preslaköll Kirkjuþings sunnudaginn 25. júní. Betel, messa kl. 10.30 f. h., séra G. Guttormsson. Gimli, ensk messa kl. 11 f. h., Séra Eirc H. Sigmar. Árnes, íslenzk messa kl. 11 f. h., séra Jóhann Fredriks- son. Hnausa, íslenzk messa kl. 11 f. h., séra Sigurður Ólafsson. Riverton, ensk messa kl. 11 f. h., séra R. H. Gerberding D.D., full- trúi United Lutheran kirkjunn- ar. Árborg, ensk messa kl. 11 f. h., séra Egill H. Fáfnis. Geysir, íslenzk messa kl. 2 e. h., séra R. Marteinsson D.D., 60 ára afmæli safnaðarins. Víðir, ensk messa kl. 8.30 e. h., séra Eric H. Sig- mar. B. A. Bjarnason Þegar Siggi varð 65 ára Eftir farið ferðalag fanst oss gott að mega líta yfir liðinn dag lífdrykk saman teyga. Þá er eins og geisla gljá gömul ævisaga, minnum þar að muna hjá marga glaða daga. Fram á horfna háskastund horfa’ og vini muna, sem að eftir létu lund ljúfu kynninguna. Víst við geymum gullin tár, gamla munum drauga. Hið sextugasta og sjötta ár sé þér ljós í auga. GRASSHOPPER CONTROL IN BARLEY The Dominion Entomological Laboratory at Bran- don, Manitoba, estimated grasshopper eggs have been deposited on approximately double the area as that infected in 1949. The most common is the two-striped grasshopper which lays its eggs on roadsides, headlands, etc. There is also, in some sections south of the Riding Mountains and in the southwest part of the province, quite an infestation of the lesser migratory grasshopper. These lay their eggs all through the field. With the two- striped, if the treatment is done early, just as they hatch, it is usually necessary to treat just the roadsides, headlands and ditches, and one or two widths of the sprayer into the field. While with the lesser migratory the whole of the field must be treated. There are three chemicals used for grasshopper control: Chlordane, toxaphene and aldrin. In most cases these insecticides can be mixed with water and sprayed by means of the weed sprayers. The Department of Agriculture will assist in the purchase of the chemicals. For an outline of the plan, write Weeds Branch, Department of Agriculture, Win- nipeg, for Publication No. 229, Grasshopper Control. Tenth of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-258 langa framtíð. Björn Jónsson J. J. Kalman KIRKJUÞING Hins ev. Lúterska Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. ARBORG-RIVERTON PRESTAKALL: 22.-26. júní 1950. Þingpresíur: Sr. V. J. Eylands STARFSSKRÁ: Fimmtudaginn 22. júní. íslenzk þingsetningar guðs- þjónusta og altarisganga í kirkju Bræðrasafn- aðar í Riverton, kl. 8. (Standard Time). Forseti Kirkjufélagsins, sr. E. H. Fáfnis, prédikar. Þing- setning. Kjörbréfum framvísað. Föstudaginn 23. júní. 1 Árborg, kirkju Árdalssafn- aðar. Kl. 9—12 þingfundur. Ársskýrslur em- bættismanna og nefnda. Kl. 1.30—5.30 þingfund- ur. Nýr söfnuður gengur inn. Kl. 8 e. h. Kvöld- samkoma. (English). Ræðumaður: Dr. R. H. Gerberding. Executive Secretary, Board of American Missions, ULCA. Laugardaginn 24. júní. í kirkju Geysissafnaðar. Kl. 8 e. h. Kvöldsamkoma (Islenzk). Ræðumaður: sr. G. Guttormsson. Efni: „Kristin mentun“. Einnig sýnd hin ágæta enska kvikmynd, The Differ- ence“. Sunnudaginn 25. júní. Messur í kirkjum presta- kallsins, kl. 11 f. h. í kirkju Geysissafnaðar kl. 2 e. h. Kl. 3.30 Útisamkoma á Iðavöllum. Mánudaginn 26. júní. I kirkju Bræðrasafnaðar Riverton. Kl. 9—12 þingfundur. Kosningar em- bættismanna. Þingstörf. Kl. 1.30 þingstörf og þingslit. Sextíu og fimm ára afmælis kirkjufélagsins verður minnst við morgunguðsþjónustur hvers dags, af þingpresti. Dagsett að Árborg, Manitoba, 19. júní 1950. Sr. E. H. Fáfnis, forseti Sr. B. A. Bjarnason, skrifari.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.