Lögberg - 14.09.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.09.1950, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. SEPTEMBER, 1950 Stalmisminn er hin „mikla villutrú" — segja Titoistor Þeir ielja sig hina sönnu sósíal- isla; en á Moskvumáli eru þeir „svikarar" Brezka blaðið Economist gerði deilumál Rússlands og Júgóslavíu nýlega að um- talsefni. I þessu sambandi ræddi blaðið nokkuð hug- sjónalega misklíð Stalins og Titos og sagði, að það væri Tito, sem sækti þar á, en Stalin og fylgjendur hans væru í varnarstöðu. „Tito og fylgjendur hans gera sig ekki ánægða með að verja sig gegn áróðri Kominform“, sagði blaðið. „Þeir ásaka Stalin um. svik við hugsjón kommún- ismans, svik við hina sönnu trú. í þeirra augum er Stalin alls ekki lengur hinn óviðjafnanlegi og óskeikuli skýrandi kenninga Marx og Lenins. Þvert á móti. Hann er eins og villuráfandi kind og alls ekki þess virði að vera talinn leiðtogi“. Þá getur blaðið þess, að það sé í sjálfu sér ekkert nýtt, að al- þjóðaforusta kommúnista sé gagnrýnd. Bendir það á deilur Trotskys og ráðamannanna í Kreml þessu til staðfestingar. En það sé mikill munur á að- stöðu Titoista og Trotskyista. Um þetta segir blaðið: „Trotsky gagnrýndi forustuna árum saman. Vakti hann mikla gremju í Kreml. En hann var heimilislaus útlagi; hann hafði engin yfirráð yfir ríki og átti sér aðeins fáa fylgjendur. Varð hann oftast að láta sér nægja að prenta gagnrýni sína í bækling- um eða þá í blöðum auðvalds- ins. Tito er á hinn bóginn æðsti maður Júgóslavíu. Land hans er sæmilega stórt og í því eru nægj anlegir möguleikar, — efnalegir og persónulegir, — til þess að halda úti öflugu málaliði, sem deilir stöðugt á andstæðinginn, °g tryggir þannig að heimurinn fái að heyra sína hlið málsins eigi síður en hlið Moskvu- manna“. I þessu sambandi bendir Econ- omist á kosningaræðu þá, sem Djilas herforingi, hélt 18. marz s.l. Vakti ræða hans alheims- athygli, en hún var flutt á veg- um Belgradháskólans og er tal- ið að áheyrendur hafi verið a. m. k. 20.000 nemendur og kennarar víðs vegar að. Djilas ásakaði kommúnista- flokk Sovétríkjanna um „endur- skoðunarstefnu" í ræðu sinni, en að ásaka kommúnista um endur- skoðunarstefnu eru jafnvel meiri skammir en þær að ásaka biskup um fjölkvæni. Djilas hélt því fram, að það stefndu alltaf tvær hættur að alþýðubyltingum og ríki þeirra. Önnur væri tilraunir hinna sigr- uðu kapítalisma til að komast aftur til valda með gagnbylt- ingu; hin væri vaxandi ríkis- bákn og embættismannaklíka innan sjálfs alþýðuríkisins. „Rússland hefir orðið seinni hættunni að bráð“, sagði Djilas. „Auðvaldinu hefir verið rutt úr vegi í Rússlandi, en hinn sanni sósíalismi hefir horfið líka. Ef allt væri með feldu ætti ríkis- báknið og embættismanaklíkan að hverfa að mestu með tíman- um í sósíalistisku þjóðfélagi. En í Rússlandi hefir þróunin orðið öfug. Þar er ríkisbáknið alltaf að vaxa, og er raunverulega bú- ið að drekkja sósíalismanum. Augljósasta dæmið um þetta er hindrun á frelsi fólksins til hvers konar framkvæmda og útrým- ing málfrelsis manna þar í landi“. Blaðið getur þess, að Djilas hafi einnig bent á, að það væri fásinna að segja, að efnahags- legur jöfnuður hefði komizt á í Rússlandi. Afnám stéttaskipting arinnar er jafnvel enn fjarlæg- ari draumur í dag en hann var á dögum keisaraveldisins. „í Rússlandi“, sagði Djilas, „er kaupmismunurinn meiri í dag en hann er í flestum, ef ekki öllum auðvaldsríkjum; tekjur manna í Sovétríkjunum eru allt frá 400 upp í 15.000 rúblur á mánuði. Economist getur þess í fram- haldi af þessu, að Djilas hafi gagnrýnt mjög harðlega þá firru, að Rússar væru að fram- kvæma sósíalisma. „Hæddi hann þá einfeldninga“, segir blaðið, „sem taka slíkt trúanlegt. Þetta er ekkert annað en áróður em- bættismannaklíku, sem er að reyna að halda staðreyndunum leyndum fyrir fjöldanum. — Staðreyndirnar væru hins vegar þær, að valdhafarnir í Kreml væru að framkvæma rússneska heimsveldisstefnu og byggja upp sérréttindaríki fyrir sjálfa sig“. í umræddri ræðu sagði Djilas ennfremur þessi mjög athyglis- verðu orð: „Stærsta hættan, sem stefnt getur að sósíalismanum, er að ofvöxtur hlaupi I ríkisbáknið, embættismannaklíkuna. í auð- valdsþjóðfélögunum er embætt- ismaðurinn fremur lítilsigld- ur, vegna þess að þar er auð- maðurinn hinn raunverulegi ráðamaður; í ríki sósíalismans hættir embættismanninum íil að líta á sig sem sérsiakan afburða- mann, sem fæddur hafi verið til þess að gefa fólkinu fyrirskip- • »# amr . í framhaldi af þessu ræddi Djilas nokkuð ástæðurnar fyrir því, að ráðamenn Rússlands hefðu fallið fyrir þeim hættum, sem séu alltaf og hljóti alltaf að verða á vegi þeirra manna, sem ætla að framkvæma hugsjónir Marx og Lenins. Telur hann að- alástæðuna vera þá, að Rússar hafi verið illa upplýstir, þegar byltingin fór fram, auk þess sem byltingarmennirnir hefðu tekið upp stranga einveldisstefnu m. a. vegna þess að Rússland var umlukt óvinveittum þjóðum, sem vildu sósíalismann feigan. Aðstæðurnar séu hins vegar aðr- ar í Júgóslavíu. Tito og lands- menn hans munu ekki falla í sömu gröfina og rússnesku kommúnistarnir. Hin nýja heims veldisstefna rússnesku embætt- ismannaklíkunnar hlyti að vekja andúð meðal lýðfrjálsra manna hvarvetna um heim, kommún- ista jafnt sem annarra, enda væri hún í algjöru ósamræmi við kenningar Marx og Lenins. Blaðið getur þess að lokum, að Titoistarnir telji sig hina sönnu fylgjendur og skýrendur kenn- inga Marx og Lenins. Þess vegna vari þeir við því, að fólk láti Moskvumenn afvegaleiða sig í þessum efnum. Stalinismann kalla þeir „hina miklu villutrú", sem hefur niðurlægt Rússland, byltinguna og forvígismenn hennar. Það má telja líklegt, að gagn- rýni Titos og fylgismanna hans á stjórnarstefnu valdhafanna í Rússlandi hafi framvegis enn meiri áhrif en hingað til, enda þótt ráðamennirnir í Kreml geri allt, sem þeir geta til þess að draga úr þessum áhrifum. Kommúnistar um heim allan komast ekki hjá því að heyra eitthvað af því, sem Tito og hans menn segja, og margir þeirra hafa þegar farið að efast í trú sinni á forustuna í Kreml. Vesturveldin hlusta líka með at- hygli á deilumál Titos og Stalins, því að í þeim kemur margt það fram um kommúnismann, sem annars væri hulið heiminum. Gagnrýni Titoista á Sovét-Rúss- landi er ekki hvað sízt athyglis- verð fyrir það, að júgóslavnesku kommúnistarnir hafa sjálfir hlotið menntun sína í beztu byltingarmannaskólum Rúss- lands, v o r u nákunningjar margra ráðamanna í Kreml, þekkja hugsjónir þeirra, valda- drauma og persónuleika. „Gagnrýni Titoista á ráða- mennina í Moskvu“, segir Econo mist, „getur vafalítið orðið heimsveldisstefnu Rússa mjög hættuleg, m. a. vegna þess, að það er ekki aðeins margt í stjórn skipulagi Rússa í dag, sem var þar ekki í tíð Lenins, heldur er þar margt, sem fer bókstaflega í bága við kenningar hans“. Það verður fróðlegt að sjá, hver endalok misklíðar Moskvu og Bergrad verða. Tíminn einn mun skera úr því. En það er út af fyrir sig fróðlegt, að þessi deila skuli eiga sér stað. Áður fyrr þótti það sjálfsagt, að rúss- neskir umbótamenn miðuðu starf sitt við það, að bæta kjör Rússa, ekki Japana eða Banda- ríkjamanna. Enn þykir það sjálf sagt í hinum vestræna heimi, að umbótahreyfingar miði starf sitt |við það að bæta kjör fólksins, Modern lcelandic Poets Framhald af bls. 4 The Poels Among the two-score other Icelandic Canadian poets treated in the volume are Kristinn Stefansson, Jon Runolfsson, Magnus Markusson, Jonas Sig- urdsson, Sigurdur Julius Johan- nesson, Gisli Jonsson, Guttor- mur J. Guttormsson, Thorsteinn Th. Thorsteinsson, Einar Pall Jonsson, Jonas Stefansson fra Kaldbak, Pall S. Palsson, Krist- jan Palsson, Sveinn E. Bjorns- son, and Jakobina Johnson. Laura Goodman Salverson and Helen Swinburne (Sveinbjorn) have chosen to writé their verse in English. This excellent volume by Pro- fessor Beck will not only serve as an introduction to the modern poetry of Iceland but will en- hance the admiration of Canad- ians for the cultural achieve- ments in this land of the sons and daughters of a small but highly gifted nation. —Free Press, Aug. 26, 1950 Dónarfregn Jón Friðfinnur Finnson, sonur Guðjóns Finnsonar og konu hans Guðrúnar Grímsdóttur, nú- verandi á Gimli, Man., andáðist af slysi í Flin Flon, Man., er hann var að verki sínu í námu Hudson Bay Mining og Smelting félagsins þar, þann 26. ágúst. Hann var fæddur 16. ágúst 1916 í Howardville, Man. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, er bjuggu um langa hríð í Selkirk, Man. Þar gekk hann á skóla og ólst upp fram yfir tvítugs aldur. í maí 1940 innritaðist hann í her Canada, hóf þjónustu í Ev- rópu í ágúst 1940. Hann var í herþjónustu til stríðsloka og þjónaði á Italíu, Cikiley, Þýzka- landi og Hollandi, og gat sér ágætan orðstýr. Þann 28. maí 1943 kvæntist hann Edna Moe Green; lifir hún mann sinn á- samt ungum syni þeirra, Garry Jón að nafni. Systkini hins látna eru: Grím- ur, Winyard, Sask.; Einar, Van- couver, B.C.; Ólafur, Cleverdale, B.C.; Finnur, Selkirk, Man.; og Friðrikka, Mrs. Dr. Solf Hoode Winthrop, Minn., U. S. A. — Jón var einkar hjartfólginn öldruðum foreldrum sínum, syst kinum og vinum, er hann átti marga. Eiginkonu sinni og ung- um syni var hann frábærlega umhyggjusamur og hugljúfur. Stuttu eftir heimkomu úr hern- um hóf hann á ný námuvinnu, er hann hafði áður stundað, og vann í Flin Flon síðari ár og hafði eignast þar heimili. Hann var „Reserve“ Officer í her Can- ada er hann lézt. — Útför hans fór fram frá kirkju Selkirksafnaðar 2. sept.; hann var lagður til hinztu hvíldar í hermannareitnum í Brookside kirkjugarði í Winnipeg. S. Ólafsson sem í landinu býr; á íslandi berjast umbótamenn fyrir um- bótum á íslandi, ekki í Rúss- landi, Þýzkalandi, eða Dan- mörku. Á sama hátt finnst manni eðlilegt, að Tito leggi að- aláherzluna á að koma fram um- bótum á högum Júgóslava, en fórni ekki hagsmunum fólks og lands fyrir Rússa. Þetta vildi hann gera, en einmitt þetta skap aði misklíð hans við Moskvu, Titoismann. Ef dæma má af aftökum þeim og dómum, sem átt hafa sér stað í ýmsum löndum innan járn tjaldsins síðustu tvö árin, þá mætti ætla, að hinn gamli þjóð- ernislegi umbótahugsunarhátt- ur, sem nú er kallaður Titoismi, eigi sér töluvert fylgi innan járntjaldsins. Og það er einmitt þessi hugsunarháttur, sem getur orðið erfiðasti þröskuldurinn á vegi heimsvaldastefnu Rússa. DAGUR 7/Free Winter Storage” Send your outboard motor in now ond have it ready for Spring. Free estimate on repairs. Specialists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service BREEN MOTORS Ltd. WINNIPEG Phone 927 734 STOP ROAD KILLIJ\G! In Manitoba alone last year, 24 children were killed and 541 were injured in traffic accidents. LET’S STOP THIS KILLING! Be especially careful when driving in school zones, residential areas, and near play-grounds. Slow down, be SAFETY- WISE—remember, your NEXT mistake . . . may be your LAST! THIS SPACE CONTRIBUTED BY SHEA’S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-266 Prof. Skuli Johnson to Speak on Stephan G. Stephansson Prof. Skuli Johnson, M.A., of the Classics department of the University of Manitoba will give an address in English on the eminent Icelandic-Canadian poet Stephan G. Stephansson, at the First Lutheran Church, Monday, September 18th, at 8 p.m. The concert is under the auspices of the Jon Sigurdson chapter, I.O.D.E., and a number of selected musical items will also be presented on the pro- gram. Prof. Johnson has just re- turned from Markerville, Alta., where he was guest speaker at the unveiling of the Stephanson Memorial Monument, erected by the Historic Sites and Monu- ments Board of Canada, and the naming of the Provincial Park at Markerville, in honor of Stephan G. Stephansson, Sep- tember 4th. Prof. Johnson is well known as a distinguished scholar and an outstanding speaker. Always an autþority on his subject matter, nis delivery is effectively clear and forceful. His address, “Our Heritage”, given at the 75th Anniversary Celebration at Gimli last August, won him much public acclaim. His excel- lent lectures, given in the educa- tional series of the Icelandic Canadian Evening School, as well as other popular lectures in recent years, have won him many admirers far and wide, as many of these talks have been published and widely distrib- uted. The Jon Sigurdson chapter is happy to give the public an opportunity to hear this fine speaker give an address on the well-beloved poet, Stephan G. Stephansson, as this is a most timely subject. The professor will include in his talk a number of some very fine translations of Stephansson’s poems. The public is invited to at- tend. There is no admission charge, but collection will be taken in aid of the chapter’s fund for the Chair in Icelandic at the University of Manitoba. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylandu. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Árdegismessur á ensku hefj- ast á sunnudaginn kemur, 10. sept. kl: 11. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Isl. guðsþjónusta kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnír. ☆ Arborg-Riverton preslakall 17. sept. — Hnausa, messa kl. 2 e. h. — Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason ☆ — Argyle Presiakall — Sunnudaginn 17. sept. Grund kl. 2:30 e. h. (ensk messa). Baldur kl. 7:00 e. h. (ensk og íslenzk messa). Allir boðnir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 17. sept. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ON THURSDAY, FRIDAY AND SATURDAY September 14 - 15 - 16 Mr. 0. F. Bjornson (son of Mr. and Mrs. Oliver G. Bjornson) assisted by Miss Yvonne Halldorson will demonstrate the new Melrose XXXXX Cofíee at the ■iUDSCN D>4y STDDDðlÍ (GROCERY DEPT.) Visit the Melrose display and enjoy a cup of this||jPPí blend, taste its delicious flavor, test its strength andbody. THE FINEST COFFEE MONEY CAN BUY Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimng Immediatelyl For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.