Lögberg - 28.09.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.09.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. SEPTEMBER, 1950 3 Lundar, 21. september (DÁNARFREGNIR) Mrs. Mary Jean Johnson, kona ' Guðjóns Johnsonar á Lundar, Man., dó á heimili sínu þann 30. ágúst s.l. eftir langvarandi veikindi. Mary var fædd í Win- nipeg þann 21. ágúst 1912. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, Ragnhildi og Júlíusi Eiríksson að Lundar. Hún misti móður sína árið 1935 og föður sinn árið 1938. Hún á sex systkini, þau eru: Eiríkur að Westfold, Man.; Björn og Hallgrímur að Lundar; Mrs. S. Jörundsson og Mfs. M. Hinriksson í Winnipeg, og Mrs. M. D. Tomas í St. James, Man. Mary giftist eftirlifandi manni sínum, Guðjón Johnson, þ. 22. okt. 1938. Þau eignuðust einn dreng, Verne Guðjón, 6 ára gamlan. Þótt Mary væri ekki gömul hafði hún gengið í gegn- um erfiðan reynsluskóla. A unga aldri hjúkraði hún móður sinni í langri og erfiðri legu, og gerði það af sérstakri ástúð og ná- kvæmni og nokkrum árum seinna hjúkraði hún föður sín- um af sömu ástúð. Á þessum árum erfiðra veikinda, tóku ná- grannarnir eftir göfugum eigin- leikum í brjósti þessarar ungu stúlku og sem uxu og döfnuðu fram á seinasta dag. Mary var ein af þeim sem allir treystu og báru sérstaka virðingu fyrir. Hún var elskuð og virt af öllum sem þektu hana. Hún var leið- togi í félagsskap ungra kvenna. Heimili hjónanna var sérstök fyrirmynd, þar áttu margir eldri °g yngri góðar stundir. Mary er sárt saknað af öllum sem þektu hana. Hún var jörðuð frá Lút- ersku kirkjunni á Lundar föstu- daginn þ. 1. sept. að fjölmenni viðstöddu. Séra Jóhann Fredriks son jarðsöng. Mary verður ef- laust getið nánar seinna. ☆ Oddný Björnsdóttir Magnús- son var fædd þ. 11. sept. 1854 á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða- þinghá í N.-Múlasýslu. Hún dó þ. 10. ágúst s.l. á heimili þeirra Margrétar og Helga Björnsson- ar á Lundar, 95 ára gömul. Odd- ný heitin átti sex systkini, sem öll eru dáin. Sigurbjörn og Skúli dóu heima á íslandi. Stefán Björnsson átti heima við Mary Hill, Man. Bergþór í Wynyard, Sask. Guðrún Eiriksson átti heima á Lundar og Jónína Berg- mann í Winnipeg. Oddný giftist heima á íslandi Magnúsi Sæ- björnssyni. Hann druknaði af fiskiskipi um aldamótin. Þau eignuðust sjö börn, sex af þeim dóu í æsku heima á Islandi. Oddný kom til Canada 1901 í félagi með ættingjum og kunn- ingjum og einum dreng, Sæ- birni. Hún varð fyrir þeirri þungu sorg á ný að missa þenn- an dreng. Hann druknaði í Mani tobavatninu árið 1913. Hún bar þunga sorg, hljóð, í guðsótta og bar hana vel. Hún var blíð, góð kona og vildi öllum vel. Hún tók til fósturs ársgamlan dreng, Oscar Sveinsson, son Hermanns Sveinssonar. Hann var hjá henni fram yfir fermingaraldur. Hann er nú giftur og á heima í Frede- rickton, N.B. Systurdóttir henn- ar, Helga Bergmann, var einnig hjá frænku sinni um tíma á skólaárum sínum. Helga reynd- ist frænku sinni ætíð vel. Odd- ný átti hér marga góða vini, sem réttu henni hjálparhönd og að- stoðuðu hana í ellinni og endur- Suldu henni góðmensku hennar 1 garð margra. Oddný var jarðsungin frá Lút- ersku kirkjunni á Lundar þ. 12. agúst s.l. Séra Jóhann Fredriks- s°n jarðsöng. ☆ Katrín Halldórsdóttir Tómas- Son var fædd þ. 13. des. 1864 í Strandahjáleigu í Rangárvalla- sýslu. Hún dó á heimili sínu í Bangruth þ. 13. sept. s.l. For- eidrar Katrínar voru þau hjónin uðbjörg Guðmundsdóttir og alldór Tómasson frá Stranda- ^Jaleigu. Katrín giftist árið 1892 Sigurði Tómassyni frá sama bæ. Þau flúttu til Ameríku árið 1903, settust að í grend við bæinn Langruth, Manitoba og bjuggu þar og áttu þar heima síðan. Þau eignuðust fjögur börn: Mrs. Karólínu Alfred, til heim- ilis í Winnipeg; Oscar, Hjört og Guðmund, sem allir eru bændur við Langruth. Þau eiga sjö barn’a börn og tvö barnabarabörn. Katrín var jarðsungin frá Lútersku kirkjunni í Langruth af séra Jóhanni Fredriksson þ. 16. sept. s.l. Kunnugur mun skrifa æviminningu hennar seinna. ☆ Mr. og Mrs. Reubin William- son urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa 10 ára gamla dóttur sína, Patricia Margret þ. 18. sept. s.l. Patricia var fædd á Baldur, Manitoba þ. 24 1939. Hún var veik í rúmt ár, lá þunga og erfiða legu. Strax og það var augljóst, að henni mundi ekki batna var henni sagt frá því að hún væri að fara frá for- eldrum sínum og systkinum, henni var sagt það í ástarörm- um móður sinnar, og sagt frá því svo undur fallega, að blessað barnið hlakkaði til að fara. Hún vissi að hún gat ekki leikið við Jimmy, Shirley og Raymond eða notið sín hér lengur, svo hún bjó sig undir ferðalagið. Hún gaf leikföngin sín og hjólhestinn til systkina sinna, og ráðstafaði því litla sem hún átti og sagði við mömmu sína: „Klæddu mig ekki í bláa kjólinn, (the tunic) mér hefir aldrei líkað hann. Mig langar til að vera í bezta kjóln- um mínum þegar ég fer“. Svo lagði hún þreytt höfuðið á brjóst mömmu sinnar og sagði: „Vertu sæl“ og sofnaði. „Ég vegsama þig, Faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir hulið þetta fyrir spekingum og hyggindamönnum og opinberað það srcælingjum“. Patricia var jarðsungin frá Lútersku kirkjunni á Lundar miðvikudaginn þ. 20. sept. Fjórir ungir drengir báru kistuna til grafar, og fjórar ungar stúlkur, á hennar reki, báru fallega blóm vendi. Séra Jóhann Fredriksson jarðsöng. J. Fredriksson Eiga gullbrúðkaup Hinn 22. júlí síðastliðinn áttu hin vinsælu hjón Guðmundur Bergman og frú Guðrún Berg- man, sem nú eru búsett á Gimli hálfrar aldar hjónabandsafmæli, og var atburðarins minst á heim- ili þeirra þá um daginn, þar sem börn þeirra og nánustu vinir höfðu safnast saman; gullbrúð- hjónin komu vestur um haf alda mótaárið, dvöldu fyrstu þrjú ár- 0kt. in í Winnipeg, en fluttust þaðan til Geysisbygðar, og bjuggu þar góðu búi um langt skeið við góðar vinsældir samferðamanna sinna. Guðrún Bergman er fædd á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, og voru foreldrar hennar Jón Guð- mundsson og Soffía Magnús- dóttir, en Guðmundur er ættað- ur úr Miðfirði í sömu sýslu; gull brúðguminn er fæddur 23. sept- ember 1869, en gullbrúðurin 3. júlí 1876. Börn þeirra fjögur voru við- stödd gullbrúðkaupsfagnaðinn, en þau eru Sigríður, í foreldra- húsum, Friðrik Gunnlaugur á Gimli, Soffonías í Árnesi, og John í Winnipeg; allir eru syn- irnir kvæntir, og voru viðstadd- ir gullbrúðkaupið ásamt fjöl- skyldum sínum. Gullbrúðhjónunum var færð að gjöf fögur og verðmæt stunda klukka. Barnabörn þeirra eru tíu að tölu. Gullbrúðkaup að Westbourne Þann 29. júlí síðastliðinn var þeim Gunnari B. Johnson frá Hólum í Hjaltadal og Sigur- björgu Benjamínsdóttur konu hans, haldið veglegt samsæti á heimili sonar þeirra og tengda- dóttur, mílu vestur af bænum Westbourne hér í fylkinu í til- efni af 50 ára hjónabandsafmæli þeirra, en þau voru gefin saman aldamótaárið í Winnipeg af Dr. Jóni Bjarnasyni. Dag þennan hvíldi yfir bygð- inni sólskin og dýrðarblíða, en laust eftir hádegið tók fólk að streyma að úr öllum áttum til að fagna með gullbrúðhjónun- um og óska þeim til hamingju. Mrs. A. Ásmundsson hafði með höndum stjórn samsætisins og tókst hið bezta til um forustu. Gestur Einarsson flutti gull- brúðhjónunum frumsamið kvæði, en Mrs. Spring mælti fram nokkur vel valin orð, og lét þess getið um leið, að hún hefði setið 25 ára afmælisveizlu hinna vinsælu gullbrúðkaups- hjóna, jafnframt því sem gull- brúðguminn væri föðurbróðir sinn; einnig las hún upp kvæði frá Mr. ag Mrs. Olson í Van- couver, er um langt skeið voru nágrannar gullbrúðhjónanna. Mrs. Ásmundsson skemti með enskum og íslenzkum söngvum, er góður rómur var gerður að. Mrs. Sveinn Johnson ávarpaði gullbrúðhjónin nokkrum hlý- yrðum, en hún er systir gull- brúðarinnar. Miklar og verðmætar gjafir voru gullbrúðhjónunum færðar; gullbrúðgumanum var afhent skrautlegt vasa-gullúr, en gull- brúðurinni forkunnar fagurt úlnliðsúr; svo var sest að borð- um, hlöðnum allskonar góðgæti, er konur bygðarlagsins höfðu komið með, en á miðju borði stóð mikil og fagurskreytt brúð- arkaka; þetta var fögur samveru stund, en er allir höfðu nautn af, og þá ekki sízt heiðursgest- irnir, er hittu þarna mörg skyld- menni, er þau árum saman höfðu eigi augum litið. Eftir að skemtiskrá var tæmd og borðum hafði verið hrundið á heimilinu, var öllum boðið til samkomuhússins í Westbourne, þar sem hópur enskumælandi manna og kvenna beið til að fagna gullbrúðhjónunum og flytja þeim blessunaróskir, og þar var þeim afhentur fagur og skrautbúinn lampi; í samkomu- húsinu voru rausnarlegar veit- ingar einnig bornar fram og var þar í anda og sannleika glatt á hjalla. Börn gullbrúðhjónanna , ., eru sagði hann að lokum. Ég mót þrju og voru oll viðstödd af- mælisfagnaðinn; eldri sonur þeirra, Sigurjón, sem búsettur er í Vancouver, kom að vestan, dóttirin, Mrs. Lilja Wilson, á heima í Winnipeg, en yngri son- urinn, Björn, býr í grend við Westbourne. Barnabörn gullbrúðhjónanna eru níu, og eitt barnabarnabarn. Með innilegum þökkum, Mrs. Gordon Wilson Heim eftir 63 ór Skúli Sigfusson fyrv. fylkis- þingmaður í Manitoba mun vera einn elzti Vestur-íslendingurinn sem heimsótt hefir gamla landið og æskustöðvarnar á þessu sumri. Hann verður áttræður í haust. Skúli er fæddur að Nesi í Norð firði 1. okt. 1870, sonur Sigfúsar Sveinssonar og konu hans Ólaf- ar Sveinsdóttur Bjarnasonar frá Viðfirði. Árið 1887 fluttist hann ásamt foreldrum sínum vestur um haf og settust þau að í Álfta- vatnsbyggð, en þar hafði Jón bróðir hans áður numið land fyrstur Islendinga. Þar hefir Skúli jafnan átt heima síðan. Skúli gerðist snemma athafna samur um búsýsluna og stund- aði jafnframt veiðar í vatninu. Tók hann og brátt mikinn þátt í félagsmálum sveitar sinnar. Vann hann sér fljótt álit og traust og var kjörinn á þing Manitobafylkis árið 1915 og átti þar setu til 1921. Var endurkjör- inn 1922—’36 og enn 1940—’45, en hætti þá þingstörfum, enda orðinn 75 ára gamall. Hann hafði og á hendi ýms trúnaðar- störf fyrir Manitobastjórnina, meðal annars um all-langt skeið eftirlit með veiðum í Manitoba- vatni og nærliggjandi vötnum. Einnig rak hann um fjórðung aldar verzlun heima í héraði, einkum með landbúnaðarvélar. Kirkjublaðið hefir átt tal við Skúla og spurt hann meðal ann- ars um kirkjumálin þar vestra. Hann kveður trúmáladeilurnar meðal landa vestra mjög hafa hjaðnað á síðari árum, og að starf kirkjunnar sé þar ekki að eins hinn mikilsverði þáttur í trúarlífi fólksins heldur og í menningu þess og varðveizlu ís lenzkrar tungu. Aðal vandamál íslenzku kirkj- unnar vestra telur hann presta- fæðina. Skúli hefir notað þann tíma, sem hann hefir dvalist heima til þess að ferðast um landið, heim- sækja æskustöðvarnar, ættmenn og vini, en landið hefir hann ekki séð síðan hann flutti vest- ur 17 ára gamall fyrir meira en 60 árum. Hann sagði, að þessir dagar hér heima mundu verða sér ó- gleymanlegir. Það væri sér mik- ið ánægjuefni að sjá, hve fram- farir hefðu orðið hér miklar á flestum sviðum. Einkum kvað hann það hafa vakið athygli sína að sjá hina auknu ræktun og góðu byggingar í sveitum lands- ins, og hve vegirnir hefðu tekið stórlegum stakkaskiptum á þess um síðasta mannsaldri. „En mér sýndust blessuð fjöll- in mín fyrir austan vera naktari og gróðurminni en þegar ég fór“, Business and Professional Cards mælti því ekki að svo kynni að vera. Mér fannst það eðlilegt, að ást hans til heimabyggðarinn- ar hefði í endurminningunum vafið fjöllin þar grænu klæði gróandans. Septembermánuður, sem nú er í þann veginn að syngja sitt síðasta vers, hefir sett met í sögu Manitobafylkis; á mánudaginn var hitinn 82 stig í skugga. TO MR. AND MRS. GUNNAR JOHNSON On Their 50th Wedding Anniversary July 1950 From the shores of the vast Pacific, To our friends’ prairie home far away, Our thoughts and sincerest wishes, Are wafted through air today. We would like very much to be with you, At this wonderful time in your life, To reflect on the fifty years’ passing, Since you became man and wife. We recall all the pioneers’ problems, The poverty, struggle and strain, Now you feel that you are rewarded, That your efforts have not been in vain. Half a century happy in striving, And now happy in life’s eventide, May life’s blessing be yours in the future And the mutual trusts that abide. Mr. and Mrs. Steini B. Olson, 1664 Adanac St., Vancouver, B.C. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið simið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street, Winnipeg Just north of Portage Ave. Símar: 33-744 — 34-431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID EUTTONS 324 Smilh Si. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicltor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEQ CANADA íflfDSTÍE® JEWELLERS 447 Portage Ave, Alao 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulatcd Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSKT BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN o BérfrœtUngur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 tll 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur 4 augna, eyrna, nef op hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDQ Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 923 851 Heimastmi 403 794 A HAGBORG PHOME 2IS31 »35 ** GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 92 8211 Uanager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated G. F. Jonasson, Pres. A Mar. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227 Wholeaale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8t, Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountanti 605 Confederatlon Ufe Bldg. Winnipeg Manitoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers • Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OÍ FICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Viðtalstlml 3—6 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offloe hrs. 2.30—6 p.m Phonea: Office 26 — Rea. 230 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEQ Office’ 933 587 Res. 444 389 S. A. THORARINSON BARRISTER and SOLICITOR 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SARGENT TAXI Phons 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDQ WPQ. Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. «. frv. Phone 927 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfræSingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Oarry St. Phone 928 291 Offlce Phor.e Res Phone 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK ÖTREET Selur lfkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimllis talsimi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowiand 27 482 88 790

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.