Lögberg - 03.11.1950, Blaðsíða 6
6
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BtLDFELL, þýddi
Séra Caleb var ekki bókhneigður maður —
enginn lærdómsmaður; hann hafði engan styrk
í sjálfum sér við að styðjast, enga atvinnu-
grein nema þetta óhuggulega og illa launaða
prestsembætti. Það var því undur auðvelt að
vekja áhuga athafnalífsins hjá honum. En ef
samanburðurinn á milli hins fyrra lífs hans og
þess, er hann nú lifði vakti óróa hjá honum,
þá var óróinn eins og mismunurinn á milli lífs-
viðhorfs vinar hans og hans ennþá tilfinnan-
legri! Ekki samt í sambandi við þá lífsaðstöðu,
sem hann gat aldrei vonast eftir að ná — jafn-
ræði í auð, mannvirðingu, eða viðtekinni upp-
hefð, sem þegar til alls kemur, að maður sem
ekki er gæddur meiri en meðal greind verður
fyrr eða síðar að sætta sig við að fara á mis —
en í því eina tilfelli, eru allir, hvort sem þeir
eru hátt eða lágt settir sem nokkurn lífsyl
hafa krefjast jafnræðis — réttar, sem enginn
heilbrigður maður getur afsalað sér og það er
lífsfélagi, sem tekur þátt í kjörum manns
hversu ömurleg sem þau eru — vinsamlegt bros
við arineld heimilisins hversu fátæklegt sem
það er! Og þessi ánægði vinur hans, eins og
allir menn í fullu lífsfjöri eru, var hugfanginn
af sjálfum sér — af ást sinni, af framtíðinni,
heimilisblessun, konu og væntanlegum börn-
um. Og svo var konan unga svo fögur, hugrökk
og svo blíð; þannig úr garði gjörð að vera sómi
hins göfugasta heimilis, eða ljós á því lítilmót-
legasta; Þau voru bæði svo glöð, svo innilega
samrýmd þegar að þau óku í burtu frá hús-
dyrum prestsins. Presturinn fann til alls þessa,
þegar að hann sneri við þungt hugsandi og öf-
undsjúkur frá dyrum hússins í sólskininu
þennan nóvemberdag, og fann sárt til einstæð-
ingsskapar síns. Hann fór nú að hugsa alvar-
lega um þá ímynduðu blessun, sem menn er
þreyttir eru orðnir á einstæðingslífinu þykj-
ast sjá, á bak við altarið.
Nokkrum vikum eftir þennan atburð tók
fólk eftir breytingu á háttum prestsins. Hann
fór að hirða föt sín betur, rakaði sig á hverj-
um morgni, keypti sér lítinn keyrsluvagn, og
það varð fljótt ljóst í þorpinu, að einu ferðirn-
ar, sem vagninn fór, var þegar presturinn heim-
sótti óðalsbónda einn, sem átti, auk fleiri barna,
tvær efnilegar gjafvaxta dætur. Þessar ferðir
vesalings Calebs voru hans vonglöðustu æviár,
en sú gleði og ævintýravon entist ekki lengi,
því þegar faðir stúlkunnar, sem Caleb hafði
auga á og hafði kynnst, vissi hvaða laun að
hann fékk, aftók hann með öllu, að sá kunnings-
skapur héldi lengra áfram. Og skömmu síðar
gekk þessi stúlka í hjónaband, sem heimurinn
kallaði hagkvæmt, og það hefir máske verið
það, því að ég hefi aldrei heyrt að hún saknaði
í neinu hins fyrra elskhuga síns. Caleb hefir
máske ekki verið einn þeirra manna, sem kon-
ur geta aldrei gleymt. Stúlkan giftist og heim-
urinn hringsnerist sem áður; áin dansaði eins
léttilega í gegnuna þorpið, fátæka fólkið vann
alla virka daga, börnin léku sér í kirkjugarð-
inum á sunnudögum. — En hjarta prestsins
var brostið. Það lagðist einhver þungi yfir hann
og beygði hann dag frá degi. Fólkið í þorpinu
sá hann aldrei brosa, hann hætti að stansa við
dyrnar á húsiriu, sem pósturinn átti heima í,
til að spyrja frétta á hverjum laugardegi, eins
og að hann var vanur að gjöra. Það tók einnig
eftir að hann var hættur að vera sér úti um
dagblöð, sem stöku sinnum bárust inn í þorpið,
og þegar að hann sást á gangi meðfram ánni,
þá héngu fötin utan á honum eins og á fugla-
hræðu, og það heyrði hann nú aldrei blístra,
þegar að hann var þar á gangi. Smátt og smátt
hætti hann að ganga með fram ánni. Presturinn
sást ekki og annar ókunnugur maður var far-
inn að gjöra verkin hans.
Dag einn, máske þremur árum eftir hina
áhrifaríku heimsókn, sem ég hefi lýst hér að
framan, í marz í afar vondu veðri, barði póst-
urinn, sem bar út bréfin í þorpinu, að dyrum
hjá séra Caleb. Þjónustustúlkan, sú eina sem
var í húsinu, fór til dyranna.
Pósturinn spurði hvernig að prestinum liði.
„Mjög illa“, svaraði stúlkan og þurkaði sér
um augun meða klút.
„Hann ætti að skilja þér ætthvað eftir“,
sagði póstmaðurinn vingjarnlega um leið og
hann stakk skilding, sem hún rétti honum, ofan
í*vasa sinn.
Presturinn lá í rúminu — vindurinn gnauð-
aði á þakinu og hristi gluggana í húsinu, sem
féllu illa að gluggakörmunum. Fötin, sem prest-
urinn hafði síðast verið í, lágu á úi og stúi í
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. NÓVEMBER, 1950
herberginu óhirt og ósamanbrotin. Þessir fáu
húsmunir, sem í herberginu voru, voru ekki á
sínum stað, og hirðuleysisblær setti svip sinn
á allt í þessu herbergi dauðans. Við rúmstokk-
inn stóð nágranna presturinn vel byggður, gróf-
ur búarlegur velskur prestur.
„Hérna er bréf til þín“, sagði aðkomuprest-
urinn.
„Bréf til mín!“ stundi séra Caleb upp í veik-
um rómi. „O já“. „Það er orðið dimmt, eða er
sjón mín að bila?“
Presturinn og þjónustustúlkan drógu glugga
tjöldin frá glugganum og reistu veika manninn
upp í rúminu. Hann las eftirfarandi bréf seint
og með erfiðleikum:
„Kæri Caleb: — Að síðustu er ég þess megn-
ugur að gjöra þér greiða. Vinur minn hefir ráð
á prestakalli, sem er nýlosnað; ég held að laun
séu frá þrjú til fjögurhundruð pund á ári: Við-
kunnanlegt fólk — fámennt prestakall. Og vin-
ur minn á sæg af veiðihundum, sem kemur
sér víst ekki illa fyrir þig. Þessi vinur minn er
einkennilegur maður — vill fá mann fyrir fé-
laga, en hann hefir fordóm á öllu evangelisku,
og vill því fá að tala við þig áður en að hann
gjörir út um þetta. Ef þú getur mætt mér í
Lundúnum einhverntíma í næsta mánuði, þá
skal ég gjöra ykkur kunnuga og ég er ekki í
minnsta vafa um, að saman muni ganga með
ykkur, Þér má þykja undarlegt, að ég skuli
ekki hafa skrifað þér síðan við skildum síðast,
en þú veist, að bréfaskriftir hafa aldrei látið
mér vel, og svo hafði ég þér ekkert hagkvæmt
til að skrifa, en mér fannst hálfgerð móðgun,
að vera að hampa minni eigin ástarsælu fram-
an í þig. Allt, sem ég ætla um hana að segja er,
að ég hefi látið af öllu kvennaflangsi, og að þú
mátt trúa mér, að enginn maður getur vitað
hve hlýtt að hjartað getur verið og heimurinn
lítill, unz að hann kemur heim til sín (máske
eftir erfiðan veiðitúr) sér sinn eiginn arinn og
heyrir hlýjar kveðjur elskandi ástvina; og ó, á
meðal annara orða, Caleb, ef að þú gætir séð
drenginn minn, sem er bráðefnilegur óróabelg-
ur! En nóg um þetta. Það eina, sem að angrar
mig er, að ég hefi ekki enn getað opinberað
giftingu mína, föðurbróðir minn grunaði samt
ekkert. Konan mín ber allt eins og engill, sem
hún líka er. Samt sem áður, ef að eitthvert ó-
happ kemur fyrir mig, þá datt mér í hug nú
þegar ég skrifa þér, sérsfaklega, ef að þú skyld-
ir fara þaðan, sem að þú ert nú, að þá væri
eins gott fyrir mig að fá staðfest giftingarvott-
orð frá þér. í þessum afskekktu plássum kem-
ur það fyrir að kirkjubækurnar týnast, en það
getur staðið mér á miklu í framtíðinni að haía
þetta vottorð, þegar ég opinbera giftinguna til
þess að koma í veg fyrir allan efa.
Vertu sæll, gamli kunningi,
þinn skuldbundinn o. s. frv.“
„Það kemur of seint“, stundi séra Caleb
upp og bréfið féll úr hendinni á honum.
Það varð steinhljóð.
„Lokið þið gluggahlerunum‘ ‘, sagði veiki
maðurinn að síðustu. „Ég held, að ég geti sofn-
að, og — takið upp bréfið“.
Með skjálfandi hendi greip veiki maðurinn
bréfið og hélt því eins og maurapúki mundi
halda eignabréfi fyrir jarðeign, sem hann hefði
veðlán á. Hann sléttaði brotin á bréfinu, leit
ánægkulega á skriftina á því og bros lék um
andlitið náfölt. Svo lét hann bréfið undir kodd-
ann og hneig út af, en þau sem inni voru gengu
hljóðlega út úr herberginu og skildu hann eftir
einan. Hann svaf í nokkra klukkutíma, og hinn
presturinn, jafn fátækur og hann sjálfur, stóð
aftur vakt við rúmið hans. Sú eina vinátta,
sem varanleg er þegar á reynir, er vinátta
þeirra, sem sameiginlegra lífskjara njóta. í
heimilismótlæti, í hörmungum, eða við dánar-
beð, er sjaldgæft að finna ríka og fátæka sam-
eiginlega. Séra Caleb var auðsjáanlega mikið
veikari, en hugsun hans skýrari, þegar að hann
vaknaði, og það síðasta sem yfirgaf hann var
meðfæddur hlýhugur hans. „Það er nokkuð,
sem að hann vill að ég gjöri fyrir hann“, sagði
hann lágt. „Ó, já! Ég man það: Jones, viltu
sedna eftir kirkjubókinni? Hún er einhve*-
staðar í skrúðhúsinu. Ég held, — en það er al-
drei neitt á sínum rétta stað. Það er betra að
þú farir sjálfur — þetta er áríðandi“.
Séra Jones kinkaði kolli og lagði undir eins
af stað. Kirkjubókin var ekki í skrúðhúsinu.
Umsjónarmaður kirkjunnar vissi ekkert um
hana. — Hann, sem líka var grafari og hringj-
ari og gáleysingi í tilbót, var farinn í brúðkaup,
sem haldið var í tíu mílna fjarlægð. Það var
leitað hátt og lágt að kirkjubókinni, og á end-
anum fannst hún í búnka af gömlum tímarit-
um í setustofunni á prestsheimilinu. Þegar séra
Caleb var færð kirkjubókin var hann í hraðri
afturför; með veikum burðum tók hann við
henni og með þverrandi sýn fann hann staðinn,
þar sem að nafn vinar hans og brúður skáru
sig úr skrift sveitafólksins.
„Taktu afrit af þessu fyrir mig“, sagði hann
við séra Jones.
Jones gerði það.
„Viltu skrifa fyrir mig á blaðið fyrir ofan
giftingarvottorðið“: —
„Herra, — samkvæmt beiðni séra Price
sendi ég þér innlagt giftingarvottorð. Hann er
of veikur til að geta skrifað sjálfur. En hann
biður mig að segja þér, að hann hafi ekki verið
sami maðurinn eftir að þú fórst, og þó að hann
fái ekki heilsuna aftur, þá sé hið vingjarnlega
bréf þitt honum hugarfró“.
Séra Caleb þagnaði.
„Haltu áfram“.
,Þetta er allt, sem ég ætla að segja: Skrifaðu
nafnið þitt undir það og skrifaðu utan á það —
hérna er það. Ó, bréfið má ekki liggja á glám-
bekk! Ef að eitthvað kemur fyrir mig þá getur
það komið sér illa fyrir hann“.
Á meðan að séra Jones skrifaði utan á og
lokaði bréfinu, rétti séra Caleb út skjálfandi
hendina, sem hann hélt á bréfi vinar síns í og
kveikti í því á kertaljósi, sem brann á borðinu
hjá honum, og þegar brunnið bréfið féll úr
hendinni á honum og ofan á becí gólfið, slökti
séra Jones eldinn með því að stíga ofan á hann,
og þjónustustúlkan sópaði öskunni upp og henti
henni í eldstæðið.
Ó, já, slökktu það með því að stíga á það —
hentu því í öskuna-. Hinu síðasta eins og öllu
hinu“, sagði séra Caleb í hásum rómi. „Vin-
átta, auður, vonir, kærleikur, lífið — eitt lítið
blik, og svo — og svo......“
„Vertu ekki órólegur, það er dautt í bréf-
inu“, sagði séra Jones.
Séra Caleb snéri andlitinu að veggnum, lífið
blakti á skari þangað til daginn eftir, að það
slokknaði og hann fluttist meðvitundarlaus úr
svefni inn í dauðann.
Undir eins og séra Caleb var látinn, fannst
séra Jones, að skylduverki sínu væri lokið og
að önnur skylduverk biðu hans heima. Hann
lofaðist til að koma og tala yfir moldum hins
látna, gaf nokkrar bráðabirgðar fyrirskipanir
í sambandi við útförina, og var að fara út úr
herberginu þegar að hann tók eftir bréfinu,
sem hann hafði skrifað fyrir séra Caleb, þar
sem að það lá á borðinu. „Ég fer fram hjá póst-
húsinu og ég skal láta það í póstinn um leið
og ég fer“, sagði hann við þjónustustúlkuna:
„Réttu mér blaðið þarna“. Á blaðið skrifaði
hann: „P. S. Hann dó í morgun kl. 12.30,
þjáningarlaust. — M. J.“ Hann braut ekki bréf-
ið upp, heldur stakk þessum miða undir lokið
í horninu á bréfinu, lét bréfið í vasa sinn og
síðar í póstinn. Þetta voru allar fréttirnar, sem
lífsglaði og ánægði maðurinn fékk af síðustu
ævistundum vinar síns og skólabróður.
Prestakallið, sem losnaði við dauða séra
Caleb Price, var ekki svo glæsilegt að keppst
væri eftir að sækja um það. Það leit enginn
við því, í nærri sex mánuði, sem það var á
boðstólum samkvæmt lögum. Eftirlit með
prestshúsinu var falið einum af þorpsbúunum,
sem stundum hafði hjálpað séra Caleb með eft-
irlit á litlum jarðeplagarði sem hann hafði.
Þessi þorpsbúi, kona hans og hópur af illa vönd-
um og illa klæddum krökkum úr þorpinu gjörð-
ust ráðendur á prestsheimilinu. Innanhúsmunir
höfðu verið seldir til að borga fyrir útförina og
fáeina smáreikninga. öll herbergin í húsinu
voru auð nema eldhúsið og tvö herbergi upp á
hanabjálkalofti. Um öll hin herbergin ólmuðust
krakkarnir, sem þó voru hjátrúarfull og hrædd
í byrjun, og lengi var það að þau þorðu hreint
ekki að fara inn í herbergið, sem að Caleb dó í.
Svo var það dag einn, að elzti drengurinn herti
upp hugann, lauk upp hurðinni og leit inn. Hann
sá tvo skápa standa þar inni og hurðirnar voru
opnar á báðum. Hann gekk að öðrum skápnum
og leit inn í hann og hrópaði upp. — Það þurfti
ekki meira til þess að allur hópurinn kæmi og
raðaði sér allt í kringum foringjann.
Lesari, manstu eftir þegar að þú varst ung-
ur, að þú kæmist í kynni við fjársjóð þann, sem
fullorðna fólkið kallaði ruslaherbergi? Sannar-
leg ruslakista! Það, sem dygðin tvílæsir inn í
skápum, er drengjum leikfang; Ruslakista, les-
ari, var þér fjársjóður einu sinni! Þessi skápur
hafði verið fjársjóðurinn í húsi séra Caleb. Svo
að segja á augabragði höfðu börnin ráðist á
þennan fjársjóð. Út úr skápnum tóku þau parta
úr veiðistöng, eftirlíkingu af veiðiflugu, par af
gömlum og hálfslitnum gúmmístígvélúm, gamla
moðétna og óhreina háskólakápu, handtösku
méð trésmiðsverkfærum, flestum brotnum,
„Cricket“ — knatt-tré, gamla og einkennilega
hnefaleiksglóva, hnefaleiks-verju, brotna í miðj
unni, en um fram allt leikföng, sem ekki voru
fullgerð, svo sem báta, vagna og brúðuhús, sem
a ðséra Caleb hafði ætlað fullgera og gefa yngri
börnunum á heimilinu þar sem framtíðar vonir
hans frusu. Ein eftir aðra af minjum þessum
voru dregnar fram úr fylgsnum sínum og
lastaiull ákefð barnanna mattist um eignar-
haldið á þeim. Að síðustu sáu þau standa upp
við bakið á skápnum ægilega ófreskju, sem
starði á þau. Þau hrukku til baka dauðhrædd
og hefðu sjálfsagt þotið út úr herberginu, ef
að elzti drengurinn hefði ekki tekið eftir því
að ófreskjan hreyfðist ekki, svo hann herti upp
hugann og læddist aftur að skápnum, hörfaði
aftur frá honum tvisvar, en herti að síðustu
upp hugan og dró út úr skápnum geysilegt
bákn, sem líktist flugdreka.
Börnin höfðu ekki hugmynd um hin leyni-
legu verðmæti þessa innbirgða flugdreka, sem
að séra Caleb hafði eytt svo miklum tíma og
verki á og sem að hann ætlaði að gefa bróður
stúlkunnar, sem að brást honum. En börnin
gátu sér þess til, að það væri eitthvað sem að
réttilega tilheyrði þeim, og þau réðu við sig
eftir að hafa tekið saman ráð sín, að segja þorps-
búa einum, sem Benedikt hét, gömlum her-
manni, einfættum með tréfót, og öll börn í
þorpinu héldu mikið upp á. Og þessi hópur
þeirra, sem hér um ræðir var viss um, að hann
vissi alla hluti á milli himins og jarðar nema
það hvernig að menn ættu að lesa og skrifa, svo
þau, eftir að hafa gengið úr skugga um að eng-
inn sæi þau, því þau álitu (eins og börn verka
fólks gjöra oft) að foreldrar sínir væru mót-
fallnir öllum skemmtunum, tóku þau drekan
og fóru með hann í gamalt hús, sem enginn bjó
í, og hlupu svo til gamla hermannsins og báðu
* hann að koma leynilega og skoða það sem þau
hefðu fundið.
Þremur mánuðum eftir að þetta skeði kom
nýr prestur í þorpið, grannvaxinn, nostursam-
ur, reglusamur og regingslegur ungur maður,
að upplagi og æfingu vanur við að þola ein-
veru og harðrétti. Tvær persónur höfðu beðið
komu prestsins til þess að láta hann vígja sig
saman. Eftir giftinguna var farið að líta eftir
kirkjubókinni. Það var leitað í skrúðhúsinu.
Umsjónarmaður kirkjunnar var spurður um
hana. — Safnarskrifarann, sem var ungur mað-
ur og kom í staðinn fyrir gamla heyrnarsljóa
skrifarann þegar að hann dó, rámaði eitthvað í,
að hann hefði farið með bókina heim til séra
Caleb, þegar að skrúðhúsið var hvítþvegið. Það
var leitað heima í húsinu — í skápnum, það
var leitað í þessum leyndardómsfulla skáp.
„Hérna er hún, herra“, kallaði skrifarinn og
dró fram óbundna og illa útlítandi pappírsbók.
Presturinn grannvaxni tók við henni og opn-
aði hana og varð meira en lítið hissa, þegar
að hann sá að meira en þriðji partur blaðanna í
henni hafði verið rifinn í burtu.
„Þetta hefir melurinn gjört, herra“, sagði
kona garðyrkjumannsins, sem enn var í hús-
inu.
Presturinn leit í kringum sig og sá einn
unglinginn vera að kjökra.
„Hvað hefir þú gjört við þessa bók, barnið
mitt?“
„Þessa bók? — Það — ég — ég! . . . .“
„Segðu satt og þá þarft þú ekkert að óttast“-
„Ég vissi ekki að það væri skaði. . . ég . . . •“
„Jæja, og......“
„Hann Benedikt gamli hjálpaði okkur“.
„Og?“
„Og . . . og . . . flugdrekahalirui, herra! . . •“
„Hvar er drekinn?“
Því miður var hann fyrir löngu farinn í það
pláss, sem allt er týnist, brotnar, hverfur, eyði-
legst, hlutir, sem týna sjálfum sér og vinnifólk
er of heiðvirt til að stela, hlutir sem brotna
sjálfkrafa og þjónar eru of varkárir að brjóta,
finna endanlegan og órjúfanlegan samastað.
„Þetta gjörir hvorki til né frá“, sagði safn-
aðarskrifarinn; „söfnuðurinn verður að fá sér
nýja kirkjubók!“
„Ég get ekki að þessu gjört“, sagði prestur-
inn. „Er miðdegisverðurinn minn tilbúinn?“
„Því kemur pabbi ekki heim? Hann hefir
verið svo lengi í burtu!“
„Elsku Philip, útréttingarnar tefja hann; en
hann kemur heim eftir fáa daga — máske 1
dag!“
„Ég vil sýna honum hve vel mér hefir mið-
að áfram“.
„Áfram í hverju, Philip?“ spurði móðir hans
og brosti. „Ekki í latínu, vissulega, því ég hefi
ekki séð þig opna bók, síðan að þú uppástóðst
að Todd væri látinn fara“.
„Todd! Ó, hann var svoddan þöngulhaus —
og svo var hann nefmæltur: hvað gat hann
kunnað í latínu?“
„Meira en þú nokkurn tíma lærir, er ég
hrædd um, . . . .“ hér kom ofurlítið hik á hana.
— „Nema að hann faðir þinn gangi inn á að
senda þig á skóla“.
„Nú, jæja, ég vil þá fara til Eaton! Það er
eini skólinn, sem herramönnum er hæfur. Ég
hefi heyrt hann pabba segja það“.
„Philip, þú ert of drambsamur“.
„Drambsamur! Þú segir oft að ég sé dramb-
samur, en þú kyssir mig alltaf þegar þú segir
það. Kystu mig núna, mamma“.
Konan þrýsti drengnum að brjósti sér|
strauk hárlokkana frá enninu á honum og kysti
hann, en kossinn var beiskjublandinn og hun
ýtti syni sínum hægt frá sér og hvíslaði eins
og óafvitandi: „Það heyrir kannske einhver til
mín“.
„Ef eftir allt, að umhyggja mín fyrir föð-
urnum skyldi verða til óhamingju fyrir börnin!
Philip brá við þessi orð og það kom rauna-
svipur á andlitið á honum, en hann sagði ekk-
ert. Létt skóhljóð heyrðist í gegnum opnar
dyr sem vissu út að húsgarðinum og móðirin
leit við og sá yngri son sinn koma inn, og brosti
glaðlega við honum.
„Mamma! Mamma! Hérna er bréf til þin-
Ég greip það af honum Jóni, það er frá honum
pabba“.
Konan varð glöð við og tók við bréfinu a
syni sínum, en hann settist á skör við fsetur
henni og horfði stöðugt á hana á meðan að hun
las bréfið; sá eldri stóð skammt frá þeim og
studdist fram á byssu sína hugsi og þungbúinn
á brún og brá.