Lögberg - 09.11.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.11.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. NÓVEMBER, 1950 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL,, þýddi Þessir drengir voru ólíkir. Sá eldri, sem var um fimtán ára aldur, virtist eldri en hann var, það var ekki aðeins vöxtur hans sem benti til þess, heldur líka hörundslitur hans sem var dökkur og andlitssvipur sem var bæði einarð- ur og fyrirmannlegur og sem án þess að vera viðkvæmur, eins og andlitssvipur æskufólks- ins oft er, bar á sér festu og tignarbrag. Dökk- græni veiðimannsbúningurinn sem hann var í, með belti, veiðihorni, húfu með gyltan skúf, sem sat á miklu og fallegu hári, er rauðblárri slykju sló á og máske bar vitni um framtíðar- smekk hans og stórhug, eins og að búningur- inn bar líka vott um móðurlega snild og um- hyggju. Sá yngri var riaumast níu ára. Hann haíði jarpt hár og náðu hrokknir lokkarnir niður á axlir. Andlitið var þýtt og forkunar frítt og frá því starfaði barnsgleðin saklaus og lifandi, sem ekki bar aðeins vott heilbrigði heilsu og hugar, heldur líka dásamlega móður- handleiðslu. Augun voru stór og djúpblá. And- litssvipurinn mildur en þó í dásamlegu sam- ræmi við hina fullkomnustu æskufegurð — æskufegurð og andlitssvip sem Laurence sóttist eftir að fá að mála og Chantrey að móta í leir. Þessi augasteinn móðir sinnar var klæddur i blá flauelsföt með snjóhvítum síðum kraga, út- saumuðu skrautbelti og gylltum víravirkis- hnöppum. Báðir drengirnir báru á sér merki þeirra, sem velgengnin vakír ávalt yfir allt frá vögg- unni — velgengni allsnægta og erfðatignar, munaðar-atlætis og óráðs eftirlætis, eins og að heimsbraut þeirra væri rudd fyrir fætur þeirra og skjól byggt kinnum þeirra til varnar fyrir hverjum loftsblæ. Móðir þeirra hafði verið forkunarfríð, þó að fölva væri nú byrjað að slá á kinnar henn- ar, þá átti hún enn nóga fegurð til þess að kveikja nýjan ástareld, sem oft er auðveldara, en að kveikja, en að slökkva. Báðir synir hennar, þó þeir væru ólíkir, báru svip af henni. And- litsfall hennar endurspeglaðist í andliti þess yngra, og máske hver sem hefði séð hana í æskublóma hennar, hefði þekkt glaðlega og sviphreina andlitið á henni í andlitssvip drengs- ins. Nú sérstaklega þegar að hún var þögul, eða hugsandi þá líktist svipur hennar frekar eldri drengnum; kinnarnar, sem voru svo rjóð- ar, voru nú orðnar fölar, þó að þær væru lit- bjartar, og eitthvað sem lífsreynslan ein veitir af metnaði og hugrekki var stimplað á enni hennar, sem var mikið, og á andlit. Sá, sem hefði getað litið hana á einverustundum henn- ar, hefði máske séð, að metnaður hennar var blandinn blygðun, og hugsanir hennar skugga óttans og sorgarinnar. En nú á meðan að hún var að lesa bréfið var það gleðin ein, sem skein á andliti hennar. Augun leiftruðu og hjartað barðist um í brjósti hennar og að síðustu bar hún bréfið upp að vörum sér og kygsti það aftur og aftur. Svo leit hún upp og sá að eldri drengurinn horfði hvast á hana þögull en alvarlegur. Hún greip hann í faðm sér og brast í grát. „Hvað gengur að, elsku móðir mín?“ spurði sá yngri og tróð sjálfum sér á milli Philips og móður sinnar. „Faðir ykkar er á leiðinni heim, hann kem- ur í dag — innan klukkutíma; og þú — þú barn — þú Philip . . . .“ Hér sótti að henni grátur, svo að hún kom engu orði upp. Bréfið, sem hafði þessi áhrif, hljóðaði þannig: „Til frú Morton Fernside. Elskulega Kat. — Síðasta bréf mitt bjó þig undir fréttirnar, sem að ég hefi nú að segja: — Föðurbróðir minn er dáinn. Þó að ég umgeng- ist hann ekki mikið upp á síðkastið, þá samt gengur dauðsfall hans mér til hjarta; en það er mér raunabót að vita, að nú er ekkert leng ur í veginum fyrir því , að ég sýni þér fullt réttlæti. Ég er eini erfinginn að öllum hans auð. — Það er á mínu valdi, elsku Kate, að endurgjalda þér allt, sem þú hefir orðið að þola og líða mín vegna — heilagur vitnis- burður frá minni hendi um hið mikla um- burðarlyndi þitt, s1;aðfasta kærleika, ranglætið sem þú hefir orðið að þola og um þína látlausu tryggð. Börnin okkar líka — minn göfugi Philip! Kysstu hann, Kate — kysstu hann þús- und sinnum. Ég skrifa þetta í flýti — jarðarförinni er ný lokið, og bréfið tilkynnir aðeins heimkomu mína. Elskulega Katrín, ég kem heim til þín nálega eins fljótt og þú lítur þessar línur, með augunum sem aldrei hafa litið mig öðru vísi en með blíðu, þrátt fyrir allar mínar yfirsjónir og galla. Þinn ávalt og ævinlega, Philip Beaufort“. Þetta bréf hefir sagt sína sögu og litlu þar við að bæta. Philip Beaufort var einn þeirra manna, sem eru ærið fjölmennir í samkvæmis- lífi því, sem hann átti heima í: Kærulaus, geðgóður, örlátur og gæddur ríku tilfinninga- lífi, sem var dómgreind hans yfirsterkara. Hann hafði erft álitlega fjárupphæð, en tveir þriðju partar þess fjár voru komnir í hendur Gyðinga, áður en að hann náði tuttugu og fjögra ára aldri. Hann vonaðist eftir að fá geysimikinn arf eftir föðurbróðir sinn, gamlan einsetumann, sem í fyrstu var félagslyndur gleðimaður, en á síðari hluta ævi sinnar hafði snúist upp í kaldsinnaðan, kænan, illhryssings- legan og yfirlætisfullan mannhatara. Frá þess- um frænda sínum fékk Philip mjög sæmilegan lífeyri. Hér um bil sextán árum áður en saga þessi hefst, strauk Philip Beaufort að heiman með Katrínu Morton, sem þá mátti heita barn að aldri og hafði misst móður sína. Hún var kaup- mannsdóttir og hafði verið sett til mennta á borðingsskóla, sem þótti settur ofar stétt þeirri, sem hún heyrði til. Philip Beaufort var í æsku gæddur þeim hæfileikum sem mjög ganga í augun, og þeim vísdómi, sem leiðir ástareiginleikana hvað ber- ast í ljós. Sumir gengu út frá því, að þau væru leynilega gift, en ef svo var, þá var það leyndarmái svo vel falið, að föðurbróðir Philips komst aldrei að því, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hans. Samt var það margt, ekki aðeins í fari hennar, sem var í senn hógvært og göf- ugt, heldur í skapgerð hennar, er var bæði ör og dálítið metnaðargjörn, sem gaf ástæðu til efasemda. Beaufort, sem að eðlisfari skeytti lítt um siðvenjur sýndi henni hina mestu alúð og umhyggju, sem sjáanlega var ekki sprottin af nautnaþrá, heldur af trausti og virðingu. Tíminn þroskaði andlegt atgjörfi Katrínar um- fram það, sem Beaufort átti yfir að ráða, enda vanst henni nægur tími til að þroska það. Við áhrif þau, sem stöfuðu frá andlegu atgerfi hennar bættist opinskátt, hjartahlýtt og að- laðandi viðmót; börnin gerðu samband þeirra enn innilegra. Beaufort var mjög hneigður til leikfimi. Hann eyddi mestum tíma ársins með Katrínu á heimili þeirra sem var prýðilegt og þar hafði hann látið byggja hús fyrir veiði- hesta, sem voru aðdáun allra héraðsmanna, og þó að heimili þeirra væri skammt frá Lundún- um, þá var það ekki oft, sem að glaumur borg- arinnar dróg hann í burtu að heiman meir en dag og dag í senn — oft ekki nema fáa klukku- tíma í hvert skipti og flýtti hann sér þá ávalt aftur, með tilhlökkun, heim til sín. Hvert svo sem sambandið á milli Katrínar og Philips var (og því hefir verið sagt frá í fyrsta kapítulanum í þessari sögu) þá voru á- hrif hennar búin að venja hann frá öllu óhófi og mörgum göllum, sem hann óneitanlega hafði áður en hann þekkti hana, sem líklegir sýnd- ust sökum hans uppihaldslausu léttúðar, með- fædda hugsunarleysi og ófullkominnar mennt- unar, að gjöra hann veikann fyrir ósiðum þeim, sem tilkomu mestir þóttu til að létta af sér logn- mollumókinu; og hvort sem að kirkjan hafði lagt blessun sína yfir sambúð Philips við Katrínu eða ekki, þá var hann fyrirmyndar eiginmaður og umhyggjusamur faðir. Eftir því sem hanri naut sambúðarinnar lengur við Katrínu, því dýpri voru áhrif hinna ágætu eiginleika hennar á hann og því nánara varð samband hans við hana, börnin og heimilið. Hefði hann með ein- lægni og fölskvalausri umhyggju ásett sér að lyfta skugga þeim, sem hvíldi yfir sambandi þeirra og var sem þyrnir í lífi Katrínar, þá hefði hann getað gjört það með opinberri gift- ingu. En, þótt hann væri veglyndur, þá var hann ekki frí frá hégómlegum siðvenjum, sem hann hafði vanist á æskuárum sínum í félags- lífi því, sem að hann ólst upp í. Föðurbróðir hans, ættarherra einnar af þeim fjölskyldum, sem árlega hverfa úr óðalsbændatölunni inn í lávarðaupphefðina, en sem einu sinni voru sérstæð og einkennileg fylking í höfðingja- stétt Englands — fjölskyldur, sem stóðu á æva- gömlum ættmerg, áttu geysilega verðmætar lendur og önnur fríðindi og voru í sannleika tignar, en ókrýndar. Þessi föðurbrpðir Philips var ekki neinum samningum bunainn að því er ættaróðalið snerti, öðrum en sínum eigin kenjum. Þó hann léti sem sér þætti mikið í Philip varið, þá var hann honum lítt hand- genginn. Þegar að hann frétti um þetta leyni- samband, sem að bróður sonur hans átti að hafa gjört, þá ásetti hann sér fyrst að rjúfa það, en þegar að hann varð þess var, að Philip var hættur að spila upp á peninga, hleypa sér í skuldir og taka þátt í veðreiðafargani, en hafði snúi ðsér að jarðyrkju, lét hann sér nægja að rannsaka þetta giftingamál og komst að þeirri niðurstöðu, að það sem hann hefði heyrt um það væru gróu-sögur einar; og hann máske hélt, að þegar að á allt var litið, að það væri hyggilegra, að látast ekki sjá smá yfirsjónir, sem að kostuðu hann ekkert, og höfðu ailtaf fylgt mönnum eins og skugginn, en líta á það sem bryskleika aðeins hjá þessum kærulausa bróðursyni sínum. Hann lét því við það sitja, að fordæma hneykslisframferði samtíðarmanna sinna og opinberlega að ávíta, ekki hneykslið sjálft, heldur sýna fram á aðferð til þess að bæta fyrir það. „Ef það kemur nokkurntíma fyrir“, sagði hann og leit illilega framan í Philip, „að velborinn maður svívirði ætt sína með því að taka að sér konu, sem að systir hans gæti ekki verið þekkt fyrir að bjóða inn í sitt eigið hús, þá ætti hann að sökkva ofan á sama stig og hún er á, og auður mundi aðeins gjöra þá svívirðingu meira áberandi. Ef að ég ætti einkason, og að sá sonur væri nóga mikill auli til að gjöra sig sekann í þeirri svívirðingu, að giftast ótignaðri konu, en að hann er sjálf- ur, þá vildi ég heldur, að þjónn minn tæki arf eftir mig heldur en hann. Skilurðu það, Philip?“ Philip skildi það og leit í kring á húsið til- komu mikla og garðinn undurfagra og veglynd ið stóðst ekki eldraunina. Katrín, sem hafði ótakmarkað vald yfir honum, hefði máske auð- veldlega sigrað sýngirnis hugsanir hans, en hinn viðkvæmi kærleikur hennar var of göf- ugs eðlis til þess, að hún hugsaði um sjálfa sig. Vonin, sem lá næst hjarta hennar. Og börnin! — já, fyrir þau leið hún, og þeirra vegna von- aði hún. Fram undan þeim lá löng leið og hún treysti Philip fyllilega. Það hafði upp á síðkast- ið verið allmikill vafi á hvað kærkominn að eldri Beaufort bróðirinn var föðurbróðir sín- um og um það hve vel að vonir hans, sem hann frá æsku hafði byggt á, mundu rætast. Yngri bróðir hans var miklu handgengnari gamla manninum og virtist vera í uppáhaldi hjá honum. Þessi bróðir Philips var gjörólík- ur honum, hann var reglusamur, hógvær, virð- ingagjarn, með bros á vör, en ís í hjarta. Gamli maðurinn veiktist skyndilega, og það var sent eftir Philip. Robert, yngri bróðirinn, var líka við sjúkrasængina, kona hans, því hann hafði gift sig eftir kúnstarinnar reglum og tvö börn þeirra, sonur og dóttir. Föðurbróð- ir þeirra minntist ekki einu orði á hvernig að hann hefði ráðstafað eignunum þangað til klukkutíma áður en að hann dó. Þá leit hann á bróðursyni sína og sagði: „Philip, þú ert iðjuleysingi, en drengur góð- ur! Róbert, þú ert varfærinn, ráðsettur og að- laðandi maður, og það er skaði að þú skyldir ekki verða kaupmaður, því í þeirri stöðu hefðir þú grætt stórfé! Þú erfir ekkert eftir mig, þó að þú vonist eftir því. Ég hefi veitt þér eftir- tekt. Philip, varaðu þig á bróður þínum. Látið þið prestinn koma inn til mín“.. Gamli maðurinn dó. Erfðaskráin var lesin, Philip voru ánafnaðar 20.000 £ tekjur á ári. Robert 5.000£ á ári, og einkennilegt samsafn af flöskum með allslags slöngum í. III. Kapíluli „Þarna, Robert, þarna sérðu nýju hesthús- in mín. Þau eru þau fullkomnustu, sem til eru í ríkjunum þremur!“ „Það er heilmikil þústa. Er þetta húsið? Þú hýsir hestana betur heldur en sjálfan þig“. „En er ekki húsið fallegt, en það á alla sína fegurð Katrínu að þakka. Elskulega Katrín!“ Þessi samræða átti sér stað á milli bræðr- anna á meðan að þeir voru að fara ofan hæð- ina, sem heimili og landareign Philips var und- ir. Robert Beaufort dróg hatt sinn ofan á ennið og það kom þóttasvipur á andlitið á honum, en hvort heldur að sá svipþungi stafaði frá nafninu eða hreimnum í málrómi Philips, þeg- ar að hann nefndi það, er ekki gott að segja, en þeir þögnuðu báðir og stóð sú þögn unz hún var rofin af þriðju persónunni, sem var í vagninum með þeim — dreng, sem sat and- spænis þeim. „Hvaða drengir eru þarna á flötinni fyrir framan húsið, frændi?“ Hverjir eru þessir drengir? Þetta var ein- föld spurning, en hún lét illa í eyrum Roberts Beauforts: „Hverjir voru þessir drengir, sem komu hlaupandi eftir flötinni til að fagna föð- ur sínum, og sólin sem var að síga í vestri baðaði í geislum sínum, með bros á vörum og fjör æskunnar svellandi í hverri taug“. „Þessir drengir“, hugsaði Robert Beaufort, „synir ósómans ræna son minn því, sem hon- um réttilega ber — arfleifð sinni“. Philip leit við þegar Robert bar fram spurn- inguna og sá svipinn sem var á andlitinu á honum. Hann beit á vörina og svaraði alvar- lega: „Arthur“ (það var sonur Roberts, sem með þeim var) „það eru drengirnir mínir“. „Ég vissi ekki að þú værir giftur“, svaraði Arthur og beygði sig áfram til að geta betur athugað drengina. Það lék napurt bros ,um varir Roberts Beau- forts og Philip stokkroðnaði í framan. Vagninn stansaði við bæjarhliðið. Philip opnaði vagnhurðina og steig út úr vagninum. Robert og sonur hans gjörðu það líka. Eftir mínútu kom Katrín, og Philip tók hana í faðm sér. Drengirnir komu og toguðu í frakkalöfin og sá yngri hrópaði í sífellu: „Pabbi! Pabbi! Þú sérð ekki Sidney, pabbi!“ Robert Beaufort studdi hendinni á öxlina á syni sínum og hélt honum til baka á meðan að þeir virtu Philip, Katrínu og drengina fyrú sér. „Arthur“, sagði hann í hásum og hvíslandi rómi. „Þessi börn eru okkar svívirðing og réttarræningjar. Þau eru hórbörn! hórbörn! og eiga að verða arftakar hans!“ Arthur svaraði þessu ekki, en brosið sem leikið hafði um varir hans hvarf. • „Kate“, sagði Philip Beaufort um leið og hann sneri sér frá frú Morton og tók yngri son sinn í fang sér, „þetta er Robert bróðir minn og sonur hans: Þeir eru velkoirmir, eru þeir ekki?“ Robert hneigði sig og rétti frú Morton hend- ina með uppgerðar hæversku og muldraði eitt- hvað sem átti að vera faguryrði, en enginn heyrði. Þau gengu öll heim að húsinu. Þeir Philip og Arthur síðastir. „Ert þú skotmaður?“ spurði Arthur frænda sinn, því Philip hélt á byssu í hendinni. „Já. Eg vona, að ég geti skotið eins vel og hann faðir minn þegar veiðitíminn kemur: hann var orðlögð skytta. En þetta, sem ég er með, er einhleypa og gamaldagshólkur. Faðir minn verður að fá handa mér nýja byssu. Ég get ekki staðið mig við það sjálfur“. „Ég skyldi nú halda ekki“, sagði Arthur og brosti. „Ó, já, hvað það snertir“, hélt Philip áfram undir eins og roðnaði, „þá hefði ég getað það hæglega, ef að ég hefði ekki keypt veiði- hunda fyrir $150.00 um daginn: Það eru þeir beztu veiðihundar, sem þú hefir nokkurn tíma séð“. „Hundrað og fimmtíu dollara!" endurtók Arthur og leit á Philip með kýmnis undrun. „Nú jæja, hvað ertu gamall?“ „Ég var fimmtán ára á síðasta afmælisdag- inn minn“. „Heyrðu John! John Green!“ kallaði Philip í myndugum málrómi. Það var einn af garðmönnum föður hans, sem var að ganga yfir garðinn, „sjáðu um að tjaldið verði reist niður við vatnið á morgun við birkitréð klukk- an níu. Ég vona að þú skiljir mig í þetta skiptið: Hamingjan veit að tyggja þarf nokkrum sinn- um í þig áður en hægt er að láta þig skilja nokkuð!" „Já, hr. Philip“, sagði maðurinn auðmjúk- lega, og muldraði svo þegar að hann fór: „Fjandinn hafi hann! Hann talar til fátækl- inganna eins og að þeir væru hundar“. „Á faðir þinn veiðihesta“, spurði Philip. „Nei“. „Hvers vegna?“ v „Ein ástæðan fyrir því er máske sú, að hann er ekki nógu ríkur“. „Ó! það er leiðinlegt. En fástu ekki um það, við skulum lána þér reiðskjóta, ef að þú vilt heimsækja okkur“. Arthur rétti úr sér og svipur hans, sem 1 eðli sínu var mildur og opinskár, varð þótta- fullur og dulur. Philip horfði á hann og styggð- ist; hann vissi sjálfur naumast hvernig á þvi stóð, en frá þeirri stund lét hann sér fátt finnast um frænda sinn. IV. Kapíluli Bræðurnir tveir, þeir Philip og Robert sátu með ölglös sín eftir að hafa borðað miðdags- verð, Robert drakk rauðvín, en Philip portvín. Katrín og drengirnir sátu undir trjánum úti í garðinum. Philip Beaufort var fjörutíu og fimm ára gainall, hár vexti, hraustlegur og rammur að afli. Andlitsfallið var sérlega viðfeldið og staf* aði það ekki aðeins frá fríðleik þess heldur líka frá því, hve opinskátt, myndarlegt og glaðlegt það var. Hann var útitekinn í andliti, mátu- lega holdugur, brjóstvídd leikfimismannsins, sem bar vott um hraustleika og í viðbót við þetta var hann léttlyndur og kátur. Robert, sem vanur var borgarlífinu, var einu ári yngrl en bróðir hans, nálega eins hár, en fölur og holdgrannur, boginn í herðum og á andliti hans áhyggjufullur hungursvipur, sem gjörði brosið, er lék um varir honum, kalt og óeðlílegt. Hann var hóflega en þó þokkalega klæddur, fram- ganga hans var blátt áfram og eðlileg, málróm- urinn mildur og lár, og hann hafði það við sig, sem þó það væri ekki laðandi, vakti virðingu einhver prúðmennska, sem ekki var þægHe& að lýsa, en átti eitthvað skylt við tímans venj- ur, hreyfingar hans voru seinar og reglubundn- ar og háðar hefðarvenjum þeim, sem ráðandi voru í félagslífi því, sem hann umgekkst. „Já“, sagði Philip, „ég hafði alltaf ætlað mér að framkvæma þetta eftir að föðurbróðh minn væri látinn og að ég sæi mér það fært- Þú hefir séð Katrínu, en þú þekkir ekki helm- inginn af kostum hennar: hún sómir sér vel i hvaða stöðu sem er og auk þess hjúkraði hun mér með nákvæmni í fyrra þegar ég var veik- ur — viðbeinsbrotnaði í þessari fjandans hindr- unar kappreið minni. Robert, ég er orðinn o þungur og gamall til að taka þátt í slíkum drengjalátum“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.