Lögberg - 09.11.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.11.1950, Blaðsíða 4
4 - lögbetg GefitS út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtanátkrift ritatjórant: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The ''Lögberg" ia printed and publiehed by The Columbia Presg Ltd. 696 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Menningarfrömuðurinn og þjóðhetjan Jón Arason Eftir prófessor RICHARD BECK (Rœöa flutt á minningarsamkomu í Winnipeg, að kveldi 6. nóv.9 1950) Sumir dagar í lífi þjóðanna eru skráðir óafmáan- legu letri blóðs og tára á spjöld sögunnar. Hinn 7. nóv- ember 1550, þá er þeir Jón biskup Arason og synir hans voru af lífi teknir í Skálholti, er slíkur dagur í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Rétt 400 ár eru nú liðin írá þeim örlagaríka atburði, og það er bæði heilbrigð þjóð- rækni og lærdómsríkt að sama skapi, að minnast þess atburðar meðal vor íslendinga hérna megin hafsins eigi síður en heima á ættjörðinni. Minningin um hann er snar þáttur í hinum íslenzka sögu- og menningar- arfi vorum. Um þann manninn, sem höfuðpersónan var í þeim harmleik, er gerðist að Skálholtsstað þ. 7. nóv- ember 1550, um Jón biskup Arason, leikur altaf mikill Ijómi í hugum allra góðra íslendinga, því að hann var persónugerfingur svo margs þess, er vér unnum og dáum: — trúmennskunnar við sannfæringu sína og hugsjónaástar, æðruleysis og hetjuhugar, frelsis- og ættjarðarástar. Þessvegna er svo bjart um hann á þess- um 400 ára minningadegi hans; þessvegna hefir hann öldum saman verið hugstæður og hjartfólginn þjóð sinni, og þá ekki sízt íslenzkri alþýðu. Sjöundi nóvember er þegar af djúpi runninn heima á íslandi; morgunroði þess söguríka dags varpar inn- an fárra klukkustunda ljóma sínum um fjöll og firði, strendur og dali ættjarðar vorrar. Vér getum því óhik- að tekið undir þessar ljóðlínur úr fögru kvæði Valdi- mars V. Snævarrs skólastjóra, er hann flutti í virðu- legri og fjölsóttri minningarhátíð um Jón Arason að Hólum í Hjaltadal sunnudaginn 13. ágúst í sumar: í dag er maður minninganna Guðs mikla hetja sú, er vörð hélt fremstur fullhuganna um frelsi lands og trú. Vér hyllum slíkan hetjuanda, — hans hróður skal um aldaraðir standa. í stein er greipt hans minning merk og mun þar geymast sigursterk. Ekki er að efa það, að hið veglega og trausta minn- ismerki, turninn, himingnæfi, sem Norðlendingar reistu hinum sögufræga biskupi sínum að Hólastað, og vígð- ur var fyrrnefndan sunnudag, mun lengi standast tím- ans tönn. Ennþá óbrotgjarnari er þó sá lifandi minnis- varði, sem Jón biskup hefir reist sér í íslenzkum hjört- um. Allt frá því að hann hneig að mold fyrir böðulsöxi hins erlenda valds og fram á þennan dag hefir Jón Arason og mikil örlög hans orðið íslenzkum skáldum hugstætt yrkisefni. Mörg ljóðskáld vor, og í hópi þeirra súm öndvegisskáld vor, hafa um hann ort merkileg og eggjandi kvæði; mun óhætt mega fullyrða, að kunnast þeirra sé hið andríka og magni þrungna kvæði séra Matthíasar Jochumssonar um hann á aftökustaðnum, sem lesið hefir verið upp á þessari samkomu. Hann hefir einnig, eins og kunnugt er, samið harmsöguleik um Jón Arason, og Tryggvi Sveinbjörnsson hefir enn- fremur samið um hann leikrit, sem nýlega var sýnt við mikla athygli á*Kongunglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn. Þá hefir Gunnar Gunnarsson skáld ritað merka skáldsögu um Jón biskup. Þessi dæmi nægja til þess að sýna það, hve persónuleiki hans, afrek og ævilok, hafa heillað hugi íslenzkra skálda, og er það eitt sér glöggur vottur þess, hversu minning hans hefir fest djúpar rætur í hugum og hjörtum landa hans og hvern heiðurssess hún skipar þar. Og það er ekki séra Matthías Jochumsson einn, sem brugðið hefir upp í ljóði átakanlegri og ógleyman- legri mynd af Jóni biskupi Arasyni á aftökustaðnum. Jóhannes skáld úr Kötlum hefir í kvæði sínu „Vertíð Norðlinga“, í söguljóðabálki sínum Hrímhvíta móðir, einnig lýst hinum aldna þjóðskörungi á örlagastund hans á áhrifamikinn og minnisstæðan hátt í þessum erindum: „In manus tuas“ — harmblíð hljóðar hin hintza kveðja vökumanns. Og gullnum tárum sólin sáldrar á silfurhvíta lokka hans. — Á stokknum hetjuhöfuð liggur, og höggin falla: eitt og tvö og þrjú og fjögur, fimm og sex og — nú fýkur það af bolnuih — sjö! Og herðalotinn hærukollur í helgri skikkju fórnarblóðs að brjósti íslands hljóður hnígur, sem hintza stef síns eigin ljóðs. Og enginn bjarmi af biskupsskrúða né bagli og mítri framar framar sést, en aðeins þessi glaði geisli, sem Grýtu-snáðann vermdi bezt. Og með þeim „glaða geisla“, eins og segir síðar í kvæðinu, á skáldið við þá himinbornu frelsisþrá, sem LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. NÓVEMBER, 1950 brann svo óvenjulega glatt í sál Jón Arnasonar, að hann hikaði ekki við að leggja lífið í sölurn- ar fyrir málstað þjóðar sinnar og frelsi hennar. Eigi verður hér rakin umsvifa- mikil athafnasemi Jóns Arason- ar í prests- og biskupssessi, né heldur stormasamur æviferill hans, en athygli aðeins dregin að meginþáttum í rhenningar- starfsemi hans og baráttu hans fyrir landsréttindum þjóðar sinnar. Er þess þá fyrst að geta, að hann átti frumkvæði að því, að prentsmiðja var stofnuð á Is- landi, að því er ýmsir telja árið 1530, þó að eigi verði það sagt með vissu, og að hann lét prenta fyrstu ritin, sem út komu á ís- landi. Með því steig hann einn- ig það framfara-og menntaspor, sem eitt hefði nægt til þess, að tryggja honum sess í menning- arsögu hinnar íslenzku þjóðar, þó eigi hefði öðru verið til að dreifa. En mennta-og menning- arstarfsemi hans var fleiri þátt- um slungin. Þorsteinn Gíslason fer ekki villur vegar, þegar hann lýsir Jóni biskupi þannig í byrj- un hre'ssilegs kvæðis síns um hann: Einnig fremur öðrum snjall, er hann fór með vísna-spjall, og kjarna-klerkur. En það er skemmst frá að seg- ja, að Jón biskup var höfuðskáld íslenzkt sinnar tíðar. Mjög ung- ur tók hann að yrkja, og hefir sýnilega verið mjög létt um það, eins og eftirfarandi saga bendir til, þó að hún kunni að vera þjóðsögum blönduð (en hér er fylgt frásögn dr. Páls Eggerts Ólasonar í hinu gagnmerka riti hans um Jón Arason): Þegar Jón Arason var í upp- vexti, hitti hann einu sinni bónda, sem Jón hét; hann átti góðan hest móálóttan. Jón Ara- son falaði hestinn að nafna sín- um, en hann svaraði, að hann, mætti eiga hestinn, ef hann gæti kveðið vísu, meðan hann gengi í kring um hann einu sinni, og nefnt Móaling í öðru hverju vísuorði. Jón Arason kvað þá þessa vísu, meðan hann gekk í kring um hestinn: Mín er lyst í ferðum fyrst að fara í kring um Móaling, finna þann hinn fróma mann, er fær mér slyngan Móaling; átt hefi’ ég í aurum fátt annað þing sem Móaling. Því er mín bón, að bóndinn Jón bringi mér sinn Móaling. Segir sagan, að hann hafi eign- ast hestinn síðan. Jón biskup orti fjölda helgi- kvæða, er um bragsnilld og hreimmikið málfar sverja sig í ætt til Eysteins munks Ásgríms- sonar, höfundar hinnar ástsælu „Lilju“, sem mælt er, að allir vildu kveðið hafa. En jafnframt eru þessi kvæði Jóns biskups hjartnæm og einlæg, þrungin djúpri og innilegri trúarsann- færingu. „Sýna þau“, eins og dr. Páll Eggert segir réttilega, „orð- hagt og orðauðugt skáld, rím- fróðan mann og smekkvísan." Lýsir rímsnilld hans sér fagur- lega í lokaerindinu í „Davíðs- dikti“ hans: Endann víst ég vildi vinna og finna inn bezta á minni málagrein. Skýra og dýra ég skyldi skærum færa ið mesta, væri mín vizkan hrein. Eyðist, sneyðist orðasmiðjan kalda, inni og minni má því ráða cg valda. Lát oss, drottinn, lífsins trúna halda. Lof sé þér um allar aldir alda. Ekki tókst Jóni biskupi síður, þegar hann sló á strengi glettni (og stundum græsku) í verald- legum kvæðum sínum og lausa- vísum, og þar sést það eftir- minnilega, hve þjóðlegur harn var í kveðskap sínum. Einnig var það nýlunda á hans tíð, að ort væru kvæði um samtímisvið- burði íslenzka, eins og hann gerir. Mun þeirra kunnastur bragur hans um viðskipti þeirra Marteins biskups („Bóndi nokk- ur bar sig að biskups veldi stýra“), sem ýmsum er enn í fersku minni, ekki síst vísan: Víkr hann sér í Viðeyjarklaustr, víða trúi ég hann svamli hinn gamli. Við Dani var hann djarfr og hraustr, dreifði hann þeim á flæðar- flaustr með brauki og bramli. En Jón biskup gat einnig ver- ið harðskeyttur og beinskeyttur í ádeilum, eins og þegar hann reiðir sverð sitt að ósóma aldar sinnar í þessu kröftuga erindi: Hnigna tekur heims magn. Hvar finnur vin sinn? Fær margur falsbjörg, forsómar manndóm. Tryggðin er trylld sögð. Trúin gerist veik nú. Drepinn held ég drengskap. Dyggð er rekin í óbyggð. Það er því ekki ofmælt, sem sagt hefir verið, þó að hér hafi verið stiklað á stóru, að Jón biskup hafi öðrum betur sinna samtíðarmanna kunnað að beita íslenzkri tungu, enda unni hann móðurmáli sínu og bar fyrir því mikla lotningu. Það er hvorki lítill þáttur né ómerkilegur í djúpstærði ættjarðarást hans. Menningarstarfsemi Jóns Ara- sonar á sviðum bóklegra mennta og skáldskapar hefði því fylli- lega nægt til þess að skipa hon- um í merkisess í sögu íslands. En þó er það um annað fram ættjarðarvinurinn og þjóðhetj- an, sem vér minnumst á þessum degi. Jón Arason stóð fast á réttind- um þjóðarinnar samkvæmt Gamla sáttmála, og barðist ó- trauðlega gegn því, að þeim rétt- indum væri traðkað af Danakon- ungi og fylgifiskum hans. Undarlegt er ísland, ef errginn réttir þess stétt, segir hann , og hóf djarflega upp vörn fyrir málstað þess gegn hinu erlenda ofurefli. Mun það iétt athugað, að hann hafi séð lengra fram öðrum samtíðar- mönnum sínum og verið það fullljóst, að næði konungsvaldið tangarhaldi á kirkjumálunum, myndi þess eigi langt að bíða, að það svifti íslendinga fornum stjórnarfarslegum réttindum þeirra, eins og fljótt kom hatramlega á daginn. „Líf hans og dauði voru fórnfæring á alt- ari heilagrar kirkju og fyrir það, sem honum var næst-helgast, sjálfstæði og metnaði þjóðarinn- ar“, sagði séra Friðrik J. Rafnar vísglubiskup í minningarræðu sinni á Hólahátíðinni síðastliðið sumar, og er það vel mælt og drengilega. Jafn djarflega og Jón biskup gekk í berhögg við hið erlenda konungsvald, jafn vel varð hann við dauða sínum. Hitt sveið hon- um sáran, að hann skyldi láta lífið fyrir ofbeldi konungs og fulltrúa hans, sem hann taldi engan rétt hafa til að dæma hann, og kemur það kröftuglega fram í hinni frægu vísu, er hann orti eftir handtöku sína: Vondslega hefir oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdr af danskri slekt og deyja svo fyrir kongsins mekt. Hér er það næm réttlætistil- finningin, sem kyndir undir, en hvorki ótti né hugarhik. Skap- lyndi Jóns biskups lýsir sér ann- ars ágætlega í síðustu vísu hans, sem einnig er alkunn: Þann held ég ríða úr hlaðinu bezt, sem harmar engir svæfa. Hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæfa. Hér talar hinn norræni hetju- skapur, sem horfist djarflega í augu við hvað, sem að höndum ber á lífsins leið; sami hetjuandi og túlkaður er í víðfrægum orð- um „Hávamála": Glaðr og reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana. Jón biskup Arason var maður stórbrotinn að skapgerð og hæfi- leikum, búinn miklum kostum, en jafnframt, eins og títt er um mikilmenni, fjarri því að vera gallalaus. Eftirfarandi mat dr. Páls Eggerts Ólasonar á sterkum persónuleika hans og grundvall- andi ævistarfi hittir ágætlega í mark: „En stórmenni verða ekki veg- in á vog smámenna og miðlungs- manna. Jón Sigurðsson hefir farið þeim orðum um Jón Ara- son, að hann væri síðastur ís- lendingur. Hefir Jón sjálfsagt haft í huga hin alkunnu orð um rómversku hetjuna Cassius, er hann ritaði þessi orð, og auðvit- að ekki ætlazt til' þess, að þau yrðu skilin bókstaflega. Fyrir Jóni Sigurssyni hefir það vakað, að Jón biskup Arason varð síð- astur íslendinga til þess að halda uppi baráttu gegn drottnunar- gjörnum og einvaldssjúkum konungi fyrir þjóðréttindum landsins, síðastur manna til þess að sýna, ekki aðeins í orði, held- ur og í verki, með lífi og blóði sínu, að hann mat þjóð sína, land, tungu og kirkju framar öllu.“ Þessvegna var það, að heilt herbergi á hinni merkilegu sögu- sýningu í sambandi við lýðveld- isstofnunina 1944 var sérstaklega helgað minningu Jóns Arasonar og baráttu hans gegn ásælni hins erlenda valds. Þessvegna hefir orðið æ bjartara um hann í hug- um landa hans. Og þessvegna hylla þeir hann nú örlátlega og þakklátlega á 400 ára ártíð hans. Líf hans, starf og hetjudauði á höggstokknum er oss áminning °g eggjan til frjórra athafna og framsóknar. Er vér rennum sjónum yfir feril hans og ævi- lok, óma oss í eyrum orð hins ameríska skálds og frelsisvinar (í þýðingu séra Matthíasar): Allir miklir menn oss sýna, manndóms tign er unt að ná, og eiga þegar árin dvína eftir spor við tímans sjá. é Mannsæmandi lífi, í andlegum skilningi, geta allir lifað, hvar sem þeir eru í sveit settir. Spak- leg orð skáldsins standa óhögg- uð: Þann úrkost á sá, sem í örbirgð er smár, að unna því göfuga og stóra. Það hlutskipti getur enginn frá oss tekið, ef vér, eftir mætti, viljum neyta þeirrar aðstöðu. Trúmennska við hugsjónir, fórnfús ættjarðar-og frelsisást, runnu í einn farveg í lífi og starfi Jóns Arasonar. í þeim get- um vér vel tekið hann oss til fyrimyndar, því að þeirra dygða er eigi síður þörf á vorri um- brotaöld en í byltingasamri sam- tíð hans. Eggjandi, líkt og lúðurhljóm- ur úr fjarska, hljómar oss rödd hans, ættjarðarvinarins og frels- ishetjunnar, yfir djúp fjögra alda í orðum fornhetjunnar ís- lenzku. „Eptir er enn yðvarr hluti!“ Þá er minningu Jóns Arasonar fegurst á lofti haldið, ef vér verðum vel og drengilega við þeirri eggjan til dáða, því að eins og Valdimar V. Snævarr sagði í kvæði sínu um hann: Þáð er svo margt, sem ógert er, en öld vor krefst af mér og þér. 10 þús. lestir af hraðfrystum fiski til U.S.A. Útlit er fyrir, að á næstu mánuðum muni takast sala á allmiklu magni af hrað- frystum fiski til Bandaríkj- anna. Er hér um að ræða þúsundir smálesta af ýmsum fisktegundum, og fer fyrsta sendingin af þessum fiski með Tröllafossi næst. Það er Ingólfur G. S. Esphólín, sem forgöngu hefir um þessa sölu. SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum er verð það, sem fyrir fiskinn fæst, tiltölulega hagstætt, og þeim mun betra, en verðið, sem áður hefir fengizt þar fyrir hraðfrystan fisk, er nemur innflutningstollum þar vestra. Alls eru það um tíu þúsundir smálestir af hraðfrystum fiski, sem útlit er fyrir, að þessi nýju viðskipti taki til, og eru þar af sjö þúsund lestir af þorskflök- um, en þau hefir hingað til verið erfiðleikum bundið að selja. Seinna á að reyna sölu á ufsa og ýmsum öðrum fiskitegundum. Fyrstu sendingarnar af þorskin um verða að fara vestur í bráða- birgðaumbúðum, sökum skorts á umbúðum hér, og munu fást seytján sent fyrir pundið af þorskflöknum í þeim umbúðum, komnum í bandaríska höfn. Kaupandinn vestra greiðir sjálf- ur innflutningstolla, viðbótar- kostnað og annan kostnað þar. Frá ferðum P. Kolka Á laugardagsmorguninn var leit Páll Kolka læknir snöggvast inn á skrifstofu Lögbergs, en um miðaftan daginn fyrir kom hann úr ferðalagi frá New York, þar sem hann sat læknaþing eitt mikið fyrir hönd Læknafélags Island's; frá New York fór hann til Cleveland, Ohio, sem gestur Dr. P. H. T. Thorlakson, er þar flutti eina aðalræðuna um sögu krabbameins og fangbrögð læknavísindanna við þennan skæða óvin mannkynsins; kvað Páll læknir, að freklega fimtán hundruð skurðlæknar hefðu hlýtt á hina miklu ræðu Dr. Thorlakson, en þetta var alþjóða þing skurðlækna; sagðist Páll læknir hafa fundið til ósegjan- legs metnaðar yfir því, að ís- lendingar ættu á alþjóðaþingum vísindamanna slíkan fulltrúa sem Dr. Thorlakson. Frá ferðum Páls læknis um íslendingabygðirnar í North Dakota hefir Dr. Beck áður skýrt svo rækilega hér í blaðinu, að þar er í rauninni engu við að bæta. Páll læknir naut ógleyman- legrar ánægju af suðurferðinni að því er honum sagðist frá; hann undraðist gróðursæld og víðáttu landsins og dáði viðmót hinnar amerísku þjóðar; á heim- leið staðnæmdist hann í London, Ont., og hitti þar gamlan starfs- bróður frá New York fyrir 27 árum, Dr. M. G. Peever, er tók honum með kostum og kynjum á glæsilegu landssetri sínu utan við borgina. Meðan Páll læknir stóð við á skrifstofu blaðsins, sýndi hann ritstjóra þess eintak af hinni miklu Húnvetningabók sinm Föðurtún, sem nýkomin er út a Fróni, sem telur yfir 500 blað- síður og geymir innan spjalda sinna sæg mynda af fólki og frægum sögustöðum; þeir, sem gerast vilja áskrifendur að bók- inni, geri aðvart Björnsson Book Store, 702 Sargent Ave., Winni- peg. — Óbundin kostar bókin $10.00, en $13.00 í vönduðu bandi. Páll læknir lagði af stað vest- ur á Kyrrahafsströnd á sunnu- dagsmorguninn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.