Lögberg - 14.12.1950, Síða 3

Lögberg - 14.12.1950, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. DESEMBER, 1950 19 Jólasiðir um síðustu aldamót Framhald af bls. 18 staðar geymdur vöndur í horni. — — Krökkunum var að því meiri léttir og fagnaðarefni held- ur en nokkrum öðrum þegar jólahelgin gekk í garð og ljósin voru kveikt og allir meinvættir völdum sviptir; jafnvel vöndur- inn.------ Blessað hangikétið — „Blessað hangikétið. Allir eiga rif um jólin!“ var haft eftir um- renningi einum.--------- Það tíðkaðist víðast hvar í sveitum að svo ríflega var hverj- um manni skammtað hangikjöt- ið á aðfangadagskvöld, að þeim hófsömustu tókst að láta skammt inn endast fram á þrettándann. Geymdu þeir hangikjötsdiskinn á hillu fyrir ofan rúmið sitt og fengu sér bita við og við milli máltíða, og gáfu þeim bragð, er heimsóttu þá um jólin. Um laufa brauðið var sama að segja. Sjálfsagt þótti, að einhver heimilismanna brigði sér í kaup- staðinn fyrir jólin, væri þangað ekki því lengri leið að fara. Var þangað sóttur ýmiss konar smá- varningur, sem til hátíðarinnar þurfti. — og margir töldu nauð- syn mestu að fá sér á jólapel- ann. Oft lentu menn í hrakning- um í slíkum ferðum, því dagur var skammur, jörð venjulega öll snævi hulin og hríðarveður tíð. Fyrir kom að menn yrðu úti í slíkum ferðum, einkum á heið- um og fjallvegum. Og annríki heimilisfólks, eink- um húsmóður og vinnukvenna, jókst stöðugt eftir því sem á leið jólaföstuna. Sagnir eru til um það, að sumar konur hafi þá not- að „vökustaura“ til þess að þær héldu sér lengur vakandi, því að oft var þá setið við tóvinnuna og saumana lengi nætur. Síðasta föstuvikan dró nafn af þessu og kallaðist „staurvikan". En „staur biti“ var aukabiti sá nefndur, sem hugulsamar húsmæður réttu hjúum sínum í vökubætur. Sjálfsagt þótti að allir klædd- ust hreinum flíkum, yzt sem innst um hátíðina. Var því stór- Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Phone 926 784 HÁLLGRIMSON FISHERIES 704 Mclntyre Building WINNIPEG MANITOBA Greetings and best wishes for an enjoyable Yuletide and a very happy and most prosperous New Year To our ICELANDIC FRIENDS þvottur á hverju heimili í síð- ustu viku fyrir jól. Ekki áttu all- ir margar flíkur til skiptanna í þann tíð, og kom sér því betur að þvotturinn þornaði fljótt. Var og trú manna, að guð tæki tiliit til þessa og léti jafnan koma þurrk fyrir jólin. Var það nefnd- ur fátækraþurrkur. Kátt er um jólin — Um sexleytið á aðfangadag hófst jólahelgin. Þá voru allir búnir að þvo sér og greiða og komnir í hátíðafötin. Sums stað- ar var sá siður, að konur mjólk- uðu kýr klukkan sex það kvöld, því að ekkert verk mátti vinna eftir að jólahelgin hófst. Jóla- helginni var fagnað með því að kveikt var á kertum, jólalestur- inn lesinn, en að honum loknum borinn inn hátíðarmaturinn, — magáll, bjúga, laufabrauð og ýmislegt annað sælgæti. Seinna um kvöldið var öllum borið sætt kaffi og lummur. Ekki þótti tilhlýðilegt að taka í spil eða hafa annan gleðskap um hönd á jólanótt, og fæstir brögðuðu vín það kvöld, þótt vel birgir væru. Færu menn að spila þá nótt, áttu þeir á hættu að ó- kunnur maður bættist í hópinn og var það kölski. Varast bar og blót, formælingar og rifrildi þá Læknir: Það, sem að yður gengur er hjartatruflum, lík- legast angina.” Stúdent: „Vel getið, læknir, —það er bara það, að hún heitir Angela.“ Flutt til Bandaríkjanna Frú Alma og séra Bjarni A. Bjarnason Tilhlýðilegt mun að geta þess enda þótt það sé áður kunnugt, að einn af kennimönnum vorum, séra Bjarnx Archibald Bjarnason, fyrrum prestur í norður Nýja-íslandi, að Arborg, hefir nú sagt því embætti lausu, og gerst prestur á heimatrúboðssvæði United Lutheran Church, og á nú heima að 2521, 6th Avenue í borginni Pueblo, í Colerado ríki. Hóf hann þar starf með byrjun nóvember mánaðar. Séra Bjarni er fæddur 6. febrúar 1905 í Winnipeg For- eldrar hans voru þau séra Jóhann Bjarnason, sem lengi var prestur í Arborg, og Helga Jósefsdóttir, kona hans. Séra Bjarni var alinn upp að mestu í Nýja-íslandi, en æðri skóla- menntun sína hlaut hann í Winnipeg, Seattle, og Minne- apolis. Hann tók prestsvígslu á kirkjuþingi í Selkirk, 24. júní 1934. Hlotnaðist honum þá sá óvenjulegi og sérstæði heiður að vera kallaður sem prestur til átthaga sinna, Nýja- Islands, og var hann nokkur ár þjónandi prestur í Gimli prestakalli. Síðar varð hann eftirmaður föður síns í Arborg. Sýnir þetta bæði hið mikla traust, sem jafnaldrar hans og leikbræður, sem þá voru teknir við safnaðarforráðum í prestakallinu, báru til hans, og ennfremur vinsældir fjöl- skyldu séra Jóhanns. Söfnuðina mun heldur ekki hafa iðrað þess að hafa valið séra Bjarna fyrir prest. Vinsældir þeirra hjóna voru miklar og fóru sí-vaxandi. Skömmu áður en þau lögðu af stað frá Arborg, hélt prestakallið þeim afar fjölmennt sam- sæti, og sæmdi þau rausnarlegum gjöfum. Séra Bjarni gat sér hinn bezta orðstýr sem prestur og embættismaður í kirkjufélagi voru, enda er hann manna samvizkusamastur, og mjög nákvæmur í allri embættis- færslu sinni. í ræðum sínum er hann rökfastur og ákveðinn málafylgjumaður sem faðir hans, og laus við allan undan- slátt. Einkum er hann óvenjulega fær og reglusamur skrif- stofumaður, enda sérmenntaður í þeirri grein. Kom þetta einkar vel í ljós í afgreiðslu hans allri sem skrifari kirkju- félagsins, og heimatrúbaðsnefndar þess, en bæði þau em- bætti hafði hann á hendi í nokkur ár. Þá hefir og kona séra Bjarna, Alma Olson, ættuð frá Gimli, mjög stuðlað að vinsældum manns síns, og farsæld hans í prestsstarfinu. En hún er að allra dómi hin ágætasta kona, ljúflynd og háttprúð. Þau hjón eiga tvo sonu, Bryan og Warren, báða á unga aldri. Það er mikil eftirsjá að séra Bjarna, og fjölskyldu hans, úr hinum fámenna hópi kennimanna vorra. En hvorki hon- um né söfnuðunum í Nýja-lslandi var framtíðardvöl þeirra þar í sjálfsvald sett. Báðir aðilar myndu hafa óskað lengri samvinnu en raun varð á. En heilsu prestsins var þann veg farið að hann varð, að læknisráði, að leita í þurrara og hlýrra loftslag en kostur er á í Manitoba. Hinir mörgu vinir þeirra hjóna, norður hér, hafa kvatt þau með söknuði og eftirsjá, en óska þess að hið nýja um- hverfi megi hafa heillavænleg áhrif á heilsu séra Bjarna, og að vinnudagur hans í víngarði Drottins megi verða langur og gifturíkur. V. J. E. nótt, því kölski átti til að láta sjá sig, ef menn urðú ósáttir. Sagnir herma, að í sumum sveit- um hafi menn stofnað til jóia- gleði, safnazt saman til drykkju á sjálfa jólanótt, og hófst sá sið- ur eftir að messu söngur þá nótt var afnuminn með lögum. Gerð- ust margir atburðir í sambandi við þær skemmtanir, er sanna þóttu, að myrkrahöfðinginn væri þeim hlynntur frekar en hitt, enda fór svo, að þær lögðust nið- ur með öllu. —Alþhl. (g•€>«>£!« seietc «!eí«s«<c,e **•«««<*<«!€<*<«!«*«!*'<« § § Megi hótíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. WILLIAM B. MIGIE CHEMIST Migie's Beverley Drugs 789 PORTAGE AVENUE WINNIPEG Phone 37 772 i»i«<e<e<e!«!e!«tete!e!g!«!e!€!«!*!e!«!*<g<«!g!*!g!*!g!C!«!*!«t«!e!«t*!«<e!C<e!*!e!g!e!e!*!*<e!e<s!*!*<«'9 I § UM JÓLIN verða allir eitt! Heat Waves Roll From Foothills Coal Windatt Coal Co. Ltd. Sales Office — 506 Paris Building, Winnipeg MR. JÓN ÓLAFSSON, umboCsmatSur Hcima sími 37 340 Skrifstofu- simi »27404 odvantages of a holiday at the Empress Hotel in Evergreen Victoria . ..and say goodbye to winter O weariness. The Empress Hotel stands in an acre of gardens. Close at hand there’s year- round golf . .. tennis, riding ... swimming in the warmed sea-water of the Crystal Garden pool. 0 winter blues” in an r\ " otmosphere of warra, • ■' sunny days ond mild Pacific breezes. \~ttj Enjoy your favourite ” outdoor sports every day. Tr - ‘ . Experience graclous y » C living at the ivy-dad — Empress Hotel . . . famous for Old English Hospitality. Fine food and traditional Canadian Pacific service. Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. ,N'S ELECTRIC L1 ELECTRICAL APPLIANCES Winnipeg, Manitoba 636 Sargent Avenue Low winter rates in effect until March 31st. For resrrvations or further information, ivrite The Managcr, Empress Hotel, Victoria, B.C. or your nearest Canadian Pacific Office. ROYAl ALEXANDRA WMNIPia, MAH Canadian Pacific’s three Prairie Hotels also offei warm hospitality and fine accommodation for travellers. HOm PALLISII CA10ASV, AUA. Gmuíj&Juom Gaci^ic

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.