Lögberg - 22.03.1951, Side 3

Lögberg - 22.03.1951, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1951 3 Hann só að sér eftir 20 éra ritstjórn brezka kommúnistablaðsins „Daily Worker" Athyglisverð bók þekkts kommúnista. LONDON — Við höfum séð ríki Austur-Evrópu verða kommún- ismanum að bráð hvert af öðru. Þó hefir margur maðurinn hugg- að sig við það og gerir enn, að „þetta gæti ekki hent hér“. í bók, sem Douglas Hyde, fyrrum fréttastjóri brezka kommúnista- blasins „Daily Worker“, hefir nýgefið út, verður séð, hve al- röng þessi hugmynd er og hugg- unin haldlaus. Bók þessi er fyrst og fremst viðvörun til allra manna, sem kjósa vestrænt lýðræði og kjör. Hér kveður maður sér hljóðs, sem veit hvað hann syngur. — Hann var í hópi forvígismanna brezka kommúnistaflokksins um 20 ára skeið, og hefir því komið þekkingin frá fyrstu hendi, svo að ekkert getur verið málum blandað. Hyde segir hiklaust, að komm únistar um heim allan væri skyldaðir til að styðja Rússa, ef drægi til þriðju heimsstyrjald- arinnar milli austurs og vesturs. „Það gefur auga leið, að stefna kommúnista mundi verða horn- reka margra kynslóða, ef Rúss- ar lytu í lægra haldi í því stríði. Þess vegna yrði að verja Rúss- land, vöggu kommúnismans, hvað sem það kostaði". Og Hyde heldur áfram: „Með því að vinna Rússlandi út í æsar og á hvern þann hátt, sem verða má berst brezki kommúnistinn fyrir betra Bretlandi, franski komm- únistinn fyrir betra Frakklandi og íslenzki kommúnistinn fyrir betra íslandi. 1 sínum augum °g fyrir flokknum þykist hann vera meiri ættjarðarvinur en nokkur annar. Rússland verður að drottna, hvað sem það kost- ar, og allt, blátt áfram allt er leyfilegt, sem miðar að því marki“. Sagt er frá njósnarstarfi kommúnista, sem komst í þjón- ustu brezka hermálaráðuneyt isins á stríðsárunum. Og Hyde knýtir þessari við- vörun aftan við: „1 Bretlandi hefir Rússland 40 þús. manns, sem þannig mundu taka að sér ojósnir og milljónir að auki út um allan heim“. Satt að segja hafa þess háttar „laumukommúnistar“ verið í flestum ráðuneytum og stjórn- ar skrifstofum, við öll veiga- mestu blöðin og fréttastofurnar °g jafnvel í hernum. Á öndverðu ári 1948 vakti Hyde á sér mikla athygli og um- tal með því að segja lausri stöðu sinni við „Daily Worker“, lýsti vanþóknun sinni á kommúnista- stefnunni og ganga kaþólsku kirkjunni á hönd. Þetta þótti uiiklum tíðindum sæta, þar eð hann var þá í hópi forsprakka kommúnista. Sjálfsævisögu sína kallar huun: „Ég trúði“. í henni segir hann frá því, hvernig hann varð kommúnisti 1928, frá 20 ára þrot- lausU starfi í þágu „málstaðar- lns“. frá efasemdunum og fimm ^ra baráttu, sem lyktaði svo, að ar>n snerist til kaþólskrar trú- ar- Hafði hann áður háð langa °g miskunnarlausa baráttu við Pau trúarbrögð. En það gætir engrar úlfúðar 1 ékinni. Þar segir frá af hrein- skilni og höfundinum í engu' þyrmt, meðan flett er ofan af kommúnistastefnunni, svo að sannleikurinn stendur nakinn eftir. Bókin bregður upp ófrýnileg- um myndum fyrir þeim, sem vilja styðja vestrænt lýðræði. Hún sýnir, svo að ekki verður um villst, að það, sem gerðist í Tékkóslóvakíu gæti ekki aðeins gerst í hvaða landi V.-Evrópu sem væri, heldur mun það ger- ast nema óskeikular, öflugar ráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir það. Hyde segir frá starfi komm- únistaflokksins á kyrrlátan hátt og hlutlægnislaust. Hann er ekki áhorfandi, heldur einn þeirra, sem unnu að sköpun hans og stjórn. Hann lýsir því, hvernig hann komst inn í flokkinn, með- an hann stundaði guðfræðinám, og hvernig hann varð guðleys- ingi seinna meir. Hann segir frá því, er Hitler kvað öflugan kommúnistaflokk Þýzkalands í kútinn. Þá breyttu leiðtogarnir um bardagaaðferð, þótt eðlið væri samt við sig. Ó- sigurinn í Þýzkalandi var rot- högg þá, því kommúnistar víða um heim héldu, að Sovét-Þýzka- land væri skammt undan. „Eftir sigur nazista voru þær bækur, sem sögðu hreinskilnis- lega frá starfi okkar, eins og Stafróf kommúnismans, teknar af markaðinum og ónýttar. í bókaverzlunum flokksins voru þær bækur, sem við töldum áður „sígildar“ tættar sundur eða brenndar þúsundum saman. Þarna voru vettlingatökin ekki á ferðinni, en samt var þetta allt til málamynda gert, því að ekki var horfið frá neinu grundvallai;atriði. í raun og sannleika var ekki annað gert en leggja nokkur þeirra til hlið- ar til geymslu á köldum stað og finna nýjar aðferðir til að matreiða hitt. Enn í dag er sömu brögðum beitt. Og í millitíðinni hefir tækni þeirra tekið miklum fram förum. Þannig ber almennur á- róður þeirra engan svip mark- miðsins hvorki eins og það er skýrt í handbókum þeirra né kennt í námsflokkum þeirra. I reyndinni hefir kommúnista stefnan orðið fimbul-lygi, stefna sem slær ryki í augu fólksins af ásetningi. Andstæður. Þá kemur hann að andstæðun- um, kristindómi og kommún- isma, og segir svo að lokum: „Á h r i f efnishyggju-manna Marxismans á hugi manna eru bannvænni" en nokkurt annað afl í heiminum. Það er ekki þor- andi að sleppa heiminum við þá. Kommúnistar verða því ógeð- feldari sem þeir nálgast meir Marxismann. Þessi nýi maður, sem gengið hefir Marxismanum á vald er ægilegur. Því meir sem Marxisminn kemur til framkvæmda því verr fellur fólkinu við hann, svo eftir því sem tímar líða fram hlýtur kommúnistastjórn að eiga líf sitt komið undir fölskum áróðri, oflofi, sem hlaðið er á forsprakk- ana og okun leyndri og ljósri. Andstæða þessa er kristin- dómurinn. Því meir sem hann er iðkaður því meir laðar hann. Trú kristins manns á það yfir- skilvitlega, er fögur og gerir markmið hans eftirsóknarvert“. Skilyrðislaus hlýðni. Viðvaranir Hydes við komm- únistahættunni eru mun veiga- meiri en ella vegna þess, að hann segir allt af létta hvort sem hann á sjálfur í hlut eða þeir, sem eitt sinn voru starfs- bræður hans. Eftir að hann snerist til ka- þólskrar trúar hefir hann strengt þess heit að snúa eins mörgum til kristni á 10 árum og hann sneri til kommúnisma í 20 ára starfi sínu í þágu þeirr- ar stefnu. Hann ritar um fyrri félaga sína alveg hlutlægt, ástríðulaust og haturslauát. Hann bregður upp mynd af miskunnarlausri flokksvél, sem svelgir mennina í sig. Þeir eru engu fremur kommúnistar í eðli sínu en líka hugsjónamenn, vísindamenn og aðrir gáfumenn, þeir beztu, sem mannkynið elur. En flokksvélin krefst af fórnardýrum sínum skylyrðislausrar hlýðni og al- gerrar fórnar, sem hvergi nem- ur staðar fyrr en við takmarjdð. —Mbl. 16. febr. Business and Professional Cards Minnisvarði yfir íslenzka hestinn á að verða stórbrotið lístaverk Fákur undirbýr skeiðvöll í Laugadalnurn. Hestamannafélagið F á k u r efnir á næstunni til allsherj- ar fjársöfnunar til þess að reisa íslenzka hestinum veg- legan minnisvarða, sem að sjálfsögðu verður reistur hér í Reykjavík. Þegar hefir félagið stofnað sjóð í þessu skyni, sem nefnist „Minnisvarðasjóður Fáks“. Hefir sjóðurinn síðan aukizt nokkuð, aðallega með frjálsum framlögum félagsmanna og ann- arra, er vildu minnast hesta Á fimmta hundrað skróðir atvinnulausir í Reykjavík með 391 barn á framfæri Langhæsta tala atvinnuleysingja, er skráð hefir verið síðan fyrir stríð. Við atvinnuleysisskráninguna í Reykjavík, sem fór fram fyrstu þrjá daga mánaðarins, létu skrá sig samtals 418 atvinnulausir. Þar af eru 107 kvæntir með samtals 354 börn á framfæri sínu og 211 ókvæntir með 37 börn á framfæri, — samtals 391 barn. — Til samanburðar skal þess getið, að við atvinnuleysisskráninguna í Reykjavík fyrir þremur mánuðum létu skrá sig 251 atvinnuleysingi og í febrúar í fyrravetur, fyrir réttu ári, 221. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá ráðning- arskrifstofu Reykjavíkurbæjar, létu 284 verkamenn skrá sig, 54 vörubílstjórar, 40 sjómenn, 15 trésmiðir, 10 múrarar, 3 vélstjór- ar, 1 garðyrkjumaður, 1 loft- skeytamaður, 1 netjagerðamað- ur, 1 prentari, 1 rafvirki, 1 rör- lagningamaður, 1 skrifstofumað- ur og einn verkstjóri. Af verkamönnum eru 125 kvæntir með samtals 197 börn á framfæri. 195 eru ókvæntir með 33 börn á framfæri. Af vörubílstjórunum eru 46 kvænt ir með 97 börn á framfæri og 8 ókvæntir með 2 börn á fram- færi. Af sjómönnum eru 17 kaupendur lögbergs Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. björn guðmundsson BARUGATA 22 REYKJAVÍK kvæntir með 30 börn á fram- færi, 23 eru ógiftir með 2 börn á framfæri. Af trésmiðunum eru 8 giftir með 12 börn á framfæri, af múrurunum eru 8 giftir með 8 börn á framfæri, af vélstjór- unum eru 2 giftir með 3 börn á framfæri. Af hinum stéttun- um eru flestir ógiftir og barn- lausir nema rörlagningamaður- inn, hann er giftur með 7 börn á framfæri. Er þetta langhæsta tala at- vinnulausra, sem skráð hefir verið í Reykjavík frá því fyrir stríð, og er þó engan veginn sannað, að allir hafi mætt til skráningar, sem atvinnulausir hafa verið að undanförnu. Með al annars má geta þess, að nú í nokkra daga, einmitt meðan atvinnuleysisskráningin s t ó ð yfir, hefir verið óvenju mikil vinna við að moka snjó af göt- unum, en við það hafa unnið á þriðja hundrað manns, og ekki er vitað, hvað við tekur hjá þeim öllum, þegar snjómokstr- inum linnir. Loks má geta þess, að hjá vinnumiðlunarskrifstofunni eru nú skráðir 113 atvinnuleysingj- ar. Af þeim eru 49 kvæntir með samtals 83 börn á framfæri. -Alþbl. 6. febr. sinna. 1 sambandi við fjársöfn- un þessa er mönnum gefinn kostur á að fá skráða lýsingu af hestum sínum og annað, er þeim þykir máli skipta, í sérstaka bók. Bók þessi er í vörzlu sjóðsstjórn- ar. í árslok 1949 hafði sjóðnum áskotnast um 4000 krónur. Fyrsta sporið í átt til fram- kvæmda þessa máls er að efna til hugmyndasamkeppni um hinn væntanlega minnisvarða, þegar sjóðnum hefir vaxið fisk- ur um hrygg og telur sér fært að hefjast handa. L i g g u r Fáksmönnum það mjög á hjarta að hér verði í engu rasað um ráð fram, heldur verði málið undirbúið sem gaumgæfilegast og að minnis- varðinn geti orðið stórbrotið og fagurt listaverk, er sýni sem bezt gildi hestsins í lífi og starfi þjóðarinnar, og það sem hann hefir verið henni sem félagi og förunautur. Vænta félagsmenn mikils af hinni fyrirhuguðu fjársöfnun og treysta því að allir hestavinir á landinu og ljái máli þessu sem mest og bezt lið. Hestamannafélagið Fákur hef ír á undanförnum árum sýnt mikil framtak varðandi allt sem lýtur að hestamennsku og hesta- íþróttum. Einn aðalþátturinn í starfsemi félagsins hafa hinar árlegu veðreiðar verið, sem jafn- an eru haldnar á skeiðvellin um við Elliðaár. Aðstaða þar hefir hinsvegar verið slæm og félagið því lengi haft hug á full- komnari skeiðvelli. Var eitt sinn ráðgert að félagið fengi skeið- völl á hinu fyrirhugaða íþrótta svæði við Öskjuhfíð. Með bygg- ingu flugvallarins fór sú ráða- gerð út um þúfur, en nú hefir skeiðvelli verið ætlaður staður í Laugardalnum og tengja hesta menn miklar vonir við það. Mun félagið vinna eftir föngum að undirbúningi og framkvæmd máls þessa. Þá má og geta þess að borgarstjóri hefir sýnt á því mikinn áhuga, skilning og vel- vilja. Eitt hið mesta framtak Fáks- manna að undanförnu er út- gáfa „Fáks“, hins myndarlega rits, sem gefið var út í tilefni 25 ára starfsemi félagsins, en fjallar m. a. um kappreiðar og afburðahesta víðsvegar um land Ritið er nokkuð á 5. hundrað síður að stærð, prýtt fjölda mynda og naumast of djúpt í árinni tekið að þetta muni vera eitt mesta og veglegasta rit, sem nokkurt almennt félag hefir gefið út að undanförnu. —VÍSIR, 6. febr. PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Vi5tal»tími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut_ vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiSaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræöimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGB0R6 FUEL PHOME 2ISSI Offlce Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 8HERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um öt- farir. Allur ötbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfml 27 324 Heimilis talsíml 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK HETAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, sfmið til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg JUst North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 34 431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506. SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum 209 Medtcal Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 923 815 Heimasími 403 794 MDOSliii JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Streeit Telephone 725 448 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C.Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Coxnmerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Office 929 349 Res. 403 288 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIFEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. I>ir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BL.K, Sími 925 227

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.