Lögberg - 22.03.1951, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1951
lögbftg
Gefl8 út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Bórgist fyrirfram
The ‘'Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as-Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Prúður og glöggskygn forustumaður
Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, varð sjö-
tugur þann 22. febrúar síðastliðinn, og var í tilefni af
þeim merka áfanga í ævi hans, hyltur alment af þjóð
sinni; enda mun það ekki ofmælt, að hann, sakir ljúf-
mensku sinnar, glöggskygni og ráðhollustu, njóti ó-
skiptst traust þjóðar sinnar allrar; hanji tók við valda-
forustu undir erfiðum aðstæðum, varð ríkisstjóri, er
konungi íslands og Danmerkur reyndist það um megn
vegna hernáms Danmerkur að stjórna íslandi, og var
hann í einu hljóði af hálfu Alþingis kjörinn fyrsti forseti
hins endurborna lýðveldis 17. júní 1944, en eftir það
þjóðkjörinn forseti gagnsóknarlaust; fjölment, erlent
setulið hafði aðsetur í landinu í stjórnartíð hans, en
slíkt olli, af skiljanlegum ástæðum, engu smáræðis um-
róti í hegðun og hugsunarhætti þjóðarinnar; en þá sem
oftar kom fram í fari Sveins forseta það aðdáanlega
jafnvægi, sem einkent hefir fjölþætt ævistarf hans frá
fyrstu tíð og skapað með þjóð hans örugga kjölfestu.
Sveinn forseti er fæddur í Reykjavík og voru for-
eldrar hans hin þjóðkunnu hjón, Björn Jónsson, um
langt skeið ritstjóri ísafoldar, mestur blaðamaður, sem
ísland hefir alið, síðar ráðherra, og Elizabet Sveins-
dóttir, systir Hallgríms biskups. Sveinn útskrifaðist
ungur úr Latínuskólanum, sigldi þá brátt til Danmerk-
ur og lauk embættisprófi í lögum við Kaupmannahafn-
arháskóla; hann var ágætur námsmaður og skyldu-
rækinn að sama skapi; að loknu háskólanámi, hvarf
hinn ungi lögfræðingur til íslands, setti á fót lögmanns-
skrifstofu í Reykjavík og gerðist málaflutningsmaður
við hæztarétt landsins; varð hann þegar hlaðinn störf-
um, því öllum var Ijóst, að þar, sem hann var á ferð
var maður á ferð, sem ávalt mátti treysta.
Sveinn forseti tók ungur giftudrjúgan þátt í bar-
áttunni fyrir stjórnarfarslegu alfrelsi íslenzku þjóðar-
innar; hann lét sér manna annast um það, að jafnvel
þó stundum lægi við suðu upp úr stjórnmálapottinum,
að beitt væri aðeins drengilegum vopnum; aðrar að-
i'erðir taldi hann ómannsæmandi; um þetta er mér per-
sónulega kunnugt vegna náins samstarfs við hann á
"TWELFTH NIGHT" AT MIDDLE TEMPLE
350 Years Since Original Performance in Same Hall
Exactly 350 years since Shakespeare’s own company first
acted “Twelfth Night” in the Middle Hall Temple, in the City
of London, the play was performed again in the same Hall.
The Queen was present.
This is a scene during the rehearsal of the play, which
was produced by actor-manager Donald Wolfit. Shakespeare’s
plays will feature prominently among the attractions planned
for Festival year, starting with the opening of the Stratford-
on-Avon season in March.
íslenzkir sjómenn sýna glímu
Frakklandi
i
Gullfoss hefir farið 8 ferðir milli
Bordeaux og Casablanca.
Fyrir nokkru sýndu tveir
skipverjar af m.s. Gullfossi
íslenzka glímu fyrir íþrótta-
félag eitt í Bordeaux í
Frakklandi.
Sjö hundruð Kalmúkkar í
búðum í Þýzkalandi
Enginn vill veiía elskulegu fólki landvislarleyfi af því,
að það er frá Asíu.
783 Kalmúkkar, síðustu leifar mongólsks þjóðflokks, sern
öldum saman hefir barizt fyrir sjálfstæði sínu og hrakizt
land úr landi, eru nú í Þýzkalandi. Þeir hafa hvergi ríkis-
borgararétt, og sá skilningur, að allir menn séu jafnir,
hvað sem líður litarhætti og trúarbrögðum, er ekki runn-
inn hvítum mönnum betur í blóðið en svo, að ekkert hinna
vestrænu ríkja hefir viljað veita þessu fólki landvistar-
leyfi, sökum þess, að það er mongólskt og Buddhatrúar.
Svo sem menn vita hefir Gull-
foss verið í siglingum milli
Bordeaux og Casablanca í N.-
Afríku á vegum stærsta skipa-
félags Frakka. Hefir Vísir haft
spurnir af skipi og skipverjum
nýlega og er allt gott af hvorum
tveggja að frétta. Heilsufar skip-
verja hefir verið gott og veður
jafnan hið bezta, svo að Gull-
foss hefir aðeins einu sinni feng-
ið stormbrælu á ferð um Biskaja
flóa, en annars er hann talinn
hið versta veðravíti og oft illt í
sjóinn þar. Skipið hefir jafnan
verið fullt af farþegum til Casa-
blanca en færri hina leiðina. Að-
alflutningurinn til Afríku er
iðnaðarvörur, en til Frakklands
eru aftur fluttir ávextir. Sigl-
ingaleiðin er um 1000 mílur og
fer Gullfoss hana á 60 klst. eða
með rúmlega 16 mílna hraða á
klst.
Hann fór í gærkveldi kl. 20 eftir
frönskum tíma frá Casablanca
til Frakklands, en er væntanleg-
ur til Bordeaux á sunnudaginn
kl. 15.00, einnig eftir frönskum
tíma. Þaðan fer hann svo aftur
á miðvikudag kl. 18.00.
Gullfoss hefir, þegar hann
kemur til Bordeaux á sunnu-
dag, farið átta ferðir fram og
aftur milli Frakklands og N.-
Afríku og á aðrar átta ferðir
eftir. Hann á að koma til Bor-
deaux í síðasta sinn 6.—7. maí
næstkomandi.
—VÍSIR, 9. febr.
600 af þessum Kalmúkkum
búa í einu litlu braggahverfi í
Ingolstadt í Bæjaralandi. Senni-
lega verða þeir að hírast þar
framvegis í hálfgildings fanga-
búðum, því að enginn fæst til
þeim árum; við vorum nálega jafnaldrar, eða sex mán- | þess að veita þessu fólki tæki-
uði á sama árinu; ég á vináttu hans margt og mikið
að þakka; og gleymi seint ástúð hans, er fundum okk-
ar bar saman í New York, er hann kom til Bandaríkj
anna í boði Roosevelts forseta, né heldur viðtökunum
á Bessastöðum um sumarið 1946, er við gengum um
grundir hins fornfræga höfuðbóls og spjölluðum sam-
an um nýsköpun íslands og gamla daga.
Sveinn forseti er gæfumaður; hann er kvæntur
mikiihæfri ágætis konu, frú Georgíu af dönskum ætt-
um, sem tekið hefir miklu ástfóstri við ísland og ís-
lenzku þjóðina.
Sveinn forseti á langan og merkan starfsferil að
baki; hann var einn af hvatamönnunum að stofnun
Eimskipafélags íslands og fyrsti forseti félagsstjórn-
arinnar; hann kom snemma auga á það, hve óumflýjan-
legt væri, að ísland eignaðist sín eigin samgöngutæki,
er haldið gætu uppi samgöngum landa á milli og eins
umhverfis landið, og hann gat í þeim efnum vissulega
tekið undir með Hannesi Hafstein:
Sé ég í anda knör og vagna knúða
krafti, sem vanst úr fossa þinna úða,
stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða,
stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða.
Þannig hafa vormenn íslands jafnan hugsað, og
þá ekki sízt þeir, er upp úr aldamótunum hófu hina
sigurvekjandi þjóðfrelsisbaráttu, er lauk með lýðveld-
istökunni 1944.
Um tuttugu ára skeið gegndi Sveinn forseti sendi-
herra embætti í Danmörku fyrir íslapds hönd við góðan
orðstír og mikinn; leysti hann á því tímabili hin mikil-
vægustu trúnaðarstörf af hendi í þágu þjóðar sinnar
varðandi milliríkjasamninga og verzlunarmál, og
reyndist hann þá jafnan hinn hollasti ráðunautur.
Sveinn forseti er heitur trúmaður, þó laus sé hann
að öllu við öfgar; honum er ant um að íslenzka þjóðin
verði ávalt kristin menningarþjóð, er uni glöð við sitt
og bregðist eigi skyldum sínum við náungann.
Ég fann snemma til þess, að Sveinn forseti væri á
unga aldri fyrirmynd annara og ég hefi sannfærst um
það, að hann sem fulltíðamaður og þjóðhöfðingi, væri
það ekki síður.
Um leið og ég bið Sveini forseta og fjölskyldu hans
blessunar guðs í tilefni af afmælinu, endurtek ég þakk-
ir mínar til hans vegna langvarandi ástúðar, og þakka
honum einnig mörg og fögur bréf úr fjarlægðinni, sem
hafa hlýjað mér um hjai’tarætur.
færi til þess að gerast borgarar
í nýju þjóðfélagi.
Æðrulaust fólk og löghlýðið.
Foringi þessa útskúfaða en
mannvænlega hóps heitir dr.
Stephanow. Hann býr með konu
sinni í þröngu skúmaskoti í
braggahverfinu í Ingolstadt, og
stjórnar þaðan fólki sínu og hef-
ir samband við þá Kalmúkka,
sem annars staðar eru. En fólk
hans er æðrulaust og löghlýðið,
og fer fúslega að fyrirmælum
foringja síns, svo lengi sem það
fær að vera í friði með trú sína
og þjóðlega siði.
Upprunalega frá Veslur-
Mangólíu.
Sjálfur er dr. Stefanow hæg-
látur maður og kyrrlátur. Þrátt
fyrir raunir þjóðflokks hans fer
ekki eitt gremjuyrði yfir vafir
hans, og aldrei bólar á neinni
vanstillingu. Hann segir sögu
fólks síns á þessa leið:
Kalmúkkarnir eru ættaðir
frá Vestur-Mongólíu. Á sjöundu
öld áttum við í ófriði við Kín-
verja. Sá ófriður stóð í 55 ár, og
loks voru Kalmúkkarnir yfir-
bugaðir. Leifar þjóðflokksins
héldu þá brott úr hinu forna
landi sínu vestur á bóginn. Síð-
an hefir leiðin alltaf legið vest-
ur á bóginn.
Ísabroí á Volgu.
Árið 1627 komu Kalmúkkarn-
ir að Volgu, og þar bjuggu þeir
í friði og sátt við landsmenn til
1771. Þá setti Katrín önnur þeim
harða kosti. Þjóðflokkurinn bjó
á báðum bökkum Volgu, og kaus
heldur að yfirgefa landið en
sætta sig við afarkostum drottn-
ingar. En nóttina áður en haldið
skyldi brott brotnaði ísinn á
Volgu, og þeir, sem bjuggu á
vesturbakkanum, komust ekki
burt. Langflestir bjuggu þó
austan árinnar, og þeir héldu
aftur austur á bóginn. Af þrjú
hundruð þúsundum, sem lögðu
af stað, komust þó aðeins 55 þús-
und til Sínkíang.
100 þúsund urðu eftir í Rúss-
landi. Orðið „kaimúk“ er tatara-
mál og þýðir „leifar þjóðarinn-
ar“ Það talar sínu máli. Við urð-
um að ganga undir það ok, sem
Rússar lögðu á okkur.
Napóleon, bolsévikkar
og nazistar.
Seinna börðumst við gegn
Napóleon, er hann gerði her-
för sína inn í Rússland. Fyrir
frammistöðuna í þeirri viður-
eign, var okkur heitið skattfrelsi
um aldur og ævi. Síðan lifðum
við farsællega í Rússlandi — þar
til byltingin var gerð 1917. Við
drógumst inn í hana, og börð-
umst í þrjú ár gegn bolsévikk-
um. Þegar þeirri viðureign lauk,
lifðu aðeins 5000 Kalmúkkar. —
Þeir forðuðu sér inn í Tyrkland,
en dreifðust þaðan um Búlgaríu,
Grikkland, Tékkóslóvakíu og
Frakkland.
Svo kom heimsstyrjöldin
seinni. Þjóðverjar hernámu lönd
in, og þorri Kalmúkkanna var
fluttur til Þýzkalands til nauð-
ungarvinnu. — Þegar Rússar
komu inn í Þýzkaland, flúðu
þeir, sem eftir lifðu enn vestur
á bóginn. Nú eru aðeins fá hundr
uð okkar á lífi. 600 eru í Ing-
oldstadt, 138 í öðrum flótta-
Glímusýningin.
En svo að aftur sé horfið að
upphafi þessa máls, þá er for-
saga þess sú, að á skipinu er
f , q r»p
franskur lestarstjori, sem er a-
hugasamur glímumaður (wrestl-
ing og judo), enda meistari 1
þeirri íþrótt. Þegar hann varð
þess áskynja, að meðal skipverja
væru menn, er kunnu nokkuð
fyrir sér í glímu, fór hann þess
á leit við þá, að þeir sýndu
þessa þjóðaríþrótt Islendinga
fyrir íþróttafélag hans.
Meðal skipverja voru tveir,
sem höfðu iðkað glímu á vegum
KR, Rögnvaldur Gunnlaugsson,
sem er kunnur glímumaður, og
Ásmundur Sigurjónsson. Urðu
þeir fúslega við beiðni Frakkans
og fór sýningin fram í fimleika-
sal lögreglunnar í Bordeaux að
viðstöddum fjölmörgum áhorf-
endum. Þar áttu þeir félagar
síðan tal við franskan glímusér-
fræðing, sem skrifaði grein um
íslenzku glímuna í blaðið
„Sud-ouest“ undir fyrirsögninni:
„Kemur glíma í stað judo?“, en
judo er japönsk glíma.
Mjög hrifinn af glímunni.
Höfundur greinarinnar er ber-
sýnilega mjög hrifinn af glím-
unni, svo sem sjá má á fyrir-
sögn þeirri, sem hann velur
grein sinni. Ver blaðið líka
meira en fjórðungi úr síðu til
að skýra hana og lýsa og mynd
er birt af þeim Rögnvaldi og
Ásmundi, en hún er því miður
of óskýr, til þess að hægt sé að
birta hana hér.
Hvar er Gullfoss nú?
Vandamenn skipverja á Gull-
fossi hafa sennilega nákvæmar
fregnir af ferðum hans, en fleiri
munu hafa gaman af að vita,
hvar hann er staddur um þess-
mannabúðum í Þýzkalandi. 47 ar mundir og getur Vísir leyst
úr því, þar sem blaðinu hefir
borizt ferðaáætlun hans í vetur.
munu á lífi í Tékkóslóvakíu og
Júgóslóvakíu, 50 í Búlgaríu, 25 í
Austurríki, 12 í Englandi og að
minnsta kosti 560 í Frakklandi.
Óskir og neitun.
-— Við óskum einskis, nema
ofurlítils landskika einhvers
staðar í heiminum — annars
staðar en í kommúnistalöndun-
um, segir dr. Stefanow. Komm-
únisminn er andstæður lífsskoð-
un okkar, trú og heimspeki. Við
höfum samúð með öllum mönn-
um og þjóðum, við erum ekki
efnishyggjumenn, dauðarefsing
er glæpur að okkar áliti.
Hingað til hefir ekkert land
viljað taka við okkur. — Enginn
ber okkur á brýn, að við séum
ekki líklegir til þess að verða
góðir borgarar. En við erum
frá Asíu. Argentínumenn gáfu
okkur vonir í fyrrahaust, en
þær brugðust, er á reyndi. Við
áttum að byggja þar stóra raf-
stöð.
Mjög fríðir sýnum.
í Ingolstadt hafa Kalmúkk-
arnir gert sér musteri til helgi-
athafna. Það er mjög fagurlega
skreytt, því að Kalmúkkar eru
listfengir mjög. — Sjálft er
fólkið sérlega frítt sýnum, og
talið gott í sambúð, en heldur
þó fast við sína siði. Þeir eru
hreinlátir, og börnin þykja mjög
falleg.
Amerískur flóttamannafull-
trúi í Ingolstadt hefir sagt:
„Það talar sínu máli um lýð-
ræði okkar og bræðralag, að
ekkert land hefir viljað taka á
móti þessu fólki“.
—TÍMINN, 9. febr.
Icelanders Lead In
Billiard Competition
Icelanders have invaded the
Billiard Competitions and won.
We have heard of them in al-
most every sport as winning
competitors, but this time they
are established in the billiard
game.
The Western Legion entered
two teams in the Veterans Bil-
liard League. This week those
two teams cleaned up in their
respective divisions. W e s t o n
number one team won the Di-
eppe Division and Weston num-
ber two team won the Vimy
Division and the two top prizes
certain for their branch
when they play off for the first
and second place.
On Weston number one team
we have Njall Ofeigur Bardal
as team captain and Frank Hall-
dorson as a member of the same
team. Frank played in fine form
all season to greatly assist the
team to win.
On Weston number two team
we have Paul Bardal M. L. A.
and a man we can call a part
Icelander through having mar-
ried an Icelandic girl. His name
is Allan Curtis and he played a
very fine game for his team.
This is the first time in the
history of the league that one
club has placed two teams in
against one another in the play-
offs. The League has been going
strong for thirty years and it
wasn’t until the Icelanders got
really interested that old tra-
ditions were broken. In a league
comþosed of one hundred and
twenty of the best billiard play-
ers in Winnipeg, this is no mean
accomplishment, e s p e c i a 11 y
when it takes real skill to beat
some of the masters of the
game.
Other Icelanders in the league
who are acknowledged as hav-
ing skill with the cue are Joe
Johannesson the barber, Rand-
ver Sigurdson, also a barber,
Eric Goodman and a part Ice-
lander through marriage, Har-
old Czerwinski. They are all
key men on their respective
teams.
Each team has six players
and each competition has three
games under match rules with
r e f e r e e and score keeper.
Handicaps fluctuate with each
win or loss, up or down ten
points. A minimum high handi-
cap is plus seventy, that means
in a two hundred point game
the player only has to make
one hundred and thirty points
to win. There is no limit on low
handicaps and one player is
consistent in being two hundred
minus, having to make four
hundred points for game. Alter-
nating the players against the
best competitors is the duty of
the team captain who also keeps
the handicap record.
We could at this time place
an all Icelandic Canadian team
in the League Competition that
would command the respect of
every club in the city. If we
only had an Icelandic Club that
owned a billiard table that
could be used for home games.
N. O. Bardal