Lögberg - 22.03.1951, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1951
Úr borg og bygð
Malreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunK-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. A. MacÐonald
11 Regal Ave. St. Vital
Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock
9 St. Louis Road, St. Vital
Sími 209 078
eða til Columbia Press Limiied,
695 Sargent Ave.
Sími 21 804.
☆
Á miðvikudaginn 14. marz
urðu þau hjónin, Jón og Krist-
jana Kjartansson, Hecla, Mani-
toba, fyrir þeirri þungu sorg,
að missa eldri dóttur sína, Ben-
nettu Guðrúnu, 18 ára að aldri.
Hún var glæsileg stúlka og vel
gefin. Hún lézt á Almenna
sjúkrahúsinu hér i borg. Auk
föreldra sinna lætur hún eftir
sig fjóra bræður, Jóhannes,
Raymond, Oscar og Benedikt;
eina systur, Sylvíu, öll í heima-
húsum; ennfremur afa og ömm-
ur, Benedikt og Guðrúnu Kjart-
ansson og Jóhannes og Guðrúnu
Grímólfsson.
Jarðarförin fór fram á mið-
vikudaginn 21. marz, kl. 2 e. h.
frá kirkju Mikleyjarsafnaðar.
Séra Skúli Sigurgeirsson flutti
kveðjumál. Bardal’s hafði um-
sjón með útförinni.
Lögberg vottar foreldrum og
sifjaliði hinnar ungu, látnu
stúlku innilega samúð í hinum
þunga harmi þeirra.
☆
Lagt í blómsveig íslenzka land-
nemans frá Norður-Nýja-íslandi
Pioneer Memorial Fund
Sunrise Lutheran Camp.
In Memory of Sigurjón Sig-
urdson a beloved husband and
father $100.00 From Jóna Sig-
urdson and the children.
Received with sincerest thanks.
G. A. Erlendson, Treas.
Mrs. J. B. Skaptason 378
Maryland Street, biður þess get-
ið, að jafnskjótt og ársritið
HLIN, sem frk. Halldóra Bjarna
dóttir er ritstjóri að, berist
henni í hendur, verði koma þess
tilkynt áskrifendum.
☆
Mr. G. F. Jónasson forstjóri
Keystone Fisheries Limeted,
hefir dvalið austur í New York
nokkra undanfarna daga.
☆
— Skemlikvöld —
The Women’s Association,
yngra kvenfélag Fyrstu lútersku
kirkju heldur skemtifund í neðri
sal kirkjunnar 27. marz næst-
komandi, kl. 8 að kvöldi. Bjóða
þær til sín konum úr eldra kven-
félaginu og Dorcas-félaginu við
þetta tækifæri og vonast þær
eftir góðri aðsókn. Einnig. þætti
þeim vænt um að sjá fyrver-
andi meðlimi og nýja meðlimi.
Það verður gott prógram til
skemtunar.
☆
Gjafir lil Belel
í Lögbergi 11. jan. 1951 stóð:
„Mrs. Finnur Sigurdson, Leslie,
Sask., $10.00“.
Þetta átti að vera:
„Jólagjöf til Betel, frá íslenzka
kvenfélaginu að Leslie, Sask.,
með beztu jóla- og nýárskveðj-
um frá kvenfélaginu $10.00“.
J. J. Swanson, féhirðir.
308 Avenue Bldg.
Winnipeg, Man.
☆
Mánudaginn 5. þ. m. lézt að
Amaranth, Man., Björn Þórðar-
son, maður á níræðis aldri. —
Hann bjó við Amaranth um
fimmtíu ár, og var hinn síðasti
af íslenzkum frumbýlingum á
því svæði. Hann var ættaður
frá Másstöðum á Akranesi. —
Hann skilur eftir ekkju sína,
Sigurborgu GísladóttUr, og tvo
uppkomna syni, Gísla Alexand-
er og Snorra, sem eiga heima í
Amaranth. Hann var jarðsung-
inn 10. þ. m. af séra S. S. Christ-
opherssyni í viðurvist mikils
mannfjölda. Hans verður getið
síðar.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017.—
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Páskadag:
Ensk messa og altarisganga
kl. 11 árd.
Enginn Sunnudagaskóli.
Islenzk hátíðamessa, kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir!
S. Ólaísson
☆
— Argyle Prestakall —
Föstudaginn langa, 23. marz:
Baldur kl. 2:30 e. h.
(„Joint“ service in Lutheran
Church).
Glenboro kl. 7:30 e. h.
(„Joint“ service in United
Church).
Páska-sunnud. 25. marz:
Baldur kl. 11 f. h.
Brú kl. 2:30 e. h.
Glenboro kl. 7 e. h.
Eric H. Sigmar
Gífurlegt fannfergi komið á
Norðurlandi
Látlaus stórhríð í þrjá sólarhringa
Á Norðurlandi hefir nú verið látlaus stórhríð í þrjá sólar-
hringa, og er fannfergi ofan á gamla hjarninu orðið gífur-
legt, svo víða verður vart farið á milli bæja nema á skíðum •
☆
Dr. B. H. Olson og frú, eru ný-
farin austur til Ottawa í heim-
sókn til dóttur sinnar og tengda-
sonar, þeirra Mr. og Mrs. Thor
Stephenson.
I Suður-Þingeyjarsýslu er
fannkyngið orðið mjög mikið,
en þó var brotizt til Húsavíkur
með mjólk í gær á sleðum aftan
í ýtum. Hafði bærinn þá verið
mjólkurlaus um skeið. Allar
samgöngur milli byggðarlaga í
heraði eru að öðru leyti teppt-
ar. — Heldur var þó að rofa til
í gærkveldi.
Pósturinn, sem lagði af stað
frá Húsavík til Akureyrar á
sunnudagsmorgun, varð mjög
torsótt leiðin. Hann gisti í fyrri-
nótt að Skógum í Fnjóskadal,
og hafði þá verið fjóra daga
þangað frá Húsavík.
Á Akureyri er vetrarlegt um
að lítast. Mannhæðar háir skafl-
ar eru víða á götunum. I gær
voru stórar ýtur að vinna að því
að ryðja braut fyrir bíla um
miðbæinn, enda var þá farið að
létta til. Voru bílar farnir að
hreyfa sig á Akureyri í gær um
helztu umferðargötur bæjarins.
Til Akureyrar barst lítil mjólk
í gær. Bændur úr næsta ná-
grenni kaupstaðarins komu þó
margir á sleðum með mjólk sína
og settu þeir svip sinn á bæinn
í gær með hin nýstárlegu farar-
tæki sín, sem Akureyringar eru
að vísu gamalkunnir, en hafa
ekki sézt um sinn.
1 Ólafsfirði er nú mesti snjór,
sem þar hefir komið í mörg ár,
og í Siglufirði má heita að allt
sé á kafi í fönn. I Fljótum hefir
hlaðið niður kynstrum af snjó,
og er nú ekki farandi þar á milli
bæja nema á skíðum.
Um vesturhluta Norðurlands
og Vesturlands hefir einnig snjó-
að mikið, og var víða blindhríð
í gær. í gær bilaði símalínan í
Djúpinu milli Súðavíkur og
Skálavíkur, og var ekki unnt að
huga að skemmdunum sökum
blindhríðar.
Miklum snjó hefir hlaðið nið-
ur á miklum hluta þessa svæðis.
TÍMINN, 23. febr.
PROFITABLE BARLEY
PRODUCTION
There are many factors involved in the profitable pro-
duction of barley.
It costs nearly as much to produce 20 bushels per acre as
it does 40 bushels per acre and, in the latter case, the retums
per acre are almost twice as great. The yield per acre depends,
among other things, upon the variety, the seed, the cultural
practices, disease control, weed control, insect control, the
soil fertility and weather.
The quality of the barley is the controlling item in the
comparative price of the grain. A few cents per bushel may
mean the difference between profit and loss. The quality
depends upon the variety, seed, cultural practices, disease
and weed control, harvesting technique, the soil and weather.
It has been decided that the sponsors of these advertise-
ments will make available this space for the barley scientists
to place before the growers some up-to-date information on
various phases of barley production. The advertisements will
include:
1. Profitable Barley Pro-
duction.
2. The Value and Quality
in Barley Production.
3. The Variety in Relation
to Yield and Quality.
4. Seed in Relation to
Yield and Quality.
5. Cleaning the Farmer’s
Seed.
6. Seed Treatment.
7. Date, Depth and Rate
of Seeding Barley.
8. Moore Barley not Suited
to Manitoba.
9. Green Bug on Barley.
10. Grasshopper Control in
Barley.
11. Chemical Weed Control
in Barley.
12. Weed Control in Barley.
13. Barley Malt.
14. The Malting Process.
15. Stage of Maturity in
Harvesting Malting Bar-
ley.
16. Swathing Malting Bar-
ley.
17. Combining Malting Bar-
ley.
Clip this series of Advertisements for your scrap book.
They will prove valuable to you.
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-280
Glerórstöðin við Akureyri
brennur til kaldra kola
Eldurinn magnaðisl svo skjótt, að varðmaðurinn
komst naumlega út.
Um klukkan sex í gær kom upp eldur í Glerárrafstöðinni
á Akureyri og gereyðilagðist hún á skömmum tíma.
'Samkvæmt frásögn fréttarit-
ara Vísis á Akureyri er talið, að
eldurinn hafi komið upp frá olíu
kyndingu, sem er í stöðinni og
breiðzt síðan í eða að olíugeym-
inum. Hitt er þó víst, að eldur-
inn magnaðist með svo skjótum
hætti, að varðmaðurinn í stöð-
inni komst nauðulega út ur eld-
inum og hafði ekki einu sinni
ráðrúm til að stöðva vélar stöðv-
arinnar, áður en hann forðaði
sér. Var húsið hrunið eftir 'um
það bil tvær klukkustundir.
Rafstöðvarbyggingin stendur
raunverulega ekki í Glerár-
þorpinu sjálfu. — Útveggir
hennar eru úr steini, en hins
vegar var innrétting öll úr
timbri. Framleiddi hún 300 kw.,
en vélar allar munu vera ger-
eyðilagðar. Þær munu vera vá-
tryggðar, eins og gefur að skilja,
en ekki var fréttaritara blaðsins
kunnugt um vátryggingarupp-
hæðina.
Glerárstöðin hefir verið starf-
rækt undanfarin ár með Laxár-
stöðinni, en aðalhlutverk henn-
ar hefir hinsvegar verið að vera
varastöð fyrir bæinn, þegar bil-
un hefir orðið á Laxárstöðinni
eða línu frá henni, sem hafa
verið alltíðar undanfarin ár.
Hefir bærinn nú enga varastöð
til að grípa til, nema rafstöð
síldarverksmiðjunnar á Húsa-
vík, en hún er vitanlega alltof
lítil til að fullnægja bænum,
framleiðir aðeins um 50 kw , sem
rétt mun nægja fyrir sjúkrahús
bæjarins. Er þessi bruni því
mikið áfall fyrir Akureyringa.
VISII, 15. febr.
Sænska bókasýn-
ingin opnuð í gær
Sænska bókasýningin var
opnuð í þjóðminjasafninu
nýja í gær, að viðstöddum
boðsgestum. Sænski sendi-
herrann, herra H. Pousette,
opnaði sýninguna með
stuttri ræðu, en síðan fluttu
ræður þeir dr. Alexander
Jóhannesson, dr. Einar
Ólafur Sveinsson og dr.
Uno Willes.
Sýning þessi er á vegum
Svenska Institutet, en sú stofn-
un hefir það markmið að efla
menningarsambönd með Svíum
og öðrum þjóðum. Formaður ís-
lenzku sýningarnefndarinnar er
dr. Einar Ólafur Sveinsson, en
heiðursmeðlimir eru þeir H.
Pousette sendiherra og dr. Alex-
ander Jóhannesson, en foramð-
ur sænsku nefndarinnar er Erik
Wettergren dr. fil. og heiðurs-
meðlimur Helgi P. Briem, sendi-
herra íslands í Svíþjóð.
Nokkrar af þeim bókum, sem
þarna eru sýndar, verða að sýn-
ingunni lokinní afhentar Lands-
bókasafninu hér að gjöf, en fyr-
ir skömmu hefir verið hafinn
undirbúningur að bókaskiptum
milii Svíþjóðar og íslands.
1 gærkveldi flutti fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar, dr.
Uno Willies, skjalavörður við ut-
anríkisráðuneytið sænska og
bókavörður sænska vísindafé-
lagsins, hið fróðlegasta og
skemmtilegasta erindi um Xavi-
er Marmier, sem ferðaðist um
ísland og ritaði þrjú bindi af
hinni miklu reisubók Gaimards,
en hún mun vera hið stærsta
ritverk, sem enn hefir verið
skráð um ísland á erlendu máli.
Xavier Marmier var kunnur
maður í Frakklandi á sinni tíð;
hann mun alla ævi hafa haft á-
huga fyrir íslandi, skrifaði sjálf-
stæða bók um för sína hingað
og hugðist síðar skrifa ferða-
minningar héðan, en entist ekki
aldur til þess.
—Alþbl. 21. febr.
Veifrið Rauða
krossinum fullfringi
Eins og Lögberg hefir áður
leitt athygli að, stendur nú yfir
hin árlega fjársöfnun til Rauða
Kross samtakanna í þessu landi,
og veltur mikið á því, eins og
gefur að skilja, að þjóðin fylki
liði um þetta mikla mannúðar-
mál, því þarfirnar, sem full-
nægja verður, eru margar og
aðkallandi.
Svo er til ætlast, að fólkið í
Manitoba leggi fram 300 þúsund
dollara; þessi upphæð verður að
innheimtast, og þar af leiðandi
veltur mest á, að allir leggist á
eitt.
Jörð enn undir
gaddi víðasfr
á Héraði
Hláka, sem kom upp úr helg-
inni, hafði í gær ekki orðið að
neinu gagni á Fljótsdalshéraði.
Þar hlánaði að vísu allmikið í
fyrrakvöld, en í gær var kulda-
suddi og gerði lítið að. Aðeins
hólar og hryggir eru komnir upp
úr, en annars er allt beitiland
undir svelli.
Á Efra-Jökuldal, í Fljótsdal,
Skógum og Skriðdal mun þetta
þó horfa öðru vísi við, því þar
hefir verið snjólétt í vetur og
gott til jarðar.
Um miðbik Fljótsdalshéraðs
og Úthérað verður þessi bloti
aðeins til spillis, ef ekki verður
meira úr þíðviðrinu.
TIMINN, 8. febr.
/
Mr. Soffonías Thorkelsson
gekk undir uppskurð á Al-
menna sjúkrahúsinu hér í borg-
inni á mánudaginn var, og er á
ágætum batavegi að því er síð-
ast fréttist.
Joint Recital
Maria Markan Helga Sigurdson
SOPRANO PIANIST
PLAYHOUSE THEATRE
FRIDAY, MARCH 30th
at 8:30 p.m.
PROGRAMME
PIANO
SONATA in B Minor Liszt
SONGS
PEACE MY GOD Aria from the Opera
Power of Destiny
A BLACKBIRD IS SINGING Michael Head
WHEN I HAVE SUNG MY SONGS Ernest Charles
BIRDSONG AT EVENTIDE Eric Coates
IRIS ................... Daniel Wolfe
THE STAR Jarnes H. Rogers
ANNOUNCEMENT Dr. A. H. S. Gillson
President of the University
of Manitoba
PIANO
NOCTURNE IN E MAJOR Chopin
SCHERZO IN B MINOR Chopin
SONGS
GREETING (Kveðja) Thórarinn Guðmundsson
MOTHER (Mamma) Sigurður Thórðarson
THE WANDERING SWAIN Karl O. Rúnólfsson
LULLABY (Vögguvísa) Páll Isólfsson
SHEPHERD’S SONG (smalavísa)
Hallgrímur Helgason
GALLOPING OVER THE DESERT
(Á sprengisandi) Sigvaldi Kaldalóns
ACCOMPANIST Mrs. Thelma Wilson
GOD SAVE THE KING
Tickets on Sale at:
BJORNSON’S BOOK STORE, 702 SARGENT AVE.
Send Mail Orders to
MISS MARGRET PETURSSON, 45 HOME ST., WPG.
Admission $1.00