Lögberg - 07.06.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.06.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚNÍ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL. þýddi „Það er heiðarlegasta nafnið, sem að ég þekki þig undir“, svaraði Philip ákveðið. „Og sambandi því, sem á milli okkar er, er nú slitið. Taktu ekki fram { fyrir mér! Það situr illa á mér að ásaka þig. Ég hefi neytt brauðs og drykks við borð þitt. Treyst þér um skör fram, í þeirri fullvissu, að þú værir saklaus frá að hafa framið glæpi þá hina ægilegu, sem eng- inn getur afplánað — að minnsta kosti ekki í þessu lífi. — Meðvitund mín var sýrð af vand- ræðunum, sem að ég var í. Sál mín sofandi í örvæntingu, svo að ég gaf mér þig á vald, þó að ég hefði hugmynd um, að þú værir blendinn cg kærulaus um suma hluti, þá datt mér ekki til hugar að þú værir stórglæpamaður. Ég vakna á barmi glötunarinnar — fingur móður minnar frá gröf hennar bendir mér. Mér finnst, að ég heyri rödd hennar, á meðan að ég er að tala við þig. — Ég drcjg mig til baka — við skiljum, að fullu og öllu!“ Gawtrey, sem enn var í æstu skapi, hafði hlustað á Philip þegjandi, en lét brýrnar síga, stóð nú á fætur og bölvaði: „Skiljum! svo annar svikari geti leikið laus- um hala! Skiljum! Þegar þú ert nýbúinn að sjá mig fremja verk, sem að dæmir á mig egg guillotínunnar: Skiljum — nei, aldrei — að minnsta kosti ekki á meðan að við erum báðir á lífi!“ „Ég er búinn að segja það“, sagði Philip og krosslagði handleggina á brjóstinu; „ég segi það við þig sjálían, þó að ég hefði getað leynst í burtu frá þér. Reyndu ekki 'að ógna mér, blóðseki maður! Ég er eins öruggur og þú sjálf- ur! Eftir eina mínútu fer ég“. „Ó! þú heldur það?“ sagði Gawtrey og leit í kringum sig í herberginu, sem tvær dýr voru á, aðrar dyrnar sem að þeir komu inn um voru faldar á bak við tjöld, sem voru fyrir framan rúm sem þar var inni, hinar dyrnar vissu út að stiganum og aðalgangi hússins; hann sneri sér að fyrnefndu dyrunum, sem að hann náði til með hendinni, og lét járnslá falla fyrir þær. Fyrir hinar dyrnar fór hann sjálfur, leit á Philip og fór að hlægja. „Ha! ha! Heimskingi og þræll, eftir að þú komst einu sinni á mitt vald, þá átti ég þig með húð og hári!“ „Freistari, ég býð þér byrginn! Stattu til hliðar!“ sagði Philip og gekk djarflega til hans og tók með hendinni í vestið á brjóstinu á honum. Gawtrey varð meira hissa, en reiður. Hann leit hvast á þennan fífldjarfa félaga sinn, sem naumast var sprottin grön. „Drengur!“ sagði hann. „Taktu hendurnar af mér! Vektu ekki djöfulinn í mér aftur! Ég gæti marið þig í sundur í höndunum11. „Hugrekkið skortir mig ekki, og svo er ég vopnaður“, sagði Philip og tók saxix í hönd sér. „En þú dyrfist ekki að gjöra mér mein, og ég ekki heldur þér; blóðiroðinn eins og að þú ert, hýstir þú mig og fæddir, en láðu mér ekki þó«að ég vilji bjarga sálu minni, á meðan tími er til! — og heldur ekki það, þó að ég vilji ekki að bænarorð móður minnar á dánar- beði hennar séu að engu höfð“. Gawtrey gekk til hliðar og Philip greip í hendina á honum. „Ó! hlustaðu á mig — hlustaðu á mig!“ sagði hann með bljúgri viðkvæmni. „Hættu við þetta hræðilega framferði, þú varst dreg- inn út í þetta af þeim, sem að villir þig ekki, eða hræðir framar. Hættu við það alt og ég skal aldrei yfirgefa þig. Hættu við það fyrir hana — fyrir hana Fanny þína — stansaðu við, eins og ég, áður en við sökkvum báðir. Við skulum flýja! — langt í burtu, út í hinn nýja heim — til einhvers lands, þar sem við getum unnið fyrir okkur með hraustum höndum og á heiðarlegan hátt. Aðrir menn, sem eins illa voru farnir og við erum, hafa reist sig við með heiðarlegu móti. Taktu hana, föðurleysingjann með þér. Við skulum vinna fyrir henni báðir. Gawtrey! hlustaðu á mig. Það er ekki ég sem tala til þín, heldur verndarengill þinn“. Gawtrey hallaðist að veggnum og stundi við. ,Philip!“ sagði hann, með hásri og skjálf- andi röddu. „Farðu nú strax; og skildu mig eftir til að mæta örlögum mínum! Ég hefi syndgað á móti þér — syndgað svívirðilega. Mér fannst það svo ljúft, að eiga vin; skapgerð þín, æska og andlegt atgerfi, læsti sig svo um hug minn og hjarta, að ég gat ekki hugsað til þess, að tapa þér — að láta þig þekkja mig fyrir það sem ég er. Ég vilti þér sjónar á, og dró þig á tálar í sambandi við fyrri athafnir mínar, sem var svívirðilegt af mér að gjöra; en ég sór, að ég skyldi vernda þig fyrir öllum hættum, og halda þér hreinum frá löstum þeim, sem vörpuðu skugga á minn eigin lífs- feril. Þann eið hefi ég haldið, þangað til nú í kveld, að ég sá, að þú varst farinn að snúa baki við mér, og óttaðist að þú mundir fara í burtu frá mér, að mér datt í hug að koma í veg fyrir það með því, að gjöra þig þáttt'akanda í glæpa- framferði okkar. Ég hefi nú tekið út mína refsingu, og það að maklegleikum. Far þú, ég iðrast eftir að hafa gjört þetta — skildu mig eftir til að mæta örlögum mínum, sem færast nær með hverjum líðandi degi. Þú ert drengur að aldri enn. — Ég er ekki lengur ungur. Venj- ur eru annað eðli manns. Samt — samt gæti ég iðrast — og byrjað lífið að nýju. En lífs- frið! — Að líta til baka — að muna — að vera kvalinn nótt og dag með umhugsuninni um verk, sem hljóta að mæta mér augliti til aug- litis á síðasta deginum......“ „Bættu ekki á þessar forynjur! Forðaðu þér nú í kveld, nei, nú undir eins!“ Gawtrey þaknaði, óákveðinn og hikandi, því að hann heyrði fátatak í stiganum. Honum brá, hélt niðri í sér andanum og hlustaði. „Þeir! þeir eru komnir! — Þeir eru að koma!“ sagði hann lágt. Lyklinum var snúið í skránni að utan — hurðin hristist. „Hljótt! járnsláin hlífir okkur — hingað“, og Gawtrey læddist til dyranna, sem vissu út að prívat- stiganum. Hann lauk þeim varlega upp. Mað- ur tróð sér inn á milli hurðarinnar og dyra- karmsins. „Gefist upp! Þið eruð fangar mínir!“ „Aldrei“, svaraði Gawtrey, greip manninn og henti honum út og læsti hurðinni, þó að hraustir menn legðust á hana að utan með öll- um sínum kröftum. „Hó! hó! og hæja! Hver ætli verði til að opna búr ljónsins?“ Mannamál heyrðist nú við báðar dyrnar. „Opnið í nafni konungsins, eða þið þurfið ekki að vænta neinnrar vægðar!“ „Hægan!“ sagði Gawtrey. „Það er einn veg- ur enn — glugginn — kaðallinn“.- Philip lauk upp glugganum — Gawtrey rakti úr kaðlinum. Það var farið að birta af degi, en engin um- í'erð sást. Það brakaði í herbergishurðunum þegar að lögreglumennirnir hlupu, eða börðu á þær að utan. Gawtrey henti kaðlinum yfir götuna og á hlífargarðinn á byggingunni hinu megin; eítir tvær atrennur festist stafnljárinn, eða stafnkrókurinn í hlífargarðinum — og brú- in var lögð. „Út með þig, fljótt! hikaðu ekki!“ hvíslaði Gawtrey; „þú ert flínkur — það sýnist hættu- legra en það er — haltu með báðum höndum utan um kaðalinn — láttu aftur augun. Þegar þú kemur yfir, þá sérðu gluggann á herberg- inu hans Birnie — farðu inn um hann, og ofan stigann í húsinu og út, og þá er þér borgið“. „Farð þú á undan“, sagði Philip í sama skip- andi málrómnum: „Ég yfirgef þig ekki nú, það tekur þig lengur að komast yfir, heldur en mig. Ég skal standa á verði, þangað til að þú ert kominn yfir“. „Heyrðu! heyrðu! — ertu bljálaður? Þú að halda vörð! Hvað heldurðu að afl þitt megi sér á móti mínu? Á meðan að ég stend við þessa hurð af öllu afli ,þá skal ég segja þér, að tuttugu menn skulu ekki vinna á henni. Flýttu þér, eða þú eyðileggur okkur báða! og svo heldur þú kaðlinum þegar ég kem, stafn- krókurinn hefir máske ekki nógu gott hald til að halda mér uppi. Bíddu! — eina mínútu. Ef að þú kemst undan, en ég ekki — Fanny — faðir, sér þá um hana — þú gleymir því ekki — þökk! Fyrirgefðu mér allt! Farðu! þetta er ágætt!“ Öruggur og ákveðinn lagði Philip út á þessa ægilegu brú; það brakaði í henni og hún slangr- aði fram og aftur. Hann handlangaði sig fim- lega eftir henni — hélt niðri í sér andanum — beit saman tönnunum og lét aftur augun — honum miðaði vel áfram og hann komst að og upp á hlífargarðinn á byggingunni hinu megin við götuna. Hann leit til baka og sá i gegnum opinn gluggann hinu megin, að Gaw- trey stóð enn við hurðina, sem að vissi út að aðalstiga hússins, því að þar var aðsóknin auðsjáanlega mest og svo var sú hurð veikari. Eftir örstutta stund heyrðust skot, þeir voru farnir að skjóta í gegnum hurðina. Gawtrey virtist vera særður, því að hann riðaði áfram og hljóðaði upp; eftir augnablik var hann kominn að glugganum — hann greip um kað- alinn — dreif sig út og hékk á honum yfir gínandi djúpinu, sem að fyrir neðan hann var. Philip kraup við hlífargarðinn, hélt fast um stofnkrókinn og horfði á Gawtrey þar sem að hann fikraði sig áfram á kaðlinum! „Le viola! Le viola!“ (Þarna er hann! Þarna er hann!) var kallað hinu megin við götuna. Philip leit á gluggann, sem þeir félagar höfðu farið út um og sá, að mennirnir sem voru að veita þeim eftirför, voru komnir inn í herberg- ið — einn þeirra kom út að glugganum. Gaw- trey, sem nú sá hættuna, sem að hann var staddur í, opnaði augun og starði á embættis- mann laganna, um leið og hann fikraði sig á- fram á kaðlinum. Lögreglumaðurinn miðaði á hann byssu sinni. Gawtrey hvíldi sig lítið eitt, og blóðdropar drupu strjált úr síðusári, sem að hann hafði fengið, niður á steinstéttina langt fyrir neðan hann. Það fór jafnvel hrollur um lögregluþjóninn við að horfa á hann — hárið á honum stóð út í loftið — andlitið fölt eins og á dauðum manni — varirnar opnar, svo að skein í tennurnar og augun glóðu í gegnum kvala- og heiftarsvipinn, sem á andliti hans var, og báru vitni um hið ósveigjanlega þrek og ótemjanlegu grimmd mannsins. Augnaráð hans var svo fast og ógnandi, að það skaut lög- reglumanninum skelk í bringu, sem stóð við gluggann, svo að hann hitti ekki Gawtrey, þegar að hann skaut en kúlan kom í hlífgarð- inn svo sem þumlung frá þar sem Philip var. óljóst hljóð, sem virtist vera sambland af hlátri og fyrirlitningar-ögrun kom frá Gaw- trey. Hann handlangaði sig áfram nær og nær hlífargarðinum. „Þú ert hólpinn!“ sagðf Philip, en rétt í sama vetfangi dundi við skothrið frá herbergis- glugganum — púðurreykinn lagði um báða ílóttamennina — stuna, eða öllu heldur org — heiftþrungið angistarorg kvað við, sem jafnvel skaut þeim kjarkmestu skelk í bringu. Philip stökk á fætur og leit ofan fyrir bygginguna. Hann sá á ósléttri gangstéttinni, langt fyrir neðan sig, dökka flygsu liggja hreyfingarlausa — manninn streka, geðríka og gálausa — ris- ann, sem hafði leikið sér með líf og sál, eins og barn við vatnsbólur, sem þvi þykir mikið varið í, en eyðileggur — var það, sem að jafnt hinn voldugi og hinn vesæli verða, þegar andi guðs yfirgefur moldina — hvílík vegsemd, að vits- munirnir, valdið og fegurðin væri frá eilífð til eilíiðar, ef að enginn guð væri til! „Þarna er annar“, hrópaði einhver af eftir- leitarmönnunum. „Sjótið!“ „Vesalings Gawtrey!" tautaði Philip. „Ég skal ekki gleyma síðustu óskinni þinni“. Og á meðan byssukúlurnar þutu í kringum hann, sem að hann virtist ekki veita minstu eftirtekt, sneri hann sér við og hvarf. XI. Kapíluli Lesarann rekur máske minni til þess, að á meðan að þeir Monsieur Favart og Birnie voru að tala saman í bakgötunni, að þá heyrðist veizlugleði frá húsi sem stóð við götu þar rétt hjá. Þangað verðum við nú að snúa okkur. Veizluhöld eða dansleikir í París, eru held ég sjaldgæf'ir á þeim tíma ársins, sem þeir eru algengastir í Lundúnum. Samkvæmið, sem hér um ræðir, var skírn- arveizla; konan, sem að hélt hana, var skyld barninu nýfædda. Madome de Merville var ung ekkja; og var, jafnvel áður en hún giftist, kunn fyrir bókmentalegt starf sitt, einkum í bundnu máli og þóttu ljóð hennar afbragðs- góð; þar áofan var hún myndarleg, vel ættuð og stórrík, sem allt miðaði til þess, að vekja meiri eftirtekt á gáfum hennar, heldur en ann- ars hefði átt sér stað. Ljóð hennar sýndu við- kvæmar tilfinningar og skarpa athyglisgáfu. Ef að ljóð eru mælikvarði á tilfinningarnar, þá hefðir þú sagt að höfundur þeirra í þessu tilfelli væri kona, sem að unnað gæti innilega og af heilum huga. Samt sem áður, eftir að hún gifti sig. — Stúlkur á Frakklandi í'ara ekki eftir sín- um eigin vilja í því efni—heldur foreldra sinna, svo að þessi gifting hennar var samkomulagsgift ing. Maður hennar, Monsieur de Merville, var gætinn og greindur maður, meira en miðaldra. Hann var ekki ljóðelskur maður, og því síður sóttist hann eftir að kona sín legði skáldskap- inn fyrir sig sem opinbera iðn. Svo að hann latti hana frá að gefa sig of mjög vié saiftfé- laginu við Apollo þessi fjögur ár, sem að hann lifði og þau bjuggu samna, en áhuginn hjá henni þvarr ekki. Þegar að hún var tuttugu og fjögra ára, misti hún mann sinn og varð ekkja, með inntektir, sem hefðu þótt miklar fyrir ein- hleypa konu, jafnvel á Englandi, en sem þótti óvanalega mikill auður í París. En þó litið væri upp til Madame de Merville, og að hún væri smekkkona hin mesta, þá var hún yfir- lætislaus og óeigingjörn: Hún átti engin börn og hún bjó rólegu lífi í íbúð, sem var að vísu prýðileg, en ekkert umfram það, sem að þarfir hennar kröfðust, og hún lét sér þetta nægja. eins og oft á sér stað í Evrópulöndunum, þegar hjá dýru húshaldi verður komist. Helming inn- tekta sinna varði hún til styrktar fátækum ættmennum sínum, en nokkru af þeim til fram- þróunar á bókmentum þeim, sem að hún unni, og þó að hún veigraði sér við að láta prenta kvæði sín og skáldrit, þá las hún þau upp í viðurvist kunningja sinna, og kom mönnum saman um að sjaldan færi saman listfengi það sem að henni væri lánað og hógværðin sem að hana prýddi. Þannig óx vegsemd hennar og tiltrú hjá kunningjum hennar, og á hana var litið af þeim, eins og yfirburða persónu, sem langt væri hafin yfir meðalmenskuna, og vilji hennar og ráð var þeim allt í öllu. Eugénie de Merville var einkennilegt sambland af kven- legum dyggðum og karlmannlegum. Vilji henn- ar var óbilandi, skoðana sjálfstæði hennar orð- lagt, fyrir almenningsálitinu bar hún litla virð- ingu og hélt skoðunum sínum fram einbeitt, hver sem í hlut átti. Hins vegar þá var hún móttækileg fyrir áhrifum, rómantísk, blíð, og ástúðleg í viðmóti. Heimsókn hennar til hr. Love, þó óvarleg væri, var í fullu samræmi við lyndiseinkunnir hennar, ekki síður en vel- gjörðir hennar, við konu handverksmannsins, karlmannleg og kærulaus, þar sem um óvana- leg viðfangsefni var að ræða — því viðíangs- efni loknu eða kvenlegri forvitni fullnægt — kvenleg, viðkvæm og hjálpsöm. — Hún var búin að vera ekkja í þrjú ár og var því tutt- ugu og sjö ára gömul, og þrátt fyrir hin við- kvæmu ljóð hennar og eðlisupplag, var eng- inn blettur fallinn á mannorð hennar. Hún hafði aldrei fellt ást til neins manns. Fólk, sem mikið hefir að gjöra, er ekki svo fljótt til þess; þar fyrir utan var Madame de Merville sið- fáguð og kröfuhörð, og var hún að líta eftir hugprúðum hetjum, en fann aðeins sparibúna spjatrunga, eða ófríða rithöfunda. Hún var bæði hégómieg og stolt — hégómleg út af orð- stýr sínum, en stolt af uppruna sínum. Sökum veglyndis síns, þá var hún alltaf að hugsa um og efla velgengni annara. Hún var ekki að- eins veglynd og gjafmild, heldur boðin og búin að þjóna fólki, ekki síður en að geía þvi pen- inga, öllum þótti vænt um hana. oarnið, sem skírt var og veizlan var haldin til minningar um, var afkvæmi ungra hjóna, sem voru syst- kinabörn, sem bæði voru skyld Eugenie de Merville og sem að hún hafði att þatt í að næðu saman. Hún hafði þurft að yíirstiga mót- stöðu foreldra þeirra, jafna peningasakir, en henni haíði tekist að yíirstíga allar motbarur. Maðurinn og 'kanan, sem enn unnu nvort oöru, litu upp til hennar, sem himinborins höíundar gæfu þeirra. Þessi næturgleði hafði verið óvanlega á- nægjuleg, og gleðin var engin yfirskins- eða látalætisgleði, heldur einlæg og ástuðleg. En þegar að Eugénie hugsaði um ungu hjonin og sá þau líta blíðlega hvort tii annars — svo broshýr — svo ánægð, þá brá íyrir þungiyndis- svip á andliti hennar og hún varp ondinni eins og sá sem ekki er aldeilis ánægður með sjalían sig. Einu sinni kom ung kona, Madame d’Anville, til hennar hálfhikandi og sagði: „Ó! kæra frænka, hvenær skyldum við sjá þig eins ánægða og við erum? Það er svo mik- ið gieðieíni", bætti hún við, „að vera móðir! — að eiga þetta unga líi — og geta annast það og vakað yfir því dag eftir dag!“ „Máske“, sagði Eugénie brosandi og leitaðist við að draga umtalið frá þessu umtalsefni, sem snerti hugsanir er hún vildi ekki opinbera. — „Máske að það sért þú sem komið hefir írænda okkar, Monsieur de Vandemont, til þess að vilja endilega gifta sig? Góða vertu varkárari þegar þú talar við hann. Ég hefi átt í mesta stríði út af því, að varna honum frá að koma með konu inn í fjölskylduna, sem að gerir okk- ur öll hlægileg!“ „Satt er það“, sagði Madame d’Anville hlæjandi. „En, hertoginn er fátækur og skuld- ugur. Hann*yrði ekki skotinn í konunni, heldur í heimanmund hennar Þú manst hve snilldar- lega þér tókst að slíta sambandi hans við gift- ingar-skrif stof una“. „Já, ég er upp með mér sjálf ai þvi hvernig að mér tókst þaö, þó að það væri ekkert skemti- legt að fara þangað, en eg varð að gjöra það, því að óhugsanlegt var að láta hr. Love koma hingað, og ennþa verra hefði verið, að taka á móti slíkri Madame de Vandemont, eins og að hann hefði komið með. Hugsaðu þér, hann var meðbiðill matvörusala! Eg heyröi að það hefði orðið eitthvert einkenniiegt uppistand i sambandi við giítingarskrifstofuna; en ég gat aldrei veitt það upp úr Vandemont hvað það var. En ég held, að hann hafi skammast sín fyrir það“. „Það eru til skrítnar stofnanir í París“, sagði Madame d’Anville. „Eins og að íóik geti ekki gift sig án þess að leita til skrifstofu fyrir maka, eins og að við gjörum þegar að við þurfum að fá okkur vinnukonu! Svo að þessi skrifstofa er oltin um koil? Og þú sást aldrei dökka, villingslega drenginn aftur, sem að vakti eftirtekt þína svo ákveðið, að þú gjörðir hann að aðalpersónu í Murillo-sögunni, sem að þú last okkur hér um kveldið. Já, írænka. Ég' held, að þú hafir orðið dálítið snortin. Gift- ingarskrifstofan hafði sitt aðdráttarafl íyrir þig, eins og vesalings frænda okkar!“ Unga konan sagði þetta hlægjandi. „Sussu!“ sagði Madame de Merville og hló líka, en roðnaði dálítið. „En viðvíkjandi Mon- sieur Vandemont. Þú veist hve skammarlega honum hefir íarist við son sinn, sem hann átti með ensku konunni — hann hefir aldrei séð hann — hann hefir látið hann vera á einhverj- um skóla á Englandi, og vegna þess að hé- gómaskapur hans hefir komið honum til þess að halda því leyndu, að hann eigi son, sem er nítján ára! Jæja, ég hefi komið honum til þess að taka drenginn til sín“. „Virkilega! og hvernig?“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.