Lögberg - 28.06.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.06.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ, 1951 Einar Markússon fyrrum ríkisbókari lótinn í Reykjavík Einar Markússon og Pétur Östlund dóttursonur hans (HÚSKVEÐJA) Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Krisli, Amen. Þegar Einar Markússon kveð- ur oss eftir langan, starfssaman og farsælan æfidag, þá er oss ljóst hve Guðs náð er mikil og hve vísdómur hans og forsjón er mikil í sambandi við líf vort mannanna og þau ár, sem oss eru úthlutuð hér á jörðu. Líf mannanna hér á jörðu eru á svo margan hátt skylt bárum hafsins, því sumar þeirra rísa og falla strax, aðrar rísa og falla með langbroti og andvarpi upp við ströndina og alveg á sama hátt er líf manna, sumir koma og fara fljótt, aðrir lifa og starfa langt árabil og vér sjáum af lífi þeirra og þreki og starfi að þeim hefir verið ákveðið langt árabil, löng, starfsöm og merk æfi, þar sem þeim var ætlað að stríða og starfa og marka spcfr á strönd lífsins og falla að lokum og hníga að strönd eilífðarinnar eftir langan og stórbrotinn æfi- dag með mikla reynslu og lífs- starf að baki. Einn af þessum mönnum, sem hlaut þessa miklu gjöf, þennan langa frest hér í heimi og þrek til að afkasta miklu starfi var Einar Markús- son, fyrv. ríkisbókari, sem vér kveðjum hér í dag, sem rúm- lega 86 ára er nú farinn frá oss. Mér er það ljóst þegar ég hugsa um hann að vel hefir Drottinn útbúið hann til lífsins með gjörfulleik og góðum gáfum og listasmekk, sem alt entist hon- um til síðustu stundar. Ég* kyntist Einan aðeins á þessum síðustu 10 æfiárum hans, en þótt aldurinn væri þá orðinn hár hjá honum þá var þó per- sóna hans enn stórbrotin og virðuleg og alt ytra far hans sagði þegjandi til sín um það að hér var á ferð hreingerður og kynborinn maður, sem bar með sér stórt ættarmót, karlmensku, kraft og hæfileika, sem hlutu að verða þeim minnisstæðir, sem kyntust honum og áttu með hon- um samleið. Hann var af góðu og traustu fólki kominn og fékk hann ætt- ararf, sem varð á farsælan hátt kjölfesta í hans eigin lífi í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur að leysa. Og æfi. hans varð bæði tilbreytingarrík og starfsöm. Hann naut góðrar mentunar í föðurhúsum og síð- ar í verzlunarfræði erlendis. Lífsstarf hans byrjar í Ólafsvík, þar sem hann frá 1891—1910 er verzlunarstjóri, kaupmaður, út- gerðarmaður og umboðsmaður Arnarstapaumboðs. Á þessum árum voru höfuð- atvinnugreinar Ólafsvíkur í höndum hans og samtvinnaðar lífi hans, enda*hefir hann eflaust á þessum árum safnað þeirri verkþekkingu og reglu, sem ein- kendi líf hans, og hjá honum hefir þá vaxið sá þróttur og dugnaður, sem einkendi starf hans alla tíð eftir það. I Ólafs- vík stóð hann fyrir miklum verklegum framkvæmdum, stór- byggingum og lendingarbótum, en samfara því var hann hinn listræni maður á sviðum andans, lífið og sálin söng af hljómlistar- lífi þar vestra. Gamall maður, sem ég talaði við fyrir 7 árum, sagði mér að Einar hefði haft dásamlega söngrödd á yngri árum, hreina, háa og hljómmikla, og hárfínan smekk í sambandi við söng og hljóðfæri, og eyddi hann hverri stund, sem afgangs var til þess að efla bæði kirkjusöng og kór- söng þar vestra. Ráðsmaður Laugarnesspítala var hann eftir að hann fluttist hingað suður, frá 1910 til 1920, og væri of langt hér að lýsa því, hve mikið starf það var þá, og hve mörgum endurbótum hann kom þar á, en það merkasta var það, að hann útvegaði öllum sjúklingum atvinnu, sem gátu unnið. Aðalbókari ríkisins var hann frá 1921—1935, stjórnaði lífeyrissjóði embættismanna. • Einar Markússon fyrrum ríkis- bókari íslands, var gæddur slík- um persónustyrk, er ógjarna fyrnist yfir; maðurinn var að- sópsmikill langt fram yfir það, sem alment gerist, og svo fjöl- hæfur, að til undantekninga mátti telja; kom slíkt og sér vel, því mörg og margvísleg voru þau störf, er honum voru á hendur falin. Einar var fæddur að Stafholti í Mýrasýslu hinn 11. dag júlí- mánaðar árið 1864. Foreldrar hans voru þau séra Markús Gíslason og frú Metta Einars- dóttir; nokkurrar fræðslu föður síns naut Einar í heimahúsum, stundaði verzlunarnám erlendis, veitti forstöðu verzlun í ólafs- vík og hafði með höndum um- boð þjóðjarða; var um hríð ráðsmaður holdsveikraspítalans í Laugarnesi, en gerðist ríkis- bókari íslands 1921 og gegndi þeim starfa fram í árslok 1935. Voru störf hans jafnan mótuð af árvekni og skyldurækni; hann starfaði ötullega að bindindis- málum og þótti manna liðtæk- astur að hverju, sem hann gekk. Einar var söngvinn maður með ágætum, og heimilið laðaði að margmenni þeirra, er sönglist unnu; hann var nærgætinn og ástríkur heimilisfaðir, vakinn og sofinn yfir velferð fjölskyldu sinnar, sem var stór. Einar var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Kristín Árnadóttir, en hin síðari Stefanía Stefánsdóttir. Meðal barna Einars er óperu- söngkonan víðkunna, frú María Markan-östlund; tveir bræður Einars, þeir Gísli og Sigurður fluttust vestur um haf og létust í Winnipeg. Einar Markússon lézt þann 30. apríl síðastliðinn, en myndin af honum, sem hér er birt, var tek- in af honum 81. árs gömlum; með Einari hefir safnast til feðra sinna stórbrotinn höfðingi, sem gott var að kynnast og minnast. E. P. J. Hann var með afbrigðum skýr og glöggur í embættisfærslu og reglumaður alla æfi. Hann var forustumaður í út- vegsmálum, bindindismálum og kirkjumálum alla þá tíð, sem hann dvaldi fyrir vestan. Áhugi hans og framkvæmdir voru bæði verklegar og á hinu and- lega sviði. Hann sameinaði fram- kvæmdir og hugsjónamál. Hann skildi að listin og verkmenning- in eiga að fylgjast að. Menn hins gamla skóla, sem voru bæði list- rænir og verkgefnir, gripu til hinnar listrænu þarfar þegar þeir fengu innblástur og hvíld frá daglegri skyldu. Það var oft farsælt. í heimilislífi var Éínar mjög farsæll maður. Guð gaf honum góða ástvini og efnileg börn, og eru nú 8 börn hans á lífi, og hefir sönggáfan verið aðalsmerki þessarar fjölskyldu. Þessi dugmikli maður var einnig fræðimaður og hafði yndi af hinni gömlu list, ættfræðinni. Hann var hlýr viðmóts, skemti- legur og einhver karlmannlegur, hressandi blær, sem fylgdi hon- um til þess síðasta. í hug og hjarta bar hann þetta sama fasta mót, sem samsvaraði hans ytra manni. Eins og hann var karlmannlegur og fyrir- mannlegur, eins var hann í hugs- un, ákveðinn, fastur fyrir, mik- ill trúmaður, öruggur í Guðs trausti, viss í voninni um eilíft líf. Hann sagði við konu sína þeg- ar stundaglas æfinnar var að tæmast: „Ég dey í Kristi“. Ég votta þér eftirlifandi konu hans, hjartans samúð vora allra og kveð þig frá honum með hjartans þakklæti fyrir það hve ágæt og dýrmæt þú varst hon- um alla tíð. Ég kveð ykkur elskuleg börn- in hans og minnist sérstaklega tveggja elskandi dætra hans í fjarlægð og sonar hans, sem einnig er erlendis. Ég kveð fósturson, og tengdabörnin, barnabörn hans og stjúpbörn nær og fjær og systur vors látna bróður, sem lifir hann. öuð blessi ykkur alla ástvin- ina hans, nærstadda og erlendis. Guðs blessuh og farsæld sé með ykkur öllum. Ég kveð þetta heimili hans, Guð blessi það. Nú lifir minningin um glæsi- legan, duglegan og listhneigðan mann, sem var traustur í lífs- starfi og fjölhæfur, glaður og góður samferðamaður, ágætur heimilisfaðir og elskulegur faðir; unnandi drotningu listanna, sönggáfunni, nú er hann sjálfur að flytja héðan til sönglistarinn- ar æðsta lands, en um það segir heilög ritning, að engir geti num- ið söng til fulls fyr en þeir séu útleystir af jörðunni. Ég sé hann þar í anda verða ungan aftur með öndurborna söngrödd sína, segja eins og söngmaðurinn mikli sagði forðum: Með engla kvaki ég mun þar undir taka glaður á nýjum akri eilífðar endur- vakinn maður. 18 þúsund lestir af grjóli. Unnið er með jarðýtu að því að jafna jarðveginn og ryðja burtu bökkum, en mannvirkið verður byggt alyeg fram á klapp irnar og bryggja kemur framan við verksmiðjuna. Þá er unnið að endurbótum á götum, sem liggja að verksmiðju svæðinu, þar sem aðflutningur á'efni fer um. Boðið hefir verið út verkefni við að flytja að byggingunni 18 þúsund smálestir af grjóti, og munu nokkrir aðilar hafa boðið í verkið. Lægsta tilboð mun hafa komið frá Þorgeiri Jósefssyni og hljóðar á 30 krónur á smálest. Hyggst hann að flytja grjótið úr svonefndum Holtum við Berjadalsá, skammt fyrir innan Akranes, og ná því þar með sprengingum. Vörubílstöðin á Akranesi hef- ir einnig gert tilboð, sem miðast við það að sækja grjótið nokkru lengra, eða inn að Innra-Hólmi, sunnan undir Akrafjalli. Grjótflutningar þessir eiga að fara fram í sumar. Er gert ráð fyrir, að einnig verði í sumar Drottinn, þú sem ert líf vort og ljós og athvarf frá kyni til kyns, þér felum vér þennan bróður vorn með hjartans þakk- læti fyrir líf hans og starf og megi þinn kærleikur verða líf hans og styrkur og þín blessuð varðveizla og vernd verða leiðar- ljós hans að eilífu. Far þú í friði friður Guðs þig blessi í Jesú nafni Amen. Síra Jón Thorarensen ----☆---- Athugasemd við vísuna í raeðunni: Síra F r i ð r i k Thorarensen, Breiðabólstað í Vesturhópi. F. 1763, vígður 1789, d. 1817. (Föðurbróðir Bjarna Thoraren- sen) Kveðið til síra Friðriks: „Þegar hittumst himnum á hvorugur verður móður; Syngja skulum saman þá, síra Friðrik góður“. Þá svaraði síra Friðrik með vísunni, sem notuð.,er í ræðunni. steyptur garður framan við verksmiðjuna, og ef til vill byrj- að á bryggjusmíði. Staðarvali verður ekki breytt. Úr því sem komið er, verður því ekki brbytt, að sementsverk- smiðjan rísi upp á Akranesi. En til skamms tíma hafa ýmsir að- ilar reynt að hafl áhrif á það og fá breytt fyrri ákvörðun um staðsetningu verksmiðjunnar á Akranesi. Er þess skemmst að minnast, að bæjarstjórn Reykja- víkur lét athuga um staðsetn- ingu hennar á Seltjarnarnesi fyrir skömmu. Eins og mörgum er kunnugt, var það Bjarni Ásgeirsson, þá- verandi atvinnumálaráðherra, sem tók endanlega ákvörðun um það, að verksmiðjan skyldi reist á Akranesi. Er það Akurnesing- u mmikið ánægjuefni, að þessari ákvörðun þáverandi atvinnu- málaráðherra skuli ekki hafa verið breytt, og nú byrjað á bygg ingu verksmiðjunnar á Akra- nesi. —TIMINN, 18. júní Unnið aS sementsverksmiðju á Akranesi fyrir tvær miljónir króna í sumar Gengið verður frá grunni, garður steyptur, götur endurbættar og bryggjusmíði hafin Vinna við byggingu sementsverksmiðju á Akranesi er hafin. Er verið að grafa fyrir byggingunni og jafna til á Ivarshúsaklöppunum, þar se mverksmiðjan á að standa, á bakkanum inn undir Langasandi. Er ráðgert að vinna að byggingarframkvæmdum við verksmiðjuna fyrir tvær milljónir króna í sumar. Glæsileg hótíðahöld 17. júní í fögru og blíðu veðri um aílf land Hátíðahöldin 17. júní hafa verið hin glæsilegustu um allt land að því er til hefir frétzt, enda var veður með ein- dæmum gott. Hér í Reykjavík var mannfjöldinn meiri en dæmi eru til áður og fóru hátíðahöldin hið bezta fram og alveg samkvæmt dagskránni, er áður hefir verið skýrt frá. Ræða Steingríms Steinþórs- sonar af svölum alþingishússins var eftirtektarverð og þróttmik- il hvatning á alvörustund og vakti óskipta athygli. Forseti ís- lands lagði blómsveig á fótstall styttu Jóns Sigurðssonar að vanda og forseti bæjarstjórnar lagði blómsveig á leiði hans í kirkjugarðinum. Frú Guðrún Indriðason var glæsileg 1 gerfi fjallkonunnar er hún las kvæði Tómasar Guðmundssonar. En það var til leiðinda, að hátalarar voru í ólagi, er hún flutti kvæðið. S^uður á íþróttavelli var margt til skemmtunar. Fóru þar fram íþrótta- og fimleikasýningar, bæði í gamni og alvöru. Erlend- ur ó. Pétursson dæmdi knatt- spyrnuleik stúlkna og vakti margan hlátur. Á Arnarhóli hófst hátíðin klukkan rúmlega átta. Var þar geysilegur mannfjöldi, sem hlýddi á dagskrána með hrifn- ingu í kvöldkyrrðinni. Karla- kórarnir sungu þar og einnig Guðmundur Jónsson. Ágætir fimleikamenn sýndu þar einnig undir stjórn Benedikts Jakobs- sonar, Lárus Pálsson las kvæði og Páll ísólfsson stjórnaði þjóð- kórnum að vanda. Var það al- mannarómur, að sjaldan eða al- drei hefði verið betur tekið undir. Dansað var á þrem stöðum, Lækjartorgi, við Búnaðarfélags- húsið og á lóð Hótel Islands við Aðalstræti. Var mikil þátttaka í dansinum, og er það haft fyrir satt, að svo hafi ákafinn verið mikill, að eitt par hafi verið svo annars hugar í dansinum, að það sá ekki fótum sínum forráð og dansaði fram af tjarnarbakkan- um. En sem betur fór mun hafa sannazt þar hið gamla og karl- mannlega máltæki, að enginn er verri, þótt hann vökni. Ölvun var ekki teljandi, þótt vín sæist á einstaka manni, þeg- ar leið að lokum klukkan tvö um nóttina. Erlendur Ó. Pétursson stjórnaði dansinum af dugnaði sínum og gamansemi. Hátíðahöldin úti á landi voru með glæsibrag og þátttaka alls staðar mikil en fregnir eru ekki fyrir hendi af þeim hvarvetna. Fyrri hluta dags 17. júní var skógræktardagur í Dalasýslu, og var þá plantað trjáplöntum, bæði að Hvammi í Dölum og Búðar- dal. Að Hvammi var plantað 5000 barplöntum, en 900 plönt- um í Búðardal. Að Hvammi hófst samkoma klukkan eitt, og setti séra Pétur T. Oddson hana í hlíðinni utan við Hvamm, þar sem verið er að fullgera skógargirðingu til vernd ar einu skógarleifunum, er finn- ast þar á stóru svæði. Síðan söng blandaður kór undir stjórn séra Péturs, en Daníel Kristjánsson, skógarvörður á Hreðavatni flutti ávarp og stjórnaði gróður- setningunni, sem um 200 manns unnu að. Var elztur þátttakenda við það starf Guðjón Ásgeirsson á Kýrunnarstöðum, 76 ára. Að því loknu var kaffi drukkið og sungið og loks gengið til kirkju, þar sem séra Pétur prédikaði, en blandaður kór undir stjórn Mar- kúsar Torfasonar í ólafsdal söng. Um kvöldið var samkoma að Sælingsdalslaug, og sóttu hana um 300 manns. Fluttu þar meðal annars fimm Dalamenn frumort kvæði. I Vík í Mýrdal hófust hátíða- höld með guðþjónustu í Víkur- kirkju og messaði séra Jón Þor- varðarson, sóknarprestUr. Söng önnuðust kirkjukórarnir frá öll- um kirkjum 1 Mýrdal sameigin- lega. Orgelleikari var Óskar Jónsson, bókári. Síðar um daginn hófst sam- koma í samkomuhúsinu. Ræður fluttp Sveinn Einarsson, bóndi á Reyni, og Gunnar Þorsteinsson, bóndi á Ketilsstöðum. Óskar Jónsson flutti kvæði eftir Stefán Hannesson kennara. Á milli ræðna sungu kirkjukórarnir og stjórnuðu söngnum frú Ástríður Stefánsdóttir og Óskar Jónsson. Síðan voru sýndar íslenzkar kvikmyndir og loks dansað eftir hljómsveit staðarins og útvarps- músik til skiptis. Fékk útvarps- músikin hið mesta hrós dans- endanna að þessu sinni. Hátíðahöldin undirbjuggu kirkjukórarnir í Mýrdal. Fjöl- menni var mikið. Á Akureyri voru mikil og fjöl- þætt hátíðahöld, og yrði of langt að rekja gang þeirra. Fóru þau fram úti enda var veður hið fegursta og mikið fjölmenni tók þátt í þeim. Dansað var úti fram eftir nóttu. —TÍMINN, 19. júní Malreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited. 695 Sargent Ave. Sími 21 804. Kaupið þennan stóra pakka AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna verðgildis

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.