Lögberg - 28.06.1951, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNl, 1951
Hogbers
Oefi8 út hvern fimtudag af
THE COLUMBIAPRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáslcrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Óvissan er móðir óttans
Svo örar hafa breytingarnar orðið á hinum fyrra
helmingi yfirstandandi aldar, að mannkynið vaknaði
svo að segja hvern einasta morgun upp við ný og ger-
ólík viðfangsefni, sem skapast höfðu yfir nóttina; ó-
vissan yfir því hvað morgundagurinn kunni í raun og
veru að bera í sktuti sínu, veldur mörgum manninum
ótta, sem vera má að eigi sé með öllu ástæðulaus, en
er þó bæði óhollur og veiklar bæði framsóknarhug og
baráttuþrek.
Af brunnum þekkingarinnar er daglega ausið, og
hin tæknilega þróun fer á handahlaupum heimsskaut-
anna á milli; hjá vestrænum þjóðum að minsta kosti,
hafa afkomuskilyrðin stigið eitt risaskrefið öðru meira
og gerbreytt hinum ytri lifnaðarháttum mannanna;
víða er gott undir bú og gott í búi hjá mörgum; þó er
það síður en svo að í samfélaginu speglist sú lífsham-
ingja, er ein getur skapað varanlega farsæld og innri
frið; óvissan, móðir óttans, er enn langt of víða að
verki og truflar jöfnum höndum vökudjörfung sem
svefnfrið; og þó þarf maðurinn, þegar alt kemur til alls,
ekkert að óttast annað en sitt eigið ístöðuleysi.
Frumbyggjar þessa mikla meginlands, lærðu að
meta gildi áreynslunnar; hún varð hyrningarsteinninn
að lífsigrum þeirra og öryggi afkomendanna; vitaskuld
fór ekki hjá því að þeir daglega horfðust í augu við
margskonar hættur og ættu við ótölule^a erfiðleika
afli að etja; en þetta styrkti þá í áformum og leysti
vandann, sem að' höndum bar; þeir höfðu lítt af þeim
makindum að segja, er nútímakynslóðin býr við; þeir
voru svo önnum kafnir við átökin, að þeim vanst ekki
svigrúm til að óttast.
Fegurst af öllu fögru, er lífið sjálft, þegar það ó-
fjötrað fær að njóta hins mikla tilgangs síns.
Kyrstaða og jórturgleði standa í öfugu hlutfalli við
tilætlaða þróun mannsandans.
I>ar, sem við ekkert er að berjast,
er ekki sigur neinn að fá.
Karlmannleg áreynsla skapar lífsfögnuð, en mak-
indin lítilmótlega helværð.
Fallegur bæklingur
Lögbergi barst nýverið til umsagnar fallegur bækl-
ingur, sem gengur undir nafninu Industry in Saskat-
chewan Present and Potential, sem Saskatchewan
Industrial Development Office gefur út; er þar gaum-
gæfilega lýst iðnaðarlegri og tæknilegri þróun innan
vébanda fylkisins á hinum síðari árum, ásamt þeim
margháttuðu náttúrufríðindum, sem fylkið býr yfir og
bíða þess að hönd verði lögð á plóginn í samtíð og
framtíð; ágætir uppdrættir, auk fjölda mynda, prýða
bæklinginn.
Iðnaðarframleiðsla fylkisins hefir mjög færst í
aukana upp á síðkastið, eins og ráða má af því, að fyrir-
tækjum með miljón dollara höfuðstól, hefir verið komið
á fót. Úranium vinsla í Saskatchewan er nú að komast
á það stig, að óvíða blæs byrvænlegar í þeim efnum á
meginlandi Norður-Ameríku.
Forsætisráðherra Saskatchewanfylkis, Mr. T. C.
Douglas, fylgir áminstum bæklingi úr hlaði með nokkr-
um formálsorðum, þar sem hann meðal annars lætur
þannig ummælt:
„Við upphaf yfirstandandi aldar spáði merkur
canadískur þegn því, að þessi öld yrði öld Canada. Ég
held að við getum sagt í fullu trausti, að síðari helm-
ingur hennar heyri Vesturlandinu til“.
Ekkert hálfverk á því
Fernum aukakosningum til sambandsþings, sem
fram fóru síðastliðinn mánudag lauk á þann veg, að
íhaldsflokkurinn vann þær allar; mun þetta í rauninni
hafa komið fáum á óvart, með því að fyrir löngu var
vitað hve vinsældir stjómarinnar hafa þverrað vegna
hinnar sívaxandi dýrtíðar í landinu, er svo hefir sorfið
að láglaunastéttunum í borgum og bæjum, að þær vita
í raun og vem hvorki til hægri né vinstri; og þegar svo
er komið, liggur það vitaskuld hendi næst, að gripið
sé til mótmæla; en þótt meiri hluti kjósenda í þessum
kjördæmum þykist nú hafa himinn höndum tekið,
mættu þeir þó vel muna kreppusögu íhaldsflokksins,
sem engan veginn er ólíklegt að gæti endurtekið sig
kæmist hann til valda á næstunni; lausn vandamálanna
verður ekki frekar að finna þar; en hins ætti að mega
vænta, að þessir nýjustu, pólitísku atburðir leiddu til
þess, að stjórnin losaði af sér svefnviðjar og beitti sér
fyrir skjótum úrbótum á dýrtíðarfarganinu, sem fyrir
löngu var orðið allsendis óverjandi.
Þekki Liberalflokkurinn sinn vitjunartíma eins og
hann venjulegast hefir gert, ættu þessar síðustu hrak-
farir að verða honum til nokkurs skilningsauka.
I
Til ritstjóra
rgs
Kæri vinur minn. Einar:
Þú býst við að fá línur frá
mér og viðurkenningu fyrir að
veita okkur Good Templurum
þann heiður, að láta mynd af
okkur Stefáni Einarssyni rit-
stjóra í síðasta blað þitt, þá við
flugum til Minneapolis, sem
erindrekar Good Templara hér,
á hundrað ára afmæli Reglunn-
ar, sem haldið var af Svíum,
þar suður frá, og stóð yfir í 4
daga, frá 21. til 24. júní.
Það var undantekningarlaust
ein sú allra stórmerkilegasta há-
tíð, sem ég hefi séð.
Okkur var mætt á flugvellin-
um og við keyrðir á eitt hærsta
hótelið í borginni, þar fengum
við gott herbergi á áttundu hæð
fyrir $11,00 á dag. Við fórum
strax og fengum okkur bíl og
keyrara sem þekti borgina; hann
keyrði okkur til Gunnars Björns-
sonar. Þar var gott að koma,
manni finst að maður sé kominn
heim til sín. Við drukkum þar
kaffi með mörgum ættingjum
Gunnars, og rétt á sama tíma
kom Gunnar heim frá skrifstof-
unni. Það eru víst ekki margir
„Landar“, sem halda skrifstofu
stjómarstarfi, dags daglega eins
og þessi makalausi Gunnar. En
hann er svo ungur í anda og
spaugsamur að hann yngir upp
hvern m.ann. sem mætir honum
og hlustar á hann, og sama eðli
og gleði heldur áfram, í öllum
barnahóp hans. Með beztu þökk
fyrir gleðistundina. Svo bætti
Valdimar því við kaffidrykkju-
gleðina, að hann keyrði okkur á
hótelið aftur, með honum var
kona hans og 3 börnin. Beztu
þökk.
Næst kom bróðir Good Templ-
ar með fínan bíl og keyrði okk-
ur á Templarafúnd, sem haldinn
var á M. W. C. A. Þar voru um
300 bræður og systur, 60 aðkom-
andi Svíar og af þeim voru 53
frá Svíþjóð. Þar var mikið um
ræðuhöld og sönglist, svo voru
nýir meðlimir teknir inn í félag-
ið. Svo var drukkið kaffi með
alls konar brauði, kl. 12.
Föstudaginn, 22. júní, kl. 11.30
f. h. var máltíð fyrir gesti á
American Svedish Institute. Þar
næst vorum við öll tekin á
keyrslutúr, alt í kringum borg-
ina, sem er með þeim fallegustu
borgum, sem ég hefi séð, það
gera hin mörgu stöðuvötn með
skrýddum ströndum, trjám og
blósturgörðum. Um kvöldið var
haldin stórveizla á höfuðbóli
Minneapolis Automobile Club.
Eftir máltíðina var skemt með
ræðuhöldum og músik, og síðan
stiginn dans. Það voru 270 manns
sem sáu til borðs; mátíðin kost-
aði $3.00. Það var eina máltíðin,
sem við þurftum að borga fyrir
hjá (^ood Templurum.
Laugardaginn 23. júní, vorum
við keyrðir til St. Paul til að sjá
þinghúsið (Capitol). Þar sáum við
myndastyttu Leifs Eiríkssonar,
sem Norðmenn höfðu reist hon-
um. Hún er stór og falleg. Þó
hefði ég heldur viljað sjá hana
hornalausa, og það var annað
sem snerti mig. Það var, að hann
sneri í vestur í staðinn fyrir að
horfa sigri hrósandi heim. Eitt
enn vakti undrun mína, það var
að letrið á undirstöðunni var
neðan við bakhlutann. Ég held,
að „Landarnir" þarna suður frá,
ættu að fara þangað einhverja
nótt með lyftivél og snúa hon-
um við, svo að hann geti horft
yfir þann sigursæla blett, sem
hann útmældi fyrir okkur Vest-
ur íslendinga og niðja okkar. Þá
gæti maður tekið mynd af hans
djarfa andliti, og séð á þeirfi
sömu mynd hver hann var, og
hans hetjuverk. Ég fór með
spenntum taugum upp að mynd-
innj, en hryggur frá henni, ég
tók bara eina mynd af andiliti
hans og hinu sterka brjósti. Það
verður að duga mér um stund,
þangað til Landar mínir snúa
honum við, þá kem ég aftur og
tek aðra mynd. Komdu þessu
til.leiðar, Gunnar minn, áður en
þú ferð yfir um til að mæta hon-
um Leifi.
Gunnar var kominn á skrif-
stofuna sína bara til að mæta
okkur; hann á ekki að vinna þar
á laugardögum. Valdimar var
þar með honum, hann mun taka
hann þangað og heim aftur, þá
honum er það mögulegt. Það er
gleðiefni að sjá svoleiðis sam-
band á milli gráhærðs öldungs
og sonar, sem báðir skipa háar
stöður, sem mikil ábyrgð fylgir.
Eftir að við vorum búnir að
skoða þinghúsið, þá keyrðu þeir
með hópinn 35 mílur norður frá
St. Paul. Þar er sumarskáli, sem
Svíar eiga, rétt hjá fiskivatni. Á
þessum stað tóku fyrstu Svíarnir
sér bújarðir, 1873, það búa þar
nokkrir bændur enn. Svíar í
Minneapolis keyptu þarna 14
ekrur. Þarna skemtum við okk-
ur og borðuðum tvær máltíðir.
Sumir fóru út á bátum að fiska,
aðrir böðuðu sig, svo voru aðrir
í boltaleikjum, bæði fótbolta og
handbolta. Áður en við fórum
heim voru fluttar n o k k r a r
kveðjuræður, en þá fór að rigna
og dimma.
Sunnudagsmorguninn þann 24.
júní var sólskin og yndælis blíða.
Það átti að halda guðsþjónustu
í listigarði, sem er hjá Minni-
haha-fossinum. Við tókum hand-
töskur okkar, náðum í fróðan
bílstjóra, sem keyrði okkur þang
að fyrir $2.00. Við náðum í gott
sæti, þar var samankomið um
10.000 manns. Stór söngflokkur,
tveir sólóistar; svo sté í ræðu-
stólinn svenskur prestur, hapn
talaði á sínu móðúrmáli svo
skýrt, að við gátum haft not af
því og fylgst með öllu sem fram
fór. Sannleikurinn er, að biblíu-
málið hefir minna breyzt frá
okkar gamla máli, heldur en dag
lega talið, en það átti ég bágt
með að skilja. Ég heyrði meiri
svensku talaða þarna í 3 daga,
en ég heyrði 1 Stokkhólmi í 10
daga 1930.
Eftir miðdagsverð byrjaði
skemtunin. Þar komu fram
helztu embættismenn þjóðarinn-
ar, þar á meðal ræðismenn allra
skandinavisku þjóðanna, fyrir
hönd íslands kom fram B. G.
Björnsson. Mér fanst hann bera
höfuð og herðar yfir þá alla,
bæði með málróm, framburð ag
efni. Hann á ekki langt að sækja
það, það vita allir, sem hafa
heyrt til föður hans á ræðupalli.
Þessi djúpi, fullkomni málróm-
ur, sem allir geta heyrt, meira
að segja þeir sem eru heyrnar-
litlir, því þeir lesa varir þeirra
feðga. Nú var áheyrendahópur-
inn orðinn um 60,000. Þá bættist
Landi í hópinn, það var músik-
kennarinn Hjörtur Lárusson,
hann kom til þess að sækja okk-
ur. Það vildi svo vel til að ég
fór upp á ræðupallinn til að
taka myndir og Hjörtur kom þar
auga á mig og kom til mín þeg-
ar ég kom niður .Hjörtur er dá-
lítið breyttur frá því að hann
stóð við hliðina á orgelinu, í
fyrstu kirkju sem við byggðum
á McWilliam og spilaði þar á
lúðurinn sinn, en Gísli Good-
man á orgelið. Hans stóra ævi-
saga verður líklega ekki skráð
fyrr en að honum látnum. Við um
Hjörtur gengum yfir að fossin-
um; en á leiðinni til baka sýndi
hann mér minnisvarða, „Muci-
cal“ listamannsins, Wennerberg,
við njótum meistaraverks þess
manns í okkar kirkju. En það
var Hjörtur sem var fengin til
að safna því saman og koma því
á prent eftir dauða höfundar-
ins; það sagði hann mér, að hefði
hjálpað sér meira en nokkuð
annað til þess að ná haldi á sinni
stöðu í Minneapolis. Þegar við
komum til baka, fann ég hvorki
Stefán né erindrekann frá ís-
landi, herra Indriða Indriðason,
sem hafði verið mikið með okk-
ur þessa fjóra daga. Svo tók ég
það ráð, að ég sendi miða upp á
ræðupallinn og lét útvarpa
skeyti til þeirra beggja að koma
á vissan stað. Þeir komu báðir
og Hjörtur tók okkur heim til
sín og gaf okkur vel að borða,
svo keyrði hann okkur á flug-
völlinn. Herra Indriðason ætlaði
að fara með okkur í flugvélinni
til Grand Forks, dr. Beck hafði
boðið honum að koma til sín;
en nú fór ver en skyldi, það var
ekkert sæti eftir í flugvélinni,
svo að við urðum að skilja við
hann, og Hjörtur tók hann að
sér og ætlaði að sjá um að hann
kæmist til dr. Becks.
Herra Indriðason langaði til
að koma hingað norður, svo að
ég talaði í hann kjarkinn, og
sagði honum að ég skyldi sjá um
hann þessa fáu daga, og að hann
kæmist norður að Hnausum á
hátíðina þar. Ef einhvern langar
til að ná til hans, eða greiða eitt-
hvað fyrir honum, þá geta þeir
hringt til mín 26444.
Við lærðum mikið af svensku
systkinunum okkar í Minne-
apolis og erum þeim mjög þakk-
látir.
A. S. Bardal
Jónas Helgason
látinn
Jónas Helgason andaðist s.l.
föstudag, 22. júní, að heimili
sínu Grund í Argyle-bygð,
Baldur, Man., 91 árs að aldri.
Jónas var fæddur að Arndísar-
stöðum í Bárðardal 7. apríl 1860,
en fluttist á öðru ári með foreldr
sínum í Mývatnssveit og
ólst þar upp á heimili þeirra á
Belg, örskammt frá Belgjafjalli.
Hann kvæntist 2. júlí 1885 Sig-
ríði Sigurðardóttur frá Sand-
haugum í Bárðardal, og ári
seinna fluttu þau að Brúna-
hvammi í Vopnafirði. Árið 1888
fluttu þau til Canada og settust
að í Argyle-bygð og áttu þar
heima alla ævi, utan eins árs er
þau bjuggu í Þingvalla-nýlend-
unni, Sask. Árið 1902 keyptu
þau bújörð örskammt norðvest-
ur af Grundar-kirkju og reistu
sér þar stórt og myndarlegt
heimili og ólu þar upp börn sín
sex og eina fósturdóttir. Konu
sína missti Jónas 28. jan. 1937.
Börnin, sem lifa og syrgja nú
sinn aldraða föður eru 5 synir
og ein dóttir: Helgi, D’arcy,
Sask.; Erlendur, Winnipeg,
Man.; Ingólfur, Glenboro, Man.;
Friðrik, Edmonton, Alberta;
Kristján, á gamla heimilinu að
Grund, Baldur, Man.; og ekkju-
frú, Guðlaug Jóhannesson, Win-
nipeg, Man. og fósturdóttir, Mrs.
Kristbjörg Tómasson, Milton,
N. Dak. Einnig lifa hann 25
barnabörn og sjö barnabarna-
börn, sem öll elskuðu hann „afa“
sinn.
Jarðarförin fór fram á þriðju-
daginn 26. júní frá heimilinu og
Grundarkirkju. Sóknarprestur-
inn, séra Eric H. Sigmar stýrði
athöfninni, en séra Egill H.
Fáfnis aðstoðaði.
ÁNÆGÐIR
VIÐSKIPTAVINIR
eru
beztu
MASSEY-HARRIS
AUGLÝSENDUR
Massey-Harris Combines standa engum að baki. Umboðsmanni yðar
er ánægjuefni, að skýra fyrir yður hina reglubundnu skiptingu, hinn
margfalda ökuhraða, borðið, sem stjórnast af rafmagni og hið fljót-
virka afhleðslu-áhald.
Þeir, sem eiga Magséy-Harris þreskivél Super 27 eða Super 26, sem
báðar eru auðveldar í meðförum, fá aldrei nósamlega lofað þær.
Hér eru nokkrir vitnisburðir:
M-H Super 27 og Super 26 Comblnes,
hafa nfl 36 framvindu hraða. öku-
sæti og vélarstjórn hafa tekið stðr-
kostiegum umððtum í meðferð.
Sláttur og þresking við hálfvirði
Frank C. Marshall, Vernon, B.C., segir:
„í fyrra, 1949, þreskti ég uppskeru mína
með 6 feta vél. 1 ár, með 10 feta Massey-
Harris No. 26, þreskti ég helmingi meira
á sama vinutíma".
66 ekrur á 1 degi með 1 manni
David Lovatt í Red Deer, Alberta, segir:
„Ég tló og þreskti 900 ekrur með hinni
nýju Massey-Harris No. 27 Combine.
Föstudag einn, áður en rigndi, kom ég af
66 ekrum af hveiti, sem gáfu af sér
2,000 mæla“.
segir:
mæla
30,000 mælar án viðgerða
Albert Sewell, La Fleche, Sask.,
„í fyrra haust þreskti ég 30,000
korns með Super 27 Combine, og er viss
um að hún vinnur eins vel 1951 með litlum
sem engum aðgerðum; að minsta kosti
ekki meiri háttar aðgerðum“.
Aðeins 1% úrgangur hveitis
E. J. Dubuc, Lorette, Man., segir: „Massey-
Harris 26 Combine, sem við eigum, er
auðveld í meðförum og þreskir með af-
brigðum vel. Aðeins 1% úrgangur hveitis“.
MASSEY-HARRIS COMBINES
TIL ER MASSEY-HARRIS COMBINE, SEM Á VIÐ UM HVERT BÆNDABÝLI