Lögberg - 28.06.1951, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ, 1951
5
ÁHWGAMÁL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
SKELJABROT
Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON
(NIÐURLAG) --------------
tJrið.
Einu sinni þegar ég var að
koma frá morgunverði fann ég
silfur dömu-úr á götunni. Úrið
var gamalt og slitið en fallegt,
auðsjáanlega kjörgripur nokkur.
Ég flýtti mér að koma úrinu inn
á Isafoldarprentsmiðju til aug-
lýsingar. Úrið átti systir lands-
höfðingjans Þórunn Stephensen,
kona við aldur. Seinna, er ég
var lögst upp á spítala, kom
fröken Þórunn Stephensen sjálf
upp á spítala og ætlaði að heim-
sækja mig. Læknar vildu ekki
leyfa henni að koma inn til mín
veikindanna vegna. Hún sendi
mér þá gjafirnar sem hún ætl-
aði að færa mér, þær voru falleg
silfurbrjóstnál og fallegt bréf-
spjald áritað nafni gefanda með
eigin hendi.
Hjálpað með verk undan
vetrinum.
Eins og frá er greint í grund-
vallarlögunum, var tímakensla í
Skólanum. Það þýddi að sérstak-
ur kennari kom inn fyrir eina
eða fleiri námsgreinar. Konan
sem kendi hannyrðir hét Sigríð-
ur Thorarinsen. Fröken Thorar-
insen var fjarska fín kona en
nokkuð við aldur. Hún unni
sterklega öllu íslenzku og ósk-
aði að sjá fólkið kyrt í landinu.
Þær frú Melsted og Sigríður
Thorarinsen voru bæði vin- og
venzlakonur. Fyrir góðvild
þeirra beggja hjálpaði Sigríður
mér að ljúka við stykkin sem
ég hafði byrjað á hjá henni um
veturinn og sem komust
skemmra fyrir það, að ég tap-
aði tíma fyrir veikindin. Ýmist
fór ég heim til hennar eða hún
kom ofan í Skólann um sumarið
á meðan á þessu stóð.
Eftir að til orða kom að ég
færi til Ameríku, sagði þessi
sómakona við m,ig að menn ættu
að vera kyrrir í sínu föðurlandi
og vinna því. Það væri í alla
staði affarasælast. Ég skildi vel
hvað hún átti við, en ég gat ekki
farið út í neinar útlistingar við
hana þessu máli • viðvíkjandi.
Það mátti heldur ekki minna
vera, en að hún sem var að gera
mér gott, mætti mæla mig máli.
Eitt af þeim stykkjum, er hér
um ræðir, var blaðaslyðra. Það
var ein af reglum Kvennaskól-
ans, að engin stúlka mátti sauma
glitsaum (Kunst Broderi) nema
að hún hefði æft sig á skatter-
ingu fyrst, helzt með garni.
Þetta var skynsamleg ráðagerð.
Sparsemi, öll góð meðferð á efn-
um manna, var eitt af þeim
stóru atriðum, sem frú Melsted
vildi innræta þeim sem komu
undir hennar stjórn og fæstar af
stúlkunum höfðu mikil efni.
Sumar þeirra höfðu það að vísu,
®n það virtist svo, af þeim sem
sá og voru af efnaheimilum,
að þær kynnu vel að fara með
góð efni. En þetta með garnið
°g silkið, var heppileg tilhögun.
Garnið var ódýrara og það var
eða virtist réttmætt að viðvan-
^ngur byrjaði með ódýrara efní
°g legði ekki út í það vanda-
samasta.
En ég hafði prjónað nokkuð
frá barnæsku, prjónað úr bandi
°g ég var alveg frá því að setj-
ast inn á skólabekk og sauma
með því sem mér fanst vera
»band“ Svo að ég keypti mér
súki til þess, sem ég vonaðist
tn- að fá að glitsauma blóma-
skúfinn sem teiknaður var í
^oöppuna mína. En ég var ekki
glitsaumnum vön, svo hin aldr-
aða og ágæta fröken lét mig
skattera blaðaslyðruna mína, en
silkið mitt fékk ég að nota. En
Þogar ég var komin í enska vist
ör í Ameríku og mér leiddist
einstæðingsskapurinn og ís-
lenzkuleysið, gerði ég frúnni
skiljanlegt að ég kynni dálítið
að prjóna. Hún var ekkert sein
að skilja það og keypti band í
ytri sokka og vetlinga á börn-
in. Og ég prjónaði sokka og vetl-
inga á þau öll þrjú, fyrsta vet-
urinn, sem ég var á þessu mikla
meginlandi. Og frúnni fanst
þetta eitt afbragðs fyrirtæki og
hafði orð á.
Ég held þetta sé eitt af því,
sem þeir á stóra bænum kalla
kýmni örlaganna. („Irony of
Fate“).
Gefin kenslutími
í enskri iungu.
Á meðal þeirra sem sýndu
mér höfðinglega og óverðskuld-
aða aðstoð, var Sigríður dóttir
Jóns Ólafssonar skálds. Sigríður,
það er, fröken Ólafsson, eins og
hún var altaf kölluð þar og þá,
kendi enskuna í þriðja bekk og
hjá henni lagði ég fyrst út á
þann hála ís, að nema fáeinar
setningar í því tungumáli. Um
vorið þegar skóli var búinn bauð
Sigríður mér heim til sín, tjl
þess að halda áfram við það sem
ég hafði byrjað á. Ég gekk því
heim til hennar af og til um
sumarið að þiggja þetta góða
boð. Ég er, og hefi ávalt verið
þakklát henni fyrir góðvildina
þó ekki hafi ég goldið það í
neinu nema þakklátum huga og
orði er svo hefir undir borið, að
þetta atriði hefir komið til orða.
Kveðjur.
Ástæðan fyrir því, að ég var
stödd á meðal þessa fólks þetta
sumar, var sem hér segir. Það
var ekki heimavist í skólanum
á þessu tímabili. Ég var til heim-
ilis á Bergi, sem kallað var, það
var númer 23 Ingólfsstræti, ef
ég man rétt. Húsráðendur þar
hétu Erlendur Zakaríasson og
Ingveldur Guðmundsdóttir,
sómafólk. Ókunnug var ég þar,
en fékk þar verustað fyrir at-
beina Ingibjargar Halldórsdótt-
ur, í Búð í Hnífsdal. Ingibjörg
var efnuð heimasæta og eina
manneskjan sem styrkti mig til
þessarar farar. Það var gert með
dálitlu peningaláni.
Um vorið, undir það að skóli
var að verðá búinn, kom frú
Melsted að máli við mig og
spurði hvort ég ætti nokkuð víst
fyrir sumarið. Ég sagði sem var
að ég hefði það ekki. Hún sagði
að vart myndi ég nógu sterk til
þess að fara í sumarvinnu ann-
að hvort upp í sveit eða á reita-
vinnu við sjóinn. Ég þyrfti eftir
veikindin í vetur að eiga góða
daga — það er létta vinnu þá
um sumarið. Bauð hún mér þá,
að koma í skólann til dvalar
yfir sumarið .Sagði að vinukon-
an yrði eitthvað fram eftir og
það annað fólk sem kom til
erfiðisstarfa þar, til viðhalds
húsinu, sinti þeim störfum jafnt
sumar sem vetur. En eftir að
vinnukonan færi ætlaðist hún
til ég gerði verkin undir sinni
umsjón. Við yrðum þá fjögur
alls og ekki um mikil umsvif að
ræða yfir sumarið.
Ég gat lítið sagt við slíkum
höfðingsskap annað en taka
boðinu með þakklæti. Svo flutti
ég í Skólann til sumardvalar
eftir vorprófin.
Vinnukonan, Elín Jóhanns-
dóttir úr Geirdal vestra, dvaldi
nokkuð fram eftir vori eftir að
skóli var búinn, til þess að skrifa
upp matarforskriftir og annað
húslegt, er hún þóttist þurfa við
þarna. Hún hafði verið í vinnu-
mensku þessari til þess að læra
gott húshald en kærði sig ekki
um að sinna öðru námi þá* og
þarna. Hún var trúlofuð ungum
Hið ev. Lúterska Kirkjufélag
íslendinga í Vesturheimi
bóndasyni heima í sinni sveit og
tókst þessa ferð á hendur til
þess ,að búa sig undir sitt sér-
staka lífsstarf. Elín var mjög
viðkynnisgóð stúlka, stilt og at-
hugul, og virtist nota sitt tæki-
færi þarna alveg sérstaklega vel.
Svo smáhvarf alt þetta í „tím-
anna haf“, sumarið og atburðir
þess. Húsfreyjan á Bergi, Ing-
veldur Guðmundsdóttir, fór
fram á það við Þorstein Davíðs-
son, vel þektan sómamann, er
var að fara ásamt konu sinni og
börnum til Ameríku um haust-
ið, að lána mér fargjald og taka
mig með í hópinn til ábyrgðar
á leiðinni. Þorsteinn gerði það.
Ég átti einu sinni tal við Morten
Hansen skólastjóra, mikils met-
inn mann. Hann harmaði það,
að Þorsteinn væri að fara af
landi burt, kvað hann hafa ver-
ið mjög vel kyntan mann og
sagði það hefði verið talið að
hann væri „að gera nokkuð vel“.
En straumurinn hélt áfram.
Gestir komu nokkrir um sum-
arið til Melsteds hjónanna, hefi
ég talið þá upp annars staðar og
smáatvik í því sambandi. Alt
voru það eins og nærri má geta
heldri menn og konur. Ein kona
úr þeirra hópi talaði við mig.
Það var frú Elizabet Sveinsdótt-
ir kona Björns ritstjóra Jóns-
sonar. Svo þegar kom til þess
að kveðja, sagði frú Melsted mér
að ég yrði að fara út í Isafold og
kveðja frú Elízabetu. Mér þótti
það nokkuð mikil krafa. Mér var
ekkert um það gefið að láta líta
svo út, sem ég væri að tylla mér
á tá við fólk, sem ég átti enga
samleið með, en bæði var það
að ég vissi hver talaði og svo
hafði frú Elízabet vikið vin-
gjarnlega að mér um sumarið.
Ég sá það líka, á eftir við nán-
ari athugun, að frú Melsted
hefði ekki sagt mér að fara og
kveðja hana nema af því að svo
var.
Að vísu hafði frú Melsted leitt'
það í tal við mig, að ef ég biði
í ein tvö ár og ynni mér inn fé,
þá gæti ég að líkindum haldið
áfram skólanámi. Þetta virtist
skynsamlegt, en ég átti ekki þá
þolinmæði að leggja út í slíkt.
Ég var nú alla reiðu komin í
skuldir, yfir níutíu krónur alls.
Það var mikil fjárupphæð svo
vanmáttugri manneskju, sem ég
var. Sjtóra spursmálið var því að
komast þangað sem vel var
borgað fyrir vinnuna svo hægt
væri að skila þessu aftur. Það
tókst fyrir Guðs náð.
Svo kveðjurnar voru það eina
sem efiir var.
Það voru ekki margir í Reykja
vík sem ég þurfti að kveðja. Ég
átti engan eyri til að ferðast
vestur á ísafjörð eða annað, að
kveðja vini og vandamenn. I
Reykjavík var það aðeins fólkið
á Bergi og í Kvennaskólanum,
sem ég þurfti að kveðja. Ejn
manneskja sem ég þekti töluvert
auk þessa fólks var farin úr
bænum.
Ég gekk því á fund frú Elíza-
betar Sveinsdóttur og tjáði
henni eitthvað um það, að ég
væri komin til að kveðja.
Frú Elízabet tók mér opnum
örum, ekki með kaldri, fjarlægri
kurteisi heldur með sannmóður-
legri alúð. Ég hitti hana fyrst
að störfum í eldhúsinu, en hún
fylgdi mér undir eins til stofu.
Alla stundina sem ég stóð við,
þáði góðgerðir og talaði við hús-
móður, lagði hjartayl hennar að
persónu minni eins og sólyljað
sumarveður. Og kveðja hennar
var innilega hlý. öll framkoma
hennar var þannig, að auðfundið
var, að vináttumerkin voru
numin undan hjartarótum góðr-
ar konu.
Ein kona kom mér á óvart að
kveðja mig. Hún hét Þuríður cfe
var vinnukona á góðu heimili
vestra, er ég þekti hana lítið eitt
áður. Hún hafði frétt til mín í
Reykjavík og kom að sjá mig.
Hún keypti peysufötin mín og
var búin að borga þau og ég vissi
ekki betur en að við hefðum
kvaðst. En Þuríður Jóhannes-
dóttir kom aftur og til þess að
kveðja mig fyrir Ameríkuferð-
Nefndir kosnar á síðasia
kirkjuþingi.
Heiðursverndari: Biskupinn
yfir íslandi, herra Sigurgeir
Sigurðsson.
Heiðursforseti: Sr. Kristinn K.
Ólafsson, Sharon, Wis.
Heiðursmeðlimir: Dr. Rúnólf-
ur Marteinsson og frú Ingunn
Marteinsson, Winnipeg, Man.
Forseti: Sr. Egill H. Fáfnis,
Mountain, N. Dak.
Skrifari: Sr. H. S. Sigmar,
Gimli, Man.
Féhirðir: Mr. Njáll O Bardal,
843 Sherbrook Str. Wpg.
Vara-forseti: Sr. V. J. Eylands,
686 Banning St., Wpg.
ina. Hún færði mér þrjár krón-
ur að gjöf og sagðist fegin hefði
viljað hafa það meira. Líka þar
var auðfundið að sannur hjarta-
ylur var á bak við.
Þess skal að verðugu getið hér,
að kennarar og nemendur
í Kvennaskólanum lögðu saman
í gjöf handa mér, er ég var veik
um veturinn. Þau fengu skriftar-
kennarann ungfrú Sigurlaugu
Jónsdóttur til þess að árita með
gullnum stöfum samúðarskeyti
til mín og sendu með peningun-
um. Einnig fékk ég fyrir milli-
göngu ágætrar skólasystur, Jóse-
fínu Bjarnadóttur frá Ármúla,
tuttugu og fjórar krónur úr
Landssjóði. Svo var haldin sam-
koma fyrir fjórar veikar stúlk-
ur. Þar talaði á prógrammi
Ólafía Jóhannsdóttir. Ágóðinn
til að skipta varð sextíu krónur
og fékk ég minn hlut af því. Alt
þetta gekk upp í spítalakostnað-
inn, en við hann var ég hrædd-
ari en nokkuð annað. En hann
var borgaður með þessu fé. Vin-
kona mín, Ólafía Sigurðardóttir
í Hnífsdal, sendi mér tíu krónur
eftir að ég veiktist. Þær fóru á-
samt hinu í þennan kostnað.
Melsteds hjónin borguðu mér
þrjátíu krónur fyrir það sem ég
vann í húsinu eftir að vinnu-
konan fór. Heimilisfólkið var
Melsteds hjónin, Sigríður, dóttir
Páls Melsted af fyrra hjóna-
bandi, og ég. Hitt fólkið sem
starfaði við skólann, vatnskon-
an, þvottakonan og eldiviðar-
maðurinn, það bjó á sínum heim-
ilum en kom aðeins til að sinna
þessum störfum við Skólann.
Þrjátíu krónur var mikið fé
á þess tíma vísu og að öllum
kringumstæðum athuguðum.
Einnig umgekst frú Melsted
kaup á fötum, bæði kjól og hatti
handa mér, hjá heldri konu í
Reykjavík, sem nýlega hafði
pantað> sér föt frá París. En af
því að náið skyldmenni dó, þá
þurfti frúin að fara í svartan
búning og því seldi hún þessi
föt. Bæði kjóllinn og hatturinn
voru mátuleg á mig og hvoru-
tveggja hentugt til minna þarfa
því á hvorugu var neitt heimsku
legt skraut heldur látlaus og lag-
legur búningur, einkum fyrir
eftirmiðdagsbúning. Svo gaf frú
Melsted mér af sér gömul en
góð föt og vísaði mér á sauma-
konu, sem sneið þau upp og
saumaði eftir dagsins þörfum.
Svo kvaddi ég Kvennaskólann
í Reykjavík og Melstedsfólkið.
Ég var síðustu þrjár næturnar
á Bergi.
Burtfarardagurinn rann upp
þrunginn í lofti og þungur á
brún, alskýjaður himinn en veð-
ur var stilt. Húsfreyjan á Bergi
Maddama Ingveldur, fylgdi mér
til sjávar og gaf mér blómvönd.
Slík gjöf mun hafa verið frem-
ur óvanaleg til Ameríkufara.
Þeir áttu ekki mikil tök á að
hirða blóm. Bjuggu í lestinni á
leiðinni til Skotlands. Þetta var
snemma dags. Þung þokuhetta
lá yfir bænum en hér og þar rof-
aði í húsin. Ég kvaddi Maddömu
Ingveldi. Dómkirkjuklukkuna
vantaði tíu mínútur í tíu. Ég sté
upp í bátinn. Það var lagt frá
landi. Gufuskipið beið á höfn-
inni.
Vara-skrifari: Sr. Sig. Ólafsson
Selkirk, Man.
Vara-féhirðir: J. G. Jóhannson
586 Arlington St., Wpg.
Stewardship Sec.: Rev. Eric
H. Sigmar, Seattle, Wash.
F ramkvæmdarneínd:
Sr. E. H. Fáfnis
Sr. V. J. Eylands
Sr. H. S Sigmar
Sr. Sig. Ólafsson
Mr. N. O. Bardal
Mr. Skúli Stefánsson
Mr. J. G. Jóhannson
T rúboðsnef nd:
Sr. Sig. Ólafsson
Sr. V. J. Eylands
Sr. Jóhann Fredriksson
Mr. B. S. Johnson
Mr. J. E. Peterson.
Æskulýðsnefnd:
Stefán Guttormsson
Jón Eylands
Eric H. Sigmar.
Ristjóri „Sameiningarinnar"
Sr. V. J. Eylands
Manager Sam.:
Mrs. P. S. Lenson
Ritstjóri Parish Messenger:
Sr. Eric H. Sigmar.
í Belelnefnd til 2ja ára:
Mrs. B. J. Brandson
Dr. B. H. Olson
í Borg: Pioneer Memorial Home
nefnd til 3ja ára:
Chris. Guðmundsson
Joe Nouthfield
Fulltrúi Betel í „Höfn"
stjórnarnefnd:
Dr. B. T. H. Marteinsson
Skýrslur sýndu:
Gjafir til trúboðs hærri en
nokkru sinni fyr í sögu kirkju-
félagsins.
Gjafir til líknarstarfs í Ev-
rópu og víðar einnig þær hæstu.
Þingið eitt hið bezta. Full-
trúar bjartsýnir um starf og
framtíð félagsins. Samvinna á-
gæt. Ýmis framfaraspor ákveðin.
Lundarbyggð, sem fyrri, sýndi
íslenzka rausn og gestrisni, sem
eru hin framúrskarandi ein-
kenni íslenzkra byggða hér. All-
ir, sem vettlingi gátu valdið,
tóku þátt í samkomum og fund-
um. Veðrið lék við gesti og
heimafólk, og launaði svo með
heillirigningu, sem var sannar-
lega þörf, þegar þingi var lokið.
Gestir þingsins voru: Rev. E.
H. Knudten, D.D., Rev. F. C.
Fry, D.D., forseti U. L. C. A. og
Miss F. Dysinger, L. L. D. frá
W. M. S. of U. L. C. A.
Kveðjur bárust þinginu frá
þessum í fjarlægð:
Biskupi og Synodus íslands
Heiðursforseta, K. K. Ólafs-
syni.
Fyrverandi skrifara, S. B. A.
Bjarnasyni, Pueblo, Cal.
Dr. Pál Kolka, Islandi.
Rev. & Mrs. S. O. Thorlakson,
Berkeley, California.
Meðalaf li 300 t-onn á
bót til 25. apríl í
Sandgerði
Aflamagnið alls um 6000 tonn
Um sex þúsund tonn af fiski
hafa komið á land í Sand-
gerði á vertíðinni fram til
25. apríl. Er það afli um 20
línubáta, og verður hann til
jafnaðar um 300 tonn á bát.
Vertíðina 1949 var meðalafli
á bát í Sandgerði um 225
smálestir.
Fer nú óðum að líða að ver-
tíðarlokum eftir óvenju rýra
vertíð. Afli hefir verið mjög
tregur, en gæftir góðar. Sá afli,
sem fengizt hefir, er því mjög
rýr, þar eð marga róðra hefir
þurft til að ná honum.
All flestir bátar hafa orðið
fyrir gífurlegu afla- og veiðar-
færatjóni af völdum togaranna,
bæði íslenzkra og erlendra, og
er uggur mikill í sjómönnum
vegna þess slæma ástands. Er
mjög hætt við að veiðar línubáta
leggist alveg niður á þessu svæði,
verði ekki gerðar ráðstafanir,
sem duga til úrbóta.
Verkafólkið í landi hefir haft
sæmilega atvinnu í vetur, en
eins og sakir standa eru fremur
daugar horfur með sumarat-
vinnu. Þó getur úr því rætzt, ef
síldveiði verður svipuð og síð-
ustu sumur.
Að öðru leyti er hér sem ann-
ars staðar almenningur að slig-
ast undir ofurmagni sívaxandi
dýrtíðar, — vonlaus um að lof-
orð ríkisstjórnarinnar um bætt
ástand og afkomu rætist, — og
engu mdylst hið yfirvofandi
hrun verði ekki breytt um
stefnu — og það fljótlega.
Ó. V.
-Alþbl.
Dreifið símtölum
Ef þér þurfið oft að síma,
þá skuluð /þér dreifa sím-
tölum þannig, að aðrir, er
nota sama þráð, fái einnig
aðgang að símanum.
Það er mikilvægf . . .
... að fá rétta númerið í
símaskránni. Verið ekki
í vafa.
... að tala skýrt í heyrnar-
tólið.
... að vera fáyrt og forðast
löng símtöl.
Mjög óríðandi
Þér sveitabúar, sem notið
Magnetosíma. Munið að
loka (notið ekki þrýsti-
hnappinn), er f þér hafið
lokið samtali.
MT4-51
mnniTDBR ubEpnonE
sasitm
^ ‘ _- - "