Lögberg - 28.06.1951, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ, 1951
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BlLDFELL. þl)(UU
„Dauður! — Dauður!“ endurtók gamli mað-
urinn og faldi andlitið í höndum sér. „Vesalings
William!“
„Þú varst í huga hans til hinnar síðustu
stundar. Hann bað mig að finna þig — bað mig
að finna þig og færa þér, í stað sonarins seka,
þessa hreinu og saklausu persónu — eins hreina
og saklausa eins og að hann hefði verið, ef að
hann hefði dáið í reifum — barn til þess að
annast þig og hlynna að þér á ævikveldi þínu!
Krjúptu Fanny, ég hefi fundið þér föður, sem
að annast þig og verndar (Ó, þú gjrir það,
herra?) eins og að þú hefðir gert við hann, sem
þú sérð nú ekki framar!“
„Fanny skal elska þig, ef að pabbi vill að
hún gjöri það. Kystu Fanny“.
„Á hann þetta barn?“ spurði blindi maður-
inn grátandi. „Komdu til mín; hérna — hérna!
Ó, guð minn, fyrirgefðu mér!“
Philip áleit ekki rétt eins og á stóð, að
segja hið sanna frá sambandi barsins við hinn
látna, svo að hann beið þegjandi, þangað til
Símon, eftir harmatölur og sorgarþunga stóð
upp með barnið í fanginu og sagði:
„Herra, fyrirgefðu mér — ég er lasburða
og gamall — ég hefi fyrir margt að þakka, og
líka margt að læra. Dó vesalings sonur minn
í örbirgð?“
Fréttirnar af endalokum Gawtrey höfðu
verið í blöðunum á Frakklandi, og þær höfðu
verið teknar upp í ensku blöðin að mestu
leyti og Philip hafði vonast eftir að sleppa við
að endurtaka þá raunasögu. En sökum einveru
sinnar, hrumleika hans og venja fóru þær allar
framhjá honum svo að það lenti nú á Philip
að segja honum þær. Philip hikaði við áður
en að hann svaraði:
„Það er orðið áliðið núna. Þú ert ekki undir
það búinn að veita barninu móttöku, né heldur
til að hlýða á það, sem að ég hefi að segja. Ég
kom til Englands í dag. Ég skal hafa náttstað
í nágrenninu, því mér er það hugþekkt. Ef að
ég má reiða mig á, að þú veitir þessum síðustu
ákvæðum hins ófarsæla sonar þíns viðtöku
og alir önn fyrir henni, sem hann sendi þér,
þá kem ég með hana, og get þá talað við þig
um það sem liðið er með meiru jafnaðargeði
heldur en nú“.
,j3ú svaraðir ekki spurningu minni“, sagði
Símon ákafur; „svaraðu henni og þá skal ég
bíða eftir hinu. Þeir kalla mig nirfil! Sendi
einkason minn út í heiminn til að svelta? —
Svaraðu því!“
„Vertu rólegur. Hann dó ekki allslaus; hann
hefir meira að segja skilið Fanny eftir nokkra
upphæð, sem að ég átti að afhenda þér“.
„Og honum datt í hug að kaupa gamla
nirfilinn til að sýna ofurlítið af mannúð! Jæja —
jæja — jæja! Ég ætla að fara heim“.
„Styddu þig við mig!“
Hundurinn lét vingjarnlega að húsbónda
sínum þegar að hann stóð upp og Fanny rendi
sér úr fanginu á honum til þess að láta vel að
rakkanum. Þ*au gengu hægt í gegnum kirkju-
garðinn og Símon talaði við sjálfan sig, og
Philip vildi ekki taka fram í fyrir honum, því
að hann treysti sér ekki til að létta hugar-
raun hans.
Að síðustu spurði Símon allt í einu: „Iðraðist
sonur minn?“
„Ég vonaði“, svaraði Philip með undan-
færslu, „að ef að hann hefði lifað, að þá hefði
hann séð að sér!“
„Uss, herra! — Ég er yfir sjötugt! Við iðr-
umst! — Við sjáum aldrei að okkur!“ og Símon
sökk aftur ofan í hinar dimmu og raunalegu
hugsanir sínar.
Þau komu að síðustu þangað sem að blindi
maðurinn átti heima. Kona, ógeðsleg og ill-
mannleg, mikið betur búin, en vinnukona var
líkleg að vera, en þó var það staða hennar,
opnaði dyrnar og stóð í þeim með kertaljós í
hendinni og virti gesti húsbónda síns ánægju-
lega fyrir sér.
„Frú Boxer, Sonur minn er dáinn!“ sagði
Símon raunalega.
„Bættur sé skaðinn, herra!“
„Skammastu þín kona!“ sagði Philip fyrir-
litlega.
„En sjáið! Hvern höfum við þarna?“
„Þann“, svaraði Símon, „sem að þú verður
að sýna virðingu. Hún kemur eins og engill,
til þess að bæta mér missir minn. Eitt ónota-
orð frá þér til hennar meinar, að þú ferð burt
af þessu heimili!“
Konan vissi ekki hvað hún átti af sér að
gjöra; en náði sér brátt og sagði skrækhljóða:
„Ég — ónotaorð til nokkurs þess, sem að
mínum viðkvæma og elskulega húsbónda er
annt um. Ó, guð minn, hversu góðleg og lagleg
að hún er. Komdu hérna góða mín!“
Fanny dróg sig til baka og vildi ekkki sleppa
hendinni á Philip.
„Á morgun þá“, sagði Philip, og hann var
að ganga í burtu, þegar að Símon kallaði á
hann:
„Eitt augnablik herra! Ég — ég — sagði
sonur minn þér, að ég væri ríkur — ég er blá-
fátækur — ekkert í húsinu, ef að það hefði
verið, þá væru þeir búnir að stela því fyrir
löngu!“
„Sonur þinn bað mig að færa þér peninga,
en ekki að biðja um þá!“
„Biðja um þá! Nei, en“, bætti gamli mað-
urinn við og kænskusvipur lék um andlitið á
honum, — „en hann hafði komist í slæman
félagsskap. Biðja! — Nei! — lokaðu dyrunum,
frú Boxer!“
Það var með hálfum huga, að Philip daginn
eftir skildi Fanny, sem að honum var farið
að verða mjög ant um,'eftir hjá Símoni. Ekk-
ert annað en hjátrúarfull virðing, sem allir
menn bera fyrir óskum hinna framliðnu, hefði
komið honum til að velja henni slíka fangelsis-
vist; þar sem líka að hann var sér þess með-
vitandi, að hann þyrfti þess ekki sökum veg-
lyndis Madame de Merville. En Gawtrey hafði
verið ákveðinn í því, og honum fanst, að hann
hefði engan rétt til þess að breyta á móti vilja
hans og loforði sínu. Og var það ekki yfirbót
á brestum sonarins, sem að hann máske var
sekur um gágnvart föður sínum, að fela honum
umsjá, með svo elskulegri persónu? Hin ein-
kennilega aðstaða og eiginleikar Fanny ollu
honum meiri áhyggjum, en annars hefði þurft
að vera. Hún verðskuldaði vissulega ekki að
vera kölluð veikluð eða fábjáni; en hún var
ólík öllum öðrum börnum; tilfinningar hennar
voru næmari heldur en flestra annara á hennar
aldri, en það var ekki hægt að kenna um hugs-
anarökum fræðilega. Það var eitthvað sofandi
í, eða skorti á skilningsgáfu hennar, sem gaf
ástæðu til hrygðarblandins ótta; en það var
tíðum, að þegar að ósamræmanlegar og óskilj-
anlegar hugsanir komu fram hjá henni, að þá
fylgdu á eftir hugmyndir svo dásamlegar, eða
þá tilfinningar, glóandi viðkvæmar, sem sýnd-
ust vera eins langt hafnar yfir vanalegan skiln-
ing barna á hennar aldri, eins og hinar sýndust
vera fyrir neðan. Hún var eins og vera, sem
keipar náttúrunnar höfðu arfleitt að öllum skil-
yrðum skáldanna, en neitað henni um allt það,
sem snertir sameiginlegan skilning á lífinu; eða
eins og álfur — umskiftingur , ekki samt eins
og hjátrúin vanalega gerir þá úr garði, illa
innrætta og vanskapaða, heldur fegurri en
mannannabörn, dreymandi um blíðari og full-
komnari verur, en alveg ófærir til að læra
hinar erfiðu og hörðu lexíur mannlegs lífs.
Philip reyndi að lýsa þessum eiginleikum
Fannyar fyrir Símoni eins vel og að hann gat.
Hann sýndi honum fram á, hve áríðandi væri
að vanda til allrar tilsagnar henni viðvíkjandi,
og Símon lofaðist til að sjá um það, og senda
hana á beztu skólana, sem völ var á í nágrenn-
inu; en gamli maðurinn talaði mest um að
Fanny væri dóttir Williams Gawtreys, og 1
sambandi við hugsanir hans var svo mikið af
samvizkubiti, eða umönnun, blönduðu singyrni
og ágirnd, að Philip sá sér ekki fært að minnast
frekar á samband Gawtrey og Fanny.
Gawtrey hafði fengið yfirnunnunni í klaustr-
inu, þar sem Fanny var, 300 pund með þeim
fyrirmælum ,að hún skyldi afhenda hana ef
að eftir henni væri komið og skilríki sýnd, sem
að hann ákvað hver væru. Þessa upphæð af-
henti Philip nú Símoni, að frádeginni smá-
upphæð, sem að hann borgaði yfirnunnu klaust-
ursins fyrir húsaleigu og fæði, sem fallið var í
gjalddaga. Gamli maðurinn tók fengins hendi
við fénu, sem var úr frönsku gulli og læsti
höndunum utan um það. Svo var eins og að
hann áttaði sig og fyrirverði sig og sagði:
„En þú, herra — þarft þú á upphæð — það
er að segja, á sanngjarnri upphæð að halda?“
„Nei! Og þó ég þyrfti þess, þá eiga hvorki
þú eða ég þessa peninga. Geymdu þá handa
henni og bættu við þá því, sem að þú getur“.
Á meðan að á þessu samtali stóð, hafði
Fanny verið skilin eftir hjá frú Boxer. Philip
stóð nú á fætur til að kveðja hana, áður en
að hann færi.
„Má ég koma aftur og heimsækja þig, hr.
Gawtrey; og ég óska af heilum huga, að þið
Fanny verðið hvort öðru til hamingju og bless-
unar. Minstu þess, hvað mikið að sonur þinn
unni henni!“
„Hann var hjartagóður, þrátt fyrir allar sín-
ar syndir, vesalings William!“ sagði Símon.
Philip Morton hlustaði á þetta með hrygðar-
og sanngjörnum fyrirlitningarsvip. Ef, þegar að
William Gawtrey fór frá föður sínum 19 ára
gamall, að faðir hans hefði þá munað eftir því,
að hann var hjartagóður, þá hefði sonur hans
verið enn á lífi, heiðarlegur og lífsglaður mað-
ur. Hlægið þið ekki! Ó, þið hlerandi fjandar!
Þegar menn hrósa þeim dauðu, sem að þeir
sáu ekkert gott í, fyrri en í gröfinni? Það tekur
mikið af marmara til að byggja grafhvelf-
ingu — það hefði ekki tekið mikið af steinlími
og steinlímsrimlum til að gjöra við þakher-
bergið!
Philip fór inn í lítið herbergi, sem var fast
vjð stofuna, sem að Símon Gawtrey sat í, og
sá Fanny standa raunalega á svipinn við ó-
hreinan glugga, sem að vissi út að steingarði,
sem var í kringum blettinn sem húsið stóð á.
Frú Boxer sat við borðið með höfuðhettu í
höndunum, sem hún var að gjöra að, og var
að spyrja Fanny í fölskum gæluróm, sem fólki,
sem ekki er vant börnum, er svo tamur.
„Svo góða mín, þeir hafa ekki kent þér að
lesa eða skrifa? Þú hefir verið raunalega tröss-
uð, vesalingurinn!“
„Við verðum að gera okkar bezta úr því“,
sagði Philip um leið og að hann kom inn í her-
bergið.
„Guð hjálpi mér, herra! Ert það þú?“ og
bústýran stóð upp og hneigði sig, því Philip var
vel klæddur, fyrirmannlegur og höfðinglegur
álitum.
Ó, bróðir!“ sagði Fanny, því Philip hafði
kent henni að ávarpa sig þannig, og hljóp til
hans. „Komdu í burtu, það er ljótt hérna! —
Það setur í mig hroll!“
„Barnið mitt! Ég sagði þér, að þú yrðir að
vera hérna; en ég kem kannske einhverntíma
aftur að sjá þig. Vilt þú ekki vera góð við þessa
vesalings stúlku, Madame? Fyrirgefðu ef að
ég móðgaði þig í gærkveldi, og gerðu mér þann
greiða, að taka við þessu til að sýna að við
séum vinir“, og hann tók peningaveski úr vasa
sínum og fékk henni. „Ég er þér þakklátur
fyrir allt, sem þú getur gjört fyrir Fanny“.
„Fanny vill ekki þiggja neitt frá neinum
öðrum. Fanny vill fá bróðir sinn“.
„Elskulegt barn! Ég er hrædd um að hún.
ætli ekki að þýðast mig. Heldurðu að þú fellir
þig við mig, Fanny?“
„Nei! — Farðu!“
„Sussu, Fanny. Þú manst eftir, að þér féll
ekki vel við mig fyrst. En hún er svo ástúðleg,
Madame, og gleymir aldrei því, sem að henni
er gjört vel til“.
„Ég skal gjöra allt sem ég get, til þess að
gjöra hana ánægða, herra. Svo að hún er virki-
lega sonardóttir húsbóndans?" spurði frú Box-
er og hvesti- augun á Philip, svo hvast, að hon-
um varð órótt, en hann svaraði ekki, heldur
reyndi að hafa ofan af fyrir Fanny, sem að nú
var farin að ráða í mótlætið sem hennar beið,
því þó að hún gréti ekki; hún gerði það sjaldan;
þá skalf hún eins og hrísla, lokaði augunum,
var náföl í framan og hélt höndunum fast utan
um hálsinn á honum, sem var að fara frá henni
og skilja hana eftir í höndum ókunnugra.
Philip var hrærður. „Einn koss, Fanny! Og
gleymdu mér ekki“.
Barnið kysti á kinnina á honum, en varir
þess voru kaldar. Hann setti hana varlega nið-
ur á gólfið, og hún stóð þar þegjandi og al-
varleg.
„Mundu eftir, að hann vildi að ég skildi þig
eftir hérna“, hvíslaði Philip að henni, — rök,
sem aldrei brugðust. „Við verðum að gjöra,
eins og hann vildi! — Guð blessi þig, Fanny!“
Hann stóð á fætur og gekk til dyranna. Fanny
tók hendurnar frá augunum og horfði rauna-
lega á hann, varirnar á henni hreyfðust en hún
sagði ekki orð. Þessi þögula sorg skar Philip
í hjartað. Hann reydi til að brosa glaðlega við
henni. En bros vildi ekki vakna á vörum henn-
ar. Hann lét aftur dyrnar og flýtti sér út úr
húsinu.
Frá þessum degi lagðist yfir hana dreym-
andi dofi, sem líktist mest ástandi dáleidds
mánns, sem dáleiðarinn hefir gleymt að vekja.
Áður, þrátt fyrir undarlegheit eða skilnings-
skort hennar, átti hún yfir að ráða ófágaðri en
léttri lífsgleði .Nú var hún horfin. Hún talaði
sjaldan — lék sér aldrei — leikföng lét hún
afskiptalaus og hundurinn megnaði ekki einu
sinni að vekja athygli hennar. Ef að henni var
sagt að gjöra eitthvað, þá horfði hún út í blá-
inn og hreyfði sig ekki. Hið eina athyglismerki,
sem á henni sást, var óljós umönnun fyrir gamla *
blinda manninum; hún dróg sig að knjám hans,
og sat þar klukkutímunum saman, sagði ekkert
og svaraði sjaldan þó að hann spyrði hana, en
varð óróleg og áhyggjufull ef að hann fór frá
henni.
„Ætlar þú að deyja líka?“ spurði hún einu
sinni. Gamli maðurinn skildi ekki hvað hún
meinti, og hún reyndi ekki heldur til að útskýra
það. Snemma dag einn, skömmu eftir að Philip
fór, hvarf hún. Það var leitað í húsinu, en hún
var ekki þar, ekki heldur í garðinum, sem var
í kringum húsið, þangað sem að hún var stund-
um send og sagt að leika sér, en árangurslaust.
Gamli maðurinn varð óttasleginn og bar það
upp á frú Boxer, að hún hefði sent hana í burtu
og var svo harðorður við hana, að hún þorði
ekki annað en að fara að leita, þó naugug. Hún
fann Fanny að síðustu úti í kirkjugarði, þar
sem að hún stóð við leiði og horfði vonhýr á
það.
„Hvað ert þú að gjöra hérna, pestin þín?“
sagði frú Boxer hrottalega og greip um hand-
legginn á henni.
„Þetta eru leiðin, þar sem þeir koma ein-
hverntíma til baka báðir! Mig dreymdi það!“
„Ef að ég finn þig nokkurntíma hér aftur!“
sagði bústýran og þurkaði af enni sér með ann-
ari hendinni, en barði barnið með hinni.
Fanny hafði aldrei verið barin áður. Hún
hopaði á hæl dauðhrædd og forviða og fór að
gráta í fyrsta sinni eftir að hún kom í þessa
nýju vist sína.
„Komdu — komdu! Hættu að öskra! Og ef
að þú segir húsbóndanum frá þessu, þá lem
ég þig þangað til að þú getur ekki hreyft þig!“
Og með það greip hún barnið í fang sér og
æddi tiL-og frá og sneypti og ógnaði barninu
unz að það hætti að gráta; en þá hélt hún heim,
flýtti sér inn í setustofuna þar sem Símon var
og sagði: „Hér er elskan litla, herra!“
Þegar Símon frétti hvar hún hefði verið,
glaðnaði yfir honum; því það var hans óbrotin
regla, þegar að veður var gott á kveldin, að
fara þangað sjálfur með leiðsögn hunds síns
og sitja á sínum vissa stað, á meðan að sólin
hneig til viðar í vestri. Hann valdi sér þetta
pláss, ekki svo mjög sökum helgi þess eða hugs-
ananna sem það kunni að vekja, heldur vegna
þess að það var það óhultasta, einmanlegasta
og nálægasta pláss við hús hans, sem völ var á
í nágrenni hans, þar sem að hann gat setið í
næði og bakað sig við sígandi geisla sólarinnar.
Hann hafði ekki fram að þessu tekið Fanny
með sér þangað — fanst staðurinn minna of
mikið á skuggahliðar lífsins, en hafði látið
hana fara að hátta áður en hann fór þangað
sjálfur. Nú leyfði hann henni að fara með sér
og þau sátu þar saman, hlið við hlið, eins og
að æskan og ellin hvíldu undir fótum þeirra.
Fyrsti vottur á vaknandi áhuga hjá Fanny kom
fram í sambandi við kross (sjónleysi) vernd-
ara hennar. Kveld eitt er þau sáu á þessum
stað, fékk hún hann til að lýsa fyrir sér hve
auðnusnautt að sjónleysið væri. Hún virtist
skilja hann, þó að hann gerði sér ekkert far
um að búa hugsanir sínar og skýringar í bún-
ing sem var við hennar hæfi.
„Fanny skilur“, sagði hún viðkvæm; „því
að hún er líka blind“, og hún ták höndunum
um ennið.
Þrátt fyrir þögmælsku hennar og einkenni-
lega háttu, og þó að Símon gæti ekki séð hina
frábærlegu líkamsfegurð hennar, sem að skap-
arinn eins og í iðrunarfullri meðlíðan hafði
klætt hana í, þá unni hann henni heitara, en
að hann áður hafði unnað nokkurri manneskju.
Því þeir sem kaldir eru til sinna eigin barna,
unna oft barnabörnum sínum heilhuga. Önug-
lyndi hans bitnaði aldrei á henni. Allrahanda
góðgæti, sem áður sást aldrei á matborði hans,
var keypt til þess að gjöra matinn aðgengilegri
fyrir hana, og leikföng keypt til að hafa ofan
af henni með. En það leið samt langur tími
þangað til að hann gat fengið sig til að upp-
fylla loforð Philips og láta hana fara frá sér.
Að síðustu, dauðþreyttur á jaginu úr frú Boxer
út af fáfræði Fanny, lét hann tilleiðast að
senda hana á dagskóla í útjaðri bæjarins. A
skólanum, eftir all-langan tíma, sannaði Fanny
greinilega, að heimskuummælin um hana voru
á rökum bygð. Hún gat ekki einu sinni haft
augun í tvær mínútur á bókinni, sem hún átti
að læra að lesa á; það tók hana fleiri mánuði
að læra stafrófið, og svo var hún búin að gleyma
því aftur eftir mánuð, og þurfti að byrja upp
á ný. Það eina, sem hún virtist bera verulegt
skyn á, voru saumar. Nunnurnar, sem að hún
hafði verið hjá, höfðu kent henni margt og
margvíslegt í þeirri list; og þegar að hún komst
að því á skólanum, að henni var hælt, í stað
þess að vera ásökuð, þótti henni vænt um það,
og lærði undir eins allt af því tagi sem að
henni var sýnt eð sagt frá í þeirri óarðsömu
list. Og frú Boxer notaði sér það lævíslega og
hagnaðist vikulega á handverki hennar. Ann-
ari gáfu var hún gædd, sem algeng er hjá löm-
uðu fólki, og þeim sem lítilsigldir eru, en það
var óyggjandi minni á stöðum og plássum, sem
að hún hafði séð. Fyrst í stað hafði frú Boxer
verið send með Fanny á skólann á morgnana,
um miðjan daginn og svo til að sækja hana
á kveldin, en þetta var svo erfitt og ógeðfelt
fyrir frúna, að hún neitaði að halda því áfram,
og Fanny hvatti Símon til þess að leysa hana
frá því óhuggulega verki, og lofa sér að fara
fram og aftur einni, og féllst gamli maðurinn á
það á endanum. Fanny þakkaði sínum sæla að
losna við fylgd frú Boxer; hún gekk alltaf í
gegnum kirkjugarðinn hvort heldur að hún
kom eða fór, stansaði við leiðið, sem að hún
ennþá trúði að Philip mundi koma frá, og auk
umhugsunarinnar um hann, var annar velunn-
ari hennar henni í huga, en þær endurminn-
ingar í huga hennar voru greindar á hennar
eigin vísu.
„Pabbi er farinn og kemur ekki aftur“, hún
vissi að hann mundi ekki hafa sent hana í
burtu, langt — langt í burtu yfir heilt úthaf,
ef að hann hefði ætlað sér að sjá .Fanny aftur;
en bróðir hennar var neyddur til að skilja við
hana — hann mundi lifna aftur einhvern dag-
inn, og þá skyldu þau ekki skilja aftur!
Dag einn þegar komið var undir haust, kom
skólakennari hennar, sem yfirleitt var góð
kona, en sem ekki hafði tekist að skilja eða ná
réttum tökum á Fanny, prúðbúin því hún hafði
verið boðin í skírnarveizlu í nágrenni við skól-
ann, og börnin áttu að fá frí eftir miðjan dag-
inn. Fanny kom síðust í skólann og hélt á staf-
rófskverinu í hendinni, þegar að hún kom inn
í skólann stansaði hún allt í einu og horfði á
fagurt blómknippi, sem kennarinn hafði.nælt á
sig á stað þeim, sem skáldin hafa líkt við snjó-
skafla — kaldranaleg líking! Það var komið
fram á haust, og vallarblómin og jafnvel garða-
blómin voru orðin fágæt.
„Viltu gefa mér eitt af þessum blómum?“
spurði Fanny og sleppti bókinni svo að hún
datt á gólfið.