Lögberg - 23.08.1951, Side 1
PHONE 21 374
, A U«"*e
cw«ers
Lautldr\JÍ'. A Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21 374
toii
U«*e
R.U'1'1 ««4JS?ge
5,10 »
CleaTl'
A Complete
Cleaning
Institulion
e*í|Íp»»
84. ARGANGUR
V'INNÍPEG, FIMTUDAGINN, 23. ÁGÚST, 1951
Minningarorð um merka og góða konu
Að kvöldi þess 7. yfirstandandi
mránaðar lézt á Grace sjúkrahús-
inu hér í borginni frú Jóhanna
Ingibjörg Pétursson 82 ára að
aldri, gáfuð kona og híbýlaprúð;
hún var fædd að Ánabrekku í
Borgarhreppi í Mýrasýslu hinn
6. dag júlímánaðar árið 1869.
Foreldrar hennar voru þau
Þórður Guðmundsson og Berg-
þóra K. Bergþórsdóttir; hún var
tekin til fósturs af Ingibjörgu
móðursystur sinni og dvaldist á
hennar vegum fram að þeim
tíma, er hún giftist Pétri Pét-
urssyni frá Fornaseli í Álftanes-
hreppi árið 1887, sem hún misti
í Winnipeg 1931.
Þau Pétur og Jóhanna fluttust
vestur um haf 1901 og dvöldu
fyrst árlangt í Mikley; þaðan
lögðu þau því næst leið sína til
Grunnavatnsbygðar við Mani-
tobavatn, en settust að í Winni-
peg 1928. Eftir lát manns síns
bjó Jóhanna með dætrum sínum
hér í borg við mikið ástríki.
Þeim Pétri og Jóhönnu varð
tólf barna auðið, og af þeim dóu
fjögur í æsku, en átta komust til
fullorðins ára; af þeim gjörfu-
lega hópi lézt ein dóttirin, Sig-
ríður, fyrir þremur árum; á lífi
eru Mrs. Kristín Thorsteinsson,
Mrs. Ó. Jónasson, Mrs. John
Johnson, Mrs. James Hatchard,
þær ungfrúrnar Ingibjörg og
Björg, og Pétur Konráð, sem bú-
settur er í Vancouver; á heimili
þeirra Péturs og Jóhönnu ólust
einnig upp að mestu leyti þau
Þórður Sigurðsson og Mrs. P.
Anderson. Alsystkini frú Jó-
hönnu, sem öll eru látin, voru
Bergthor, Oddfríður, Valgerður
og Kristín; af hálfsystkinum
hennar eru tvö á lífi, þau Ingi-
mundur Sigurðsson og Gróa
Sigurðsson, sem bæði eiga heima
að Lundar; barnabörnin eru
seytján að tölu, en barnabarna-
börn níu.
Það liggur í augum uppi, að
þau Pétur og Jóhanna hafi tíð-
um orðið að láta hendur standa
fram úr ermum við uppeldi jafn
fjölmenns barnahóps; á hinn
bóginn var til mikils að vinna,
og lífssfgurinn mikill, þar sem
Jóhanna Ingibjörg Pétursson
börnin urðu eins ágætt og vel
mannað fólk, sem raun er
orðin á.
Frú Jóhanna var bókelsk og
bókfróð kona, er jafnan braut
ítarlega til mergjar allt, sem hún
las, og hún kallaði í þeim efnum
heldur ekki alt ömmu sína; hún
kunni utanbókar kynstrin öll af
Ijóðum og var fljót að átta sig
á hvar feitt var á stykkinu; hún
unni íslandi hugástum og henni
varð tíðrætt um æskustöðvar
sínar, einkum fossinn sinn,
Skuggafoss á Mýrum, ef ég fer
rétt með nafnið; hún var víðsýn
kona og félagslynd, og við, sem
áttum með henni samleið í þess-
ari borg, minnumst þess með
þakklátum huga, hve reglu-
bundið hún sótti íslenzkar mann-
félagssamkomur, fundi Þjóð-
ræknisfélagsins, eða aðra mann-
Stórkosílegt
uppskerutjón
Um síðastliðna helgi dundi
yfir Langruth-bygðina við Mani-
tobavatn slíkur feikna hagl-
stormur, að margir íslenzkir
bændur í grend við bæinn og
eins að Big Point, mistu alla
uppskeru sína; mælt er að eng-
inn þessara bænda hafi haft
haglsábyrgð á uppskerunni, og
er því tjónið gífurlegt.
fagnaði þar,
var mælt.
sem íslenzkt mál
Frú Jóhanna var um nokkurt
skeið nábýliskona okkar hjón-
anna í Acadia-byggingunni á
Victorstræti, og hún var yndis-
legur og ógleymanlegur ná-
granni, ávalt jafn orðfim, hrein-
skilin og prúð; við hjónin vorum
fjarverandi, er dauða hennar bar
að, og áttum þess eigi kost, að
fylgja henni til grafar, sem við
annars hefðum að sjálfsögðu
gert; við söknum hennar og við
finnurn til þess hve umhverfið
er fáskrúðugra eftir að vegir
skildust; en við þetta verður
okkur það ljósara, hve djúp-
stæður hljóti að vera söknuður
þeirra, er stóðu henni næst.
Minningarathöfn um frú Jó-
hönnu fór fram í Sambands-
kirkjunni í Winnipeg þann 10.
þ. m. og samdægurs að Lundar;
á báðum stöðum talaði séra
Philip M. Pétursson yfir mold-
um þessarar merku og góðu
konu.
Einar P. Jónsson
Lík fundéð
og jarðsett-
í fyrri viku fanst lík Hjartar
Guðmundssonar, er drukknaði í
Winnipegvatni fyrripart sum-
ars; var það flutt til Gimli, en
jarðsetning fór fram að Árnes
á sunnudagskvöldið var undir
forustu sóknarprestsins, séra
Haralds S. Sigmar; um undir-
búning útfararinnar annaðist
Alan Couch útfararstjóri á
Gimli.
MISS SNJÓLAUG SIGURDSON
\
Efnir f-il hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju
Á mánudagskvöldið þann 10. september næstkomandi, efnir
hinn kunni og ágæti píanisti, Miss Snjólaug Sigurdson, til
hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju, sem vinir hennar og
unnendur hinnar fögru hljómlistar, bíða eftir með óþreyju.
Miss Sigurdson á djúp ítök í hjörtum Vestur-íslendinga,
eigi aðeins vegna fágaðrar listar sinnar, heldur og engu
síður vegna persónuleika sín sjálfrar; hún hefir í síðastliðin
fimm ár stundað framhaldsnám og kenslustörf í New York
við glæsilegan orðstír; til hljómleika þessara er stofnað fyrir
atbeina Icelandic Canadian Club Scholarship nefndarinnar;
arði hljómleikanna verður varið til stuðnings við ungan,
íslenzkan píanista, sem er að ryðja sér glæsilega braut; á
Miss Sigurdson miklar þakkir skildar fyrir fagurt fordæmi
í þessu efni.
NÚMER 34
Ný verzlun tekur
f-il starfo
Á öðrum stað hér í blaðinu
birtist auglýsing frá nýrri karl\
mannafatnaðarverzlun, sem í
&ag hefur göngu sína hér í borg-
inni, og gengur undir nafninu
Dorchester Shops með bækistöð
að 546 Main Street, rétt við
James Avenue; þetta verður ein
af mörgum útibúum þessara
keðjubúða, sem reka viðskipti í
flestum stærstu borgum lands-
ins; er það íbúum V/innipeg-
borgar að sjálfsögðu mikið
fagnaðarefni, er ný fyrirtæki
skjóta hér rótum, því í slíku
felst ómótmælanlegt traust á
framtíð borgarinnar.
Þessi nýja búð er að öllu hin
veglegasta og verzlar aðeins með
fyrsta flokks vörur; hún býður
almenningi einnig nýja greiðslu-
skilmála, Dorchester Continuing
Budget Account, þar sem við-
skiptavinir ákveða sjálfir um
mánaðarlegar greiðslur.
Fellibylur veldur gífurlegu
martn- og eignatjóni
Um síðustu helgi fór yfir
Jamaica sá ægilegasti fellibylur,
sem um getur í þrjú hundruð
ára sögu landsins; vitað er, að
109 manns týndu lífi af völdum
þessara náttúruhamfara, þó vel
megi vera, að dánar- og slysa-
talan verði mun hærri um það,
er öll kurl koma til grafar;
eignatjón er metið á 60 miljónir
dala, þó enn sé að vísu í þessu
efni um bráðabirgðamat að
ræða.
Höfuðborgin Kingston varð
einna harðast leikin, símasam-
bönd rofnuðu með öllu og íbúar
ar- og verzlunarhús jöfnuðust,
við jörðu.
Rauði Krossinn kom þegar á
vettvang ásamt öðrum líknar-
stofnunum til að ráða fram úr
hinum margháttuðu vandamál-
um þar, sem þörfin var mest;
í kjölfar fellibylsins sigldi síðan
ákaft regn, er orsakaði 17 þuml-
unga djúpan vatnsaga.
Skipt um forustu
utanríkismála
Frá Washington berast þær
fregnir, að miklar líkur séu á,
að Dean Acheson, núverandi
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, láti af embætti seinnipart
næstkomandi mánaðar, að lok-
inni staðfestingu friðarsamning-
anna við Japan, sem þá verða
undirritaðir í San Francisco;
fylgir það sögu, að Mr. Acheson
sé farinn að verða næsta þreytt-
ur á stjórnmálaþófinu, og vilji
hefja á ný málaflutningsstörf í
Connecticut-ríki, en þar er hann
borinn og barnfæddur, nú er
þess getið til, að Averell Harri-
man, sérstakur sendiherra
Trumans forseta vítt um jarðir,
verði eftirmaður Mr. Acheson’s.
Sem stendur er Mr. Harriman
staddur í Iran að fyrirmælum
Trumans forseta vegna olíudeil-
unnar milli Breta og Persa, ef
unt yrði að greiða úr ágreinings-
málunum, er harla tvísýnt þykir.
MINNI ÍSLANDS
eftir TRAUSTA G. ÍSFELD
Rís með tign úr ættlands álum
eyjan forna sögusling,
þar var unnið mest að málum,
mynduð lög og fyrst sett þing.
Tylftardóms mun frœgð ei fyrnast
fer um alla jarðarslóð,
íslendinga gáfur girnast
göfgir menn hjá hverri þjóð.
Sjáið landið sylgjum þakið
sígræn engi og fögur tún,
Gunnarshólmann, Grettistakið
gamla Njál á feigðarbrún,
Borgar feðga, Flosa og Kára
frœgstur allra á landi var,
mörgum veitti sorgir sára,
sagan þetta með sér bar.
Slíðruð sverð á landi Ijóða
líf og eignir mönnum tryggðar,
það var landsins gæfan góða
að gœta sinnar heima byggðar.
Yfirgang má enginn brúka
allir hlýði settum lögum
arfasátan aldrei rjúka
allir bindist kærleiks högum.
Himinblámans heiðu tjöldin
hylla morgun sólarbál,
þá er eins og fjalla fjöldinn
fengið hafi mannsins sál.
Hljóðaklettar allir óma
undir tekur gljúfraþröng,
lífið virðist leyst úr dróma,
lifnar allt við fuglasöng.
Blessað Island, bjartar nætur,
blómin fegurst gróa í jörð,
upp við jökúlrendar rætur
renna tár um kalinn svörð.
Þó'að ís og eldar œði
allt að reiðskjálfi ber,
Þitt haggast aldrei græna græði.
Guð og lukkan fylgi þér.
Giflingar framkvaemdar
af séra Sigurði Ólafssyni:
Á prestssetrinu 1 Selkirk, 16.
ágúst, Freeman Sigurjón Brand-
son, Árborg, Man., og Lillian
Ásbjörg Snifeld, Hnausa, Man.
í kirkju Selkirk-safnaðar, 18.
ágúst, Harry James Baker, Sel-
kirk, og Dorothy May Henrik-
son, sama staðar.
í kirkju Geysis-safnaðar, 18.
ágúst, Magnús Ingiberg Daníels-
son, Hnausa, Man., og Margaret
Sigurrós Sigvaldason.
Kjörinn forsetf
blaðascmbands
Úr borg og bygð
— ÞAKKARQRÐ —
Við undirrituð finnum okkur
það skylt, að þakka af alhug
séra Philip M. Péturssyni fyrir
samúð og fögur kveðjuorð við
útför okkar elskuðu móður, frú
Jóhönnu Pétursson; við þökkum
einnig frú Elmu Gíslason fyrir
inndælan einsöng í Sambands-
kirkjunni 1 Winnipeg, sem og
söngflokki safnaðarins og organ-
ista.
Einnig þökkum við ástúð og
umhyggju þeirra Mr. og Mrs.
Ingimundur Sigurðsson og fjöl-
skyldu, að Lundar, ásamt söng-
fólki byggðarinnar undir stjórn
Vigfúsar Guttormssonar, er lék
fagurlega á orgelið. Öllum þeim,
er sendu blómagjafir eða vott-
uðu á annan hátt virðingu sína
við þá látnu ,þökkum við af
hrærðu hjarta.
Börn hinnar látnu
☆
Kveðju- og þakkarorð
Þegar við erum nú að fara
heim aftur, getum við ekki látið
hjá líða að þakka fyrir hinar
rausnarlegu og alúðar viðtökur
hér hjá öllum í Canada, þessu
yndislega landi ykkar. Við þökk-
um þó sérstaklega mági og syst-
ur minni, Mr. og Mrs. P. Ander-
son hið rausnarlega boð þeirra
og alla þá miklu rausn, sem okk-
ur hefir verið veitt hér á vegum
þeirra og barna þeirra þessa tvo
mánuði, sem við höfum dvalið
hér. Við getum ekki með fátæk-
legum orðum þakkað alla þá
umönnun, sem það allt hefir lát-
ið okkur í té. Ennfremur þökk-
um við systur minni og mági
Kristínu og Sigurði í Elfros,
Sask. og börnum þeirra fyrir
allt, sem þau hafa fyrir okkur
gert til þess að gleðja okkur.
Við biðjum guð að blessa allt
þetta fólk og land þeirra, sem
hefir verið þeim svo stórgjöfult,
og við vonum að svo verði einnig
í framtíðinni.
LIFIÐ HEIL!
Svanhildur Jóhannsdóttir
Þorbjörn Jónsson
Reykjavík, Island
A. W. Hanks
Á nýlega afstöðnu ársþingi
vikublaðasambandsins c a n a -
d í s k a, sem haldið var hér í
borg, var Mr. A. W. Hanks, rit-
stjóri og eigandi blaðsins St.
James Leader, kjörinn forseti
þessara mikilvægu blaðasam-
taka fyrir næsta ár; er hann
hinn vinsælasti maður og áhuga-
samur um mannfélagsmál.
Látin í Selkirk þann 14. ágúst
Mrs. Guðlaug María Sigfús-
dóttir Johnson, ekkja Jóns Jóns-
sonar smiðs frá Stóra-Steinsvaði
í Norður-Múlasýslu. Frú Guð-
laug var móðir Dr. Eyjólfs
Johnson í Selkirk og þeirra syst-
kina, hin merkasta ágætiskona.
Mun hennar verða nánar getið
síðar.