Lögberg - 23.08.1951, Side 3

Lögberg - 23.08.1951, Side 3
LOGBEKU. FIMTULAGLNN 23. ÁGÚST, 1951 3 SAMEININGIN Endurprentað samkvœmt ósk úr Gjörðabók Kirkjufélagsins Hvernig getur Sameiningin lifað? Ekki er ástæðulaust að spyrja þannig, því áskrifendur blaðsins eru nú orðnir hræðilega fáir. Má vera að nyt- semdar dagar hennar séu á enda og að hún hafi lokið dags- verki sínu. En hvers vegna ætti hún að deyja? Hver er ástæðan? Eina ástæðan, sem nokkrum manni gæti dottið í hug, er sú, að nú sé íslenzk tunga svo þverrandi hér vestra. að hún geti ekki lengur unað lífi. 1 apríl-blað Sameiningarinnar ritaði ég grein um þetta mál og hélt því þar fram, að enn væru nógu margir Vestur- íslendingar, er gætu lesið og skilið íslenzku til þess að halda við blaðinu. Síðan ég skrifaði þá grein hefir þetta mál opnast enn betur fyrir mér, og skal ég nú segja frá því. Bandalag Lúterskra kvenna gefur út tímarit, sem heitir Árdís, að mestu leyti á íslenzku. Það fyrirtæki hepn- ast svo vel, að það borgar allan kostnað og á svo mikið í sjóði, að með honum er unt að reisa skýli við sumar'oúðir æskunnar í Sunrise Lutheran Camp. Þar af leiðandi tel ég það víst, að ef allir meðlimir Kirkjufélags vors væru konur, myndi Sameiningin lifa góðu lífi. Annað dæmi vil ég einnig nefna. Til er kristilegt tíma- rit, á vegum Aðventista, sem nefnist Stjarnan. Ritið er al- gjörlega á íslenzku og fjallar nærri eingöngu um trúmál. Útgefandi hennar er íslenzk kona, sem á heima á Lundar, Miss Sigríður Johnson. Hún er alein j því starfi; en hún lætur prenta 900 eintök af tímariti sínu á hverjum mánuði; en alt okkar íslenzka Lúterska kirkjufélag getur ekki gefið blaði sínu ,Sameiningunni, svo mikið sem 300 kaupendur. Hvernig geðjast yður að samanburðinum? Ég heyri einhvern segja: Þarna sjáið þið mynd af á- hugaleysinu. Þar er viljaleysi í algleymingi. Ef við segjum, að sú niðurstaða sé rétt, er samt eftir ráðgátan: hvernig á að skapa hinn góða vilja, hvernig á að vekja áhugann? Hvað hefir verið reynt? Þegar forseti Kirkjufélagsins kom til mín eftir kirkjuþing í fyrra og bað mig að taka að mér ritstjórn blaðsins, sagði hann mér, að öllum söfnuð- um yrði send hvatning til að hjálpa Sameiningunni. Getur nokkur frætt mig um það, að einn einasti' söfnuður hafi nokkurntíma á árinu lyft litla fingri sínum til að hjálpa Sameini'ngunni? Það má vel vera, þó ég hafi ekki heyrt þess getið. í greininni, sem ég skrifaði um málið í apríl-blaðið, °g ég hefi áður minst á, flutti ég sterka áskorun til allra góðra drengja, að koma Sameiningunni til liðs. Hvaða árangur varð af þessari beiðni? Séra Guttormur Guttormsson sendi mér $5 handa „Sam.“, en það mun hafa skeð áður en greinin mín birtist. Kona í Minneapolis, Mrs. María Ersted, sendi mér einnig $5 í áskriftargjald fyrir „Sam.“ Hvorttveggja þetta er einstaklega fallegt, og er ég þeim af hjarta þakklátur fyrir þennan dásamlega kærleika til þessa málefnís. Á þessu þingi vil ég aðeins biðja eins: þess, að menn tali um Sameininguna með drenglyndri hreinskilni, hver sem sannfæring þeirra er. Ég vil, að enginn sé víttur fyrir neina skoðun, en að menn beri sig sundur og saman r hreinni einlægni, um það, hvað hægt er að gjöra. Á Sameiningin að lifa, eða er bezt, að hún deyi nú? Ef menn skyldu halda því fram, að lifa, ættu menn að láta í ljós allar hugmyndir sínar um það, hvað ætti að vera í blaðinu. Til þess að opna þær hugsanalindir, dettur mér í hug að nefna ýmislegt, sem að því máli lýtur. Sumu af því hefi ég leitast við að fylgja á árinu þessu, sem nú er rétt liðið, en ég nefni hér fleira. Á þessu ári var ég að feta mig áfram til að reyna að finna réttu leiðina; en bæði er það, að ég var veikur nokkra mánuði ársins og eins það, að ég gat ekki æviplega fengið það sem ég vildi, og var ekki búinn að finna niðurstöðu í öllum atriðum. Úr því ég minnist á veikindi mín vil ég einmitt hér þakka séra Valdimar J. Eylands fyrir góða hjálp meðan ég var veikur og eins þakka öllum hinum, sem rituðu í blaðið fyrir mína beiðni. Hvað á að standa í bláðinu? Það viljum vér athuga. Blaðið er íslenzkt. Málið er fallegt og fólki voru’kært. Það er til góðs að leggja rækt við það eftir því sem það getur flutt oss, yngri og eldri, nytsemd og fegurð. Svo lengi sem það er tilfellið sýnist fara vel á því, að þar sé eitthvað sagt frá ættjörðinni, eitthvað af gulli andlegra ljóða, eitt- hvað markvert, heilbrigt og guðdómlegt sem gjörist í kirkju íslands. Á sama hátt er blaðið vestur-íslenzkt. Viðburði í því, líf og minningar frá því fólki mætti til gagns og gleði færa yfir á blaðsíður Sameiningarinnar. Sameiningin er kristilegt blað. í boðskap kristindóms- ins liggur hin fyrsta skylda hennar. Að vitna um Jesúm Krist, mannkyns Frelsarann, veginn til allra andlegra gæða, að flytja mönnum boðskap sáluhjálparinnar, og túlka þeim vilja Guðs til manngöfgis og blessunar um tíma og eilífð er heilög skylda Sameiningarinnar. Hún á að vera kristi- legt vakningarblað fyrst af öllu. Bjarmi á íslandi flytur nærri eingöngu trúmál. Sameiningin er því næst kirkjublað. Þar koma til greina 4 deildir: hin almenna kristna kirkja, Lúterska kirkjan sér- staklega, United Lutheran Church, sem vér tilheyrum og vort eigið Kirkjufélag. Má vera, að ég hefði átt að nefna Kirkjufélag vort fyrst, því sumir .ætla, að hver sé sjálfum sér næstur, en Kirkjufélag vort er til, sem nokkur hluti af hinni Almennu kirkju, er var til löngu áður. I síðustu tíð hefir henni prýði- lega verið sýndur sómi í Sameiningunni með „Hvaðanæfa“ séra Guttorms Guttormssonar; en næstu deildinni, vorri eigin United Lutheran Church, þarf fólk vort að kynnast betur, sérstaklega þremur stórmálum hennar: trúboði líkn- arstarfi og mentastofnun. Margir kannast við, að vér styrkj- um þessi göfugu málefni ekki nógu vel. Samt hefir þetta töluvert færst í lag á síðasta ári. Með fréttum af því sem starfað er í United Lutheran Church og með sanngjörnum, hvetjandi orðum um drengilegan stuðning, gæti Samein- ingin, að einhverju leyti, göfgað hugsunarhátt vorn gagn- vart félaginu sem vér tilheyrum og málefnum þess. Þá komum vér að Kirkjufélagn voru. Þar getur Sam- einingin orðið að miklu liði. Hið fyrsta, sem mér kemur í hug, er hið fagra hlutverk að styrkja vinatengslin, sem ættu að vera milli einstaklinga og safnaða vorra, með kær- leiksríkum umsögnum um menn og málefni, og með um- sögnum um það, sem markvert gjörist og er til fyrirmyhdar, ásamt persónulegum hlýleik milli blaðsins og lesendanna, með hvetjandi vinsamlegum' anda gagnvart stofnunum Kirkjufélagsins (sumarbúðum æskunnar og heimilum fyrir ellina), og engu síður með því að styrkja af alefli þau mál- efni sem Kirkjufélaginu ber heilög skylda til að hjálpa svo sem: safnaðarstarf, sunnudagaskólar, ungmennafélags- skapur, trúboð, líknarstarf og fleira. Árbók Ferðafélagsins 1951 Eftir prófessor RICHARD BECK Business and Professional Cards Það er alltaf mikill fengur og góður að Árbók Ferðafélags Is- lands, eigi sízt okkur íslending- um, sem búsetu eigum utan ætt- jarðarstranda; og ekki þarf ann- að en líta á myndina í formála þessa síðasta árgangs Árbókar- innar til þess að sannfærast um það, hve víðtæk ^íslandslýsing hún er orðin og þakkarverð að sama skapi. Árbók fyrir yfirstandandi ár. sem kom óvenju snemma í höfn, fjallar um Vestur-ísafjarðar- sýslu, og er Kristján G. Þor- valdsson á Suðureyri höfundur meginmáls hennar; er hann aug- sýnilega gagnkunnugur þeim slóðum, sem frásögn hans lýsir, og sögu þeirra, en hefir jafn- framt notið aðstoðar annarra, kunnugra manna í þeim byggð- arlögum. Má sérstaklega geta þess, að Óskar læknir Einarsson hefir ritað um Ingjaldssand og' Þórður bóndi Njálsson, á Auð- kúlu, lýsingu Auðkúluhrepps, og eru frásagnir þeirra beggja hinar greinarbeztu. En Kristján G. Þorvaldsson er eigi aðeins þaulkunnugur við- fangsefni sínu; hpnum hefir einnig tekist að færa þann mikla lcbndfræðilega fróðleik, sem hér er að finna, í skipulegan og einkar læsilegan búning; höf- undurinn er, í einu orði sagt. hinn ákjósanlegasti leiðsögu- maður um þessar svipmiklu og um margt söguríku slóðir, enda er hann sjálfur Súgfirðingur að ætt og uppeldi. ^Meginmál bókarinnar er í þessum köflum: I. Staðhættir; II. Landkostir og atvinnuvegir; III. Lönd og leiðir; IV. Súganda- fjörður; V. önundarfjörður; VI. Ingjaldssandur; VII. Dýrafjörð- ur; og VIII. Auðkúluhreppur. inn er farið. Á báðar hendur gnæfa háreist fjöll útnesjanna. Þau standa þar sem risar á verði og líta til þeirra, sem koma eða fara. Þau eru það fyrsta, sem maður sér af firði og sveit, og þau sjást í fjarska, þegar önnur héruð eru komin í sýn. Háreist eru þau og hrikaleg, en þó tign- arleg um leið. Hvert þeirra hef- ir sinn sérstaka svip, en bera þó öll sama ættarmótið. Segja má einnig, að hver dalur hafi sína sérstöku verði, sem bjóða hvern hvern þann velkom inn, sem í dalina kemur, en byrgja hann svo, þegar vegfar- andinn víkur frá. Fjallahringur- inn er víða töfrandi fagur, þar sem hvert fjall og hver tindur hefir sitt svipmót. Óvíða sjást þeir hjúpaðir töframóðu fjar- lægðarinnar, en nálægðin gerir svipinn hreinni og línurnar skýrari“. En jafnframt glöggri lands- hátta- og byggðalýsingunni, hef- ir höfundi tekist að flétta inn í frásögn sína skemmtilegan sögu- legan fróðleik, sem eykur henni bæði litbrigði og almennt gildi. Hann staðnæmist, eins og vera ber, við hina merku sögustaði og höfuðból í Vestur-Isafjarðar- sýslu og getur samtímis ýmsra manna og kvenna, sem mestan svip settu á líf samtíðar sinnar og hæst ber við himin sögunnar. Góð bókarbót er að ferðasög- um þeirra Ásgeirs Jónssonar og Einars Magnússonar, er báðar lýsa sögulegum fjalla- og öræfa- ferðum. Auk landabréfs af Vestúr- ísafjarðarsýslu, er bókin prýdd fjölda mynda, sem mér virðast' óvenjulega jafngóðar; flestar þeirra eru eftir Pál Jónsson, en einnig nokkrar eftir þá Þorstein Jósefsson, Kristján Skagfjörð og Guðmund Einarsson frá Miðdal. Bókarprýði er einnig að mynd- um þeim yfir aðalköflunum, sem Kristinn Pétursson málari hefir teiknað. Lestur þessarar Á r b ó k a r minnti mig að vonum á hinu á- nægjulegu bílferð, í hópi ágætra félaga, frá ísafirði að Núpi í Dýrafirði sumarið 1944, fram og aftur; jafnframt brá hin ágæta mynd af Núpi birtu á hugljúfa minninguna um komuna þangað og viðtökurnar þar. Og því gríp ég einnig tækifærið til þess að þakka fyrir síðast og senda vin- um mínum og sýslubúum öllum vestur þar hlýjar kveðjur yfir hafið. Gefur sú upptalning að nokkuru í skyn, hve skilmerki- lega er þar á efni haldið, en við nánari lestur bókarinnar kemur það fyrst í ljós, hverja alúð höf- undur hefir lagt við verk sitt; og svo munu flestir mæla, sem ferðast hafa um þær slóðir, að hann hitti vel í mark með þess- um ummælum sínum: „Mörgum þeim, sem vanir eru láglendi og víðum sjóndeildar- hring, bregður við, er þeir koma í hina þröngu, fjallagirtu firði Vestur-ísafjarðarsýslu, en eng- inn mun kalla það sviplaust land, og jafnvel við fyrstu sýn mun margur sjá þar ýmislegt, sem augað hrífur. Það er sama inn á hvern fjörð- í viðbót við alt þetta ættu vel heima í Sameiningunni fögur, andleg Ijóð og lærdómsríkar sögur. Sanngjörn með- ferð Kirkjuársins er auðvitað Sjálfsögð. Getur Sameiningin lifað? Til þess þyrfti hún að tvöfalda áskrifendatölu sína. Ef mönnum er alvara með þetta mál og þeir strengja þess heit að láta stuðning verða að framkvæmd, hefir mér dottið í hug að það væri til góðs að kjósa ekki einungis ritstjóra heldur einnig ritnefnd. Ef það yrði samþykt ætti allur hópurinn að koma saman og gjöra áætlun um inni- « hald blaðsins meiri hluta starfsársins og svo væri skift niður verkum þannig að sérhver hefði sitt sérstaka hlut- verk: einn annaðist Kirkjufélagsfréttir, annar „Hvaðanæfa“, þriðji segði frá United Lutheran áhugamálum, o. s. frv. Ég þrái einarðlega, bróðurlega, hugrakka, drengilega athugun. Persónulega sé ég engan veg til að tvöfalda áskrifenda- fjölda Sameiningarinnar nema með miklu meiri alvöru og fórnfærslu en ég hefi séð í háa herrans tíð. Eftir því sem ég lít á málið gætu tvær aðferðir komið til greina: 1. Að Kirkjufélagið launi hæfum manni til að ferðast um allar byggðir Vestur-íslendinga til að safna áskrif- endum. 2. Að hver einasti söfnuður taki þetta mál að hjarta sínu með þeirri alvöru sem ekkert lætur ógjört til að fá nægilegan kaupendafjölda. Má vera að fleiri aðferðir séu til; en það er áherzlu- atriði hjá mér, að kirkjuþingssamþykt er gjörsamlega gagns- laus nema hún skapi framkvæmd. Samþyktin 1949. Segjum nú, bræður góðir, að þér hafið athugað málið af allri þeirri drenglund og einlægni, sem Guð hefir gefið ykkur, og komist svo að þeirri niðurstöðu, að Sameiningunni verði ekki bjargað, hvaða ráð eru þá fyrir hendi? Þá að gjöra hana að ársriti og vanda til þess rits á allan hátt af þeim beztu kröftum, sem til eru í Kirkjufélaginu, annað hvort með Gjörðabókinni eða án hennar. Sem ársrit væri hún á bekk við Þjóðræknisritið og Árdísi. Bezt væri að hafa enga áskrifendur, en fela söfnuðunum söluna. Rúnólfur Marleinsson PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Viðtalstími 3—ö eftir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiíh St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Faateignasaiar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð o s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE Phone 21101 ESTIMA TES L' L) C’Il' J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repalrs Country Orders Atteuded To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BU1L.DING Telephone 97 932 Home Telephonpe V.t 39S DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. • Oífice Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og kvarka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. StoiT’tími: 2.00 til 5.00 e h. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Löyfrœðinpar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í augna, eyma, nef og hdlssjúkd&mum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Héimasimi 403 794 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Mananini/ Directnr Wholesale Distributors of Fresh and ‘ Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET * Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Branch /Æ?? e Store at [kidsiíBI 123 ll JEWELLERS J ST BRANDON 447 Portage Ave. Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited tftk HAGBORG rUIL/Vy| British Quality Fish Nettino PHOHE 2IS3I J- | 58 VTCTORIA ST. WINNtPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir Allur ötbúnaður sá bezti. Bnnfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 Phone 23 996 761 Notre D&me Ave. Just West of New Maternity Hospltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flower*. Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 • PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Account&nta 505 Confederatlon Llfe Bldg. WINNIPEG MANTTOBA Offlce 933 58T Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Ðarrisiers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 C&nadlan B&nk of Commtrci Chambers Winnlpeg, Man. Phone K3 Mi SELKIRK HETAL PRODUCTS Reykháfar. öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—SkrifiB, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL AHTS BLDG. Offlce 929 349 Res. 401 288 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNOTCG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Simi 925 227

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.