Lögberg - 23.08.1951, Page 4

Lögberg - 23.08.1951, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. ÁGÚST, 1951 Höstetg GeflC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGBNT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáslcrift ritstjórans: HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg'' is prinfed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Departnient, Ottawa Blaðamannaþing 1 vikunni, sem leið, hélt vikublaðasambandið cana- díska ársþing sitt hér í borginni við afar mikla aðsókn úr öllum landshlutum. í>að er engan veginn víst, að aimenningur hafi gert sér þess Ijósa grein hve blaðamannasamband þetta er umfangsmikið og hve margþætt áhrif þess eru innan vébanda þjóðfélagsins; til sambandsins teljast 544 vikublöð, sem gefin eru út á ýmissum tunguníálum, þótt þau séu vitaskuld í meirihluta, sem beita fyrir sig enskri tungu, eða útbreiddasta málinu, en eins og vitað er, gengur franskan enskunni næst að útbreiðslu og nýtur sömu stjórnskipulegra réttinda, og er, ef svo býður við að horfa, viðhöfð í sambandsþinginu af full- trúum Quebecfylkis og jafnvel víðar frá. Svo sem vænta mátti, komu til umræðu og úrslita á áminstu blaðasambandsþingi ýmis mál, er varða sam- eiginlega hagsmuni vikublaða yfirleitt; má þar til telja öflun auglýsinga og prentverk, sem slíkum blöðum á að falla og þarf að falla í skaut, eigi þau að geta staðið straum af hinum síhækkandi útgáfukostnaði; þá komu og raddir fram um það, hve mikilvægt, og í rauninni alveg óumflýjanlegt það væri, að lögð yrði aukin rækt við ritstjórnargreinar blaðanna, varðandi innihald þeirra og stíl; enda verður sú staðreynd eigi umflúin, að sérhvert blað, hvortheldur dagblað eða vikublað, svipmerkist fyrst og fremst af ritstjórnargreinum sín- um hvað áhrærir efni og orðaval. Á gestrisnum og góðum heimilum, þar sem gott fólk býr, skipar öndvegi sá fagri siður, að taka vel á móti gestum, hvernig svo sem ferðum þeirra og högum er háttað, og þar eru allir, ef svo mætti að orði kveða, jafnir fyrir lögunum, enginn greinarmunur gerður á stéttum; þó munu naumast verða skiptar skoðanir um það, að fárra gesta sé beðið með ábærilegri óþreyju en vikublaðsins, sem væntanlegt er til kaupenda sama daginn ár út og ár inn; það er $ngu líkara en vikublaðið sé orðið óaðskiljanlegur hluti heimilislífsins, og þar, sem svo hagar til, er auðsætt að ekki hefir verið til einskis barist og útgáfustarfsemin ekki verið unnin fyr- ir gýg; um þetta hefir ritstjóri Lögbergs sannfærst af ferðalögum sínum um allmörg, íslenzk bygðarlög þessa fylki í sumar, og það hefir verið honum ósegjanlegt fagnaðarefni, að verða persónulega var þeirrar fang- víðu góðvildar, sem Lögberg hvarvetna nýtur. Og, „þótt margt hafi breytzt síðan bygð var reist“, er það auðsætt og óvéfengjanlegt, að enn þurfa Vestur- íslendingar hugsjóna sinna og sjálfsvirðingar sinnar vegna á íslenzkum blöðum að halda, en þeir þurfa líka að afla þeim útbreiðslu og greiða andvirði þeirra reglu- bundið. íslenzkur blaðamaður ryður sér braut Það vekur að sjálfsögðu fögnuð hjá okkur Vest- mönnum, er ættbræður okkar ryðja sér braut til vegs, eigi aðeins í heimahögum, heldur stækka jafnframt landnám íslenzkrar menningar á erlendum vettvangi, en það er einmitt þetta, sem íslenzkur blaðamaður, ívar Guðmundsson, hefir nú alveg nýverið gert, með því að takast á hendur mikilvæga stöðu í New York hjá sameinuðu þjóðunum. ívar Guðmundsson er Reyk- víkingur í húð og hár og enn maður á betza aldri; að loknu mentaskólanámi gekk hann í þjónustu Morgun- blaðsins í Reykjavík og hefir árum saman haft frétta- ritstjórn þess með höndum; hann hefir verið maður víðförull og rækt fjölþætt skyldustörf sín af mikilli samvizkusemi; verður ívar „Press Officer“ 1. flokks í blaðadeild upplýsingaþjónustu hinna sameinuðu þjóða. Verkefni ívars Guðmundssonar á hinu nýja starfs- sviði, verður með þessum hætti, að því er Morgunblað- inu segist frá: „Hann á að starfa sem blaðafulltrúi og flytja fréttir af aðalsamkomum Sameinuðu þjóðanna, frá nefndar- fundum og allsherjarþingum. Hann á að annast rit- stjórn fréttatilkynninga og fréttaskeyta, rita sérstakar greinar og annast ritstjórn á öðru skrifuðu máli, sem sent er frá Sameinuðu þjóðunum eða í nafni þeirra, gefa blaðamönnum munnlegar upplýsingar og leiðbeina þeim viðvíkjandi störfum og framkvæmdum Sameinuðu þjóðanna“. Af þessu má glögt sjá, hve viðfangsefni þau, sem ívari Guðmundssyni eru ætluð verða umfangsmikil og margþætt, og hve mikil ábyrgð er þeim samfara. Þau ívar Guðmundsson og frú heimsóttu Winnipeg fyrir nokkrum árum og eiga hér margt vina frá þeim tíma; og komi þau hingað öðru sinni mega þau eiga þess vísa von, að þeim verði vel fagnað og að þeirra bíði hlý handtök. Þorsteinn Sigurður Kórdal Fæddur 18. júní 1847 — Dáinn 17. júlí 1951 „Þa íók þögnin við og henni sagðisl betur" Ýmsir atburðir í lífi manna — þar á meðal góðvinamissir — eru svo örlagaríkir, að öll lýsingar- orð og upphrópanir verða mátt- vana og meiningarlaus, í sam- bandi við það er segja skal og’ hugann fýsir að framkalla. Þeg- ar svo verður, er- eina úrlausnin að hneigja höfuðið í algjörðri þögn og votta þannig söknuð og harm við gröf hins látna og og samhygð með eftirlifandi ást- vinum og vandamönnum. Svo fór mér, er ég frétti and- lát Þorsteins Kárdals, ekki af því að mér kæmi það svo mjög á óvart, eftir öllum kringumstæð- um, heldur hinu að ég varð sem steini lostinn yfir miskunnar- leysi hins alkunna og oft hataða sláttumanns, er slær í himinháa múga jafnt góðgresi og blóm- jurtir, sem þyrna og þistla. Til- finningum, skynsemi og trúar- hneigð manna er stundum svo mjög fullboðið, að þá er þögnin bezt. Þótt það sé mjög samkvæmt venju að rita eftirmæli látinna manna, er slíkt í mörgum til- fellum algjört óþarfaverk, vegna þess að æviferill mannsins sjálfs og öll hans breytni við samferða- fólkið á lífsleiðinni, eru beztu og sönnustu eftirmælin, rituð af honum sjálfum hvern einasta dag frá vöggu til grafar. Slíkur vitnisburður verður ekki vé- fengdur, hann er ritaður á minn- ingarspjöld allra er manninn þektu og á tungumáli er hvert barnið skilur — tungumáli bræðralags og mannkærleika. Ævisaga Kárdals, þannig rit- uð er mjög merkileg og athyglis- verð þegar allra staðhátta er gætt. í æsku hans var fátt til framdráttar, nema ágætar gáfur samfara óbilandi trú á alt hið göfga og góða — trú á Guð í sínu eigin brjósti. Þetta tvent þó ekkert sé annað talið, éru svo dýrmætar vöggugjafir, að þær gjöra einstaklingnum mögulegt að lyfta mörgum svokölluðum Grettistökum, sem annars væru honum óviðráðanleg. Meðal ann- ara ágætra kosta hans var sá, er ég hefi ætíð talið hið fyrsta boð- orð í siðalærdómsbók mann- kynsins, að taka svari hins undir okaða og þjáða og rétta hluta hans eftir mætti. Slíkt sannaði hann bezt með afskiptum sínum og áhrifum gagnvart þeim fé- lagsskap, er hann helgaði krafta sína hin síðustu ár og fórnaði sér fyrir í þess orðs sönnustu og dýpstu merkingu, og væri vel að hlutaðeigendur væru þess minnugir. • Hann var gæfumaður á marga. lund, hann átti ágæta konu og mannvænleg börn. Kona hans reyndist hinn tryggasti föru- nautur, ekki einungis á björtu sólskinsdögunum, heldur einnig og sér í lagi þegar á daginn leið og dimma tók, þegar mest reynir á þrek og hugrekki einstaklings- ins. Kárdal var vina- og kunningja margur sem vænta mátti, en ekki fyrir áhrif innantómra fagurmæla, heldur þá reglu er hann fylgdi alt sitt líf, að breyta ráðvandlega við alla menn í hví- vetna. Slíkt vakti trú manna og traust á manngildi hans og trú- mensku. Hann var bjartsýnn gleði- maður að upplagi, vitanlega duldist honum ekki að skugg- arnir á mannsævinni eru marg- víslegir og dimmir, en hann á- leit hlýju og birtu sólskinsdag- anna bera svo langsamlega sigur úr býtum, að þess bæri aðeins að minnast við uppgjör allra reikninga. Þorsteinn Sigurður K á r d a 1 fæddist í Kárdalstungu í Vatns- dal, Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Jón bóndi Kon- ráðsson og kona hans Guðfinna Þorsteinsdóttir. Systkyni Þorsteins eru sem hér segir: Þorsteinn Sigurður Kárdal Konráð og Elinborg, bæði á íslandi; Sumarliði, bóndi við Finns, Man.; Mrs. Stefánsson (Guðrún), Vancouver, B.C.; Mrs. Einarsson (Jónína), Árnes, Man.; Ólafur K á r d a 1, söngmaður. Gimli, Man.; Finnbogi, fiskimað- ur, Gimli, Man.; Páll, Ninnette, Man. Vegna stórrar fjölskyldu og þröngra kosta, varð Þorsteinn þegar snemma í æsku að fara úr foreldrahúsum til þess að vinna fyrir sínu eigin framfæri. Veganesti hans úr foreldrahús- um voru fyrirbænir og árnaðar- óskir föður og móður, sem áreið- anlega hafa. átt sinn stóra þátt í að gjöra hann að þeim manni sem hann varð. Hann varð brátt kunnur að trúmensku og dugn- aði við hvert verk er hann vann og jafnframt að því, að láta eng- an ganga á hluta sinn að ástæðu- lausu. Vel má vera, að vanmátt- arkend og einstæðingsskap hafi skotið upp í huga hans á stund- um og tilfinningar hans og lífs- skoðanir því fallið í þennan vissa og ákveðna farveg, er setti sérstakan svip á lífsstarf hans hin síðustu ár. Til Kanada kom Þorsteinn 1922. Stundaði framan af fiski- mensku, sem hann þó varð að láta af um skeið vegna heilsu- bilunar; lærði hann þá rakara- iðn hér í Winnipeg og stundaði hana bæði hér í borginni og út í Langruth. Þar giftist hann árið 1927 eftirlifandi konu sinni, Lilju, sem nú er búsett á Gimli. Frá Langruth kom hann til Winnipeg 1928 og vann að iðn sinni, þar til hann gaf sig að fiskiveiðum að nýju. Frá 1929 til 1944 var hann fiskimaður, að undanteknum 3 árum sem hann var rakari. Árið 1944 var hann kosinn for- seti fiskimannasamtakanna í Manitoba og 1950 tók hann við samvinnusölu á afurðum fiski- manna. Það voru hans síðustu verk og hvorttveggja þetta leysti hann af hendi með ágætum. Börn Þorsteins og Lilju konu hans eru: Mrs. Connie Johnson á Gimli; Yrving, búsettur í Selkirk, Man.; Hilmar í Selkirk, Man.; Guð- finna á Gimli; Arnold á Gimli Tvö barnabörn eru 1 fjölskyld- unni. Ef dæma skal einstaklinginn eftir sönnum manndómi og drengskap, fremur en magni tímanlegra verðmæta, er hér fallinn í valinn einn af merkari íslendingum þessa umhverfis. Þótt undarlegt megi virðast, er ég við þetta tækifæri bæði hryggur og glaður í senn. Ég harma fráfall hans sem ævilangs vinar og mikilhæfs manns, en ég gleðst yfir því að hann bar gæfu til að halda skildi sínum hreinum og óflekkuðum til dauðadags; það er ekki alveg al- gengt fyrirbrigði nú í dag. Kárdals mun ætíð verða minst í tölu þeirra manna er efldu hróður íslendinga hér í þessu landi og má það vera gleðiefnf öllum vinum hans. Jónbjörn Gíslason NORTHERIX CAElEORDilA Newslettcr Our picnic days at 1152 Laur- el Street are numbered. There- fore we hope to see you all here on August 26th for a real Gar- den Party. Circumstances are making it necessary for us to move to a smaller place but the heartroom will continue to have space enough for you all, so whenever we move we hope you will continue to honor us with your friendship and fellow ship. The picnics will go on, pro- viding we stay on in this area. At the forthcoming picnic we have three months of birth- days to catch up with, and other events to commemorate ☆ We have just received a let- ter from His Excellency, the Icelandic Minister at Washing- ton, D. C., that he and Mrs. T. will arrive in San Francisco on the 23rd. At once we sent them a telegram inviting them to stay over the 26th and honor us with their presence at our pic- nic. This we sincerely hope they will do. (They have accepted.) Then, too, Halfdan Thorlaksson, Consul for Iceland in Vancou- ver, B.C., has written that he will be here from the 20th, at- tending a business men’s con- vention at the Claremont Hotel. We will stay over the 26th. So here’s a special invitation for all of you to come and enjoy these special friends. WELCOME. ☆ Do we need to write about our Icelandic National Indepen- dence Day Affair? Those of you who w e r e there were unanimous in your appreciation of the arrangements made for the event by your committee and seemed to enjoy yourselves to the limit. The main speaker on this o ccasion was our own Johann Hannesson, who gave us the young Icelander’s version of the meaning of June 17th. Those of you who were not present really missed a treat. ☆ WEDDING BELLS On June 23rd wedding bells rang for Shirley Benjamin and Chester Vincent of Berkeley. This was our “Census Romance. The groom and the bride’s fath- er were on our census team last year when the young folks be- came acquainted. On their hon- eymoon they spent two delight- ful days at Sherwood Lodge, Yachats, Oregon, where Marion Irwin, formerly of Blaine, now reigns as hostess. ☆ On June 24th for Ethel Potter and Robert Richardson, of Oak- land. The groom’s mother is Ice- landic, nee Helga Thordarson, formerly of Blaine, Wash., and sister of Mrs. Ellis Stoneson of San Francisco. ☆ On June 30th for Marye Kruegel and George de Young of Palo Alto. The groom’s moth- er is Icelandic; Wilma, daughter of Horace (Hosias) Thorvaldson who came west from North Dakota and settled at Fresno, California. ☆ On July lst for Leona Odd- stad of San Francisco and Mar- cus Gordon of Berk. Leona is one of our songbirds and daugh- ter of Dr. and Mrs. A. F. Odd- stad. The groom is a Professor of Music at the University of California at Berkeley. ☆ On August llth for Lois Bow- ers and Hugh Warren of U. C. Berkeley. The bride is the daughter of one of our Norweg- ian cousins. Many of you have met her at our Icelandic picnics during the past two years. Our congratulations and best wishes attend these newlyweds. ☆ During the summer months in this area, when most people go off on holidays, many preachers get time off too;1 which means that they have to scout around for Supply Pastors. Our preach- ing schedule has been quite full, and on June 24th, when we preached at Vallejo, it was our privilege to baptize Lynn Roger son of Mr. and Mrs. John A. Freeman of Vallejo, formerly of North Dakota. ☆ CRADLE ROLL Born to Mr. and Mrs. Charles Losee on July 30, a daughter, Dorothy Lucille. Mrs. Losee is Dovaine, daughter of Ellis and Thorley Johnson o f Albany. Best wishes and congratulations ☆ On June 3rd, about sixty friends and well-wishers fore- gathered at the Phillips home in Palo Alto to be with Sigurjon Olafsson on his eightieth birth- day. Sigurjon was in good spir- its all day, as well he might be. for not only was he surrounded by much friendly attention, but also Louise, his granddaughter, together with Mr. and Mrs. Phillips, had presented h i m with a beautiful television set with which he might while a- way the long hours of his con- finement. T h e refreshments served were all that vould be desired—turkey and ham and all the trimmings. Mr. and Mrs. Phillips have asked us to express to you on their behalf their heartfelt appreciation of a 11 y o u r thoughtfulness and many kindnesses to Sigurjon during the years of his illness, and especially for the tokens of friendship manifested by the T. V. lamp and adjustable bed ta- ble left behind as birthday gifts. Rovalzos Flower Shop 253 Notre Dame Aye. W’INNIPEO IVf ANTTOBA Bns. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS I'UNK'KAL DraTONS Mlss (, Christte, Proprletress Formerly with Robinson & Co Shop With CONFIDENCE . . . at EATON'S "Goods Satisfactory or Money Refunded” A Constant Safeguard for Your Shopping Dollars! ^T. EATON C^o

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.