Lögberg - 23.08.1951, Side 5

Lögberg - 23.08.1951, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. ÁGÚST, 1951 5 wwwwwwwwvwwwwwwvwvwwwww* ÁHLeAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON KVENSKÖRUNGUR Það var heldur en ekki uppi' fótur og fit í höfuðborg Canada, Ottawa, síðastliðinn nóvember, þegar Dr. Charlotte Whitton gaf kost á sér í bæjarráðið. Hún er kunn um allt landið fyrir marg- þætt störf í þágu mannfélags- mála. Hún er kona hugdjörf og lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna þegar til þess kemur að færa í lag ýmislegt, sem henni finnst ábótavant í þjóðfélaginu. Er skemmst að minnast hins fræga máls, er Alberta-stjórnin höfðaði á móti henni vegna þess að hún sagði frá því í skýrslu, sem hún gerði um barnameðferð í því fylki, að munaðarlaus ung- börn væru seld þaðan til upp- fósturs í Bandaríkjunum. Málið féll niður en margar leiðbein- ingar, er hún gaf í þeirri skýrslu voru teknar til greina og nýjar reglur um tökubörn lögleiddar. Svo vel er Dr. Whitton kynnt, að þegar það fréttist, að hún væri í framboði í bæjarráð, mæltu jafnvel þau blöð með henni, sem eru á öndverðum meiði við hana í stjórnmálum, en hún er eindreginn Conserva- tive. Félagssamtök kvenna í Ottawa fengu bana loks til að gefa kost á sér, með því að lofa að vinna samvizkusamlega að kosningu hennar. Þær skipuðu nefnd í málið og höfðu í hyggju að skipa karlmann sem formann nefnd- arinnar, en Charlotte sagði þeim að það væri sama og að viður- kenna ósigur strax. Konurnar settu nú á stofn kosningaskrifstofu, þær lánuðu öll húsgögn og tæki, sem þar þurfti. í stað hinna venjulegu hnappa, sem fylgjendur fram- bjóðanda bera á sér, stungu kon- ur, sem Charlotte fylgdu að mál- tlm, nál með spotta í kjólbarm- inn sem einkennismerki. Hún krafðist þess að þær legðu al- veg eins hart að sér og hún í kosningabaráttunni, og þær létu heldur ekki á sér standa. Ræður voru fluttar í öllum kvenfélög- um borgarinnar. Ákveðið var að konur mættu aðeins biðja kunn- ingja sína um atkvæði fyrir Dr. Whitton, og þeir aftur myndu komast í samband við sína kunningja. Dr. Whitton sjálf var óþreytandi við skriftir og ræðu- höld. Þannig fór fylgi hennar vaxandi með degi hverjum. — Jafnvel bílstjórar, strætisvagna- stjórar og lögregluþjónar borg- arinnar voru farnir að segja fólki að greiða henni atkvæði Aldrei áður hafði verið eins mik- ill áhugi fyrir bæjarráðskosn- ingum í Ottawa. Á kosningadaginn, 4. desember 1950, voru greidd um 60,000 at- kvæði, nærri þriðjungi fleiri en greidd höfðu verið í kosningun- um þar á undan. Charlotte Whitton fékk fleiri atkvæði en nokkur hinna frambjóðendanna; hún fékk 38,405 atkvæði og sá sem næst komst henni fékk 31,071 atkvæði. Hún er fyrsta konan, sem kjörin hefir verið í bæjarráð Ottawaborgar. Vegna þess að hún fékk flest atkvæðin varð hún aðstoðar- borgarstjóri og öðlaðist rétt til að vera formaður í þeirri deild bæjarráðsins, er henni þóknað- ist. Nefndarbræður hennar voru ekki ánægðir með þetta. Dr. Whitton lét ekki af rétti sínum. Eftir nokkurt stapp var stofnuð ný deild henni til umráða, sem hefir eftirlit með heilsufari, sjúkrasamlögum, umsjón barna, gamals fólks og farlama, líknar- stofnunum og ýmsum öðrum mannfélagsmálum. Og Dr. Charlotte Whitton hef- ir ekki verið aðgerðarlaus síðan hún komst í þessa stöðu. Dr. Charlolle Whitton Snemma í júnímánuði birtist grein í Winnipeg Free Press, sem nefndist „Vöndurinn henn- ar Charlotte Whitton — Hús- hreinsun í Ottawa“. Og greinin byrjar svona: „Er ekki, ef til vill, tími til kominn, að husmæð- ur í Canada rísi upp og krefjist þess, að kona verði fjármálaráð- gjafi í Canada?“ Dr. Whitton hefir sem sé far- ið eins og hvirfilbylur um allar deildir bæjarráðsins, og komið í veg fyrir óþarfa eyðslu á al- mannafé. Til dæmis var „Re- creation Centre, sem þar hafði verið komið á stofn, farinn að kosta ærið fé. Hún endurskipu- lagði þessa stofnun og kom ekki einungis kostnaðinum frá 90 þúsundum niður í 75 þúsund, heldur er og miklu betri stjóm á rekstri þessa fyrirtækis. Hún barðist gegn því, að bæjarráðið leigði nýjar skrifstofur meðan húsaleigan er óheyrilega há, og bæjarstjórnin gengur fullvel í hinum gömlu hýbýlum. Sem „Controller" borgarinnar er það bæði skylda hennar og réttur að hafa umsjón með ráðn- ingu fólks til vinnu fyrir borg- ina. Sumir af formönnum deild- anna sinntu ekki þessari reglu, og réðu skyldmenni sín og vini í ýmissar stöður eftir því sem þeim þóknaðist. Dr. Whitton er ekki kona, sem lætur að sér hæða; hún hóf þegar »baráttu gegn þessum brotum á reglu- gjörð bæjarins oð þeirri ósvinnu að veitingar á atvinnu færu eftir því hvort umsækjandi ætti ætt- ingja eða vini í stjórnarráðinu. Þetta hefir aflað henni mikilla óvinsælda í bæjarráðshúsinu, en hún lætur það ekki á sig fá, og samstarfsmenn hennar þar eru orðnir smeikir við hana. Þeir segja, eins og karlmenn segja oft um konur, að hún tali of mikið! En skattgreiðendur óska eftir að heyra meira um svona lagað; þeir vilja vita meira um í hverju hin mikla fjáreyðsla bæjarins liggur. Ef gengið væri til atkvæða nú, er talið að Dr. Charlotte Whitton yrði endur- kosin með stórauknu atkvæða- magni. ----☆---- H rísgrjónagrautur Hrísgrjónagraut, sem afgangs er má hagnýta á ýmsa lund. Má búa til úr honum hrísgrjónaköku með því að bæta í hann 2 eggj- um. Hræra rauðurnar vel og blanda þeim í grautinn ásamt sykri eftir smekk. Hvíturnar eru stífþeyttar og þær látnar í; einn ig er gott að hafa eina teskeið af vanilludropum og skal þeim hrært í grautinn áður en hvít- urnar eru hrærðar í hann. Graut urinn er látinn í mót og stungið í heitan bökunarofn svo sem hálftíma áður en matartími hefst. Borinn inn í mótinu. Hrísgrjónalummur eru líka mjög góður eftirmatur. Þykkur hrísgrjónagrautur er Næststærsta bókagjöfin; rtær ótta hundruð blöð og tímarit send Manitobahóskóla að gjöf Talin 300 þús. króna virði, árangur af söfnun sr. Einars Sturlaugssonar í nær 20 ár Það er undarlegt umhorfs í barnaskólanum á Patreksfirði um þessar mundir. Um sal og ganga á neðstu hæð getur hvar- vetna að líta stóra og mikla kassa, blaðastranga og bóka- hlaða. Það, sem þarna er saman komið, er nær átta hundruð blöð og tímarit, sem sóknarpresturinn á Patreksfirði, séra Einar Stur- laugsson, hefir verið að búa til sendingar vestur um haf. Frábært eljustarf Séra Einar Sturlaugsson hefir um nær tuttugu ára skeið unnið sleitulaust að því að safna öllum íslenzkum blöðum og tímaritum sem út hafa komið frá því, er. Þjóðólfur, fyrsta blaðið, hóf göngu sína. Hefir hann í þessu skyni oftlega tekizt á hendur löng ferðalög um landið staðið í miklum bréfaskriftum og var- ið nær hverri tómstund sinni í þágu þessarar söfnunar, auk þess sem hann hefir oft keypt gömul blöð og tímarit fyrir þús- undir króna. Er það frábært elju verk, sem séra Einar hefir hér innt af höndum. Önnur stærsta bókagjöfin Nú í ár ákvað séra Einar Stur- laugsson að gefa hinum nýstofn- aða kennarastól í íslenzkum fræðum við háksólann í Mani- tóba í Kanada hið mikla safn sitt. Mun safn hans vera að minnsta kosti 300 þúsund króna virði, og er þetta næststærsta bókagjöf, sem um getur hér á landi. — Verðmætasta gjöfin mun vera bókasafnið, sem Bene- dikt S. Þórarinsson gaf háskólan um hér. Víða sótt til fanga Eins og áður er tekið fram eru blöðin og tímaritin nær átta hundruð, allt frá fyrsta tölublaði Þjólðólfs, fram til ársins 1948. Af þeim «ru á fimmta hundrað heil, svo að hvergi vantar í. Hef- ir séra Einar viðað þessu að sér úr öllum sýslum landsins, og hvað eftir annað hefir hann forð- að gömlum blöðum og bókum frá því að lenda á báli. Einu sinni var hann til dæmis á em- bættisferð í Tálknafirði og sá þá bál niðri við sjóinn. Fór hann þangað, og var sagt, að hér væri verið að eyðileggja rusl af skemmulofti. Var þegar búið að kasta fullum poka af gömlum blöðum á bálið. En því, sem eftir var, bjargaði séra Einar og sepdi bát eftir því næsta dag. Oft hefir það kostaö ótrúlega baráttu að fá eitt eða örfá blöð, sem vantað hafa í. I tíu ár hefir séra Einar leitað að tveimur eða þremur löðum, sem hann vant- aði í Vestfirðing, unz hann eign- aðist þau í Reyjavík nú fyrir skömmu. 1 tvo mánuði að pakka. Innan skamms verður hið mikla safn séra Einars sent vest- ur um haf. Hefir hann síðustu tvo mánuði unnið látlaust að því að pakka blöðunum og tíma- ritum í kistur miklar og kassa. Er hann þó ekki enn búinn að ganga frá nema 36 kössum, en alls verða þeir nær fimmtíu. Eru sumir þeirra 300—400 pund að þyngd, en alls verður sendingin fjórar til fimm smálestir. En pökkuninni verður að ljúka um miðjan þennan mánuð, því að þá þarf að taka til í skólanum, áður en næsta kennsluár hefst. —Timinn, 1. ágúst Newsletfer Continued from Page 4 On June 30 a number of inti- mate friends gathered at the home of Mr. and Mrs. David Clark (Stella) of Castro Valley to celebrate with frú Sigga Ben- onys her-----birthday. Fortun- ately, most of the guests were young folks, so it was easy for the rest of us to forget about our mounting ages. Congratulations, Sigga, and many happy returns. ☆ On July 7th a host of friends surprised Sid and Johnnie Ed- wards on the occasion of their twenty-fifth wedding annivers- ary. At ten p.m., to the strains of the Wedding March, played by Mrs. Gudmunds (Louise), they were ushered into the presence of the master - of - ceremonies, who reminded them of the vows they had taken twenty-five years ago. H e congratulated them on behalf of the company for having been true to each other all these years—which fact augurs well for their con- tinued happiness as they now enter upon the next twenty-five year s t r e t c h. Mrs. MacLeod (Bertha) presented the bride with a gorgeous bouquet of red roses, and Dr. Oddstad, with a few well-chosen words, present- ed the “newlyweds” with an en- graved silver tray. The evening was thoroughly enjoyed by all. The bride was inspired to com- pose a verse on Friendship which we shall read to you on the 26th. ☆ On August 5th Dr. Eymund- son (Ben) and Mr. and Mrs. W Downie took of by car to points south. We are glad when the doc decides to run off for a month. Knowing how he works, we have a feeling that his services among us will be assured for a longer time because of the time he has been persuaded to take off each summer for the past three or four years. Formerly he worked 365 days each year. We do hope, however, that these friends will be back by the 26th. látinn í vætta skál og látinn stirðna til næsta dags. Þá er hon- um hvolft á flatan disk og bor- inn inn með súkkulaðisósu. íslenzkukennsla skólanna On August 12th many cars were heading south to Campbell (near San Jose) where John and Eva Ólafsson have taken up their residence since last spring when they moved from S. F. The occasion was a long-defer- red House-Warming Party. The weather and the reception were all that anyone could desire. John and Eva are really thriv- ing in the heat and sunshine of this Orchard section of our Area! Their many friends wish them all happiness in their new beautiful home. ☆ On August 18th Mr. and Mrs. Carl Magnússon have invited a number of their friends to come and rejoice with them on the completion of their new home at 3078 — 73rd Ave., Oakland All of Carl’s spare time during the past year has been put into this new building. We know how happy they are that at last they can make merry with their friends in these new and con- venient surroundings. Con- gratulations. ☆ Kris Gudnason has recently returned from another summer’s visit to Iceland. He reports good weather (better than what we have been having in the Bay Area this summer!) and exel- lent fishing. He toiured all over the country in a Buick which he presented to the work of the Gideon Society of Iceland of which Rev. Ólafur Ólafsson is the Director. Since his return Kris has already made a trip tO' Blaine to show the Folks at STAFHOLT moving pictures of Iceland. ☆ Again, may we remind you of our next Picnic date, — August 26th. As our next letter will not be coming out till Thanksgiving, or maybe not' until Christmas time, please note the following Picnic dates: September 23, October 28, November 25. Kindest greetings to one and all. Sincerely, Rev. & Mrs. S. O. Thorlaksson Fyrir allmörgum árum settust lærðir málfræðingar á rökstóla og bundu börnum og ungmenn- um hér á landi tvo þunga bagga. Annars vegar erfiða og nálega áframkvæmanlega stafsetningu og málfræðiskerfi, sem sligar þúsundir skólabarna og ung- menna ár hvert. Vil ég fyrst vík- ja að stafsetningunni. í þeim efnum ríkir nú hreint og beint öngþveiti. Stafsetningin er eitt af vanda- málum kennslunnar. I skólum landsins eru kennd- ar tvær ólíkar stafsetningarregl- ur, önnur í barnaskólum og neðri bekkjum gagnfræðaskóla, hin í áframhaldsskólum. Lögboðnu stafsetninguna virðast engir læra til hlýtar, ef undan eru skildir nokkrir menn í stétt vél- sétjara og væntanlega allflestir íslenzkukennarar. Jafnvel menn, sem útskrifast úr háskólanum eftir samfellt 18 — 20 ára nám, eru of oft, hvað þetta snertir, ó^crifandi á sína eigin tungu. Höfundum stafsetningarinnar hefur tekizt óhappaverk sitt bet- ur en almennt er vitað. Svipmót sumra orða varð líkast því sem tíðkast í slavneskum tungumál- um. Þannig var algengt, að fjór- ir eða fimm samhljóðar væru settir í eina bendu í endi orða. Enginn íslendingur gat borið sum þessi orð fram eftir stafsetn ingu. Sem dæmi má nefna, að hresst átti að skrifa hresslsl í miðmynd - orðsins, vonskist átti að skrifa vonzkizi, hundsa varð hunza, bindist varð byndizi, og flest varð þar á sama veg. Ekki var þó látið hér við sit- ja. Með hverri nýrri útgáfu kennslubóka varð íslenzka mál- fræðin æ flóknari og margbrotn- ari. Atvinnumálfræðingar börðu saman vélrænar kennslubækur og hlutuðu málið í sundur í meiningarlaus flokkaslitur. Fyr- ir samteningarnar einar saman, einhver einföldustu og látlaus- ustu orð málsins, dugði ekki minna en ellefu flokkar. íslenzkukensla skólanna er ó- slitin barátta við fávíslega staf- setningu og hóflaust málfræði- stagl. Hvorugt lærist þó að fullu gagni. Furðulega margir ungl- ingar útskrifast úr skólum lands ins, sem hafa aldrei náð því marki að verða sæmilega sendi- bréfsfærir. Foreldrar, sem eiga börn og unglinga á vegum íslenzkra skóla, geta ekki lengur látið þessi mál afskiptalaus. Þeir geta ekki sætt sig við það, að dýrmætum námstíma barna þeir ra sé eytt í þrotlaus fangbrögð við vanhugsaðar bókstafsreglur, sem eru sniðgengnar og fyrirlitn ar af þjóðinni sem heild. —Hvað leggur fræðslumálastjórnin til. —I.H. ATHS. Höfundur þessarar greinar hreyfir hér miklu vandamáli og sparar ekki þung högg. Fjórir menn eiga hér nokkuð að svara til saka: Tveir fyrrverandi kenn- slumálaráðherrar og tveir frægir málfræðingar. Það eru prófess- orarnir Sigurður Nordal og Björn Guðfinnsson, og við Þor- steinn Briem. Tveir úr þessum hópi geta ekki lengur svarað fyrir sig. Að því er kemur til minna afskipta mun ég skýra frá upptökum stafsetningarmálsins í næsta blaði. Mun ég haga orð- um þannig, að umræður geti haf ist á þann veg að fræðimenn í bókmenntum, kennarar og aðrir áhugamenn um þessi efni geti tekið höndum saman til að finna beztu lausnirnar —J.J. —Landvörn, 15. maí Úr borg og bygð Mr. Sigurður Einarsson tin- smíðameistari frá Árborg og frú, eru nýlega komin heim úr heim- sókn til barna sinna norður i Flin Flon; þau komu flugleiðis þaðan að norðan. ☆ Frú Ingibjörg J. Gíslason frá Árborg hefir dvalið hér í borg- inni nokkra undanfarna daga í heimsókn til ættingja og vina. ☆ Mr. Elías Elíasson trésmíða- meistari frá Vancouver, sem dvalið hefir hér í borg um hríð, brá sér norður til Árborgar á föstudaginn var. ☆ Mr. K. W. Jóhannsson bygg- ingameistari og frú, eru nýlega komin heim úr skemtiferð sunn- an frá Minneapolis, Minn. ☆ Mr. W. J. Jóhannsson leikhús- stjóri frá Pine Falls, er á ferða- lagi um þessar mundir suður um Bandaríki ásamt frú sinni og dóttur. ☆ Mr. og Mrs. D. A. Kay frá Cranbrook, B.C. litu inn á skrif- stofu Lögbergs í vikunni. Þau gefa út vikublaðið Cranbrook Courier og sátu hér þing CWNA síðastliðna viku. Því næst héldu þau norður í Nýja-lsland að hitta ættingja og vini Mrs. Kay, sem áður var Ingigerður Jónas- son frá Víðir, Man. Nú eru þau á leið til Toronto og austur Can- ada, þar sem Mr. Kay á ættingja. REYNIÐ ÞAD- yður mun geðjast það! /7 Heimsins bezta tyggitóbak77

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.