Lögberg - 23.08.1951, Side 6

Lögberg - 23.08.1951, Side 6
6 LOGBERG, FIJVÍTUDAGiNN 23. ÁGÚST, 1951 Óbrotinn, karlmannlegur, vandfýsinn, hóf- samur — af því bergi brotinn, sem að á fyrri árum, að sigursælustu athafnamennirnir sprungu. En til farsælla framkvæmda, eru kringumstæðurnar þýðingarmeiri heldur en til sigursæls náms. Það var ekki nema eðlilegt, að hann, að sama skapi og að hann hafði kynnst hinu hreina og göfuga líferni, liti með sárri sjálfsauðmýkt á hið fyrra samband sitt við Gawtrey. f því tilliti var hann harðari á sjálfum sér, heldur en nokkur annar vanalegur og and- lega heilbrigður maður mundi vera — þegar réttum augum væri litið á kringumstæðurnar, fátæktina, hungrið og vonleysið, sem hafði rekið hann til húsa Gawtreys, hin ófullkomna menntun hans, hið barnslega traust hans og velvild á skjólstæðing sínum og þekkingar- skortur hans á öllum verstu tiltækjum saka- mannsins. En samt, með þeirri þekkingu, sem að hann hafði nú öðlast, .brann roði sjálfsvirð- ingarinnar á kinnum hans, þegar að hann með ró leit til baka á hið ógætilega samband sitt við lífsferil, sem stráður var undanbrögðum og tvímælum, sem að drengurinn (í þeim kringum- stæðum, sem að hann var í) skildi ekki. Af þessu ieiddi þó tvennslags hlunnindi: fyrst sjálfsauðmýktin, sem varð til þess að tempra að nokkru leyti metnaðinn, sem annars hefði máske orðið hrokafullur og óvingjarnlegur, og í öðru lagi, eins og ég hefi áður vikið að, hið róttæka þakklæti hans til himnaföðursins fyrir að vernda hann frá að falla í snöru freisting- anna á æskuárum hans, var honum örugg leið- sögn og óbilandi trúarstyrkur. Hann viður- kenndi eng'a tilviljun í lífinu. Hvað svo sem að erfiðleikarnir risu hátt, hvað mikið sem að bölsýnin þrýsti að, hvað svo sem að tilfinning- arnar út af ranglæti heimsin lágu þungt á hon- um, örvænti hann ekki, því ekkert gat raskað trausti hans á beinni handleiðslu himnaföðurs- ins. Venjur og siðir Vandemonts voru í hag- kvæmu samræmi við venjur og siði húshaldsins yiirlætislausa, sem að hann var nú þáttakandi í. Eins og flestir hraustir athafna- en ekki lær- dómsmenn, fór hann snemma á fætur; — og fór vanalega til Lundúna, en kom aftur um miðjan daginn til þess að neyta fátæklegrar máltíðar með hinu fólkinu, og eftir máltíðina, ef að Fanny og Símon fengur sér eftirnónsdúr, þá fór hann oft aftur til Lundúna, og kom þá til baka þegar að honum sýndist, því að hann hafði lykil að húsinu svo að hann gat komist inn hvenær sem var, án þess að gjöra heimilis- íólkinu ónæði. Stundum á kveldin, þegar sól fór að síga, gekk hann út með gamla manninum og leiddi hann um göturnar í kringum húsið og fór alltaf í gegnum kirkjugarðinn á heimleiðinni; eða þá að hann, þegar að Símon sat dottandi við arineldinn, og Fanny tóku sér stuttan göngu túr, og ávalt þegar að hún fór út til að selja varnig sinn eða kaupa inn fór hann með henni, og hún var upp með sér að vita af honum við hlið sér og bera körfuna með varningi hennar, eða þá að vita af honum bíða eftir sér fyrir utan búðardyrnar á meðan að hún var inni að verzla. Þó að vitsmunir Fanny væru í sann- leika að þroskast inni fyrir, þá gáfu hinir ytri venjur og tilburðir hennar ekki hina sönnu mynd eða dýpt þeirra. Það var eins og eitt- hvað héldi þroska þeirra til baka, frekar en að á þeim væri skortur. Veiklun hennar var frek- ar þroskaleysi barnsins heldur en ólæknandi andleg bilun. Til dæmis stjórnaði hún hinu óbrotna húshaldi sínu með snild og fyrirhyggju, hún gat reiknað í huganum eins fljótt og Vande- mont, þegar um nauðsynjar til húshaldsins var að ræða; hún kunni vel að meta verðgildi pen- inganna, betur en sum af okkur, sem þykjumst vera vitur. Listfengi hennar, jafnvel þegar í æsku var sérstök ,að því er ýmsar kvenlegar hannyrðir snerti, sem hún ekki aðeins þrosk- aði með stakri alúð heldur fullkomnaði með nýjum hugmyndum frá sjálfri sér unz hún náði ótrúlegri fullkomnun á því sviði. Útsaumur hennar, sérstaklega í því, sem þá var svo fá- gætt, blóm og rósir á silki, var eftirsótt af heldra fólkinu í Lundúnum, sem kynntist því fyrir milligöngu frú Semper. Allt þetta hafði gert henni kleyft að sjá sér og blinda mann- inum farborða í mörg ár. Og umhyggja hennar fyrir gamla manninum var dásamleg í ná- kvæmni og umhugsunarsemi sinni. Hvar sem um áhugamál hjarta hennar var að ræða, þar var aldrei um skilningsleysi að ræða. Vande- mont viknaði við að sjá hina kærleiksríku og viðkvæmu virðingu, sem að hún virtist njóta í nágrenni sínu, sérstaklega á meðal þeirra, sem lágt settari voru — jafnvel ölmusumenn, sem sópuðu krossgöturnar, nefndu aldrei ölmusu við hana, en báðu guð að blessa hana, þegar að hún gekk fram hjá þeim; og óheflaðir verka- menn litlu upp frá verki sínu og það hýrnaði yfir þeim þegar þeir sáu bros hennar um leið og hún gekk fram hjá. 1 stuttu máli, allt það sem að æskan hafði fært henni: fegurðina, ó- hamingjuna og afköstin, var magnað í huga og augum hinna fátækari nágranna hennar, sök- um hinna mörgu velgjörða hennar, sem að hún miðlaði úr sjóði þeim, sem að hún lagði til síðu til að kaupa fyrir legsteininn á gröf föðurs- ins, — og nóttanna, er hún vakti yfir ungum og gömlum, sem veikir voru í nágrenninu. „Heldurðu ekki“, spurði hún einu sinni Vandemont, „að við verðum guði velþóknan- legri, ef að við erum veikum og þeim sem bágt eiga góð?“ „Vissulega er okkur kennt það“. „Jæja, ég skal segja þér leyndarmál — þú mátt ekki segja neinum frá því. Afi minn sagði einu sinni að faðir minn hafi verið vondur mað- ur; ef að Fanny er góð við þá, sem bágt eiga • og hjálpar þeim, þá held ég að guð hlusti frekar á bænir hennar og taki þær til greina, þegar hún er að biðja hann að fyrirgefa föður sínum misgjörðir hans. Heldur þú það ekki líka? — Segðu að þú gjörir það — þú veist svo mikið!“ „Fanny, þú ert vitrari en við öll, og mér finnst að ég sé betri og ánægðari, þegar ég heyri þig tala“. Það var oft sem að Vandemont fannst að vel hefði mátt laga andlega bilun Fanny fyrir löngu, af að hagkvæmri nákvæmni hefði verið beitt og ef að hún hefði fengið að njóta sam- vistar með jafnöldrum sínum, en þeirrar sam- vistar haföi hún aldrei notið, ekki jafnvel á skólanum, því að hún hafði haldið sig í burtu frá skólabörnur^am. Það var eitthvað svo ein- manalegt og ókyrrt í fari hennar, eða dutlunga- iullt og samhengislaust, að Vandemont, sem leit á það með a^um veraldarmannsins sá ekke^rt annað en raunalegan hugsanarugling. En samt sem áður, ef að þræðir hugsana hennar voru samantvinnaðir, var hver þráður út af fyrir sig hreinasta gull. Mesta áhugamál Fanny var gröíin handa hinum ímyndaða föður sínum. Hvort heldur að það staíaði frá trúarlegri lotn- ingu, sem er algeng í kaþólskum löndum og sem að áhrif hafði haft á hana, á meðan að hún var í klaustrinu, eða að það var sökum þess, að hún átti heima svo nærri grafreitnum og umhyggju þeirrar og góðvildar, sem að hún bar til reitsins, er ekki gott að vitá; en hver sú sem orsökin var, þá hafði hún alið önn fyrir henni og þráð hana í nokkur ár, eins og að æskumeyj- ar vanalega þrá að standa með elskhuga sínum við altarið. — Minnisvarðinn eða legsteinninn fór henni aldrei úr huga. En peningarnir söfn- uðust seint — stundum veiktist Símon gamli — stundum voru dálitlir erfiðleikar á með húsa- leiguna — stundum féll verðið á hannyrðum hennar — en oftar en nokkuð annað var það gjafmildi hennar til handa þeim, sem erfitt áttu, er seinkuðu fyrir og drógu hið göfuga sjóðsstofnunarfyrirtæki hennar. Þetta voru kringumstæður, sem að hinn nýfundni vinur hennar hafði djúpa meðlíðun með, því að hann var þess minnugur, að fyrstu peningaráð hans höfðu gengið til þess að kaupa yfirlætislausan legstein til að venda minningu móður sinnar á jörðinni. Dagarnir liðu og Fanny varð ekki fyrir neinni áreitni og það var þá, sem Vandemont heyrði fyrst frá henni, en þó ógreinilega, um hættuna sem að hún hafði komist í. Það var svo dag einn í góðu veðri að Fanny gekk dá- lítið lengra eftir vegi, sem lá frá þorpinu og út á landsbyggðina, að hún mætti manni, sem kom keyrandi á móti henni, stansaði og ávarp- aði hana vingjarnlega, eftir því sem að hún _ sagði. Og eftir að spyrja hana nokkurra spurn- inga, sem að hún svaraði með sinni vanalegu einlægni og sagði þessum manni frá iðn sinni, og vildi maðurinn þá undir eins kaupa nokkra muni, sem að hún hafði með í körfu sinni, og bauð henni að útvega henni stöðuga kaupendur fyrir miklu hærra verð, en hún hafði áður fengið, ef að hún vildi heimsækja frú West, sem heima ætti við Lundúnaveginn, um mílu vegar frá þorpinu. Þessu lofaði hún og fór þangað og fann húsið samkvæmt númeri, sem að maðurinn hafði fengið henni. Hún barði þar að dyrum, og til dyranna kom kona, sem bar skrautlegri klæði, en Fanny hafði áður séð nokkra konu bera; hún bauð Fanny inn og tóki hana tali ásamt karlmanni, sem þar var fyrir — þau hældu henni bæði fyrir verk henn- ar og keyptu af henni fyrir svo hátt verð, að vonir Fanny sýndust vera að rætast í sambandi við legsteininn yfir William Gawtrey. Það var eins og að bölið elti þann mann út yfir dauð- ann og að fyrir legstein hans ætti nú að borga með peningum siðleysisins! Konan bað Fanny að koma aftur, en áður en af því varð, þá mætt- ust þær á götu i þorpinu, og þegar að frú West var að taka Fanny tali, þá vildi svo til að ung- frú Semper bar þar að — hún horfði hvasst á frú West, talaði þungum orðum til hennar, tók í hendina á Fanny og leiddi hana í burtu, en frú West fór sína leið. Ungfrú Semper sagði Fanny, að þessi kona væri í meira lagi viðsjár- verð og að hún skyldi ekki hafa neitt saman við hana að sælda. Fanny lofaði því. Og konan, hvort sem að það var af því að hún var hrædd við fólkið í þorpinu eða friðdómarann, reyndi ekki að ná tali af Fanny aftur. „Og“, sagði Fanny, „ég fékk ungfrú Semper peningana, sem að þau höfðu borgað mér, hún sagðist ætla að senda þá til baka til þeirra". „Það var rétt gert af þér, Fanny“, sagði Vandemont; „og eins og að þú lofaðir ungfrú Semper, verður þú að lofa mér, að fara aldrei að heiman, nema ég eða einhver annar fari með þér. Nei, nei ekki einhver annar, bara ég. Ég skal leggja allt annað til síðu og fara með þér“. „Viltu gjöra það? Ó, já. Ég lofa því! Mér þótti gaman að vera ein á þessum ferðum mín- um, en það var áður en að þú komst, bróðir“. Og þar sem Fanny hélt loforð sitt, þá hefði það verið hugrökk hetja, sem að hefði reynt að ónáða hana með þennan hvatlega og höfðing- lega mann við hliðina á sér. VI. Kapíluli. Daginn og klukkutímann, sem stefnumótið með ókunna manninum og Beaufort lávarði var ákveðið, sat Lilburne lávarður í lestrarsal mágs síns, og fyrir framan vængjastólinn, sem hann sat í, stóð maður kæruleysislega — kunn- ingi okkar, hr. Sharp Bostreet lögreglumaður. „Herra Sharp“, sagði lávarðurinn, „ég hefi sent eítir þér til þess að gjöra mér dáiítinn greiða. Ég á von á manni hingað, sem læst vilja gefa mági mínum, Beaufort lávarði, upplýs- ingar í sambandi við málshöfðun. Það er nauð- synlegt að komast að hvers virði að vitnisburð- ur hans er. Ég vil að þú aflir þér allra upplýs- inga um hann. Vertu svo góður að setjast í sæti dyravarðarins í ganginum og veittu hon- um eltirtekt þegar að hann kemur, án þess að hann sjái þig — og þar sem að hann er þér að líkindum ókunnugur, þá skaltu veita honum .enn nánari eftirtekt þegar að hann fer. Veittu honum svo eftirför í hæfilegri fjarlægð, — komstu eitir hvar að hann á heima, hverjir að félagar hans eru, karakter hans og hvað hann gjörir; — í stuttu máli allar upplýsingar um hann og segðu mér frá því, sem að þér verður ágengt á hverjum degi. Gættu hans vel, og láttu hann aldrei komast úr augsýn — þér skal verða vel borgað. Þú skilur þetta?“ Já“, sagði hr. Sharp, „láttu mig ráða, lá- varður minn. Ég hefi áður unnið fyrir mág þinn, herra. Við vitum hvað er upp og hvað er niður á hlutunum“. „Eg eíast ekki um það. Farðu á stað þinn — ég á von á manninum á hverri mínútu“. Herra Sharp hafði naumast komið sér fyrir í sæti dyravarðarins þegar ókunni maðurinn barði að dyrum — honum var undir eins fylgt inn til Lilburne lávarðar. „Herra“, sagði lávarðurinn án þess að rísa á fætur, „gjörðu svo vel að fá þér sæti. Beau- fort lávarður var knúður til að fara burtu úr bænum og hann bað mig að tala við þig — ég er einn af fjölskyldunni — konan hans er systir mín, þú getur verið eins opinskár við mig, eins og við hann, máske opinskárri". „Viltu gjöra svo vel og segja mér hvað þú heitir, herra?“ spurði ókunni maðurinn og lag- aði á sér kragann. „Það er bezt að þú segir til þíns nafns fyrst, það er formlegra“. „Nú, jæja. Ég heiti Kafteinn Smith“. „í hvaða deild?“ „Hálflauna-deildinni“. „Ég er Lilburne lávarður. Þú segist heita Smith — ó, já!“ bætti lávarðurinn við, og leit á blöð sem að hann hafði fyrir framan sig a borðinu. „Ég sé að það er líka nafnið á vitninu, sem að frú Morton var að leita að!“ Við þessa athugasemd, og ennþá meira við svipinn, sem henni fylgdi hnykkti gestinum við og ósvífnis-svipurinn, sem var á andliti kafteinsins þegar að hann kom inn, snerist upp í hálfgerðan vandræðasvip; hann ræskti sig og sagði hálfhikandi: „Það vitni er lifandi, herra minn“. „Ég efa það ekki — vitni deyja aldrei þegar um eignir er að tefla og svik er í bruggi“. í þessari svipan kom þjónninn með laglega samanbrotið blað í hendinni og lagði það á borðið fyrir framan Lilburne lávarð. Hann leit á það undrandi og las sem fylgir: „Lávarður minn: — Ég þekki manninn — varaðu þig á honum; hann er eins mikill óþokki og fyrir-finnst; hann var sendur í útlegð fyrir hér um bil þremur árum, og nema því aðeins, að útlegðartími hans hafi verið styttur af „Home-Office“-inu, þá er hann hér í leyfisleysi. Við vorum vanir að kalla hann Dashing Jerry. Ungi drengurinn, sem að við vorum að elta fyrir Beaufort lávarð, var félagi hans. Fyrir- gefðu flýtis-klórið“. J. SHARP Á meðan að Lilburne var að lesa þennan pistil, eða réttara sagt reyna að stauta sig fram úr honum, sótti Kafteinn Smith í sig veðrið og sagði þegar að lávarðurinn lauk við lesturinn: „Svikabruggari, lávarður! Svikari! Ég skil þig ekki. Þú, herra, sýnist vera grunsamur, sem mér finnst mjög óviðkunnanlegt. En svo stendur mér það á sama. Og ef Beaufort lávarð- ur kærir sig ekki um að tala við mig sjálfur, þá hefi ég hér ekkert meira að gera“. Og Kaf- einn Smith stóð á fætur. „Eina mínútu, herra minn. Ég get ekki vitað hvað Beaufort lávarður kann að segja eða gjöra, en ég veit það, að þú ert sakaður um mjög alvarlegan glæp, og ef að vitni þitt eða vitni þín, þú getur haft íimmtíu af þeim fyrir allt það sem ég veit, eða kæri mig um, eru þér jaín sek, þá er það þeim mun verra fyrir þau!“ „Lávarður minn, ég verð að segja í allri einlægni, að ég skil þetta ekki“. „Ég skal þá tala skýrar. Ég ásaka þig fyrir svívirðilegt íals, borið fram í þeim tilgangi, að svíkja út peninga. Komdu með vitni þín fyrir rétt og ég skal lofa þér því, að þú, þau og þessi ungi maður, Morton, hvers kröfu þau ætla að sanna, skulu verða sakfeld fyrir samsæri — samsæri, ef því fylgir (eins og á sér stað í sam- bancti við þessi vitni þín) meinsæri af verstu tegund. Ég þekki þig, hr. Smith og íyrir klukk- an tíu í fyrramálið skal ég líka fá að vita, hvort þú fékkst leyfi frá hans hátign, konungin- um, til þess að yfirgefa nýlendufangavist þína! Ó! ég sé að ég tala nú nógu skýrt!“ Og Lil- burne lávarður hallaði sér aftur á bak í stóln- um og horfði ísköldum augum á gestinn, sem var orðinn fölur í framan og með angistarsvip á andlitinu. Kafteinninn, eftir dálitla þögn, vandræði, undur og hræðslu, tók spor í áttina til lávarð- arins ógnandi, en lávarðurinn rétti út hendina til að hringja bjöllu, sem var við hliðina á honum. „Eina mínútu enn“, sagði sá síðarnefndari, „ef að ég hringi þessari bjöllu, þá er það til þess að afhenda þig lögreglunni. Ef þú minnist framar á þetta mál eða lætur Beauíort lávarð sjá þig hér .— nei, lætur hann heyra eitt ein- asta orð um þessa fyrirhuguðu málsókn, þá ferð þú til baka í þína fyrri nýlendu-útlegð. (Ó, sussu! Grettu þig ekki framan í mig maður! Embættismaður frá Bow Street er hér í gang- inum. Haíðu þig á burt! — Nei, stansaðu í mín- útu og taktu til greina það se még segi þér. Reyndu aldrei aftur að hafa hótanir í frammi*^ við augugt mikilsmetið fólk. Það er múrveggur 1 kringum hvern einastá auðmann — betra iyrir þig, að vera ekki aö stangast við hann!“ ,^En ég sver þess dýran eið“, svaraði bófinn með áherzlu svo ákveðinni, að það heiði mátt halda að í væri snefill af sannleika, „að gift- ingin fór fram“. „Og ég segi þér jafn hátíðlega, að hver sá sem leggur eið út á það fyrir rétti, skal verða stefnt íyrir meinsæri; Svo að þú ert þá vesal- ings óþokki eftir allt!“ Lilburne lávarður stóð upp með bitrum fyrirlitningarsvip, sem þó var blandinn rauna- legum meðlíðunarblæ og gekk að arineldinum og fór að skara í hann; en Kafteinn Smith, eftir að tauta eitthvað fyrir munni sér og fitla við hanzka sína, hafði sig á burt. Þetta sama kveld hafði Lilburne lávarður gestaboð heima hjá sér og á meðal gesta hans var Vandemont. Lilburne lávarður var maður sem hafði sérstaka nautn af að kynna sér karakter manna, einkum þeirra, sem eitthvað bar á í baráttunni fyrir lífinu. Sjálfur var hann laus við alla metnaðarkennd, hann virtist skemta sér í því lognmolluástandi við að kynna sér óróann, gremjuna, hugarangrið og hjarta- sárin, sem eru hlutskipti þeirra, er metnaðinn elta. Eins og könguló í vef sínum, vaktaði hann með iðandi ánægju flugurnar sem brutust um í netinu, sem að hann elti í gegnum krókagöng þeirra sem voru óhrein án þess, að honum skrikaði fótur. Ein af ástæðunum fyrir því, að honum þótti svo mikið koma til peningaspila- mensku var ekki aðallega sú, að græða fé, lieldur heimspekileg ánægja út af því að at- huga tilfinningar þeirra sem að töpuðu; alltaf rólegur og alltaf (nema þegar að hann var á svalltúrum) stilltur. Enginn vísindamaður hefði getað veitt nánari eftirtekt tilrauna-áhrifum vísindanna á kvalir hunds, sem teygist sundur og saman af pyntingum, eða sýnt meira kæru- leysi fyrir rakkanum, heldur en Lilburne lá- varður sýndi þeim, sem að hann var að eyði- leggja í gagnrýni sinni á ástríðum þeirra — kaldur og tilfinningarlaus fyrir angist vesal- inganna, sem að hann var að merja sundur. Honum var annt um að vinna peninga aí Vandemont — að eyðileggja hann — eyðileggja mann, sem þóttist vera veglyndari en aðrir — til að sjá hugdjarfan ævintýramann háðan lukkuhjóli spilanna; — og allt þetta auðvitað án þess að bera hinn minnsta kala til hans, sem að hann sá nú í fyrsta sinni. Það var öðru nær en að hann bæri kala til Vandemonts, því að hann bar virðingu fyrir honum. Eins og flestir veraldarsinnaðir menn, þá var Lilburne lávarður sérstaklega hlyntur þeim, sem leituðu fangbragða við lífið og vildu upp og áfram: og eins og menn, sem hafa skarað fram úr í hreystilegri leikfimisíþrótt, þá var hann líka fyrirfram ákveðinn vildarmaður þeirra, er sigursælastir voru á því sviði. Liancourt tók vin sinn afsíðis á meðan að Lilburne var að tala við gesti sína: „Ég þarf víst ekki að aðvara þig, sem aldrei spilar upp á peninga, að sleppa þér ekki of langt við Lilburne lávarð, mundu eftir því, að hann kann aðdáanlega vel að fara með spil sín“.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.