Lögberg - 23.08.1951, Side 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. ÁGÚST, 1951
Úr borg og bygð
Hjónaband —
Gefin voru saman í hjónaband
laugardaginn þ. 4. ágúst á
Lundar, af séra Jóhanni Fred-
riksson, Bruno Michel Dudara-
vicius og Ása Jónasína Elsie
Loftson. Brúðurin er yngsta
dóttir Mr. og Mrs. Bjarna M.
Loftsonar á Lundar. Brúðgum-
inn, fyrir stuttu kominn frá
Þýzkalandi, er sonur Mr. og
Mrs. M. Dudaravicius frá Stutt-
gart, Þýzkalandi. — Foreldrar
brúðarínnar buðu gestum til
veglegrar veizlu á heimili sínu
Að veizlunni lokinni lögðu ungu
hjónin af stað í skemtiferð til
Kenora, Ont. Þau verða til heim-
ilis í Winnipeg.
•Sr
Einar Björgvin Johnson, son-
ur Mr. og Mrs. J. B. Johnson frá
Churchbridge, Sask. og Doreen
Björg Ingjaldsson, elsta dóttir
Mr. og Mrs. E. Ingjaldsson frá
Tantallon, Sask. voru gefin sam-
an í hjónaband þ. 7 júlí af séra
Jóhanni Fredriksson í Hóla-
samkomuhúsinu. Yfir hundrað
manns sátu veizlu á heimili
brúðarinnar. Ungu hjónin fóru
í skemtiferð vestur í land. Þau
setjast að á bújörð sinni í
Churchbridge.
GIMLI FUNERAL HOME
51 First Avenue
Ný útfararatofa meS þelm full-
komnasta útbúnaði, scrn völ er
ft. annast vírSuleija um útfarir,
selur líkkistur, minnisvarSa og
legsteina.
Alan Couch, Funeral Director
Phone—Business 32
Residence 59
Gefin saman í hjónaband í
Lútersku kirkjunni í Selkirk af
sóknarpresti, laugardaginn 11.
ágúst, Frank Russell McBride,
Selkirk, Man. og Gwendolyne
Sylvia Joyce Bell, sama staðar
Þau voru aðstoðuð af Mrs.
Victor McDonald og Mr. Kristinn
Gladstone Bell, systkinum brúð-
arinnar auk annara. Ungu hjón-
in setjast að í Selkirk.
☆
Gefin saman í hjónaband á
föstudaginn 17. ágúst, í Fyrstu
lútersku kirkju, voru þau James
Edward Britton, vélfræðingur
hér í borginni, og Clara Lillian
Johnson dóttir Árna fiskikaup-
manns Johnson, og Jónínu konu
hans. Vegleg brúðkaupsveizla
fór fram á Marlborough hótel-
inu að afstaðinni hjónavígslunni.
Miss Evelyn Thorvaldson söng
en við hljóðfærið var Mrs.
ísfeld.
☆
Á fregnmiða frá Winnipeg;
General Hospital, sém prentað-
ur var þann 2. yfirstandandi
mánaðar er þess getið, að ís-
lenzka kvenfélagið hér í borg-
irini hafi árið 1894 safnað $75.00
gjöf til áminsts sjúkrahúss; má
af þessu ljóslega ráða hve
snemma á tíð íslenzka kvenfé-
lagsstarfsemin hér um slóðir
hafði líknar- og mannúðarmálin
efst á stefnuskrá sinni.
☆
Norðan úr Reykjavíkpóst-
héraði að vestanverðu við Mani-
tobavatn, komu á mánudaginn
þau Mr. og Mrs. Chris Alfred,
sem um eitt skeið áttu heima
hér í borg og eiga margt vina
hér um slóðir, og dvöldu í borg-
inni fram um miðja vikuna; með
þeim komu þær systurnar, Mar-
! grét, Regina og Kristín Sigurd-
son, sem uppaldar eru norður
þar, en nú eiga heima í þessari
borg; þau Mr. og Mrs. Klein frá
Reykjavík, eru einnig hér stödd
þessa dagana; er Mrs. Klein af
íslenzkum ættum.
☆
GJAFIR TIL BETEL —
LtTILI, BLÓMVÖNDUR A LKIÐI
Btefáns Andersonar, fyrrnm bónda
við Lcslir, Saskatchcwan
Þau Stefán og Gyðríður And-
erson bjuggu í þessu nágrenni
við rausn og myndarskap um
þrjátíu ára skeið. Þau voru gest-
risin og vinföst og nutu bæði
hlýhugar og virðingar sam-
ferðamannanna. Við vorum í of
mikilli fjarlægð, þegar Stefán
féll frá, til þess að vita um jarð-
arför hans. Við viljum því biðja
Mr. J. J. Swanson að gera svo
vel að veita þessu lítilræði, tíu
dölum, viðtöku til Betel í minn-
ingu um Stefán Anderson. —
Lítinn blómavönd á leiði hans
með þakklæti fyrir alt gamalt
og gott. Og sömuleiðis að gera
svo vel að láta þessar línur í
Lögberg.
Leslie, Sask., 19. júní, 1951
Sigurður og
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
☆
Frú Laufey Helgason fór norð-
ur til Reykjavíkur um miðja
vikuna og dvelur þar um hríð í
gistivináttu þeirra Mr. og Mrs.
Chris Alfred.
ísland og íslendingar
(Framhald af bls. 7)
hversdagsmál þjóðarbrotsins ís-
lenzka? Sumir viríust telja, að
það væri alls ómögulegt, og að
þess vegna væri í rauninni óhjá-
kvæmilegt að leggja árar í bát í
því máli nú. Aðrir voru mikið
á báðum áttum. Og enn aðrir
héldu því fast fram, að jafnvel
þó það væri ákaflega sárt að
tapa íslenzkunni sem hversdags-
máli fólks af íslenzkum ættum,
þá væri samt enn hægt að halda
uppi mikilsverðri þjóðræknis-
-tarfsemi og baráttu fyrir hin-
urn dýrmætu þjóðareríðum, sem
við mættum ekki glata. Þessi
síðastnefnda afstaða virðist mér
vera réttmæt.
Á liðnum árum hafa íslend-
ingar í Ameríku reist fjögur elli-
heimili meðal annara stofnana.
Mér virðist það hafa verið dá-
samlegt Grettistak á hverjum
stað, að reisa og starfrækja þau
ágætu heimili. Og ég tel það
mikilsverða þjóðræknisstarfemi,
að opna frumherjum þjóðar-
brotsins og öðrum, sem koma á
eftir kost á slíkum griðastað í
kveldkyrð ævinnar, þar sem unt
er að njóta móðurmálsins að svo
miklu leyti, og ýmsra gómsætra
rétta, er eiga uppruna sinn á ís-
landi, og að leggja rækt við ýms
þjóðareinkenni og erfðir. Ég
gleðst nú við þá hugsun, að hér
erum við stödd í næsta ná-
munda við eitt af þessum ágætu
heimilum; og fólkið, sem hér
er viðstatt, hefir átt svo stóran
þátt í að reisa og starfrækja tvö
af þeim með drengilegri hjálp
©orctater^hops
OPNA
FULLKOMNUSTU FATNAÐARBÚÐ í Winnipeg
MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM
BYRJUNARKJDRKAUPUM
Sporið olt að $12.50
KARLA REGNKÁPUR
276 aðeins
$14.99
Þeim fyrstu 276 mönnum, sem kaupa í hinu nýja Dorchester
Shop 276 innfluttar og heimaunnar regnkápur úr bezta,
hugsanlega efni, sérstaklega valdar vegna opnunar þessarar
nýju búðar í Winnipeg, á slíku verði, að þér sparið $12.50!
Slétt bak, eða með belti, úr húðsterku poplins eða gabardine-
efni, með nýtízku sniði.
Komið snemma og forðist vonbrigði — 276 regnkápur fljúga
fljótt út. Vanaverð $27.50..Sölukjörkaup, $14.99 hver.
Hvítar Tooke
SKYRTUR
Þér verðið að skoða þessar skyrtur til að sannfærast um
gildi þeirra! Opnunarsala, $3.95 hver.
• Geta ekki hlaupið
• Áfasíur kragi eða af Vindsorgerð
• Úr ekta baðmull, hvítar aðeins
• Úr öllum stærðum að velja
$3.95
FÓÐRUÐ ULLARBINDI
$1.50
Verðið eigi af þessu:
• Skraulleg rayon satin hálsbindi, haustlitir
• Fullkomnar stærðir, ullarfóður
• Ýmsar handmálaðar íegundir í þessu úrvali
Argyle Diamond SOKKAR
Vanaverð $2.25 $1.25
Þér getið farið um allan bæinn og finnið hvergi slíka sokka
fyrir $1.25. Þetta eru kjörkaup á $2.25, en óviðjafnanleg
kaup á opnunarsölunni fyrir $1.25!
• Argyle demantsgerðarþykt
• Hæfileg lengd
• Oxford, bláir, brúnir og vínlitir og grænir
með auka demantsskrauti!
Þessi nýjasta verzlun í hinni miklu
Dorchester búðarkeðju, tekur til starfa
í Winnipeg á morgun. Látið ekki hjá
líða að notfæra yður kjörkaupin! Þér
sannfærist um að það borgi sig, að verzla
hjá Dor’chester búðunum .
• Dorchester föt eru ávalt seld
við sannvirði
• Dorchester föt eru ávalt úr
bezla efni og fyrirmynd að
frágangi
• Dorchester föt eru búin lil í
okkar eigin saumastofum og
seld beint til nolenda
• Dorchesler karlmannabúnaður er úr
úrvalsefni — keypt yður til gagns og
gleði, og verð í samræmi við gæðin.
Spyrjist fyrir um hina
nýju greiðsluskilmóla
Dorchesterbúðimar eru að innleiða
nýja greiðsluskilmála, þar sem þið
ákveðið sjálf mánaðargreiðslur. Þetta
gengur undir nafninu Dorchester
Continuing Budget Account.
Engin önnur búð í Winnipeg býður slíka,
gr eiðsluskilmála!
Lítið inn og látið okkur útskýra hvernig
bezt sé að verja fatnaðardollurum sam-
kvæmt Dorchester Continuing Budget
Account.
Fáheyrð kjörkaupákarlmannsfötum
Alfatnaðir $47'50 $55-°° $5950
Veljið föt til haustsins úr þessum miklu birgðum af ekta
þaullituðu Worsteads, Flannels, Gabardines og Sergessniði
og saumuð af sérfræðingum, alt af nýjustu gerð. Veitið
athygli þessum þrennskonar kjörkaupum samkvæmt
greiðsluskilmálum okkar á verði frá $47.50 til $59.50.
YFIRFRAKKAR frá $40-5otii $63-75
Þérmunuð fá þann frakka, er yður vanhagar um úr ekta
Covert efni, Tweed, Cheviot og Gabardine — með fögru,
karlmannlegu sniði fyrir haustið. Og verðið á engan sinn
líka, frá $40.50 til $63.75.
©orchestcr^hops
536 Main St. og James Ave.
annara, sem voru nokkru fjær.
Og hin tvö heimilin, sem eru í
miklu meiri fjarlægð hafa verið
reist af sama áhuga, drenglyndi
og fórnfýsi. Þetta sýnir, meðal
annars, að margt fjallið getum
við íslendingar fært úr stað, ef
trúin er nógu máttug. Og einnig
sýna þessi heimili það, að merki-
leg þjóðræknisstarfsemi er hér
enn á ferð.
Kenslustóllinn í íslenzkum
fræðum við háskólann í Mani-
toba, sem svo kappsamlega hef-
ir verið unnið að, að koma á fót,
af mörgum duglegum og þjóð-
ræknum íslendingum, bæði eldri
og yngri, og sumum þeirra,
máske að einhverju leyti mál-
lausum á feðratunguna, er nú
orðinn að veruleika. Fólki þjóð-
ar vorrar hlýtur að finnast það
hafa verið merkilegt og mikil-
fenglegt þjóðræknisstarf, er
seint fyrnist yfir. En ekki ætla
ég að sú stofnun geti mögulega
megnað að varðveita íslenzk-
una, sem hversdagsmál alls
þjóðarbrotsins íslenzka.
En kenslustóllinn getur vissu-
lega veitt einhverjum hluta þess
fólks og einnig fólki af öðrum
ættstofni mikilfenglega fræðslu
í íslenzku, svo að það fólk fái
drukkið af þeim lindum fræðslu
og fegurðar, vísdóms og speki,
sem íslenzkar bókmentir, fornar
og nýjar, hafa að bjóða í svo
ríkum mæli, og síðar á margvís-
legan hátt miðlað öðrum af sinni
dýrmætu fræðslu. Og ekki getur
okkur þá dulist að hér sé líka
heilbrigð og ágæt þjóðræknis-
starfsemi á ferðinni.
íslenzkan er undur fagurt mál,
því verður ekki neitað. Við, sem
erum af íslenzkum stofni, hljót-
um að meta hana og elska, og
margir aðrir líka. Jafnvel er
hún okkur innilega kær, sem
kunnum hana bara þó að nokkru
leyti. Hún er okkur kær eins
fyrir því, þó að hún geti ekki
orðið eins og hunangseimur á
vörum okkar, af því að við stóð-
um ekki nógu nærri þeim lind-
um, þar sem unt var að bergja
hana eins hreina, tæra og hreim-
fagra, eins og á íslandi sjálfu.
En þó að örlögin kunni að
verða þau, að „ástkæra ylhýra
málið“ tapist okkur hér í álfu
sem hversdagsmál fjöldans af
íslenzkri ætt, er enn hin fylsta
ástæða til að halda uppi öflugri
þjóðræknisstarfsemi á heilbrigð
um grundvelli og reyna af
fremsta megni að varðveita
þjóðararfinn mikilvæga og
leggja hann með sér til gagn-
semi og blessunar inn í það þjóð-
erni og þjóðlíf, sem jafnvel enn
er hér á ýmsan hátt að myndast.
Guð blessi ísland! Guð blessi
íslendinga „heima“ og hér! Hann
gefi þeim alls staðar og ávalt;
stóran og göfugan þátt í því að
blessa mannkynið og að dýrka
drottinn.
(N.B. Erindi þetta var flutt
„blaðalaust“ á hátíðinni. Er
því að sjálfsögðu nokkur orða-
breyting. En í hugsun og efni
engin veruleg breyting. —H.S.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Vaidimar J. Eylands.
Heimili 686 Banning Street. Sími
30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
A ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 26. ágúst
Ensk messa kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7 síðd.
S. Ólafsson
☆
— Churchbridge Sask. —
Sunnudaginn þ. 26. ágúst
Messa í Concordia kl. 1 e. h.
' Söngsamkoma í Concordia
kl. 8 um kvöldið.
Sunnudaginn þ. 2. sept.
Messa í Lögberg kl. 11 f. h.
.Messa í Concordia kl. 1 e. h.
J. Fredriksson
☆
— Lundar Prestakall —
Sunnudaginn þ. 9. sept
Messa á íslenzku kl. 2 e. h.
Messa á ensku kl. 7.30 e. h.
Allir boðnir velkomnir!
J. Fredriksson
☆
— Gimli presiakall —
Sunnudaginn 26. ágúst
Betel, kl 9 f. h.
Húsavík, kl. 1.30 e. h.
Gimli, kl. 7 e. h.
Daylight Saving Time.
Árborg, kl. 8.30, Central
Standard Time.
Harald S. Sigmar
Þau Þorbjörn Jónsson og
Svanhildur Jóhannsdóttir úr
Reykjavík, sem dvalið hafa
vestra í tvo mánuði á vegum
þeirra Mr. og Mrs. Peter Ander-
son, lögðu af stað flugleiðis til
Islands á sunnudaginn.
WEED CONTROL IN
BARLEY
There is no “Royal Road” to weed control in barley. The
barley grower must use every means at his command and be
persistent in seaosn and out.
SEED CONTROL
To obtain a clean crop the grower must not sow weed
seeds. Clean seed is, therefore, the first requirement.
ROTATION CONTROL
To produce clean barley, it must be sown on clean land,
i.e., after summer fallow, intertilled crop, or grass and clover
crop.
CULTURAL CONTROL
Every means of cultural control should be used, such as
killing weeds by cultivation before sowing, harrowing the
seeded land before the crop emerges, and if necessary using a
weeder or light harrow on the crop after it has started to grow.
This latter must be done with great care, for barley does not
stand harrowing as well as some of the other crops, such as
wheat.
CHEMICAL CONTROL
Science has come to the aid of the barley grower by giving
him selective weed killing chemicals. These chemicals when
sprayed or dusted on the growing crop will kill many of the
broad-leaved weeds, with little or no damage to the barley.
For further information, write to Barley Improvement
Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg.
Tenth of series of advertisements. Clip for scrap book.
This space contributed by
SHEA'S WiNNIPEG BREWERY LTD.
MD-291