Lögberg - 31.01.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 31.01.1952, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANÚAR, 1952 Úr borg og bygð Þriðjudagskveldið, 5. febrúar næstkomandi, fer fram fulltrúa- kosning fyrir þetta ár í fulltrúa- nefnd Icelandic Good Templars of Winnipeg. Verður þetta sam- eiginlegur fundur og eru með- limir beggja stúknanna ámintir að sækja fundinn. Þessir eru í vali: J. T. Beck G. M. Bjarnason S. Eydal H. Gíslason H. ísfeld F. ísfeld R. Jóhannson V. Magnússon A. Magnússon E. Sigurdson ☆ Á elliheimilinu „Höfn“ í Van- couver er nú pláss fyrir þrjá fleiri vistmenn — tvær konur og einn karlmann. (Mrs,) Thora Orr, Secy., Icelandic O. F. Home Committee 2365 W. 14th. Vancouver, B.C. ☆ The Ladies Auxiliary of the Swedish Male Voice Choir Smorgasbord and Dance, Fri- day, February 8th, 1952, Eagle’s Hall, 131 Dagmar St., near Wil- liam Ave. Serving 5.30—7.00 p.m. — Dance 9.00 p.m. — Adults $2.00 — For dance only 75 cents. ☆ ^Mr. H. V. Lárusson, kennari, er nýkominn heim úr Evrópuför. Dvaldi hann í nokkra mánuði á Bretlandi við kennslustörf í skiptum við kennara þaðan. Síð- an ferðaðist hann um megin- landið. Hann fór til íslands og hitti þar margt frændfólk. Lét hann mjög vel af ferðalaginu. ☆ Miss Guðlaug Laura Einars- son, hjúkrunarkona, hefir nýlega verið skipuð aðstoðar-umsjónar- kona — Assistant District Superintendent — hjá Winni- pegdeild Victorian Order of Nurses, en hún hefir verið í þjónustu þeirrar deildar síðan 1946. ☆ Mr. og Mrs. G. L. Jóhannsson brugðu sér til Grand Forks í fyrri viku og komu heim á sunnudaginn. ☆ Nýlega er búið að reisa stórt og vandað samkomuhús í Sel- kirk í minningu um hermenn þaðan, er féllu í heimsstyrjöld- unum. Var húsið tekið til afnota á fimtudaginn í fyrri viku með mikilli viðhöfn. í húsinu er kapella og var hún vígð þetta kveld og settir þar blómsveigar í minningu hinna látnu her- manna. Stefan Oliver bæjar- stjóri ávarpaði gesti. Dr. Ed- ward Johnson var í nefnd þeirri, sem hafði byggingarmálið með höndum. ☆ Mr. og Mrs. Pétur Anderson fóru nýlega suður til Miami, Florida og munu dvelja þar fram eftir vetrinum eins og undan- farin ár. ☆ Mrs. George Palmer (Guðrún Marteinsson) var nýlega kosin varaforseti Presbytery Women’s Association Cresent — Fort Rouge kirkjunnar. ☆ Mrs. Jakobína Danielson lézt á Vancouver General Hospital á föstudaginn 18. janúar, 55 ára að aldri. Hún átti heima að 2204 Grenville Str., þar í borg. Út- förin fór fram frá Rose Lawn Funeral Chapel, 22. janúar og líkbrensla á eftir. Hún lætur eft- ir sig eiginmann sinn, John Danielson og systur, Mrs. Sophia Davidson, Winnipeg. ☆ Dr. Áskell Löve og kona hans, Dr. Doris Löve, munu flytja er- indi og sýna myndir frá íslandi í húsi háskólans á Broadway, Room 204, á föstudaginn, 21. febrúar, kl. 8.15 e. h. Þau flytja erindin á vegum Grasafræðis- deildarinnar. — Dyrnar verða opnaðar kl. 8. Verkalýðsforinginn, sem fékk friðarverðíaun Nobels 1951 COOK BOOK Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. ☆ Gefið til Sunrise Lutheran Camp. Dr. P. H. T. Thorlakson, Win- nipeg, $100.00. Meðtekið með innilegu þakk- læti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. ☆ Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðarins heldur næsta fund sinn á fimtudaginn, 7. febrúar, í fundarsal kirkjunnar. Gestir á fundinum verða mæður ung- menna þeirra, er fermd verða á komandi vori. Prestur safnaðar- ins mun ávarpa mæðurnar. ☆ Björn Thorsteinsson, Lundar, ‘Man., lézt á laugardaginn, 26. janúar, 94 ára að aldri. Hann var ættaður frá Hofsstöðum í Borg- arfirði og hefir búið að Lundar síðan 1891. Jarðarförin fer fram á laugardaginn, 2. febrúar, kl. 2 e. h. frá heimili hins látna í Lundarbæ. Séra Philip M. Pét- ursson jarðsyngur. Væntanlega verður þessa vinsæla landnáms- manns getið nánar síðar. ☆ Mr. og Mrs. M. Brynjólfsson, frá Riverton, voru í borginni fyrri part vikunnar. ☆ Mr. og Mrs. S. Sigurdson frá Elfros, Sask., eru í borginni um þessar mundir. ☆ Gjafir til Betel. I jóla- og nýárs-gjafalista, er birtist í Lögbergi 10. janúar 1952, stóð „First Lutheran Ladies Aid“, en átti að vera „First Lutheran Women’s Association, Winnipeg, individually wrapped parcels of Candy with hanker- chiefs for 60 Residents, 1 full size carton Sweet Cookies and 2 boxes chocolates for the Staff“. Kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg., Winnipeg, Eif-t’hvert versta ' veður, sem komið hefir á Ákureyri Frá fréttaritara A. B. á Akureyri í gær. Fárviðri af suðri og suð- vestri gekk yfir Akureyri á laugardaginn með regni og snjókomu um kvöldið. Vind- hraði mun hafa orðið mest- ur 12—14 stig í verstu bylj- unum, og er þetta talið eitthvert versta veður, sem hér hefir komið. Fólki sló niður milli húsa og á götum úti. Bifreið fauk á vega- mótum Spítalavegar og Eyarar- landsvegar út af veginum og valt niður bratta brekku langan veg ofan undir Hafnarstræti 47. í bifreiðinni voru bifreiðarstjór- inn og tveir synir hans, ungir drengir. Sluppu þeir nær ó- meiddir, en bifreiðarstjórinn meiddist mikið og liggur í sjúkra húsi. Við býlið Grafarholt ofan við bæinn fauk skúr af grunni og valt margar veltur. Sonur bónd- ans, fullorðinn maður, sem staddur var við skúrinn, meidd- ist mikið og var fluttur í sjúkra- hús. — Þá féll öldruð kona á götuna og handleggsbrotnaði. Ýmsar skemmdir urðu, girð- ingar fuku og brotnuðu, járn- plötur sleit af húsum, ljósakerfi bæjarins skemmdist, loftnetja- stengur brotnuðu og hluti Odd- eyrarinnar varð ljóslaus nokkra klukkutíma um kvöldið. —A. B., 8. jan. Hjónavígslur framkvæmdar í Fyrstu lút- ersku kirkju, laugardaginn 25. janúar 1952. Kenneth Young, og Marian Yvonne Hitchman, bæði frá Gimli. Almay John Bertulli, 605 William Avenue, Winnipeg, og Beverley Ruth Halderson, 1014 Dominion St., Winnipeg. Jón Valdimar Eylands, 686 Banning Street, Winnipeg, og Barbara Ruth' Schleicher, 879 St. Matthews Avenue, Winnipeg. ☆ Á þriðjudagsmorguninn, 29. janúar, lézt á Almenna spítalan- um hér í borginni, Valdimar Er- lendsson, kaupsýslumaður frá Langruth, Man., 56 ára að aldri. Hann var fæddur í Winnipeg; foreldrar hans voru Erlendur G. Erlendsson frá Melabæ við Reykjavík, og Margrét Finnboga dóttir frá Geldingalæk á Rang- árvöllum. Hann lætur eftir sig ekkju, Guðlaugu Vilhelmínu, og einn son, William; sömuleiðis einn bróður, Leif Erlendson 1 Winnipeg, og þrjár systur, Mrs. R. Halliday, í Winnipeg, Mrs. J. A. Hannesson, LangrUth, og Mrs. W. J. Reid, Ottawa, Ont. — Jarðarförin fer fram frá kirkj- unni í Langruth á föstudaginn kl. 2. Séra Valdimar J. Eylands .jarðsyngur. Amerískar kímnisögur. Svört eldabuska fékk leyfi húsmóður sinnar til að fara í brúðkaupsveizlu í Svertingja- hverfi. Hún fór í veizluna seinni hluta dags og kom ekki heim fyr en klukkan 8 næsta morgun. Og þá hafði hún nú sitt af hverju að segja húsmóður sinni. — Þetta er sú stórkostlegasta og dásamlegasta brúðkaups- veizla, sem ég hefi verið í. Ég held, að fáir hvítir menn geti haldið aðra eins veizlu. Ég vildi að þér hefðuð verið komin þar og séð brúðurina. Ó, ó, hún var töfrandi. Hún var í hvítum kjól með hvítum loðskinnum á erm- um og hálsmúli. Og hárið var sett upp í stóran hnút og kol- svartur liturinn fór svo vel við hvíta kjólinn. Það var nú sjón að sjá. Og svo voru þarna ótal þjónar með hvíta hanzka og svo var þarna átta manna hljóm- sveit, sem lék brúðardansinn. Og þá hefðuð þér átt að sjá veizlu- borðið, allt skreytt og hlaðið aýrustu vistum, steiktum kjúkl- ingum, súpu með sýrópi í og ís eins og hver vildi hafa. Veizlan hefir staðið í alla nótt og henni er ekki lokið enn. Fólkið er enn að dansa. Ég stalst heim til þess að hita morgunkaffið og svo ætla ég að fara þangað aftur og fá mér einn snúning. Já, þetta er nú almennileg veizla. — En þú hefir ekki sagt mér neitt frá brúðgumanum, sagði húsmóðir hennar. — Nei, það hefi ég gert af á- settu ráði, því að hann var sér til háborinnar skammar. — Hvað er að heyra þetta? Var hann drukkinn? — Ekki veit ég það, hvort hann hefir verið drukkinn eða ódrukkinn, því að hann lét ekki sjá sig, kvikindið það arna. 274 vislmenn eru nú á heimilinu Alls hafa 1522 vistmenn komið á Elliheimilis Grund í Reykjavík á árunum 1935 til 1951 og dvalizt þar lengri eða skemmri tíma. Á tíma- bilinu hafa 610 dáið og 762 farið, 274 dveljast nú í vist á elliheimilinu, en í árs- byrjun 1935 var tala vist- manna 124. Á þessu árabili var tala þeirra, sem fluttust á elliheimili, hæst árið 1936, 126, næsthæst árið 1946, 123, og þriðja hæst árið 1937, 122. Á árunum fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri kom hinn ungi ritari f r a n s k a alþýðusambandsins (C. G. T.), Léon Jouhaux, öllum mjög á óvart með aðgerðum sín- um og tillögum í sambandi við baráttu verkamanna fyrir bætt-' um kjörum. Hann stjórnaði mikl um verkföllum hafnarverka- manna og járnbrautarstarfs- manna á þessum árum, auk þess sem hann kom fyrstur fram með hin svonefndu „skyndiverkföll*1, er venjulega stóðu í stuttan tíma, en voru eigi að síður á- hrifarík aðferð til þess að sýna vilja og kröfur verkalýðsins. Einnig átti hann upptökin að þeirri hugmynd að láta verka- menn fara sér hægt við vinnu, ef eigi hafði verið gengið að rétt- 'mætum kröfum þeirra. Jouhaux var eldheitur talsmaður verka- lýðssamtakanna. Á uppvaxtar- árum sínum vann hann í verk- smiðjum, gekk snemma í sam- tök verkamanna og gerðist þá þegar ötull baráttumaður sam- takanna. Jouhaux sagði hreyk- inn, að ef einhver hygði til styrj- aldar, þá myndi verklýður Evrópu kæfa hana í fæðingunni með því að stofna til allherjar- verkfalls. En styrjöldin skall á með sínum óstöðvandi þunga og reyndist Jouhaux þá einn af traustustu sonum ættjarðar sinnar. („Viðurstyggilegur svik- ari!“ hrópaði Lenin). Á friðarráðstefnunni í París að styrjöldinni lokinni (1918) að- stoðaði Jouhaux við að koma á fót alþjóðavinnumálastofnun- inni, (I. L. O.) Á árunum eftir 1930 var hann öflugur andstæð- ingur Francos, Lavals og Hitlers, og er Þjóðverjar hertóku Frakk-. land í síðustu styrjöld, settu þeir hann í fangelsi í kastala einum í Bayern. Þegar hann losnaði úr fangavistinni, komst hann brátt að raun um, að kommúnistar höfðu ruðzt inn í verkalýðssam- tökin frönsku og að mestu náð undir sig stjórninni innan franska alþýðusambandsins (C. G. T.) Hann varð meðal annars að láta sér lynda að starfa með kommúnista sem „meðritara“ sambandsins. Um nokkurt skeið sætti hann sig við samstarfið, en sá hins vegar skjótt, að hann var einungis notaður til að punta upp á samtökin. Varð það til þess, að hann og aðrir lýðræðis- sinnaðir samherjar hans gengu úr sambandinu, en því hafði Jouhaux stjórnað samfleytt í 38 ár og var viðskilnaðurinn óljúf- ur. Upp úr þessu, eða á önd- verðu ári 1948, stofnaði hann nýtt landssamband frjálsra verkalýðsfélaga á Frakklandi og braut þar með á bak aftur ein- ræði kommúnista innan frönsku samtakanna, sem eru bæði fjöl- menn og geysiáhrifamikil. Hefir Jouhaux verið forseti hins nýja sambands frá stofnun þess. Fyrir skömmu, eða um miðjan nóvembermánuð, var þessum aldna (72 ára) og virðulega leið^ toga verkamanna veitt friðar- verðlaun Nobels fyrir árið 1951; en eins og kunnugt er, þykir Af þeim 1522, sem komið hafa á elliheimilið á árabilinu, eru 983 konur og 539 karlmenn. Lát- ist hafa 484 konur og 278 karlar, en flutzt hafa á brott 375 konur og 235 karlmenn. Dánir vistmenn á árinu 1951 eru alls 40, þar af 23 konur og 17 karlmenn. Meðalaldur látinna vistmanna á árinu yfir 65 ára aldri var 79 ár og 5 mánuðir, kvenna 79 ár og 11 mánuðir og karla 78 ár og 10 mánuðir. — Skemmstur dvalartími var einn mánuður, lengstur 20 ár og 364 dagar. Meðaldvalartími var 3 ár og 279 dagar. —A. B., 4. jan. þetta ein mesta virðing og viður- kenning, sem hlotnazt getur fyrir störf í þágu friðar og al- þjóðlegrar samvinnu þjóðanna. í hinu mikla starfi sínu fyrir verkalýð lands síns og einnig annarra þjóða hefir Jouhaux ávallt lagt ríka áherzlu á frið- samlegt samstarf verkalýðsins í öllum löndum heims. Er hann tók á móti verðlaununum frá norsku nefndinni, komst hann m. a. svo að orði: „Með þessu er eigi aðeins verið að heiðra Léon Jouhaux; það er fyrst og fremst verið að heiðra hina vinnandi stétt, sem ávallt hefir barizt fyrir friði“. (Vinnan) —A. B. 5. jan. Gervitennurnar að verða úreltar? Fólk, sem missir tennur sínar einhverra orsaka vegna, mun í framtíðinni ekki þurfa að sætta sig við gervitennur. Það getur feng- ið nýju tennurnar skrúfaðar í kjálkana samkvæmt upp- lýsingum, er gerðar voru heyrinkunnar á ársþingi tannlækna í New York fyrir skömmu. Aðferðin er hin sama og notuð hefir verið við beinaðgerðir. Málmi, sem kallast „vitallium", er komið fyrir í kjálkanum með skurðaðgerð og tennurnar síðan skrúfaðar í hann. Nú þegar hafa 34 fengið þessar tennur og reynslan af þeim þykir svo góð að fullvíst megi teljast, að þessi nýbreytni verði almenn áður en langt um líður. Til nýjungar þessarar var upphaflega gripið, þegar í hlut átti fólk, sem ekki gat notazt við efri og neðri góm upp á gamla mátann vegna sjúkdóma eða áverka. Nokkrir, sem ekki hafa viljað ganga með gervi- tennur, hafa einnig beðið um þessar nýju tennur, fengið þær og una þeim ágætlega. —A. B., 6. jan. Fúrviðri var enn um fand allf- í gær Fárviðri af suðaustri hefir nú geysað um land allt í þrjá sólar- hringa, eða frá því aðfaranótt laugardagsins, og. er ekki útlit fyrir að lægi neitt að ráði í dag. í gær mátti heita að fárviðri væri um allt land, og veðurhæð- in víðast um og yfir 10 vindstig. I Reykjavík komst veðurhæðin upp í 15 vindstig í mestu bylj- unum í gærmorgun, og er það ein allra mesta veðurhæð, sem hér hefir verið mæld, en að jafnaði ver veðurhæðin hér um II vindstig fyrri part dagsins. Undir kvöldið lægði nokkuð, en búizt var við að hvessti aftur í nótt eða undir morguninn, og var hvassviðri spáð um allt land í dag, þó varla eins miklu og í gær. Þá var ennfremur búizt við snjókomu í nótt og framan af deginum. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjuro sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Guðsþjónusiur í Gimli- prestakalli. Sunnudaginn, 3. febrúar. Betel kl. 9 f. h. Riverton kl. 3 e. h. Gimli kl. 7 e. h. H. S. S. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud., 3. febrúar. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Á bannárunum í Ameríku var send nefnd fjármálamanna til Frakklands og átti hún að at- huga hvort óhætt væri að lána Frökkum stórfé. Frökkum var náttúrlega mjög í mun að taka sem bezt á móti nefndarmönnilm og dekruðu við þá á allan hátt. Og vegna þess að þeir töldu að Ameríkumenn væri mjög þurbrjósta þótti það ágætt ráð að halda að þeim á- fengi eins og jint var. Þeir ferðuðust nokkuð um landið og alls staðar urðu þeir að reyna hinar sérstöku vínteg- undir hvers staðar. Vín var veitt með morgunverði, vín með há- degisverði, vín með kvöldverði, og milli máltíða eins mikið og hver gat í sig látið. Meðal nefndarmanna var einn frá Vesturfylkjunum. Hann hafði neytt áfengis alla ævi, en alltaf í hófi. Honum leiddist þessi drykkjuskapur, en hann þoldi áfengi vel og lét ekki á neinu bera. Þegar nefndin kom til Parísar hitti hann þar gamlan vin, og urðu fagnaðarfundir með þeim. „Við verðum að halda upp á þennan dag“, sagði vinurinn. „Við skulum borða í kvöld í bezta veitingahúsi borgarinnar, og ég skal lofa þér því, að þar skaltu fá allt að drekka sem þú vilt“. „Segirðu satt?“ sagði sá vest- ræni. „Get ég fengið hvaða drykk, sem ég óska? En þú mátt vara þig á því, að það mun erfitt að ná í þann drykk í þessu landi“. „Segðu til — ég skal áreiðan- lega útvega þér hann“. „Góði farðu þá í einhvern leynisala og reyndu að herja út úr honum svo sem hálfan pott af drykkjarvatni“. —A. B., 8. jan. J' The Keystone of a Great Canadian Retail Organization “Goods Satisfactory — or Money Refunded" This time-tested, unequalled Guarantee applies to price, to quality, to value and performance! No wonder so many hundreds of thousands of Canadians think of EATON’S first when shopping plans are made! T. EATON C WINNIPEG CANADA r 1522 hafa komið á Elliheimilið Grund síðan í ársbyrjun

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.