Lögberg - 20.03.1952, Side 1

Lögberg - 20.03.1952, Side 1
PHONE 21 374 k*Ot* U">i,e Cle^cTS ,-b>g£_ A Complele Cleaning Insiiíution La«nd^3ti S>t0 A Complete Cleaning Insiitution 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 20. MARZ, 1952 NÚMER 12 Saskatchewan K.C. Award Honored By Manitoba Government A king’s counsel award grant- ed to Winnipeg barrister Arni G. Eggertson in Saskatchewan in 1937 will be honored in Mani- toba and a patent will be issued to confirm this, Hon. C. Rhodes Smith, attorney-general, re- vealed Friday. It is the first time in the mem- ory of provincial legal officals that a K.C. awarded in another Canadian province has been honored in Manitoba by the granting of a patent. Insofar as is known, Manitoba is the only province to have made provision in its Law Society act for a K.C. moving Enn fró Þoriáksbibííu Þau mistök urðu, er skýrt var frá Þorláksbiblíu í síðasta blaði, að sagt var, að prentun hennar hefði verið lokið árið 1664, en átti að vera 1644 (biblían prentuð á árunum 1637—1644). Fremst í bókinni hefur verið komið fyrir skrautritaðri tileinkun, bæði á ensku og íslenzku, og skal hin íslenzka sett hér, því nokkur ruglingur varð á nöfnum í síð- asta blaði. Tileinkunin er svo hljóðandi: „Gjöf til kennarastólsins í ís- lenzku og íslenzkum bókmennt- um við hasKoia Manitobafylkis, Winnipeg, Canada, í minningu um foreldra mína, Helgu Þor- steinsdóttur Ingjaldssonar frá Skildinganesi á Seltjarnarnesi, og Magnús Jónsson Magnússon- ar hreppstjóra frá Hofsstöðum í Álftavatnshreppi í Mýrasýslu, er fluttust til Canada árið 1888, frá elskandi dóttur Mrs. George Wm. Harpell, 521 Dominion St., Winnipeg. — Aðrir meðlimir fjölskyldunnar á lífi, er þessi gjöf er afhent, eru: Jón Magnús- son Borgfjörð og Guðmundur Magnússon Borgfjörð, báðir í Árborg, Man., og Mrs. Sigríður Landy, Cypress River, Man.“ Úrslit prófkosninga Um miðja fyrri viku varð kunnugt um úrslit prófkosning- anna, sem þá voru nýverið um garð gengnar í New Hamps- hireríkinu, en þar leiddu saman hesta sína fjórir garpar, er auga- stað hafa á því, að setjast að í Hvítahúsinu í Washington að afstöðnum næstu forsetakosn- ingum í Bandaríkjunum, sem fram fara í öndverðum nóvem- bermánuði næstkomandi; af hálfu Republicana var kosið um þá Eisenhower hershöfðingja og Senator Taft og gekk hinn fyr- nefndi sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða, og fékk alla þá 14 kjörmenn, sem flokkurinn sendir á aðalútnefningarþingið í Chicago. Demokratar völdu um þá Senator Estes Kefauver frá Ten- nessee og Truman forseta, og urðu úrslit þau, að forsetinn beið lægra hlut. Ekki þykir ólíklegt, að áminst New Hampshire prófkosning geti haft víðtæk áhrif á fram- boðsþingin og með því einnig á forsetakosningarnar sjálfar. Arni G. Eggerlson, Q.C. from another province to retain automatically his apointment. Elsewhere, by such a move a K.C. is forfeited. Mr. Smith said, after the mat- ter was considered by the Mani- toba government, he gave in- structions for a K.C. patent to be prepared for Mr. Eggertson. Mr. Eggertson was born in Winnipeg in 1896, and received his education in this city, graduating from the University of Manitoba. He was called to the Manitoba bar in 1921 and to the Saskatchewan bar in 1922. He returned to Manitoba in June, 1939, to join the firm of Andrews, Andrews, Thorvald- son and Eggertson. Winnipeg Free Press, Jan. 1952 Ósvífnar ákærur Rússar hafa kært fyrir sam- einuðu þjóðunum, að Bandarík- in hafi stofnað til sýklahernað- ar í Norður-Kóreu og jafnvel á meginlandi Kína; líklegt þykir að drepsóttir geysi í báðum þessum löndum, þó öllum heil- vita mönnum skiljist ljóslega, að amerísk hernaðarvöld eigi þar enga sök á, enda hafa Banda ríkin og sameinuðu þjóðirnar í heild mótmælt ákærum Rússa sem ósvífnum heilaspuna. Yfirhershöfðingi Norðmanna, sem nýkominn er heim úr eftir- litsferð um Kóreu, taldi ummæli Rússa helber, vísvitandi ósann- indi; enda þyrfti ekki að flytja sýkla inn í Kóreu, því þar væri nóg af þeim fyrirliggjandi. Aðalritari Atlantshafsráðsins Lávarður Ismay, kunnur hern- aðarsérfræðingur, er sæti hefir átt í brezka ráðuneytinu frá þeim tíma, er Churchillstjórnin kom til valda, hefir verið kjör- inn hinn fyrsti aðalritari At- lantshafsráðsins með búsetu í París; aðrir menn, sem til mála komu vegna þessa nýja embætt- is og í rauninni var lagt að, voru þeir Lester B. Pearson utanrík- isráðherra canadísku stjórnar- innar og Sir Oliver Franks, sendiherra Breta í Washington, en hvorugur þeirra vildi vera í vali. Hin nýja staða . lávarðar Ismay, er hliðstæð við þá stöðu, er Tryggve Lie skipar með sam- einuðu þjóðunum. Barnaheimilið í Laugarási tekur til starfa næsta sumar Hið veglega sumardvalar- heimili fyrir börn, sem Rauði kross íslands hefir um alllangt skeið haft í smíðum austur í Laugarási í Biskupstungum, mun verða fullgert á sumri komanda. Þar eiga 120 börn að geta eytt sumarleyfi sínu, í hinu fegursta umhverfi, við hinn bezta aðbúnað. Farþegar milli íslands og útlanda rösklega 18500 á s.l. ári Fjölgaði um 300 frá árinu áður Á árinu sem leið ferðuðust 18535 manns milli íslands og útlanda og er það sem næst 300 manns fleira en árið 1950. Mestir urðu farþegaflutning- arnir milli Islands og útlanda 1949. Þá nam farþegatalan 23294. Árið 1948 nam hún 19030 og 1947 ferðuðust ekki nema 16681 farþegi milli íslands og út- landa. Á árinu sem leið fóru 9671 far- þegi héðan til útlanda og þar af voru 5017 íslendingar. Af þeim sem utan fóru, ferðuðust 5411 manns með skipum, en 4260 með flugvélum. Til íslands komu samtals 8864 manns á árinu og af þeim voru 4780 íslendingar. Með skip- um kom 5088 manns, en 3776 með flugvélum. Allt að því 2/3 þeirra Islendinga sem ferðuðust milli landa á árinu sem leið ferðuðust með skipum. Þeim fjölgar stöðugt farþeg- unum, sem ferðast með skipum milli íslands og útlanda og fækk ar hins vegar þeim, sem nota Mr. Campbell í Ottawa Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Douglas L. Campbell, er nú kominn til Ottawa ásamt fríðu föruneyti til að gæta hags- muna fylkisbúa varðandi jöfn- un og lækkun flutningsgjalda héðan að vestan og til Austur- Canada; vill hann ógjarna að snúið sé 'á kjósendur sína og skjólstæðinga. flugvélar að farkosti. — Sést þetta bezt á því, að af þeim rúmlega 18500 manns, sem ferð- uðust milli íslands og útlanda í ár, völdu ekki nema 8000 farþeg- anna flugvélar að farkosti. Ef árið 1949 er tekið til samanburð' ar þá flugu um 15700 þeirra 23 þús. farþega sem tóku sér far milli íslands og útlanda. Á árinu sem leið voru far- þegaflutningarnir langmestir í júlí- og ágústmánuðum. I júlí nam farþegafjöldinn 3649, en í ágúst 3417. —VÍSIR, 22. febr. Sumardvalarheimili þetta hef- ir verið Rauða krossi íslands æði kostnaðarsöm stofnun. Þeg- ar hefir úr sjóði R.K.Í. verið varið til dvalarheimilisins 900 þúsund krónum. Góð hús og góður húsbúnaður. Heimili þetta er í níu sam- byggðum timburhúsum, af ame- rískri gerð, sem ríkið gaf RKl, en húsunum fylgir allmikill og góður húsbúnaður. Eru húsin hin vönduðustu. En þau verða öll hituð upp með hveravatni, og raflýst frá dieselrafstöð, er þeim fylgir. Ríki og bær styrkja. I fyrravor, er RKI hafði ekki meiri peninga til að láta í heim- ilið, og hafði stofnað til skulda, lét ríkissjóður í það 250 þús. kr. — og nú fyrir skemmstu lét Reykjavíkurbær 125 þús. kr. til heimilisins. — Enn vantar all- mikið fé til þess að fullgera heimilið, en ráðamenn RKI eru vongóðir um að merkjasöludag- urinn á morgun muni færa drjúgar tekjur, svo að hægt verði að ljúka við smíði þessa sumar- dvalarheimilis á sumri komanda. Ríkissjóður hefir vegna hins óvissa ástands í heimsmálunum, talið rétt að smíði heimilisins væri flýtt, því slíkt afdrep gæti verið nauðsynlegt. Reyk j a ví kur deildin rekur það. Sumardvalarheimili þetta er fjárfrekasta fyrirtækið, sem RKI hefir lagt út í. Það er fyrsta barnaheimilið, sem hann byggir. — Sennilegt er að Reykjavíkur- deild RKÍ muni annast rekstur heimilisins, en hversu það hefir átt erfitt uppdráttar er vegna fjárskorts sem fyrr segir, svo og vegna hinnar ört vaxandi dýr- tíðar. —Mbl., 26. febr. Hernaðarbæki- sföðvar á Spáni Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Acheson, hefir lýst yfir því, að Bandaríkjastjórn sé nú í þann veginn að hefja við- ræður við spænsk stjórnarvöld um afnot hernaðarlegra bæki- stöðva á Spáni. Úr bréfi til ritstjórans Ferðofólki í Manitoba fjölgar 2,220,000 farartæki, er höfðu heimsóknarleyfi, komu til Can- ada síðastliðið ár; var það 8% fleiri en árið áður. Fjölgun gesta var mest í Mani- toba; þangað komu 35% fleiri farartæki árið 1951 en 1950. Reykjavík. 7. marz, 1952 Héðan er fátt frétta, ber hvorki til titla né tíðinda. Tog- araverkfall sem staðið hefur, er nú leyst, ber líklega að lofa guð fyrir það. Dýrtíð eykst sífellt, at- vinnpleysi er um land allt, víða hörmulegt og voðalegt, menn hafa gleymt hvað orðið hallæri þýðir í góðærinu undanfarið og koma því þessir örðugleikar afar flatt upp á þá, og ríkir nú í mörgu kotinu hið voðalega von- leysi er siglir í kjörfar niður- lægingar atvinnuleysisins. — Stjórnmálaleiðtogar vorir mega ekkert vera að því að finna leiðir til úrbóta, allur þeirra tími og orka fer í að kenna hver öðrum um hvernig komið er. Gæftaleysi hefur verið mikið á vetrarvertíð og afli lítill þá sjaldan hefur gefið á sjó. Og menn eru alltaf jafn spenntir fyrir að ræða tíðarfar, veðurfar almennt, veðrið í dag, í gær, í fyrra o. s. frv., óþrjótandi um- ræðuefni! Hér í Reykjavík hefur verið indælis veður síðustu daga, jafnvel svo að þeir bjartsýnustu eru eitthvað farnir að minnast á að kannske komi nú bráðum vor. En þeir bölsýnu eru búnir að steingleyma hvað það orð þýðir. — Menn ræða og af miklu kappi forsetakjör, virðast þar margir kallaðir, hinar furðuleg- ustu persónur. I alvöru er eink- um rætt um þá Ásgeir Ásgeirs- son og Sigurð Nordal. Framboðs- frestur er annars útrunninn í mánaðarlok, ef ég man rétt. Á bókmenntahimni vorum blika nú fáar skærar stjörnur, og birta flestar villuljós, nú er hins vegar von á 500 blaðsíðna sögu- róman frá Kiljan í sumar eða haust, en hann er nú sólin á þeim himni, og því skiljanlegt að beðið sé í ofvæni þessa nýja pródúkts. Kjörinn forseti lúterskra mannúðarsamtaka Kyndilmessa sorgarinnar (Niðurlag Minningarljóða, 2. febrúar 1952) Drjúpi fánar höfugt við hljóðra klukkna slátt! — Hjörtu vor í þagnardjúpi sakna. — Ó, Guð vors lands! — Gef sorg vorri sameiningar-mátt! Og sjá: I dag mun þjóðarsálin vakna! Brennið sorgar-kyndlar Bessastaða-ranns! Bjarminn flæði’ um landið vetrar-bjarta og myndi skæran ljósbaug um minning forsetans, sem máist ei úr þjóðarinnar hjarta! Lýsi’ oss ástar-kyndlar leiðina til hans! Látið hljóðna starfs-klið sveita’ og borgar! Svo krjúpum vér harmklökk við kistu forsetans á Kyndilmessu vorrar þjóðar-sorgarl Helgi Valtýsson —Lesb. Mbl. Silfurbrúðkaup Dr. og Mrs. Hjálmarsson voru gift af séra Jónasi Sigurðssyni þann 19. ágúst 1926 í Winni- pegosis. Þau komu til Lundar árið 1927 og dvöldu þar í 11 ár. Hér hafa þau unnið sér hylli allra. Dr. Hjálmarsson er mikill og samvizkusamur læknir og drengur hinn bezti. Mrs. Hjálm- arsson er útlærð hjúkrunarkona og í öllu hægri hönd manns síns. Það var þéttskipað í samkomu- húsinu á Lundar þann 2. marz kl. 2 e. h.; byggðarbúar frá Oak Point, Clarkleigh, Lundar og víðar hópuðust saman til að heiðra þau Dr. og Mrs. Hjálmars- son á 25 ára hjúskaparafmæli þeirra og þakka þeim fyrir margra ára starf í bygðinni. Þau eiga djúp og kærleiksrík ítök í allra hjörtum. Miss Irene Guttormsson spil- aði brúðkaupslagið „Here Comes the Bride“; Mr. og Mrs. K. Byron leiddu brúðhjónin til sætis, svo var sungið O, Canada. Séra Jó- hann Fredricksson flutti bæn og stýrði skemtimótinu. Mrs. A. V. Olson flutti snjalt erindi til brúðarinnar og Mr. K. Byron til brúðgumans. Mr. W. Hall- dórsson söng ástarljóð til brúð- arinnar; allir tóku eftir að henni vöknaði um augu, auðsjáanlega draumalandi sæluríkra endur- minninga. Mrs. V. Boulangier spilaði á píanó lagið „The Daughter of the Regiment “ Svo rak einn ræðumaðurinn annan: Mr. O. Hallsson frá Eriksdale, Mr. O. Thorvaldsson frá Oak Point, Dr. G. Paulson, Mr. D. J. Lindal, Mr. A. Eyjólfsson, Mr. G. Backman, allir frá Lundai Ræðurnar voru tilfinningaríkar, þrungnar bróðurhug, þakklæti og árnaðaróskum til brúðhjón- anna. Átján börn æfð af Miss M. Collier sungu tvö lög. Mr. W. F. Breckman stýrði söng á milli ræðuhalda, ýmist á íslenzku eða ensku. Mr. S. D. Hólm flutti frumort kvæði. Mrs. Byron afhenti brúðhjón- unum gjafir frá kvenfélaginu og Mr. D. J. Lindal frá bygðarbú- um. Fundarstjórinn bauð Dr. og Mrs. Hjálmarsson orðið. Þau rifjuðu upp kærar endurminn- ingar frá dvöl sinni hér í bygð- inni, æskuárum hjúskaparlífsins og þökkuðu öllum fyrir stund- ina og allt gamalt og gott. Svo var sungið Eldgamla Isafold og God save the Queen. Síðan var sest að borðum og kvenfólkið veitti rausnarlega. Dr. og Mrs. Hjálmarsson eiga nú heima í Woodlands, Mani- toba. Við söknum sárt, að þau fluttu héðan, hugurinn dvelur hjá þeim og við óskum þeim allra heilla. J. Fredricksson Harold M. Easlvold Maður sá, sem hér um getur, er fjölda íslendinga hér um slóð- ir að góðu kunnur frá þeim tíma, er hann var kennari við Jóns Bjarnasonar skóla. Nú rekur Mr. Eastvold umfangsmikil málafærslustörf í Seattle-borg; nú fyrir skemstu var hann kjör- inn forseti lúterskra mannúðaf- samtaka í Washingtonríkinu, er ná yfir sex kirkjufélög og nam fé það, er þau í sameiningu höfðu yfir að ráða árið, sem leið, $87,000.00. Mr. Eastvold er af norskum uppruna; hann er kvæntur Eriku Thorlakson, systur P. H. T Thorlakson og þeirra systkina Varar yið vaxandi hættu Dr. James Conant rektor Har- vard-háskóla og kunnur kjarn- orkufræðingur, tjáist þeirrar skoðunar, að sívaxandi hætta af völdum kjarnorkusprengju vofi yfir helztu iðnaðarborgum á Bretlandi og í Canada og Banda- ríkjunum ef til ófriðar kynni að draga á ný; telur hann að fram- leiðsla Rússa á vopnum þessarar tegundar fari mánaðarlega svo í vöxt, að verulegum undrum sæti. Og til þess að fyrirbyggja þá tortímingu, er af slíku leiddi, yrðu menn að koma í veg. fyrir að þriðja heimsstríðið brytist út, því að öðrum kosti yrði menn- ingu mannkynsins stefnt í óút- reiknanlegan voða.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.