Lögberg - 20.03.1952, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. MARZ, 1952
P. V. G. KOLKA:
Líf og
Aðdragandi.
FUNDUM okkar gömlu skóla-
bræðranna, Valtýs Stefánssonar
og mín, bar saman eitt sinn síð-
astliðið haust. Fór hann þess á
leit við mig, að ég tæki mig til
og skrifaði nokkrar greinar um
heilbrigðismál, en ég færðist
undan í flæmingi, því að með
árunum finnur maður það æ
betur og betur, að maður er allt
af að tapa í kapphlaupinu við
hinn mikla göngugarp, hinn líð-
andi tíma, og má því illa við því
að bæta á sig nokkrum pinklum,
sem gera eftirförina ógreiðari.
Á hinn bóginn sá ég, að hug-
myndin var ágæt og almenningi
til þarfa, ef vel tækist til.
Almenningur í landi þessu er
orðinn talsvert fróðari um margt
það, er að heilbrigðismálum
lýtur, heldur en þegar það var
aðalþrautalendingin í flestum
sjúkdómum að taka manni blóð,
eða helzta ráðið við gulu var
það að éta lifandi marflær, en í
ungdæmi mínu þekkti ég fólk,
sem hafði gengið gegnum þann
„kúr“.
En þrátt ' fyrir það minnist
maður margra atvika úr þrjátíu
ára lækningastarfi bæði við sjó
og í sveit, þar sem betur hefði
horft, ef fólkið, sem leitaði lækn-
is í vanda og raun, hefði verið
svolítið fróðara um það, hvernig
á að snúast við óvæntum sjúk-
dómum eða slysum.
Það er því enn þörf á frekari
fræðslu um þau mál, auk þess
sem margt í starfi lækna fyrr og
síðar varpar svo björtu og
reyndar mislitu ljósi á lífið
sjálft, að það hlýtur að draga að
sér athygli og áhuga þeirra, sem
á annað borð kæra sig um að
kynnast mannkindinni og henn-
ar einkennilega háttalagi á leið
hennar frá vöggu til grafar.
Ekki lækningabók.
Áður fyrr, þegar langt var á
milli lækna og samgöngur erfið-
ar, þóttu lækningabækur hið
mesta þing á hverju heimili.
Fáir áttu kost á elztu lækninga-
bókunum, svo sem hinni stóru
lækningabók Þorleifs Björns-
sonar frá 15. öld, enda voru þær
ekki til nema í handritum og
hefir fátt eitt geymzt af þeim
fram á þennan dag. Því urðu
flestir að komast af með kerl-
ingabækurnar, sem voru óskráð-
ar, en gengu í munnlegri erfð
frá einni kynslóð til annarar.
Ég á í fórum mínum þýzka
bók, 1500 blaðsíður í stóru broti,
með mörgum myndum og til-
vitnunum, þar sem gerður er
samanburður á kerlingabókum
allra þjóða, frá Suðurhafseyjum
til Grænlands, og kennir þar
margra og kynlegra grasa. Þetta
er fróðleg bók, enda fjallar hún
um eina grein anthropologiunn-
ar, fræðinnar um manninn og
menningu hans.
Þárna má finna slitur af gam-
alli töfratrú, allskonar hindur-
vitni og síðast en ekki sízt, leifar
af læknisfræði fyrri alda, eins
og hún var kennd í frægustu há-
skólum, sem menn sóttu að úr
fjarlægum löndum. Það er það
raunalega við vísindi hverrar
aldar, að þau ganga úr sér og
gleymast að mestu, nema hvað
nokkuð af þeim kemst inn í kerl-
ingabækur seinni alda og lifir
þar. Það er nokkur bót í máli,
að kerlingabækurnar verða svo
stundum að vísindum, þegar
stundir líða fram.
Margar þjóðir, jafnvel þær,
sem standa á lágu menningar-
stigi, hafa öldum saman notað
lýsi við beinkröm eða skarfakál
við skyrbjúgi og um síðustu
aldamót töldu lærðir læknar
þetta kerlingabók. En svo kom
fjörefnafræðin til sögunnar og
þá sýndi það sig, að þetta voru
ágætis vísindi, enda reist á
reynslu margra alda og þegar
öllu er á botninn hvolft, þá er
reynslan alltaf ólygnust.
íslenzku lækningabækurnar
heilsa
P. V. G. Kolka
fyrir almenning eru nú orðnar
fágætar, og fæstir hafa séð
Lækningabók Jóns Péturssonar
fjórðungslæknis eða Jónassens
landlæknis, drykkjurtabók Alex
anders Bjarnasonar eða homeo-
patisku lækningabækurnar, sem
gefnar voru út nokkru fyrir
aldamótin.
Þessi tegund læknabókmennta
hefir fallið úr tízku, enda hefir
stundum verið að þeim tvísýnn
fengur. Margt fólk, ekki hvað
sízt nú á tímum, hefir svo sjúk-
legan áhuga fyrir líkamslíðan
sinni, að það má ekki sjá eða
heyra lýsingu á neinum manna-
meinum án þess að finna berg-
mál sjúkdómseinkennanna í ein-
hverju siuna eigin líffæra.
Lækningabækur eru ekki hollur
lestur slíku fólki, frekar en
draugasögur þeim krökkum, sem
eru frávita af myrkfælni. Þó
þarf hver og einn, einkum hús-
mæður, að hafa einhverja hug-
mynd um, hvað til bragðs ákal
taka, þegar slys eða snöggan
sjúkdóm ber að höndum og
þekkja eitthvað til algengustu
sjúkdómseinkenna, sem krefjast
skjótrar læknishjálpar.
Horft um öxl.
Síðari hljiti 19. aldarinnar var
eitthvert glæsilegasta tímabil 1
sögu læknavísindanna. Ástæðan
til þess var fyrst og fremst sú,
að Pasteur tókst að afsanna til
fulls kenninguna um generalio
spontanea, kvikningu lífs af
sjálfu sér.
Okkur finnst það nú einfalt
mál og sjálfsagt, að hvert kvik-
indi, jafnvel gerlar og sýklar,
hljóti að eiga sér foreldri, en
þetta var þó til skamms tíma
umdeilt.
Þegar læknarnir fóru að kynn-
ast ættfræði sýklanna og áttuðu
sig á því, að þeir eru ekki laun-
getnir, heldur er hver tauga-
veikissýkill skilgetið afkvæmi
annars taugaveikissýkilis, enda
þótt hann sé í ætt við venjulega
ristilgerla, sem eru eins og fá-
tækir og fjarskyldir ættingjar,
þá sköpuðust skilyrði til þess að
halda einstökum ættkvíslum
sýkla í skefjum eða jafnvel að
útrýma þeim að mestu. Með því
tókst ekki aðeins að stemma
stigu fyrir næmum sjúkdómum,
heldur og sóttmegnun sára, t. d.
við skurðlækningar. Heilbrigðis-
fræðin og handlæknisfræðin
tóku því geysileg stökk fram á
við.
Þegar ég og jafnaldrar mínir
vorum að ljúka námi fyrir 30
árum, virtist læknisfræðin vera
komin það langt, að stórra fram-
fara innan hennar væri varla að
vænta. All-langt að baki lágu
þeir könnunarleiðangrar um
furðusvæði mannlegs líkama,
bæði sjúks og heilbrigðs, sem
höfðu orðið til að skapa kerfis-
bundna líffærafræði og meina-
fræði.
Nokkru skemmra undan voru
rannsóknir og uppgötvanir hinna
miklu lífseðlisfræðinga 19. ald-
arinnar. Sýklafræðin var orðin
yfirgripsmikil vísindagrein og
hugvitsmenn á sviði handlækn-
inga, eins og Billroth og Kocher,
höfðu skapað fullkomna tækni
til aðgerða og viðgerða á flestöll-
Hrakningssaga mb. Sigrúnar
um líffærum hins lifandi lík-
ama.
Jafnvel heimsstyrjöldin fyrri,
sem veitti mörgum læknum
geysimikla æfingu og reynslu.(
hafði ekki breytt þessari tækni
að verulegu ráði. Helzt var hægt
að búast við því, að nýir sýklar
fyndust, blóðvatnslækningar og
bólusetningar færðust yfir víðari
svið og einhverjar endurbætur
væri hægt að gera við þeim lyfj-
um, sem notuð voru við næm-
um sjúkdómum. Fáa mun hafa
órað fyrir þeim stórkostlegu
breytingum, sem síðan hafa
orðið á viðhorfinu til margra
sjúkdóma og meðferðar þeirra.
En þetta á ekki aðeins við um
læknisfræðina. Á engri annari
öld hafa hugmyndir manna um
himingeiminn yfir höfðum
þemra, foldina undir fótum
þeirra og lífið sjálft verið svo
á hverfandi hveli sem á þessari
öld.
Sérhver læknir er þátttakandi
í örlagaþrungnu drama, þar sem
afkoma og lífshamingja meðleik-
enda hans er oft undir því kom-
in, hversu honum tekst við hlut-
verk sitt. Þetta á jafnvel við um
hvern sveitalækni. En um þá
frumherja vísindanna, sem hafa
unnið stórsigra læknisfræðinnar,
má það með sanni segja, að
starf þeirra hefir oft ráðið alda-
hvörfum í lífi og menningu
þjóðanna.
1 þáttum þeim, sem þessi er
inngangur að og kallaðir verða
einu nafni „Líf og heilsa“, mun
ég reyna að bregða upp nokkrum
blýantsmyndum úr þessu drama,
þar sem leiksviðið er lífið sjálft,
en baktjaldið brot úr sögu kyn-
slóðanna. Mun þá í næsta þætti
verða gefin skyndimynd af því
markverðasta, sem fram hefir
farið síðasta mannsaldurinn.
Basútóland — hvað vita les-
endur blaðsins um það land?
Það er þó viðlíka stórt og Dan-
mörk, og þar býr meira en hálf
milljón manna.
Basútóland er umlukt land-
svæði, sem heyrir til Suður-
Afríku. Upp að landamærum
þess liggja Höfðanýlendan, sem
svo var nefnd, Natal og Oranje-
fríríkið. Það lýtur Bretum en er
eitt þeirra landsvæða, sem
Suður-Afríkumenn gera nú á-
.kafar kröfur til, en fæstum öðr-
um finnst girnilegt að fá þeim
í hendur sökum þeirrar kyn-
þáttakúgunar, sem komið hefir
verið á í Suður-Afríku og mun
hvergi vera grimmilegri í heim-
inum.
Land Sverlingjanna.
íbúar landsins eru Batú-
Negrar, og tungumál þeirra
heitir sesútó. Helmingur þeirra
er kristinn. Hvítir menn mega.
ekki setjast þar að, nema örfá
þúsund, sem gegna ýmsum opin-
berum störfum eða fást við við-
skipti.
Æðsti embættismaður lands-
ins er brezkur héraðsstjóri, sem
lýtur brezka landstjóranum yfir
Basútólandi, Bechúanalandi og
Swasílandi. Innlent þing er í
Basútólandi, og kjósa íbúar 95
menn á það, en Bretar tilnefna
fimm menn. 900 skólar eru í
landinu, með öðrum orðum tæp-
lega einn á hvert hálft þúsund
íbúa. Höfuðstaður landsins er
Maserú með 2600 íbúa.
Land ofurselí eyðingu.
Tveir þungir skuggar hvíla
yfir Basútómönnum: Yfirráða-
kröfur Suður-Afríkumanna, sem
vafalaust yrðu hinum hörunds-
dökku í búum landsins þungir í
skauti, ef þeir næðu tangarhaldi
á því, og eyðing gróðurlendisins.
Verulegur hluti landsins er
slétta, sem liggur um 150 metra
yfir sjó. En austurhluti þess er
fjalllendi mikið og lítt byggt,
enda ekki talið byggilegt.
Á sléttunni er harla þéttsetið.
Ð KVÖLDI hins 4. janúar s. 1.
var veðurútlit fremur ís-
kyggilegt, veðurspá hafði verið
óhagstæð allan daginn.
Um kvöldið kl. 10 spáði þó veð-
urstofan, að ekki myndi hvessa
fyrr en upp úr hádegi daginn
eftir, og þá af suðaustri, en sú
veðurátt er ekki talin hættuleg
góðum bátum í norðanverðum
Faxaflóa.
Það varð því úr, að fjórir bátar
réru frá Akranesi þetta kvöld.
Meðal þeirra var mb. Sigrún, AK
71, og verður sagt hér frá sjóferð
þessari, þar eð hún varð allvið-
burðarík.
Sigrún lagði af stað í þennan
róður kl. 12 á miðnætti. Var þá
vindur suðaustan kaldi, 4-5 vind-
stig. Haldið var út í norðvestur.
Þegar stímað hafði verið í 24
sjómílur var línan lögð í sömu
stefnu; var þá vindur orðinn all-
hvass af suðaustan, og var þá
þegar sjáanlegt, að veður myndi
versna fyrr en menn höfðu búizt
við.
Er ljósbaujan var látin út, sog-
aðist færið undir bátinn og lenti
í skrúfunni; varð að skera á
færið og halda að næstu ljós-
bauju, og var andæft við hana
til kl. 8 um morguninn. Var þá
komið suðaustan stórviðri. Gekk
því afar seint að ná inn línunni.
Þegar dregin höfðu verið tvö
bjóð, reið brotsjór framan yfir
bátinn. Tveir menn, er á dekki
voru, Gunnar Jörundsson 1. vél-
stjóri og Trausti Jónsson háseti,
lentu í sjónum og urðu fyrir
innvortis meiðslum. Sá nú ekki
orðið út fyrir borðstokkinn fyrir
veðurofsa og sjóroki; var vindur
nú genginn til suðausturs og sjór
farinn að aukast. Var því ekki
um annað að ræða en reyna að
ná landi sem fyrst. Var skipinu
Þar er notaður hver skiki af
ræktanlegu landi, enda er hvergi
jafn þéttbýlt í öllum suðurhluta
Afríku, þar sem lifað er af lanc^-
búnaði. Og hér er ekki álitlegt
um að litast. Jarðvegurinn er
þurr og illa farinn. Gróðurmold-
in er að sópast brott fyrir vind-
um og veðrum og langar geilar
teygja fingur sína inn í akrana
og herja á þá ár frá ári. Við jaðar
akranna eru hvítir steinar, og
þangað mega bændurnir plægja,
en ekki feti lengra. Það er
bannað að ýfa jaðrana og létta
vindinum þannig lándeyðing-
una. En þessar varúðarráðstaf-
anir duga ekki. Horfurnar í
Basútólandi eru ekki góðar.
Heslarnir eru stolt
Basútómanna.
Um þrjár milljónir húsdýra
eru í landinu, þar á meðal um
150 þúsund hestar, múldýr og
asnar. Á það land, þar sem ekki
verður við komið plógum, er
beitt sauðfé og geitum, en það er
örtröð á beitilandinu, svo að því
hrakar einnig.
Basútómenn gætu sér að
meinalitlu fækkað hestum sín-
um, en það vilja þeir ógjarna
gera. Þeir eru þeirra stolt. Fjalla
hestarnir í Basútólandi eru kjör
gripir, og Basútómenn hafa
lengi lagt rækt við hestakyn
sitt. Hestarnir eru fremur smáir
vexti, en þolnir og fjörugir, og
hinn svarti knapi á hestbaki er
kóngur um stund. Það minnir
meira á Indíánalíf en Svertingja
land, er þeir þeisa í flokkum á
reiðskjótum sínum um sléttuna
með flaxandi ullardúka sveipaða
um axlir sér.
Rætist sá draumur?
Hina. beztu menn Basútó-
manna dreymir um sjálfstætt
Svertingjaríki þarna á sléttunni.
Þá dreymir um að stöðva eyði-
legginguna með nýjum úrræð-
um og vísindalegu starfi.
En rætist sá draumur? Landið
er fátækt, þekking enn á frem-
ur lágú stigi, en allt umhverfis
Skráð af Hallfreði Guðmunds-
syni, eftir frásögn skipstjórans
slegið skáhallt undan veðri og
haldið til Akraness.
Er siglt hafði verið í 20 mínút-
ur hóf stórsjór bátinn á loft og
kastaði honum niður á bakborðs-
kinning af því feikna afli, að
ekkert var upp úr nema stjórn-
borðssíða. Stýrishús og skip-
stjóraherbergi fylltist af sjó, allir
gluggar brotnuðu úr brúnni,
bakborðslunning og ellefu stytt-
ur, ásamt skjólborði, sópaðist
burtu.
Anker, sem komið var fyrir
fram á, kastaðist fyrir borð, á-
samt vírrúllu, sem boltuð var í
dekkið að framan. Bjóð, lífbátur,
ásamt öllu lauslegu, sópaðist fyr-
ir borð. Þykkt járngólf, sem er í
vélarúmi kastaðist upp og yfir
vélina, út til bakborðs. Allt fór
í einn hrærigraut í hásetaklefa,
rúmbotnar, sængurföt, eldhús-
áhöld og allt, sem losnað gat.
Skipstjóri var einn í stýrihúsi
og stóð hann í hlið stýrihússins,
en fór á kaf í sjó. Skipið rétti sig
hægt og hægt, þar til það kom
svo að segja á réttan kjöl. — 2.
vélamaður, Kristján Fredrekssen
var á leið aftur skipið, er sjórinn
reið undir og hóf það á loft.
Hann komst í stigann, sem liggur
stjórnborðsmegin upp í brúna,
og hélt sér þar, því þeim megin
kom enginn sjór á skipið.
Taldi skipstjóri ekki fært að
halda lengur áfram í því ástandi,
sem skipið var, enginn leki kom
þó að skipinu, nema lítilsháttar
með lunningastyttum þeim, er
brotnuðu. Var skipinu snúið upp
í og haldið vest til suðvest. Var
nú haldið upp í alla nóttina, og
gekk allt eftir vonum.
Ekki gátu skipverjar kveikt
upp eld, þar eð reykrörið fór í
fyrsta sjónum, og allt var brotið,
sem tilheyrði matartilbúningi.—
Kl. 6 um morguninn sáu skip-
verjar bregða fyrir vita. Ekki
sást hann það lengi, að hægt
væri að átta sig á, hvaða viti það
væri, en skipstjóri taldi það vera
Garðskagavita og reyndist það
síðar rétt vera.
Var nú haldið upp í til kl. 8 um
morguninn, en þá hugðist skip-
stjóri reyna landtöku, þar eð
birta færi í hönd. Snéri hann
skipinu skáhalt undan, jafnframt
voru teknar svefndýnur úr rúm-
unum, gegnvættar í olíu og heng-
dar utan á skipið, en þær tætt-
ust í sundur, og naut þessa örygg
is skamma hríð. Var þá reynt að
hella olíu í sjóinn, en veðurofs-
inn tætti hana í allar áttir, og
varð ekkert við það ráðið.
Skipstjóri telur stóröryggi að
því, að skip hefðu ávallt báru-
fleyga tilbúna, til öryggis undir
slíkum kringumstæðum, sem hér
voru.
Var nú haldið áfram með
hægri ferð og reynt sem unnt var
að verja skipið áföllum. Kl. 10
hóf sjór skipið á loft og kastaði
því sem daginn áður, en nú rétti
það sig samstundis, þar eð lunn-
ing og skjólborð voru eigi til fyr-
irstöðu. í þessu áfalli tók stýri-
manninn, Þórð Sigurðsson, fyrir
borð. Hafði hann verið að líta
eftir landi, og staðið upp á véla-
rúmi, en hafði handfestu í „rekk-
verki“ á stýrihúsi. Stýrimann
bar fljótt aftur út, þar eð skipið
skreið hart undan stórsjó og ofsa
veðri. Skipstjóri setti samstund-
is á fulla ferð og snéri skipinu
upp í, hann missti aldrei sjónir af
stýrimanni og tókst að fara svo
nærri honum, að skipverjar gátu
rétt stýrimanni haka, sem hann
greip, og úró sig samstundis að
skipinu, en skipverjar náðu til að
innbyrða hann.
Var nú haldið undan enn á ný,
því nú taldi ^kipstjóri sig vera í
Garðskagaröst, eftir sjólaginu að
land gráðugs kynþáttar, sem
fyrirlítur Svertingjana og vill
bæla þá undir sig til þess að
lyfta sjálfum sér upp til auðs
og hóglífis. .
—TIMINN, 14. febr.
—Mbl., 17. jan.
Svipmynd frá Basútólandi, einu
verndarríkinu í Suður-Afríku
frá Ákranesi
dæma, og var þá herzlumunur að
ná inn fyrir Garðskaga. Svo var
stjórinn geysilegur, að þetta taldi
skipstjóri vesta kaflann í öllum
þeirra hrakningi.—Skömmu síð-
ar komu þeir í betra sjólag, og
var þá öruggt að alt var rétt, sem
skipstjóri taldi vera um ferðir
þeirra.
Þegar kom inn undir Gerða-
hólma hittu þeir varðskipið Þór,
sem fylgdi Sigrúnu til Akraness,
og kom hún þangað kl. 5 e. m. og
hafði sjóferðin þá staðið í 41
klukkutíma.
Óvíst telur skipstjóri, að þeir
hefðu náð heimahöfn þennan
dag, ef ekki hefði notið aðstoðar
björgunarskipsins; svo var þá
dimmt af roki og byl, og foráttu-
brim.
Enginn veit, nema sá er reynir,
hversu margháttaður styrkur
mönnum er að því undir slíkum
kringumstæðum og hér voru, að
hitta fyrir skip með öruggum, út-
réttum höndum til hjálpar, ef
með þarf. Er vonandi, að ís-
lenzka þjóðin beri gæfu til að
eignast fleiri skip sem „Þór“ og
fleiri álíka skipshafnir.
Hér lýkur frásögn skipstjóra.
*
Þessi frásögn þarf ekki skýr-
ingar við. Allir þeir, er hér voru
að verki, hafa sýnt afburða þrek
og dugnað, og þá sérstaklega
skipstjórinn, sem ekki vék úr
stýrishúsi í 22 klst., en um nótt-
ina hvíldi stýrimaður hann við
stýrið við og við. Munu hendur
hans þá hafa verið farnar að
stirðna af kulda, enda ekki að
furða, þar sem hann var renn-
votur frá hvirfli til lija. Enginn
sá skipstjóra brugðið, er að landi
kom. Sama festan, hægðin og ró-
legheitin, sem einkenna öll mik-
ilmenni—þegar á þau reynir.
Hallfreður Guðmundsson.
— Sjómannablaðið Víkingur.
Dánarfregn
Sunnudaginn, 24. febrúar, lézt
John B. Steinson á sjúkrahúsi
í Delta, B.C., rúmlega 50 ára að
aldri, fæddur árið 1900.
Hafði hann lengi verið mjög
farinn að heilsu, og upp á síð-
kqstið mjög þungt haldinn.
John var sonur hjónanna
Torfa og Pálínu Steinson, sem
bjuggu í Argyle-bygð og Glen-
boro, Man., og síðast í Kandahar,
Sask. John fæddist í Argyle-
bygð, en ólst að mestu leyti upp
í Kandahar, Sask.
Hér vestur frá var hann nokk-
ur ár á vegum bræðra sinna,
Skapta og Björns Steinson og
þeirra heimilisfólks, eftir að for-
eldrar þeirra voru dáin. Hlynti
þetta fólk að honum og hjúkr-
aði í sjúkdómi hans af mikilli
góðvild og nákvæmni, þar til ó-
hjákvæmilegt var að hann flytt-
ist á sjúkrahús.
Jarðarför John sál. fór fram
frá útfararstofu Cloverdale, B.C.
fimtudaginn 28. febrúar; og var
hinn látni jarðaður þar. Séra
Haraldur Sigmar frá Blaine,
Wash., flutti kveðjumálin.
John sál. var drengur góður,
hjálpfÚB og velviljaður, en lengst
af æfi mjög bilaður á heilsu.
H. S.
C0PENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins