Lögberg - 20.03.1952, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. MARZ, 1952
i.ogtjtrg
GefiC út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
HDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is prlnted and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Mótfallnir aukinni þjóðnýtingu
Þótt jafnaðarmenn, eða Social-Demokratar hafi
áratugum saman ráðið lögum og lofum í Svíþjóð, er þó
síður en svo að Svíar hafi amast við einstaklingsfram-
takinu eða einkarekstri umfangsmikilla fyrirtækja á
hinum ýmissu sviðum þjóðfélagsins; þeir eru hagsýnir
búmenn, sem vel eru á veg komnir með að gera örbirgð-
ina útlæga úr landi sínu; enda mun mega til sanns veg-
ar færa, að í sænsku þjóðlífi^sé margfalt minna um
öfugþróun, en viðgengst með flestum Norðurálfuþjóð-
unum, og væri þá vel, ef íslenzka þjóðin tæki sér slíkt
til fyrirmyndar.
Varðandi umbætur á vettvangi félagslegrar ör-
yggislöggjafar tvo síðustu áratugina, hefir Svíþjóð mið-
að svo ört áfram, að landið hefir þráfaldlega verið nefnt.
fyrirmyndarríkið í norðri.
»
Fyrst eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk, sem
Svíar sluppu við, þótt þeir að vísu sættu nokkurum
ágjöfum og nokkuð saxaðist á skipastól þeirra, fór um
landið sterk þjóðnýtingaralda, sem nú hefir svo að
segja hjaðnað niður.
í kosningabardaganum 1950 komst einn af for-
vígismönnum sænskrá Social-Demokrata meðal annars
þannig að orði:
„Meðan iðjuhöldar og forkólfar einkarekstursins
sanna í verki að þeir séu þess umkomnir, að halda fram-
leiðslu sinni í heilbrigðu horfi, er ástæðulítið fyrir
stjórnarvöldin að blanda sér inn í starfsemi þeirra, og
ég er viss um að meirihluti jafnaðarmanna lítur svipuð-
um augum á málið.“
í svipaðan streng tekur aðstoðarverkamálaráð-
herrann, Dr. Richard Sterner, en honum farast þannig
orð:
„Það er alls ekki ásetningur okkar, að þjóðnýta
allar hiigsanlegar framleiðslugreinar landsins; okkur
skilst af reynslunni, og eins með því að skygnast vit-
und fram í tímann, að einkarekstur eigi í mörgum efn-
um fullan rétt á sér og horfi til þjóðþrifa; en hitt er
okkur ant um, að forstjórar og eigendur einkareksturs-
ins finni til gleggri lýðræðislegrar ábyrgðar gagnvart
þjóðinni allri, en stundum hefir viðgengist í liðinni tíð.
„Ég er þeirrar skoðunar“, bætir Dr. Sterner við, að
í framtíðinni muni mikið vinnast á með náinni og bættri
samvinnu milli þjóðnýtingarstefnunnar og einstaklings-
framtaksins; slíkt ætti að geta komið að góðu haldi
við framleiðslu byggingarefnis og húsagerð, og þá vita-
skuld á mörgum fleiri sviðum.“
Þá leggja og sænsk stjórnarvöld sérstaka áherzlu
á það, að í hverri einkaverksmiðju sé til taks nefnd úr
starfsliði verkamanna, er stuðli að samræmdri skipu-
lagningu vinnubragða og framleiðslu; eykur þetta að
jafnaði afköstin og tryggir vinnufriðinn.
Það er margt, sem stórþjóðir tíðum geta lært af
tiltölulega smáum og fámennum þjóðum, sem komið
gæti þeim að varanlegu haldi, og víst er um það, að
nú er menningarlegum átökum Norðurlandaþjóðanna
meiri athygli veitt en algengt var fyrir nokkrum árum.
Kensla í norrænum fræðum
Blaðið Scandinavian American, sem gefið er út í
borginni Seattle, lætur þess nýlega getið, að um þessar
mundir séu við nám í Bandaríkjunum um þrjú þúsund
nemendur, er leggi stund á norræn fræði; í gagnfræða-
skólum hefir slíkum nemendum allmjög fækkað síð-
ustu fimm árin; í mentaskólum er talan lítið breytt, en
hefir hækkað að mun í háskólunum.
Einar Haugen, amerískur málfræðingur, fæddur í
Noregi, lét ofangreindar upplýsingar í té á fundi nor-
rænna fræðimanna, sem haldinn var eigi alls fyrir löngu
í Stokkhólmi.
Prófessor Haugen tjáðist af reynslu sinni sann-
færður um það, að í Ameríku væru íslendingar og Finn-
ar fastheldnastir norrænna manna við móðurmál sitt.
Danir væri fljótgleymnastir, en einhvers staðar mið-
skips í þeim efnum mætti telja Norðmenn og Svía.
Prófessor Haugen tókst áminsta ferð á hendur
með það fyrir augum, að viða að sér efni í kenslubók f
Norðurlandamálunum, er nú mun vera í uppsiglingu.
Af ofanskráðum upplýsingum má það ljóslega ráða,
að það sé síður en svo, að áhugi fyrir viðhaldi norrænna
menningarverðmæta sé aidauða í þessu mikla megin-
landi þrátt fyrir hrakspár og lítilmannlega svefnværð
þeirra, er láta sér á sama standa um alt.
Er ekki tími til þess kominn, að við Vestmenn
röknum úr okkar þjóðræknislega roti, og minnumst
hvatningarinnar miklu: „Rís upp mín sál og bregð nú
blundi?“
Aldrei meiri framkvæmdiréFljótsdalenás.l.ári
Jónas Pétursson tilraunastjóri
á Skriðuklaustri hefir undan-
farið setið á fundum tilrauna-
ráðs hér syðra. Mbl. hefir hitt
hann að máli og leitað tíðinda
hjá honum í Fljótsdal og ná-
grenni.
— Hvernig hefir tíðarfarið
verið hjá ykkur í vetur?
— Haustið var allgott fram
undir nóvémber lok, en frá des-
emberbyrjun hefir tíðarfar ver-
ið fremur stirt. Janúar var ó-
venjulega stórviðrasamur og
jarðlag hefir verið slæmt í Fljóts
dal. Þó mun hafa gert góða
hláku þar um miðjan þennan
mánuð.^Leysti þá mjög klaka af
láglendi. Á Jökuldal hefir líka
verið slæmt urft haga frá því
um áramót og haglaust var um
allan Jökuldal er ég fór að aust-
an. Er hætt við að þessi síðasta
hláka hafi komið þeim að litlu
gagni, einkum á Efri-Jökuldal.
— Eru bændur sæmilega birg-
ír með fóður?
— Heybirgðir mryiu hafa ver-
ið sæmilegar í haust, og ólíkt
betri en 1950. — En hey hafa
gefist með i'heira móti í minni
sveit vegna veðurhamsins.
Glöggur bóndi í Fljótsdal, sem
heldur gjafaskýrslur, sagði mér,
að hann hafði aldrei verið bú-
inn að gefa eins mikið og nú í
janúarlok á kind, það sem skýrsl
ur hans ná eða frá 1917. Hey-
birgðir voru athugaðar eftir mið
vetur og mun útlit með þær
vera sæmilegt. Kjarnfóður, mest
síldarmjöl, er alls staðar gefið.
Slæm aíkoma.
— Hvernig er afkoma bænda
um þessar mundir eystra?
— Afkoma bænda hefir verið
slæm þessi síðustu ár. Ber þar
margt til. Illt árferði, margföld
hækkun á allri aðkeyptri vöru
og tiltölulega mjög lítil hækkun
á aðalframleiðsluvörunni, kjöt-
inu. Er þó víst, að enginn hrepp-
ur hefir sloppið jafn vel við hið
erfiða árferði og Fljótsdals-
hreppur. T. d. kom enginn baggi
af hinu aðkeypta heyi í þann
hrepp í fyrra. Kjarnfóðurkaup
voru hins vegar mikil, þó senni-
lega engu meiri en harða vorið
1949. Vanhöld á sauðfé voru
víða mikil s.l. vor og dilkar
reyndust léttir í haust. Garna-
veiki hefir þó ekki enn gert tjón
í Fljótsdal. Segja má að verið
hafi erfitt árferði fyrir austan
síðan 1947. Af þeim orsökum öll-
um, sem ég nú hefi lýst, leiðir
það, að afkoma bænda er miður
góð í mínu nágrenni. En þegar
svo er um hið græna tréð, hvað
mun þá um hin, þar sem tíðar-
farið var margfalt verra, garna-
veiki herjar, og verzlunarhlut-
fallið jafn óhagstætt. Ég segi*
ekki þá sögu nánar.
Mesta framkvæmdasumarið.
— Hvaða framkvæmdum hef-
ir aðallega verið unnið að und-
anfarið?
— Helztu framkvæmdir í
Fljótsdal voru: Brúarbygging á
Jökulsá í Fljótsdal. Er það mik-
ið mannvirki, 112 metra löng
steinbrú á stöplum. Verkið hófst
um 20. júlí og var lokið um 20.
okt. Eftir er þó að setja hand-
riðið og sömuleiðis að ganga
betur frá uppfyllingu við end-
ana. Aðra minni brú þarf svo
að byggja yfir Kvíslina svo-
nefndu, sem fellur meðfram
austurlandinu en stór hólmi er
milli brúnna og er einnig eftir
að leggja veg yfir hann. Þessar
brýr gjörbreyta samgöngunum
í hreppnum og á Héraðinu í
heild, þegar vegur er fullgerður
frá brúnni og út um Hallorms-
stað að austan. Ennfremur vant-
ar brú á Múlann. Þessi brú mun
hafa kostað um 1 milljón króna.
Verkið gekk mjög vel. Þá voru
byggð fjárhús á Skriðuklaustri
yfir 500—600 fjár, með þurheys-
og votheyshlöðum. Byggingin er
að grunnfleti 28x28 metrar.
Verður henni lokið til fulls á
þessu ári.
— Hefir töluvert verið unnið
að ræktun á s.l. árum?
Það vanlar rækiun og aftur
rækiun.
Samtal við
JÓNAS PÉTURSSON
tilraunastjóra á Skriðuklapstri
Skurðgrafa vann í hreppnum
á s.l. ári. Var hún að störfum
frá því í júnílok og til nóvember
loka. Verkið gekk mjög vel.
voru grafnir 56 þús. teningsm
eða tæpir 15 kílómetrar. Kostn-
aður á hvern grafinn teningsm.
reyndist kr. 2.50. Grafið var hjá
14 búendum í Fljótsdal. Mest
var grafið á Skriðuklaustri um
22 þús. rúmmetrar. Vegur var
lagður yfir Valþjófsstaðanes að
nýju brúnni. Var hann 1 km. á
lengd. Ég tel s.l. sumar mesta
framkvænidasumarið í sögu
Fljótsdals. Framræzla telst
náttúrlega til ræktunarfram-
kvæmda. En landbrot var lítið,
en ég veit ekki um stærð á sáð-
sléttum í hreppnum eftir sum-
arið. Á Skriðuklaustri var sáð
grasfræi í 4 hektara og brotið
allmikið meira land. Einstaka
bændur höfðu fyrirhugað bygg-
ingar, en hættu við þær, bæði
vegna .hins erfiða árferðis og
svo af gífurlegri hækkun á
byggingarefni, sérstaklega járni
og timbri. Votheysgryfjur voru
gerðar á nokkrum bæjum, en
óvíða voru þær steyptar.
— Fjölgar fólkinu í sveinni?
— Ég var einmitt fyrir
skömmu að spyrja sóknarprest-
inn um þetta. Er heldur um
fækkun að ræða. S.l. ár mun
það hafa stafað af fleiri dauðs-
föllum en fæðingum.
Mikil áithagairyggð.
— Hefir margt ungt fólk hafið
búskap síðdstu árin?
— Þessari spurningu get ég
svarað játandi. Ég hefi einkum
heyrt talað um tvær sveitir, þar
sem ungt fólk unir allvel heima.
Eru það Mývatnssveit og Fljóts-
dalur. ‘Ég þekki þetta nú orðið
af eigin raun með Fljótsdal. Þar
er átthagatryggðin mikil. En
þac er fremur skortur á jarð-
næði og margar jarðir þröngt
setnar. Nokkuð er þar af ein-
hleypum mönnum, sem hafa
sauðfjárbúskap. Þeir eiga líka
oftast reiðhest og una hlutskipti
sínu mjög vel. Eru samgrónir
þessum mállausu vinum, kind-
unum og hrossunum. En bregða
myndi þeim mönnum ónotalega
við, sem vanir eru „Dagsbrúnar-
taxta“ fyrir hverja vinnustund,
ef þeir reiknuðu út stundakaup
þessara manna. Er þó aðstaða
þeirra öllu betri en fjölskyldu-
bændanna, sem lítil bú hafa.
— Hvaða áhrif virðast þér
hinir hörðu vetur undanfarið
hafa haft á fólkið fyrir austan?
— Afleiðingarnar eru fyrst og
fremst minnkandi framkvæmda
geta. Ég hefi ekki svo mjög orð-
ið var bölsýni af þeim sökum.
Miklu frekar vekur það mönn-
um geig að eiga von á garna-
veikinni í fé sitt.
Meiri ræktun.
— Hvaða framkvæmdir eru
mest aðkallandi hjá ykkur?
— Það vantar ræktun og aftur
ræktun. Heyið, — taðan er undir
staða búskaparins og afkomu
fólksins. Fljótsdalshérað hefir á-
gæt ræktunarskilyrði og eru þau
hvergi betri hér á landi, en í
beztu sveitum vitanlega svipuð.
Það má því aldrei koma fyrir
aftur að flytja þurfi hey inn í
Héraðið. En þaðan ætti að vera
hægt að flytja hey til sjávar-
þorpanna fyrir austan, þar sem
heyskaparskilyrði eru erfiðari.
Vitanlega eru margar umbætur
mikil nauðsyn í næstu framtíð.
Gripahús eru víða mjög léleg,
heygeymslur vantar og vega-
sambandið þarf að stórbatna. Og
svo þurfa flugsamgöngurnar á
Héraðið sjálft að verða öruggar
allt árið. Það verður nú vonandi
þegar á þessu ári. Flugvallar-
gerðin á Egilsstöðum, sem unn-
ið var að s.l. haust er það vel
á veg komin að völlurinn ætti
að verða fullbúinn í sumar.
— Hvaða möguleika hafið þið
á að fá raforku?
— Já, rafmagnið. Hætt er við,
að það eigi nokkuð í land ennþá.
Ákveðið mun þó að virkja
Grímsárfossa milli Sandfells og
Sauðhaga og leiða rafmagnið
þaðan til fjarðanna og um Hér-
aðið eftir því sem kleift reynist,
segir Jónas Pétursson að lokum.
S. Bj.
—Mbl. 27. febr.
íslenzkar
plastyörur
útflutningsyara
íslenzk verksmiðja, Plastic,
hefir selt talsvert magn af plast-
vörum til Danmerkur og er að
gera samning um sams konar
viðskipti við Norðmenn. Hefir
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, Robert Bendizen, verið á
ferð á Norðurlöndum og Þýzka-
landi í markaðsleit.
Plastvörur þær, sem tekizt
hefir að selja, eru skápa- og
skúffuhandföng með læsingu.
þykir varan góð og smekkleg,
og myndi hægt að selja mikið
magn til Þýzkalands, ef verðið
væri samkeppnisfært þar.
Með þessum útflutningi sínum
hefir plastverksmiðja þessi sann
að myndarlega tilverurétt sinn,
en að henni kreppir nú heima
fyrir vegna ónógs rekstrarfjár.
—TÍMINN, 26. febr.
Jafnvel þótt flöskuhús hljóti
að teljast meðal sjaldgæfra og
einkennilegra bygginga, er vafa-
samt hvort hús þetta á metið á
því sviði. Það eru til margar
furðulegar byggingar í heimin-
um. Hertoginn af Portlandi
byggði sér hús í Welback Abbe
um miðbik aldarinnar er leið.
Djúpt í jörðu lét hann gera stóra
hvelfingu fyrir bókasafn sitt, en
einig var þar salur fyrir borð-
knattleik og veizlusalar mikill.
Lyftugöng tengdu neðanjarðar-
hýsi þetta við sjálfa bygginguna.
Lyftan var knúin vatnsafli og
bar tuttugu og tvo menn. Það er
því óhætt að fullyrða, að hertog-
inn hafi verið framsýnn maður,
er hann gerði sprengjuheld hí-
býli löngu áður en nokkur flug-
vél eða flugsprengja var upp
fundin.
Föstuhugleiðing
Endur fyrir löngu hefir kirkjan valið freistingarsöguna
í Matteusi (4:1.—11.) sem eins konar inngang að sjövikna-
föstunni. Samkvæmt þeirri frásögn eigast þeir orð við,
frelsarinn og freistarinn. Frásagan er táknræn um hið eilífa
reiptog sem á öllum öldum, og í sálu hvers manns, fer fram
milli hins vonda og góða, ljóss og myrkurs, lýgi og sann-
léika. Kristur hafði nýlega verið vígður guðlegri vígslu til
þess að stofna guðsríki á jörðu. En engu fyrr hafði hann
tekið þessa ákvörðun en hann er tekinn á eintal. Þetta er
stöðugt að gerast. Þegar menn taka þá ákvörðun að þjóna
Guði og samvizku sinni, eru þeir ávalt fyrir hendi sem taka
þá áeintal, leitast við að draga úr þeim kjarkinn, og telja
þeim hughvarf. Ertu nú viss um að þú getir þetta? Heldurðu
að það verði ekki hlegið að þér ef þú ferð að lifa hugsjóna-
lífi, og þjóna einhverjum göfugum málstað? Margt segja
þeir, og mælskir eru þeir og oft mjög sannfærandi, þessir
talsmenn hins vonda anda, sem stöðugt vilja stýfa vængi
hugsjónanna og draga menn ofan í skarnið. Það gildir einu
hve gamlir við erum, eða þjálfaðir í skóla lífsins, við erum
aldrei undanþegnir margvíslegum freistingum. Auðvitað
.eru freistingarnar mjög mismunandi eðlis, eftir aldri manna
og ástæðum. Freistingar sem voru okkur hættulegar um
tvítugsaldurinn, hafa ekki lengur neitt aðdráttarafl fyrir
okkur sem erum miðaldra eða eldri; við lítum ekki við
þeim. En aðrar hafa komið í staðinn, sem komu ekki til
greina þegar við vorum yngri. Ég þarf ekki að telja upp
þessar dimmu raddir, sem stöðugt eru að tala til okkar.
Þær eru háværastar þegar við erum stödd í eyðimörkinni,
þ. e., þegar við gefum okkur á vald einveru, sjálfsmeð-
aumkvunar og ömurlegra hugsana.
En sú rödd sem hæst talar, og sem allir hlusta á, er
rödd efnishyggjunnar. Efnishyggjan er sú mikla drottning
sem flestir menn lúta nú með lotningu, og vænta sér góðs
af. „Bjóð þú að þessir steinar verði að brauðum“. Brauðið
er alt, og alt er brauð, þegar það táknar, eins og það gerir
hér, hin almennu hversdagslegu lífsþægindi. Og það er
svo Guði fyrir að þakka að við búum í landi mikilla auð-
lynda og njótum fleiri og meiri lífsþæginda en nokkur önn-
ur kynslóð hefir áður gert. Ef menn gætu lifað á brauði
einu saman, þá ætti þetta land vissulega að vera paradís
lífshamingjunnar, þá ættu allir að vera farsælir og þakk-
látir Guði fyrir dásemdir lífsins. Hugsið ykkur alla fram-
leiðslu þessa lands, hugsið um afraksturinn af yfirborði
og úr iðrum jarðar, akrana, námurnar, olíulyndirnar, loft-
förin, borgirnar, bílana, búðirnar, með öllu því skrauti,
nauðsynja- og nautnavörum sem þar eru daglega á boð-
stólum. Ef fyrstu hvítu mennirnir sem í öndverðu komu
hér vestur á slétturnar, og bjuggu hér við stöðugar hættur
og mjög frumstæðan kost, gætu risið upp úr gröfum sínum
og horft á alla þá menningu og munað sem við njótum nú,
myndu þeir ekki fyllast aðdáun og segja: Hugsið ykkur hve
sæl þessi þjóð hlýtur að vera nú, og ánægð með hlutskifti
sitt! Ég held að þeir myndu ekki tala á þá leið. Ég er viss um
að látnir lifa, og þeir halda áfram að þroskast í dýrðarheimi.
Þeir þroskast þá einnig í skilningi á kjörum mannanna, og
hinni eilífu órósemi mannlegs hugar. Þeir skilja nú betur
en við sem nú dveljum á þessu stigi tilverunnar, í hverju
okkur er áfátt, og hrærast vísast oft til meðaumkvunar
með okkur í búksorg okkar og brauðstriti.
„Bjóð þú að þessir steinar verði að brauðum!" heyrist
kallað dimmri og hásri röddu út í eyðimörkinni. En af
hæðum heyrist rödd Jesú: „Maðurinn lifir ekki af brauði
einu saman“. Nú, hvers vegna ekki? Fyrir þá einföldu á-
stæðu að við mennirnir erum annað og meira en dýr merk-
urinnar. Brauðið eitt nægir ekki til að svala þörfum okkar,
okkur hungrar eftir ýmsu öðru. Við þráum samfélag með-
bræðra okkar; okkur langar til, hvort sem okkur er það
ljóst eða ekki, og þótt það takist misjafnlega, og misheppn-
ist oft, að ganga fram með hreinar hendur og flekklaust
hjarta. Við þráum að skilja eitthvað í lífinu, að eignast eitt-
hvert takmark fyrir það annað og æðra en samsafn þeirra
hluta sem við hljótum að skilja eftir þegar göngunni er
lokið, eitthvert markmið sem gefur lífinu varanlegt gildi.
Þrá okkar og þorsti beinist að því að eignast trú og von í
þessum heimi þar sem alt hið sýnilega hverfur, og þar sem
þungir harmar steðja að, sem ekkert hið efnislega, ekkert
„brauð“ fæf afstýrt eða læknað. „Maðurinn lifir ekki af
brauði einu saman heldur af sérhverju orði sem fram
gengur af Guðs munni“. Á föstunni erum við sérstaklega
minnt á „orðið“ sem varð hold og bjó með oss. Kristur er
„orð“ frá Guði um gildi lífsins, um kærleika, fyrirgefningu
og fórnarlund. Látum ekki þá sem hæst hrópa í eyðimörk
efnishyggjunnar kefja röddu hans. —V. J. E.