Lögberg - 20.03.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.03.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. MARZ, 1952 5 *************************** ÁHUCAA4ÁL I \ ■ Sfs v Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON MÁLSHÆTTIR Kæra Mrs. I. Jónsson: Ég hafði gaman af að lesa í Lögbergi spakmælin og máls- hættina, svo ég fór í djúp gleymsku minnar að grafa upp það, sem ég heyrði þegar ég var barn, ef þú skyldir vilja ljá því rúm. Ég hefi altaf gaman af að lesa dálkana, sem þú hefir í blaðinu. Með vinsemd, Ingibjörg Johnston Box 73, Keewatin, Ont. 1. Gull reynist í eldi, en geð- prýði í mótlæti. 2. Enginn veit hvar skórinn kreppir, nema sá, sem ber hann. 3. Betra er eitt í dag en tvent á morgun. 4. Sælla er að gefa en þiggja. 5. Því áttu svo fátt, að þú virtir ei smátt. 6. Betra er seint en aldrei. 7. Gakk þú fyrir hvers manns dyr og segðu aldrei nema satt, og muntu hverjum manni hvim- leiður verða. 8. Margt smátt gerir eitt stórt. 9. Fátt er það, sem fulltreysta má. 10. Það er sitt hvað, gæfa og gjörfuleiki. 11. Enginn veit sína æfina fyr en öll er. 12. Betri er fátæk móðir en fullríkur faðir. 13. Leiðir verða langþurfa- mennirnir. 14. Það er hrein blæja, sem aldrei kvolast. 15. Oft er flagð undir fögru skinni en dygð undir dökkum hárum. 10: Hver er sinnar lukku- smiður. 17. Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. 18. Enginn veit í annars brjóst. 19. Betra er autt rúm en illa skipað. ☆ ☆ ☆ Hitt og þetta um hjónaband og fjölskyldulíf í Belgíu er enn stórt verksvið fyrir kvenréttindakonur. Á síð- astliðnu ári fór fram þar í landi almenn skoðanakönnun á , því, hvort giftar konur ættu að vinna utan heimilis. Svörin, sem bár- ust, vöktu furðu í siðmenntaðri löndum. 79,8% af karlmönnum í Belgíu álíta, að konan eigi alls ekki að taka þátt í atvinnulíf- inu — og 69,4% af konum lands- ins taka undir með karlmönnun- um. Flestir karlmennirnir gáfu þær skýringar með svari sínu, að þeir vildu láta konuna vera heima til að annast um þá, en ýmsir sögðu, að konan hætti að vera eiginmanni sínum trú, ef hún ynni úti. Konurnar gáfu yfirleitt þá skýringu með svari sínu, að fjöl- skyldulífið færi forgörðum, ef konan sinnti ekki heimilis- störfum. Einnig fór fram skoðanakönn- un á jafnrétti beggja kynja í launamálum. 77,9% af konum svöruðu því til, að eðlilegt væri, að konur, sem neyddar væru til að vinna, nytu jafnréttis við karla í launamálum. 59,3% af karlmönnum voru á sömu skoð- un. Flestir þeirra tóku samt um leið fram, að þetta ætti einungis að gilda, er ógiftar konur ættu hlut að máli. Miklir öðlingar eru þeir, Belgíumenn. —A.B., Rvk. Hj úskapar er j ur. Enskur læknir hefir grennsl- ast eftir því meðal fjölda hjóna, hvað það er, sem gerir sambúð þeirra ófarsæla. Flest svörin voru á þessa lund: Eiginmaðurinn segir, að það fari í taugarnar á sér, að konan setjist að morgunverðinum í náttfötum; að hún vilji hafa á réttu að standa í öllum málum; að hún sé móður sinni of undir- gefin; að hún jagist í börnunum; hafi matinn ekki til á réttum tíma og vilji alltaf fá að vita, hvað hann hefir haft fyrir stafni frá morgni til kvölds. Hún taki reiðiköst og og noti of mikið af andlitsfarða og beri honum það á brýn, að hann sé hættur að elska hana. Ennfremur segist hann ekki þola, að konan hengi sokkana sína til þerris í baðker- inu og að hún reyki, er hún býr til mat, og svari ekki, ef hann ávarpar hana. Konan segir, að það fari í taug- arnar á sér, að maðurinn gleymi alltaf hringnum sínum í baðher- berginu; að hann þurrki sér ekki eftir baðið, en spígspori renn- votur um í búðina og spori gólf- in; að hann líti aldrei eftir börn- unum og hugsi heldur ekki um garðinn; að hann sé nískur á peninga, er fjölskyldan á hlut að máli, en rausnarlegur við aðra; að hann finni ávalt að, en þoli sjálfur ekki aðfinnslur, og að hann vilji heimsækja móður sína hvern sunnudag. Að hann slökkvi aldrei ljós á eftir sér; að hann grúfi sig alltaf niður í dagblaðið, og næstum skríði inn í útvarpið, er fréttir koma. Að hann gefi henni sök á öllum mis- skilningi, vanmeti störf hennar og vilji vera einn með hugsanir sínar. Flest virðist þetta vera smá- munir; en þeir ráða víst einmitt stundum úrslitum. ☆ Grænlenskur fálki tekur sér far til New York Seint í fyrra mánuði var mótor skipið sænska „Stockholm“ á leið til New York með fjölda far- þega. Er skipið var statt um það bil 350 sjómílur suður af ís- landi, gerðist sá óvenjulegi at- burður, að fálki sveif að skipinu og settist á borðstokkinn. Finnskur háseti kom þar að, sem fálkinn sat og ætlaði að grípa fuglinn höndum og snúa hann úr hálsliðnum umsvifa- laust. En það vildi fálkanum til lífs, að meðal farþeganna var ame- rískur ofursti, sem er fuglavinur mikilí. — Hann bar kennsl á hvaða fugl þetta var og aftraði hásetanum frá að verða hinum flugmóða fugli að fjörtjóni. — Maðurinn heitir Russell Mere- dith og hefir lagt stund á fálka- veiðar í mörg ár. Var hann á heimleið frá Danmörku, en þar hafði hann átt í samningum við grænlenzku stjórnina, að hann fengi leyfi til þess á sumri kom- anda að fara til Grænlands og stunda þar fálkaveiðar. Sem eðlilegt er fyrir hvern fálkaveiðimann, hafði hann all- an útbúnað meðferðas á skipinu, sem nauðsynlegur er fyrir þá er um gangast fálka, svo sem hettu sem steypt er yfir þá fálka, svo þeir geti ekki höggið menn til óbóta. Steypti hann hettu þess- ari yfir fálkann og tók hann síð- an höndum og hafði hann með sér í farþegaklefa sinn. Fálkann kallaði hann „Leif heppna.“ Er til New York kom, flaug það eins og fiskisaga til blað- anna, að óvæntur farþegi hefði komið með hinu sænska skipi, þar væri kominn „Leifur hepprp“ frá Grænlandi í annað sinn. Þyrptust blaðaljósmyndar- SKATING CHAMPION: Joan Bergman, 18-year-old Winnipeg Winter Club skater, Saturday won figure skating’s top award when she passed the gold medal test of the Canadian Figure Skating Association. Daughter of Mr. and Mrs. J. Bergman, Ste. 31 Red- wood Apts., Miss Bergman has been skating for five years and passed the first test in 1948. For the last three years she and Frances Abbott have held the senior ladies’ pair championship of western Canada. Miss Bergman plans to turn professional next fall. She trained under W.W.C. professional Albert Edmonds. BÆKUR og LISTIR MJÖG lítil aðsókn er að lista- safni þjóðarinnar í hinu nýja stórhýsi við Hringbarut. Er þar kalt og óvistlegt. Helmingurinn af myndum safnsins eru klessu- verk, sem Valtýr Stefánsson og kommúnistar hafa keypt síðan 1942. Hin tiltölulega fáu lista- verk eftir meistara eru í svo ömurlegu ljósi, að þau njóta sín ekki. Æskilegt er að sem flestir komi í safnið vel búnir móti kuldanum til að sjá niðurlæg- ing íslenzkrar myndlistar síðan stefna Þjóðviljans og Morgun- blaðsins fékk þar undirtök. ★ ÁSMUNDUR Sveinsson hafði sýningu á verkum sínum í sal kommúnista. Gerðu þeir allt, sem í þeirra valdi stóð, til að mæla með verkunum. En þar var enginn neisti til, allt í Vatns- berastíl. Almenningur kom og hristi höfuðið yfir að greindur maður með nægilega verkkunn- áttu skuli láta svo ófélega hluti frá sér fara til að þóknast fávís- um og lítt menntum mönnum. ★ ÞORBJÖRG Árnadóttir hjúkr- unarkona frá Skútustöðum hefir gert lítið en yndislegt leikrit, „Draum dalstúlkunnar." Efnið er raunveruleg harmsaga úr Bárðardal, enda tileinkað Bárð- ar í skipið og tóku myndir af fálkanum. ☆ Til gamans Einn af heldri borgurum þessa bæjar fékk nýja vinnustúlku, sem kom í fyrsta sinn til höfuð- borgarinnar utan af landsbyggð- inni. Kvöld eitt var þessari stúlku boðið á dapsleik, en hjónin voru ekki heima þegar að hún fór. En seinna um kvöldið, var hringt heim til húsbóndans og hann spurður hvort þessi stúlka væri ekki hjá honum. Hann kvað já við, og spurði jafnframt hvers vegna væri spurt. — Jú, sagði viðkomandi, — mér datt 1 hug að spyrja yður hver ætti þessa orðu, sem hún er með um háls- inn? Húsbóndinn varð alveg undr- andi og fór inn í skrifstofu sína þar sem hann geymdi allar þær orður, sem hann hafði fengið, og hann komst að raun um að vinnu konan hans hafði tekið með bessaleyfi, eina af orðunum hans, eina, sem hékk í bláu’ bandi. Hún hefir víst haldið, að þetta væri einhver skartgripur, sem frúin ætti. —Mbl. dælingum. — Mál og stíll er al- ger nýlunda. — Fyrir hálfri öld fáguðu Jóhann Sigurjónsson og Guðm. Guðmundsson skáldamál sitt svo að af bar. Þorbjörg Árnadóttir ritar nokkuð með þessum hætti, sem mun verða sígildur meðal íslendinga er unna fögrum stíl og máli. Hinar sögulegu skýringar, sem fylgja leikritinu, voru ekki nauðsyn- legar. — Skáldverkið talar sínu máli. ☆ ANDVARI er nýútkominn. Þar er æviminning um dr. Guð mund Fipnbogason eftir Haga- lín, hlý og fögur eins og vera bar. Ljósmyndin af Guðmundi er betri heldur en mörg lista- verk gerast nú á dögum. Þar geta ókomnar kynslóðir séð í anda einn af bjartsýnustu liðs- mönnum aldamótakynslóðar- innar. Barði Guðmundsson fyll- ir Andvara að öðru leyti með sínum þrem hugðarmálum. 1. Að Hrafnagilsmorðinginn hafi ritað Njálu sem skáldsögu og persónuminningar um eigin ó dyggðir. 2. Að íslendingar séu öllu fremur af dönskum en norskum stofni. 3. Að í fornum sögum sé leyndardómsfullt sam band á milli nafna, sem minna á svín og saur og skáldskap. Má segja, að nokkuð af klámskrif um sumra viðvaninga nú á dög- um styðji þennan lið í vísind- um Barða. An'nars má Þjóðvina- félagið vara sig á að bjóða les- endum sínum Barða ár eftir ár Til er fólk, sem getur bragðað morkinn, kæstan hákarl einu sinni á ári, en ekki daglega. ★ 1 ALMANAKI Þjóðvinafélags- ins er síðari hlutí af prýðilegri grein eftir Hagalín um íslenzk ljóðskáld. Fyrri hlutinn kom út í fyrra. —Menntamálaráðið ætti að prenta báðar þessar ritgerðir, svo að nota mætti þær í ung- menntaskólum landsins við móðurmálskennsluna samhliða þvír að nemendur kynna sér úr- valsljóð skáldanna. ★ SÚ BÓK, sem að líkindum mun vekja einna mesta eftir- tekt af ljóðasöfnum þeim, tem gefin verða út í haust, eru Al- þingisrímurnar. Þær voru ortar og gefnar út um aldamótin. Urðu þá afar vinsælar, en hafa nú um langa stund verið lítt fáanlegar hjá bóksölum. Hefir verðið á góðum eintökum farið upp í 400 krónur. Forstöðumenn Verzlun ar- og Samvinnuskólans hafa stutt hvor annan við útgáfuna. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir skýrt sögulega viðburðaþráðinn,- sem rímurnar snúast um, en það er landsmálabaráttan um alda- mótin. Ég hef aftur á móti reynt að skýra það fyrirbæri, að tveir mjög ólíkir menn unnu saman að þessari ljóðagerð með svo undarlegum hætti, en þó svo fullkomnum, að slíks éru tæp- lega dæmi um önnur bókmennta afrek af svipuðu tægi. Reynir nú á, hvort tilfinning manna fyrir afburð ljóðasnilld er svo mjög þonún, að þjóðin geti ekki notið til fulls þeirra snjöllu ljóða, sem hrifu fólk einna mest um síðustu aldamót. ★ GUÐMUNDUR Geirdal kenn- ari hefir gefið út lítið ljóðakver, „Lindir niða“. — Hann er einn af þeim mörgu íslendingum, sem eru órækt vitni um, að ljóða- dísin lifir hér á landi. Efni kvæðanna er hugþekkt. Rímið og málfarið gott. Hann hefir hugðarmál og bragéyra. Slík ljóð eru ekki alltaf varanleg, en jau eru lífræn lauf á tré bók- menntanna. Meðan annar hvor greindur maður í landinu getur gert slíka ljóðabók einu sinni á ævinni, þá geta nokkur stórskáld fæðst og dafnað í landinu á hverri öld. ★ íslendingasögur ÞEIR UNGU MENN, sem standa að útgáfu Islendinga- sagna, láta skammt líða milli stórra högga. Nú í haust, mitt í pappírsleysinu og gjaldeyris- baslinu, senda þeir á markaðinn þrjú mjög snotur bindi af forn- um riddarasögum í einstaklega laglegu bandi. Það er mikill á- vinningur fyrir allan almenning að fá þessar bækur. Af þeim lærir þjóðin bæði almenna sögu og listasögu. Þegar landið hafði glatað frelsi sínu seint á 13. öld, fyrir yfirsjónir sinna æfðu stjórn málamanna, byrjaði andleg hnignun í landinu, en af svo miklu var að taka, að bókmennt- ir 14. og 15. aldar eru samt merkileg sönnun fyrir orku kynstofnsins. — Riddarasögurn- ar komu sunnan úr löndum, einna mest frá Frakklandi. Þær bárust hingað í ýmsum mynd- um. Stundum á latínu. Stundum var erlendum kvæðum breytt í sögur og ævintýri. Gildi þessara sagna er sambærilegt við neðan- málssögur yfirstandandi tíma. Efnið lítið. Viðburðirnir ósenni- legir og formið lauslegt. En þrátt fyrir þessa ágalla er mikið af máli riddarasagnanna enn hrein og ósvikin mynt og í þess- um ævintýralegu sögum frá kaþólska tímabilinu er mikið af orðum og orðasamböndum, sem ávinningur er að halda til haga vegna daglegs máls á 20. öld- inni. — Útgefendur íslendinga- sagna ætla innan skamms að gefa út höfuðverk riddaratíma- bilsins. Sögu Þiðriks frá Bern. Samhliða því eiga þeir eftir gim- steina frá bókmenntaöldinni, svo sem sögur Sverfis, Hákonar gamla og Magnúsar lagabætis. Þar voru að verki gullaldarrit- höfundar og sögur þessara kon- unga eru svo nátengdar Heims- kringlu Snorra og íslendinga- sögum, að meðan þær eru ekki gefnar út, vantar sterka hlekki keðju samfelldra bókmennta. Þegar þessum sögum sleppir má telja víst, að Gunnar Stein- dórsson og Grímur Gíslason haldi áfram með að gefa út biskupasögur, kaþólsk ljóð og síðar hvert afrek íslendinga í bókmenntum og sögu. Það er mikið og rétt fengið heiðursheiti hinna ungu útgefenda, að segja um þá, að þeir feti dyggilega í spor Sigurðar Kristjánssonar, sem verið hefir einhver giftu- ríkasti og þjóðhollasti útgefandi. góðra bóka á íslandi. ★ PRENTSMIÐJA Austurlands hefir meðan annarra bóka gefið út þrjár þýðingar merkra bóka Er hin fyrsta ævisaga konungs- ins af Róm, sem hefir hlotið heitið Napoleon II., þó að hann réði raunar aldrei ríkjum. Saga þessa unga manns er svo ná- tengd viðburðum hins þýðingar- mikla tímabils, þegar Norður- álfan var að ná heilsu aftur eftir átök byltingarinnar miklu, að hver þáttur hefir svo að segja heimssögulega þýðingu. Bókin er vel rituð og bæði skemmtileg og fróðleg. ★ Þá HEFIR Jóhannes, sonur Lárusar hæstaréttarlögmanns, þýtt mjög prýðilega bók eftir skólastjóra í Bandaríkjunum. Bókin hefir íburðarmikið heiti: „Lífsgleði njóttu. Handbók um varnir gegn áhyggjum.“ Bókin er barmafull af skynsamlegum heilræðum og sögum, sem eru ýmist til eftirbreytni eða viðvör- unar. Þær eru ekki smásmugu- legar eða þreytandi, enda born- ar fram af höfundi, sem hefir gert sér að ævistarfi þá list, að venja æskumenn við að lifa á þann hátt, að þeir geti orðið gæfumenn. Þessi bók mun víða gera gagn, en hvergi skaða á heimilum, þar sem æskan er á leið úr foreldrahúsum út í mannlífið. ★ „Ég kaus frelsið" SÚ B)ÓK, sem mætti gjarnan verða methafi í bókaverzlunum landsins fyrir næstu jól, er sjálfsævisaga rúnssneska höf- undarins Victor Gravchenkov. Hann kallar bókina: „Ég kaus frelsið.“ Bókin er rituð með þeim hætti, að hún er saga heillar þjóðar á úrslitatímabili. Lesand- inn fær glögga mynd af kúgun og niðurlægingu keisaratíma- bilsins og þeirri grimmu og kaldranalegu harðstjórn, sem fólkið átti við að búa á þeim tíma. Síðan kemur óánægjan upplausnin og undirróðurinn. Það er vorleysing í loftinu. Æskan þráir frelsi, sólskin og hreint loft. Faðir höfundarins er einn af þessum frelsisdýrkend- um, en þjónar keisarans sjá honum oft fyrir heimkynnum í fangahúsum sínum. Victor erfir frelsisást föður síns. Hann verð- ur heitur kommúnisti og vonast eftir að sú hreyfing eigi eftir að endurleysa heiminn. Hann geng- ur gegnum erfiða skóla, vex að áliti, fær miklar mannvirðingar og er sendur til Bandaríkjanna seint á stríðsárunum vegna skipta Rússa og Vestmanna í sambandi við láns- og leiguvör- ur. í Ameríku koma upp í huga Rússans efasemdir um hvort draumur þeirra feðga og ótölu- legs fjölda annarra manna eigi eftir að rætast í sambandi við átök stéttanna. Bókin segir frá þessari innri baráttu manns, sem er í raun og veru táknræn fyrir styrjöld nútímans, bæði í sálum einstaklinga og milli þjóða og stétta. Það tekur tíma að lesa þessa bók. Hún er stór en skemmtileg í góðri og yfir- lætislausri þýðingu Lárusar Jó- hannessonar. Bókin er þýdd á tuttugu tungumál. — Milljónir manna hafa lesið þar hvílík sorg býr í brjósti hvers frjálsborins manns, þegar hann óttast að hann eigi að missa frelsið. Jónas Jónsson, —LANDVÖRN Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNX EGGERTSON, Jr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.