Lögberg - 20.03.1952, Síða 7

Lögberg - 20.03.1952, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 20. MARZ, 1952 7 Ótrúleg björgun úr lífsháska: Var búinn að sætta sig við dauðann kvaddi konu og börn í huga Stórflóð í Borgarfirði — bæir umflotnir Björn Markússon var á sjöundu klukkust. undir margra metra þykku grjótfargi í aðrennslis- göngum við Ljósafoss. Ef menn hafa haldið það í fyrradag, að tímar krafta- verkanna væru liðnir, hafa menn í gær orðið að falla frá þeirri skoðun, eftir at- burð þann sem gerðist við Sogið í fyrrinótt, er maður lifði af, lítt skaddaður, margra klukkustunda vist undir 10—11 metra þykku lagi af stórgrýti, sem hrundi ofan á hann í jarðgöngum. Maðurinn, sem fyrir þessu slysi varð er Björn Markússon verkamaður, til heimilis að Laugarneskamp 51 í Reykjavík. Kom hann heim til sín í gærdag og liggur þar rúmfastur vegna mars og stirðleika í líkamanum, sem hann fékk við þessa óvenju- legu atburði. Blaðamaður frá Tímanum fór heim til Björns í gær og sagði hann frá slysinu og hvernig pað atvikaðist í einstökum atriðum. Var hann sem úr helju heimtur, enda mátti með sanni segja, að gleðibragur væri á konunni og börnunum, sem léku sér við rúmstokk föður síns. Var á syllu í jarðgöngunum. Við vorum tveir saman á syllu í jarðgöngunum, að vinna að því að ryðja grjóti ofan á flutninga- vagna, segir BjÖrn. Hagar þann- ig til við framkvæmdir, að verið er að gera jarðgöng fyrir að- rennsli til aflvélanna og eru jarðgöng þessi rösklega 30 metra djúp, snarhallandi. Efst eru aðrennslisgöngin orð- in víð, en í kringum miðbik þeirra er sylla og síðan örmjó göng, líklega ekki nema um 2 metrar í þvermál, niður í botn jarðganganna. Á þessari syllubrún var Björn við annan mann að vinna í fyrri- nótt, er slysið varð. Voru þeir að ryðja lausu grjóti ofan af syll- unni niður í göngin, þar sem það féll á dráttarvagn. Björn hrífst með grjótskriðunni. ' Það var svo um klukkan hálf tvö um nóttina, að grjótskriða losnaði undan fótum mannanna, og skipti það engum togum, að Björn ranú niður í göngin með skriðunni, sem fyllti þau mikið til, en hinn maðurinn gat náð handfestu á syllunni og rann ekki með. Grafinn undir síórgrýti. Ég vissi ekki fyrr en grjótið var komið á fleygiferð, og ég missti fótanna, sagði Björn er hann rifjaði upp atburðinn í gær. Skipti þetta engum togum, ég náði ekki haldi á syllubrún- inni og það næsta sem skeði, var beinlínis það, að ég var grafinn í dyngju af blágrýtishnullung- um. Ég vissi ekki, hversu djúpt ég var grafinn í grjótið, hélt fyrst eða öllu heldur vonaði, að það væri grunnt. Ég hafði komið Dr. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, fór nýlega áleiðis til Bretlands, en þangað fer hann í boði Lundúnaháskóla til að halda fyrirlestra um ísland. Lundúnaháskóli hefir tekið upp þá venju hin síðustu árin, að bjóða einhverjum Norðurlanda- búa á áfi hverju til þess að halda þar fyrirlestra um land sitt. Að þessu sinni varð dr. Sig- urður Þórarinsson fyrir valinu, og er hann fyrsti Islendingurinn, sem hlotnazt hefir þessi heiður. Dr. Sigurður mun ekki aðeins flytja erindi í London, heldur og ur með bakið upp að fjölum við vegg jarðganganna, en grjótið lagðist fast að líkamanum. — Þyngst hvíldi það á herðum og höfði. Var þunginn svo gífur- legur, að rétt að segja strax varð ég máttlaus í fótunum og kikn- aði undir hinni þungu byrði. Varð ég brátt tilfinningalaus alveg upp að öxlum og fann ekki fyrir líkamanum fyrir neðan það. Hjálmurinn bjargaði. Þegar hann áttaði sig, var munnur og vit full af sandi. Það varð til bjargar í þessum mikla háska, að Björn hafði sterkan stálhjálm með börðum á höfði og varnaði það því, að grjót- þunginn legðist að hálsinum, en þá hefði ekki verið um lífsvon að ræða framar. Heyrði köllin sem í fjarska. Björn segist í byrjun hafa haft von um björgun, enda hafi hann haldið, að hann væri rétt neðan við yfirborð grjótsins. En þegar björgunarmenn komu á vett- vang og fóru að kalla til hans, hefði sú von smátt og smátt minnkað. Fyrst þá varð honum ljóst, að hann var djúpt grafinn í grjóturðina, því að hann heyrði köll björgunarmanna, aðeins sem í fjarska. Hann gat þó svar- að og látið þá heyra til sín. Löng nótt — þverrandi lífsvon. En það var erfitt og seinlegt verk að ná grjótinu upp úr göngunum. Varð að hafa við það margs konar tilfæringar og palla, og draga grjótið allt upp í fötum og smáum ílátum. Eftir því sem leið á nöttina minnkaði lífsvonin og slokknaði svo loks alveg. Ég heyrði fljót- lega, að verkið gekk seint og kraftarnir fjöruðu út smátt og smátt, segir Björn. Lengst af var nægilegt súrefnismagn til önd- unar, en nú var það á þrotum. Ég reyndi líka á mig við að kalla, þótt björgunarmennirnir bæðu mig að gæta hófs í því, til að eyða ekki kröftunum um of, en örvæntingin greip mig sterkari og sterkari tökum. Þar kom að andardrátturinn varð styttri og styttri, súrefnið var að þrjóta, og ég fann hvern- ig síðustu lífskraftarnir voru að fjara út. Ég reyndi að draga djúp sog og þá þrengdi mölin og grjótið meira að maganum og andardrátturinn varð ennþá þyngri, styttri og erfiðari. Ástvinirnir kvaddir. Ég gerði mér enga von um annað en öllu væri lokið og bjó mig undir viðskilnað við konu og börn í fjarlægð. — Eftir það snerist hugurinn eingöngu um konuna og börnin. Ég kvaddi þau í huganum þarna niður í grjótinu. Síðan vissi Björn ekki af sér, og það mun hafa liðið hálf önnur klukkustund, svo að björgunar- mennirnir heyrðu ekkert frá honum, en þá sáu þeir loksins á hjálminn á milli steinanna. Voru Hann flytur erindi í mörgum borgum öðrum í ýmsum öðrum stórborgum og háskólabæjum, þ. á m. Oxford, Cambridge, Nottingham, Birm- ingham, Leeds og ef til vill yíðar. Með erindunum verða sýndar skuggamyndir og í sumum til- fellunum einnig kvikmyndir. Dr. Sigurður heldur í þessari för erindi um ýmis efni, t. d. ræðir hann um Island almennt og landfræði þess í fyrirlestrum þeim, sem hann heldur við Lund únaháskóla. í Oxford heldur að takast mætti að ná honum lifandi úr grjótinu. Vaknar lil lífsins á ný. Það var ekki fyrr en búið var að tína grjótið frá Birni niður fyrir brjóst, að hann raknaði við aftur, og vaknaði til lífsins á ný. Óumræðilegur fögnuður greip um sig í hjarta hans og hann hugsaði aftur til þeirra, sem hann kvaddi síðast, þegar vitundin var tekin frá honum. Var honum þá fljótlega gefin sprauta af morfíni til hressing- ar og heitt kaffi og brennivín. Skalf hann þá eins og hrísla frá hvirfli til ilja, enda gegnblaut öll föt, svo að þau mátti vinda. Ekkert bein brotið. Þá voru komnir til hjálpar, auk hinna ötulu björgunar- manna, héraðslæknirinn á Sel- fossi, Lúðvík Nordal, og maður frá flugbjörgunarsveitinni 1 Reykjavík með súrefnistæki. Það var næstum því tvær klukkustundir verið að losa Björn úr grjótinu, eftir að hann fannst, og síðast var hann dreg- inn upp úr stígvélunum, sem urðu eftir niðri í grjótinu. Var hann þá alveg máttlaus neðan við axlir, enda búinn að vera þarna á sjöundu klukkustund. Við læknisskoðun í gær varð ekki séð, að um beinbrot væri að ræða, en mar er um allan líkamann og stirðleiki í öllum liðamótum, svo að hann getur varla hreyft legg né lið. Á þessu stigi verður ekki séð, hvernig meiðslum er varið, en ljóst er, að hér hefir gerzt furðulegt kraftaverk, að Björn komst lif- andi úr þessum háska. Og það, að Björn var óbrotinn, er ráð- gáta jafnt leikmönnum sem læknum. Kveðjur og þakkir. Það síðasta, sem Björn minnti blaðamanninn á, var að flytja kveðjur og þakkir. Gleymdu ekki að skila þakklæti mínu til strákanna allra — allra, bæði yfirmanna og verkamanna. Það er gaman að hugsa til þeirra og ég á þeim líf mitt að launa. Það dró enginn af sér og allir gerðu það, sem þeir gátu, vertu viss, sagði Björn og ætlaði að rísa upp í rúminu til frekari áherzlu. Hann var glaður og ánægður, en á enn dálítið bágt með að átta sig átilverunni eftir að hafa gist í nálægð dauðans. — Þú átt víst að lifa miklu lengur, elskan mín, sagði konan, en börnin héldu áfram að leika sér, og þó hljóðlega, fyrir framan rúmið hans pabba síns. —TÍMINN, 22. febr. John Weston flotaforingi setti konu sini, tveimur dytrum og syni sínum allhörð skilyrði til að uppfyla ef þau áttu að fá arf eftir hann að upphæð 75,000 ster- lingspund. í erfðaskrá flotafor- ingjans var þ e i m stranglega bannað að reykja, drekka áfengi, spila fjárhættuspil, lifa léttúðuga ástalífi, bera sundurleitan og ó- viðeigandi klæðnað né nokkra skrautgripi. Þau máttu heldur ekki nota fegurðarlyf, eins og andlitsfarða, krem, kinnafarða, varalit, ilmvatn, naglalakk, per- manent eða hárkollur. En þau máttu nota vatn og sápu eins og þeim þóknaðist. . 5 hann fyrirlestur fyrir brezka jöklarannsóknafélagið um Gríms vötn. Jafnframt sýnir hann kvik mynd, sem Steinþór heitinn Sig- urðsson tók í Grímsvatnaleið- angrinum 1946, er þeir félagar fóru þangað og víðsvegar um Vatnajökul á vélsleða. í Cam- bridge heldur Sigurður fyrir- lestur um myndun Skútustaða- gíga og annarra íslenzkra gíga- þyrpinga. í hvergi borg mun Sigurður flytja 1-2 erindi. Sigurður tók sér fari með „Gullfossi“ í morgun og verður erlendis fram í aprílbyrjun. — VÍSIR, 14. feb. í fyrrinótt hljóp stórflóð í all- ar ár í Borgarfjarðarhéraði, á Mýrum og í Hnappadalssýslu, vegna geysilegrar rigningar og örrar leysingar, og í gærmorgun var sums staðar farið að renna yfir vegi, svo að umferð teppt- ist, og ágerðist þetta í gær. Þó virtist sem flóðin myndu hafa náð hámarki sínu seint í gær, og voru þá komnar krapahryðjur upp í Norðurárdal og árnar hætt- ar að vaxa. RÉTTARITARI Tímans í Borg arnesi, Jón Gnðmundsson, átti tal við menn víðs vegar um það svæði, þar sem vatnavext- irnir vorö mestir, og fer hér á eftir frásögn hans: Tveir bæir í Stafholtstungum umflotnir. — í hvern læk í héraðinu hefir hlaupið geysilegur vöxtur á skömmum tíma, og stórárnar flæða víða yfir bakka sína, svo að sums staðar er eins og hafsjó yfir að horfa. Fregnir úr Reykholtsdal segja, að ekki vanti nema eitt fet til þess að vatnið nái brúnni á Reykjadalsá hjá Kleppjárns- reykjum, og svipað borð er undir brúnni á Norðurá hjá Hlöðutúni. Foraðsvöxtur er í Grímsá, Flókadalsá, Þverá og öðrum vatnsföllum. Vöxtur í Norðurá er ógurlegur, og sagði Tómas Jónasson bóndi í Sólheimatungu, að þetta flóð væri með því mesta, sem hann minntist. Tveir bæir í Stafholts- tungum, Flóðatangi og Melkot, eru algerlega umflotnir, en þeir standa í tungunni á milli Norður- ár og Hvítár. Einn staur í rafmagnslínunni hefir brotnað, að er rafmagns- laust í Stafholtstungum. Torfæri í fjárhúsin í Sólheimatungu standa fjár- húsin nokkuð frá tfeenum, og var farið riðandi á þau í gær. Liggur leiðin yfir mýrarsund, og tók vatnið í kvið á hestinum. Sjálf standa fjárhúsin það hærra, að vatn náði þeim ekki. Stígvélavatn í húsinu í Ferjukoti Þórdís Fjeldsted, húsfreyja í Ferjukoti, sagði að bærinn þar væri algerlega umflotinn, og kom ið vatn í kjallarann, en þó ekki meira en svo, að ganga mætti þar um á hnéháum stígvélum. 1 gærmorgun var Hvítá þegar tekin að renna yfir veginn Hvít- árvallamegin við brúna, svo að mjólkurbílar komust ekki leiðar sinnar, og í gær fór einnig að renna yfir veginn vestan Ferju- kots við Síkið svonefnda, svo að sú leið lokaðist einnig. Klaki er enn í vegunum, svo að þeim er síður hætt við skemmdum, en mæði vatnið lengi á, hljóta þeir að grafast sundur á stórum köflum. Norðurárdalur Sesselja, húsfreyja í Dals- mynni, sagði að Norðurá rynni þar yfir þjóðveginn og sömuleið- is við L i 11 u á fyrir framan Hvamm. Páll Sigurðsson? veit- ingamaður í Fornahvammi, var í fyrrakvöld á heimleið úr Reyk- javík, og komst hann ekki yfir torfærurnar. Jón frá Múla var einnig á leið norður í land í gær, og komst hann fram hjá Dalsmynni, er snjóýta hafði ýtt jakahrönn af veginum. Happ, að ekki braut ís af Norðurá Það er talið mesta happ, að Norðurá hefir ekki náð að ryðja sig, nema á köflum. — Hefir hún yfirleitt lyft ísnum eða rennur ofan á honum, en hefði hún brot- ið hann af sér, hefðu sennilega myndazt klakastíflur, er valdið hefðu enn ægilegra flóði og sjálf- sagt stjórtjóni, er áin sprengdi þær. Samgönguteppa vestur á bóginn Vestur á Mýrum og í Hnappa- Vegir voru víða tepptir í gær og gífurlegur vöxtur í öllum vatns- föllum í héraðinu dalssýslu hafa ár einnig hlaupið úr farvegi sínum. Sigurður Brynjólfsson mjólkurbílstjóri, er fór vestur í Miklaholtshrepp, seg- ir, að Núpá í Eyjahreppi hafi flætt yfir veginn, og sömuleiðis Urriðaá í Álftaneshreppi.—Varð hann þar að fá jarðýtu til þess að hreinsa jakahrönn af vegin- Einn togari hefir þegar síöðvazt Samkomulag náðist ekki í togaradeilunni í fyrrinótt. Er því hafið verkfall það, sem boðað hafði verið á meginhluta togaraflotans. Eitt skip, Röðull frá Hafnar- firði, hefir þegar stöðvazt. Hafði hann komið hingað til Reykjavíkur í fyrrakvöld til þess að taka olíu en varð ekki tilbúinn til þess að leggja úr höfn fyrr en stund- arfjórðungi eftir miðnætti. Tilkynnti skipshöfnin þá skipstjóra, að hún liti svo á, að hún væri komin í verk- fall. Útgerðin mun hins veg- ar hafa litið svo á, að þar sem veiðiför skipsins hafði verið hafin frá heimahöfn þess fyrir miðnætti, þá hefði það heimild til þess að leggja úr Reykjavíkur- höfn eftir þann tíma. En á það vildi skipshöfnin ekki fallast. Röðull er því eina skipið, sem þegar í upphafi hefir lent í verkfallinu. Sátlaumleiianir alla nóttina. 1 alla fyrrinótt stóðu yfir fundir sáttanefndar og deilu- aðilja. Lauk þeim ekki fyrr en um hádegi í gær. Árangur varð þó enginn af þessum fundum. Kl. 4 í gær hófust samningaum- leitanir að nýju. Stóðu þær yfir með stuttu matarhléi allan dag- inn og fram á nótt. Þegar blaðið frétti síðast hafði ennækki náðst neitt samkomulag í deilunni. Voru taldar litlar líkur til að samkomulag gæti náðst þá um nóttina. Ekki var talið tímabært að skýra opinberlega frá því, hvað bæri á milli. Samninganefndirnar. Samninganefnd útgerðar- manna í þessari deilu er skipuð 8 mönnum, en nefnd sjómanna 7 fulltrúum sjómannafélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla- vík, Patreksfirði, ísafirði, Siglu- firði og Akureyri, einum frá hverju félagi. I sáttanefndinni eiga sæti þrír menn, þeir Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, Gunnlaug- ur E. Briem, skrifstofustjóri og Emil Jónsson alþingismaður. Á fjórum útgerðarstöðum sögðu togarasjómenn ekki upp samningum. Eru það Akranes, Seyðisfjörður, Neskaupstaður og Eskifjörður. I Vestmannaeyjum var samningum sagt upp en verk fallsheimild ekki veitt. Það eru því 8 togarar, sem verkfallið nær ekki til. um, áður en hann komst leiðar sinnar. Uppstytta Síðdegis í gær var yfirleitt að stytta up á þessum slóðum og vindur að snúast til vestlægari áttar, svo að þess má vænta, að úr flóðunum hafi dregið í nótt, og brátt muni fara að fjara í ánum. Síðasla logaraverkfallið stóð í 129 daga. Síðasta togaraverkfall, sem háð var hér á landi, var árið 1950. Hófst það 1. júlí og stóð yfir til 6. nóvember eða í sam- tals 129 daga. Náði það til allra útgerðarstaða nema Akureyrar, Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. Af því verkfalli leiddi tuga milljóna króna gjaldeyristap fyrir þjóðina. Um lengd þessa verkfalls, sem nú er hafið, er allt í óvissu á þessu stigi þess. En þótt kappsamlega hafi verið unnið að lausn deilunnar undan- farna sólarhringa virtust horfur á skjótu samkomulagi ekki vera bjartar í gærkvöldi. —Mbl. 22. febr. Dánarfregn Sunnudaginn, 24. febrúar, and- aðist Thorsteinn Indriðason, sem um nokkurra mánaða skeið hafði dvalið, ásamt konu sinni, á Elliheimilinu „Höfn“ í Van- couver, B.C. Hann hafði æði lengi verið mikið bilaður á heilsuj og var það hjartabilun, er orskaði dauða hans. Föstudaginn, 29. febrúar, fór fram kveðjuathöfn að „Höfn“ í Vancouver, og síðan var hi»n látni jarðsunginn frá útfarar- stofu Simmons & McBride þar í borginni, og lagður til hvíldar í Mountain View grafreitnum þar. Voru kveðjumálin við báð- ar þessar athafnir fluttar af séra Haraldi Sigmar frá Blaine, Wash. Þorsteinn sál. Indriðason var mætur maður og vinsæll, vel gefinn og duglegur. Hann var góður heimilisfaðir og ástríkur eiginmaður og faðir. Hinn látna syrgja eiginkona hans, Þorbjörg Sveinsdóttir Sölvason, tveir synir þeirra hjóna, Sveinn og Thorsteinn, konur þeirra og börn, tveir bræður á Mountain, N. D., og fleiri ættingjar. __ H. S. Leggur fram fjárlög Brefa Fj ármálaráðherra Churchill- stjórnarinnar, Mr. Butler, lagði fram í þinginu fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta fjárhagsár á þriðjudaginn var og ber það með sér ákveðnar tillögur í sparnað- arátt, þótt víst megi teljast, að þær, margar hverjar, sæti snarpri andspyrnu af hálfu stjórnarandstæðinga, einkum vegna lækkaðs framlags til heil- brigðismálanna. BLUE CR0SS THE SYMBOL THAT STANDS F0R SECURITY IF You never know when you or some member of your family may need hospital care. “Let BLUE CROSS Pay the Hospital Bill” you are not already enrolled, see your local BLUE CROSS representative or flll in and return this coupon today. MANITOBA HOSPITAL SERVICE ASSOCIATION, 116 Edmonton Street, Winnipeg-. Pléase send full details of Blue Cross Plan: Address Please Print Plainly standandi niður og var skorðað- j þeir búnir að geia upp alla von Lundúnaháskóli býður dr. Sigurði Þórarinssyni utan til fyrirlestrahalds — TÍMINN, 20. febrúar Togaraverkfall hófst í fyrrinótt

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.