Lögberg - 20.03.1952, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. MARZ, 1952
Breiðfirzkir bátar fiýja miðin
undan erlendum togurum
Úr borg og bygð
Hekla „Samkoman"
í Minneapolis, 29. marz
Hin árlega samkoma sem ís-
lenzka kvenfélagið í Minne-
apolis, Hekla-klúbburinn, efnir
til, verður haldin á laugardags-
kvöldið í næstu viku, 29. marz.
í bréfi frá nefndinni, sem Lög-
bergi hefir borizt, er öllum lönd-
um boðið á samkomuna. Byrjað
verður með kvöldverði klukkan
sex, og fara skemtiatriði fram
kl. 8.
Iva Magnuson, sem vinnur við
skrifstofustörf í Minneapolis, er
forseti Heklu-klúbbsins í ár.
Pétur Jökull, skrifstofustjóri
tekjuskattadeildar Minnesota-
ríkis, stjórnar samsætinu 29.
marz; Björn Björnson, ræðis-
maður íslands í Minneapolis,
flytur ræðu; Óli Kárdal frá
Gimli syngur einsöngva, einnig
koma aðrir skemtikraftar meðal
Minnesota landa fram á sjónar-
sviðið. Samkomustaðurinn er
American Legion Hall, við 35th
Street og Chicago Avenue í
Minneapolis.
☆
FRÓNS-fundur.
Næsti Frónsfundur verður
haldinn í G. T.-húsinu á mánu-
daginn, 24. marz n.k., kl. 8 e. h.
Eins og sagt var frá í síðasta
blaði er fundur þessi boðaður
til þess að gefa fólki kost á að
ræða tillögur Björns læknis
Jónssonar um varðveizlu ís-
lenzkra menningarerfða í landi
hér.
Að öllu forfallalausu munu
þessir menn taka þátt í umræð-
um: Séra Valdimar J. Eylands,
Próf. Finnbogi Guðmundsson og
Björn Jónsson læknir. Ekki þarf
að taka það fram, að vonast er
til að sem flestir verði til þess
að láta í ljósi álit sitt á þessu
þýðingarmikla máli.
Alt bendir til þess að næsti
fundur muni verða bæði fróð-
legur og skemtilegur. Allir eru
boðnir og velkomnir. Aðgangur
er ókeypis en samskot verða
tekin. i
H. THORGRÍMSSON,
ritari Fróns
☆
Tvö eintök hinnar fögru út-
gáfu Snæbjarnar Jónssonar af
Passíusálmunum, sem Lögberg
vék að í fyrri viku, fást til kaups
á skrifstofu blaðsins, 695 Sargent
Ave. Bókin kostar í vönduðu
bandi $3.75.
☆
Sveinn E. Björnsson læknir og
skáld frá Miniota, Man., kom til
borgarinnar um síðustu helgi á-
samt frú sinni; dvöldu þau hér
fram um miðja viku í heimsókn
til venzlafólks og annara vina.
☆
Arni G. Eggertson, Q.C., flaug
austur til Toronto á sunnudag-
inn og dvaldi þar þrjá daga í
lögfræðilegum erindum; hann
kom heim í gær.
☆
Finnbogi prófessor Guðmunds-
son brá sér suður til Grand
Forks, N. D., á fimtudaginn var
í heimsókn til þeirra Dr. Ric-
hards Beck og frú Berthu Beck;
hann kom heim um helgina.
Forstöðukona óskast
þegar að „Borg“
Elliheimilið „Borg“ að Moun-
tain, N. Dak., þarfnast for-
stöðukonu (Matron). Nauð-
synlegt að umsækjapdi tali
íslenzku, æskilegt að þær hafi
einhverja reynslu við hjúkr-
unarstörf, en mest áríðandi
er að þær hafi hæfileika til
að veita heimilinu góða um-
sjón og vistfólki góða um-
önnun.
Umsóknir sendist til skrifara
nefndarinnar
Theo. Thorleiíson
Gardar, N. Dak.
Mrs. O. Stephensen fór suður
til San Diego, Cal., um miðja
fyrri viku og mun dvelja þar
syðra í tvo mánuði.
Sú frétt barst hingað í bréfi
frá Reykjavík, að látist hefði þar
þann 13. þ. m. Pétur Lárusson
starfsmaður á skrifstofu Alþing-
is sjötugur að aldri, hinn mesti
ágætismaður. Hann var sonur
séra Lárusar Halldórssonar frá
Hofi í Vopnafirði og frú Kirstín-
ar Guðjohnsen, systur frú Láru
heitinnar Bjarnason.
☆
Mrs. Herdís Johnson, Árborg,
Man., lézt á‘ fimtudaginn 13.
marz á Arborg Red Cross spítal-
anum, 71 árs að aldri. Hún flutt-
ist til Canada árið 1885, og hefir
búið í Árborg síðan; maður henn-
ar, Guðmundur Johnson, er lát-
inn. Hún lætur eftir sig þrjá
sonu, Sigurð, Snæbjörn og
Jónas, allir búsettir í Árborg;
þrjár dætur, Mrs. A. Elíasson,
Gimli, Man., Guðrún og Lilja í
Árborg; ellefu barna-börn og
eitt barna-barna-barn; ennfrem-
ur tvær systur, Mrs. J. Pálsson,
Geysir og Mrs. J. Guttormsson,
Árborg; og tvo bræður, Jónas
og Valda í Geysir. Útförin fór
fram á þriðjudaginn frá lútersku
kirkjunni í Árborg.
i ☆
Sigbjörn (Barney) Einarsson,
10 ára gamall, lézt á laugardag-
inn 15. marz á Johnson Memorial
sjúkrahúsinu á Gimli. Hann var
sonur Mr. og Mrs. Jóhann Ein-
arsson, Hnausa, Man. Útförin
fór fram frá heimilinu á mið-
vikudaginn, 19. marz.
☆
Njáll Johnson frá Árborg kom
seinni part fyrri viku til Winni-
peg eftir tveggja mánaða ferð
suður til Florida.
☆
Árni Johnson frá Ashern fór
til Vaneouver á þriðjudaginn í
fyrri viku í heimsókn til barna
sinna, er þar eru búsett; mun
hann verða um tvo mánuði 1
ferðinni; með honum fóru sonur
hans og tengdadóttir, Mr. og
Mrs. Skúli Johnson, ásamt
tveim börnum þeirra hjóna, en
þessi fjölskylda hefir dvalið hér
um slóðir síðan í janúar í heim-
sókn til vina og vandamanna.
☆
Mrs. Kristjana Nordal, Gimli,
Man., lézt á miðvikudaginn 12.
marz í Johnson Memorial sjúkra
-húsinu þar í bæ. Hún var 62 ára
að aldri og hafði búið í þessu
landi í 48 ár. Hún lætur eftir
sig eiginmann sinn, Hermann;
einn son, Jóhannes, í Victoria,
B.C. og tvö barnabörn. Hús-
kveðja fór fram á heimilinu á
mánudaginn og útförin frá lút-
ersku kirkjunni í Selkirk; jarð-
sett var í Mapleton lúterska
grafreitnum. Séra Sigurður J
Ólafsson jiarðsöng.
☆
Þann 4. marz voru gefin sam-
an í hjónaband Edith May
Hokonson, dóttir Mr. og Mrs.
A. M. Hokonson frá Roconville,
Sask., og Thorbergur Benjamíns-
son, sonur Soffíu og Tómasar
heit. Benjamínssonar frá Lund-
ar. Giftingin fór fram á heimili
brúðgumans. Séra Jóhann Fred-
riksson gifti.
☆
Icelandic Canadian Club
The regular monthly meeting
of the Icelandic Canadian club
will be held Monday evening,
March 24, in the lower auditor-
ium of the First Federated
church. A short business meet-
ing will start at 8.15 p.m. with
the program commencing at 9.00.
Walter Lárusson who recently
visited Iceland and the contin-
ent of Europe will give an ad-
dress on “Iceland and the Ice-
landic Community of London.”
June Elliston and Florence Cle-
mentson will entertain with ac-
cordian duets. There will be a
trained group from the Winni-
peg Normal school demonstrat-
ing square dancing, to be fol-
lowed by a gay social, with folk
dancing and refreshments.
Laugardagsskóli
Þjóðræknisfélagsins verður I
Sambandskirkjunni á Banning
Str. næsta laugardag, 22. marz,
og það sem eftir er af skólahald-
inu. Byrjar kl. 10 f. h.
☆
Ársþing Þjóðræknisfélags
verður haldið í Winnipeg
dagana 2., 3. og 4. júní næstkom-
andi.
☆
The second Annual Folk Festi-
val, which is held under the
auspices of the Winnipeg Y. M.
C. A., will take place in April.
This Festival will present the
music, songs and dances of
twenty countries which are re-
presented in Winnipeg by as
many ethnic groups. The Festi-
val will be produced and di-
rected by Tom Taylor of the
C.B.C. assisted by a committee
made up of representatives of
each of the ethnic groups; and
will feature the mucical heri-
tage of these many groups in a
traditional setting.
The purpose of the Festival is
to promote a feeling of appre-
ciation and understanding
among the many nationalities
who make their home in Win-
nipeg. Because of the inter-
national structure of the Y. M.
C. A. it has served as a suitable
sponsor for this kind of activity.
The Folk Festival will be held
in the Playhouse Theatre on
Monday and Tuesday, April
21st and 22nd.
☆
Mrs. Carl J. Olson fór fyrir
nokkrum vikum suður til Lin-
coln, Nebraska en þar skipar
hún embætti sem Parish Secre-
tary við Grace Evangelical
Lutheran Church, er maður
hennar, séra Carl heitinn Olson,
þjónaði um langt skeið.
☆
Miss Lauga Geir kenslukona
frá Mountain, N.D., sem dvalið
hefir hér í borg sér til heilsu-
bótar undanfarinn hálfsmánað-
artíma, lagði af stað heimleiðis
! í gær. :
☆
Miss Helga Agnes Sigurdson,
píanóleikarinn ágæti, sem um
nokkur undanfarin ár hefir
dvalið í New York, lék með
hljómsveit og tenórsöngvara í
Columbia University á sunnu-
dagskveldið; hún mun og halda
tvær hljómlistarsamkomur, aðra
í apríl og hina í maí næstkom-
andi. Hún kemur væntanlega
heim í sumar ásamt systur sinni,
Louise, hjúkrunarkonu.
☆
Skautasamkomur.
Á laugardaginn I. marz sóttu
yfir 11 hundruð manns skauta-
samkomuna (Ice Carnival), sem
haldin var í Gimli Memorial
Rink. Drotning dagsins var Miss
Helga Peterson, Gimli, Man.;
Hon. N. Greenlay, atvinnu-
málaráðgjafi Manitobastjórnar
krýndi hana; Mr. B. Egilson,
bæjarstjóri á Gimli flutti stutta
ræðu og síðan fóru fram skauta-
sýningar í 2Vz kl.st. og tóku 57
piltar og stúlkur þátt í þeim.
Hafði verið fenginn kunnáttu-
maður frá Winnipeg, Mr. Eric
Abbott, til að æfa það í skauta-
list og þótti furðu gegna hve
flestum tókst vel, þrátt fyrir
stuttan undirbúning.
Þær ungfrúrnar Joan Berg-
man og Frances Abbot, sem
kunnar eru um alt landið fyrir
skautalist sína, komu þarna
fram og var fagnað vel.
Skautasalurinn var fagurlega
skreyttur og hafði Mr. Valdi
Árnason, verzlunarmaður hjá
Self-Serve litið eftir því. —
Á laugardaginn 15. marz fór
fram önnur meiriháttar skauta-
samkoma (Carnival) í hinni
stóru skautahöll í Riverton. Miss
Myrtle Hurst, dóttir Mr. og Mrs.
Gordon Hurst var hlutskörpust
í drotningar-kosningunni, en
hún var fulltrúi fiskimanna. —
Margt skautafólk frá Winnipeg
Winter Club skemti á þessari
samkomu. Nánari fréttir hafa
ekki enn borist af þessjum við-
burði aðrar en þær, að aðsókn
var geisimikil og skemtunin
þótti ágæt.
☆
Heimili þeirra Mr. og Mrs.
Charles Mercer, Hecla, Man.,
brann til kaldra kola fyrir
nokkrum vikum. Flestum hús-
gögnunum var bjygað úr eldin-
um; fyrir drengilega aðstoð
byggðarbúa eru þau nú búin að
koma sér allvel fyrir aftur.
☆
Á þriðjudaginn hafði kvenna-
nefndin, sem styrkir Winnipeg
Symphony Orchestra kaffiboð
í Beaver Hall hjá Hudson Bay.
Þar voru á boðstólum réttir frá
23 þjóðarbrotum, sem hér búa í
borginni; íslenzku réttirnir voru
vínarterta, skyr og pönnukökur.
☆
Þann 3. febrúar síðast. lézt
eftir mánaðarlegu að Quill Lake,
Sask., Mrs. Pálína Freemans-
son 84 ára aðaldri, hin mesta
sæmdarkona; hún var jarðsung-
in að viðstöddu fjölmenni þrátt
fyrir óhagstætt veðurfar frá
United Church að Quill Lake.
Hin látna lætur eftir sið eina
dóttur, Mrs. R. B. Press að
Kelvington, Sask., og fjóra sonu,
Björgvin og Vilhjálm á Islandi
og Jón og Þorvald í heimhúsum;
þessarar mætu konu verður
frekar minst síðar.
☆
Gömul skýrsla finst.
Þegar verið var að rífa niður
gamla samkomuhúsið í Selkirk,
sem fyrrum var fiskiklak, fanst
gamalt bréf dagsett 24. janúar
1891 ,til fiskiveiða umsjónar-
mannsins í Winnipeg. Það var
frá Stefáni Jónssyni, Hecla,
Man. (Hann bjó á Jónsnesi í
Mikley, var faðir Kjartans skip-
stjóra og þeirra systkina). Ste-
fán var um skeið eftirlitsmaður
fiskiveiða við Winnipegvatn.
Bréfið er skýrsla um fiskiveið-
arnar árið 1890 á verstöðvunum
frá Húsavík til Stóratanga
(Big Grindstone Point). Ber hún
með sér hve geysimikið þessi at-
vinnuvegur hefir aukist á síðast-
liðnum 60 árum.
Á ofangreindu svæði var afl-
inn 476,110 pund og söluverðið
að meðaltali 1.09 cents er nam
$5,183. 1950—’51 var aflinn á
vatninu 6,778,900 pund; söluverð
að meðaltali 15.62 cents pundið;
alls $1,059,026.
Árið 1890 seldist hvítfiskur
fyrir 3,5 cents pundið; pickeral
2cents; pike og tullibee 1 cents;
ruslfiskur % cent.
Hér fer á eftir kafli úr bréfinu:
„109 menn fiska á þessu svæði
(frá Húsavík til Stóratanga og
við Dýrey, Svartey og Mikley)
á hverju ári, og eru þeir flestir
búendur mað fram ströndinni;
þeir hafa 96 báta og 10,930
faðma af netum; bátarnir allir
eru $940 virði en netin $1000
virði.
Flestir bátanna eru litlir
róðrarbátar; einn maður á hverj-
um, er fiskar skamt frá landi
og notar fáein net. Aðeins einn
bátur með fjögra manna áhöfn
lagði fyrir hvítfisk síðastliðið
sumar; aflinn nam 12,000 pund-
um. Hinn hvítfiskurinn var
veiddur undir ís.
í lok hvítfisksvertíðarinnar
ferðaðist ég um mitt eftirlits-
^væði og komst að raun um, að
fiskiveiðalögunum var alls stað-
ar nákvæmlega framfylgt.“
Bréfið sýnir að þá (1890) hafi
fiskiútgerð — bátur og net kost-
að hvern fiskimann tæplega $20,
en nú er talið að úthaldið fyrir
hvern fiskimann komi upp á
$2,300.
Árið 1890 var mest af fiskinum
selt í Selkirk og ofurlítið í Win-
nipeg; hann var dreginn á hest-
um til þessara staða.
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Malihews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
Fyrir síðustu helgi var afli
báta frá Stykkishólmi nokk-
uð að glæðast, og virðist
sem koma væri á miðin
ganga af góðum fiski. En
bátarnir sátu skamma stund
A meeting of the W. A. First
Lutheran Church will be held in
the church parlors next Tues-
day, March 25th at 2.30 p.m.
☆
Mrs. G. Finnbogason fór þessa
viku til Hamilton, Ontario í
heimsókn til sonar síns og fjöl-
skyldu hans, og verður í burtu
í mánaðartíma.
☆
María Nelson, kona Thorlaks
Nelson á Lundar, andaðist þann
18. þ. m. Jarðarförin fer fram að
Lundar kl. 2 næstkomandi
laugardag.
☆
Litmyndir frá íslandi.
Ljósmyndir í litum af fögrum
og einkennilegum stöðum á ís-
landi, einkum frá Vestmanna-
eyjum, fást hjá Björnsson Book
Store, 702 Sargent Ave. Þessar
myndir er uteknar af Gísla F.
Jónssyni frá Vestmannaeyjum,
en hann hefir getið sér mikinn
orðstír fyrir myndatökulist sína.
Verðið er $2.00 fyrir mynd
7”x9” á stærð en $4.00 fyrir
mynd Il%”xl5” á stærð.
☆
COOK BOOK
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Ruth Bárdal,
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sími 929 037
☆
KVÖLDVAKA
sem Snæbjörn Jónsson, bók-
sali í Reykjavík, gefur út, fimm
eintök, fást til kaups á skrifstofu
Columbia Press Ltd. — Þetta er
að þessum fiski, því að er-
lendir togarar hafa nú
þyrpzt á þetta svæði, svo að
bátarnir komast ekki að með
veiðarfæri sín.
Fiskislóðir þessar eru djúpt í
bugtinni við svonefndan Álkant.
Sækja bátar frá Grundarfirði og
Flatey á þessi sömu mið, en
verða nú að horfa á hina erlendu
togara sitja að aflanum, þar sem
fiskilegast er, af ótta við að
missa ella veiðarfæri sín, en
leggja sjálfir á aðra staði, þar
sem dagaflinn er ekki nema
þrjár og í hæsta lagi fjórar
lestir.
Hinir erlendu togarar virðast
fylgjast mjög vel með því, hvar
bátarnir afla bezt og hraða sér
á þau mið. Þessi sama saga gerð-
ist í fyrravetur, og verða þannig
landsmenn að flýja sín eigin mið
fyrir útlendingunum.
Fiskimenn vestra bíða því með
mikilli óþreyju eftir því, að hin
nýja landhelgi verði sett, svo að
unnt verði að stemma stigu við
ágengni togaranna og tryggja
fiskibátunum frið til að veiða á
miðum sínum.
MESSU BOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda.
Heimili 686 Banning Street. Sími
30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 23. marz.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi.
íslenzk messssa kl. 7 síðd.
misserisrit, afar vandað að frá-
gangi og efnisvali. Árgangurinn,
2 hefti, kostar $2.00. Peningar
fylgi pöntun.
Messað um föstuna á miðviku-
dagskvöldum kl. 7.30.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
Quality Required
in the
Milling Industry
About 300,000 to 500,000 million bushels of barley are
used annually in Canada in the milling industry. In addition
to this, Canada has been exporting around 5 million bushels
to Japan and other oriental countries, where the pearled
barley is used as an admixture with rice in the main food of
these peoples. In the milling industry the first process is the
removal of the hull; the resultant product is known as pot
and pearl barley. To prevent as much loss as possible in the
milling process, the kernels should be imiform in size and
with a shallow crease. Therefore, the two-row barleys have
always been preferred in this industry. In most sections of
the Prairies. Hannchen has been the variety used. In recent
years the export to Japan has taken large quantities of the
Compana barley which is grown on dry land in southem
Alberta. In order to produce a nice white pearl, barleys
with a white aleurone are the best suited. The crop should
be thoroughly matured before harvesting and threshed before
it has become discolored by the rains. Briefly, the require-
ment is to have a plump, shallow creased two-row barley
that is clean and bright.
For further information write to
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE
206 Grain Exchange Building, Winnipeg
Eighth in series of advertisements. Clip for scrap book.
This space contributed. by
SHEA’S WINNIPEG BREWERY
LIMITED
MD-308