Lögberg


Lögberg - 27.03.1952, Qupperneq 7

Lögberg - 27.03.1952, Qupperneq 7
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 27. MARZ, 1952 7 Skortur á heilbrigðri kirtlostarfsemi veldur áköfum áfengisþorsta mér veittist svo ríkulega.11 Þetta var fyrir 16 árum. Bill var bjarg- Uudralækningin, er fæddi AA af sér íslendingar kannast við höf- und Bakteríuveiða, dr. Paul de Kruif, sem er heimskunnur rit- höfundur og læknir. Hann ritar grein í Reader’s Digest, október 1950, um áfengissjúklinga og fé- legsskap þeirra Alcoholics An- onymous—AA. Þar er rætt um lækningu áfengissjúklinga, bæði andlega og líkamlega.—Skortur á heilbrigðu kirtlastarfi líkamans veldur stundum áköfum áfengis- þorsta. Dr. Kruif minnir á, að í Bandaríkjunum séu nú 750,000 áfengissjúklinga og þrjár millj- ónir drykkjumanna muni verða þar fyrr eða síðar áfengissjúkl- ingar. Þetta er aðeins ein upp- skeran af áfengissölunni. Þús- undir manna hafa drepið sig á áfengisneyzlunni, 10-25 af hundr- aði geðveikra manna hefur verið kennt hinu sama, og svo eru það sjálfsmorð og ýmsir sjúkdómar í sambandi við drykkjuskapinn, sem leggja þúsundir að velli, seg- ir greinarhöfundur. Þá kemur rúsínan: „Það eru ’ekki meðul, heldur hin andlega lækning, hem bezt bjargar þess- um sjúklingum,“ segir dr. Kruif. „Félag ónafngreindra áfengis- sjúklinga (AA), hefur sýnt það og sannað, að þegar menn í fullri einlægni sambands við mátt, sem er þeim æðri og meiri, þá geta þeir sigrast á þorstanum í áfeng- ið. Áfengissýkin í algleymi er furðulegur sjúkdómur.—Til þess að geta haft sig up úr honum, þarf maðurinn helzt að verða næstum brjálaður áður eða kom- ast dauða næst. Þetta var það, sem Bill, fyrsti maður samtaka ónafngreindra áfengissjúklinga, fékk að reyna árið 1934. Lækn- irinn hans taldi allt vonlaust. Bill var orðinn dapureygður og skalf á beinunum. Þá hitti hann mann, sem verið hafði óbætan- legur áfengissjúklingur, en hafði nú tileinkað sér guðstrú, sigrað ástríðuna og leit nú út eins og risinn upp frá dauðum. „En ég trúi ekki á Guð,“ sagði Bill. „Því ekki að reyna þína eigin hugmynd um Guð?“ svaraði hinn. „Það veltur aðeins á vilj- anum til þess að trúa á mátt sér meiri.“ Mátt honum meiri. Það var nú ekki erfitt, hann, sem ekki gat neitt. Hann sneri aftur til sjúkra- hússins, sem hafði vísað honum frá sem algerlega vonlausum, og vildi gera nýja tilraun. Nú lá hann í rúmi sínu, gersamlega getulaus, vonlaus og einmana, og segir upphátt: „Sé nokkur Guð til, þá sýni hann sig nú hér.“ 1 fyrsta sini á ævinni var Bill það ljóst, að hann var ekkert og gat ekkert. Skyndileg breyting Alt í einu var sem lyft væri af honum ógnar fargi. Honum fannst sem hann lægi í hlýju og birtu sólarljóssins. Hann kenndi sér ekki meins. Hann varð hrædd ur. Hann gerði boð eftir lækni sínum, dr. William D. Silkworth, frá New York, sem hafði talið hann ólæknandi. „Þér sögðuð, læknir, að ég mundi ganga frá viti og sönsum. Er þetta það?“ Læknirinn virti fyrir sér hinn nýja glamja í augum hans, en Bill lýsti sinni fullkomnu vellíð- an. „Eitthvað hefur gerzt með þig, Bill,“ sagði læknirinn. „Ég skil það ekki, en ef þú ert genginn af göflunum, þá er þér bezt að una því.“ Dr. Silkworth var mikilmenni, en allur mannlegur máttur og vísindi hafði brugðizt í þessu til- felli, en hann var nægilega hóg- vær til þess að geta notað Guð sem læknismeðal. Eftir þetta var Guð Bill allt í öllu. Og nú spurði hann sjálfan sig: „Eru ekki þús- undir manna í þessu landi, sem að til þess að stofna Alcoholics Anonymous ------- Félag Ónafn- greindra áfengissjáklinga. Kraftaverk og tölur Kraftaverk verða þá fyrst virt í heimi læknisfræðinnar, er þau hrúga upp tölulegum staðreynd- um, viðurkenndum af vísindun- um.—1944 voru þegar 20 þúsund- ir áfengissjúklinga í félagsskapn- um AA.—Allir algáðir og starf- andi. Það sem mér þótti þó furðu legast, var ekki eingöngu það, að þessir AA menn, sem ég hitti, voru alltaf algáðir, heldur hitt, að þeir voru gersamlega nýjar mannverur. Earl, sem ég hef nú þekkt mjög vel árum saman, hefur stofnað þróttmikið AA félag í stórborg. Á honum sjást nú ekki merki margra ára niðurlægingar. Hann er hinn traustasti og ljóm- ar af heilsu og hreysti.—Hann stundar atvinnu sína vel en eyðir helmingi tíma síns í að hjálpa drykkjumönnum, og færist aldrei undan, ef aðstoðar hans er leitað, nótt eða dag. Hann er á sína vísu fjallræðan gangandi." Guðstrúinn yfirgnœfandi máttur Hingað til hefur dr. Kruif haft orðið í frásögn þessari. Hann seg- ir svo greinilega frá því, hvernig Earl sigraði áfengissýkina. --- Hann varð ekki fyrir neinni skyndilegri endurfæðingu eins og Bill, en smátt og smátt varð guðstrúin að yfirgnæfandi mátti í lífi hans. Síðan eru liðin 13 ár. Hann var 13. maðurinn í AA. Nú munu þeir vera um 100 þúsund, segir dr. Kruif, og í 3,000 deild- um.—Þannig hjálpa fyrrverandi áfengissjúklingar áfertgissjúkl- ingum, en allir voru þeir komnir dauða næst. Þeir taka áfengis- sjúklingana heim til sín. — Þeir útvega þeim atvinnu og þeir hjálpa þeim til að rétta við fjár- hagslega. Þeir heimhækja réttar- salinn, fangelsin og geðveikra- hælin. Þeir spara enga fyrirhöfn og ekkert erfiði, en nfeð því að bjarga öðrum, bjarga þeir sjálf- um sér. Margir læknar hafa sent á- fengissjúklinga, sem þeir hafa gefizt upp við, til AA manna. En svo segir dr. Kruif í síðari hluta greinar sinnar, frá meðulum — nýjum meðulum, sem komi að góðum notum og lofi miklu í baráttunni við áfengissýkina, en hér verður sú saga ekki rakin. Svo eru það verk hinna Já, er ekki öll þessi hjálpar- starfsemi dásamleg?—Vissulega. Þar er fögur fyrirmynd, en hvað segið þið svo, góðir hálsar, um verk hinna, sem rækta áfengis- sýkina? Rækta hana með áfengis- sölu og áfengisveitingum. Ef hitt er dásamlegt, hvað er þá slíkur verknaður? AA-mennirnir hafa sagt að hið sorglega við þetta allt sé það, að á meðan þeir bjargi einum, séu hundrað áfengissjúklingar fram- leiddir. Hér kemur þetta stóra, ægilega, sem vitnar gegn heim- inum og menningunni. Hvað eigum við að gera við þetta? Biðja því vægðar? „Hver illgresi banvænu biður hlíf, hann bælir og traðkar í eyði.“ segir skáldið. Við skulum ekki vera í hópi þeirra, sem „bæla og traðka í eyði.“ — EINING H Hjúkrunarkonur í flugvélum Eftir HELEN ELY, hjúkrunarkonu í flugliði U. S. A. J Ú KRUN ARKONURN AR Brezkir skólapiltar munu heimsækja öræfin í sumar Fyrirlestur um íslandsför í Lundúnum Rannsóknarfélag brezkra skóla, sem á síðasta sumri efndi til hópferðar skóla- pilta hingað til lands, hefir ákveðið að efna á ný til ís- landsferðar á sumri kom- andi. Munu piltarnir dvelj- ast í tjöldum í óbyggðum og vinna að ýmis konar nátt- úrufræðirannsóknum. Blöðum tíðrætt um förina. Brezkum blöðum hefir orðið mjög tíðrætt um för skólapilt- anna. Hafa þau átt viðtal við ýmsa þeirra, aðrir hafa skrifað í þau ferðaþætti. Hefir dvölinni upp við Hofsjökul verið lýst, en þar voru þeir í tjöldum, dagleg- um störfum og árangri. Höfðu skólapiltarnir meðferðis heim til Bretlands allmikið af ýmis- konar náttúrugripum. Eru þeir varðveittir í náttúrufræðideild brezka safnahússins. Skömmu eftir áramótin var haldinn í Lundúnum fræðslu- fundur á vegum Hins konung- lega landfræðifélags. Var þessi fyrirlestur tileinkaður Islands- för skólapiltanna. — Forseti Rannsóknarfélagsins, sem er biskupinn í Portsmouth, dr. Flemming flutti þar ræðu. Hann gat þess, að hætt hefði verið við fyrirhugaða fræðsluför skóla- piltanna til ríkisins British Columbia í Kanada, sem ráð- gert var að fara á sumri kom- andi. í ^stað þess yrði efnt til annarar farar til íslands. Ferðin til Kanada er svo kostnáðarsöm, að hún verður að bíða til næsta árs. Biskupinn gat þess að tak- mark félagsskapar þessa væri að kenna brezkum skólapiltum að treysta sjálfum sér og eigin framtakssemi. enda voru stórmenni svo sem Lord Mountbatten og jarlinn af Athlone. Mbl., 24. jan. Koreu hafa komist að því, ekki síður en aðrir, að stríðið þar er meiri frumstæð grimd og þar er barist með frumstæðari vopn- um. Hermennirnir verða að læra nýjar bardagaaðferðir. Þeir eru orðnir því alvanir að ganga 1 höggorustu, og stundum berjast þeir með öllu því er hönd á fest- ir, hnífum, kylfum og steinum. Enginn gengur vopnlaus. Lækn- arnir, matreiðslumennirnir og annað starfslið er vopnað marg- hleypum. Og aldrei hefur reynt meira á hjúkrunarkonur en í þessu stríði, bæði á vigvöllunum og í loftinu. I Evrópu eru vegir og þar er hægt að hafa sjúkravagna og sjúkralestir sem flytja hina særðu menn til sæmilegra spít- ala. í Korea er öðru máli að gegna. Þar er eina vonin fyrir ir úr landi eins fljótt og unt er. hina særðu menn að þeir sé flutt- Þeir eru fluttir í flutningaflug- vélum til Japan og þaðan til Ha- waii. Þessar flugvélar koma svo með hergögn til baka. Oft fara flugmennirnir ekki úr sætum sínum, því að jafnótt og sjúkling- arnir eru teknir úr flugvélunum, eru þær hlaðnar með sprengi- efni, og svo verður að rjúka á stað. Það er ekki mikuð um frí hjá hjúkrunarkonunum. I stríði eins og þessu taka þær sér ekki frí nema því aðeins að þær sé veik- ari heldur en sjáklingarnir, sem þær eiga að gæta. En hermenn- irnir á sjúkrabörunum eru hræð- ilega særðir, veikari og þreyttari en nokkrir menn, sem ég hef séð. Ég held að þeir mundu flestir deyja, ef þeir fengi ekki kvala- stillandi meðul og það væri flog- ið með þá úr landi. HjúkrunarkonUrnar hafa enga ákveðna tíma til svefns né matar. Þær halda áfram að vinna þang- að til starfi þeirra er lokið. Þegar hjúkrunarkona, sem hefur farið með sjúkraflugvél frá Tokyo til Hawaii, kemur heim aftur, þá er n Eyfirðingur" fórst við Hjaltlandseyjar með allri áhöfn Þau hörmulegu tíðindi bár- ust hingað til lands í gær- dag, að vélskipið Eyfirðingur frá Akureyri hefði farist með allri áhöfn, sjö mönn- um, á aldrinum 21 til 48 ára, á Hjaltlandseyjum á mið- vikudaginn var. Skipið strandaði og sökk. — Ey- firðingur, sem var 174 rúm- lestir, var á leið til Belgíu, er slysið bar að höndum. — Eyfirðingur er þriðja skipið í flotanum, sem ferst með allri áhöfn síðan um áramót. Margt siórmenni. Fyrirlesarinn var foringi leið- angursins, F. G. Hannell, og sýndi hann litkvikmynd máli þarfnast þeirrar hjálpar, sem sínu til skýringar. Meðal áheyr- Eftir því, sem Mbl. tókst að afla sér upplýsinga um í gær, er einn hinna látnu sjómanna fjöl- skyldumaður. Um annan var ekki vitað. Hinir mennirnir voru einhleypir. Sjömenning- arnir áttu allir heima hér í bæn- um, að einum undanskyldum. Skipshöfnin var þessi: Benedikt Krisijánsson, skip- er stjóri, 46 ára, Skipasundi 19. — Hann lætur eftir sig konu og eitt barn, tveggja ára, og tvö stjúpbörn, 11 og 14 ára. — Hann var fæddur í A.-Skaftafellssýslu. Marvin Ágúsisson, stýrimaður hefði orðið þrítugur á sunnu- daginn kemur, til heimilis að Nesvegi 58. Fæddur í N.-ísa- fjarðarsýslu. Erlendur Pálsson, vélstjóri, 47 ára, Laugarneskampi 10. Hann var Seyðfirðingur. Vernharður Eggerisson, mat- sveinn, 42 ára, Suðurlandsbraut 9. Vernharður gekk undir nafn- inu „Dagur Austan.“ Hann var Akureyringur. Guðmundur Kr. Gestsson, há- seti, 25 ára. Hann átti annað hvort heima á Laugaveg 5B, eða að Bragagötu 29A. Hann var Reykvíkingur. Sigurður G. Gunnlaugsson, há seti, 21 árs, Brávallagötu 12. — Hann var Eyfirðingur. Guðmundur Sigurðsson, há- seti. Hann var elzti maður á Ey- firðingi, 48 ára að aldri .Hann átti heima að Leiti í Dýrafirði og var Dýrfirðingur. Með broiajárn. Eyfirðingur fór héðan frá Reykjavík laust fyrir miðnætti miðvikudaginn, 6. febrúar. Hér hafði skipið lestað brotajárn og átti að flytja það til Belgíu. — Ekki er kunnugt um hvar á Hjaltlandseyjum skipið fórst og ekki er kunnugt um aðdraganda þessa sviplega sjóslyss. nafn hennar sett neðst á lista hjúkrunarkvennanna, því að þær fljúga eftir röð. Þegar aðeins fjór ar eru fyrir ofan hana má hún búast við því að kallið komi þá og þegar. Og þegar hún er önnur á listanum, verður hún að vera viðbúin á hvaða stund sem er, hún má ekkert víkja sér frá, ekki fara í bað og ekki afklæða sig. Þegar svo kallið kemur þá veit hún að 30—40 helsærðir menn eiga að fara í flugvélina og að hún á að annast um þá. Fyrst kynnir hún sér hvernig ástand hvers eins er og hvernig sárum hans er háttað. Svo ákveður hún hvar hver þeirra eiga að liggja og hvernig eigi að fara um þá. Þeir, sem eru hættulega sjúkir, eru hafðir fremst, Menn, sem hafa fengið slæm sár á mjaðmir eða fætur, eru lagðir þannig að sárin snúi að rúmstokknum. Ef menn hefur kalið háskalega á höndum eða fótum, verður að koma þeim þannig fyrir að hjúk- runarkonan geti hækkað og lækk að til skiftis undir höndum eða fótum. Menn, sem hafa fengið sár á andlit eða háls, verða að liggja þannig að hjúkrunarkon- an geti gefið þeim næringu gegn- um slöngu á ferðinni. Hjúkrunar- konan verður sjálf að ráða fram úr öllu og sjá um sjúklingana ein. Ef óvenjulega marga sjúka og særða menn verður að flytja, þá eru gerðar flatsængur á gólfinu í flugvélinni. Og á milli þeirra verður svo hjúkrunarkonan að stikla með meðul, hægindi, vatn, mat og bindi. Flutningavélarnar verða að bera eins mikið og unt er, og þess vegna eru ekki í þeim neinar þiljur til þess að útiloka hávaða. Og ekki heyrist mannsins mál þar inni fyrir hvininum í hreyfl- unum. Það er líkt að vera í þeim eins og maður væri í stáltunnu, sem er lamin utan. Ekkert heyr- ist þótt sjúklingar kalli. Hjúkr- unarkonan verður því stöðugt að að vera á ferðinni til þes að líta eftir þeim og sjáum að ekkert fara aflaga. Ekki má þrengja að í flugvél- inni með því að hafa þar súrefnis geyma og áhöld til að blanda and rúmsloftið súrefni. Þegar flug- vélin er komin í 12,000 feta hæð, þá fá menn höfuðverk, og þegar komið er 14,000 feta hæð líður hjúkrunarkonuni svo illa að hún mundi tæplega geta skrifað nafn- ið sitt. En þegar flogið er svona hátt, þá þurfa sjáklingarnir enn nákvæmari hjúkrunar við en ella. Sár hafast öðru vísi við, úr þeim blæðir meira og úr þeim vessar meira en áður, sumir eiga erfitt um andardrátt, gasefni og vessar aukast í líkamanum, en meðul hafa máske engin áhrif. Hjúkrunarkonan v e r ð u r að skifta tíðar um sáraumbúðir, sjúklingarnir spú og hún verður að hreinsa það. Hún verður að gefa þeim súrefni og kvalastill- andi meðul. Hún verður að horfa upp á menn deya og gæta þess að hinir fái ekki vitneskju um það.' Áður en flugvélin kemur til Hickam-flugvallar á Hawaii verð ur að útfylla skýrslu um líðan hvers manns, 30 eða 40 talsins. Á flugvéllinum verður hún að sjá um flutning hinna sjúku úr flug- vélinni og gefa skýrslu. Ef flug- vélin fer þegar um hæl til baka, eða önnur flugvél er á förum, þá fer hjúkrunarkonan með henni. þar fær hún máske fyrsta matarbitann, sem hún hefur bragðað í 15 klukkustundir. Og svo legst hún ofan á sprengiefna- kassana og sofnar fast við drun- ur hreyflanna. Þegar til Tokyo kemur á hún að vera tilbúin að leggja upp í aðra ferð. — LESB. MBL. FJAÐRAFOK I Danmörku hafa menn orðið þess áskynja, að helmingurinn af öldr.uðu fólki, sem kemur til elli- heimilanna, þjáist af næringar- skorti. Flest af því losnar við slenið og sjónleikann þegar það fær góðan og nærandi mat. Á- stæðan fyrir því að gamla fólkið hættir að borða vel er oft vegna líkamlegs slappleika og hættir það þá að hugsa fyrir^jörfum sín- um, verður dapurt og kærulaust vegna einstæðingsskapar, sinnu laust vegna þess að það hefur ekkert að gera. Gamla fólkið fær oft matarlystina aftur þegar það finnur að einhver lætur sér annt um það. Gamlar konur eru venjulega betur settar en gamlir menn, vegna þess að konurnar finna sér venjulega eitthvað til föndurs, til dæmis handavinnu. Það bezta fyrir þær er að halda eins lengi áfram að vinna eins og mögulegt er. Helmingurinn af öldruðum k a r 1 m ö n n u m hafa kvartað yfir því að hafa ekki nóg að starfa, en aðeins fimmti hluti af gömlu konnunum kvartar um það sama. Það er sagt að íslenzkir karl- menn séu einir af mestu „stæl- mönnum“ heimsins, en samt finnast þó nokkrir meðal þeirra, sem ekki eru það. Þrír íslendingar voru staddir í næturklúbb í New York, og átti að fara fram samkeppni um það, hver karlmaður væri ó- smekklegast klæddur. Voru allir karlmennirnir látnir bretta upp buxnaskálmar sínar og síðan var dæmt eftir því, hvernig þeir voru til fara um fæturna. Veita átti þrenn verðlaun, þeim þrem- ur mönnúm, sem væru poka- legastir. íslendingarnir hrepptu verðlaunin, þeir voru allir í síð- um nærbuxum og með sokka- bönd! Ekki skal það fylgja með sög- unni, hvort hún sé sönn eður ei, slíkt er ómögulegt að segja með vissu. NYTT "SEAL-TITE LOK Heldur vindlingatóbaki þínu fersku

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.