Lögberg - 27.03.1952, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. MARZ, 1952
Úr borg og bygð
COOK BOOK
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Ruth Bárdal,
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sími 929 037
☆
Lilmyndir frá íslandi.
Ljósmyndir í litum af fögrum
og einkennilegum stöðum' á Is-
landi, einkum frá Vestmanna-
eyjum, fást hjá Björnsson Book
Store, 702 Sargent Ave. Þessar
myndir eru teknar af Gísla F.
Johnsen frá Vestmannaeyjum,
en hann hefir getið sér mikinn
orðstír fyrir myndatökulist sína.
Verðið er $2.00 fyrir mynd
7”x9” á stærð en $4.00 fyrir
mynd IIV2”xl5” á stærð.
☆
KVÖLDVAKA
sem Snæbjörn Jónsson, bók-
sali í Reykjavík, gef«r út, fimm
eintök, fást til kaups á skrifstofu
Columbia Press Ltd. — Þetta er
misserisrit, afar vandað að frá-
gangi og efnisvali. Árgangurinn,
2 hefti, kostar $2.00. Peningar
fylgi pöntun.
☆
Gefin saman í hjónaband í
Selkirk, Man., þann 20. marz,
Einar Frederick Guttormsson,
Libou, Mantoba, og Caroline
Hunnie, sama staðar.
Við giftinguna aðstoðuðu:
Miss Florence Eileen Guttorms-
son og Emil August Anderson.
Giftingin var framkvæmd af séra
Sigurði Ólafssyni, á prestssetr-
inu.
☆
Kvenfélög Fyrsta lúterska
safnaðar eru að hlutast til um
undirbúning sölu á heimatil-
búnum mat, þar sem einnig
verður um hönd haft Silver Tea,
þann 10. apríl næstkomandi í
Eaton’s Assembly Hall, til
styrktar við Sunrise Lutheran
Camp og verður þar um marg-
vísleg kjörkaup að ræða; nánari
umsögn síðar.
☆
Þeir Mr. Ari Johnson og Mr.
G. O. Einarsson skáld frá. Ár-
borg, voru staddir í borginni í
byrjun vikunnar.
☆
Mrs. Gerða Ólafsson kom
heim á föstudaginn eftir all-
langa dvöl hjá dóttur sinni og
tengdasyni, Dr. og Mrs. A. W.
Leppman í Providence, Rhode
Island. Meðan hún var hjá þeim,
fæddist þeim hjónum dóttir og
var henni gefið nafnið Kareen
Gerða.
☆
Fundur í Stukunni HEKLU
I.O.G.T. næstkomandi þriðju-
dagskvöld á venjulegum stað og
tíma.
Guðlaugur Ólafsson varð
bráðkvaddur á laugardaginn,
22. marz; hann var þá staddur
í heimsókn hjá bróður sínum,
Bjarna, í Dafoe, Sask. Hann var
fæddur í Selkirk 1888. Foreldrar
hans voru Jóhannes Ólafsson og
kona hans Margrét, ættuð úr
Núpdalstungu. Hann fluttist til
Dafoe, Sask., árið 1906 og bjó
þar í 40 ár, en fluttist til Winni-
peg árið 1946. Auk ekkjunnar,
Helgu, lætur hann eftir sig einn
son, Kjartan; fjórar dætur,
Helgu, Mrs. P. Hublet; Fjólu,
Mrs. J. Nickolas; Florence, Mrs.
Wm. Wagar; Kathleen og 4
barnabörn, öll búsett í Winni-
peg; ennfremur ofannefndan
bróður.
Jarðarförin fór fram á þriðju-
daginn frá íslenzku kirkjunni í
Wynyard, Sask. Séra Philip M.
Pétursson jarðsöng.
☆
Einar Helgason frá Prince
Rupert, sonur Mr. og Mrs. Jón-
atan Helgason, hefir dvalið hér
og í Nýja-lslandi síðan í nóvem-
ber í heimsókn hjá skyldfólki
og vinum; hann fór heim síðast-
liðna viku.
☆
Séra Jóhann Fredricksson
prestur að Lundar hefir verið
kvaddur til prestsþjónustu í
Argylebygð og mun því á sín-
um tíma flytja til Glenboro.
☆
Á föstudaginn var haldinn
fjölmennur fiskimannafundur á
Gimli; sóttu yfir 80 fiskimenn
fundinn. Þeir voru aðallega frá
Gimli, Árnes, Hnausa, Riverton
og Hecla. Á þessu svæði hafa
tvær vertíðir brugðist, haustver-
tíðin og vetrarvertíðin. Ofan á
þetta bættist, að stjórnareftir-
litsmenn fiskiveiðanna tóku af
þeim í vetur mörg þúsund doll-
ara virði af netum, er þeir kváðu
hafa ólöglega möskvastærð. —
Báru fiskimenn það fram á fund-
inum, að sum af þessum netum,
sem tekin voru, hafi verið talin
lögleg árið áður. Nefnd var kos-
in til að ræða um þetta mál við
fiskimáladeiíd stjórnarinnar.
Dr. S. O. Thompson, fylkis-
þingmaður var fundarstjóri.
☆
Nýlega barst bréf frá Miss
Thoru Ásgeirsson, píanóleikara,
er stundar nám í París á Frakk-
landi; lætur hún hið bezta af
dvöl sinni þar og stundar námið
af kappi. Hún hefir kynst þar
þó nokkuð mörgum íslending-
um aðallega í boðum hjá sendi-
herranum Pétri Benediktssyni
og konsúlnum Henrik Björns-
syni; hefir margt af því fólki
verið námsfólk frá íslandi. Fyr-
ir tilstilli hr. Daða Hjörvar, er
útvarpar fréttum til íslands frá
U. N. O. lék hún inn á hljóm-
plötur, sem sendar voru til Is-
lands og spilaðar í útvarpinu
þar. Thoru langar til að dvelja
annað ár í París og heimsækja
síðan ættland sitt áður en hún
kemur heim. Hún sendir öllum
vinum sínum hér alúðarkveðjur
og þakkar þeim og öllum þeim
félagssamtökum hér, er styrktu
hana á einn eða annan hátt til
þessarar farar.
Bréfið í heild birtist í næsta
hefti Icelandic Canadian ritsins.
Why . . .
V
IT PAYS TO SHOP AT EATON’S
• EATON Service—Efficient and friendly!
• EATON Value—Obtained by buying wisely
and in quantity!
• EATON Qualily—Guaranteed Satisfactory or
money refunded!
• EATON Selection—Broad, varied, seasonable!
*T. EATON C?,m,ted
Þjóðminjasafnsbyggmgm kostaði
rúmlega 7,2 milljónir króna
máls á fundi blaðamanna í gær.
Færði hann próf. Alexander Jó-
hannessyni þakkir fyrir vel
unnin störf. Minntist hann í því
sambandi á hve brýna nauðsyn
hafi borið til að Þjóðminjasafns-
byggingin kæmist upp. Sagði
hann frá hve hann hefði alla tíð
óttast að safnið yrði eldi að bráð
í bókasafnsbyggingunni við
Hverfisgötu. Gat þess, að Lands
bankabyggingin brann 1915, þá
hefði safnið nýlega verið flutt
af loftinu þar í háaloftið í bóka-
safriinu. Ef eldur hefði komið
þar upp, hefði ekki verið mögu-
legt að bjarga þaðan neinu af
þessum menningarverðmætum.
Hann sagði að ennþá væri mikil
hætta á stórkostlegu tjóni í
Landsbókasafninu og Þjóðskjala
safninu, ef eldur kæmi upp á
háaloftinu, væri svo illa gert, að
það lekur hverjum dropa, ef þar
þyrfti að slökkva eld.
—Mbl., 24. febr.
Hreindýr tekin í hús með fé ó
Austfjörðum og fó hey og mjólk
Dónarfregn
Á milli jóla og nýárs s.l. and-
aðist í Los Angeles, California,
Þorsteinn Einarsson 65 ára að
aldri; hann var fæddur í Gröf
í Húnavatnssýslu, en vestur um
haf fluttist hann með foreldrum
sínum hinum merku landnáms-
hjónum, Indriða Einarssyni og
Elinborgu Þorsteinsdóttur, til
North Dakota. Kvæntur var
hann Soffíu Berndsen. Einka-
dóttir þeirra, Anna Passler, er
búsett í Los Angeles.
Þorsteinn átti við þrálát veik-
indi að stríða árum saman, sem
að hann bar með mikilli karl-
mensku og jafnaðargeði — enda
góðum gáfum gæddur.
Útför hans fór fram frá litlu
blóma kirkjunni í Forest Lawn
Memorial Park í Glendale,
California, og var bæði fjölmenn
og virðuleg.
Auk konu sinnar og dóttur og (
dóttursonar, Kenneth Thor-
steins, eru þessi systkini hans á
lífi: Emilía Ortner og Björn í
Los Angeles, Óli Bergman í
Cavalier, N.D. og Teitur í
Detroit, Mich. Skúli Bjarnason,
M ESSU BOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 686 Banning Street. Sími
30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 30. marz.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Ensk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
☆
J. Ragnar Johnson, Q.C. frá
Toronto og vararæðismaður ís-
lands þar í borginni kom hingað
um helgina vegna veikinda
föður síns, Finns Johnsonar, sem
liggur hér á Almenna sjúkrahús-
inu, þar sem hann gekk undir
uppskurð fyrir nokkru.
☆
Mr. G. J. Oleson, lögreglu-
dómari frá Glenboro, er staddur
í borginni þessa dagana.
SUGAR-GIANT
GROUND CHERRY
An entirely new type
ol the popular Ground
Cherry, but a jumbo tn
size; richer and sweet-
er. Grows from seed
the first year and pro-
duces an abundance of
golden yellow fruits up
to 2% inches in dia-
ineter 11 k e medium
tomatoes in papery
husks. Take littlfc garden space. Make
delicious pies, preserves and marmalades.
Quick, early, thrives everywhere. Be sure
to enjoy this valuable new fruit in your
garden this season. Pkt. 25c postpaid.
F R E E
OUR BIG 1952 SEED
AND NUBSEBY BOOK
Byggingarkostnaður á hvern
íeningsm. aðeins kr. 386,10
Byggingarnefndin hefir afhent
húsið
I fyrrakvöld afhenti bygg-
inganefnd Þjóðmingjasafnsins
menntamálaráðherra bygging-
una með bréfi. Voru þá liðin
tæplega 6 ár frá því að byrjað
var að grafa fyrir byggingunni,
sem er eitt veglegasta hús lands-
ins. Þjóðminjasafnsbyggingin
kostaði alls kr. 7.238.582.96. —
Byggingin er 18.748 teningsm.
og varð kostnaðurinn á hvern
tengingsmetra kr. 380.10, sem er
mjög lágt miðað við núverandi
byggingarkostnað.
Bygginganefndina s k i p u ð u
próf. Alexander Jóhannesson,
formaður, Matthías Þórðarson,
Valtýr Stefánsson, Kristján Eld-
járn og Kristinn Andrésson.
Eitt fyrsta verk nefndarinnar
var að ráða arkitektana Sigurð
Guðmundsson og Eirík Einars-
son til þess að gera uppdrætti að
byggingunni.
Hafizt handa 1946.
Fyrsta fjárhæð til Þjóðminja-
safnsbyggingarinnar var veitt á
fjárlögum ársins 1945, nam sú
upphæð 3 millj. kr. Að tillögum
byggingarnefndar var talið æski
legt að hin fyrirhugaða bygging
yrði stækkuð að allt að einum
fjórða. Ríkisstjórnin samþykkti
þetta með öllum greiddum at-
kvæðum ráðherranna og hækk-
aði fjárveitinguna um 1 millj-
ón kr.
Vorið 1946 hófst byggingar-
vinnan. Ýmsir erfiðleikar urðu
á vegi svo sem það, að verk-
smiðja sú í Bretlandi, sem tekið
hafði að sér að sjá um hitalögn-
ina, varð gjaldþrota og fleira
mætti telja.
Byggingarkostnaðurinn.
Heildarkostnaður við bygg-
ingu hússins varð, sem fyrr
segir, kr. 7.238.582.96. Skiptist
hann í stórum dráttum þannig,
að greiddar voru í vinnulaun
3.1 millj. kr., fyrir byggingaefni
1.2 millj. kr., ljós og raflögn
rúmlega 500 þús. kr., dúkar og
málning 415 þús. kr. Þjóðminja-
safnið er hitað upp með geisla-
hitun, sem er alldýr í uppsetn-
ingu, en á að vera 30% ódýrari
í rekstri en venjulegar mið-
stöðvarlaganir. Kostaði hún 1,1
millj. kr.
Byggingameistarar.
Byggingameistarar voru þeir
Sigurður Jónsson múarameist-
ari og Snorri Halldórsson tré-
smíðameistari. Miðstöðvarlögn,
niðursetningu hreinlætistækja
og aðra slíka vinnu annaðist
Helgi Guðmundsson pípulagn-
ingameistari. Gísli Halldórsson
arkitekt útvegaði geislahitunar-
tæki þau, er fengin voru til
byggingarinnar. Jón Ólafsson
rafvirkjameistari annaðist allar
ljósa- og aðrar raflagnir. Máln-
ingu annaðist Ósvaldur Knud-
sen og Daníel Þorkelsson mál-
arameistarar. Dúka alla og kork
á gólf lagði Valur Einarsson
veggfóðrarameistari. Kopar á
þak sá Nýja Blikksmiðjan um,
einnig allar loftræstingaleiðslur
og annað er að blikksmíði laut.
Úlvegun lánsfjár.
í sambandi við byggingar-
kostnaðinn, sem óhjákvæmilega
fór nokkuð fram úr áætlun,
vegna síhækkandi tilkostnaðar
og verðfalls krónunnar, varð
ekki hjá því komist að taka að
láni allmiklar fjárupphæðir.
Ekki varð um frekara framlag
beint úr ríkissjóði að ræða, en
orðið var, en ríkisstjórin bauðst
til að ganga í ábyrgð fýrir nefnd
ina, gæti hún útvegað fé.
Lánsútvegunin mæddi einkum
á formanni nefndarinnar, Alex-
ander Jóhannessyni. Sagði dr.
Matthías Þórðarson, að hann
teldi engan mann hafa verið
betri talsmann um lánsfjárút-
vegun en próf. Alexander. Fjár-
hæð sú, sem byggingarnefndin
útvegaði, nam alls 2,8 milljón-
um króna. Loks er svo þess að
geta, að á árinu 1951 voru veitt-
ar 550 þús. kr. til greiðslu á
byggingaskuldum og á þessa árs
fjárlögum eru 200 þús. kr. veitt-
ar í þessu skyni.
— Við höfum nú lokið við
greiðslu allra reikninga í sam-
bandi við bygginguna og teljum
því hlutverki okkar lokið, sagði
próf. Alexander. Þó enn muni
all-langur tími líða unz safnið
verður fullbúið, verður að ganga
frá safnmunum til sýningar. En
það mun þjóðminjavörður ann-
ast.
Matthías Þórðarson, hinn ný-
kjörni heiðursdoktor, tók til
Hreintarfur náðist á sundi í bát
á Berufirði, tveir á gjöf á
Eyjólfsstöðum.
Austur við Berufjörð hafa
menn eignazt ný húsdýr. Á
tveimur bæjum þar eystra
eru nú hreindýr í húsi og
þeim gefin mjólk og hey.
Una þau vel hag sínum, þótt
eldið hafi fáa daga staðið,
en annars eru hreindýr mjög
mannfælin, enda lengst af
langt frá mannabyggðum.
TIL FJALLA upp af Austfjörð-
um er nú víða hart í ári fyrir
hreindýrin og hafa þau talsvert
sótt til byggða úr sveltinu og
harðindunum hið efra.
Fyrst gefið úii.
Niðri á fjörðunum er snjólétt.
1 Berufirði, þar sem hreindýrin
þrjú eru á gjöf, er jörð alveg auð
í byggð, en mikill snjór til fjalla.
Fyrir nokkrum dögum. komu
tvö hreindýr í byggð og heim
undir bæ að Eyjólfsstöðum í
Fossárdal. Var þeim gefið úti,
og urðu þau spök, eftir því sem
hreindýr verða. Dag einn var
þeim komið í hús, þar sem þau
eru alin með kindunum og fá
kjarngott hey og spenvolga ný-
mjólk kvölds og morgna.
Eliur uppi á bát.
Einkennilegri er þó sagan um
hreindýrið, sem komið er á gjöf
í Berufirði.
í fyrradag áttu tveir menn
leið þar með sjó fram og gengu
þá allt í einu fram á hreintarf,
sem var að snuðra niðri í flæðar-
málinu.
Þegar hann varð mannaferða
var, brá honum heldur en ekki,
og hljóp hann í ofboðinu út í
sjóinn og synti út á fjörðinn,
djörfum og kraftmiklum sund-
tökum.
Mennirnir tveir bruggðu skjótt
við. Bjuggust þeir við að hrein-
dýrið myndi drukkna á sundinu
og hröðuðu ferð sinni að bát, sem
var á öðrum stað við sjóinn. s
Réru þeir nú allt hvað þeir
máttu út á fjörðinni á eftir dýr-
inu og komust loks í námunda
við það. En hreindýrið varð
bátsins vart. Það var lítt þreytt,
og náðu bátverjar ekki hrein-
tarfinum fyrr en eftir allsnarp-
an eltingaleik á Berufirðinum.
Strax farinn að spekjasl.
Þegar þeir félagar náðu tarfi,
tóku þeir hann móðan og að-
framkominn upp í bátinn til sín
og reru að landi.
Var hann nú tekinn í hús í
Berufirði og gert gott og hefir
síðan verið alinn inni á nýmjólk
og töðu. Unir hann hag sínum
hið bezta og eru ekki horfur á
öðru en hreintarfurinn, sem brá
svo mjög í brún við fyrstu kynni
sín af mönnunum verði hinn
spakasti á hinum austfirzka
sveitabæ við Berufjörð.
—TIMINN, 28. febr.
Einu sinni, endur fyrir löngu,
fór fram brúðkaup í sveit á ís-
landi. — Brúðhjónin sátu á
brúðarbekknum og allir gestirn-
ir í kringum þau og dáðust að,
hve ástfangin þau voru hvort í
öðru. Allt í einu varð brúðgum-
anum það á, að hann leysti vind
helzt til of hátt. Allir litu á hann
og brúðurinn roðnaði upp í hárs-
rætur. Þá sagði brúðguminn: —
Það er engin synd, þótt búkur-
inn leysi vind!
IT PAVS TO DEHORN CATTLE
%
Avold the Marketing Penalty
Plan Dehorning Campaigns—Use Caustic for Young Calves.
Consult your Agricultural Representative or wriie io
The Live Siock Branch.
TREAT CATTLE FOR WARBLES
Secure Warble Fly Powder through your Municipal Office.
Get started on this job now — It will pay dividends.
CONTROL CONTAGIOUS ABORTION
(Bang's Disease)
Plan vaccination campaigns in your district. Consult a regis-
tered veterinarian and arrange for his services. A grant of $1.00
per head payable on all calves vaccinated.
Improve The Quality Of Your Cattle
By Using a Pure Bred Bull
Department provides 20% <pf Purchase Price (Maximum grant
not to exceed $80.00). Policy available to owners of grade herds only.
ANNUAL SALES
Due to the outbreak of Foot and Mouth Disease in Saskatche-
wan, Association sales have been cancelled or postponed as follows:
Horse Breeders’ Sales, Cancelled. Swine Breeders’ Bred Sow Sale,
Cancelled. Cattle Breeders’ Bull Sale, Postponed until May 29, 1952.
Prospective purchasers are invited to write the
Live Stock Branch for listings of animals offered
for sale and may arrange to purchase privately.
For further particulars apply to the
LIVE STOCK BRANCH
Department of Agriculture
LEGISLATIVE BLDG. WINNIPEG. MAN.