Lögberg - 15.05.1952, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MAI, 1952
Sagan um Venus frá Milo
VENUS FRÁ MILO er talin
fegursta konumynd í heimi.
Hún stendur nú í París og snýr
vanga að kaldri dagsbirtu, sem
fellur inn um norðurglugga.
Hver er hún? Hvað er hún göm
ul? Enginn veit það, en hún er
ávalt nafnd þessu nafni, og er
kend við staðinn, þar sem hún
fanst. Hvorki listfræðingar né
vísindamenn hafa enn getað
skorið úr því hver hún er.
Milo er ein af grísku eyunum.
Um það leyti er saga þessi hefst,
var hún undir stjórn Tyrkja.
Hún er klettótt og sæbrött og
þar er lítið þorp hvítra húsa,
sem þakin eru grænum olíuviði.
Tilsýndar er hún eins og fagurt
ævintýrland. En hún er í eðli
sínu hrjóstug og íbúarnir þar
lifa við sultarkjör. Jarðvegur er
þunnur og ófrjór. Brennheitir
sólargeislar svíða hana dag eftir
dag alt sumarið, en saltir vindar
næðu um hana á vetrum.
Einn góðan veðurdag í apríl
árið 1820 voru feðgar tveir að
grafa hátt upp í fjalli. Það var
bóndinn Giorgios Bottonis og
Antonio sonur hans. Og sem nú
Giorgios rífur þar upp gamlar
trjárætur, bregður honum í
brún því að þá hrynur jarðveg-
urinn þar niður og opnast stór
hola eða hellir. Giorgios fleygði
frá sér hakanum og kallaði á
son sinn.
Þeir mokuðu nú burtu mold-
inni umhverfis. þetta op og kom
þá í ljós að þarna var ofurlítill
hellir gerður af mannahöndum
og með máluðum veggjum. Á
gólfinu lágu marmarabrot og á
meðal þeirra líkneskja af fork-
unnar fagurri stúlku.
Giorgios var enginn auli.
Hann vissi að ýmsar fornminjar
höfðu fundist víðs vegar í
Grikklandi, og hátt verð hafði
fengist fyrir þær. Hann flýtti
sér því heim, og skýrði forystu-
manni vestrænnar menningar
þar, franska konsúunum Brest,
frá fundi sínum. Og síðan fór
Brest með honum á fundarstað-
inn.
„Líkneskjan er nokkuð
skemd“, segir í skýrslu, er Brest
samdi um fundinn. „Handlegg-
irnir eru brotnir af og svo er
líkneskjan brostin sundur um
mittið." Samt sem áður var
hann stórhrifinn af þessu meist-
araverkf og var staðráðinn í því
að Farkkar skyldu eignast það.
Hann tók þegar loforð af Giorg-
ios um að hann skyldi ekki selja
líkneskjuna neinum öðrum en
Frökkum, því að Brest vissi vel
að margir fleiri mundu ágirnast
hana.
Þeir Giorgios og Antonio fóru
nú að bisa við að ná líkneskj-
unni upp úr hellinum. Þeim
tókst að ná e£ra hlutanum og
fóru með hann heim til sín, og
þar lokaði Giorgios hann*inni í
gripahúsi. *
Jafnhliða sendi Brest skýrslu
um fundinn til Marquis de Riv-
iére, sem þá var sendiherra
F r a k k a hjá Tyrkjasoldáni.
Sendiherrann varð svo hrifinn
af lýsingu Brest á líkneskjunni,
að hann afrjeð að senda þegar
einn af starfsmönnum sínum
frá Miklagarði til Milo til þess
að semja um kaup á heni.
En nú er að segja frá því, að
meðan þessu fór fram, komst
grískur prestur í spilið. Hann
hét Oikonomus og hefir víst
bæði verið slægur og áræðinn.
Hann þóttist sjá að harin mundi
geta komið sér í mjúkinn hjá
tryknesku stjórninni ef hann
kæmi í veg fyrir að Frakkar
næði í þetta listaverk. Hann fór
því á fund Giorgios og skýrði
honum frá því að þar sem líkn-
eskjan hefði fundist á tyrkn-
eskri grund, þá væri hún eign
tyrknesku stjórnarinnar. Ef
fréttin um fundinn bærist út,
mundi stjórnin að sjálfsögðu
leggja hald á líkneskjuna og
hverju væri Giorgios þá nær.
En ef hann afhenti Frökkum
listaverkið, mundi hann verða
fyrir stórsektum. Með þessu
móti hræddi presturinn Giorg-
ios til þess að selja sér lista-
verkið fyrir 750 pjastra, og lét
hann lofa sér því, að segja eng-
um lifandi manni frá þessu.
Giorgios þorði ekki annan en
svíkja Brest.
Presturinn fór nú á fund tyrk-
nesku yfirvaldanna til að semja
við þau, og afleiðingin varð sú,
að tyrkneskt skip var sent til
eyjarinnar að sækja líkneskj-
una. Vissi Brest ekkert um þetta
fyr en hann sá, að líkneskju-
bútarnir voru fluttir niður að
höfn og farið að búa um þá til
útskipunar. Honum brá heldur í
brún. Hann fór á fund Giorgios,
bað og hafði í hótunum, en það
kom fyrir ekki. Nú var eina von-
in að sendiherrann í Miklagarði
hefði brugðið fljótt og vel við.
Hvað eftir annað gekk Brest út
á sjávarklappirnar og horfði
vonaraugum út á hafið, hvort
þar kæmi ekki franskt skip.
Hann sá ekkert. En þaðan sem
hann stóð, sá hann verkamenn
vera að keppast við að búa um
líkneskjuna, og það gat ekki liðið
á löngu þangað til hún yrði flutt
um borð í tyrkneska skipið.
Einu sinni þegar Brest gekk
upp á klettana, sá hann skip úti
í hafi og stefndi það að landi.
Gat það verið að það væri skip
hans? Lengi beið hann milli von-
ar og ótta. Að lokum þekti hann
franska fánann, sem blakti við
hún á skipinu. Þá rak Monsieur
Brest upp gleðióp og þaut niður
í fjöru.
Menn vita ógjörla hvað gerð-
ist næst. Monsieur de Marcellus,
fulltrúi franska ræðismannsins,
sagði síðar að fyrir viturlegar
fortölur sínar hefðu tyrknesku
yfirvöldin samþykt að sleppa
líkneskjunni. En aðrar sagnir
herma, að þetta hafi ekki gengið
svo hljóðalaust af. Þær segja að
flokkur alvopnaðra sjóliða hafi
gengið á land og blátt áfram
tekið líkneskjuna með valdi.
Seinna kom líka upp sú saga, að
handleggirnir hefði brotnað af
líkneskjunni í þeim stymping-
um, sem urðu um hana, en engar
sannanir eru fyrir því. Hitt er
alkunna að Frakkar fluttu lík-
neskjuna um borð til sín, og síð-
an var hún flutt til Frakklands
og sett í Louvrehöllina.
í erjunum, sqm urðu þarna á
eynni, virðist svo sem allir hafi
gleymt þeim feðgunum, Giorgi-
os og Antonio, sem höfðu þó
fundið líkneskjuna. Þeir fengu
aldrei meira en 550 franka fyrir
sinn snúð.
í París varð uppi fótur og fit
þegar þetta gullfagra listaverk
kom þangáð. Helztu listfræðing-
arnir, Percier og Fontaine, hik-
uðu ekki við að fullyrða að hún
væri eftir mesta listamann
Gnkkja, Praxiteles, sem var
uppi 340 árum fyrir Krist. Lík-
neskjan var lokuð inni og fengu
ekki nema sárfáir að sjá hana,
og almenningur varð að láta sér
nægja hinar glæsilegu lýsingar
þeirra í blöðunum.
En nú kemur nýr maður til
sögunnar. Það var hinn frægi
málari Louis David, höfuðlist-
dómari Napoleons, en nú í út-
legð í Belgíu, 70 ára að aldrk
Hann skrifaði einum nemenda
sinna, Gros að nafni, og bað hann
að gera fyrir sig teikningu af
líkneskjunni. Gros fól þetta starf
einum af nemendum sínum. Sá
hét Dehay.
Svo fékk David myndina
senda. En hver getur gert sér
grein fyrir hve undrandi hann
varð er hann sá á teikningunni,
að listamaðurinn, sem líkneskj-
una hafði gert, hafði sett nafn
sitt á hana. Á brotnum fæti lík-
n^skjunnar stóð með skýrum
skýrum stöfum: „Alexander son-
ur Menides frá Antiochíu gerði
myndina."
Alt komst í uppnám þegar
þetta varð kunnugt. Listdómend*
urnir, sem höfðu staðhæft að
piyndin væri eftir Praxiteles,
vildu ekki láta sinn hlut og heit-
ar deilur urðu út af þessu. En á
meðan á þeim stóð hvarf fótur-
inn undan myndinni. Og þegar
hún var fyrst höfð almenningi
til sýnis 1882, var því haldið
fram, að brotið, sem áletrunin
stóð á, hefði ekki verið úr þess-
ari mynd. Og það hefir aldrei
komið í leitirnar síðan.
En var þetta brot úr mynd-
inni? Hafði nafn listamannsins
verið á henni? Og hvað varð þá
um þetta brot af myndarfætin-
um? Grunur leikur á því að þeir
Percier og Fontaine listdómend-
ur hafi eyðilagt brotið með nafn-
inu til þess að bjarga listdómara
heiðri sínum. Menn telja að
minsta kosti nú, að teikning
Dehays hafi verið nákvæmlega
rétt og að líkneskjan sé eftir
miklu yngri listamann en
Praxiteles. -
Svo eru handleggirnir. Þeir
eru horfnir og ekki eftir annað
en brot af annari höndinni, sem
heldur á epli. Getur það verið,
NYTT
"SEAL-TITE"
LOK
Heldur
vindlingatóbaki
þínu fersku
að þessi hönd sé ekki af þessari
líkneskju? Það getur vel verið,
því að engar áreiðanlegar heim-
ildir eru fyrir því að handlegg-
irnir hafi nokkru sinni fylgt
henni. En hafi hún haft hand-
leggi, hvernig hélt hún þeim þá
upphaflega. Hvað var hún að
gera? Og í fæstum orðum —
hverja átti hún að tákna?
Nútíma listfræðingar segja að
þetta sé mynd af Artemis, Nike
(sigurgyðjunni), Venus, eða þá
af einhverri gyðju, sem hafi ver-
ið dýrkuð á Milo. Sumir ætla að
hún hafi haldið á spjóti, aðrir
að hún hafi haldið á skildi, og
enn aðrir að hún hafi leitt mann
sér við hönd. Það er ekki nema
eitt, sem gefur bendingu um það
hver hún sé, og það er höndin.
Flestir hneigjast að því að hönd-
in með eplinu sé hennar hönd.
Melos eða Milo, nafnið á eynni
þar sem hún fanst, þýðir epli.
Þess vegna virðist sú tilgáta ekki
fjarri sanni, að líkneskjan sé af
verndargyðju þessarar eyjar og
hún beri táknrænt nafn eyjar-
innar í lófa sér.
Annars eru þetta alt saman
getgátur. Það er enn óráðin gáta
af hverri þessi líkneskja sé. Hún
hefir fengið nafnið Venus vegna
fegurðar sinnar. Hún verðskuld-
ar það, og er þá ekki bezt að láta
þar við sitja.
—Lesb. Mbl.
HARVEST*
By
Dr. F. J. Greaney,
Director,
Line Elevators Farm Service,
Winnipeg, Manitoba.
The greatest extravagance of
the people of Western Canada
today is the needless waste of
the country’s land and water
resources. Extravagance means
living beyond one’s means—and
we have been doing exactly that
with respect to our prairie top-
soil. Unless we prevent this
extravagance, which is reduc-
ing each year the productivity
of millions of acres of fertile
farm land, Western Canada will
eventually become one of the
“have-not’1 countries of the
world. By proper land use we
can, if we will, protect and con-
serve our soils.
Here are some of the things
every farmer in Western Can-
ada can do this year—no, not
next year, this year—to con-
serve topsoil: (1) Use suitable,
approved erosion-control pract-
ices to stop washing and blow-
ing. (2) Stop excessive cultiva-
tion of land that washes or
blows easily. (Use tillage, stub-
ble-mulching (trash-cover), and
other cropping practices to pro-
tect the soil and save rainfall.
(4) Hold the rain that falls on
the land for the use of crops,
grasses, trees, livestock, and for
other purposes. (5) Use manure
and fertilizer where needed, in
the right amounts and at the
right time. (6) Plant grasses or
legumes on areas too steep or
shallow to cultivate profitably.
(7) Eliminate over-grazing when
grass is thin and short by prac-
ticing controlled or rotational
grazing. (8) Improve native pas-
tures and planted grasslands
through b e 11 e r management.'
(9) Plan and use a well-balanced
cropping program, which in-
cludes grasses and legumes.
According to Dr. Hugh H.
Bennett, the father of the soil
conservation movement of the
United States, these and the
other sound farming practices,
which protect the land and in-
crease production, are the real
tools of soil conservation.
Through their continual use
prairie farmers can save their
topsoil. Use them yourseli, and
encourage your neighbors to
practise soil conservation mea-
sures in 1952.
Hvíldardagur — Drottinsdagur
1 dag er sunnudagur. I dag er
Drottinsdagur. í dag er hvíldar-
dagur. Nú gefst huganum tóm
til að reika um lönd hins liðna,
minningarnar. Fyrir missiri
fögnuðum vér sumri. Vomr þær,
er vér ólum í hjarta þá, hafa
ræzt. Vér kveðjum nú - sumar,
sem var yndislegt og blítt. Vér
þökkum þeim, er allt gefur, fyrir
gæzku og varðveizlu, ár og frið.
Vér minnumst haustdaganna,
sem hafa verið að líða. Sólin
hefir hellt geislaflóði sínu yfir
land og lýð. Allt ljómandi og
titrandi í hinum fegursta haust-
skrúða. Aldrei var íslenzk nátt-
úra auðugri, landið litfegra, en
fagran haustdag. þá andar allt
rósemd og friði. Minningarnar
um sumarið eru enn lifandi og
áþreifanlegar, en undir niðri, í
morgunnepjunni, í glitvef hrím-
rósanna, finn ég fyrirboða þess,
sem koma skal, ísing kuldans.
En uggur grípur mig enginn. Ég
treysti því, að náttúran haldi
hringrás sinni áfram, eins og
henni var í fyrstu áskapað. Á-
stæða er engin til að ætla, að nú
verði frekar en áður breytt út
af þeirri venju, að eftir haust
komi vetur og svo komf vor.
Væri ég skáld, þá gæti ég lýst
litskrúði haustins, hinum stranga
svip vetrarins og yndisleika
vorsins — lýst þessu með leiftr-
andi orðum snillisins og heill-
að um aldur og ævi þúsundir,
svo að þær hlusti eftir hinu
guðlega „verði ljós“ í upphafi.
En svo er ekki. Þó veit ég, að
sömu tilfinningarnar, sama lotn-
ing og sama tilbeiðsla býr í öll-
um mönnum í upphafi, jafnt í
hjarta skáldsins og mínu. En vér
getum glatað þessum náðar-
gjöfum algóðs Guðs. Sumir
finna þær aftur, aðrir ekki.
Þessi náðargáfa, lotningin fyrir
opinberun guðdómsins í náttúr-
unni, hversu dýrmæt er hún
ekki. En hún er brothætt, er úr
skírum kristalli, sem brotnað
getur við minnsta högg.
Margt er sagt um nútímann
og margt er skrifað. Sumir líta
hann og framtíðina bjartsýnis-
augum, en aðrir rísa upp eins og
spámennirnir forðum daga og
fordæma hvorttveggja, fullir
vandlætingar. Örðugt er það að
gera sér grein fyrir því, sem lið-
ið er; hvað þá að skilja það, sem
fram fer. Framfarir nútímans
eru svo miklar og örar, að þær
ætla að gleypa oss, þær ráða oss,
en ekki vér þeim. Er ég lít kring-
um mig, þá finnst mér einkenni
tímans vera hraði, hraði, vax-
andi hraði. Það er ekki spámann-
lega mælt. Þetta finna allir. En
við þreytum kapphlaup við
hraða tækninnar. Oss er lögð sú
byrði á herðar að fylgjast með
tímanum. Hraðskreiðari farar-
tæki, stórvirkari vélar, áfram,
áfram, annars verðum vér út-
undan, — annars verðum vér
undir í lífsbaráttunni. Þrælar
erum vér. Barðir áfram þungum,
blóðugum svipuhöggum hrað-
ans. Og lotningin fyrir opinber-
un guðdómsins í náttúrunni, í
iriinni eigin sál. — Hvað verður
um hana? Hún springur, er
hraðinn knýr mig áfram, svo að
tíminn hvín um mig allan, alveg
eins og kristallsglasið springur,
er titringur fiðlustrengsins verð-
ur nógu ör, tónninn nógu hár.
Svona er það. Lítið þér á þjóð-
lífið. Nútíminn gerir oss að
klafabundnum þrælum. Allt á
að skapa upp á nýtt. Hið gamla
er fært fram sem fórn á altari
tímans og hraðans frammi fyrir
hásæti framfaranna. En Guð er
einhvers staðar á baksviðinu í
leikhúsi lífsins, bak við leik-
tjöldin, svo að lítið ber á. Hvað
ætli nútímamaðurinn, hraða-
þrællinn, þurfi að hugsa um
Guð? Nútímamaðurinn, sem
klýfur háloftin og frumeindina
jafn auðveldlega. Það er áreið-
anlegt, að Guð er orðinn mörg-
um manninum fjarstætt hugtak.
En hugtak, sem íklæðist holdi
og verður lifandi við fæðingu
og dauða, sem eru hinir mestu -
atburðir lífsins. Þegar penísílín-
ið stoðar ekki, þegar kjarnorku-
sprengjan springur, hvað getur
maðurinn þá? Þá kemst allt í
sínar réttu skorður. Þá gildir
aftur lögmálið úr eðlisfræðinni:
vegalengd er ekval tími sinnum
hraði. Þá er hvorki tími né hraði
stærðir, sem óreiknanlegar eru.
Þá standa þær í öfugu hlutfalli,
eins og vera ber. Þegar hraðinn
vex, á tíminn að minnka og
öfugt. En í mannlífi því, sem
vér verðum „að fylgjast með“,
þar standa tími og hraði í réttu
hlutfalli. En afleiðingin af því
er ruglingur á öllum lögmálum,
því vegalengdin, sem farin er
frá fæðingu til dauða, er sú sama
og var, en ekki lægri eins og
hún ætti að vera. Nemum stað-
ar, lítum út, sjáum sveitina
skarta sínum fagra haustskrúða.
Leitum griðastaðar, þar sem
hraðinn brennir oss ekki. Njót-
um sunnudagskyrrðarinnar. Hún
er unaðsleg. Og hvers vegna?
Hún kemur aðeins sjöunda
hvern dag. Þá losnar um viðjar
hraðans. „Hvíldardagurinn varð
til mannsins vegna, og eigi mað-
urinn vegna hvíldardagsins,“
segir Jesús. Sjaldan hefir annað
úr Ritningunni verið notað
djarfar til að réttlæta það, sem
ekki má vera. Það hefir oftast
síðustu áratugina verið notað til
niðurrifs frekar en uppbygging-
ar. Þetta er einn sá ritningar-
staður, sem notaður er beint og
óbeint til að sýna yfirburði
mannsins, sanna ráð hans yfir
öllu og þar með guðdómnum.
Guð verður auðvitað að sitja og
standa eins og hinn alvaldi
maður skipar fyrir, því eðlilega
er allt orðið til vegna mannsins.
Og hann ræður öllu.
Þess er skemmst að minnast,
hve strangt var haldið á því að
halda hvíldardaginn heilagan,
eins og sagt var. í því felst mikill
sálfræðilegur sannleikur. Hinn
mikli heimspekingur, Descartes,
er var uppi á 17. öld í Frakk-
landi, hélt því fram, að maður-
inn gæti orðið trúaður með því
einu að sækja nógu oft hinar
fornu gotnesku kirkjur, sem eru
eitt hið fegursta, er liggur eftir
mannshöndina. Umhverfið mót-
ar manninn, getur lyft honum,
og getur einnig dregið hann
niður í sollinn. Eins er það um
hvíldardaginn. Hann er reyndar
ekkert annað en (imhverfi
mannsins í tímanum, eins og
hin gotneska kirkja er umhverfi
mannsins í rúminu. Hvort um-
hverfið, sem er, orkar á mann-
inn og reynir að setja mót sitt
á hann. Því var það rétt, er
kirkjuaginn forðum krafðist
þess, að hvíldardeginum væri
sýnd nægileg virðing. Það var
manninum sjálfum fyrir beztu.
Þann dag gat hann og átti hann
að leita upphafs síns, Guðs,
óhindraður af hraða lífsins. Þann
dag dróg úr hraðanum, en tím-
inn óx að sama skapi. Ég veit
það fyrir víst, að margur maður-
inn hefir átt bágt með að sætta
sig við aga hvíldardagsins. Og
nú á tímum er bent á þvingun
hans með hryllingi. En er það
rétt? Er það svo, að það ástand,
sem nú ríkir, sé miklu betra?
Erum vér ekki svipaðir og ding-
ull, sem sveiflar fram og aftur
öfganna á milli? Ég sé ekki
betur en að nú sé hvíldardagur-
inn fyrir flestum eins og aðrir
dagar. Mannkynið er á harða-
spretti þenna dag eins og aðra
daga, knúið áfram af hraða
tímans. Óttinn um að geta ekki
fylgzt með heltekur hjarta
mannanna. Það má ekki lina á
sprettinum. Nei og aftur nei. —•
Nú kann yður að virðast, að ég
vilji hverfa aftur til góðu gömlu
daganna, þegar allt var svo gott,
svo gott, og fordæmi nútímann.
Það er ekki svo. í nútímanum
felst margt gott. Möguleikarnir
til farsæls lífs eru miklu meiri,
Framhald á bls. 7