Lögberg - 15.05.1952, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MAÍ, 1952
Lögberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Blindur er bóklaus maður
Ofanskráð orð hafa sama gildi í dag eins og þau
höfðu, er þau voru fyrst sögð; það, sem menn hugsuðu
og sögðu, hugsa og segja, fegurst og ófegurst, lifir í bók-
unum löngu eftir að höfundar þeirra hafa safnast til
feðra sinna vegna þess að maðurinn er það, sem hann
hugsar.
Frá upphafi íslandsbygðar, fékk íslenzka þjóðin
orð á sig fyrir lærdóm og bókvísi; ljóðið varð henni
„langra kvelda jólaeldur“ og málsmenningin varð
hennar sáluhjálp, er hún sigldi fram með Svörtuloftum
erlendrar áþjánar, og vissi naumast áttaskil; en er á
þolrif reyndi, komu fram á sjónarsviðið djarfir
forustumenn, er ekki báðu afsökunar á sínum eigin
uppruna, heldur fyltust eldmóði og baráttuhug, sann-
færðir um sigurvissu *þess málstaðar, sem hvorki mölur
né ryð fær grandað.
Svo var eitt sinn mælt, að bókvitið yrði eigi látið í
askana og þetta féll alveg í kram þeirra, sem höfðu
magann fyrir sinn guð; en jafnvel þá, og vitaskuld löngu
áður, var sú lífsskoðun að verki, er sannfærð var um,
að maðurinn lifði ekki af einu saman brauði; að eitt-
hvað hærra markmið biði framundan en það, að fylla
munn og maga, þótt slíkt sé að vísu í samræmi við
lífsins lög, geri menn sig ekki seka um ofát, er orsakað
getur hvers konar kvilla, er í kjölfar slíks ófagnaðar
sigla.
Heilbrigður ættarmetnaður er hollur og sjálfsagð-
ur, en nái gorgeirinn yfirhönd, er ekki við góðu að búast.
Svo að segja daglega okkar á meðal, er mikið talað
um þjóðrækni, ást á íslenzkri bókmenning og þar fram
eftir götunum; þegar gesti frá íslandi ber að garði, er
mjög um það kepst, að snerta klæðafald þeirra, og það
jafnvel svo mjög, að flestum nema þeim „fáu útvöldu“,
er bolað úti; þetta er ekki ávalt vegna sannrar þjóð-
rækni eða ástar á íslenzkri bókmenningu, því tíðum
eru þar önnur öfl að verki þar sem persónumetnaður-
inn skipar hinn æðsta sess; drauga af þessari tegund
þarf að kveða niður; fáment, og illu heilli tvístrað þjóð-
arbrot má ekki við slíkum óheilla kynfylgjum, hvorki
í dag né á morgun.
Við tölum um þjóðrækni og við höldum þing, og
þó er nú okkar andlega hag ekki betur komið en það,
að við erum hættir að lesa; játað skal það, að íslenzkar
bækur hér vestra séu dýrar og þar af leiðandi í raun-
inni ekki öllum auðvelt að kaupa þær; þó eru nú enn
fáanlegar hér góðar bækur, sem ekki kosta meira en
flaska af brennivíni.
Mætur íslendingur í þessari borg hefir árum sam-
an rekið við tapi íslenzka bókaverzlun; fyrirtækjum,
sem þannig er háttað um, lýkur altaf á einn veg. Eru
íslendingar vestan hafs ásáttir um það, að þessi eini
bókmentaliður milli þeirra sjálfra og stofnþjóðarinnar
á Fróni falli niður?
Við hælum okkur sjálfir og erum því auðsjáanlega
ekki ávalt mótfallnir, að aðrir geri það líka. Getum við
sæmdar okkar vegna verið án íslenzkrar bókaverzlun-
ar ef við enn viljum teljast menn með mönnum, í stað
þess að verða að nátttröllum?
Vel mættum við enn minnast spaklegra orða séra
Kjartans Helgasonar, er hann heimsótti okkur Vest-
menn og lét svo ummælt í einni af hinum fögru ræðum
sínum, að þá fyrst hefði íslenzki stofninn greitt að fullu
landsskuld sína við lífið, er íslendingur og sannur mað-
ur táknaði eitt og hið sama.
í heimsókn t-il Bandaríkjanna
Forsætisráðherra Svía, Tage Erlander, hefir ný-
lega heimsótt Bandaríkin, og var honum hvarvetna vel
fagnað sem sendiboða góðviljans; amerískir þegnar af
sænskum stofni fögnuðu komu hans, en forsætisráð-
herra lagði áherzlu á það, að stofnþjóðin fagnaði yfir
hverjum þeim sigri og hverju því afreksverki, er af-
komendur hennar ynnu í hinni voldugu vesturálfu
heims; slíkt yrði báðum aðiljum til gagnkvæms styrks
og sæmdarauka.
Varðandi afstöðu Svía til heimsmálanna lét for-
sætisráðherra þess getið, að þjóðinni væri fyrst og
fremst umhugað um það, að gæta hlutleysis síns svo
sem framast mætti verða og komast hjá þátttöku í
ófriði í lengstu lög; á hinn bóginn væri sænska þjóðin
á einu máli um það, að verja frelsi sitt með oddi og egg
ef á hana yrði ráðist úr hvaða átt sem vera kynni, enda
væri það fjarskylt norrænu eðli að láta kúga sig eða
kyssa á vöndinn.
Erlander forsætisráðherra kvað sænsku þjóðina
hafa til taks fyrirvaralaust sex hundruð þúsundir vígra
manna og tólf hundruð orustuflugvélar af nýjustu og
fullkomnustu gerð. Svíþjóð, engu síður en aðrar þjóðir,
yrði að vaka á verði framtíðarsjálfstæði sínu til öryggis.
Því kemur ekki forsætisráðherra íslands hingað í
kynnisför?
Einn þeirra fóu Breta, sem
Stalin þoldi í stríðinu,
varð framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins
Þrír urðu til að hafna boði um að gerast framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, þeir Oliver Franks, sendi-
herra Breta í Washington, Lester Pearson, utanríkisráð-
herra Kanada, og Gladwyn Jeb, fulltrúi Breta hjá Samdín-
uðu þjóðunum. Við embættinu tók Ismay lávarður.
A
Mikilshátlar herforingi
Mörgum létti, þegar kunnugt
var, að Ismay hefði tekið starf-
ann að sér, því að hann er mikils
háttar maður á ýmsa lund. Það
þótti líka mörgum hæfa, að til
þessa embættis veldist maður
með hernaðarreynslu að baki.
Lávarðurinn er vel þekktur und-
ir nafninu Ismay hershöfðingi.
í hermálum hefir hann jafnan
þótt tillögugóður, enda hafa
ekki ómerkari menn en Roose-
velt, Stalín, Churchill, Eisen-
hower og Montgomery hlýtt á
I orð hans með athygli, þegar hann
hefir lýst skoðunum sínum.
Vinur Churchills
Ismay fæddist í Indlandi fyrir
64 árum. Þegar seinasta heims-
styrjöld skall á, hafði hann
gegnt hermennsku um allan
heim, en það, sem mestu skipti
raunar fyrir hann, var, að
Churchill hafði fengið mætur á
honum.
Eftir 1930 setti Churchill sig
aldrei úr færi að halda þrum-
andi ræður yfir yfirvofandi
hættu. — Bretar litu þá flestir
á hann eins og furðuverk. Það
væri þó sannarlega ástæðulaust
að vera með hrakspár á þessum
góðu árum, þegar mönnum leið
svo ágætlega eftir að hafa geng-
ið milli bols og höfuðs á efna-
hagskreppum fyrri ára. Nú þótt-
ust menn hafa unnið til þess að
njóta lífsins í næði.
Menn þurfa því ekki að furða
sig á, þó að Churchill veitti þeim
mönnum nokkra athygli, sem
voru sama sinnis og hann og
hikuðu ekki við að birta þær
skoðanir almenningi. Einn þeirra
var Ismay hershöfðingi.
Á grundvelli þessarar stefnu
hittust þeir og unnu samúð
hvors annars. Þegar svo ófrið-
urinn kom og Churchill var
fenginn til að leysa Neville
Chamberlain af hólmi, kvaddi
hann Ismay til starfa fyrir
stjórnina og skipaði hann her-
ráðsforingja hennar.
Skuggi forsætisráðherrans
í þessu embætti féll það í hans
hlut að hafa eftirlit með vopna-
útbúnaðinum, samræma athafn-
ir þjóðarinnar og heimsveldis-:
ins í hermálum. En hann varð
þó fyrst og fremst trúnaðarmað-
ur og ráðunautur forsætisráð-
herrans í hermálum, skuggi
Churchills, var hann kallaður.
En það var líka annað, sem
skipaði þessum tveimur mönn-
um saman. Churchill hefir allra
manna mest yndi af góðum
kímnisögum og græzkulausu
gamni. í vinahópi hefir hann
gaman af að segja sögur sínar
og reykja yfir glasi af víni.
Churchill dáðist ákaflega af
kímnisögum Ismays og alltaf
öðru hverju skjóta þær upp
kollinum í minnýigum forsætis-
réðherrans.
Slalín þoldi hann
Þegar Rússland og seinna
Bandaríkin lentu í stríðinu,
jókst verkahringur Ismays.
Hans verk var að skýra hug-
myndir Churchills og fyrirætl-
anir fyrir foringjum banda-
mannanna, enda komu þær að
kalla heim við hans eigin.
Hann var hinn mikli samninga
maður og sýndi fljótlega hæfni
sína til að samræma sjónarmið,
sem í fljótu bragði virtust álls
óskyld. Hann var í hópi þeirra
fáu Breta, sem Stalín þoldi, og
hann vann hylli og vináttu
Eisenhowers. Það var engin til-
viljun, *að Eisenhower talaði í
síma við Ismay fyrstan manna
7. maí 1945, til að tilkynna:
— Þjóðverjar hafa undirritað.
Því er öllu lokið.
Enginn vafi leikur á, að það
var mikið áfall fyrir Ismay, að
Churchill skyldi fara með ósigur
út úr kosningunum 1945. En
hann er skyldurækinn og hélt
áfram starfi sínu undir stjórn
Attlees.
Hann fór ásamt Mountbatten
lávarði til Indlands sem hern-
aðarráðunautur seinasta vara-
konungsins, en lífið hafði ekki
sömu töfra, þegar Churchill
kom hvergi nærri, svo að 1947
sagði hann af sér. „Ég hefi lifað
Þökk sé blöðunum, sem hafa
sagt frá andláti hennar og út-
för. Eftir hér um bil 6 mánaða
sjúkdómsstríð andaðist hún á
heimili sínu, 519 Toronto St., 23.
apríl (síðasta vetrardag). í októ-
ber-mánuði varð hún fyrir
nokkru áfalli, var flutt á sjúkra-
hús, gekk þar undir uppskurð,
og var þar mánaðartíma. Síðan
var hún heima. Hún var um-
vafin elskulegri umhyggju nán-
ustu ástvina og fékk alla þá um-
önnun, sem unt var að veita, en
jarðneska hvíldin nálgaðist.
Burtförin var mild og blíð, eins
og þreytt barn væri að sofna.
Sigþrúður sáluga var fædd 18.
júní 1872 í Njarðvík (ekki
Reykjavík eins og stóð í Win-
nipeg-blöðunum) við Borgar-
fjörð í Norður-Múlasýslu á- Is-
landi. Foreldrar hennar voru
þau hjónin Sigurður Jónsson,
bóndi í Njarðvík og Margrét
Einarsdóttir, merk hjón af góð-
um ættum. Sigurður var sonar-
sonur Jóns prests Brynjólfsson-
ar á Eiðum í Eiðaþinghá, en
Margrét var ættuð úr Breiðdal í
Suður-Múlasýslu. Sigþrúður átti
eina alsystur, Mrs. Unu Þórunni
Líndal, í Winnipeg. Eftir lát
fyrri konu sinnar kvæntist Sig-
urður Hansínu Jóhannsdóttur,
og eignuðust þau 7 börn. Af þeim
eru á lífi: Mrs. E. Johnson og
Mrs. H. Grant í Winnipeg; Mrs.
E. Th. Eyjólfsson 1 Riverton,
Man.: Mrs. Th. Kjartansson í
Langruth, Man.; og tveir bræð-
ur, Jón Sigurdson og Sam Sig-
urdson í New Westminster í
B.C.
Fjölskyldan flutti vestur um
haf árið 1893 og settist að við
íslendingafljót í Nýja-íslandi,
en eldri systurnar Sigþrúður og
Una námu staðar í Winnipeg og
fengu þar atvinnu.
Árið 1902 giftist Sigþrúður
Gunnari Goodman, og var heim-
ili þeirra, að undanteknum
þrem árum í Holland, Man.,
ávalt í Winnipeg. Hjónaband
þeirra var samvinnuríkt og
unaðslegt, þrungið sönnum kær-
leika.
Meðan ég þjónaði í Skjald-
borgarsöfnuði í Winnipeg voru
þau hjónin meðlimir þar, og
börnin þeirra gengu á sunnu-
dagaskóla vorn. Blessuð hjón og
yndisleg börn. Allar þær endur-
minningar eru ljúfar.
Sorgin heimsótti þennan elsk-
endahóp með láti Mr. Goodmans
árið 1949; en Sigþrúður fór
failega með þær breyttu ástæð-
ur eins og annað á æfileiðinni.
Hún var í nánu sambandi við
börnin sín það sem eftir var hér-
vistarinnar.
Hún var jarðsungin af séra
margt, og nú er tími kominn
til að rita það hjá sér“.
Von góðrar samvinnu
En honum gafst ekki færi á að
ljúka minningum sínum. Það
var klukknahljómur í lofti.
Churchill geystist fram á víg-
völlinn og vann hálfan sigur í
janúar 1951 og fullnaðarsigur í
október. Það var Ismay mikils
virði.
Ekki liðu heldur margir dagar
áður en Churchill sendi eftir
honum og bauð honum að ger-
ast samveldismálaráðherra. Al-
drei í sögu Bretlands hafa jafn-
margir ráðherranna verið einka-
vinir forsætisráðherrans og nú.
En Churchill lætur ekki standa
á svarinu: „Ég hefi alltaf slægzt
eftir vinfengi dugnaðarmann-
anna, sem ég gæti átt samvinnu
við í stjórnmálum.“
Ismay lávarður er einna dug-
legastur og liprastur þeirra
allra. Og menn veiti athygli
hvernig hann kemst í nýju stöð-
una: Churchill til annarar hand-
ar, Eisenhower til hinnar. Og ef
góð samvinna getur ekki orðið
úr þessu, þá er hún víðs fjarri.
—Mbl., 29. marz
Rúnólfi Marteinssyni laugar-
daginn, 26. apríl. Athöfnin fór
fram í útfararstofu Bardals og
í Brookside grafreit. Margt fólk
var viðstatt á báðum stöðunum.
Mr. Gunnar Erlendsson lék á
píanó og Miss Inga Thorarinson
söng Faðir vor (á ensku). Bæði
málin, enska og íslenzka, voru
notuð við kveðjumálin.
Börn þeirra hjóna eru 4: tveir
synir, Sigurður og Joseph, tvær
dætur, Fjóla, Mrs. K. Osland, og
Una Sigurlaug, Mrs. J. Capri,
öll til heimilis í Winnipeg. —
Barnabörn eru 8.
Mrs. Goodman var í sannleika
ágætis kona, fyrirmyndar eigin-
kona og móðir, sem fúslega lagði
alt í sölurnar fyrir sanna vel-
ferð ástvina sinna. Hún var
sannkristin kona með sterkar
mætur á orði Guðs í Nýja Testa-
mentinu og Passíusálmunum.
Hún elskaði Guð af öllu hjarta
og sýndi það í dygðaríku líferni.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi;
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.“
THE Canadian Citizenship Com
mittee of the Welfare Council
of Greater Winnipeg has plans
under way for a Citizenship Day
Ceremony to be held in the Law
Amendments room in the Legis-
lative Building in Winnipeg on
Friday, May 23 next.
The Canadian Citizenship Com
mittee, which was organized a
few years ago by Mrs. Robert
McQueen, former Executive Di-
rector of the Welfare Council of
Greater Winnipeg, is a group of
representatives from about forty
volunteer organizations. T h e
present officers are: Judge W. J.
Lindal, Chairman; E. H. Morgan,
Vice-Chairman, and Mrs. M. A.
Fanaro, Secretary. The work of
the committee is in the main di-
rected to immigrants and their
problems and is in four divisions
under appropriate sub-comVnit-
tees. These are as follows: Rec-
reation and Social Contacts, Miss
Irene Chapman; Education, Dr.
A. S. R. Tweedie; Employment,
Dean W. J. Maines; Welfare,
Miss Marjorie L. Moore.
Recently a special Citizenship
Day Committee was formed for
the purpose of arranging for a
citizenship ceremony on May 23,
GAMAN 0G
ALVARA
I
Frúin: — Hvers vegna hafið
þér ekki kveikt upp, það er kalt
veður í dag?
Vinnukonan: — Vegna þess að
það eru engin kol til.
Frúin: — Hvers vegna sögðuð
þér það ekki í gær?
Vinnukonan: — Vegna þess að
það voru til kol I gær!
Frúin (við franska vinnukonu
sína): Viljið þér gjöra svo vel
og fara fyrir mig út 1 búð og
kaupa bók fyrir mig, sem heitir:
„Hvernig á að vera sífellt ung
og falleg.“
Vinnukonan: — Alveg sjálf-
sagt, frú mín góð, og ég skal
segja þeim að það sé mjög
áríðandi!
— Hefurðu hugmynd um,
hvað varð af nýja kvöldkjólnum
mínum?
— Nei, en það var mölfluga
að fljúga út úr fataskápnum
þínum rétt í þessu.
Hún: — Áður en við giftumst
þá sagðir þú að ekkert mundi
verða þér kærara en að hlusta á
hina fallegu rödd mína allt
kvöldið og nóttina með.
Hann: — Þá datt mér aldrei í
hug að ég mundi þurfa að gera
það.
Hann: — Fyrst við erum gift
á annað borð, þá ætla ég að leyfa
mér að benda á nokkra áber-
andi galla við þig.
Hún: — Það er alveg óþarfi,
góði minn. Það er vegna þessara
galla, sem ég gat ekki fengið
betri mann heldur en þig.
Hermaðurinn: — Vertu ekki
að trufla mig.
Vinur hans: — Hvað ertu að
gera?
Hermaðurinn: — Ég er að
skrifa stúlkunni minni bréf.
Vinurinn: — Og hvers vegna
'skrifarðu svona hægt?
Hermaðurinn: — Vegna þess,
að hún getur ekki lesið hratt!
Járnbrautarlestin var að koma
í smábæ í Bandaríkjunum, og
farþegi nokkur sneri sér að þeim,
sem sat við hlið hans, og sagði:
Þekkið þér nokkuð til í þessum
bæ?
— Já, ég þekki bæinn vel.
— Hvaða hótel ráðleggið þér
mér að fara á?
— Hótel Herra Smiths.
— Hafið þér verið þar?
— Nei, en ég hef verið á öllum
hinum!
which is the day selected two
years ago by the Prime Minister,
Rt. Hon. L. S. St. Laurent, for
citizenship ceremonies in
Canada.
The Committee is composed of
the following: Mrs. Max Wol-
insky, Chairman; Mrs. John
Allen, Mrs. L. J. Reycraft, Mrs.
F. F. Kelly, Mrs. M. Brynicwi-
ecki, Miss Mary Elizabets Sayer,
J. Steinberg, T. Sasaki, Fraser
Earle, A. F. Thompson, Dr. A. S.
R. Tweedie, and the general
chairman, vice-chairman and
secretary.
The speakers at the ceremony
will be: Hon. R. F. McWilliams,
the Lieutenant Governor; Hon.
D. L. Campbell, Premier of Man-
itoba; Mr. Justice J. B. Coyne, of
the Court of Appeal; Hon. N. V.
Bachynsky, the Speaker of the
Legislative Assembly.
Kaupið Lögberg
MINNIN G ARORÐ:
Mrs. Sigþrúður Goodman
Rúnólfur Marteinsson
Canadian Citizenship Day Ceremony
To be Held in the Legislative Building