Lögberg


Lögberg - 15.05.1952, Qupperneq 5

Lögberg - 15.05.1952, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MAÍ, 1952 5 wwwvvvvvvvvwwwvvvvvvvv* AtiLGAMAL LVENN/L Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ELDSVOÐAR Enn hefir Kvennasíðunni bor- ist bréf frá M. G. Guðlaugsson, White Rock, B.C. Enn heldur hann áfram baráttu sinni gegn andvaraleysi almennings varð- andi eldshættu. Fyrir nokkru var fjallað um mál þetta í þess- um dálkum og birtir kaflar úr bréfi, sem M. G. G. sendi ráð- herranum í Ottawa, er annast um heilbrigðis- og velferðamála- deildina, Hon. Paul Martin. Síð- an hafa honum borist þó nokkur bréf víðsvegar frá, og kvenfélag í einni íslenzkri byggð, að minsta kosti, hefir tekið málið til um- ræðu og sent áskorun til Mr. Shultz heilbrigðis og velferðar- málaráðherra Manitobafylkis, að taka málið til alvarlegrar í- hugunar. Ritstjóri kvennasíðu Western Producer hefir og ritað um þetta mál í dálkum sínum. Bréf það, er M. G. Guðlaugs- son reit Hon. Paul Martin var afhent Mr. C. A. Thomas, Fire Commissioner í Ottawa til at hugunar og hefir hann nú skrif að M. G. G. og skýrt honum frá þeim ráðstöfunum er stjórn- in hefir gert til varnar eldsvoð- um, en M. G. G. finnst þær ó- nógar og óviðunandi; í svari sínu til Mr. Thomas segir hann meðal annars: „Mér er að nokkru kunnugt um hvað gert hefir verið fram að þessu til þess að varna elds- voðum, en það er með öllu ónóg; því til sönnunar má benda á, að manntjónið af elds- voðum í Canada er meira en í nokkru öðru landi, samborið við mannfjölda. Við heyrum sjaldan um að börn hafi farist í eldi sunnan landamæranna (við ☆ ☆ værum viss um að frétta af því). Síðastliðinn vetur var sá versti fyrir ung canadísk börn; ég held að um 40 börn hafi brunnið inni.“ Ekki hefi ég skýrslur við hendina, er sanna ofangreind um mæli, en ég hygg, að M. G. Guðlaugsson myndi ekki stað- hæfa þetta, ef það hefði ekki við staðreyndir að styðjast. Og þó tala barna, sem farist hafa í eldi þetta ár, væri helmingi lægri, er tími til kominn að al- menningur láti þetta mál sig skipta og fari fram á við stjórn- arvöld landsins að enn róttækari og víðtækari varnarráðstafanir verði gerðar gegn eldsvoðum, en fram að þessu hefir gengisi við. Eins og bent var á í fyrri greininni um þetta mál, ættu sem flest félög, og þá ekki sízt samtök kvenna, að taka þetta mál til umræðu og senda áskor- anir til réttra aðila um að auka upplýsingastarfsemina um elds- varnir meðal almennings. Stjórnarvöldin — landsstjórn, fylkisstjórn, sveitastjórn — þetta eru þau völd, sem við, þú og ég — almenningur hefir kosið með frjálsri atkvæðagreiðslu. Al- menningur getur líka svipt þá menn embættum, sem fara með stjórn, með frjálsri atkvæða- greiðslu. Þannig eru stjórnarfor- menn þjónar almennings og skyldugir að taka til greina óskir almennings þegar um velferðar- mál er að ræða; því ættu engir að hika við að láta óskir sínar í ljósi, ef þeim finnst að um van- rækslu sé að ræða hjá stjórnar- völdunum. VINIR YÐAR, BAKTERÍURNAR (Þýtt og stytt úr ensku) Flest okkar vanmeta nytsemi þeirra „húsdýra,“ sem eru flest að tölu, þ. e. bakteríanna, sem byggja líkama okkar og heim allan. Aðeins um 1% af þeim má telja skaðlegar bakteríur. Afgang urinn er annað hvort skaðlaus eða blátt áfram nauðsynlegur til viðhalds líkama okkar. Engar plöntur væru til án baktríanna. Án plantnanna vær- um við sjálf ekki til. Allt dýralíf byggist, þegar öllu er á botninn hvolft, á plöntu- fæðu. Urmull af bakteríum, er sitja á rótum plantna, gera köfnunarefnið nothæft plöntun- um og þá um síðir okkur mönn- unum. Köfnunarefnið er megin þáttur þeirra eggjahvítuefna, sem mynda húð, hár, vefi, negl- ur o. fl. Þessar frumeindir (mólekúl) hafa örsmáar nafn- lausar bakteríur fært líkaman- um. Þeim ber að þakka líf okkar. Þeim ber einnig að þakka „vort daglega brauð.“ Hinar svo- nefndu gerjunarbakteríur valda gerð í brauðdeigi og gera brauð- in bragðgóð og girnileg til átu, ella mundu þau seig og tormelt- anleg. Aðrar tegundir vinna á sykri í mjólk og mynda mjólk- ursýru, sem eykur smjörmagn í rjóma og bætir bragðið. Helm- ingurinn af þurra efninu í osti eru lifandi smáverur. Vín- og ölgerð byggist einnig á starfsemi gerjunarbaktería. Teblöð eru þurrkuð með gerj- unaraðferð, og kaffibragðið er bætt með því að rækta örlitla sníkjusveppi (skylda bakteríum) á kaffibaunum. Draga þeir úr hinu bitra bragði, sem er upp- haflega af baununum. Þegar hið rétta kaffibragð er fengið, eru svepparnir hreinsaðir af. Skórnir yðar, skinnstakkur- inn og borðdúkurinn eru starfs- svið ótal baktería. Límkennd upplausn, er inniheldur margar bakteríutegundir, sem leysa upp eggjahvítuefni, er notuð til sútunar. Léreft væri ekki hægt að búa til án starfsemi þeirra baktería, sem skilja hörtrefjarnar frá stilk plöntunnar. Þær „melta“ bók- staflega stoðvefina, sem trefj- arnar liggja í. Ef réttar tegundir af bakterí- um væru í innýflum okkar, myndi líkaminn vera fær um að framleiða öll þau B-vítamín, er við þörfnumst daglega. Marg- ar skepnur hpfa slíkan „bakteríu gróður“ í innýflunum. Búin hefir verið til sírópskennd bakteríu- súpa, er kostar um 2 dollara og er tekin inn í einum skammti. Sagt er, að hún innihaldi öll B- vítavín, sem einn maður þarf á að halda alla ævi þaðan í frá! Megnið af bakteríugróðri þarm'anna hefir það hlutverk að leysa upp eggjahvítuefnin. Kar- töfluhýði, eplahýði og aðrar seigar trefjar, eru að mestu gerðar úr trjákvoðu (cellulose), en æskilegar í fæðunni sökum þess, að þær innihalda mikilvæg steinefni, eggjahvítuefni o. fl. Bakteríur hjálpa og til þess að mýkja og teygja þessar trefjar þannig, að við getum rennt þeim niður. Það fólk sem stöðugt brýtur heilann um bakteríur og skað- semi þeirra, gerir sér óþarflega erfitt fyrir og uppsker rýran á- vöxt fyrir erfiði sitt. Því að sannleikurinn er sá, að hvernig sem við sótthreinsum matarílát, skolum hálsinn og munninn með sótthreinsunarlyfjum, forðumst að taka á hurðarhúnum, göngum fram hjá strætisvögnum, þá er blátt áfram ómögulegt að forð- ast bakteríurnar. Þær eru alls staðar á jörðunni — í matnum, sem við neytum, vatninu, sem við drekkum, í loftinu, sem við öndum að okkur. Þúsundir af þexm streyma inn um nefið í hverjum andardrætti. Þegar allt kemur til alls, er þetta öllum til góðs. Ef einni bakteríu væri leyft að auka kyn sitt óháðri, myndi hún að þrem dögum liðnum eiga afkomendur, sem væru jafnmargir íbúum jarðarinnar að tölu. Eins og gefur að skilja, kemur þetta al- drei fyrir. Það er hinn mikli aragrúi og margbreytileiki bakteríanna, er við „innbyrðum“ dag hvern, er stuðlar að stöð- ugu ónæmi fyrir þeim, en ekki það að forðast þær, sem enda er ógerlegt. Nef okkar, háls og húð hýsa stöðugt bakteríur, er gætu orðið okkur þungar í skauti, ef við værum ekki frá náttúrunnar hálfu fær um að standast árásir þeirra. Að síðustu er vert að minnast þess, að við eigum rotnunar- bakteríunum, „götusópurum gerlaheimsins,“ ómetanlegt starf upp að unna. Þær flytja ólíf- rænu efnin af yfirborði jarðar, vinna á þeim og gera þau not hæf að nýju í hinni eilífu hring- rás lífsins. Þætti yður kannske skemmtilegt, að stika yfir skrokka af dauðum risaeðlum á leiðinni til vinnunnar eða sökkva í 50 mílna lag af ævafornum laufblöðum? Ólíklegt er það! Það er bakteríunum að þakka, að jarðneskar leifar þessara forn- aldardýra hafa horfið í skaut móður jarðar og endurfæðzt þar til lífsins. Það er jafnvel hugsan- legt, að ein frumögn af köfnun- arefni í litla fingri yðar hafi eitt sinn verið hluti af heilavef í risa- eðlu frá fornöld jarðsögunnar. Enn verðum við að herja á óvininn í bakteríuríkinu, þetta eina prósent, sem skaðlegt er lífi okkar og heilsu. En það er eins gott fyrir okkur að líta hinar vinaraugum. Þær eiga sannar- lega viðurkenningu skilið frá olckar hálfu, því án þeirra vær- um við ekki til. ☆ MÁLSHÆTTIR frá J. K. J. Tantallon Mikil hlaup en engin kaup. Enginn er annars bróðir í leik. Fyr má nú rota en dauðrota. Lengi tognar hrátt skinn. Það kemur fram í seinna verkinu, sem gert er í því fyrra. Það er misjafn sauður í mörgu fé. Sannleikann get ég sagt þér, en trúna get ég ekki gefið þér. Ber er hver að baki nema að bróður eigi. Fáir kunna sig í góðu verði heiman að búa. Margt fer öðruvísi en ætlað er Mikið skal til mikils vinna. Nýir siðir koma með nýjum herrum. Ekki veldur sá er varir. Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. ☆ FJÖLDI KVENNA í ÞJÓNUSTU S. Þ. Mesta óveður sem ég hef hreppt á selveiðum norður í íshafi frá 1916 ÉG HEF stundað selveiðar í Norður-Isahafinu frá því árið 1916, en aldrei hreppt þvílíkt aftakaveður og í byrjun apríl, þegar n o r s k u selveiðiskipin fimm týndust. Við skipverjarnir á „Arild“ hélaum að okkar síð- asta stund væri komin, og sú tilfinning yfirgaf okkur ekki í þrjá sólarhringa, enda urðum við á þeim tíma að sjá á bak ein- um af félögum okkar í hinar hrikalegu holskeflur, er skullu yfir bátinn, en öðrum skipverja, sem tók útbyrðis, skilaði Ægir aftur inn á þilfarið.“ Þannig fórust Ibert Matthie- sen, stýrimanni á selveiðibátn- um „Arild“, orð í viðtali við AB en hann var sóttur af flugvél til Bíldudals á laugardaginn, og tók hann þátt í leitinnl með „Gull- faxa“ á páskadaginn að hinum týndu bátum. Selveiðimaður í rúm þrjátíu ár Ibert Matthiesen er frá Tromsö í Noregi. Hann er rúm lega fimmtugur að aldri og hefur lent í mörgum svaðilfórum á selveiðum í ísahafinu, en selveið ar hefur hann stundað í rúm 30 ár; byrjaði 1916 og hefi verið á hverri selveiðivertíð síðan, en á stríðsárunum 1 á g u selveiðar Norðmanna niðri. Á þessu tíma- bili hefur Matthiesen verið skip- stjóri í 15 ár, og var í fyrra skip- stjóri á „Ringsel“, einum af bát- unum sem nú er saknað. 1 haust breytti hann um skipsrúm og réð ist sem fyrsti stýrimaður á „Ar- ild“, bátinn, sem kom til Bíldu- dals í byrjun síðustu viku, eftir langa og ævintýralega hrakn- inga. Fimm daga stórviðri „Óveðrið skall á miðvikudag- inn 2. apríl,“ sagði Matthiesen. „Má heita að ofsaveður hafi ver- ið allt til 7. apríl, en verst var það þrjá fyrstu sólarhringana. ,Arild‘ cg nokkrir fleiri bátar voru við ísröndina og rétt inni í ísnum á 68.30 gr. nb. og 18 gr. vl. og voru þessi skip vestast og syðst á veið- isvæðinu. Alls voru þó þarna milli 50 og 60 norsk selveiðiskip, en flest þeirra voru almiklu aust ar og norðar en við. Þar mun veðrið ekki hafa verið jafn ó- skaplegt og það var vestar, enda hlekktist engu skipi á, sem var á þeim slóðum. Ég talaði við einn skipstjórann í flotanum úr „Gull- faxa“, og sagði hann, að fimm skip væru enn að leita þeirra, sem saknað væri. Meðal skip anna, sem voru rétt hjá okkur, voru þau, sem saknað er, svo og bátarnir, sem löskuðust og náðu landi á Höfðaströnd og ísafirði.“ Himinháir brotsjóir „Arild“ varð fyrir fjórum stórum áföllum í veðrinu,“ sagði Ibert Matthiesen. „1 fyrsta brot- sjónum tók tvo menn fyrir borð. Annan sáum við ekki meir, en svo giftusamlega tókst til — og ég vil segja furðulega — að öðr- um skolaði inn fyrir borðstokk- inn aftur, eftir að hafa borizt alllangt frá skipinu. Rétt áður en brotsjórin reið yfir „Arlild“ sá- um við til tveggja af bátunum, sem saknað er, þeirra „Var-glimt“ cg „Brattind.“ Voru þeir ekki r.ema 50-100 metra frá „Arild,“ þegar við sáum þá síðast, en svo gekk yfir biksvört hríð, og him- inháar öldur bar milli skipanna, og loks hvolfdist ólagið yfir okk- ur. Það var eins og við stefndum beint inn í gnæfandi fjall, er hryndi yfir skipið með ægiþunga Og það er sannfæring mín, að enginn mannlegur máttur hafi getað stjórnað því, að „Arild“ kom aftur upp á yfirborðið. Þeg- ar báturinn kom upp úr sjónum, var ömurlegt um að litast. Hafði hann allur brotnað við ólagið; frammastrið hafði kubbazt eins og hrífuskaft væri, annar léttbát- urinn var mölbrotinn, brotnað hafði ofan af matsalnum, talstöð in var horfin og allt lauslegt af þilfari, en í sjónum umhverfis flaut brakið, kurlað í smástykki, líkt og þegar sprek eru brotin í eld. Stjórinn flóði niður um allt skipið, en hafði þó ekki komizt í véliná. Aftur á móti urðu öll mat væli sjóblaut, og tapað höfðum við fyrir borð byrgðum skipsins af benzíni og olíum.“ Sameinuðu þjóðirnar, sem meðal annars berjast fyrir því að bæta aðstöðu kvenna í heim- inum, hafa nú litið í eigin barm og kynnt sér, hve margar konur eru starfandi hjá stofnuninni víðsvegar í heiminum. S. Þ. geta verið tiltölulega á- nægðar með niðurstöðuna. Fjöldi kvenna er í starfsliði S. Þ., en geta verður þess„ að einungis mjög fáar hafa komizt í æðstu stöðurnar. Af 41 í æðstu embætt- um S. Þ., þ. e. a. s. 9 vara-aðal- forstjórum, 13 aðalframkvæmda stjórum og 10 framkvæmda- stjórum, er aðeins ein kona. Hins vegar er fjöldi kvenna í stöðum aðeins lægri svo og í lægstlaunuðu stöðunum. 1 FAO starfa alls 715 manns, þar af 380 karlmenn og 335 konur, en í 159 af veigameiri embættunum hjá FAO eru aðeins 4 konur. 1 Al- þjóðabankanum er næstum helmingur starfsliðsins konur í ITO, alþjóða viðskiptastofnun- inni, eru konur í meirihluta, þær eru 12, en karlmennirnir aðeins 10. Hins vegar eru 9 karlmenn æðstu stöðum. Ef til vill er að- staða kvenna bezt hjá heil- brigðismálastofnuninni WHO, þar eru 136 konur í ábyrgðar- stöðum, sem krefjast sérmennt- unar, en í svipuðum stöðum eru þá 326 karlmenn. 1 WHO er alls 925 manna starfslið, þar af 402 konur. ☆ GÁTUR FRÁ J. K. J. 1. Fuglinn flaug fjaðralaus, settist á vegginn beinlaus; þá kom maðurinn handalaus og skaut fuglinn bogalaus? 2. Hvað er það, sem fer fyrir björg og brotnar ekki, fer í vötn og sekkur ekki, fer í eld og brennur ekki? Ráðningar í næsla blaði. Létum reka „Við gátum ekkert ráðið við stjórn bátsins í þessu hafróti," sagði Matthiesen enn fremur. Þó reyndum við að lensa og láta reka undan veðrinu. Skipstjór- inn og ég stóðum stöðugt í stjórn klefanum og reyndum að fylgj- ast með ólögunum, sinn frá hvorri hlið. Þannig stóðum við samfellt í 36 klukkustundir. Við gátum þó ekki varið skipið sjó- um, og enn riðu þrír stórir brot- sjóir yfir það og færðu í kaf, Raunverulega skil ég það ekki epn, að við skulum vera ofan- sjávar. Þó að íshafsveðrin hafi oft verið svæsin þau rúm 30 ár, sem ég hef stundað selveiðarnar, þá hef ég aldrei lent í neinu, sem líkist þessu.“ 100 sjómílur suðvestur af Islandi „Eftir þrjá sólarhringa fór heldur að draga úr veðrinu og vorum við þá komnir út í regin haf. Við vissum þó ekki gerla, hvar við vorum staddir, en mánu daginn 7. apríl fengum við mið un, er sýndi, að við vorum komn- ir um 100 sjómílur suðvestur af íslandi. Hafði okkur þá rekið frá 68.30 gr. nb. og 18 gr. vl. suður og vestur til 64,40 gr. nb. og 27 gr. vl. Af þessu dreg ég þá álykt- un, að ekki þýði að leita bát anna, sem saknað er, meðfram ísnum norður af íslandi, enda hafa flugvélar og bátar þegar kannað það svæði. Einu mögu- leikinn er sá, að bátana hafi rek- ið suður eða vestur í haf, ef þeir eru ofansjávar. Um það hef ég hins vegar veika von úr þessu og óttast að Tromsö og Álasund séu nú orðin 70-80 röskum sjó- mönnum fátækari, en þrír a:: bátunum voru frá Tromsö og tveir frá Álasundi.“ 150,000 selir á vertíð Að lokum svaraði Ibert Matt hiesen nokkrum spurningum al- menns eðlis um selveiðar Norð- manna í Ishafinu. Sagði hann, að gera mætti ráð fyrir því, að skipin, sem væru að veiðum í vestur ísnum á vetrar- vertíðinni, það er frá miðjum rnarz fram í maí, veiddu um 150 þúsund seli, en meðalveiði á skip væri venjulega frá 2000-3000 sel- ir. Sagði hann, að eftir stríðið hefðu venjulega verið gerðir út milli 50 og 60 bátar á veiðar í vestur ísinn, en þeir, sem þangað sækja, eru flestir frá 100-200 smá lestir. Aftur á móti sagði hann, að annar leiðangur væri gerður út í svo kallaðan austur ís, og væru það minni bátar, eða allt niður í 40 smálestir. Mest er selveiðiútgerðin frá Alasunri, Tromsö, Hammerfest og Lofoten, og er þetta orðin göm ul atvinnugrein í Norður-Noregi, er færir Norðmönnum árlega milljónir króna í gjaldeyristekj- ur, en lýsið og skinnin eru aðal- lega flutt út. Þegar við komum heim í maí ur vetrarleiðangrinum,“ sagði Matthiesen, „byrjar sumarvertíð in, en þá leita selfangararnir aðal lega austur og norður í íshafið, svo og vestur undir Grænland. Úr þeim leiðangri komum við ekki aftur fyrr en í september, svo að segja má, að við selveiði- mennirnir séum um helming ár- sins í íshafinu.“ Matthiesen sagði, að veiðin hafði gengið misjafnlega hjá bát unum það sem af er þessari ver- tíð; en þeir fóru frá Noregi um 12. marz. Sagði hann suma bát- anna vera komna með um 2000 seli, en t. d. hafðu þeir á „Arild“ ekki verið búnir að fá nema 1200 þegar óveðrið skall á. Þeir fara rxú aftur norður á veiðistöðvarn- ar, þegar viðgerð hefur farið fram á bátnum á Isafirði; en það kvaðst hann búast við að yrði um helgina. Um t e k j u r veiðimannanna sjálfra sagði hann, að þær færu ð miklu leyti eftir aflabrögðum. Þegar vel veiddist, gæfu selveið- arnar miklar tekjur, og segja mætti, að þeir bátar, sem næðu 2000-2500 selum, væru með góð- an hagnað. Þá sagði hann, að tekjur manna um borð færu líka eftir því, hvaða stöðu þeir hefðu á skipinu; skipstjórar, stýrimenn cg"skyttur bæru mest úr býtum. Matthiesen kvaðst hafa orðið var við það, að tnargir undruðust aað, að selfangararnir fleygðu selkjötinu. Sagði hann, að veiði- mennirnir hefðu enga aðstöðu til þess að nýta það um borð og það borgaði sig ekki að flytja það til Noregs; enda myndu skip in þá verða fullhlaðin á nokkrum dögum. Þess vegna hirtu þeir að- eins mestu verðmætin: spikið og skinnin. Hann sagði, að þegar selur hefði verið skotinn og inn- byrtur, væri spikið og skinnið flegið af í einu lagi, en skrokkn- um síðan varpað fyrir borð. Ekki sagði hann að neitt salt væri notað, en spikinu og skin- unum dengt í lestarnar. Stund- um kæmi það fyrir, þegar kæmi fram á vorið, að skinnin skemmd ust nokkuð í þessari geymslu; en þegar heim kæmi, væri spikið flysjað frá skinnunum með sér- stökum tækjum, og síðan væru skinnin verkuð og flokkuð gæða- mati, en spikið færi í verksmiðj- ur og væri brætt. Að lokum sagði hann að Norðmenn flyttu árlega út lýsi, og væru selveiðarnar því all þýðingarmikill liður í at- vinnulífi þjóðarinnar. — I. K. — A. B. 16 apríl N E W Smoothness and Maneuverability with Wisconsin Heavy Duty - Air Cooled Inboard Motors • Quick start, stop, reverse. • Finger-tip control. • Rewind ratchet starter. • Oil pump—no mixing oil and fuel • Waterproof magneto. • Shielded spark plug and cable. • Many other features. • Four sizes. Ask yonr dealer—or call A\UMFORP, M EDLANP, IlMITEP, Phone 37 187 576 Wall St. WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.