Lögberg - 15.05.1952, Qupperneq 7
X
liOGBERG, FIMTUDAGIINíN. 15. MAÍ, 1952
7
Dr. ADAM RUTHERFORD:
HARMAGEDDCN
Oruslan á hinum mikla degi Drollins allhersjar árin 1955—1956
opinberuð í Pýramidanum mikla (Sieinbiblíunni)
„Því að þeir eru djöfla-andar, sem-ganga út til konunga
allrar heimsbyggðarinnar til að safna þeim saman til STRIÐSINS
A HINUM MIKLA DEGI GUÐS HINS ALVALDA. — SJÁ ÉG
KEM EINS OG ÞJÓFUR; sæll er sá sem vakir og varðveitir
klæði sín.-------
Og þeir söfnuðu þeim saman á þann stað, sem á hebresku
kallast HARMAGEDON.
Og sjöundi engillinn helti úr skál sinni yfir loftið, og raust
mikil kom út úr musterinu, frá hásætinu og sagði: ÞAÐ ER
Opinb. 16, 14,—17.
FRAM KOMIÐ.“
Samkvæmt spádómum Biblí-
unnar og Pýramídans mikla eru
árin 1953—1956 tímabil hinna
mestu þjóðfélagslegu, stjórn-
málalegu og trúarlegu umskipta
allra alda, og það eru þessi um-
skifti, sem núverandi ringulreið
heimsmálanna, og raunar öll rás
viðburðanna siðan 1914, hefir
stefnt að. Á þessum árum mun
„þrengingin mikla“, sem talað
er um í spádómunum, „orustan
á hinum mikla degi Drottins alls
herjar“ — Harmagedon — fara
fram. Þetta mun verða hin mikla
sprenging, sem þyrlar upp hinni
gömlu skipan, en að lokum mun
það, eigi að síður, reynast líknar-
ráð við hinn hrjáða heim, undir-
búningur betri tíma og hátíð-
legt upphaf þúsundáraríkisins
sjálfs. Tilgangurinn með þessu
riti er hvorttveggja í senn: að
bera fram sannanir í þessum
málum og benda á, hvernig bú-
ast skuli undir „hinn mikla dag“
og hver skylda vor er, eins og
högum er háttað.
Því hefir verið spáð, að yfir-
standandi tímabili mundi ljúka
með meiri „hörmungatíð“ en
áður hefði þekkst. Spámaðurinn
Daníel sagði það fyrir á 6. öld
f. Kr. og síðan var það endur-
tekið á 1. öld hins kristna tíma-
bils, af Frelsaranum sjálfum,
sem einnig lét svo um mælt, að
annað eins myndi aldrei koma
fyrir aftur. í Daníelsbók, 12.
kap. 1. v., stendur: „Og það skal
verða svo mikil hörmungatíð, að
slík mun aldrei verið hafa frá
því að þjóð varð til og allt til
þess tíma.“ En Jesús segir: Því
að þá mun verða svo mikil
þrenging, að engin hefir þvílík
verið frá upphafi heims allt til
þessa, né heldur mun verða.“
(Matth. 24, 21.)
Þessar hörmungar eru því
myrkasta stund í sögu mann-
kynsms. Gamalt máltæki segir:
!
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
„Dimmast er rétt fyrir dögun,“
og það sannar einnig saga
heimsins, því að um leið og
þessu tímabili lýkur með myrk-
ustu stund allra alda, rennur
upp dýrðlegasta tímabil, sem
komið hefir. Skozka skáldið Ro-
bert Burns lýsir afbragðs vel hví
líkur regin munur er á núver-
andi ástandi, sem hin illu yfir-
ráð skapa, og því, sem verða
mun á hinni dásamlegu öld, sem
vér eigum í vændum. Um nú-
tíðina segir skáldið:
Harðúð manns við mann er böl,
múgun lýða sorg og kvöl.
En um dýrðardaga hins nýja
tíma, sem nú er að nálgast, far-
ast honum orð á þessa leið:
„Þrátt fyrir allt og þrátt fyrir
allt V
mun þetta verða um heimsból
allt,
að maður manni bindist blítt
með bróðurhendi þrátt fyrir
allt.“ (Stgr. Thorst.)
Það kemur hvað eftir annað
fyrir þar sem Biblían talar um
hina miklu hörmungatíð heims-
ins, sem þessu tímabili ljúki
með, að hún spáir um leið þeim
dýrðartímum, sem á eftir komi.
Sumstaðar er hvorttveggja í
sömu setningunni, eins og t. d.
hjá Haggai (2, 7.), þar sem Guð
segir: „Ég mun hræra allar
þjóðir, svo að gersemar allra
þjóða skulu hingað koma . . .“
Annars staðar kemur það oft
fyrir að eitt versið fjallar um
hinar miklu hörmungar, en hið
næsta um dýrðarástand það,
sem hefjist strax á eftir. Sjá t. d.
Zefania (3, 8.): „Bíðið mín þess
vegna, segir Drottinn, þess dags,
er ég rís upp sem vottur, því
að það er mitt ásett ráð, að safna
saman þjóðum og stefna saman
konungsríkjum, til þess að út-
hella yfir þá heift minni, allri
minni brennandi reiði, því að
fyrir eldi vandlætingar minnar
skal allt landið verða eytt.“ En
í næsta versi er áframhaldið
svona: „Já, þá mun ég gefa
þjóðunum nýjar hreinar varir,
svo að þær ákalli allar nafn
Drottins, þjóni honum einum.“
Einnig rekum við okkur oft á
það, að þegar talað er um hinar
miklu hörmungar í einhverjum
kapítula Biblíunnar, þá er í
næsta kapitula á eftir sagt frá
dýrð þeirrar undraaldar^ sem á
eftir komi. Sem dæmi um þetta
má nefna Jesaja, 24. og 25 kapi-
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand íoj: Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
s increasing from year to year.
Commence Your Business TraintngImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS I.IMI I KI)
PHONE 21 804 695 SARGENT AV '. wINNIPEG
tula. í 24. kap. segir svo: „Sjá,
Drottinn tæmir jörðina og eyðir
hana, hann umhverfir ásjónu
hennar og tvístrar íbúum henn-
ar . . . jörðin viknar og fölnar,
tignarmenni lýðsins á jörðu
blikna. Jörðin vanhelgast undir
fótum þeirra, sem á henni
búa . . . þess vegna eyðir bölvan
jörðunni og íbúar hennar gjalda,
þess vegna farast íbúar jarðar-
innar af hita og fáir menn verða
eftir . . . jörðin riðar og iðar,
jörðin skjögrar eins og drukkinn
maður, hristist eins og smákofi,
og misgjörð hennar mun liggja
þungt á henni, og hún fellur og
fær eigi risið upp aftur; og yfir
hana mun renna sá dagur, er
Drottinn mun hegna hersveit-
um hæðanna á hæðum og kon-
ungum jarðarinnar á jörðu
(vers: 1., 3., 4., 5., 6., 19., 20., 21).
En í næsta kapitula stendur:
„Og hann mun afmá ' á þessu
fjalli hulu þá, sem hylur alla
lýði, og þann hjúp, sem breiddur
er yfir allar þjóðir. Hann mun
sigra dauðann og afmá hann, og
Drottinn Guð mun þerra tárin
af hverri ásjónu, og svívirðu
lýðs síns mun hann nema burt
af jörð allri, því að Drottinn
hefir það talað. Á þeim degi
mun sagt verða: Sjá, þessi er
voi*Guð, vér höfum beðið hans,
og hann mun frelsa oss, þessi
er Drottinn, vér höfum beðið
hans, og vér munum gleðjast og
fagna yfir hjálpræði hans.“
(Vers 7.—9.)
En svo kemur einnig fyrir að
heill kapituli fjallar um hörm-
ungar endalokanna, en næsti
kapituli á eftir er eingöngu
helgaður dýrð hins nýja tíma-
bils, sem nú er í nánd.
Hjá Jesaja 34. og 35. kap. eru
dæmi um þetta. 34. kap. byrjar
þannig: „Gangið nær þjóðir, svo
að þér megið heyra! Hlýðið á,
þér lýðir! Heyri það jörðin og
allt, sem hann hefir alið, því að
reiði Drottins er beint gegn öll-
um þjóðum og heift hans gegn
öllum herjum þeirra; hann hefir
gereytt þeim öllum og ofurselt
þá til slátrunar.“ En næsti kapi-
tuli (35.) fjallar um það, sem
kemur á eftir hinni miklu hörm-
ungatíð, og er einn af yndisleg-
ustu köflum Biblíunnar. Hann
hljóðar svo:
„Óbyggðir og afskekkt svæði
skulu gleðjast, og eyðimörkin
skal fagna og blómgast eins og
rós. Þau skulu blómgast ríku-
lega og fagna með gleði og söng.
Vegsemd Libanons skal veitast
þeim, prýði Karmels og Sarons,
þau skulu fá að sjá vegsemd
Drottins og prýði Guðs vors.
Stælið hinar máttvana hendur
og styrkið hin skjálfandi kné!“
Segið hinum ístöðulausu: „Verið
hughraustir og óttist ekki! Sjá,
Guð yðar kemur með hefndina
og endurgjaldið. Hann mun
koma og frelsa yður. Þá munu
augu hinna blindu uppljúkast og
eyru hinna dauðu opnast. Þá
mun sá halti hlaupa eins og
hjörtur og tunga hins máttlausa
syngja, því að vatnslyndir
spretta upp á öræfunum og læk-
ir á eyðimörkunum. Sólbrunnar
auðnir skulu verða að tjörnum
og þurrlendi að uppsprettum.
Þar sem sjaklar höfðu áður bæli,
skal gras gróa ásamt sefi og
reyr. Þar skal verða þjóðvegur
og gata, og skal það nefnast
Brautin helga; enginn óhreinn
skal um hana ganga. Hún skal
vera fyrir vegfarendur, og jafn-
vel fáráðlingar villast þar ekki.
Þar skal ekkert ljón vera og
ekkert glefsandi dýr skal þar um
fara — eigi sjást þar — en þeir
endurleystu skulu þar ganga.
Og þeir sem Drottinn hefir út-
leyst skulu aftur hverfa og
koma aftur með söng til Zionar,
og eilíf gleði skal leika yfir
höfðum þeirra, fögnuður og
gleði mun fylgja þeim, en
hryggð og andvörp flýja.“
☆
\
Þessi myrka „stund,“ sem er
undanfari dögunar hinnar dýrð-
legu aldar, verður að sumu leyti
miklu verri en Syndaflóðið, því
að þá var mannfjöldinn á jörð-
unni tiltölulega lítill og tala
þeirra, sem týndu lífinu miklu
lægri heldur en verða mun í
lokahamföjum hinna miklu
hörmunga. En nú eru íbúar
jarðarinnar yfir 2 þús. milljónir,
og Jesús sagði um þessi ragna-
rök „ef dagar þessir yrðu ekki
styttir, kæmist enginn maður
af.“ (Matth. 24, 22.). En.hann
bætir við þessum huggunarorð-
um: „en sakir hinna útvöldu
munu þessir dagar verða
styttir.“
Hvers vegna þurfa þessar
miklu hörmungar og eyðing að
eiga sér stað þegar núverandi
skipan lýkur og hin nýja skipan
hefst? Svarið við þessari spurn-
ingu er að finna hjá Daniel,
(2. kap.), þar sem hin heiðnu
heimsveldi og ríki síðustu 25
alda eru táknuð með málmlík-
neski í mannsmynd og líkams-
hlutar þess voru sinn úr hverri
málmtegundinni, til að sýna hin
ýmsu heimsveldi o. s. frv., sem
stjórna myndu heiminum frá
dögum Daníels og fram eftir
öldum. Gullhöfuðið táknar þá-
verandi heimsveldi Babyloníu-
manna, og svo voru tímabil síð-
ari heimsvelda sýnd með röð
málmanna frá höfði niður í tær.
Þá er sagt, að stór steinn losnaði
úr fjalli, án tilverknaðar manna,
lenti á fótum líkneskisins og
molaði það mjölinu smærra, en
steinninn varð síðan að fjalli,
sem tók yfir alla jörðina (Daníel
2, 34.—35.) Ráðningin er í 36.-45.
versi, þar sem sýnt er fram á,
að steinninn tákni konungsríki
Guðs, sem muni gereyða hinum
eigingjörnu árásaröflum, leggja
undir sig heim allan og standa
síðan að eilífu. Þess vegna eru
^hörmungarnar nauðsynlegar, því
konungsríki Friðarhöfðingjans
verður ekki stofnað hér á jörðu
fyrr en hin gamla skipan, með
allri sinni spillingu, hefir verið
þurrkuð út, en það getur ekki
orðið án hörmunga.
☆
En áður en „hörmungatíðin“
mikla gengur í garð og Guðsríki
verður stofnað á jörðu, þurfa
öll þessi heiðnu heimsveldi, sem
sagt er frá í spádómi Daníels, að
verða til og renna skeið sitt. Hin
mikilvæga spurning málsins er
því þessi: Er síðasta tímabil síð-
asta heiðingjaveldisins í þessum
flokki runnið upp? Ef svo er
ekki, þá er hörmungatíðin enn
ókomin, en sé svo, þá er „hinn
mikli dagur“ mjög nærri. Eru
„síðustu dagar“ þessara „kon-
ungsríkja heimsins“ komnir, eða
svo notuð séu orð Biblíunnar, er
„tími endalokanna“ kominn?
Bæði í 2. kap. Daníelsbókar,
sem áður er nefndur, og 7. kap.
er dregin upp spámannleg og
stórfengleg mynd af heimsveld-
um þeim, eða ráðandi ríkjum,
sem rísa muni og hrynja, hvert
eftir annað, frá dögum Daníels
og fram eftir öldunum að „tíma
endalokanna,“ þegar hið eilífa
Ríki Guðs verður heimsveldi
jarðarinnar. Tölurnar nr. 1—4
hér á eftir sýna nokkur ítarlega
spádómana um heimsveldin og
röð þeirra, og hvernig þeir hafa
ræzt fram til vorra daga. Hver
tafla er helguð heimsveldi, sem
um var spáð, og þær eru í óslit-
inni tímaröð, og myndu þannig
samfellda spádómslega og sögu-
lega keðju frá 7. öld f. Kr. til
endaloka hinna heiðnu heims-
heimsyfirráða. 1 fremsta dálki
hverrar töflu eru þeir spádóm-
ar úr 2. kap. Daníelsb., sem fjalla
um hlutaðeigandi heimsveldi. Á
sama hátt eru í öðrum dálki
töflunnar aðeins spádómar úr 7.
kap. í þriðja dálkinum eru aðrir
spádómar um þetta sama heims-
veldi og í þeim fjórða eru svo
loks hinar sögulegu sannanir
fyrir því að spádómsorð hinna
þriggja dálkanna hafi ræzt.
Spádómarnir í töflum þessum
sýna, að frá dögum Daníels áttu
fjögur heimsveldi að fæðast og
falla, en á eftir þeim skyldi hið
fimmta verða stofnað og standa
að eilífu. í fáum orðum: Guð
hefir sjálfur sagt oss, að ríki
Babyloníumanna sé fyrsta heims
Hvíldardagur—
Framhald af bls. 2
en hraðinn á öllum og öllu gerir
það að verkum, að maðurinn á
erfitt með að laga sig til eftir
ástæðunum. Hraðinn hefir tek-
ið völdin. Tímaleysið er svo
gífurlegt. Þér þekkið það. Það
má enginn vera að neinu, því
enginn hefir tíma til neins. Að
því leyti virðist reglan um vega-
lengd standa óhögguð. Hraði og
tími í sínum réttu öfugu hlut-
föllum þegar hraðinn er mikill,
er tíminn lítill, miðað við sömu
vegalengd.
Hinn ósiðaði Indíáni í frum-
skógum Brazilíu er á suman hátt
hamingjusamari en nútímamað-
urinn. Hann ber ekki kvíðboga
fyrir morgundeginum á sama
hátt og vér. Þarfir hans eru
litlar. Hann á auðvelt með að
fullnægja þeim. Hann er miklu
síður þræll hraðans. Hann óttast
enga kjarnorkusprengju.
Það er næsta hlálegt, að menn-
irnir noti sér þá Guðs gjöf, skyn-
semina, greindina, til þess að
eyðileggja með og kvelja. Á
stríðstímum verða hinar miklu
framfarir. Þá er ekki sparað til
að skapa hugvitsmönnunum
vinnuskilyrði. Þetta kemur mér
til að minnast forns og úrelts
hugtaks, sem má ekki lengur
minnast á, frekar en hvíldar-
daginn, sem sé erfðasyndina.
Ætli hún sé ekki raunverulegri
en vér viljum vera láta. Ég veit,
að þér hljótið að fallast á það,
að maðurinn er ekki að öllu
leyti góður. Og nú á dögum er
varla tóm til að íhuga þetta og
leiða hið góða fram í dagsbirt-
una, því að oss skortir hvíldar-
dag.
Þér minnist einnig, að hinir
fornu íslenzku galdramenn tóku
stundum kölska í sína þjónustu
eða einhverja ára hans. Einn
yfirburður þeirra var, hve flýót-
ir þeir voru að vinna verk sín
sem vinnumenn. Manni þykir
það jafnan kostur að hafa röska
vinnumenn, enda er eftir þeim
sótzt. En forfeður vorir voru
ekki svo bundnir klöfum af
hraðanum, að þeir hefðu engan
tíma til að gera sér grein fyrir
mismun góðs og ills. Alþýðan
bjó til sagnir af galdramönnun-
um og röskum vinnumönnum
þeirra, púkunum og drísil-
djöflunum. Og um leið lét hún
skína í þá lífsskoðun sína, að
hinn mikli flýtir, hinn mikli
hraði, væri af vondum uppruna,
eitt einkenni hins djöfullega.
veldið, sem við er átt, og hin
eru auðfundin á spjöldum sög-
unnar. Ríki Meda og Persa tók
við af Babylon sem drottnandi
heimsveldi. Grikkir tóku við af
Medum og Persym, og á eftir
gríska heimsveldinu kom hið
rómverska, sem varð hin vold-
ugasta þeirra allra, eins og spáð
hafði verið. Samkvæmt spá-
dómnum var þetta „ríki“ úr
þrennskonar efni: Gamla, heiðna
rómverska heimsveldið (sem
táknað er með lærleggjum úr
járni í 2. kap. Dan.) fæddi af sér
hið svonefnda „Heilaga“ róm-
verska heimsveldi páfans (tákn-
að með fótum úr járni og leir),
sem síðar breyttist í núverandi
ríkjaskipun á meginlandi Ev-
rópu (ágætlega táknað með tán-
um, sem sumpart voru úr járni
og sumpart úr leir).
Þannig hafa „ríki“ þessi eða
heimsveldi risið og horfið í haf
sögunnar, einmitt í þeirri röð,
sem fyrir var sagt, með ná-
kvæmlega sömu einkennum og
spáð var, og meira að segja ná-
kvæmlega á þeim tíma, sem
spáð var (eins og brátt skal sýnt
fram á). Og nú er loka þáttur
hins síðasta að hefjast á megin-
landi Evrópu vorra daga. Það er
því augljóst af sönnunum þeim,
sem spádómarnir láta oss í té
um heimsveldin, að vér lifum
ekki aðeins á „tímum endalok-
anna,“ heldur er talsvert á þá
liðið. Frh.
—DAGRENNING
Drottínsdagur
Vér getum einnig seilzt til
hinna fornu Rómverja. Þeir áttu
spakmæli er hljóðar svo: Festina
lente, flýttu þér hægt. 1 því eru
mikil sannindi fólgin. Ég geri
ráð fyrir, að spakmæli þetta hafi
orðið til af því, að Rómverjar
voru miklir stjórnvitringar og
skipulagsmenn, svo að af ber.
Reynsla þeirra í stjórnmálum og
skipulagningu hefir kennt þeim
þetta. Enda má í þessu sambandi
minnast hins sunnlenzka ,bif-
reiðahölds, er segir við undir-
menn sína: „Vertu fljótur, en
farðu hægt.“ Sú setning þykir
fyndin, en 1 henni felst svo mikil
reynsla og sannindi, að hún er
spakmæli.
Ég hefi í dag talað um efni,
sem er einkenni nútímans, sem
sé hraðann, flýtinn. Yður finnst,
ef til vill, að ég hafi gjörtMítið
úr honum. Það er ekki svo. Ég
vil aðeins benda á það, að sem
stendur stjórnar hraðinn mönn-
unum. Þeir hafa misst tökin á
honum. Hann er orðinn þeirra
drottinn. En Guð sjálfur er nú í
dag fjarlægur Guð, sem menn-
irnir greina óskýrt í fjarska.
Þér, hinir ungu, hafið mögu-
leika til að venjast hraðanum
og stjórna honum. Til þess þarf
næman skilning og stórt átak.
En það er gerlegt. Eitt ráðið er
að fara út í náttúruna. Hún getur
talað til yðar sterkara og réttara
en nokkur prédikun. Þar getið
þér fundið Drottinn yðar, því
hjarta yðar er ekki enn orðið
sljótt og steinrunnið, ekki enn-
þá. Og það er víst, að þér þráið
að finna eitthvað, sem er fast
og óbreytanlegt í tilverunni. Og
hvað er það annað en hinn óum-
breytanlegi Guð frá upphafi til
eilífðar. Hann, sem er sjálfur
upphafið.
Það er gleðilegt að sjá, hversu
fólkið í bæjunum þráir að koma
út í náttúruna og notfærir sér
hvert tækifæri til þess. En sú
hreyfing er ekki ýkja gömul.
Hún hefir skapazt af þrá manns-
hjartans að leita hvíldar, að
kasta af sér hlekkjum hrað-
ans. Hvíldardagurinn birtist í
breyttri mynd. Guðstrúin er
persónulegri orðin á suman hátt
en hún var. Mennirnir leggja
meiri rækt við áð lifa heilbrigðu
lífi, að svo miklu leyti sem þeim
gefur tóm til þess. En það hefir
orðið á kostnað trúarlífs sam-
félagsins, og er það skaði. Því
samfélagið, heildin, er sterkara
en einstaklingurinn, getur kom-
ið meiru til leiðar. En ef allir
væru gegnsýrðir af trúaranda,
þá væri heimurinn ofurlítið
öðruvísi en hann er........
Þér hinir ungu eruð á leið út
í kjarnorkuöldina. Undir yður
er komið, hvort lífsstefna eða
helstefna eigi að ráða. Skapið
yður hvíldardag, er þér getið
leitað Guðs og vitjað hans. Þá
verðið þér eigi þrælar hraðans,
heldur meistarar hans. Á hrað-
anum verðið þér að ná tökum.
Annars verður líf yðar kvöl.
Á fögrum haustdegi hverfur
hraði og tími. Hann er sann-
kallaður hvíldardagur. í blik-
andi haustskrúða náttúrunnar
finnum vér bendingu frá þeim
er sagði: „Komið til mín, allir
þér, sem erfiðið og þunga eruð
hlaðnir, og ég mun veita yður
hvíld.“
Magnús Már Lárusson
—KÍRKJURITIÐ
Maður í New Orleans var kærð
<4ir fyrir innbrot. Hann hafði
höggvið gat á múrvegg og seilzt
í gegnum það, svo að hann náði
til muna inni fyrir. Verjandi
hans staðhæfði, að hann hefði
aldrei farið inn í húsið, nema
hvað hann rak þar inn höfuðið,
og kviðdómurinn dæmdi hann
sekan um innbrot „hvað efri
hluta líkamans snerti.“ Mannin-
um var ennframur í sjálfs vald
sett, „hvort hann tæki hinn sak-
lausa hluta líkamans með í
fangelsið."