Lögberg - 22.05.1952, Qupperneq 3
LOGBERG. FIMTUDAGINN, 22. MAI, 1952
3
Ra nnsókna rsfr öði ri
VÍSINDAMENN hafa lengi vitað
að hinn mikli meginlandsjökull
á Grænlandi muni hafa geisi-
mikla þýðingu fyrir veðráttu á
norðurhveli jarðar. Og nú hafa
nokkrir franskir menn verið að
athuga þetta um nær fimm ára
skeið. Þeir hafa blátt áfram
hafzt við niðri í sjálfum jöklin-
um, en í myrkri og kulda hafa
þeir skreiðst upp á yfirborð hans
til þess að athuga veðurmæli-
tæki sín og senda flugbelgi upp
í loftið. Frostið er þarna stund-
um 86 stig á Fahrenheit, og er
því eigi kunnugt að nokkrir
aðrir menn vinni í slíkum kulda.
En þeir hafa þraukað hvað sem
á hefir gengið.
Þessit menn starfa fyrir hinn
franska pólrannsókna leiðangur,
sem Paul E. Victor stjórnar,
einn af þessum frægu norður-
förum og á borð við þá Peary,
Amundsen og Byrd, sem fræg-
astir hafa orðið fyrir ferðir sín-
ar um heimskautalöndin.
Victor var ekki nema 25 ára
gamall er hann fór í fyrsta sinn
til Grænlands. Árið 1936 gekk
hann þvert yfir Grænlandsjökul.
í stríðinu fór hann til Banda-
ríkjanna og var þar ráðunautur
flughersins um allar flugferðir á
nyrztu slóðum. Ep þegar stríðinu
var lokið, heillaði Grænland
hann aftur, og þá var það að
hann fékk hugmyndina um að
koma á fót rannsóknarstöð uppi
á miðjum jöklinum. Franska
stjórnin styrkti hann til þessa
fjárhagslega og hann fékk leyfi
dönsku stjórnarinnar til þess að
fara þangað. Hann safnaði að
sér vísindamönnum á ýmsum
sviðum til þess að geta fram-
kvæmt þær rannsóknir er hann
langaði til, þar á meðal að mæla
þykkt jökulsins og gera þar
veðurathuganir.
Sumarið 1948 fór hópur manna
til Grænlands til þess að undir-
búa aðal leiðangurinn, sem átti
að hefjast næsta ár. Hinn 1. júní
köstuðu þeir akkerum í firði
nokkrum á vesturströnd Græn-
lands og skipuðu þar farangri
sínum á land, 60 smálestum. Auk
þess höfðu þeir meðferðis fimm
snjóbíla og 15 sleða úr alumini-
um og voru þrír þeirra hlaðnir
af áhöldum til vísindarann-
sókna. Þeir leiðangursmenn
voru 25 talsins.
í farangri þeirra var meðal
annars 5000 gallon af benzíni,
þrjár togvindur og 12.000 fet af
stálvír af ýmsum gerðum, loft-
á Grænlandsjökli
skeytastöð, viðgerðaáhöld og
mikið af varahlutum.
Tveir þeirra félaga lögðu nú
af stað á undan, ásamt fimm
Eskimóum, til þess að finna sem
bezta leið upp á jökulinn. Komu
þeir þá þangað er þverhnýptur
hamar gekk fram úr jöklinum
og spyrnti baki við honum. —
Þarna leizt Victor ákjósanlegur
staður, og þegar hann kom aft-
ur til félaga sinna, sendi hann
símSkeyti til Frakklands og bað
verksmiðjuna, er seldi honum
stálvírana, um allar upplýsing-
ar um það hvernig hann ætti að
útbúa vað þarna á hamrinum til
þess að draga allan farangurinn
þar upp. Skeyti kom aftur frá
verksmiðjunni með öllum nauð-
synlegum upplýsingum. Var svo
farið með togvindu upp á ham-
arinn og frá henni lá 2500 feta
langur stálvír niður á jafnsléttu,
en sjálfur hamarinn var 700 feta
hár. Þarna var svo allur farang-
urinn dreginn upp og dró tog-
vindan stundum 1000 til 1500
pund í einu.
All-löng leið var frá hamrin-
um upp á jökulbrún og í marga
daga voru þeir að selflytja leið-
angur sinn þangað. Þar gerðu
þeir sér svo bækistöð og að því
loknu var lagt inn á hájökulinn.
Vikum saman voru þeir á því
ferðalagi, en að lokum komust
þeir inn á miðjan jökul, þar sem
fyrirhugað var að hafa rann-
sóknarstöðina. — Þarna gengu
þeir nú frá farangrinum og
héldu svo sömu leið til baka og
sigldu heim til Frakklands.
í maímánuði árið eftir lögðu
þeir svo enn af stað til Græn-
lands. Fóru þeir hina sömu leið
og áður og komust slysalaust til
stöðvarinnar á miðjum jöklin-
um. Þetta var um mitt sumar,
en þó var frostið þarna oft um
40 stig á Fahrenheit. Þeir byrj-
uðu á því að höggva djúpa og
stóra gröf ofan í miðjan jökul-
inn. Þar niðri í gröfinni reistu
þeir svo hús, sem þeir höfðu
haft meðferðis, gerðu sér ýmsar
geymslur í jöklinum og bji^ggu
eins vel um sig og unnt var.
Þá um sumarið fór íslenzk
flugvél 13 ferðir vestur yfir til
stöðva þeirra og varpaði þar
niður ýmsum birgðum í fallhlíf-
um. Tókst þetta svo vel, að
skemmdir á þeim farangri, sem
varpað var niður, námu ekki
nema 2%.
Seint í ágúst sneru flestir
TIL BÚNAÐARUMBÓTA
Lán til búnaðarbóta má nota til girðinga,
afrenslis og annara umbóta. Upphæðir, sem
nema alt að $3,000 eru fáanlegar samkvæmt
þar að lútandi ákvörðun, og um afborganir
má semja til eins, tveggja eða fleiri ára. Og
vextir eru aðeins 5%. Leitið upplýsinga hjá
næsta útibúi.
3ÚNAÐARLÁNI
iná einnip; verja til
Nýrra véla og búsáhalda
Nýrra kjallara eSa til kaupa
hrænræktaSs búpenings.
Nýrra bygginga eSa viSgerða
viS eldri hús á býlinu *
Raflagna á býlinu
GirSinga, afrenslis eSa ann-
ara umbóta
Biðjið um
eintak af
pessum
'bœklingi, er
ski/rir frá
öllu varðandi
Púbótamálin.
THE ROYAL BANK
OFCANADA
þér megið treysta "Royar'
I
Business and-Professional Cards
PHONE 724 944
heim aftur, en átta vísindamenn
voru skildir eftir uppi í ísbúð-
unum, 9.900 fet yfir sjávarmál
og 250 mílur frá jökulröndinni.
Þetta var einmanalegur staður
og vetur fór í hönd með margra
mánaða náttmyrkri.
Á hverju vori síðan hefir svo
farið hópur leiðangursmanna
vestur til Grænlands og brotizt
upp á jökulinn að ísbúðunum.
Þá eru hinir átta vetursetumenn
leystir af hólmi, en aðrir átta
taka að sér að vera þar næsta
vetur.
Vetursetumennirnir búa í hús-
inu, sem nú er fyrir löngu komið
á kaf í hjarn og ís. Frá því liggja
330 feta löng göng til hinna
ýmsu geymsluskála, sem hafa
verið höggnir út í ísinn. Á
hverjum degi dúða mennirnir
sig eins og bezt þeir geta og
fara út í kuldann og myrkrið
til þess að athuga hin ýmsu
mælitæki sín, og á hverjum degi
eru flugbelgir með mælitækjum
sendir upp í loftið. Eftir svo
sem klukkutíma eru allar mæl-
ingar símaðar út um heim og
eru innan stundar komnar til
allra flugvalla fyrir norðan mið-
jarðarbaug. Veðurathugana-
stöðin er ekki nema nokkra
faðma frá íbúðarhúsinu, og
verða menn að þræða sig þangað
1 eftir streng, því að annars gætu
þeir átt á hættu að villast út í
myrkrið og kuldann á þessari ó-
endanlegu ísbreiðu. Venjulegast
verða þeir að moka sig út á
hverjum morgni.
Það er langur tími að hýrast
þarna tíu mánuði samfleytt. En
hvað geta þá mennirnir haft til
að stytta sér stundir? Þeir eru
alltaf nokkra tíma á dag að
vinna úr athugunum sínum, en
annars stytta þeir sér stundir við
grammófón eða útvarp, eða þá
að tala við aðrar loftskeyta-
stöðvar. Heilsufar hefir verið
gott hjá þeim og þeir hafa bláa
ljóslampa til þess að bæta sér
upp sólarleysið.
Á þessum árum hefir tekizt
að mæla þykkt jökulsins og
ýmsar hreyfingar, sem á honum
eru. — Rannsóknunum er langt
í frá lokið, en svo er sagt, að
þær bendi eindregið í þá átt að
rétt sé það, sem sagt hefir verið
að Grænlandsjökull ráði að
miklu leyti veðráttunni á norð-
urhveli jarðar. Og takist mönn-
um að finna til fulls hvernig í
því liggur, þá verða allar veður-
spár fyrir Evrópu miklu áreið-
anlegri í framtíðinni en þær
hafa verið.
(Úr Popular Mechanics)
—Lesb. Mbl.
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6—652 HOME ST.
Viðtalstími 3—5 e£tir hádeKÍ
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office Hours 2.30 - 6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
liögfrœðimgar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. B. PAOE, Managing Director
Wholesale Dlstributora of Fresh and
Frozen Flsh.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Office Phone Res. Phone
924 762 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAX, ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Stofnað 1894 Sími 27 324
Phone 23 996 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternity Pavillion,
General Hospital.
Nell’s Flower Shop
Wedding Bouquets. Cut Flowers,
Funeral Deslgns, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 27 482
Office 933 587 Res. 444 389
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Maln Street
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viS, heldur hita frá aö rjúka út
rneís reyknum.—SkrifitS, slmiö til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Simar : 33 744 — 31 431
DR. H. W. TWEED
Tannlæknir
508 TORONTO GENERAL TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 926 952 WINNIPEG
Creators of
Distinctive Pringting
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave., Winnipeg
Phone 21804
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl. Winnipeg
PHONE 924 624
Phone 21 101 ESTIMA TES
FREE
J. M. INGIMUNDS0N
Asphalt Roofs and Inxulated
Sldlng — Repalrs
Country Orders AttendeO To
632 Slmcoe St. Wlnnlpeg. Man.
GIMLI FUNERAL HOME
51 Firsi Avenue
Ný útfararstofa meö peim full-
komnasta útbftnaöi, sem völ er
á. annast viröulega um útfarir,
selur ltkkistur, minnisvaröa og
legsteina.
Alan Couch. Funeral Director
Phone—Business 32
Residence 59
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
50tí SOMERSET BUILDINQ
Telephone 97 932
Home Telephonpe 202 398
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur í augna, eyrna, nel
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 923 815
Heimasimi 403 794
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Maiihews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wlli be appreciated
Minnist
CCTEL
í erfðaskrám yðar.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary'a and Vaughan, Winnlpeg
PHONE 928 441
PHONE 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON A CO.
Chartered Acconntanta
505 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG MANITOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barrisíers - Solicitors
Ben C. Parker. K.C.
B. Stuart Parker. A. F. Krlstjanseon
500 Canadlan Bank of Commeree
Chambers
Wlnnlpeg, Man. Phone SS3M1
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK, Slmi 925 227
Bullmore Funeral Home
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Hugleiðingar í ellinni:
Upp við stofninn
Upp við stoininn önd mín grær,
þar er andans athvarf fundið;
ait er lögum drottins bundið
íöstum regium ijær og nær.
Nú vill segja sálin mín,
við græna tréð er gott að vera,
und’ greinum þess fram lofgjörð bera,
þau líta á mig laufin þín.
í hendi Guðs mitt hjarta slær,
Hann mér gefur föt og fæði,
fjöðrum sett mín andans klæði,
sem hugans þunga lyíting ljær.
Hátt frá vegi veraldar,
andinn flýgur fjöllum hærra.
Flest á jörðu sýnist smærra,
er augna yndi áður var.
Óðum léttast loftið finn.
Gegnum skýin þungu þræða;
það er skamt til sigur hæða
inn í friðar faðminn þinn.
Millibilið örstutt er,
andartak og ekki meira.
Alstaðar má sjá og heyra
orð Guðs óma: „Eg em hér.“
Drottins auglit æ oss sér.
Leið vor yíir dimma dalinn
svo dásamlega út er valinn
að felustaður enginn er.
Svo bjart er ljósið Lausnarans,
ljóminn til vor talað hefur:
„Tilbið þú Guð.“ Þér máttinn gefur,
efast ei um áheyrn hans.
Eilíf miskunn að oss snýr,
ýmislegt vill andan beygja.
Ekkert Guði þarf að segja,
Hann veit hvað í brjósti býr.
í hans skjóli önd mín vex,
þar mín gróa sáru sárin.
Sú er reynslan gegnum árin,
liðin hjá sjötíu’ og sex.
Sannleiksröddin segir mér,
óðum ljósin dagsins dofna.
í drottins vernd er gott að sofna
við ljósið, sem að eilíft er.
Heimþrá grípur huga minn,
ég halla mér að hjarta þínu.
Hér á lífsins kveldi mínu,
í tjaldbúð þína tak mig inn.
Jesús, Guðs son, Jesús minn,
reis mig upp í reynslu minni.
Réttlætis í hendi þinni,
ég veit mig styður styrkur þinn.
Faðir ljóssins, faðir minn.
Barni þínu blessun veitir
um bústað sálarinnar breytir,
af djúpi rís upp dagurinn.
Febrúar 1952
Ingibjörg Guðmundsson