Lögberg - 22.05.1952, Page 4

Lögberg - 22.05.1952, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MAÍ, 1952 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritatjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Sannfæringarkraftur og djörfung í dagblaðinu Vancouver Province, sem er eitt aðal- málgagn íhaldsflokksins í British Columbiafylki, birtist fyrir nokkrum dögum ritstjórnargrein lútandi að fylkis- kosningunum, sem þar verða háðar þann 12. ;úní n.k. fyrirsögnin að þessum fáu línum, er þýdd úr enskunni. Eins og þegar er vitað fara kosningar fram í á- minstu fylki þann 12. júní; kjósendur eiga auðsjáan- lega úr nógu að velja, því hvorki meira né minna en fjórir stjórnmálaflokkar leita kjörfylgis; að mest kveði að Liberalfiokknum veröur ekki um deilt, enda á hann ianga og í flestum tilfellum glæsilega þróunarsögu að baki; leiðsögumaður flokksins er núverandi forsætis- ráhðerra, Byron Johnson, sem er íslenzkur í báðar ættir, vitur maður og mikilhæfur; hann hefir getið sér frægðarorð vegna stefnufestu, víðsýnis og þróttlundar. Ummæli þau, sem Vancouver Province birtir um Byron Johnson eru næsta lærdómsrík og falla ekki mörgum í skaut, er um pólitískan andstæðing ræðir; með hliðsjón af sjúkratryggingalöggjöf þeirri, er Byron Johnson hratt í framkvæmd skömmu eftir að hann kom til valda, sem nú hefir orðið fylkinu ærið kostnað- armeiri, en til var ætlast í fyrstu og sumir flokksbræður hans vilja nú óðir og uppvægir koma fyrir kattarnef, en hann hefir tekið ástfóstri við og vill að rekin verði á traustum, fjárhagslegum grundvelli, kemst áminst and- stæöingablað þannig að orði: „Það er ekki ætlun vor á þessu stigi málsins, að leggja fullnaðarmat á hvað sé rétt og hvað kunni að vera rangt varðandi meðferð og lausn þessa mikilvæga máls, því slíkt er verkefni sérfræðinga í sjúkratrygg- ingum. En oss ber að virða hina pólitísku ráðvendni Mr. Johnsons, sannfæringarkraft hans og hugrekki; og það eru einmitt þessir sérkostir, sem vér þörfnumst í með- ferð opinberra mála.“ Það er ánægjuefni að fá vitnisburð sem þenna og þá ekki sízt, er íslendingur á í hlut. Áminst blað víkur í sömu ritstjórnargreininni að ummælum frú Nancy Plodges, sem var forseti síðasta þings og fyrsta konan í þessu landi, er slíka virðingar- stöðu hefir skipað, en hún komst meðal annars þannig að orði á nýlega afstöðnu ársþingi Liberalaflokksins í British Columbia: Stundum gerast þeir atburðir, er opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd, að það geti ekki réttilega ætlast til að fá alla skapaða hluti fyrir ekki neitt.“ Vonandi er að íslendingar í British Columbia fylki liði um Byron Johnson á kosningadaginn. Fiskimannahéf'íðin á Gimli Svo sem auglýst hafði verið hér í blaðinu, var síð- astliðinn sunnudag haldin fjölsótt og vegleg fiski- mannahátíð í skemtiskála bæjarins og var athöfninni allri útvarpað yfir C.K.Y. útvarpsstöðina í Winnipeg og stóð útvarpið yfir í hálfa aðra klukkustund; er skemst frá því að segja, að athöfnin var um alt hin virðuleg- asta og samsvaraði í öllu tilgangi sínum. Séra Harald S. Sigmar, prestur Gimlisafnaðar, flutti ágæta og ber- yrta prédikun, er helguð var einkum hinni harðsnúnu stétt fiskimanna, sem er að langmestu leyti af íslenzkum uppruna. Séra Sigmar var síður en svo myrkur í máli; hann fór ekki í flæmingi undan vandkvæðum fiskimanna vegna netamálsins, sem undanfarið hefir mjög verið á dagskrá, hann fór fögrum orðum um Mikley og lét í Ijós fögnuð sinn yfir því, að nú væri einangrun þessarar vingjarnlegu eylendu í þann veginn að verða lokið, er . hún nú innan skamms yrði tengd við meginlandið með bílferju, og hann ræddi einnig um heimsmálin á breið- um grundvelli og þau tortímingaröfl, er sýknt og heilagt væru að verki í mannheimi; bæjarstjórinn á Gimli, B. Egilson, flutti athyglisverða ræðu, og slíkt hið sama gerðu þeir Dr. S. O. Thompson, þingmaður Gimlikjör- dæmis, og Douglas Campbell, forsætisráðherra fylkis- ins; ræða Dr. Thompsons var mótuð þeirri drengilegu alvöru, er svipmerkt hefir athafnir hans á vettvangi opinberra mála. Ánægjulegt var að hlusta á rödd Dr. Rúnólfs Marteinssonar, þessa bjartsýna aldursforseta íslenzkrar prestastéttar vestan hafs, sem enn elur heitar æskuhugsjónir í brjósti; á hátíð þessari var mik- ið um söng, er Jóhannes Pálsson fiðluleikari stýrði; við hljóðfærið var systir hans, frú Lilja Martin. Jóhannes lék snildarlega á fiðlu sína hið innblásna meistaraverk Largo eftir Handel. Tvísöng sungu Benediktson og Franks. Að lokinni megin athöfn, gengu fiskimenn í skrúð- fylkingu um Gimlibæ, þar sem öndvegissúlur íslenzkra frumherja fyrst bar að landi. Fólk það, er í áminstri athöfn tók þátt, að Campbell forsætisráðherra undanskildum, var alt af íslenzkum stofni, og þótt það mælti á enska tungu, féllu af vörum þess mörg hlýyrði í garð íslands og íslenzkra menn- ingarerfða. Samkomur þessarar tegundar hafa raunverulegt menningargildi, og stuðla að auknu samstarfi innan hlutaðeigandi bygðarlaga. Kornræktin á Sámsstöðum bar sig ekki síður en grasræktin síðastl. sumar Lolcsins Mér þykir vænt um að nú loks skuli vera komin hreyfing á kornræktarmálið, sagði Klem- enz Kristjánsson, er Morgun- blaðið átti tal við hann í gær. Það er kominn tími til þess. Hingað til hefir þjóðfélagið ekkert skipt sér af kornrækt- inni, nema hvað það hefir styrkt tilraunir mínar á Sámsstöðum, þ. e. a. s. komið fótum undir þær, því eins og reikningar sýna hafa þær fjárhagslega staðið undir sér. Við gerum það að tillögu okkar í kornræktarnefndinni, að bændur þeir, sem sinna vilja kornrækt af alvöru, fái sem svarar fjórðung af kaupverði nauðsynlegra véla í styrk. Ætti það að verða til þess,‘að skortur á vélakosti standi ekki korn- ræktinni fyrir þrifum. Akrarnir verða að hvílast á 3—4 ára fresti — Hefir kornræktarnefndin lokið störfum? — Nei, við höldum að nokkru leyti áfram athugunum á því, hvernig bezt verði að koma fyr- ir framleiðslu á heymjöli og raf- þurrkun á heyi. En slík fram- leiðsla yrði einkar hentug í sam- bandi við kornræktina. Því kornræktin nýtur sín bezt í sambandi við aðra ræktun í stórum stíl. Reynslan hefir sýnt, að erfitt er að rækta korn með góðum árangri, ef opnir akrarnir verða meira en 3—4 ára gamlir. Þar sem kornrækt hefir verið reynd eitthvað í stórum stíl á undan- förnum árum, hefir það staðið áframhaldandi kornrækt fyrir þrifum, að akrarnir hafa fyllzt af illgresi, sem dregið hefir mjög úr uppskerunni. 20 tunnur á hektara — Er ekki svo, að meðalkorn- uppskeran hjá þér hafi reynzt vera 20 tunnur á hektara? En raddir hafa heyrzt um það, að þegar þú reiknar út hina fjár- hagslegu niðurstöðu kornrækt- arinnar, þá reiknir þú með sölu- verði á korninu til útsæðis? — Meðaluppskeran hefir verið þessi, en allmikið rýrari í verstu árum. En það er á misskilningi byggt, að ég þurfi að reikna mér viðbótarverð á korninu sem sáð- korni til þess að ræktunin beri sig fjárhagslega. Þar hefi ég alltaf gengið út frá fóðurkorni. Útkoman ekki lakari á korni en grasi — Hvernig varð útkoman á kornræktinni hjá þér í fyrra- sumar? — Vorið í fyrravor var eins og menn muna alveg óvenjulegt hér sunnanlands. Ég gat ekki sáð fyrr en komið var fram í miðjan maí, það er að segja þrem vikum seinna en vant er. Samt fékk ég ágætlega vel þroskað korn, er hefir reynzt með fullkomna spírunarhæfi- leika. En vegna þess, hve korn- ið var gisið á ökrunum í fyrra, var uppskeran ekki meira en 15 tunnur á hektara. Óvenjulega mikill vatnsagi var á ökrunum í fyrravor og því kalskellur um allt, ekki síður en á túnum. Á Sámsstaðatúnum neðan við þjóð veg, fékk ég um 500 hestum minna af heyi, en í meðalári og get því óhikað fullyrt að út- koman á grasræktinni var engu betri en á kornræktinni. — Hvaða horfur telur þú vera á kornrækt hér að sumri? — Óvenjulega mikil eftirspurn er eftir sáðkorni, bæði byggi og höfrum. Menn ætla að sá bæði Færeyjabyggi, Dönnes-byggi, Floyja-byggi og Niðarhöfrum. Vænti ég þess þar sem innlent sáðkorn hrekkur ekki, hafi SlS sáðkorn til sölu af þeim tegund- um, sem hér eru notaðar. —Mbl., 9. apríl Kennsian í náttúrufræði þarf að Samhæfast nýjum vísindum Dr. Sigurður Þórarinsson kominn heim frá Englandi FYRIR nokkru birtist hér i blaðinu Lundúnafrétt um fyrirlestraferð dr. Sigurðar Þór- arinssonar til enskra háskóla. Eftir að sú frétt var skrifuð hélt dr. Sigurður fyrirlestrunum á- fram, og heimsótti háskólana í Leeds, Oxford, Birmingham og Nottingham. 1 Birmingham fjallaði erindi hans um náttúruöflin og sögu íslenzku þjóðarinnar. En í hin- um háskólunum fjórum fyrir jarðfræðinga, ræddi hann um íslenzk eldfjöll, einkum um Inspiring Performance By Boy Soprano At Chalmers -Wesley Choristers of different choirs of the Protestant Churches of the city blended their voices to render an inspiring programme of sacred music last night at Chalmers-Wesley United Church, St. Ursule St. Master Michael Bildfell, 12, leading choir boy of the Church of the Advent, Westmount, was guest soloist. The purpose of the Quebec Choral Society which has been established for many years, is to foster vocal talent and mus- ical interest among Church choirs of Quebec and vicinity. The 30 members in last night’s recital were under the direction of Sidney G. Martin, and Miss Leonora Teakle was organist. As the first item on the pro- gramme the choir sang “The Heavens Are Telling,” from “The Creation” by Franz Joseph Haydn, displaying perfect har- mony and richness of voice, which has accounted for the choir’s reputation down the years. Following this Michael Bild- fell, one of Montreal’s leading boy sopranos, gave a beautiful solo of Panis Angelicus, by Cesar Franck. His voice has a fragile-like quality which the boy controls with remarkable ease. It is inspiring to listen to him beeause he puts all his soul into what he is singing, feeling every note of it. His diction was also good and he had remark- able self-assurance for one so young. He also sang solos of “I Know My Redeemer Liveth,” by George Frederick Handel and the difficult “Alleluyah,” by Mozart, which Master Bildfell seemed to find more difficult than the other selections and therefore gave a more laboured rendition. Michael Bildfell, who has re- ceived an offer to join the choir school of St. John the Divine Church, New York, for this com- ing September, has been singing with a choir since the age of five. He says that he wants to be- come another Caruso, an opera singer being his one and only THE WAGON TRAIL Upon this trail it looks as if the hill Were holding in the curve of its great arm The old, old house, protecting it from harm. Above the yard the weathered rusty mill, That fed the mossy trough, is standing still Beside the hoof-worn path. The active charm Of flock and herd around the field and farm Has vanished. Weeds now roam their trails at will. Yet clinging like the light on summer grain, I feel the joy my memories impart And linger with the presence of the land. The roots of home entwine and deeply vein My leaves of thöught, as time reveals my heart And gently holds it in a calloused hand. FREDA BJORN Michael Bildfell ambition. He says he inherits a good deal of his musical talent from his mother, who was a chorister in Winnipeg choir and his grandfather who was a clergyman. There is also a mu- sical ability on his father’s side of the family. Michael has a sister, Gale, 11, and a brother, Peter, 9, who also posess a talent for singing. In spite of his singing, Michael also takes an active part in hockey and baseball and is an average student in Grade 7. Ac- cording to his mother, every- body is nervous but Michael, before he gives a recital. Michael is the son of Dr. J. A. Bildfell and Mrs. Bildfell of Montreal. Quebec Chronicle-Telegraph May 5, 1952 gígina við Mýyatn. Á milli þess, sem hann vann að fyrirlestrum sínum, kynnti hann sér ýmislegt í brezkum söfnum. Svipaðist hann m. a. eft- ir elztu lýsingum á Heklu, er birtust í miðaldaritum. Skólasföðvar í fjalllendi Um tíma dvaldi Sigurður í skoðunarstöðum brezkra skóla í Penninafjöllum. — Hafa ýmsir brezkir skólar komið upp stöðv- um fyrir nemendur sína í fjall- lendi þessu, þar sem vel hagar til fyrir þá, sem vilja kynna sér ýms náttúrufyrirbrigði. í skóla- selum þessum geta námsmanna- hópar dvalið í viku til 10 daga undir handleiðslu kennara til þess að kynna sér af eigin raun ýmsa þætti í náttúrufræði landsins. I viðtali við blaðið í gær skýrði Sigurður svo frá, að merkust þeirra stöðva, er hann kynntist, er um 400 m. yfir sjávarmál við stöðuvatn, er heit- ir Malhamtarn. Þar í fjöllunum er loftslagið líkt og hér í Reykjavík, meðal- hiti júlímánaðar 12 stig, úrkoma mikið meiri en hér. Fjalllendi þetta var fyrr meir gjörsamlega skóglaust, en þar hafa verið gróðursettir víðlendir skógar og loftslag batnað við það að mun. Kennslan fylgist með framförunum Dr. Sigurður sagði m. a., að mjög væri það áberandi, hve kennsla í náttúrufræði er full- komnari í Bretlandi en hér á landi, þar sem skólamenn þar hafa bætt kennsluna í samræmi við hinar öru breytingar og fram farir í náttúruvísindum síðasta mannsaldurinn. Hefir verið lögð áherzla á, að samræma kennsl- una við nýjustu þekkingu í þeim efnum. Hér á íslandi hafa ekki verið tök á að samhæfa kennsluna framförum náttúruvísindanna. Er þetta orðinn ískyggilegur galli í kennslu okkar og skóla- kerfi. Menn verða að gera sér grein fyrir, sagði Sigurður, að öðru máli er að gegna með mála- kennslu og kennslu í lifandi vís- indagreinum. Tungumálin eru þau sömu og þau voru fyrir 50 árum. En náttúrufræðin hefir á þessu tímabili tekið breytingum í ýmsum grundvallaratriðum. Verður hægt að bjarga skipinu af botni Seyðisfjarðar? Seyðisfjörður, 7. apríl: — Hingað kom í dag með Esju, ásamt nokkrum mönnum öðrum, Benedikt Grödal, forstjóri Hamars. — Hann er hingað kominn til þess að athuga möguleika á björgun olíuskips þess, er sökk hér í firðinum fyrir mörgum árum, eða á farmi þess. Olíuskipið var brezk eign og var því lagt hér vorið 1941. — Það var birgðaskip fyrir brezk herskip. Það var mjög stórt og með um 15.000 tonn af olíu í geymum sínum, er því var sökkt af þýzkri flugvél þá um sumarið. Engin sprengja kom á skipið, en það sökk þó Flugvélin, sem sökkti því, varpaði að því þrem sprengjum. Engin þeirra kom í skipið sjálft, heldur í sjóinn fyrir framan stefni þess. — En þrýstingur sá, er myndaðist er sprengjurnar sprungu í sjónum, var það mik- ill, að óstöðvandi leki kom að skipinu og á einhverja af olíu- geymunum og sökk þetta mikla ferlíki á 30 metra dýpi. Mikið aí olíu í skipinu Enn mun vera mikið af olíu í skipinu, þó mikið hafi farið for- görðum, er það sökk. Lengi á eftir vætlaði olían úr því og or- sakaði ýmiskonar tjón, sem ár- angurslaust hefir verið reynt að fá bætt. Brezka flotastjórnin bauð Seyðfirðingum fyrir löngu, að þeir mættu eiga skipið, en því boði var ekki tekið. Esso lætur gera iilraunina Fyrir alllöngu fékk Olíufélag- ið Esso áhuga á að láta gera athuganar á hvort tiltækilegt þætti að bjarga skipinu og farmi þess. Hefir Seyðisfjarðarbær fengið ráðstöfunarrétt á skipinu, þar sem það hvílir á fjarðar- botninum og jafnframt gert samning við Olíufélagið um að það megi gera þessa tilraUn, og hver skuli verða hlutur Seyðis- íjarðar, ef björgunin skyldi takast. Kafari athugar skipið Hefir Olíufélagið samið við Hamar um þessar athuganir og þeirra erinda er Gröndal for- stjóri hingað kominn, ásamt að- stoðarmönnum sínum. Athug- anir þessar eru í fyrsta lagi í því fólgnar að kafari athugar á- stands skipsins og farms. —Mbl., 8. apríl

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.