Lögberg - 22.05.1952, Page 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN, 22. MAI, 1952
5
WV'VVVVWVVWVVVVVVWVVVVVVV*
ÁHUeA/HÁL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
SLYS Á HEIMILINU
Ætla mætti að flest slys ættu
sér stað 1 vélaverksmiðjum, á
vegunum eða annars staðar
utan heimilanna, en svo er ekki;
sicýrslur sýna, að á heimilunum
sjálfum er hættast við slysum
og flest eru það slys, sem auð-
velt hefði verið að koma í veg
fyrir með því að gæta einfaldra
varúðarreglna.
Byltur verða á hverju ári þús-
undum manna að aldurtila á
þeirra eigin heimilum. Margar
húsfreyjur hafa ánægju af að
prýða stofurnar með litlum gólf-
dúkum; þeir eru fallegir en geta
orðið heimilisfólkinu stórhættu-
legir nema að þeir séu festir við
gólfið eða útbúnir þannig, að
þeir hreyfist ekki þegar stígið
er á þá.
Gólf, sem póleruð eru þar til
þau glansa eins og spegill eru
óneitanlega falleg, en mörgum
hefir skrikað fótur á þeim og
væri skynsamlegra að pólera
þau minna heldur en eiga á
hættu að einhver í fjölskyldunni
fái slæma byltu. Ef gólfdúkur-
inn brettist upp eða göt eru á
honum er hann hættulegur, sér-
staklega öldruðu fólki, en bein
þess eru stökk og lengi að gróa.
Á mörgum heimilum er var-
úðarreglna gegn slysum ekki
gætt, sem myndi vera strang-
lega framfylgt í öllum verk-
smiðjum. Húsmóðir þarf til
dæmis að ná í hlut, sem er hátt
uppi; hún hefir ekki stiga við
hendina og nær sér í stól, setur
upp á hann skemil og klöngrast
síðan upp á hann. Hver, sem
leyfði sér að nota þannig óhæf
áhöld í verksmiðju myndi þegar
missa atvinnu sína, og mörg
konan, sem reynt hefir að leika
þetta, hefir verið frá vinnu í
langan tíma vegna brotins
handleggs eða mjaðmarbeins.
Rafmagnstæki geta og verið
mjög hættuleg, ef þau eru notuð
í baðherberginu. Komið hefir
fyrir að fólk hefir verið að reyna
að kæla sig með rafmagns-
hreyfli meðan það var í bað-
kerinu; hann hefir kippst ofan í
baðkerið og rafmagnsstraumur-
inn deytt þann, sem í baðinu
var. Á sama hátt geta smá út-
varpsviðtæki verið hættuleg;
ennfremur hárkrullutaugir, ef
að tengillinn eða tækið blotnar.
í Canada er það á móti lögum
að hafa nema einn tengil í bað-
herbergi, aðeins fyrir ljósið,
vegna þess hve hættulegt er að
nota rafmagnstæki nálægt vatni.
Mörg konan hefir sprengt
heimili sitt í loft upp með því,
að reyna að hreinsa föt úr
hreinsunarlög. Og þrátt fyrir
það þótt öll slysavarnarfélög
vari þær við þessu atferli, hætta
margar konur þannig enn heim-
ili sínu og lífi. Sú kona, sem vill
sjálf hreinsa fötin úr hreinsun-
arlög ætti að gera það úti undir
beru lofti og velja dag þegar
vindurinn blæs og feykir gasguf-
unni í burt.
Rannsóknir hafa sannað að
eldhúsið er hættulegasti staður
heimilisins. Fitublettir á gólf-
inu, hýði af ávöxtum eða græn-
meti, hafa orsakað marga slæma
byltu. Börn sækja í eldhúsið, því
þaðan angar lykt af mörgum
góðum réttum og þau eru for-
vitin og vilja vita hvað sé ver-
ið að matreiða; þau teygja sig
upp og ná í hald á potti eða
pönnu og steypa yfir sig brenn-
heitum mat eða lög. Það er ægi-
legt hve mörg börn verða fyrir
svona slysum. Snúið höldunum
á ílátunum á eldavélinni, altaf
inn en ekki út svo börnin nái
ekki í þau.
Það er altaf hættulegt að skilja
börnin eftir ein heima; ekkert
smábarn er öruggt einsamalt.
Hvað oft sem þú hefir sagt barn-
inu að leika sér ekki að eld-
spýtum ertu aldrei viss um að
það geri það ekki. Ekkert barn
er öruggt á heimili sínu nema
\alt það, sem getur meitt, skorið,
brennt eða eitrað það, s? látið
þar, sem það nær ekki til þess.
Þá þarf að hafa gætur á því,
að flugnaverjur (Screens) á
gluggum séu vandlega festar svo
barnið geti ekki ýtt þeim út, og
stigaop girt svo það fari sér þar
ekki að voða.
Vegna þess að börnin skortir
dómgreind geta þau líka orðið
fullorðna fólkinu hættuleg með
því að skilja eftir leikföng sín
í stigunum eða þrepunum utan
hússins, þar sem fólk hrasar um
þau í myrkri.
Allur er varinn góður; rann-
sóknir hafa sannað, að næstum
öllum slysum á heimilunum
hefði verið auðvelt að varna, ef
ofurlítillar varúðar hefði verið
gætt í innréttingu hússins og
fyrirkomluagi húsgagnanna og
húsráðendur aflað sér fræðslu
um varnir gegn slysum.
☆
BYRJIÐ SNEMMA
Hugsið ykkur hvað það er
þýðingarmikið, að börnin venjist
á það frá upphafi að hjálpa til
heima við — til gleði fyrir hús-
móðurina jafnt sem barnið.
Hvetjið börnin til þess — og
það mun gleðja yður þegar son-
ur yðar 10 ára gamall getur
sjálfur eldað hafragrautinn, helt
upp á könnuna og lagað te o. s.
frv. Kemur það honum ekki líka
að góðum notum þegar hann
sjálfur hefir stofnað heimili?
☆
„HVERS VIRÐI ER LÍFIÐ
ÁN BARNA?“
Margra barna móðir komst að
orði á þessa leið við konu, sem
átti von á fyrsta barni sínu:
„Nú kemur að því, að þú get-
ur ekki lokað kommóðuskúffu,
án þess að^þurfa ekki að aðgæta
að litlir fingur komizt ekki í
klemmu og þú getur ekki keypt
þér kjól á þess að hugleiða hvað
börnin vanhagar um. Þú getur
ekki farið fram hjá leikfanga-
búð, án þess að staðnæmast og
ekki heyrt í sjúkravagni, án þess
að aðgæta hvar börnin eru. Þú
getur ekki leyft þér að vera veik
(en þú verður líka heilsuhraust-
ari en áður), og þú getur ekki
borðað marga munnbita í einu í
friði og röð og regla á heimilinu
er ekki lengur aðalkeppikefli
þitt. Þú getur ekki skoðað rign-
ingu eins og hressandi tilbreyt-
ingu vegna þess að þá verðurðu
að halda börnunum inni og alt
kvefað fólk verður óvinir þínir.
Þú getur ekki sofið rólega neina
nótt, því að undirvitundin held-
ur þér hvað eftir annað milli
svefns og vöku og barnsgrátur
kemur þér altaf við og þú verður
fyrst og fremst að metta börn-
in þín. Þú getur altaf fengið
nóg, eigingirni þín hverfur,
fagnaðaróp og hlátrasköll eru
ekki lengur neinn hávaði í þín-
um eyrum, og hvers virði væri
lífið, ef ekki væru börnin.“
☆
RÁÐNINGAR Á GÁTUM
1. Snjókorn og vindurinn.
2. Sólargeislinn.
Þrjár milij. kr. í sjóði Dvalar-
heimilis aidraðra sjómanna
Hefjast byggingarframkvæmdir á þessu ári?
AÐALFUNDUR Sjómannadagsráðs var haldinn s.l. sunnu-
dag í skrfstofu Slysavarnafélagsns, Grófin 1. Fundurinn
minntist 1 upphafi þeirra manna, er farizt hafa á sjó í
vetur. I skýrslu stjórnar ráðsins kom fram, að mikið
hefði verið starfað á liðnu ári. Sjóður Dvalarheimilisins
er nú þrjár milljónir króna, og hefir eignaaukning á
liðnu ári verið rúmlega hálf milljón króna.
drættis til eflingar dvalarheim-
ilissjóðnum, og eru vinningarnir
alls 20. Dregið verður 1. apríl.
Næsti sjómannadagur verður
8. júní og voru kosnar nefndir
til undirbúnings þeim degi.
—Mbl., 18. apríl
íslendingur skíðameistari í U.S.A
Vísi hafa borizt í hendur blaða
úrklippur úr amerískum blöðum,
sem greina frá frækilegri fram-
göngu ungs Hafnfirðings á skíða
móti vestan hafs.
Þessi ungi maður heitir Páll
Jónsson, og er hann búsettur hjá
systur sinni, sem gift er manni að
nafni Larry Lalaguna í Red
Bluff í Kaliforníu. Hefir hann ný
lega tekið þátt í tveim skíðamót-
um þar vestra, og varð meistari
í stórsvigi í öðru, en í hinu sigr-
aði hann bæði í stórsvigi og
skíðastökki.
Annað skíðamótið var haldið
á vegum sambands skíðafélaga í
vestanverðum Bandaríkjunum.
Var tími Páls þar 55.3 sekúndur.
Næstur honum varð maður að
nafnf'* Howard Mayer frá San
Sunrise Lutheran Camp
Once again our Camp is preparing for an^ influx of young
and old—all who desire a change of scene and to live outdoors
through summer days.
Sunrise Camp offers this in generous measure, and more. It
offers a smooth, sandy beach, cool breezes off the lake, sunny skies
and all the beauties of nature. It offers appetizing meals and
dormitories for a good night’s sleep. It offers recreation in form of
sports and outdoor study—a study that instills a desire to build
character as taught in Bible study.
This year we are fortunate in having Miss Katrin Brynjolfson
and Mrs. Thora Oliver in charge of all meals; Mr. Hedley, who has
had years of experience in leadership and sport, as recreational
director; Miss Eleanor Gilstrom will be at camp again to lead in
Bible study and Mrs. S. Olafsson will be Camp Director, as she has
been in previous years.
The purpose of this Camp is to inculcate in individual boys
and girls that spirit of honesty and good sportsmanship, unselfish-
ness, determination and courage so necessary for all that is big and
fine in our Canadian lives.
Come to Camp at Husavik and help make camping a
thoroughly enjoyable adventure in co-operative social living—
doing things together and sharing in the spirit of fine fellowship
and genuine toleration.
All this you can find at Sunrise Camp, Husavik.
Trains and buses stop at the Camp’s gate.
Welcome to Sunrise Lutheran Camp.
Summer Schedule for 1952
Sunday School Teacher’s Rally—Saturday, 1 p.m., June 28 to
Sunday, 5 p.m., June 29.
Senior Girls and Boys over 14 years—Wednesday morning, July 2,
to Thursday, July 10.
Intermediate Boys, 11 to 14 (inclusive)—Thursday, July 10 to
Friday, July 18.
Junior Boys, 6 to 10 years (inclusive)—Friday, July 18 to Saturday
July 26.
Open House—Sunday noon to 8 p.m., July 27. A meal will be
served at nominal cost.
Convention—Young People’s Leagues of the American Lutheran
Church—Tuesday morning, July 29 to Sunday evening, Aug. 3.
Intermediate Girls, 11 to 14 years—Tuesday, Aug. 5 to Wednesday,
Aug. 13.
Junior Girls, 6 to 10 years (inclusive)—Thursday, Aug. 14 to Friday
Aug. 22.
Fees
For all age-groups—$10.00 per person for 8 days.
Sunday School Teacher’s Rally—$3.00 per person for Rally period
Adults—$2.00 per day.
Visitors—75 cents per meal. Reservations must be made by letter
or phone Camp telephone 306-Ring 22 Gimli.
Application forms can be had from and sent to Camp Director,
Mrs. S. Olafsson, Box 701, Selkirk, or to—
Mrs. A. H. Gray, 1125 Valour Rd., Winnipeg.
Mrs. H. S. Erlindson, Arborg, Manitoba.
Mrs. B. Bjarnarson, Langruth, Manitoba.
Mrs. S. O. Thompson, Riverton, Manitoba.
Please register early in June.
BOARD of DIRECTORS.
Það er Sisf að kyssa á hönd konu
Góðar gjafir
Hafa byggingarsjóði á árinu
borizt margar gjafir, t. d. gaf M.
Jessen, skólastjóri, nýja Buick-
bifreið og ekkjan Ingiríður Vig-
fúsdóttir frá Sandgerði, er lézt
í sjúkrahúsi Hafnarfjarðar, arf-
leiddi dvalarheimilið að húsi
sínu, „Sæhvoli“ í Sandgerði. —
Vill Sjómannadagsráðið færa
kærar þakkir fyrir þessar gjafir,
sem og aðrar ónefndar gjafir.
Efling byggingarsjóðsins
Einnig kom fram í skýrslu
stjórnarinnar, að auk sjálfs sjó-
mannadagsins, sem fór hið bezta
fram, hefði umfangsmikið starf
verið unnið utan hans til efling-
ar byggingarsjóði. 27. sept. s.l.
fór fram knattspyrnukappleik-
ur milli úrvalsliðs frá Hafnar-
firði og hins sigursæla knatt-
spyrnuliðs m.s. Gullfoss, og end-
aði sá leikur með jafntefli, 2:2.
Farin var skemmtiferð með
m.s. Esju til Akraness 15. júlí
og tókst sú ferð 1 alla staði hið
bezta.
Einnig komu hingað, eins og
kunnugt er, erlendir fjöllista-
menn, sem skemmtu tvisvar í
Austurbæjarbíói, og var Einar
Jónsson, gjaldkeri, framkvæmda
stjóri þeirra sýninga. Aðal-
fundurinn færði Einari Jónssyni
þakklæti sitt fyrir hans mikla
starf í þágu þessa málefnis, en
hann útvegaði þetta fjölista-
fólk. Hafa þessar sýningar gefið
byggingasjóðnum miklar tekjur.
Sljórnarkosning
Við stjórnarkosningu, er fór
fra má fundinum, var Henrý
Hálfdánarson kosinn foramður
í 15. sinn, en hann hefir verið
formðaur frá upphafi. Gjald-
keri var kosinn Þorvarður
Björnsson og Pétur Óskarsson
ritari, báðir endurkjörnir. í
stjórnina voru einnig kjörnir
þeir Sigurjón Á. Ólafsson og
Björn Ólafsson, og eru þeir til
ráðuneytis þegar um fjársöfn-
unarmál er rætt. Varamaður
þeirra er Tómas ''Sigvaldason,
loftskeytamaður. Varaformaður
var kjörinn Sigurjón Einarsson,
skipstjóri, varagjaldkeri Pétur
Jónsson, stýrim^ður og vararit-
ari Jens Stefánsson, stýrimaður.
Vilja hefja byggingar-
framkvæmdir
Á fundinum var mikið rætt
um byggingu dvalarheimilisins.
Björn Ólafsson, formaður bygg-
ingarnefndar, hafði framsögu
um málið. Eins og kunnugt er,
hefir bæjarstjórn Reykjavíkur
úthlutað lóð fyrir þetta heimili
samvkæmt ósk Sjómannadags-
ráðsins, og er sú lóð á Laugarás-
hæðinni, og er um 6 hektarar
lands. Er ákveðið a ðhefja bygg-
ingarframkvæmdir strax og
fjárfestingarleyfi fæst, ea hing-
að til hefir staðið á leyfi Fjár-
hagsráðs. Kom það fram á fund-
inum, að fulltrúar í Sjómanna-
dagsráði, en þeir eru frá 13 fé-
lögum úr öllum greinum sjó-
mannastéttarinnar, trúa því ekki
að óreyndu, að þetta leyfi fáist
ekki.
Byggingarnefnd
Byggingarnefnd dvalarheimil-
isins var endurkjörin, en hana
skipa: Björn Ólafsson, Mýrahús-
um, formaður,, Sigurjón Á.
Ólafsson og Henrý Hálfdánar-
son. Til vara Þorvarður Björns-
son, Sigurjón Einarsson og
Böðvar Steinþórsson.
Eins og getið hefir verið í
blaðinu, hefir verið efnt til happ-
London (UP). — Vinur kær,
það er ekki sama, hvernig
þú kyssir á hönd konu, sem
þú vilt sýna virðingu.
Það muntu sanna, ef þú lest
einhvern tíma bókina,. sem Dico
Dajou er að skrifa og kemur út
á næstunni. Dajou heldur því
fram, að hann hafi kysst á hönd
fleiri frægra og tiginna kvenna
en nokkur annar maður, sem nú
er uppi, en hann hefir lengi ver-
ið hótelstjóri í Berlín, Cannes,
París, Buenos Aires og London,
og sem slíkur hefir hann kysst
á hönd drottninga, prinsessa,
fegurðardísa o. s. frv. Hann seg-
ist t. d. hafa kysst á hönd Mary
ekkjudrottningar, Elisabetar
drottningamóður, hertogaynj-
unnar af Kent, drottninga Grikk
lands, Danmerkur, Noregs, Spán
ar, Rúmeníu og Italíu, auk fjölda
annarra kvenna af konunga-
kyni.
„Enginn má ætla“, segir
Dajou, „að það sé vandalaust að
kyssa á hönd konu, svo að vanza-
laust sé. Sumir menn verða
kjáríalegir, þegar þeir gera það,
en það er af því að þeir kunna
ekki listina — en þeir geta lært
hana af mér:
Maður gengur til móts við
konuna með kveðjubrosi. Hún
réttir manni höndina, maður má
aldrei seilast eftir henni, og
maður lætur hana hvíla á hægra
lófa sínum. Svo beygir maður
sig um mittið, og hefir augun
á andliti konunnar, þangað til
andartaki áður en varir yðar
snerta höndina. Þá fyrst lítur
maður niður. En maður kyssir
eiginlega ekki, lætur varirnar
rétt snerta handarbakið, réttir
úr sér og brosir sem fyrrum.“
Jæja, góðir hálsar, nú getið
þér æft yður með konunni eða
unnustunni, áður en þér farið að
„praktíséra" handakossa.
Francisco og var hann 58.2 sek-
úndur eða næstum þrem sekúnd
um á eftir Páli.
Til hins mótsins efndi Chico
State College, og þar var braut-
in míla á lengd eða rúmlega 1600
metrar. Þar var Páll keppandi í
C-flokki og var tími hans 65 sek-
úndur, svo að hann hefir farið
með yfir 90 km. hraða í keppn-
inni. Annar að marki í C-flokki
varð Armour Smith frá borginni
Modesto, en hann var fjórum
sekúndum á eftir Páli.
Þegar Páll skrifaði heim um
þetta, gat hann þess, að meðal
keppenda í A-flokki 1 þessari
keppni hefði verið maður nokk-
ur að nafni Dick Buek, frá Sun
Valley, en þar eru einhver beztu
og þekktustu skíðalönd í Banda-
ríkjunum, og skíðamenn þaðan
meðal hinna beztu í Bandaríkj-
unum. Buek var 22 sekúndum
lengur en Páll, en hann varð
samt meðal þeirra manna, sem
Bandaríkin völdu til að fara á
Olympíuleikana í Oslo í vetur.
Á móti Chico State College
varð Páll einnig sigurvegari í
skíðastökki, svo að hann hefir
bersýnilega getið sér hið bezta
orð þarna.
— VÍSIR, 16. apríl
SKÁK OG MÁT
Skáktaflið er mjög gömul í-
þrótt. Við höfum vissu fyrir því,
að Indverjar og Persar tefldu
skák þegar á sjöundu öld, og vel
má vera að íþrótt þessi sé enn
eldri. Skákin er eins konar
styrjöld á milli tveggja, jafn lið-
sterkra aðila, sem ganga til or-
ustu á vígvelli, sem skipt er
niður í 64 jafn stóra reiti. Upp-
runalega var taflmönnum skip-
að til orustu á sama hátt og
tíðkaðist liðskipan hjá indversk-
um herjum.
* * *
Hver þátttakandi fyrir sig
hafði yfir átta fótgönguliðs-
mönnum að ráða, og voru þeir
settir fremst í fylkingu. Að baki
þeim stóð svo konungurinn og
ráðgefandi foringi sinn til hvorr-
ar hliðar, næstur í röðinni kom
svo orustufill, þá hestur og
stríðsvagn.
* * *
Áhrifa þessara gætir enn varð-
andi mannaskipan í skáktaflinu.
Það er einkennilegast við leik
þennan, að takmarkið er ekki
að eyða öllu liði fjandmannsins,
heldur að taka foringjann —
konunginn — höndum. Eru þá
forlög hans ráðin samkvæmt
orðunum „skák“ og „mát,“ en
þau eru runnin úr arabísku:
„Shah“ og „mat“, sem þýða:
„Konungurinn er dauður.“
* * *
I gömlu, indversku ævintýri
er þannig sagt frá upphafi skák-
taflsins: Tveir prinsar, sem voru
sammæðra, en ekki samfeðra,
— en þó báðir konungbornir,
vildu báðir erfa konungsríkið.
Hét annar bræðranna Talkland;
hann var herskár og vígbjó nú
allan þann liðstyrk gegn bróður
sínum, er hann hafði yfir að
ráða. Hinn bróðirinn, Gau, var
maður friðsamur að eðlisfari, en
varð þó vitanlega að verja hend-
ur sínar. Gaf hann hermönnum
sínum skipan um að gera sem
minnst mannfall í liði bróður
síns, og freista að taka hann til
fanga, en gera honum ekkert
mein. Gau hafði sigur í orust-
unni, en bróðir hans framdi
sjálfsmorð. ,
Drottningin, móðir þeirra, á-
sakaði Gau um að hafa drepið
bróður sinn og tók hann sér
það mjög nærri. Til þess að
sýna henni, svart á hvítu, hvern-
ig orustan var háð, lét hann gera
manntaflið. Þegar hann hafði
háð orustuna á þessum grund-
velli, fékk móðir hans svo mik-
inn áhuga fyrir skák, að hún sat
dögum saman við taflið og háði
þar orustur með skákmönnum.
Segir í ævintýrinu, að hún hafi
að síðustu hnigið dauð niður við
manntaflið.