Lögberg - 22.05.1952, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MAÍ, 1952
Langt í Burtu
frá
HEIMSKU Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BÍLDFELL þýddi
„Haltu áfram, Joseph — haltu áfram og
kærðu þig ekkert um strákglannann,“ sagði
Coggan. „Þetta er ákaflega spennandi kvæði.
Nú aftur — næstu nótu; ég skal hjálpa þér
með trillurnar á há-nótunum, þar sem að rödd
þín er dálítið rám:
Og víðitréð það vefst,
og víðirinn tvinnast.
En söngmaðurinn náði sér ekki á styrk
aftur. Robert Coggan var sendur heim til sín
fyrir ósiðsemina, og það komst kyrrð á aftur,
þegar að Jakob Smallbury bauðst til að flytja
kvæði eins kröftugt og langt eins og það, er
hinn virðulegi öldungur Sillnus skemti Chromis,
Mansylus og öðrum kumpánum sínum með
undir svipuðum kringumstæðum á sinni tíð.
Það var enn ljóst af degi, þó að skuggar
næturinnar væru farnir að læðast um láglend-
ið, geislum vestursins stafaði niður á jörðina,
án þess þó að þeir lýstu hana upp að nokkrum
mun. Sólin var sokkin á bak við trén á leið
sinni til næturhvíldarinnar. Veizlufólkið sveip-
aðist dökkbrúnu húmsins að neðan, en höfuð
þess og herðar voru enn í ljósi dagsins sem
lék um það með þverrandi ljóma, er sýndist
írekar vera því meðfæddur en aðfenginn.
Sólin settist í brún-gylltri móðu, en verka-
fólkið sat enn og talaði saman og var kátt, eins
og guðirnir á himni Hómers. Bathsheba sat enn
fyrir innan gluggann og prjónaði og leit til
þeirra við og við. Kveldskuggarnir dökknuðu
og breiddu vængi sína yfir láð og lög áður en^
veizlufólkið hreyfði sig.
Gabríel varð allt í einu varð við að Bold-
wood bóndi var horfinn úr sæti sínu við borðið.
Hvað langt var síðan að hann fór vissi Oak
ekki, en hann var sjáanlega horfinn út í dimm-
una. Á meðan að hann var að hugsa um þetta
kom Liddy með kertaljós inn í herbergið, sem
var beint upp yfir matborðinu og geislar frá
því lýstu upp borðið og fólkið sem við það sat
og hurfu svo út í skuggana á bak við það.
Bathsheba sat enn í sama stað, og ljósið
sýndi, að Boldwood hafði farið inn í húsið og
að hann sat rétt hjá henni.
Næst kom að því, sem var ríkast í huga
allra, er þarna voru staddir. Skyldi Everdene
fást til að syngja fyrir þá lagið, sem að hún var
vön að syngja svo aðdáanlega — „Á bökkum
Allansvatna“ — áður en fólkið færi heim til
sín? Eftir að hugsa sig um litla stund lofaðist
hún til að syngja; hún benti Gabríel að koma
til sín og gegndi hann því fljótt og með ánægju.
„Hefurðu flautuna þína með þér?“ spurði
hún lágt.
„Já, ungfrú.“
„Leiktu þá á hana með mér.“
Hún stóð í glugganum á móti mönnunum,
með kertaljós á bak við sig; Gabríel stóð til
hægri handar henni rétt fyrir utan gluggann.
Boldwood var staðinn upp og stóð til vinstri
handar henni inn í herberginu. Söngur hennar
var mjúkur og dálítið skjálfraddaður í byrjun,
en hljómaði brátt styrkur og hreimfagur. At-
burður, sem síðar skeði, gerði eitt af erindun-
um í kvæðinu, sem að hún söng, minnisstætt
sumum af þeim, sem voru þar staddir í marga
mánuði og jafnvel ár: —
*>
Hermaður einn hennar bað,
er hafði tungu snjalla.
Á bökkum Allansvatna var það,
þar var hún glöðust allra.
Auk hins mjúka flaututóns Gabríels, söng
Boldwood bassa í sínum vanalega trausta rómi,
en svo mjúkt að söngur þeirra líktist ekki hið
minsta hinum vanalega tvísöng kvæðisins,
heldur myndaði hann óvanalegan undirtón,
sem gerði hljómfegurðina enn áhrifameiri.
Fólkið studdist hvert upp við annað, eins og
það gerði við kveldverði, á meðan að heimur-
inn var ungur, og það var svo þögult að andar-
dráttur Bathshebu á milli söngmerkjanna var
nærri heyranlegur; og við enda kvæðisins, þeg-
ar síðasti tónninn titraði til þagnar, sem ekki,
verður með orðum lýst, þá vaknaði ánægju-
kliður, sem er fyrirboði lófaklappsins.
Það er naurftast þörf á að taka fram, að
Gabríel komst ekki hjá því, að veita aðstöðu
Boldwoods til Bathshebu eftirtekt, þó að í
rauninni að ekkert sérstakt frá hans hálfu benti
á hana. Það var þegar litið var af henni, að augu
hans hvíldu á henni, en þegar aðrir horfðu á
hana, að hann leit undan og þegar að athygli
annara dregin frá henni, þá lét hann þökk
sína til hennar í ljósi í hálfum hljóðum. Mein-
ingin lá í breytilegum hreyfingum, sem hver
og ein út af fyrir sig meintu ekkert; en af-
brýðishneigðin, sem er ástríða elskendanna,
vilti Oaks ekki sjónar á þeim merkjum.
Bathsheba bauð svo góðar nætur, fór í
burtu frá glugganum og inn í bakpartinn í her-
berginu. Boldwood lét gluggann aftur, lokaði
hlerunum og var kyrr inni í herberginu. Oak
ráfaði í burtu inn á milli trjánna. Hinir, eftir
áhrif söngsins, risu á fætur og fóru. Coggan
sneri sér að Pennyways um leið og hann stóð
upp: —
„Ég vil veita þeim viðurkenningu, sem
viðurkenningu eiga skilið, og það gjöri ég nú,“
sagði hann og horfði á þjófinn eins og að hann
væri meistaraverk heimsfrægs listamanns.
„Ég er viss um, að ég hefði aldrei trúað
því, ef að við hefðum ekki séð það, að ég komist
svo að orði,“ sagði Joseph Poorgrass; „að hver
einasti bolli og hver einn og einasti af betri
hnífunum og göfflunum og allar tómu flösk-
urnar, eru á sínum stað með tölu eins og í
byrjun, og engu af því heíir verið stolið.“
„Ég er viss um, að ég verðskulda ekki helm-
inginn af því, sem að þið hellið yfir mig,“ sagði
dyggðaríki þjófurinn með beiskju.
„Ég skal segja það um Pennyways,“ sagði
Coggan, „að þegar að hann einu sinni ræður
við sig að framkvæma eitthvert góðverk, eins
og að ég sá á honum, að hann ætlaði sér að
gjöra í kveld, þegar að ég settist niður, þá tekst
vanalega að íramkvæma það. Já, ég er upp
með mér, félagar, af að geta sagt, að hann hefir
engu stolið hér í kveld!“
„Já, það er heiðarlega gjört, og við þökkum
þér öll iyrir það, Pennyways,“ sagði Joseph
Poorgrass; og allir samþykktu þá yfirlýsingu
mótmælalaust.
Nú þegar allir voru að fara og ekkert meira
sjáanlegt aaf því sem inni í setustofunni var,
en oíurlítil ljósrák í gegnum gluggahlerann,
þá ióru þar iram samt sem áður alvarleg og
brennandi viðskipti.
Ungfrú Everdene og Boldwood voru ein
inni. Hún var iölari í andliti, en hún átti að
sér að vera, sökum hinnar alvarlegu afstöðu
sinnar, en augun blikuðu af innri sigurmeðvit-
und, þó að sú meðvitund stæði frekar í sam-
bandi við það, sem að hún átti von á, en hennar
eigin þrá. Bathsheba stóð á bak við lágan
vængjastól, sem að hún var nýstaðin upp af,
en Boldwood kraup á stólnaum og beygði sig
yfir bakið á honum og að henni og hélt um
aðra hendina á henni með báðum höndum.
Hann var allur á iði út af því, sem að Keath
nefndi of mikla ánægju. Þessi óvanalega ástar-
opinberun, sem var sneidd allri göfgi, hjá
manni sem að sú dyggð sýndist vera eitt aðal-
einkennið á, var henni ógeðfelt og dróg mikið
úr ánægju þeirri, er hún hafði af því að vera
tilbeðin. x
„Ég skal reyna, að láta mér þykja vænt
um þig,“ sagði hún með skjálfandi röddu ó-
líkri hinni vanalegu ákveðnu rödd sinni. „Og
ef að ég finn, að ég geti orðið þér góð kona, þá
skal ég með ánægju giftast þér. En hr. Bold-
wood, það er heiðarlegt fyrir hverja konu að
athuga svo alvarlegt spor, og ég get ekki gefið
þér ákveðið svar í kveld. Ég vil heldur biðja
þig að bíða í nokkrar vikur, svo að ég geti
athugað þetta betur.“
„En þú hefir ástæðu til að halda, að eftir
þann tíma.......“
„Ég hefi ástæðu til að vona, að eftir fimm
eða sex vikur, fram að uppskerutímanum, sem
að þú segist verða í burtu að*heiman, geti ég
lofast til að verða konan þín,“ sagði hún á-
kveðið. „En minnstu þess vel, að ég hefi ekki
lofað neinu ennþá.“
„Það nægir mér; ég bið ekki um meira.
Ég get beðið með þessi kærkomnu orð í huga.
Svo býð ég góðaí nótt, ungfrú Everdene!“
„Góða nótt!“ sagði hún veglega — nærri
ástúðlega; og Boldwood fór með gleðibros á
vörum.
Bathsheba þekkti hann betur nú, því að
hann hafði opnað hjarta sitt í allri einlægni
fyrir henni, svo undandráttarlaust, að hann
hafði í augum hennar líkst hinu aumkvunar
verða útliti fuglsins fagra og fiðurlausa, sem
var fagur af því að hann hafði ekki fiðrið! Hún
hafði verið óttaslegin út af hinni fyrri fífl-
dyrfsku sinni, og var að reyna að bæta fyrir
hana, án þess að íhuga hvort syndin, sem að
hún framkvæmdi verðskuldaði hegninguna,
sem að hún var að þrengja sjálfri sér til að
gangast undir. Að hafa .sjálf verið völd að
þessu var óttalegt, en eftir nokkurn tíma, þá
voru kringumstæðúrnar ekki án óttakendrar
gleði. Hve auðveldlega, að jafnvel hinar ófram-
færnustu konur öðlast stundum hneigð til þess,
sem að óttalegt er, þegar það er blandið ein-
hverri sigurtilfinningu, er undravert.
XXIV. KAPÍTULI
Á meðal hinna mörgu verka, sem að Bath-
sheba hafði að annast, eftir að hún tók að sér
aðalumsjónarmannsstöðuna, var að líta eftir
að allt væri í röð og reglu innan garðs^)g utan,
áður en hún fór að hátta á kvöldin.
Gabríel hafði nálega undantekningarlaust
gert það á undan henni á hverju kveldi; hann
hafði litið eftir og látið sér umhugað um allt,
sem búinu og henni kom við, eins og það væri
eitt af skylduverkum hans, en þessi umhyggja
hans fyrir velferð hennar var henni að mestu
leyti óafvitandi og illa þegin að því leyti, sem
að hún vissi um hana. Konur þreytast aldrei
á því, að kvarta undan óstaðfestu karlmanna
í ástamálum, en virðast aðeins sneypa þá fyrir
stöðuglyndi þeirra á öðrum sviðum.
Þar sem yfirskoðunin var hagkvæmust á
kveldin, þegar að verkum var lokið og farið
var að skyggja tók hún með sér lukt, sem
hægt var að loka fyrir ljósið á, og sneri svo
ljósinu á til þess að lýsa inn í króka og kima
ems róleg og örugg og vanur löggæzlumaður
í stórborg. Þetta öryggi hennar var máske ekki
sprottið eins mikið frá hetjuhug hennar í sam-
bandi við yfirvoíandi hættu, eins og meðvit-
undinni um, að engin hætta væri á ferðum;
það versta, sem að hún gat vonast eftir, var
að hestunum hefði ekki verið gefið rétt, að ali-
fuglarnir væru ekki allir inni, eða að þessi eða
hin hurðin hefði ekki verið látin aftur.
Hún hafði lokið við að skoða byggingarnar
þetta kveld, eins og að hún var vön, og fór í
kring til nátthagans. Þar heyrðist ekkert nema
stöðugt jórtur margra munna og þungur andar-
dráttur frá nösum, sem þó voru naumast sýni-
legar, og sem endaði í fnasi og blástri, eins og
þegar blásið er seint með smiðjubelg. Svo hófst
jórtrið aftur, og ríkt ímyndunarafl gat hjálpað
auganu til að sjá hóp af gul-hvítum nösum,
eins stórum og hellurum, kyrrlátum og þvölum,
sem að ekki voru þægilegar að snerta, fyrr en
maður vandist við það, og munnurinn fyrir
neðan nasirnar var sérstaklega sólginn í að
seilast eftir að ná í föt Bathshebu, þegar að
þau komu nálægt honum. Fyrir ofan allt þetta
hefði ennþá skarpari ímyndun getað séð í huga
sér jarpt enni og nef og þar fyrir ofan augu,
sem ekki voru óvinaleg og efst tvö hvítleit
horn í laginu eins og tvö nýuppkomin túln,
og heyrt einstaka baul, því þessi undur voru
einkennin á Daisy, Whiteíoot, Bonny-lass,
Jolly-o, Spot, Twinkling-eye, og öðrum heið-
virðum Devon-mjólkurkúm, sem að Bathsheba
átti. Leið hennar frá náttbólinu og heim að
húsinu lá eftir götuslóða, sem lá í gegnum furu-
skógarbelti, er gróðursett hafði verið fyrir all-
mörgum árum. Sá skógur var allþéttur, svo að
greinarnar náðu saman að neðan en mynduðu
skógarhvelfingu uppi, var því skuggsýnt á þess-
um götuslóða um miðjan dag, þegar að þungt
var í lofti, dimmt að kveldi og niðamyrkur á
nóttinni, eins ískyggilegt og níunda plága
Egyptalands. Ef lýsa ætti þessu plássi, þá mundi
inaður segja, að það hefði verið geysilegur sal-
ur, lágur og eðlilega myndaður með limríku
þaki, sem grannvaxin, lifandi tré héldu uppi,
gólfið þakið með breiðu af burkna, limbrodd-
um og furu, fræ-sívalningum og einstaka lauf-
blaði hér og þar.
Þetta var eini staðurinn, sem gat verið
nokkuð alvarlegur á þessum næturferðum
hennar, og þó var hann ekki svo óttalegur, að
hún fyndi ástæðu til að hafa með sér fylgdar-
mann. Hún fór fljótt og hljóðlega yfir. Henni
fannst að hún heyrði fótatak, sem kæmi á móti
sér, og hún sannfærðist fljótt um að svo var.
Hún fór eins hljóðlega og hún gat. Hún hug-
hreysti sjálfa sig með því að minnast þess, að
þetta væri almannavegur og að sá, sem að á
móti henni kom, mundi vera einhver, sem að
hefði farið í bæinn, og væri á heimleið, en
þótti þó leitt, að fundum þeirra skyldi bera
saman á þessum stað, þó að ekki væri meira
en steinsnar heim að húsi hennar. Skóhljóðið
nálgaðist, og það var einhver, sem var í þann
veginn að fara framhjá henni, þegar að hún
fann, að eitthvað togaði snögglega í pilzfald
hennar og eins og festi hann við jörðina. Þetta
bar svo brátt að, að hún nærri féll. Hún rétti
út hendina til að verjast fallinu og fann fyrir
sér hlý föt og hnappa.
„Þetta er einkennilegt, það veit sála mín!“
var sagt í karlmannsróm, einu eða tveimur fet-
um fyrir ofan höfuðið á henni.
„Hefi ég meitt þig, félagi?“
„Nei,“ sagði Bathsheba og reyndi til að
losa sig.
„Við erum flækt saman einhvern veginn,
held ég.“
„Já.“
„Ert þú kona?“
„Já“
„Frú hefði ég átt að segja.“
„Það gjörir ekkert til.“
„Ég er karlmaður.“
ó'“
Bathsheba togaði varlega í pilsið sitt aftur,
en árangurslaust.
„Er þetta hleralaukt, sem að þú hefir með
þér?“
>,Já.“
„Ef að þú vilt lána mér hana, þá skal ég
opna hana og losa þig.“
Hann tók luktina og opnaði hana; ljós-
geislarnar brutust út úr fangelsi sínu, og Bath-
sheba leit í kringum sig undrandi.
Maðurinn, sem að hún var föst við, var
glæsilegur í rauðri treyju með spegilfögrum
kopnarhnöppum á. Það var hermaður. Hin
skyndilega aðkoma hans í myrkrinu verkaði á
hana eins og trumbusláttur, sem rýfur skyndi-
lega þögnina. Daufleikinn, sem alltaf hvíldi
yiir þessum stað, var nú með öllu breyttur,
og stafaði breytingin minna frá ljósinu heldur
en því, se mþað lýsti: Mótsetningin á móti því,
sem að hún átti von á — einhverjum ógeðs-
legum umrenningi — var svo mikil, að hún
breytti henni sjálfri í álfalíki.
Það kom brátt í ljós, að spori hermanns-
ins hafði flækst í silkisnúru, sem var til prýðis
á pilsfaldi hennar. Hann sá framan í hana.
„Ég skal losa þig undir eins, ungfrú,“ sagði
hann kurteislega.
„Ó, nei — ég get gjört það sjálf, þakka
þér fyrir,“ sagði hún undir eins, og beygði sig
til þess.
En það var ekki eins auðvelt að losa sig,
eins og að þau héldu; hjólið í sporanum hafði
flækst svo í snúrunni á pilzfaldinum á þessum
stutta tíma, að ekki leit út fyrir að hægt yrði
að losa það fljótlega. Hermaðurinn hafði nú
beygt sig líka og luktin, sem stóð á milli þeirra,
varpaði birtu á milli furutrjánna, á limbrodd-
ana og grasstráin, svo að þau litu út eins og
eldflugur. Luktin varpaði birtunni einnig upp
á við á andlit þeirra og sendi skugga þeirra
langt inn á milli trjánna. Hann starði á and-
litið á henni þegar hún leit upp í svip; Bath-
sheba leit aftur niður, því að augnaráð hans
var of sterkt fyrir hana til að mæta því beint.
En út undan sér sá hún, að hann var ungur
og grannur og að það voru þrír borðar á treyj-
unni hans. Bathsheba togaði aftur í pilzið sitt.
„Þú ert fangi, ungfrú; það er ekki til neins
að gera sér neinar grillur um það,“ sagði her-
maðurinn styttingslega. „Ég verð að skera pils-
ið, ef þú ert að flýta þér svona mikið.“
„Já, — gjörðu svo vel að gjöra það!“ sagði
hún vandræðalega.
„Þess þarf ekki ef að þú gætir beðið í
nokkrar mínútur, og hann losaði snúruna úr
hjólinu. Hún dró hendina að sér, en þegar hún
gerði það, þá snerti hann hana annað hvort
óviijandi eða viljandi. Bathsheba varð ergileg,
en hvers vegna vissi hún ekki. Sundurgreiðsl-
unni var haldið áfram, en var nú að verða
lokið. Hún leit aftur á hann.
„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að
sjá,svona dásamlega fagurt andlit!“ sagði her-
maðurinn viðhafnarlega.
Hún roðnaði af blygðun. „Það var ekki
viljandi þér sýnt,“ sagði hún stutt í spuna og
eins virðulega eins og hún gat undir kringum-
stæðunum, sem voru aldeilis ekki virðulegar.
„Mér þykir enn meira til þín koma fyrir
ókurteisina, ungfrú,“ sagði hann.
„Mér hefði þótt bezt — ég vildi — að þú
hefðir aldrei sýnt þig með því að troða þér
hingað inn!“ Hún togaði enn í pilz sitt og dró
það að sér, sem nú var farið að losna.
„Ég á skilið hirtinguna, sem að þú hefir
gefið mér. En hví skyldi eins björt og fögur
kona, eins og þú ert, hafa svo mikla andúð á
manni, sem er samkynja föður þínum?“
„Farðu leiðar þinnar, ef þú vilt gjöra
svo vel!“
„Hvað það, fagra kona, og draga þig á eftir
mér? Líttu bara á; ég hefi aldrei séð slíka
flækju!“
„Ó, það er skammarlegt af þér; þú hefir
verið að gjöra þetta verra til þess að halda
mér hérna — þú hefir!“
„Ekki held ég nú það,“ sagði hermaðurinn
með glettnisbrosi.
„Ég segi, að þú hefir verið að því!“ sagði
hún æst. „Ég krefst þess, að þú greiðir úr þessu.
Leyfðu mér nú!“
„Sjálfsagt, ungfrú; ég er ekki gjörður af
stáli, sem að ekki er hægt að beygja,“ sagði
hann og varp öndinni með eins mikilli hæ-
versku og í eitt andvarp getur komizt, án þess
að það missi algjörlega sitt eðlilega form. „Ég
er þakklátur fyrir fegurð, jafnvel þegar henni
er hent í mig eins og beini í hund. Þessi litli
tími verður of fljótur að líða!“
Hann lét varirnar aftur í ákveðinni þögn.