Lögberg - 22.05.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.05.1952, Blaðsíða 8
8 LOUBERG, FIMTUDAGINN, 22. MAÍ, 1952 Úr borg og bygð Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg, Sími 36 603 Miss Rulh Bárdah 5 — 54 Donald St. Winnipeg. Sími 929 037 ☆ — GULLBRÚÐKAUP — Mr. og Mrs. Paul Olson, Gimli, Man., áttu 50 ára brúðkaupsaf- mæli 9. maí. í tilefni þess söfn- uðust vinir þeirra og vanda- menn saman á heimili sonar þeirra og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Paul Olson, Jr. 11. maí og fluttu þeim árnaðaróskir og góð- ar gjafir. Þau hjónin eiga átta börn á lífi, 17 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Tveir synir þeirra, Paul og Teddy og ein dóttir .Olga, búa á Gimli; Mrs. E. A. Bjarnason og Mrs. Allan McLachlan í Winnipeg; Mrs. Lawrence Benson í B.C.; Mrs. A. J. Lutz í Portland, Oregon og Mrs. B. A. Bjarnason í Pueblo, Colorado. ☆ — GIFTING — Á laugardaginn, 10. maí, voru gefin saman í hjónaband í lút- ersku kirkjunni á Gimli þau Eileen Clarie, elzta dóttir Mr. og Mrs. T. Einarsson, Gimli, sem bæði eru látin, og Einar Sigur- jón, sonur Einars heitins Jóns- sonar fylgisþingmanns og eftir- lifandi konu hans Önnu Terge- sen Jónasson. Sóknarpresturinn, séra Harold S. Sigmar fram- kvæmdi hjónavígsluna. Brúðar- meyjar voru Lois Einarsson, systir brúðarinnar og Miss Anna Jóhannsson frá Winnipeg. Ken Burns frá Winnipeg var svara- maður brúðgumans. Mr. Norman McLennan söng einsöngva, en Mrs. Clifford Stevens var við hljóðfærið. Vegleg veizla var haldin í Gimli Parish Hall og kvenfélag safnaðarins framreiddi veiting- arnar. Fjöldi utanbæjargesta sótti brúðkaupið. Brúðguminn hefir lokið prófi í jarðbúnaðarfræði við Saskat- chewan háskólann; heimili ungu hjónanna verður á Gimli. Þegar vinir og frændur handan hafs þarfnasf peninga Canadian Pacific Express Greiðslur til úflanda • Heimsækið hvaða Can- adian Pacific skrifstðfu, sem er. Greiðið þá upp- hæð, er þér viljið senda og fáið kvitteringu. Skrifstofan setur sig þeg- ar í samband yið Can- adian Pacific umboðs- mann handan hafs og greiðir hann vini yðar eða frænda upphæðina við gildandi gengi. Þetta 3r auðvelt og ábyggilegt. Umboðsþóknun er lítil og þér eruð trygðir gegn tapi. GíuwuCúmc &ac%Lc Síðastliðna viku fóru þexr Douglas Campbell forsætisráð- herra Manitobafylkis, og Dr. S. Thompson fylkisþingmaður á- samt nokkrum öðrurh stjórnar- mönnum til Hecla. Þeir ferðuð- ust um þvera og endilanga eyj- una og athuguðu jarðveginn, er hin nýja braut liggur um. Töldu þeir hann mjög frjósaman og að hægt yrði í framtíðinni að yrkja jörðina meir en gert hefir verið fram að þessu. Ennfremur létu þeir í veðri vaka, að ferja til eyjarinnar myndi koma á næstunni. Dr. Thompson hefir borið hag eyjarinnar fyrir brjósti og kunna búendur "þar vel að meta það. — Það var ekki fyrr en hann gerðist þingmaður, að verulegar umbætur hafa ver- ið gerðar þar í byggð: vegur þvert yfir eyjuna og ferju- bryggjur beggja vegna mjó- sundsins og nú hin væntanlega ferja. Þá var og ruddur vegur í vetur norður og suður eyjuna fyrir ofan byggðina til að ræsa út vatnið, og gera mögulega jarð- yrkju þar í framtíðinni. Þá mun og fylkisstjórnin veita raforku út til eyjarinnar í nálægri fram- tíð. Þegar alt þetta er komið í kring mun byggðin eiga blóm- lega framtíð fyrir höndum, engu síður en aðrar byggðir Nýja- íslands. ☆ Nú virðist ráðið fram úr prestsleysi Norður Ný íslend- inga a. m. k í bili. Þangað er nú kominn ungur guðfræðinemi Virgil Anderson að nafni. Á hann eftir eitt ár, áður en hann lýkur námi við lúterska presta- skólann í Minneapolis, en áður hafði hann útskrifast frá St. Olaf College í Northfield, Minn. Þorbjörg, amma þessa unga manns og séra Steingrímur heit. Thorláksson voru systkin, en að öðru - leyti standa að honum norskar og sænskar ættir. Þessi ungi maður mun dvelja í sumar til skiptis í Riverton og Árborg, og inna af hendi venjulega prestsþjónustu innan þeirra tak- marka, sem óvígðum mönnum er heimiluð. ☆ Hér eru staddir kærkomnir gestir frá íslandi, þau Jóhannes Snorrason flugstjóri og kona hans Alice dóttir Herberts Bald- winssonar og konu hans í River- ton; tvö börn þeirra hjóna eru í för með þeim. Jóhannes hefir getið sér ágætis orð á íslandi fyrir nærgætni í að bregðast fljótt við þegar mikið lá á, að koma sjúklingum úr afskekkt- um sveitum til læknishjálpar. Þau hjónin ásamt börnum sínum komu í einkaflugvél til Montreal en þaðan með eimlest til Winni- peg á fimtudaginn. Þau fóru bílleiðis með þeim hjónum, Marino og Ingibjörgu Thor- valdson til Riverton í heimsókn til foreldra og frændfólks frú Alice og munu dvelja þar í þrjár vikur. Jóhannes er sonur Snorra Sigfússonar, námsstjóra á Akur- eyri og látinnar konu hans; hann nam flug á flugskóla Connie Jóhannessonar í Winnipeg. ☆ August Clare Bjarnason, B.A. frá Fronde, Saskatchewan út- skrifaðist sem Bachelor of Com- merce við vorprófin við Saskat- chewan-háskólann. ☆ Á miðvikudaginn þann 14. þ. m., lézt að heimili sínu Blómsturvöllum í Geysisbygð Svanberg Sigfússon óðalsbóndi 72 ára að aldri; hann lætur eftir sig ekkju, Áslaugu, ásamt tveim- ur sonum, Einari og Sigfúsi, og þremur dætrum, Klöru (Mrs. Ekenberg), búsettri í Californíu, Svanlaugu (Mrs,- Eyjólfsson), Riverton, og Jónínu (Mrs. Gísla- son); þau búa á Blómsturvöll- um; einnig lifa Svanberg tvær systur, frú Indíana Kristinsson, Árborg og Rrósa, búsett í Winnipeg. Útförin fór fram á laugardag- inn frá heimilinu og kirkju Geysissafnðaar. Séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. Samsæti að Víðir Nýlega var Mr. Jónasi Jónas- syni, bónda að Víðir, haldið meiriháttar samsæti í samkomu- húsi byggðarinnar; voru þar samankomnir hátt á níunda hundrað manns. Mr. Jónasson hefir verið dýralæknir þar í sveit og sveitunum umhverfis í meir en 30 ár og vildu vinir hans sýna honum þannig virð- ingu og votta honum þakklæti sitt fyrir hans mikilvæga starf. Þeir gáfu honum 1952 Plymouth bíl og afhenti Mr. S. Wopnfjord oddviti Bifröst-sveitar, heiðurs- gestinum lyklana að bílnum og ávarpaði hann hlýjum orðum. Einnig tók þar til máls Mr. Helgi Austman, búfræðingur; kvað hann undursamlegt hve miklu Mr. Jónasson hefði afkastað á svo stóru svæði og með því mikla starfi hefði hann aflað sér fjölda vina, eins og samsætið bæri vott um; hann sagði enn- fremur, að Mr. Jónasson hefði gefið gott fordæmi í búskapar- aðferðum, að það væri mikið honum að þakka, að þetta svæði væri eins vel skipulagt gegn út- breiðslu Bangs sýkinnar eins og nokkurt annað svæði í Manitoba. ☆ Miss Alice Evangeline Sigurd- son, dóttir Mr. og Mrs. Barney Sigurdson, Gimli, Man., lauk ný- lega prófi í hjúkrunarfræði við Victoriu-spítalann; hún hlaut heiðursverðlaun fyrir kunnáttu í yfirsetufræði. ☆ William Carl Steinson hlaut hæztu verðlaun í söng í músik- samkeppni í Saskatchewan, fyr- ir tveimur vikum — Justice Brown Grand Award for Grade A vocalists. Þessi ungi og efnilegi söng- maður er sonur S. W. Steinson, fyrrum bónda frá Kandahar, en nú búsettum í Saskatoon. ☆ Mr. og Mrs. Vilhjálmur Sigur- geirsson komu frá Jasper, Al- berta á sunnudagskvöldið, en þar var Mr. Sigurgeirsson starfs- maður fyrir Canadian National Railways. Þau brugðu sér norð- ur til Riverton í tveggja daga heimsókn til foreldra og venzla- liðs, en fara síðan austur til Minaki, þar sem Mrs. Sigurgeirs- son starfar sem vélfræðingur fyrir ofangreint félag. ☆ Tulip teið, sem konur frá Gimlisöfnuði héldu í Beaver-sal Hudson Bay félagsins síðastliðna viku, var mjög fjölsótt og heppnaðist vel; er þetta víst í fyrsta sinn að konur þaðan hafa ráðist í að hafa þessháttar sam- komu hér í bænum. ☆ Kinsmen klúbburinn á Gimli lætur mikið til sín taka í alls konar velferðarmálum; félags- menn söfnuðu $1530.00 fyrir páskamerki, en því fé er varið til varnar gegn berklasjúkdóm- um. — Mr. Eric Stefánsson er forseti klúbbsins. ☆ Icelandic Canadian Club Annual Meeiing The annual meeting of the Icelandic Canadian Club will be held in the lower auditorium of the First Federated Church, Monday, May 26, at 8.15 p.m., sharp. Officers reports will be pre- sented, and the election of offi- cers and standing committees will take place. Following will be musical entertainment, games and refreshments. This is a meeting for members and prospective menrbers, and all are urged to attend on this important occasion. ☆ í fjarveru sóknarprestsins messar séra Clifton Monk, skrif- stofustjóri Canadian Lutheran World Relief við árdegisguðs- þjónustuna í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur, 25. maí, en, séra Rúnólfur Mar- teinsson, D.D. flytur íslenzku guðsþjónustuna kl. 7 að kvöldi sama dags. Halldór Johnson fasteignasali, 1034 Dominion St., lagði af stað til íslands síðastliðinn mánudag; í ferð með honum er sonur hans, Thor. H. Johnson, nú búsettur í Kingston, Ontario; sigla þeir feðgar frá Montreal þann 23. þessa mánaðar með s.s. Empress of Scotland; þeir búast við að verða 2 til 3 mánuði í ferðalag- inu. ☆ — ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ — Eins og þegar hefir verið aug- lýst í blöðunum verður hið ár- lega þing Þjóðræknisfélagsins haldið í Winnipeg dagana 2., 3., og 4. júní. Fara þingfundir fram í Good Templars Hall á Sargent Ave. Ágætar skemtanir og fróðlegar fara fram tvö kveld- in. Frón heldur sína samkomu á mánudagskveldið, 2. júní, og verður séra Valdimar J. Eylands aðalræðumaður þá, en á sam- komu Þjóðræknisfélagsins á þriðjudagskveldið flytur vænt- anlega ræðu séra Friðrik A. Friðriksson frá Húsavík. Auk þess munu á þsssum kveldum verða fluttar stuttar ræður af segulbandi eftir málsmetandi menn á íslandi, er próf. Finn- bogi Guðmundsson hefir látið félaginu í té. Margt fleira verð- ur til skemtunar þessi kveld og verður frá því skýrt nánar í blöðunum í næstu viku. ☆ Bergvin Vilhjálmur Johnson, lézt að heimili sínu 847 Mc- Dermot Avenue hér í borginni á föstudaginn var, 16. maí. Hann var 79 ára að aldri, fæddur að Syðri-Tungu við Húsavík 14. ágúst 1872. Til Canada kom hann árið 1900, og bjó allan sinn búskap, fram að árinu 1947, í Pipestone byggðinni. Síðustu árin hefir hann átt heima hér í borginni. Hann læt- ur eftir sig ekkju, Kristjönu Halldórsdóttur frá Félagsgarði í Reykjavík, og 6 uppkomin börn. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Bardals á mánu- daginn 19. þ. m. Séra Valdimar •J. Eylands flutti hinztu kveðju- orðin og jós hinn framliðna moldu í Brookside grafreit. ☆ Mrs. Norma Sigurdson frá Fort William, Ont., dvelur í borginni þessa dagana ásamt börnum sínum; kom hún hingað í heimsókn til móður sinnar, Mrs. B. S. Benson, 757 Home Street. ☆ Þeir Páll Hallsson kaupmaður og Benedikt Ólafsson málara- meistariv leggja af stað flug- leiðis til íslands á laugardaginn kemur; ráðgerðu þeir að dvelja rúman mánuð á íslandi. Páll er ættaður úr Skagafirði en Bene- dikt af Akranesi. ☆ Elliheimilið Höfn í Vancouver vill fá forstöðukonu frá 1. júní næstkomandi að telja. Um 25 manns eru í vist á heimilinu; forgangsréttur veittur lærðri hj úkrunarkonu. Umsækjendur snúi sér til Mrs. Thoru Orr, 2365 West Fourteent, Vancouver, B.C., þar sem skýrt sé frá hæfni, launakröfum og aldri. ☆ Mrs. Rósa Jónasson, Kitson Street, Norwood, er nýlega lögð af stað í ferðalag vestur um Kyrrahafsströnd og mun verða nálægt tveimur mánuðum að heiman. ☆ Maður kom með járnbrautar- lest til Kansas og hann greip með báðum höndum um hatt sinn, því vindur blés mikið. — Guð minn góður, sagði hann, — blæs vindurinn alltaf svona hérna í Kansas? Innfæddur Kansasbúi: — ó, nei, ekki alltaf. Hann blæs af þessari átt í sex mánuði, og svo snýst hann við og blæs af hinni áttinni í sex mánuði. ☆ Betlari: — Frú, ég hefi ekki séð matarbita í heila viku. Frúin: — Heyrið þér, María, viljið þér ekki sýna þessum betlara matinn! Guðrún: — Hvað er það, sem þú hefir svona miklar áhyggjur út af, Davíð minjn? Davíð bóndi: — Ég var að velta því fyrir mér, hvort hann pabbi mundi vilja mjólka kýrn- ar mínar á meðan við færum í brúðkaupsferð, ef þú mundir segja „já“, ef ég mundi spyrja þig! ■ír Ella: — Fólk segir að ég verði yngri með hverjum degi, sem líður. Bella: — Það er engin furða, fyrir mörgum árum varstu 30 ára og nú ertu orðin 25 ára! ☆ — Ekki mundi ég vilja vera í yðar sporum, sagði reið kona við nábúakonu sína, er þær voru að rífast. — Þér munduð heldur ekki komast í mín sþor, þau eru svo lítil, svaraði nábúakonan. ☆ Hann (með hendurnar yfir augu hennar): — Ef þú getur getið hver þetta er, með’því að geta þrisvar, þá sleppurðu, en ef þú getur ekki, þá 'ætla ég að kyssa þig! Hún: — Skallagrímur á Borg? Gunnar á Hlíðarenda? Sæmund- ur fróði? ☆ Páll prestur Tómasson, sem var á Knappastöðum í Stíflu, átti son, sem Páll hét. Páll yngri var mjög elskur að hestum og átti seinast ljósskjóttan hest, sem var mikill vexti og ágætur til reiðar, fallegur og svo fjör- ugur, að oftast var hann nálega óviðráðanlegur. — Á þeim árum var oft róið í hákarl á vetrum og legið frammi, eftir því sem veður gáfust. Einhverju sinni réðst Páll í slíka vetrarlegu, og þar eð alllangt er frá Knappa- stöðum til sjávar, tók hann Ljósaskjóna út úr húsi frá góðu eldi, en hann var alltaf kappal- inn á vetrum. Svo brá við 1 þetta skipti, að þegar Páll steig á bak, var hesturinn svo níðlatur, að hann gekk aðeins undan með höggum, og svo var hann alla leið til sjávar. Skip það, sem Páll var ráðinn á, fórst með allri áhöfn í legu þessari og hefir aldrei spurzt til þess síðan. — Hesturinn lifði nokkur ár eftir þetta, en þótti ávallt daufur og þungur 1 vöfum. (Gríma). Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. GuðSþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 25. maí: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Ensk messa kl. 11 árd. Ferming ungmenna Altarisganga kl. 7 síðd. Engin ræða. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ The Luiheran Church in New Iceland Sunday, May 25th 2 p.m. (Standard Time) Riverton 7 p.m. (Daylight Saving Time) Gimli 8.30 p.m. (Standard Time) Hnausa Following all these services there will be a meeting of the - congregation to elect delegates to the Synod Convention in Minneota. Student Pastor Virgil Anderson will preach at all these services. Sunday June lst (Whitsunday) 2 p.m. (Standard Time) Geysir 8.30 p.m. (Standard Time) Arborg Congregational meeting will follow. Pasíor Anderson, Preaching A service will be conducted in Gimli June lst at 7 p.m. by the Rev. E. Martin, RCAF Chaplain. ☆ Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík í Þingeyjar- sýslu flytur messu í Sambands- kirkjunni hér í borg á sunnu- dagskvöldið kemur kl. 7. KIRKJUÞINGSBOÐ Hið 68. ársþing hins Evangeliska lúlerska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Minneoia, Minn. 29. júní til 2. júlí n.k. Þingið hefst með guðsþjónustu kl. 11 á sunnudags- morguninn 29. júní, — verður þá vígður til prests, cand. theol. Stefán Guttormsson, sonur séra Guttorms í Minneota. Á þriðjudagsmorguninn fara fram kosn- ingar embættismannaj og er gert ráð fyrir að þingi verði slitið u mhádegi þann dag. öllum söfnuðum Kirkjufélagsins ber skylda til að senda fulltrúa á þingið: einn fulltrúa fyrir hvern söfnuð sem hefir minna en eitt hundrað fermda með- limi, auk þess fulltrúa fyrir hvert hundrað meðlima þar sem um fjölmennari söfnuði er að ræða; þó má enginn söfnuður senda fleiri en fjóra fulltrúa. Sendið nöfn erindreka til forseta félagsins séra E. H. Fáfnis svo fljótt sem unt er. HAROLD S. SIGMAR, skrifari /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.