Lögberg - 06.06.1952, Page 1
Frét+ir af ársþingi Þjóðræknisfélagsins
Guðmundur Magnús Jónsson á Odda
Nú er hann fallmn í feðranna reit,
hún fækkar nú óðum sú nefnkenda sveit,
sem ruddi þær byrjunar brautir.
En sporin þau sjást enn> sem lýsa þá leið
og landið er ræktað, og ferðin er greið,
sem vanst gegnum þrekraun og þrautir.
í fyrstu var óbyggðin útbreidd og stór,
og enginn var þar, sem í launkofa fór
um það, að hún mætti sín meira.
En smá saman vanst þessum hugrakka her,
að hrekja þau íllvætti burtu frá sér
og saxið í koll þeirra keyra.
Frumskógur „Odda“ þá ógnandi stóð,
en einyrkja höndin þar valköstum hlóð
með íslenzka tápið í taugum.
Þó lífsraun og barátta mæddu oft mann,
þær megnuðu aldrei að kaffæra hann
með fullhugans fjörið í augum.
Þér líkaði aldrei að láta þinn hlut,
þú lágst aldrei niðri með árar í skut,
en hélst móti hrönnunum breiðum.
Þú hafðir, frændi, þann kjark og það kapp.
IJr kröppustu torfærum margsinnis slapp
þinn hugur á holskeflu leiðum.
Þó sjaldan hjá klerkum með kirkjunnar völd,
þú kæmir með auðmýkt að reisa þín tjöld
á torgum og trúðara mótum.
Einlægni og dáð, sem að alstaðar skín,
var ættlandsins langbezta gjöfin til þín
og gróandans rækt í þeim rótum.
En íslenzkar hetjur þú elskaðir mest,
og íslenzkar ferskeytlur hljómuðu bezt.
Þú kvaðst þær á köldustu stundum,
þú sagðir, þér fyndist þær hefðu það hljóð,
sem hitaði bezt okkar norræna blóð
og geymdu það gull, sem við fundum.
Ég fann að þú áttir eins einlægan hug
og örgeðja vængi, sem langar á flug,
að lyfta upp í sólskinið sálum.
Ég veit, að þú siglir úr hrakningum heim
svo hugdyrfskufullur með sannleika þeim,
að réttlætið miðlar þar málum.
G. O. Einarsson
Ársþing Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi, hið þrí-
tugasta og þriðja í röð, var sett
kl. 10 f. h. í Goodtemplarahús-
inu hér í borginni síðastliðinn
mánudag við dágóða aðsókn.
Forsæti skipaði forseti félagsins,
séra Philip M. Pétursson. Dr.
Rúnólfur Marteinsson flutti
fagra bæn, en þingheimur söng
sálmana þjóðkunnu, „Þín misk-
unn, Ó, Guð,“ og „Faðir and-
anna“; við hljóðfærið var
Gunnar Erlendsson. Flutti þá
forseti skýrslu sína yfir starf-
semi félagsins á þeim 15 mán-
uðum, sem liðnir voru frá þeim
tíma, er síðasta þing á undan
kom saman; var skýrslan samin
af fullri einurð, og skyldi slíkt
jafnan að makleikum metið;
hún er birt í heilu lagi hér í
blaðinu og veitist lesendum þess
því þegar kostur að glöggva sig
á innihaldi hennar; var því næst
kosið í fastar nefndir, er seinna
á þingi lögðu fram álitsskjöl sín
og tillögur.
Klukkan 4 síðdegis söfnuðust
þingfulltrúar og allmargt ann-
ara gesta saman í Fyrstu lút-
ersku kirkju til að hlýða á minn-
ingarathöfn um Svein Björnsson
fyrsta forseta hins endurborna,
íslenzka lýðveldis, er Þjóð-
ræknisfélagið hafði stofnað til;
var athöfnin um alt hin virðu-
legasta og þeim öllum, sem að
henni stóðu til sæmdar. Séra
Valdimar J. Eylands hafði for-
ustu samkomunnar með hönd-
um og flutti hjartaheita og hríf-
andi bæn. Dr. Richard Beck
flutti snildar ræðu um hinn látna
þjóðhöfðingja og rakti í megin
dráttum nytsaman og litbrigða-
ríkan æviferil hans; var ræðan
íturhugsuð og hið bezta flutt.
Þrír sálmar voru sungnir; við
hljóðfærið var frú Björg Isfeld,
en séra Valdimar lýsti drottin-
legri blessun.
Um kveldið efndi Þjóðræknis-
deildin Frón til skemtisamkomu
í Goodtemplarahúsinu, er var
vel sótt og til skemtiskrár hafði
verið vandað hið bezta.
Frú Ingibjörg Jónsson stýrði
samkomunni með ágætum. Séra
Valdimar J. Eylands flutti
Kommunistar
háværir í
Frakklandi
Skömmu áður en Matthew B.
Ridgway, eftirmaður Eisen-
howers sem yfirhershöfðingi
lýðræðisherjanna í Vestur-
Evrópu, kom til Frakklands,
stofnuðu franskir kommúnistar
til mótmælafunda víðsvegar um
landið og höfðu alt ilt á hornum
sér; kölluðu þeir hershöfðingj-
ann launaðan stríðsæsingamann,
er nær sem verða vildi yrði þess
albúinn, að hleypa þriðju heims-
styrjöldinni af stokkunum; mest
kvað að óspektunum í París, og
sló þar tíðum í brýnu milli rauð-
liða og lögreglunnar, sem aukin
hafði verið að mun; endalok
urðu þau, að aðalforingi komm-
únista, Duclos, var handtekinn,
og er mælt, að í fórum hans
hafi fundist ýmiss konar skjöl,
er báru vott um skipulagt sam-
særi gegn ríkisvaldinu, og getur
auðveldlega svo farið*, að hann
verði sakaður um landráð; á
annað þúsund kommúnistar víðs
vegar um landið voru teknir úr
umferð og settir í svartholið.
snjalla og kröftuga ræðu; Mrs.
Pearl Johnson skemti með yndis-
legum söngvum; Harald Jónas-
son með knéfiðluleik; er hann
vaxandi maður í list sinni; þá
þótti víst flestum nýnæmi, að
heyra Tímóteus Böðvarsson
kveða rímur; til nýlundu mátti
það teljast, að hlusta á raddir
íslands af segulbandi, en þar
gafst samkomugestum þess kost-
ur að hlýða á Árna G. Eylands
og séra Jakob Jónsson, en þeir
prófessorarnir Áskell Löve og
Finnbogi Guðmundsson, kyntu
ræðumennina.
Á morgunfundi félagsins á
þriðjudaginn flutti W. J. Lindal
dómari vandað og fróðlegt yfir-
lit yfir starfsaðferðir fjársöfn-
unarnefndarinnar í kenslustóls-
málinu, skýrði frá hvernig söfn-
uninni nú væri komið og í raun-
inni skorti aðeins herzlumuninn
unz takmarkinu yrði náð; dáði
dómarinn mjög eindrægni ís-
lendinga í málinu og þá gest-
risni, er safnendur hvarvetna
hefðu notið. Líndal dómari flutti
skýrslu sína á ágætri íslenzku,
og Dr. Thorlakson þakkaði hon-
um á íslenzku; væri synd að
segja, að þeim yrði „fótaskortur
á tungunni,“ eins og K. K. myndi
hafa orðað það.
Á þriðjudagskvöldið efndi
Þjóðræknisfélagið til skemti-
samkomu í Fyrstu lútersku
kirkju undir forsæti Dr. Tryggva
J. Olesqjt. er. var vel sótt og
þótti takast hið bezta; ræðu-
maður var séra Friðrik A. Frið-
riksson sóknarprestur á Húsavík.
Kveðjusamsæti
Á miðvikudagskvöldið í fyrri
viku var þeim hjónunum Páli
S. Pálssyni skáldi og frú Ólínu
Pálsson, haldið fjölmennt kveðju
samsæti í Sambandskirkjunni
hér í borg, en þá voru þau, eftir
langa búsetu í Winnipeg, í þann
veginn að flytja alfarin til
Gimil.
Séra Philip M. Pétursson hafði
samkvæmisstjórn með höndum;
fagran einsöng söng frú Alma
Gíslason, en við hljóðfærið var
ungfrú Evelyn Thorvaldson.
Ungfrú Anna Stefánsson af-
henti frú Ólínu forkunnar fagr-
an blómvönd, en ræður fluttu
auk séra Philips Gunnar Er-
lendsson og Jakob F. Kristjáns-
son, er allar báru vott um inni-
lega vinsemd í garð heiðurs-
gestanna, er sæmd voru verð-
mætum gjöfum, vönduðu við-
tæki og nokkrum sjóði; þau Páll
og ólína þökkuðu hvort um sig
þá velvild, er samsætið bæri svo
ljósan vott; þau hafa um langan
aldur tekið virkan þátt í íslenzk-
um mannfélagsmálum og hlíft
sér lítt; hinir mörgu vinir þeirra
hér um slóðir árna þeim far-
sællar framtíðar á Gimli.
Veitingar voru hinar rausnar-
legustu.
Verkfall hafið
í byrjun vikunnar hófst á ný
verkfall í stáliðnaði Bandaríkj-
anna, en eins og vitað er, lagði
Truman forseti hald á stálverk-
smiðjurnar í aprílmánuði síðast-
liðnum og lét starfrækja þær í
nafni ríkisvaldsins; nú hefir
hæzti réttur felt þann úrskurð,
að forseta hafi skort stjórnskipu-
lega heimild til að taka áminsta
ákvörðun.
Jafn skjótt og hljóðbært varð
um úrskurð hæztaréttar hófst
verkfallið. -
Lýkur prófi í
hjúkrunarfræði
Mrs. Isabella Goodman
Chruickshank
Þessi unga og glæsilega kona
lauk fyrir skömmu fullnaðar-
prófi í hjúkrunarfræði við Grace
spítalann hér í borginni með
ágætiseinkunn og hlaut auk þess
gullmedalíu vegna frábærrar
þekkingar sinnar og hæfni í
yfirsetufræði; foreldrar hennar
eru þau mætu hjón, Júlíus
Goodman skipasmiður í St.
James og frú Björg Goodman.
Fágætt
merkisafmæli
Næstkomandi laugardag, þ. 7.
júní, verður landnámsöldungur-
inn Kristján G. Kristjánsson,
sem áratugum saman hefir ver-
ið búsettur í Eyford-byggðinni
íslenzku í Norður-Dakota, 102
ára gamall. Samdægurs eiga
þau hjónin, Kristján og Svan-
fríður Jónsdóttir kona hans, 75
ára hjúskparafmæli. Er hér því
í tvennum skilningi um fágætt
merkisafmæli að ræða.
Þau Kristján og Svanfríður
eiga sér að baki langa sögu og
mikla, sem engin skil verða gerð
í örstuttri afmælisgrein, er það
eitt er ætlað að vera heillaósk
og vinakveðja. Þessir ágætu og
mikilsmetnu frumherjar flutt-
ust vestur um haf á hinum allra
fyrstu landnámsárum, og voru
landnemar í tveim meginbyggð-
um íslendinga, Nýja-íslandi
og Norður-Dakota. Með full-
um rétti má því segja, að
saga þeirra hjóna sé samanofin
sogu íslendinga í Vesturheimi,
og sjálf hafa þau átt sinn mikla
þátt í að skapa þá sögu. Stendur
nú skjólgarð um þau í hárri elli
fjölmennur og mannvænlegur
niðjahópur.
Þau Kristján og Svanfríður eru
einnig ágætir fulltrúar og per-
sónugerfingar hins bezta og feg-
ursta í íslenzkri sveitamenningu
og íslenzku eðli, rótgróins menn-
ingar- og bókmenntaáhuga, og
traustrar og göfugrar skapgerð-
ar; hafa þau einnig, sem vænta
mátti, haldið órofa tryggð við
ættjörðina og menningarerfðina
íslenzku.
Hlýir þakkarhugir og virð-
ingar streyma því til þessara
aldurhnignu sæmdarhjóna úr
mörgum áttum á þessum tví-
helga afmælisdegi þeirra. Sveit-
ungar þeirra að fornu og nýju
hylla þau heilum huga; undir
það taka ritstjóri og lesendur
þessa blaðs og vafalaust einnig
landar þeirra hjóna alment hér í
álfu. Og mér, sem fulltrúa Is-
lands í Norður-Dakota, er ljúft
að flytja landnámshjónunum,
sem verið hafa svo ágætir merk-
isberar íslenzks anda og mann-
Býður sig fram
til þings
Magnús Elíasson
Nú er það fullráðið, að Magnús
Elíasson, sem búsettur er í Van-
couver, bjóði sig fram sem þing-
mannsefni af hálfu C.C.F. flokks-
ins í Fernie-kjördæminu við
kosningar þær til fylkisþings,
sem fram fara í British Colum-
bia þann 12. yfirstandandi mán-
aðar. Magnús er fæddur í Árnes-
bygðinni í Nýja-Islandi, sonur
Guðmundar Elíassonar, sem nú
dvelur á elliheimilinU Höfn í
Vancouver; hann er mælskur
maður meir en alment gerist og
drengur hinn bezti.
dóms, hugheilustu kveðjur og
blessunaróskir ríkisstjórnar ís-
lands og heimaþjóðarinnar. Megi
hinn fágæti afmælisdagur verða
þeim mildur og bjartur eins og
þau hafa svo ríkulega áunnið
sér! Richard Beck
ískyggilegar horfur
í Berlín
Að fyrirmælum húsbænda
sinna, rússneskra kommúnista,
hafa íbúar Austur-Þýzkalands
hert allmjög að samgöngum við
vesturhluta landsins og hefir
lögreglu rauðliða verið heimilað
að skjóta til dauðs hvern þann
mann, að vestan, er kynni að
fyrirfinnast á hinu svonefnda
hlutleysissvæði, sem er liðlega
þrjár mílur á breidd; teljast
kommúnistar hafa orðið til þess
neyddir að taka þessar ákvarð-
anir eftir að Bonnstjórnin undir-
skrifaði friðarsáttmálann við
stórveldin þrjú, sem útiloki sam-
einingu Þýzkalands og geti fyr
en síðar leitt til nýrra blóðs-
úthellinga.
Heilir á húfi
Um þær mundir, er fiskiveiða-
flotinn var nýlagður af stað til
verstöðva á Winnipegvatni,
gerði afspyrnurok, og slitnuðu
tveir bátar úr togi frá dráttar-
skipinu Wild Knight, sem er
eign Keystone Fisheries Limi-
ted; lögðu bátarnir af stað frá
Selkirk norður á bóginn þann
27. maí síðastliðinn og voru eitt-
hvað um átta mílur austan við
Winnipeg Beach, er dráttarlínan
slitnaði eða skorið var á hana.
Leit með flugvélum frá Gimli
var brátt hafin án þess að ár-
angur bæri; en til allrar ham-
ingju komu mennirir fram, en
þeir voru þrír, heilir á húfi og
höfðu fundið sér trygga bæki-
stöð í Rauðárósum; tveir mann-
anna voru frá Hodgson, en sá
þriðji frá Selkirk.
Lýkur prófi
með heiðri
John Wilroy Hafliðason
Nýverið lauk prófi í Chemical
Engineering með fyrstu ágætis-
einkunn við McGill háskólann
í Montreal, John Wilroy Haf-
liðason, sonur þeirra Jóns og
Guðrúnar Hafliðason, Ste^ 15
Marie Apts. hér í borg.
Þessi duglegi námsmaður er
fæddur í Winnipeg 17. maí 1929.
Mr. Hafliðason hefir þegar tek-
ist á hendur ábyrgðarstöðu hjá
umfangsmiklu Chemical Comp-
any í Los Angeles, Cal., og lagði
af stað suður þangað í byrjun
vikunnar.
Leiðréffing
og fleira
Fyrir mörgum árum var and-
láts Þórunnar Jónsdóttur föður-
systur minnar getið í Almanaki
Ó. S. Thorgeirssonar og hún
Dar nefnd Illugadóttir, og hefir
íún þar af leiðandi verið nefnd
ranglega Illugadóttir í ævi-
minningum tveggja sona henn-
ar — Jóns og Jónatans.
Afi minn Jón Illugason átti
systur sem Ólöf Illugadóttir hét;
hún giftist Jósef lækni Skapta-
son á Hnausum. Voru því eðli-
ega Skapti Jósefsson á Hnaus-
um og faðir minn systkinasynir;
var vinfengi með þeim og skrif-
uðust þeir á. Nokkuð af efni
úr bréfum Skapta, sem komu
::ram eftir lát föður míns, var
um Ameríkuferðir, sem um þær
mundir voru efst á baugi, og var
oft rætt um þær af miklum hita,
3Ó Gröndal og Jón Ólafsson
tækju þar af skarið. Jón svaraði
Gröndal í prentuðum bæklingi
og lét hann fylgja blaðinu
„SKULD“, sem Jón gaf þá út,
og stóð á kápu bæklingsins: —
„Benedikt Gröndal húðstrýktur
og settur í gapastokk.“
Ofannefnd bréf eru nú því
miður glötuð, en mér er minnis-
stæð ein setning, þar sem Skapti
segir: „Ekki hugsa ég til því-
líkrar svaðilfarar.“
Oft hefi ég séð í blöðunum
áeggjan um að geyma bækur og
myndir, sem Islendingar eiga,
en eyðileggja þær ekki, svo að
sær geti orðið til fróðleiks fyrir
framtíðina, og er það skynsam-
leg og rétt hugsun. En lítið eða
ekkert hefir verið minnst á
varðveizlu sendibréfa.
Væri nú ekki vel til fallið að
Þjóðræknisfélagið færi þess á
leit við deildarstjóra félagsins,
að þeir söfnuðu saman geymzlu-
verðum bréfum hver í sinni deild
og sendu þau til aðalfélagsins
til öruggrar geymzlu?
24. maí 1952
J. A. Vopnl
Sumarvertíð hefst
Þann 3. þ. m. hófust hvítfisk-
veiðar á Winnipegvatni og er
það viku fyr en venja hefir verið
til og vertíðinni lýkur 26. júlí.