Lögberg - 06.06.1952, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚNÍ, 1952
Heilbrigðismálastofnun S. Þ.
Skýrslur hennar sýna, að Svíar
og Islendingar eru komnir allra
þjóða lengst í baráttunni gegn
barnadauðanum.
Þann 7. apríl var alþjóða-heil-
brigðisdagurinn. í fjórða skipti
er dagur þessi haldinn hátíðleg-
ur, ekki til þess að skapa umtal
um WHO, Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnun S. Þ., heldur til að
minna alla á það, hve mikið
veltur á því, að hver og einn geri
sitt til að auka heilbrigði, hrein-
læti og heilsu í heiminum.
Hugmyndin um alþjóðlegan
heilbrigðisdag er komin frá ír-
an. Er fyrsta ráðstefna S. Þ. um
heilbrigðismál var heldin 7.
apríl 1948, lagði fulltrúi írans
til, að samkomudagur ráðstefn-
unnar yrði gerður að sérstökum
merkisdegi, og æ fleiri þjóðir
hafa aðhyllzt hugmyndina.
í eftirfarandi yfirliti frá upp-
lýsingaskrifstofu S. Þ. í Kaup-
mannahöfn er nokkuð greint frá
verkefni WHO og ástandi heil-
brigðismálanna í heiminum:
Þrír fjórðu hlular mannkynsins
þjást af sjúkdómum
Dr. Brock Chrisholm, for-
stjóri Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, WHO, er frum-
herji og hefir að baki sér langa
reynslu í heilbrigðisstarfsemi á
alþjóðlegum grundvelli. I tilefni
dagsins segir hann m. a.:
„Heilbrigt umhevrfi skapar
heilbrigt fólk“ — þetta eru víg-
orðin fyrir heilbrigðisdaginn
1952 — og það beinir öllum þjóð-
um að sama markinu. Það segý-
í sjálfu sér nokkuð um þau
vandamál, sem leysa þarf til þess
að starfið, sem unnið er við að
bæta heilsufarið í heiminum,
geti heppnazt.
Þrátt fyrir hinar ótrúlega
miklu framfarir á sviði lækna-
vísinda og sjúkdómvarna þjást
enn þann dag í dag þrír fjórðu
hlutar allra karla, kvenna og
barna í heiminum af sjúkdóm-
um, sem berast með óhreinu
vatni, vegna skorts á persónu-
legu hreinlæti, með skordýrum,
músum og rottum og í óvarinni
mjólk og mat. Ábyrgðin á því,
að slíkur fjöldi mannslífa fer
forgörðum og vinnuafl tapast,
hvílir á okkur öllum, sem með-
limum fjölskyldu okkar, sem
borgurum bæja eða þorpa okkar
og sem samborgurum í heimi,
sem stöðugt verður minni og
minni eftir því sem samgöngu-
tækin verða betri.
Hvort sem við lifum í þjóðfé-
lagi mikilla framfara eða ekki,
er það skylda bæði gagnvart
okkur sjálfum og nágrönnum
okkar, að gæta ýtrustu varúðar
í heilbrigðismálum. Haldið hús-
inu hreinu, búðinni hreinni,
verksmiðjunni hreinni, haldið
umhverfinu öllu hreinu og þar
með uppfyllið þið fyrstu skil-
yrðin fyrir heilbrigði heima og
í bæjarfélaginu.“
Betri heilsuvernd —
lengra líf
Síðastliðin 20 ár hefir þróun
sjúkdómsvarna og læknavísinda
verið mjög ör, en samt sem áður
er sú þróun aðeins á byrjunar-
stigi ennþá. Enda þótt svo sé,
má greinilega sjá árangur henn-
ar í alþjóðaskýrslum um sjúk-
dóma og dauðsföll, sem hagstofa
S. Þ. hefir nýlega sent frá sér.
Þessar skýrslur eru teknar sam-
an í „Monthly Bulletin of
Statistics“ fyrir marz 1952.
í skýrslunni er gerður saman-
burður á tölum um dauðsföll í
89 löndum á tímabilinu 1930—32
og tímabilinu 1948—50 og hvar-
vetna er þróunin sú sama; æ
færri deyja og fólk verður eldra.
Einungis síðari heimsstyrjöldin
og þær farsóttir, sem fylgdu í
fótspor hennar, hefir getað rask-
að hlutföllunum, en þó einungis
í þeim löndum, sem urðu fyrir
sprengiregni eða voru vígvöllur,
þar sem allt skipulegt þjóðfélags
líf var fótum troðið. I öðrum
löndum, sem þátt tóku í síðari
styrjöldinni — þar á meðal í
Bandaríkjunum og Ástralíu —
var það einungis dánartala ungra
manna, sem hækkaði — víg-
stöðvarnar, loftið og heimshöfin
hjuggu stór skörð í fylkingar
þeirra.
Eftir styrjöldina hefir endur-
reisnarstarfið gengið mjög vel.
Á tímabilinu 1948—50 var þó enn
mikið óunnið, á þeim árum var
mikl uafkastað. Skýrslurnar
greina frá mikilli framför á þess-
um þremur árum og dánartalan
lækkar ört. Á tímabilinu 1930—
1932 dóu til jafnaðar 18,9 af þús-
undi á ári hverju. Á tímabilinu
1948—50 hafði dánartalan lækk-
að niður í 13,7 af þúsundi.
Miklar framfarir
Tuttugu ár eru ekki langur
tími í þróunarsögu mannkyns-
ins. En samt sem áður hefir á
þessum stutta tíma tekizt að
lækka dánartöluna um næstum
helming í sumum löndum. í átta
ríkjum, sem skýrslurnar ná til,
lækkaði dánartalan um 40% eða
meira. I 23 löndum lækkaði dán-
ar talan um 20% á þessu tíma-
bili. Mest var lækkun dánartöl-
unnar í löndum, þar sem heilsu-
vernd og sjúkdómavarnir höfðu
verið mjög litlar og hægt var
að auka þær skjótlega.
Erfiðisvinna virðist aðeins að
nokkru leyti eiga sök á því, að
karlar deyja fyrr en konur.
Ekkjur eru fleiri en ekklar. Og
fleiri sveinbörn fæðast andvana
en meybörn. Enginn hefir enn
getað veitt fullnægjandi skýr-
ingu á þessu fyrirbæri, en stað-
reyndin er augljós í hagskýrsl-
um S. Þ.
Fyrsta æviárið
Fyrsta æviárið er ávallt lífs-
hættulegast. Allt fram til 1930
dóu 10 af hverjum 100 börnum
á fyrsta aldursári í helrpingi
þeirra landa, sem gerðu skýrslur
um dauðsföll. í einu landi var
dánartalan 30 af hverjum 100
börnum. Nú hafa orðið miklar
breytingar í þessu efni vegna
framfara í læknavísindum og
sjúkdómsvörnum og á Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin sinn
mikla þátt í því. Meðal landanna
með lægstan ungbarnadauða í
heimi eru Svíþjóð, en þar er
dánartala ungbarna 23,3 ag þús-
undi, og ísland, en þar er dánar-
ungbarna 23,9 af þúsundi.
Aukin barátta gegn sjúkdóm-
um og aukin heilsuvernd skap-
ar ný vandamál. Þjóðfélagið eld-
ist, smám sáman verða æ fleiri
íbúanna gamalt fólk. Þessi þró-
un hefir valdið miklum erfið-
leikum fyrir þá, sem ganga frá
löggjöf á sviði félagsmála. -
Hversu mikil áhrif þessi vanda-
mál kunna að fá, má gera sér
í hugarlund af síðustu tölunum
í þessum hagskýrslum S. Þ. —
tölunum, sem greina frá hækk-
andi meðalaldri. í nokkrum
löndum hefir meðalaldurinn
hækkað um 20 ár frá áramót-
um. 1 Hollandi lifa menn lengst,
verða karlmenn að meðaltali 69
ára og 5 mánaða og konur 71 árs
og 6 mánaða.
—TÍMINN, 4. apríl
SKÚLI GUÐMUNDSSON:
Jakob H. Líndal á Lækjamóti
Kaupið Lögberg
Vísindamaður í bændastétt,
sem lengi var í hópi hinna merk-
ustu forvígismanna í félagsmál-
um bænda, hvarf sjónum okkar á
síðastliðnu ári. Maður þessi var
Jakob H. Líndal, bóndi og hrepp-
stjóri, á Læjamóti í Víðidal.
Jakob fæddist á Steiná í Svart-
árdal í Húnavatnssýslu, 18. maí
1880. Foreldrar hans voru hjón-
in Hans Baldvinsson og Anna
Pétursdóttir. Þau fluttust til
Skagafjarðar þegar Jakob var
barn að aldri, og bjuggu á Hrólfs
stöðum í Blönduhlíð.
Tvítugur að aldri fór Jakob
til náms í Möðruvallaskóla og
lauk góðu prófi þaðan vorið
1903. Veturinn eftir var hann
við nám í búnaðarskóla/ium á
Hólum og tók búfræðipróf það-
an 1904. Næstu tvö árin var
hann heima í Skagafirði, og
vann þá m. a. að garðrækt, sem
forstöðumaður garðyrkjufélags
í Seyluhreppi. Þar gerði hann
ræktunartilraunir við jarðhita.
Síðan fór Jakob utan og á árun-
um 1906—1908 var hann við nám
í lýðháskólanum í Askov í Dan-
mörku og búnaðarháskólanum í
Ási í Noregi.
Skömmu eftir heimkomuna
frá námi utanlands varð Jakob
framkvæmdarstjóri Ræktunar-
félags Norðurlands á Akureyri.
Gegndi hann því starfi frá 1910
til 1917, en þá fluttist hann vest-
ur í Húnavatnssýslu, varð bóndi
á Lækjamóti í Víðidal og bjó
þar til dánardægurs. Hann var
hreppstjóri Þorkelshólshrepps
28 síðustu ár ævinnar, átti lengi
sæti í sýslunefnd og vann mikið
að samvinnu- og búnaðarmálum.
Var lengi formaður búnaðarfé-
lags í sveit sinni og átti sæti í
stjórn búnaðarsambands sýsl-
unnar.
Jakob Líndal var búnaðar-
þingsfulltrúi fyrir Húnvetninga
1924—1946 og endurskoðandi
Búnaðarfélags Islands 1925—
1939. Hann var fulltrúi á stofn-
fundi Stéttarsambands bænda
1945 og á aðalfundum sambands-
ins árin 1947, 1948 og 1949.
Jakob á Lækjamóti var hæfi-
leika- og mannkostamaður. öll
þau störf, sem honum voru falin,
vann hann með samvizkusemi
og vandvirkni. Hugur hans
stefndi einkum að rannsóknar-
störfum og vísindaiðkunum, og
þeim helgaði hann krafta sína
að miklu leyti síðari hluta æv-
innar. Árið 1931 var hann um
tíma við jarðvegsrannsóknir í
vísindastofnun í Kaupmanna-
höfn, og eftir það vann hann
mikið og merkilegt starf við
jarðvegs- og jarðfræðirannsókn-
ir, samhliða búskapnum og
mörgum trúnaðarstörfum í þágu
almennings. Á hverju ári ferð-
aðist hann um byggðir og ó-
byggðir, til rannsókna á jarð-
vegi og jarðlögum. Ritgerðir um
þau efni birti hann í blöðum og
tímaritum, t. d. skrifaði hann
grein í Náttúrufræðinginn árið
1935 um móbergsmyndanir og
steingervinga í Bakkabrúnum í
Víðidal. Og árið 1939 ritaði hann
grein um það efni á ensku í
brezkt vísindarit, Geologial
Journal í London. Jakob hafði
mikinn áhuga fyrir ræktun
landsins, og honum var það vel
ljóst, að ræktunarframkvæmdir
og búreksturinn yfirleitt þarf að
byggja á nákvæmri þekkingu á
landinu og gæðum þess, til þess
að árangurinn verði sem beztur.
Það var hvorutveggja, fróðleiks-
þrá og löngun til að ryðja braut
hagnýtum nýjungum, sem leiddi
huga hans að jarðfræðilegum at-
hugunum, og í niðurstöðum
þeirra rannsókna lét hann þjóð
sinni eftir merkilegan arf, sem
vafalaust kemur að notum
komandi tímum.
Jakob Líndal kvæntist árið
1914, Jónínu Sigurðardóttur frá
Lækjamóti. Hún lézt árið 1950.
Börn þeirra eru þrjú: Sigurður,
bóndi á Lækjamóti, Margrét og
Baldur, búsett í Reykjavík.
Jakob lézt á heimili dóttur
sinnar í Reykjavík, 13. marz
1951. Hann var jarðaður í heim-
ilisgrafreit á Lækjamóti 29. dag
þess sama mánaðar.
FREYR, Aprílheftið 1952
Furðuverka stofnunin
Þar sem vísindin eru að skapa heiminum betri lífskjör
Það var eitt sinn um kvöld,
að maður, sem var á ferð á bif-
hjóli í'Washington, sá að eldur
var laus skammt frá einni aðal-
götunni — Connecticut Avenue.
Hann flýtti sér sem mest hann
mátti að næsta brunaboða og
kvaddi slökkviliðið á vettvang.
Þegar slökkviliðið kom sá það
að þarna stóð lítið múrhús í
björtu báli. — Umhverfis eldinn
stóðu nokkrir menn, þeir voru
hinir rólegustu og gerðu enga
tilraun að slökkva bálið. Og ein-
kennilegt þótti slökkviliðinu, að
þeir voru með ýmis mælitæki,
sem fest voru við vírtaugar, er
komu út úr eldinum.
„Við höfum kveikt viljandi í
þessu húsi,“ sagði einn af mönn-
unum. „Þetta er tilraun sem við
erum að gera til þess að sjá
hvaða byggingarefni eru óeld-
fimust. Þessar vírtaugar, sem ná
inn í eldinn sýna okkur hvað
hitinn er mikill inni í bálinu.
Við erum starfsmenn National
Bureau of Standards.“
Frekari skýringa þurfti ekki
við. — Allir þekkja National
Bureu of Standards, hina þjóð-
legu vísindastofnun, sem nú hef-
ir starfað í 50 ár (stofnuð alda-
mótaárið) og hefir nú í þjónustu
sinni 1600 vísindamenn, sem
starfa að nýjum uppgötvunum,
sem geta orðið alþjóð til bless-
unar.
Störf stofnunarinnar
Einn af starfsmönnum hennar
hefir sagt: „Með hinum ná-
kvæmustu áhöldum, sem til eru,
leitum vér uppi hina mestu ná-
kvæmni í öllum hlutum, en all-
ar framfarir í vísindum og iðn-
aði eru undir þeirri nákvæmni
komnar, þegar öllu er á botninn
hvolft.“
Annars er starf stofnunarinn-
ar að mestu leyti þríþætt.
Eins og nafn hennar bendir til
á hún að ákveða hin hárfínustu
mælitæki — lengd þumlungsins
og þunga pundsins. Hún ákveð-
ur einnig einingar hitamælinga,
frá hinum „kaldasta kulda“
459.6 stig á Fahrenheit upp í
þanil hita er bræðir allar stein-
tegundir (6000 stig eða meira).
Hún ákveður nákvæmar mæl-
ingar á rafmagni.
í öðru lagi ákveður hún gæði
alls konar varnings, alt frá rit-
vélum niður í gjarðajárn.
Og í þriðja lagi gerir hún
margvíslegar rannsóknir á öll-
um sviðum, allt frá því að leysa
kjarnorku úr læðingi til frið-
samlegra starfa og niður í það
að útskýra hreinsunarhæfileika
sápu.
Hún vinnur einnig að því að
finna upp ný vopn, þar á meðal
fjarstýrð flugskeyti. Um mörg
af þeim vopnum, sem stofnun-
in hefir hjálpað til að finna upp,
er farið svo leynt að ekki er
nema á fárra vitorði.
Mál og vog
Á miðöldunum jafngilti eitt
fet lengdinni á spori manns og
einn faðmur var lengdin milli
fingurgóma hans, þegar að hann
rét^i út hendurnar. Þetta var
svo sem ekki nákvæmt mál, því
að það fór alveg eftir stærð
manna.
Á fyrri hluta 19. aldar var
jafnvel enn svo mikil óregla á
máli, að eitt bushel í Suður-
Karolina var 68 teningsþuml-
ungum stærra en í New York
ríki. Eitt pund af kartöflum vóg
þá minna í Massachusetts en í
Maine. Og vegna þess að toll-
gæzlan í hinum ýmsu ríkjum
notaði mismunandi mál og vog,
tapaði stjórnin stórfé í tollum á
hverju ári.
En nú er svo komið að öll hin
tæknilega menning mundi
hrynja í rústir, ef ekki væri ná-
kvæm mál fyrir allt: lengd,
þunga, tíma, hitastig, raforku,
bylgjulengd og útgeislun frum-
efna.
Bandaríkjamenn nota rafmagn
fyrir 4 milljarða dollara á ári.
Ef mælingu rafmagnsins skeik-
aði, þó ekki væri nema um einn
hundraðasta hluta, þá mundu
raforkufélögin eða almenning-
ur tapa 40 milljónum dollara á
ári. En nú er ekki hætta á þessu
vegna hinna nákvæmu mæli-
tækja, sem stofnunin hefir á-
kveðið.
Ef bylgjulengd útvarpsstöðva
og sjónvarpsstöðva er ekki hár-
nákvæm, mundi allt fara í ó-
lestri með útsendingu. En allar
útvarpsstöðvar halda nú þeirri
tíðni, sem stofnunin hefir ákveð-
ið og geta því útvarpað allan
sólarhringinn. Þessi tíðni er svo
nákvæm, að ekki getur skakk-
að nema 2 hlutum af hverjum
100 milljónum. Hún er mæld
með áhöldum, sem geymd eru
svo að hvorki hiti né loftþrýst-
ingur geti haft áhrif á þau.
Þegar læknar taka blóðsýnis-
horn til þess að athuga hvort
heilsa yðar sé í lagi, þá telja þeir
hvítu og rauðu blóðkornin í
sýnishorninu. Þetta væri þýðing-
arlaust nema því aðeins að ná-
kvæmlega ákveðið magn af
blóði væri athugað. Stofnunin
sér læknum fyrir slíkum blóð-
mælitækjum.
Metri og kölógram
Enda þótt fet sé lengdareining
í Bandaríkjunum og pundið
þyngdareining, þá hefir stofnun-
in ekki gert löggilt mál og vog
fyrir það, heldur fyrir metra og
kílógram. Eru þessi mælitæki
geymd í loftþéttum skápum.
Kílógram-lóðið má aldrei snerta
með beru mhöndum, vegna þess
að sviti af fingurgómum manna
gæti breytt þyngd þess, af því
að hann mundi loða við það.
Þegar lóðið er tekið út ffr skápn-
um, er það gert með töng, og
tveir menn eru látnir bera það
svo að öruggt sé að það detti
ekki í gólfið þótt annar hrasaði
eða fengi aðsvif. Þegar það er
lagt á vogarskál, til þess að
ganga úr skugga um hvort ann-
að lóð hafi rétta þyngd, þá
stendur maðurinn sem þetta
gerir í 10 feta fjarlægð, svo að
hitinn af líkama hans geti ekki
haft nein áhirf á lóðin.
Og þótt enginn hafi séð raf-
magn né viti hvað það er, þá
hefir þó stofnuninni tekizt að
mæla það nákvæmlega og gera
nákvæm mælitæki fyrir það.
Óstöðugleiki sekúndunnar
Það er mjög áríandi á þessari
véla- og geislaöld að geta vitað
nákvæmlega hvað ein sekúnda
er löng. Á því veltur notkun
radartækja og bergmálsdýptar-
mæla, svo að nokkuð sé nefnt.
Þegar um notkun bergmáls-
dýptarmæla er að ræða, verða
menn að vita upp á hár hvað
hljóðbylgjan fer langt á hverri
sekúndu, og til þess að geta
mælt dýpið rétt, verður lengd
sekúndunnar að vera hárrétt.
Stofnunin hefir ákveðið lengd
sekúndunnar eftir snúnings-
hraða jarðar. En því miður er
þetta ekki óyggjandi mál er til
lengdar lætur, því að snúnings-
hraði jarðar er dálítið breyti-
legur og hún er að smáhægja á
sér, vegna þess viðnáms ,sem
sjávarföll valda' á grunnsævi.
Vísindum nútímans er það
afar áríðandi að tímamálið sé
rétt, t. d. þegar þau eru að mæla
hraða ljóssins, en hann nota þau
sem lengdarstiku til þess að
mæla fjarlægðir himingeimsins.
Og nú hefir stofnunin fundið ó-
yggjandi tímamæli með aðstoð
kjarnorkuvísindanna.
Þessi tímamælir miðast við
bylgjulengd í grænum geislum,
sem stafa frá nýjum atómum,
sem menn hafa framleitt og
kalla „mercury 198“. Allir geisl-
ar fara í bylgjum, líkt og öldur
á vatni, og bylgjulengdin kallast
millibil öldutoppanna. Bylgju-
lengd græna ljóssins í „mercury
198“ hefir verið mæld svo ná-
kvæmlega, að ekki getur skeik-
að nema einum á móti hverjum
100 milljónum. Einn meter er
nákvæmlega jafnlangur 1.832.-
129.21 bylgjum í grænu geisl-
unum.
Þetta efni, „mercury 198“ varð
ekki til fyr en á atómöldinni.
Vísindamönnum hefir tekizt að
framleiða þetta efni með því að
fara öfugt að við gullgerðar-
mennina gömlu, sem reyndu að
breyta kvikasilfri í gull. Nú taka
menn gull og setja það undir
skothríð nevtróna og framleiða
kvikasilfur 198 á þann hátt.
Klukkan er tímamælir, en það
er nú orðið úrelt að nota klukk-
ur með fjöður og óróa. Klukka
stofnunarinnar er knúin með
titringi í frumeind. Þessi titr-
ingur slær 24 milljard sinnum
á sekúndu og þar á verður eng-
in breyting, svo að klukkan get-
ur hvorki seinkað sér né flýtt.
Önnur klukka er þar einnig,
kúnin titringi í öðru frumefni.
Þar eru slögin 9200 milljónir á
sekúndu og þetta er óumbreyt-
anlegt líka.
Geislavirk efni
Síðan atómöldin hófst er farið
að nota geislavirk efni meira en
áður. En þau eru hættuleg í
meðförum, eigi síður en þrúð-
tundur. Nú er það verk stofn-
unarinnar að fá mælikvarða á
geislamagnið, svo að menn geti
notað það áhættulítið.
Ýmis venjuleg frumefni, svo
sem járn og brennisteinn, geta
orðið geislavirk, líkt og radíum,
með því að skjóta á þau með
nevtrónum. Slík efni kalla vís-
indamenn „isotopa“ og þau geta
orðið til margra hluta nytsam-
leg, sérstaklega til lækninga á
ýmsum kvillum, sem menn réðu
ekki við áður. En þessir sömu
geislar geta orðið mönnum
hættulegir ef þeir eru of sterkir,
eða orka á menn að staðaldri.
Það er mjög vandfarið með
þessa „isotopa“ því að frá þeim
stafa ósýnilegir geislar, sem
menn verða ekki varir við, en
hafa banvæn áhrif á líkamann.
Þeir geta leynzt hingað og þang-
að í vinnustofum, svo sem í
sprungum í veggjum eða gólfi,
jafnvel í ryki sem setzt hefir á
ýmsa hluti. Þeir geta komizt í
sígarettur, varalit og mat og
þannig borizt niður í fólk. Þeir,
sem eitthvað fást við geislavirk
efni, gæta því fyllstu varúðar,
svo sem með því að halda vinnu-
stofunum hreinum, nota þar sér-
stök föt og jafnvel grímu fyrir
andliti. Þar eru einnig notaðir
Geiger-mælar til þess að finna
hvort ósýnisgeislar sé í and-
rúmsloftinu, og svo fer fram
rannsókn á því lofti, sem menn
anda frá sér.
í kjarnorku verksmiðjunum
eru þykkir veggir, gerðir af
steinsteypu og blýi til þess að
skýla verkamönnunum. Hefir
stofnunin reiknað út og gefið
upplýsingar um hve þykkir þess-
ir veggir þurfa að vera til þess
að öruggt sé að geislarnir kom-
ist ekki í gegn um þá. Þetta
gildir jafnt hvort heldur verið
er að framleiða kjarnasprengjur
eða kjarnorku til rafmagnsfram-
leiðslu og annarra þarfa.
Fyrir nokkrum árum, eða
áður en men nvissu til fulls hvað
geislavirk efni eru hættuleg,
voru konur látnar mála vísira á
úrum með radíum-málningu, svo
að þeir lýstu í myrkri. Af hugs-
unarleysi og þekkingarleysi,
varð sumum þeirra á að væta
penslana á vörum sér og fengu
þá í sig ósýnisgeisla, sem smám
saman drógu þær til dauða.
Þetta getur nú ekki komið fyrir,
því að stöðugar rannsóknir fara
fram á öllum þeim, sem eitthvað
fást við geislavirk efni, til þess
að ganga úr skugga um hvort of
mikið af ósýnisgeislum hafi
kimizt inn i líkama þeirra. Þetta
er gert á þann hátt, að verka-
fólkið andar frá sér í loftþétta
Framhald á bls. 3