Lögberg - 06.06.1952, Page 4

Lögberg - 06.06.1952, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚNÍ, 1952 Lögberg GefitS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN- PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Uigberg" ia printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ÁVARP forsela Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, séra Philips M. Péturssonar við þingselningu, 2. júní, 1952 « Háttvirtu og heiðruðu þingfulltrúar og gestir: í dag byrjum við á fundum hins þrítugasta og þriðja ársþings Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi. En nú í fyrsta sinn á öllum þeim tíma, sem Þjóð- ræknisfélagið hefir verið til, er þingið haldið að sumri í stað miðs veturs. Þingin hafa undantekningarlaust hingáð til verið í febrúarmánuði ár hvert, þangað til nú. Og nú fáum vér tækifæri til að dæma hvor tíminn er betri, febrúar eða júní, og líka hvort að máltækið gamla sannist á þessu þingi: „nýtt er geðfelt, gömlu er út helt“. „Ég vil, í byrjun þessara orða minna, í nafni fé- lagsins, bjóða velkomna á þingið alla fulltrúa úr sér- hverri bygð, og gesti og aðra vini og óska þess, að með hjálp og aðstoð þeirra allra nái þingið að fullu tilgangi sínum og leggi góðan grundvöll að starfsárinu, sem framundan er, að þingið verði afkastamikið og öllum, sem þátt í því eiga, til sóma og heiðurs! Menn vita hver ástæðan er fyrir því, að þingið er háð á þessum tíma árs í stað febrúarmánaðar eins og áður var, en hún er sú, að samþykt var á næst síðasta þingi að gera breytingu á 24. lagagrein félagsins, sem tók það fram að „Ársþing félagsins skyldi háð í febrúar- mánuði ár hvert, á þeim stað og tíma, sem félagsstjórn- in ákveður.“ En breyting var gerð á þessari lagagrein á þá leið að: „Ársþing Þjóðræknisfélagsins skal haldið á þeim stað og tíma, sem hvert þing ákveður fyrirfram." Þessi breyting, samkvæmt 28. lagagrein, varð að fá samþykki ríkisritara Canada. Samþykki hans fékst ekki fyrir þingtíma í fyrra, og þess vegna var þingið haldið í febrúarmáðuði það árið, en síðar fékst samþykki hans. Nú eru liðnir 15 mánuðir síðan að þing var síðast haldið. Og nú á þessu þingi, áður en því verður slitið, verðum við í samræmi við nýju lagagreinina að ákveða með atkvæðagreiðslu tíma og stað næsta þings. Það verður eitt af síðustu hlutverkum þingsins, og ættu menn að taka sér tíma þessa næstu daga, er setið er hér á þingfundum og á samkomum, til að hugsa vel og gaumgæfilega um það mál og um hvor tíminn geti orð- ið Þjóðræknisfélaginu mest að gagni að hafa þing sitt á, því það er félagsheildin og velferð hennar, sem vér verðum og ættum aðallega að hugsa um. En svo varð önnur lagabreyting, sem nú hefir líka öðlast gildi með samþykki ríkisritara Canada, og er hún sú, að nú eiga allar deildir félagsins jöfn réttindi á þingum. Þegar tilagan um að breyta þingtímanum, og að ákveða fyrirfram bæði stað og tíma hvers þings, var borin upp og samþykt, sáu nokkrir meðlimir deildar- innar Fróns að ógjörningur yrði að breyta 24. lagagrein en að láta 21. lagagreinina standa óbreytta, þar sem tiltekinn er réttur deilda, og helzt ef að þingið ætti að vera utan Winnipeg. Eins og áður hefir verið, hafa deildirnar únefnt fulltrúa, sem fóru með þann atkvæða- fjölda, sem deild þeirra hafði heimtingu á eftir með- limatölu þeirra. En til þess að Frón fengi að njóta at- kvæða meðlima sinna, hefði hver einasti meðlimur þurft að vera á þingi, sem aldrei enn hefir átt sér stað. En nú koma fulltrúar frá Fróni með sömu réttindi og allir aðrir fulltrúar, en þó eru nokkrir einstaklingar, sem vildu fara með sín eigin atkvæði og því útnefndi Frón færri fulltrúa en deildin hafði heimtingu á, eins og seinna mun koma í Ijós af kjörbréfaskýrslunni. Þettá eru breyt- ingarnar, en hvort sem þær verða til hags eða óhags segir tíminn einn og reynslan. Árið, sem liðið er, hefir verið atburðaríkt ár að mörgu leyti, en líka að mörgu leyti ekki. Út á Við í hin- um víðtækara heimi hafa málin verið að miklu leyti hin sömu, sem þjóðirnar glíma við, og heima fyrir mætti segja hið sama. Heldur hefir okkur miðað fram en aftur, þó að ekki hafi altaf gengið eins og við hefðum óskað. Þeir menn eru til, sem halda að afrek félagsins geti verið svo mörg og mikil að menn gæti staðið á öndinni yfir þeim og hrósað þeim til skýanna. En þýð- ingarmestu verkin eru ekki altaf unnin fyrir alm^nn- ingssjónum. Eitt leiðir af öðru, og það sem þýðingar- mest er, er oft aðeins í því fólgið að halda málunum við, sem unnið er að, að halda stofnuninni við, svo að þegar til kastanna kemur, þá verði stofnunin til, til að leysa það verk af hendi, sem þörf er á. En þó er ég ekki að breiða yfir neitt og vil ekki, sem í dagsljósið ætti að koma. Á þessum undanförnu 15 mánuðum höfum vér séð á bak nokkrum ágætum félagsmönnum, sem vel og lengi hafa unnið á einn eða annan hátt í þágu félagsins. Þar tel ég með öðrum föður minn, ólaf Pétursson, sem í mörg ár var skjalavörður félagsins; hann dó í febrúar- mánuði s.l. Meðal þeirra annarra, sem dáið hafa, þó að ég hafi ekki enn fullkominn lista, má nefna: Heiðurs- vemdara félagsins, Svein Björnsson, forseta íslands. Eins og getið hefir verið, fer fram minningarathöfn í dag, kl. 4 e.h., í Fyrstu lútersku kirkjunni. Dr. Richard Beck flytur þar minningarræðu, en séra Valdimar J. Eylands stjórnar athöfninni. — Gengið verður af fundi stuttu fyrir fjögur og í kirkjuna. Heiðursfélagar, sem dáið hafa eru: Ólafur Pétursson og Arin- björn S. Bardal. Aðrir félagar, er látist hafa, eru þessir: Josephína Jóhannnson, Wpg. Hjörleifur Björnsson — Jóhanna Pétursson — Sigfús B. Benediktsson, Langruth, Böðvar Jónsson, Langruth, Böðvar H. Jaköbsson, Árborg Jakob Vopnfjörð, Blaine Einar Haralds, Vancouver Mrs. Áslaug Ólafsson, Vanc. Mrs. Gróa Pálmason, Winnipeg Beach Stefán Anderson, Gimli Kristján Indriðason, Mountain Mrs. Anna María Nelson, Lundar. Fleiri geta verið, sem ég hefi ekki nefnt. En ef þeir, sem vita af öðrum, vildu láta mig vita af þeim, yrði hægt að leiðrétta það áður en ræða þessi verður birt á prenti. Vér minnumst þessara félags- bræðra og systra með þakklæti fyrir samstarfið og góða frammi- stöðu í sameiginlegum málum vorum. Smá saman tínast vin- ir og samverkamenn úr tölunni, þeir, sem héldu þessari stofnun við. Það verður í trygð við minn- ingu þeirra og verk, að við höld- um því starfi áfram, sem þeir helguðu líf sitt og krafta. En nú vil ég tiltaka nokkur verkefni og svæði, sem félagið og stjórn þess hefir unnið á, á hinu liðna ári. Og þar nefni ég fyrst: Fundir Fundir félagsins hafa verið eins og vanalega og nefndin komið saman til að vinna sín verk, þau, er félagið lagði henni í hendur. Þar að auki hafa nefndarmenn, í nafni félagsins, sótt ýmsa aðra fundi og fyrir- tæki félaginu til styrktar og eflingar. En þó ber að taka það til greina, að stundum vegna tímaleysis og anna, var nefndar- mönnum ekki létt um að sækja fundi reglulega. Alt það starf, sem unnið er af stjórnarnefnd- armönnum, er í hjáverkum unnið. Og þegar margt kallar, er ómögulegt að sinna því öllu. Það er oft erfitt að velja um, og þess vegna hafa stundum fund- ir stjórnarinnar orðið að sitja á hakanum hjá sumum nefndar- mönnum, þó að aðrir hafi hins vegar sótt fundi samvizkusam- lega og vel. Úlbreiðsluslarfsemi Um útbreiðslutilraunir fé- lagsins er það að segja, að unnið hefir verið að þeim af flest öll- um stjórnarnefndarmönnum á einn eða annan hátt, þó að ekki hafi alt verið gert, sem gera skyldi. En ég, sem forseti félags- ins, bið engrar afsökunar á því. Fundið hefir verið að ýmsu í sambandi við rekstur mála fé- lagsins, og er gott að svo skyldi vera. Við værum illa staddir, ef alt væri orðið svo fullkomið, að ekkert fyndist, sem bæta mætti, eða, ef að áhuginn væri orðinn svo lítill, að enginn kærði sig um hvort að vel eða illa færi. En meðal útbreiðslumála, sem unnin hafa verið, mætti nefna margar samkomur og hátíða- höld meðal íslendinga, þar sem íslenzkt mál er notað, — og ekki sízt meðal deilda félagsins. — Hægt væri að segja, að kirkj- urnar vinni að útbreiðslumálum hvenær sem messað er á ís- lenzku — að blöðin vinni að út- breiðslumálum, þar eð þau eru gefin út á íslenzku, — að ein- staklingar, þegar þeir hittast og- heilsa hver öðrum á móðurmál- inu, vinni að útbreiðslustarfsemi. Það er erfitt að fullyrða hvað sé og hvað sé ekki beint útbreiðslu- mál. Jafnvel mætti segja, að meðal yngri íslendinga, þeirra, sem skara fram úr og vinna sér heiður, að þeir vinni að út- breiðslumálum. Þess vegna sagði ég, að þó að afturför mætti kalla í sumu, sem unnið hefir verið að, þá hefir okkur þó yfir- leitt miðað áfram, sem sé, fram- farirnar hafa orðið rneiri en afturfarirnar. En meðal hins áþreifanlega má nefna samkomu félagsins og deildanna, eins og t. d. samkomu Fróns s.l. maí, 1951, og aðra sam- komu Fróns á árinu, sem aldrei hafa tekist betur en á þessu liðna ári. Ég veit ekki mikið um bókasöfn og lestrarfélög meðal deilda, en um bókasafn deildar- innar í Winnipeg má fullyrða með réttu, að æði langt er síðan að fleiri bækur hafa verið tekn- ar út til lesturs, en á þessum s.l. vetri. Samkoman í Playhouse The- atre, sem haldin var 30. marz fyrir ári síðan undir umsjón há- skólastólsnefndarinnar, þar sem María Markan Östlund og Agnes Sigurdson komu fram, má teljast undir þessum lið. 1 Árborg heldur deildin Esjan árlega samokmu, þar sem m. a. börn koma fram og keppa í fram- sagnarlist og hljóta verðlaun fyrir. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan að síðasta þing var haldið, hafa tvær slíkar sam- komur verið haldnar með ágæt- um árangri. Einn keppendanna, ungur drengur, sem ber íslenzk- una fram eins og innfæddur ís- lendingur væri, og sem hlaut verðlaun í sínum flokki, kemur fram á samkomu aðlfélagsins annað kvöld og þá fáum við tækifæri til að dæma um það sem unnið hefir verið af deild- inni í Árborg. Samkoma var haldin í Selkirk í maí í fyrra; þangað sendi ég íslenzkar myndir, sem félagíð á, en gat ekki, anna vegna, sótt þá samkomu sjálfur. Lestrarfélagið á Gimli hélt samkomu 13. sept- ember s.L, og í desembermán- uði s.l. var haldin samkoma á Lundar, þar sem próf. Finnbogi Guðmundsson og Dr. Áskell Löve komu fram á og fluttu er- indi. Hér í Winnipeg hafa verið ýmsar samkomur, eins og t. d. þegar opinberlega var tekið á móti Próf. Finnboga Guðmunds- syni sem hinum fyrsta embætt- ismanni við hinn nýstofnaða kenslustól í íslenzkum fræðum við Manitobaháskólan, sem ég mun minnast nánar síðar. Próf. Finnbogi Guðmundsson er þegar farinn að ferðast út um bygðir íslendinga til þess að vinna að útbreiðslumálum fé- lagsins. Sumir munu ef til vill hugsa að félagið hafi lítið við ferðir hans að gera. En tilfellið er, að ef félagið væri ekki til né deildir þess til að taka á móti honum er auðskilið hve miklu örðugri ferðalög hans og mót- tökur yrðu en raun hefir orðið á. í næstu forsetaskýrslum, eins og t. d. á næsta þingi, tel ég víst, að margt verði sagt um ferðir Próf. Finnboga út um bygðir og starf hans við útbreiðslumál okkar. Ég geri ekki meira nú en rétt að minnást á ferðir hans, því þær eru rétt að byrja. En að mikið gott leiði af þeim megum við telja sem sjálfsagð- an hlut og verður það félaginu og málefnum þess til ómetanlegs styrks. — Annar maður, sem er utan stjórnar félagsins, en sem held- ur áfram að vinna að málum vorum og hefir leyst mikið og gott verk af hendi þetta liðna ár er Dr. Richard Beck. Dr. Beck, fyrrverandi forseti félagsins, hefir sem áður sýnt í verki góðhug sinn til þess og haldið áfram útbreiðslu- og kynningarstarfsemi sinni í þágu íslenzkra bókmennta og menn- ingar. Hann flutti kveðjur fé- lagsins á ársfundi fræðafélags- ins The Society for the Advance- ment of Scandinavian Study bæði í fyrra vor, er fundurinn var haldinn í North Park College, Chicago, og aftur nú í maíbyrjun, er fundurinn fór fram í Luther College, Decorah, Iowa; í sambandi við ársfund- ina flutti hann einnig á um- ræddum skólum eða öðrum samkomum erindi um íslenzk efni, og einnig á ársfundunum sjálfum. Ennfremur hefir hann á tímabilinu síðan seinasta þjóð- ræknisþing var haldið flutt önn- ur erindi og ræður um ísland og íslenzkar bókmenntir, meðal annars 1 útvarp frá Grand Forks. Þá má sérstaklega geta þess, að hann talaði nýlega á segulband þrjú hálftíma erindi um vestur-íslenzk ljóðskáld, er útvarpað var af Ríkisútvarpinu íslenzka. Dr. Beck hefir einnig, eins og að undanförnu, ritað margt um íslenzk efni bæði á ensku og íslenzku, meðal annars minningargrein um herra Svein Björnsson, forseta íslands og heiðursverndara félags vors, og verður hún birt sem forustu- greinin í sumarhefti „The Amer- ican-Scandinavian Review“ í New York. Margt fleira mætti nefna, því í raun og veru er alt, sem félagið gerir, — hvort sem það er stjórn þess, deildir eða einstaklingar innan þeirra, útbreiðslustarf. En þar sem'ég skipti málunum nið- ur, tek ég upp næsta atriði, sem ég nefni: Gesiir Gestir á þessum síðastliðnu fimtán mánuðum hafa ekki ver- ið eins margir og oft áður. En þó má telja meðal þeirra þá, sem Islendingum var mikið fagnaðarefni að mega sjá og kynnast. Fyrst má nefna þær tvær konur, sem ég nefndi áðan, og sem komu undir umsjón há- skólakenslustólsnefndarinnar — frú María Markan- Östlund og ungfrú Agnes Sigurdson. Þær komu fram á skemtikvöldi, sem haldið var í Playhouse Theatre; einnig söng frú María Markan í báðum kirkjunum. Hingað kom til að ganga í þjónustu háskólans ungur mað- ur og kona hans, Dr. Áskell Löve og frú, sem bæði eru grasafræð- ingar. Þau teljast nú vart gestir lengur, þar sem þau komu til langdvalar, Við fögnuðum komu þeirra og vonum, að þeim líði vel hér á meðal okkar. Þá kom ungur læknir frá ís- landi til framhaldsnáms, Dr. Stefán Björnsson. Hann stundar nám við læknaskólann, en starf- ar þar að auki sem læknir á Almenna sjúkrahúsinu hérC í borg. Hann getur tæpast kallast gestur, því nú fer hann að verða heimamaður og einn af okkur. Ég óska honum líka alls hins bezta og vona að hann kunni vel við sig hér. Þá vil ég næst nefna Pál Is- ólfsson oraganleikara dómkirkj- unnar í Reykjavík og frú hans, sem félaginu tókst að fá hingað í haust. Það var að tilhlutan stjórnarnefndarinnar að Dr. Páll og frú hans komu til Win- nipeg. Þau voru á ferð í Banda- ríkjunum þegar nefndin gekst í það að fá þau hingað norður með þeim árangri að íslending- um hér í Winnipeg veittist það tækifæri, sem suma þeirra hafði aldrei dreymt um að þeim gæf- ist, að hlusta á aðaltónsnilling íslands, sem uppi er á vorri tíð. Við vorum svo heppnir að geta fengið Westminster kirkjuna, þar sem að nýbúðið var að. gera við pípuorgelið, svo að það telst nú vera hið fulfkomnasta og bezta í Vestur-Canada. Það var mikil fagnaðarstund. Dr. Páll ísólfsson og frú brugðu sér norður til Gimli og hittu þar gamla fólkið á Betel. Var það mikil gleðistund fyrir mig að geta farið þá ferð með þeim, og svo að vera gestur hjá sóknarpresti Gimli, séra Haraldi Sigmars á eftir. Dr. Páll og frú hans eignuðust marga vini hér þó að dvöl þeirra hér væri alt of stutt. Ég hneigist til að segja eins og maður einn — að þó að nefndin hefði ekkert annað gert á árinu en það að fá Dr. Pál og frú hans norður til Win- nipeg, þá mætti segja, að hún hefði gert skyldu sína fyrir árið. Samband við ísland Við komu hvers manns eða konu frá íslandi — og við ferð hvers manns eða konu héðan til íslands, styrkjast böndin við ættlandið. Það er ekki annað hægt að segja, en að böndin hafi styrkzt við komu manna eins og Dr. Páls ísólfssonar, Próf. Finnboga Guðmundssonar, Dr. Áskells Löve, Dr. Stefáns Björnssonar og annara, og við ferðir manna .og kvenna héðan til íslands. Svo vil ég leyfa mér að minnast þess, að stjórn íslands hefir séð sér fært að heiðra nokkra menn hér vestra með því að veita þeim heiðursmerki — riddarakross Fálkaorðunnar. Meðal þeirra er bæjarstjóri Gimli-bæjar, Bjarni Egilson, Dr. P. H. T. Thorlak- son og ég sem forseti Þjóðrækn- isfélagsins; fleiri kunna að hafa hlotið þessa sæmd, þó að mér sé ekki kunnugt um nöfn þeirra í svipinn. Þetta eru alt liðir í sambandi okkar við ísland, og ekki er annað hægt að segja, en að það samband sé sterkt, trygt og ó- rjúfanlegt. Það eru margir góðir menn, beggja megin hafsins, sem mikinn áhuga hafa fýrir því að viðhalda sambandinu og varðveita það á allan hátt. Þetta sést meðal annars af því, að stjórn íslands sá sér fært í fyrra að leggja fram tillag í háskóla- sjóðinn honum til eflingar og stuðnings. Samböndin milli Austur- og Vestur-íslendinga eru traust og trygg. Við þurfum engar áhyggj- ur að hafa út af því að þau muni slitna í náinni framtíð. Úígáfumál Undir þessum lið er lítið annað að segja, en það, sem sagt var í fyrra. Þjóðræknisfélagið gefur út og gaf út í vetur Tíma- ritið í sama formi og vandaða frágangi og áður, sem er ritstjóra þess, hr. Gísla Jónssyni, aðal- lega að þakka. Ritið er með sömu ágætum þetta ár eins og það áður hefir verið og félaginu til heiðurs og sóma. Auglýsingasöfnunin tókst með ágætum, og betur en sumir gerðu ráð fyrir. Mrs. Björg Ein- arsson sá um auglýsingasöfnun þetta ár og vil ég fyrir hönd fé- lagsins þakka henni fyrir hennar ágæta starf, sem hefir ábyrgð og mikla vinnu í för með sér, en hún leysti það vel af hendi. En nú vil ég enn einu sinni minna menn á, að Tímaritið er hætt að geta borið sig. Kostn- aður á prentun, pappír og vinnu hefir aukist gífurlega á síðustu árum. Auglýsingarnar hrökkva ekki til að borga kostnaðinn. Ég vildi að það kæmi fram til- laga um að hækka meðlima- gjaldið, íem við, sóma okkar vegna sem íslendingar, og ef að mál okkar eru nokkurs virði, ætti ekki að vera minna en fimm dollarar á ári. Og þó að við borguðum annan dollar í viðbót fyrir ritið væri það engan 'veginn of mikið, ef að okkur er ant um þau mál, sem Þjóðrækn- isfélagið vinnur að og styður. Mér finst og hefir lengi fundist, sá maður nokkuð lélegur þjóð- ræknismaður? sem miðar þjóð- rækni sína við eina dollarinn á árinu, er hann borgar til þess að geta kallast meðlimur Þjóð- ræknisfélagsins og fá svo ritið í viðbót, sem er í sjálfu sér, þegar á allt er litið, ekki minna virði en tveggja dollara. Menn eru heimutfrekir á tíma og vinnu stjórnarinnar, en þeg- ar stungið er upp á hækkun með limagjalds, þá er æpt á móti. Ég verð að segja hreinskilnislega, að ég skil ekki þann hugsunar- hátt, og ég lofa því, að hvort sem ég skipa embætti eða ekki næsta ár, þá geri ég ráð fyrir að halda áfram að leggja fram tillögur um að hækka meðlima- gjaldið til þess að það komi að einhverjum notuip að vera með- limur félagsins, og að aðeins þeir ráði málum þess, sem eru reiðu- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.