Lögberg - 06.06.1952, Page 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN, 6. JÚNÍ, 1952
5
***************************
Ál l 4 VHÁI
t\VCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
MESTI KVENSKÖRUNGUR SAMTÍÐARINNAR *
pað var vitað og viðurkennt þegar á forsetaárura FrakMn D. Roosevelt,
að kona hans, frú Eleanor, væri skörungur hinn mesti. En það er fyrst
sem fulltrúi Bandarikjanna I bandalagi hinna sameinuðu þjóða, eftir
dauða manns síns, að hún hefir unnið sér heimsfrægð sem talsmaður
friðar, frelsis og mannréttinda. — 1 grein þeirri, sem hér birtist og er
eftir ameriska blaðamanninn John Reddy, er sagt frá þessari áhrifa-
mestu konu samtíðarinnar.
ÁRIÐ 1933, þegar eiginmaður
hennar var kosinn Bandaríkja-
forseti, og sá atburður leiddi
hana nauðuga viljuga fram á
svið opinberra starfa, vissi hinn
undrandi og forvitni almenning-
ur ekki hvar hann átti að skipa
frú Eleanor Roosevelt í flokk.
Hún minnti mest á kvenréttinda-
konurnar margumræddu —
gædd skefjalausri starfshneigð,
sem samt var vafasamt að kæmi
að nokkrum notum, en knúði
hana til þess að vera á flækingi
niðri í kolanámum og flytja
fyrirlestra í kvenfélögum, og
þruma þar af miklum fjálgleik
um fánýtustu hluti. Áður en
langt um leið fóru republicanar
að deila hart á hana fyrir sífelld
flugferðalög, kongressmenn úr
suðurríkjunum álösuðu henni
vegna samúðar hennar í garð
negranna, og aðdáendur hennar
undruðust mjög dugnað henn-
ar og starfsþrótt, og þeir, sem
skemmtu gestum næturklúbb-
anna með því að herma skræka
rödd hennar.
í dag — 16 árum síðar — hefir
hún flutt fyrírlestra svo hundr-
uðum skiptir og flogið oftar en
talið verður. Hún er orðin skör-
ungur í ræðu, og er ekki aðeins
virt og dáð í Bandaríkjunum,
heldur og erlendis, og nýtur þar
ef til vill enn meiri hylli. Þegar
hún gekk um aðalfundarsal
sameinuðu þjóðanna, eftir að
mannréttindaskráin, sem hún
hafði barizt fyrir um þriggja ára
skeið, hafði verið samþykkt,
risu fulltrúarnir allir úr sætum
sínum og hylltu hana ákaft, og
er það í eina skiptið, sem ein-
stökum fulltrúa hefir verið
sýndur slíkur heiður á þingi
hinna sameinuðu þjóða. Og er
hún var viðstödd afhjúpun
minningartöflu um mann sinn í
Westminster Abbey og tók við
kjöri sem heiðursdoktor við há-
skólann í Oxford, sýndu karl-
menn henni þá virðingu að taka
ofan hatta sína, er hún gekk í
gegnum mannþröngina, en kon-
ur létu óspart í ljós virðingu
sína og aðdáun. í Lundúna stór-
blaðinu „News Chronicle“ sagði
svo í ritstjórnargrein: „Hún
gekk við hlið konunglegra per-
sóna, án þess að tengsl hennar
við almúgann rofnuðu. Jafnvel
þegar hún gisti Þýzkaland árið
1946, hlaut hún þar hlýjar mót-
tökur, enda þótt hún sýndi þjóð-
inni fyllstu hreinskilni, og drægi
enga dul á það, að hún teldi
hana verðskulda refsiaðgerðir
fyrir að hafa verið völd að
styrjöldinni.
Þegar frú Roosevelt varð sex-
tíu og fjögurra ára, sagði „Time“,
sem þó hafði löngum verið iðinn
við að níða frúna og 'fjölskyldu
hennar: „Ekki er ósennilegt, að
Anna Eleanor Roosevelt sé víð-
frægust þeirra kvenna, sem nú
eru uppi. Hefir hlutskipti henn-
ar orðið annað en annarra for-
setaekkna þar eð áhrif hennar
og frægð fara sífellt vaxandi."
Er „Woman’s Home Companion"
beindi til lesenda sinna þeirri
spurningu: „Hvaða Ameríkani —
maður eða kona — þeirra, er nú
eru á lífi, á óskiptasta virðingu
þína og aðdáun?“ hlaut frú
Roosevelt langflest atkvæði, —
sigraði glæsilega Eisenhower
hershöfðingja, Marshall og Tru-
man forseta.
Ekki er ólíklegt, að frú Roose-
velt láti oftar til sín taka og
heyra á opinberum vettvangi,
heldur en nokkur persóna önn-
ur. Áttatíu blöð birta dálk henn-
ar: „Dagbók mín,“ og auk þess
hefir hún um langt skeið ritað
fasta dálka í „Ladies’ Home
Journal," sem nú einnig birtast
í „McCalls,“ er sömuleiðis flyt-
ur annað bindi endurminninga
hennar í framhaldsgreinaforlfti,
en þar segir frá dvöl hennar í
Hvíta húsinu. Þá útvarpa yfir
tvö hundruð útvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum þættinum: —
„Eleanor og Anna,“ en þar ræð-
ast þær við, frú Roosevelt og
Anna dóttir hennar. Auk þess
eru bækur hennar víðlesnar
mjög og viðtöl við hana birtast
iðulega í stórblöðunum.
Frú Franklin D. Roosevelt, en
þannig vill hún láta nefna sig,
er lítið lægri en sex fet á hæð.
Hún reykir ekki neytir ekki
víns, nema ef svo ber undir, að
drukknar eru skálar við hátíð-
leg tækifæri. Hún hefir van-
þóknun á bridge, fyrirlítur
jórturtugguneyzlu og notar eng-
in fegurðarlyf. Að öllum jafnaði
er hún mjög alvarleg á svipinn
og alvörugefin, og fyrir kemur
það oft, einkum er hún þegir eða
er hugsi, að svipur hennar verð-
ur strangur. Engu að síður er
hún ákaflega látlaus og blátt á-
fram; hún þvær sokkana sína
sjálf, ferðast um borgir með
neðanjarðarlestum og sér ekki
sólina fyrir börnunum sínum
fimm og seytján barnabörnum.
Menn, sem henni eru ekki hið
minnsta kunnugir, hika ekki við
að ávarpa hana í brautarvögn-
um og flugvélum og þylja yfir
henni fjölskylduvandamál sín
og sýna henni myndir af konu
og krökkum, frásögn sinni til
skýringar.
Enda þótt hún sé af auðugu
og mikilsmetnu fólki komin, —
Theodor frændi hennar var for-
seti Bandaríkjanna um skeið, —
var fátt það í fari hennar í
æsku, er benti til þess, að hún
yrði seinna meir frægasta kona
veraldar. Hún var einræn og á-
kaflega feimin telpa. Um skeið
varð hún að ganga með breitt
belti úr stálfjöðrum, sem átti að
vinna bót á hryggskekkju, er
þjáði hana. Sjálf líkir hún sér
við „ljóta andarungann" á þeim
árum. „Móðir mín var oft
hnuggin vegna þess, hve ófríð
ég var,“ segir hún í fyrra bindi
endurminninga sinna. „Hún
reyndi því á allan hátt að ala
mig þannig upp, að framkoma
mín gæti, eftir því sem unnt
var, bætt upp ytra útlit mitt, en
sú góða viðleitni hennar varð
því miður aðeins til þess, að mér
urðu útlitsgallar mínir enn hug-
stæðari.“
Áður en hún varð fullra tíu
ára að aldri missti hún foreldra
sína, og tók þá móðuramma
hennar hana til sín. Hlaut hún
strangt uppeldi hjá henni í hús-
inu við Hudsonsána og síðar í
skólum á Frakklandi og Eng-
landi. Hún giftist frænda sín-
um, Franklin D. Roosevelt, en
ekki var samkomulagið við
tengdamóðurina upp á það
bezta, og auk þess varð hún fyr-
ir því þungbæra mótlæti, að
eiginmaður hennar fékk mænu-
veikina árið 1921 og lamaðist.
En mótlætið styrkti hana aðeins
í þeirri ákvörðun að veita eigin-
manni sínum alla þá aðstoð, er
hún mætti, svo að hann gæti
haldið áfram ferilinn til mik-
illa mannvirðinga, sem fram að
þessu hafði virzt að honum
myndi beinn og greiðfær verða.
Þau mörgu ár, sem hún starfaði
jöfnum höndum, sem hjúkrun-
arkona og fylkisstjórafrú, öðlað-
ist hún djúptæka þekkingu,
varðandi stjórnmál og mannlega
skapgerð.
Og því var það, að þegar eigin-
maður hennar, Fraklin D. Roose-
velt lauk glæsilegum áfanga á
stjórnmálaferli sínum, er hann
náði forsetakosningu, var kona
sú, er þá tók við húsmóðurstign
í Hvíta húsinu, gædd spartanskri
skapgerð, aðgætni og tortryggni
leynilögreglumannsins og ótrú-
legum dugnaði.
„Mamma gat aldrei setið auð-
um höndum, ef hún sá að ein-
hvers staðar var verk að vinna,“
segir hún. Og þessi nýja forseta-
frú fann verksfýsn sinni svölun
í hinum ólíkustu og fjölbreytt-
ustu störfum. Hún hafði viku-
lega viðtalsfundi við blaðamenn,
reit greinar í blöð og tímarit,
hélt fyrirlestra og tók greiðslur
fyrir, en varði mestum hluta
þeirra tekna sinna til líknar-
starfsemi; hún tók mikinn þátt
í félagsstarfsemi; ferðaðist um
þver og endilöng Bandaríkin og
kynnti sér meðferð fanga og lífs-
kjör fólks í fátækrahverfum
borganna, og gerðist, í fáum orð-
um sagt, athafnamesta forseta-
frú, sem Bandaríkin hafa átt.
Þegar Roosevelt forseti lézt,
árið 1945, hugðu menn, að frú
Roosevelt mundi láta minna til
sín taka eftir að hún var orðin
ekkja, en raunin varð önnur. Nú
gerðist hún athafnasamari en
nokkru sinni fyrr, einkum fóru
afskipti hennar af alþjóðamál-
um stöðugt vaxandi.
Þau tólf ár, sem frú Roosevelt
var húsmóðir í Hvíta húsinu,
sýndi hún frábært umburðar-
lyndi, að heita mátti öllum og
öllu, jafnvel þegar þau hjónin
voru beitt persónulegu níði. Nú
virðist hún hafa tekið ákveðnari
afstöðu á ýmsum sviðum, eink-
um gagnvart Rússum. Áður var
henni borið það á brýn, að hún
væri kommúnistum hliðholl; til
dæmis þótti mönnum hún sýna
hinum „rauðleitu“ æskulýðs-
fylkingardeildum helzt til mikla
samúð. Nú er svo komið, að við-
horf hennar til Rússa reitir
sovétvaldhafana til reiði, enda
hefir hún fyrir skömmu í blað-
inu „Izvestia" verið kölluð „ein
af hinum ímyndunarsjúku þjón-
um auðvaldsins.“ Hin vaxandi
hreinskilni hennar á þessu sviði
er að öllum líkindum sprottin
af raunhæfri kynningu af til-
litslausri og harðskeyttri fram-
komu Rússa á þingum samein-
uðu þjóðanna, samfara því, að nú
þarf hún ekki lengur að taka til-
lit til eins og annars, eins og
henni áður bar skylda til sem
forsetafru.
Þegar Truman forseti útnefndi
hana í fyrsta skipti fulltrúa á
þing sameinuðu þjóðanna í des-
embermánuði árið 1945, álitu
margir, að hún væri ekki líkleg
til stórræða þar, enda þótt eng-
inn efaðist um einlægan vilja
hennar. Nú nýtur hún þar álits
sem dugandi málafylgjumaður,
er lumar á svo sterkum vilja og
skjótri hugsun undir hlýlegri
framkorpu, að fáa grunar, sem
ekki hafa kynnzt henni náið.
Þegar hún deildi við Pavlov
prófessor, fulltrúa Rússa, á fund-
um mannréttindanefndarinnar
síðastliðið haust, hélt hún ekki
aðeins velli í þeirri viðureign,
heldur veitti henni betur, og svo
orðdjörf var hún þá í sókn sinni,
að Pavlov prófessor öskraði af
gremju og ásakaði hana fyrir að
hún hefði „móðgað“ hann.
„Mér fellur illa að deila við
Pavlov prófessor" sagði hún,
„þar eð ég veit, að hann verður
að segja það, sem honum er
skipað að segja; í raun réttri er
það því ekki ómaksins vert að
eiga við hann orðastað, en ef ég
læt undir höfuð leggjast að
hrekja órökstuddar fullyrðingar
hans, telur hann sér það til
sigurs.“
Frú Roosevelt hefir án efa
meiri áhrif á gang mála á þing-
um sameinuðu þjóðanna en
nokkur annar fulltrúi sem ein-
staklingur, og síðasta afrek
hennar á þeim vettvangi, enda
þótt það væri ef til vill ekki
viljandi unnið sannar þetta þó
í litlu sé. Hún hafði getið um
það í dálkum sínum, að það væri
siður Frakka að sitja lengi að
máltíðum, og nefndi hún það
sem dæmi um matreiðslulist
þeirra og hæfileika til að njóta
lífsins. „Þið getið ekki gert
ykkur í hugarlund,“ sagði hún
skömmu síðar í útvarpserindi,
sem hún flutti, „hversu illa mér
brá, þegar ég komst að raun um
að franska utanríkismálaráðu-
neytið hafði látið það boð út
ganga, stuttu síðar en þessi um-
mæli mín birtust, að færri réttir
skyldu hafðir á borðum og mál-
tíðum hraðað, þegar svo bæri
við, að ég væri meðal gesta í
opinberum miðdegisverðarboð-
um á vegum frönsku stjórnar-
innar.“
Þegar þing sameinuðu þjóð-
ann situr á rökstólum, fer frú
Roosevelt á fætur klukkan sjö
að morgni og vinnur oft hvíldar-
laust fram yfir miðnætti. Enda
þótt hún sé orðin 64 ára að aldri
og hafi því sem næst misst heyrn
á öðru eyra, vinnur hún af svo
miklu kappi að furðu gegnir.
Þetta vinnukapp hennar kom
hvaí bezt í ljós, er hún sat þingið
í París síðastliðið haust. Þá tók
hún dag hvern þátt í fundum
þriggja þingdeilda, — en í hlé-
unum milli funda mataðist hún,
samdi ræður, átti viðtöl við
blaðamenn og aðra, las hraðrit-
urum fyrir blaðadálka sína og
flutti þætti sína í útvarp til
Bandaríkjanna. í einu matar-
hléinu flutti hún til dæmis þátt
sinn til Bandaríkjamanna í stutt-
bylgjuútvarp, tók þátt í útvarps-
umræðum í franska útvarpinu,
og mælti þá á franska tungu;
átti útvarpsViðtal við sviss-
neskan blaðamann, auðvitað
einnig á frönsku, og talaði á
ensku í Luxemburgarútvarpið.
Þegar öllu þessu var lokið drakk
hún í skyndi dálítið af tómata-
safa, boraði eina franskbrauðs-
sneið og hraðaði sér síðan á fund
í mannréttindaráðinu.
„Leyndardómurinn við það, að
frú Roosevelt kemur svo ótrú-
lega miklu í verk,“ segir Mal-
vina Thompson, „er í því fólg-
inn, að hún getur sinnt mörgu
í einu og er þess utan gædd
meira starfsþoli en flestir aðrir.“
Malvina Thompson hefir verið
einkaritari frú Roosevelt og
einkavinur um 26 ára skeið. ■
Malvina Thompson telur að
frú Roosevelt sé sérstöku hug-
viti gædd hvað það snertir að
sinna mörgum störfum í einu.
Áður gerði hún líkamsæfingar á
morgnana, en er nú hætt því; í
stað þess býr hún um rúm sitt,
hristir jafnvel rúmdínurnar á
hverjum morgni. Það er venja
hennar að prjóna á meðan hún
talar við gesti, eða þá að hún
notar þann tíma til að afhýða
baunir. Hún reynir öll ráð til
þess að hún megi vinna tvö verk
í einu. Eitt sinn gerði hún til-
raun til að lesa einkaritara sín-
um fyrir blaðadálk sinn á með-
an hún sjálf var í baði. En hún
lagði að fullu og öllu niður þann
sið að vinna á meðan hún var
í baði, eftir að það hafði tvívegis
komið fyrir, að hún gleymdi sér
við að undirbúa hina daglegu
frásögn sína af fundum og störf-
um sameinuðu þjóðanna, með
þeim afleiðingum, að vatnið
flóði yfir barma baðkersins og
út um öll gólf í íbúð hennar í
gistihúsinu.
Þegar þingstörfin hafa verið
svo þreytandi, að flestir fulltrú-
arnir eru hvíldinni fegnastir,
„hvílir“ frú Roosevelt sig við það
að lesa bréfin, sem pósturinn
hefir fært henni þann daginn, og
svara þeim. Henni berast venju-
lega allt að því þúsund bréf á
dag, og meira en helmingur
aeirra er ritaður á öðrum tung-
um en ensku. Flest eru þau frá
einhverjum stofnunum, samtök-
um, félagasamböndum, eða sér-
vitringum og jafnvel persónum,
sem ganga með lausa skrúfu, og
flest fjalla þau um beiðni um ein-
ávers konar aðstoð. Sum þeirra
eru frá undirokuðum þjóðflokk-
um, er biða hana um aðstoð, og
brautargengi, svo að þeir megi
koma fram málum sínum á þingi
sameinuðu þjóðanna; sum þeirra
eru ef til vill frá konum, er
biðja hana að hjálpa sér til að
finna eiginmenn, er stokkið hafa
að heiman. Frú Roosevelt svarar
sjálf þeim bréfum, er hún telur
mestu máli skipta. Hún leyfir
engum að nota nafn sitt til
undirskriftar. „Standi nafn
hennar undir bréfinu, er það ó-
ræk sönnun þess, að hún hafi
samið það sj álf,“ segir einka-
ritari hennar.
Frú Roosevelt getur notið full-
kominnar hvíldar hvar og hve-
nær, sem henni gefst andartáks
tóm til þess, og er sá hæfileiki
hennar eitt af því, sem gerir
henni fært að afkasta öllu þessu
mikla starfi. „Ég fæ mér stund-
um fuglsblund á meðan á um-
ræðum stendur á þingfundum,"
segir hún. „Einkum þegar ein-
hver fulltrúi sovétleppríkisins
tekur til máls. Ég veit hvort eð
er að ræður slíkra fulltrúa eru
aldrei annað en upptugga á því,
sem rússneski fulltrúinn hefir
þegar sagt.“
Hún á og auðvelt með að fá
sér blund þegar hún ekur í bif-
reið eða ferðast með járnbraut-
arlest, en hún hefir vanið sig af
því að mestu leyti að sofna í bif-
reiðum, því að eitt sinn varð
henni það á að sofna, þegar hún
sat sjálf við stýrið, og fyrir
bragðið lenti hún í árekstri við
aðra bifreið.
Ekki verður því neitað, að frú
Roosevelt fer á mis við margt
það, sem léttir öðrum lífið, vegna
þess að hún einbeitir öllum sín-
um vilja og þreki til alvarlegra
starfa. Fyrir ekki löngu síðan
komst stúlka ein þannig að orði,
er rætt var um frú Roosevelt:
„Það má vel vera að hún sé
ströng og alvörugefin og að hana
skorti gersamlega alla kímni-
gáfu. En samt sem áður er ég
viss um það, að hún gæti verið
fyndnari en frægustu skophöf-
undar, ef hún héldi, að með því
yrði hún einhverjum bágstödd-
um að liði, eða það gæti orðið
til þess að hrinda einhverri
góðri hugmynd í framkvæmd.“
Einu sinni, þegar frú Roosevelt
var stödd í Englandi, hafði mark-
greifafrúin af Reading boð inni,
henni til heiðurs, en markgreifa-
frú þessi og forsetaekkjan eru
gamlar vinkonur. Svo bar við,
að Herbert Morrison lét þá ósk
í ljós við markgreifafrúna að
mega sitja við hlið frú Roose-
velt, þar eð hann þyrfti að tala
við hana. Þegar allir gestirnir
voru gengnir til sætis, sá mark-
greifafrúin sér til mikillar
skelfingar, að hún hafði skipað
Herbert Morrison í sæti við
hægri hlið frú Roosevelt, en á
því eyranu er hún svo að segja
heyrnarlaus. Lafði Reading varð
svo flemt við þessa axarskafta-
smíði sína, að hún tók að stama
upp afsökunarbeiðni, og kvað
sér hafa illa til tekizt, er hún
valdi þessum gestum sæti. En
frú Roosevelt greip óðara fram
í fyrir henni: „Vertu ekkert að
biðjast afsökunar á þessu, Stella.
Eins og ég viti ekki að þú villt
umfram allt, að ég ljái Herbert
betra eyrað.“
Frú Roosevelt stendur ógn af
allri viðhöfn og umstangi, eink-
um hvað hana sjálfa snertir.
Hún hefir alltaf harðneitað því,
að henni væri fenginn lífvörður,
og eins þegar hún var húsmóðir
í Hvíta húsinu. Og hún er hvergi
smeik við að lenda í troðningi,
hvort sem það er nú heldur í
lyftum, strætisvögnum eða neð-
anjarðarlestum.
Vincent Murphy, vara-for-
stjóra Waldorf-Astoria, gisti-
hússins mikla og víðkunna í
New York, segist svo frá, að það
sé ekki auðvelt verk að veita frú
Roosevelt þær viðtökur er henni
sæma. Hann kveðst jafnan hafa
það fyrir sið, er hann veit að
hennar er von þangað, að hringja
til hennar og spyrja hana að
hvaða dyrum gistihússins hún
muni koma, svo að hægt væri
að taka á móti henni. En hann
segist alltaf fá sama svarið: „Vit-
leysa! Ég rata um gistihúsið eins
vel og heima hjá mér!“
Þá tekur varaforstjórinn það
til bragðs, að setja yfir þjóna
við allar útidyr gistihússins.
„Bifreið staðnæmist fyrir utan
einhverjar dyrnar," segir
Murphy, „og frú Roosevelt
stekkur út úr bifreiðinni, fótfrá
eins og hind. Yfirþjónninn vík-
ur sér að henni og vill kveðja
hana sæmilega, en hún brosir
bara og segir „gott kvöld“ og
heldur síðan áfram sprettinum
þangað, sem hún ætlar, og þjón-
arrjir hafa ekkert við henni, enda
þótt þeir herði sig sem mest þeir
mega.“
Frú Roosevelt er mjög dáð og
eftirsótt sem fyrirlesari, bæði
heima og erlendis. Hún talar
frönsku, ítölsku og þýzku; enda
þótt hún hafi ekki mælt á þýzku
árum saman, ákvað hún að
flytja ræðu þá, er hún flutti á
fundi kvenlækna í Stuttgart í
októbermánuði 1948 á þeirri
tungu. Til þess að rif ja upp fram
burðinn, sem hún að sjálfsögðu
var farin að ryðga 1, notaði hún
tímann í flugvélinni á leiðinni til
borgarinnar. Og einn áheyrenda
skrifaði um fyrirlestur hennar
nokkru síðar: „Þetta fr senni-
lega í fyrsta skipti í sögunni,
sem sigurvegari, er heimsækir
sigraða þjóð, ávarpar hana á
hennar eigin máli. Það vekur
hjá mér vonir um það, að talið
um frelsi og lýðræði reynist ekki
blekking ein.“
Hún telur það heimskulegan
þvætting, þegar ymprað er á því
í blöðunum, að ráðlegt væri að
gera hana að sendiherra eða for-
stjóra stjórnardeilda. „Slík em-
bætti mundu verða mér fjötur
um fót og gera allt örðugra við-
fangs, og er það hvort tveggja
til þess að halda áfram starfi
mínu til eflingar sameinuðu
þjóðunum."
„Hvers vegna leggið þér á yður
allt þetta erfiði?“ spurði ég frú
Roosevelt eitt sinn í París, þeg-
ar fundarstörfin höfðu verið með
erfiðasta móti á þinginu.
„Það virðist leiða hvað af
öðru,“ svaraði hún. „Ég hef mik-
inn áhuga á starfi mínu sem full-
trúi á þingi sameinuðu þjóðanna,
en til þess, að það megi sem bezt
takast, verð ég að kynna mér
eins vel og mér er unnt afstöðu
og viðhorf flokka og félagasam-
banda til sameinuðu þjóðanna,
og sömuleiðis er þeirri stofnun
það mikill ávinningur, að hægt
sé að fræða almenning um störf
okkar og ákvarðanir, eins og ég
geri í útvarpserindum mínum
til bandarísku þjóðarinnar. í
æsku sat ég stundum við lestur
eða sauma, og á stundum hvarfl-
ar það að mér, að gaman væri
að eiga slíkar tómstundir. En
mér er ómögulegt að flýja nein
þau störf, sem ég nú vinn að.“
—AB
— HJÓNABAND —
Gefin saman í hjónaband þann
31. maí í Lútersku kirkjunni í
Riverton, Man., Ragnar Law-
rence Kristjánsson, Gimli, Man.,
og Helen Dorothy Sigurdson,
Riverton, Man. Svaramenn við
giftinguna voru: Mr. Luther
Burbank Kristjánsson, bróðir
brúðgumans, og Miss Eleonor
Rúna Sigurdson, systir brúðar-
innar. Vegleg veizla var setin í
Riverton að giftingarathöfninni
aflokinni. Ungu hjónin setjast
að í Madison, Wisconsin, USA,
þar sem brúðguminn stundar
nám. Séra Sigurður Ólafsson
gifti.