Lögberg - 12.06.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.06.1952, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚNÍ, 1952 Kirkjulífið á íslandi Eftir Séra VALDIMAR J. EYLANDS Sú var tíðin, að Sameiningin þótti fremur tannhvöss í garð kirkjunnar á Islandi. Þá voru risar á jörðinni. Það hvein í sverðum og buldi í skjöldum austan hafs og vestan. Þá var trúin varin, og vofur hrukku fyrir orðsins brandi. En nýir siðir koma með nýjum herrum. Sá sem nú er rit- stjóri Sameiningarinnar, telur sig engan risa, og finnur heldur enga hvöt hjá sér til að kveða upp stóradóm yfir kirkjunni á íslandi, eða að reyna að rota með steinkasti neinn þann Qolíat vantrúar, oftrúar, hjátrúar eða trúleysis, sem kann að fyrirfinnast á trúarakri heimaþjóðarinnar. Hins vegar langar mig til að segja lesendum blaðsins frá ýmsu af því sem ég heyrði og sá, að því er kirkjumál snertir, á dvalarári mínu á íslandi, 1947—48. Þótt'nokkuð sé um- liðið, hafa aðstæðurnar ekki breytzt til muna. Ég vona að þessi frásögn verði lesendum Sameiningarinnar til nokkurs fróðleiks og ánægju, því að margir þeirra hafa einlæga löng- un til að fylgjast sem bezt með því sem gerist „heima“ í öll- um málum. Gjarnan vil ég leitast við að segja rétt og hlut- laust frá, að því sem þekking mín nær til. Reynist samt eitthvað rangt með farið, bið ég þá sem betur vita að mis- virða ekki, en hafa það þá „sem sannara reynist.“ Til þess að geta skapað sér nokkurn veginn réttar hug- myndir um kirkjulíf þjóðar, þurfa menn að hafa tæki- færi til að sitja á þingum og fundum, þar sem þessi mál eru rædd. Þar kemur fram embættislega hliðin á starfinu, eins og hún birtist í fyrirlestrum og skýrslugerðum. En við vitum af eigin reynd að þannig er þó sagan ekki fullsögð, því að á slíkum fundum leynist margt, sem birtist ekki á yfirborðinu. Þess vegna þarf sá, sem vill öðlast sem sannasta heildarmynd af kirkjulífinu, að fara út á akur kirkjunnar og þreifa á æðaslögum hins innra lífs með fólkinu, kynnast hugsanaferli þess og starfsháttum. Það vill svo til að mér gáfust tækifæri til hvorstveggja á dvalartíð minni á íslandi. Á Synodus og kirkjufundum kynntist ég ýmsum kirkju- legum leiðtogum, biskupi, vígslubiskupunum, próföstum og prestum landsins. Auk þess var ég oft vikulegur gestur á heimili biskups, fylgdist nokkuð með starfi hans og ræddi við hann um málefni kirkjunnar, bæði á íslandi og hér vestra hjá okkur. Margir hér vestra þekkja dr. Sigurgeir biskup, einkum frá fyrri heimsókn hans, er hann ferðaðist nokkuð hér um sveitir. Við vitum að hann er valmenni og mikilhæfur leiðtogi. Heima mun það einnig al- mennt viðurkennt, að hann er fjölhæfur áhrifamaður, að hann hefir beitt sér með oddi og egg fyrir framfaramálum kirkjunnar og bætt hag stéttar sinnar á margan hátt, fremur flestum fyrirrennara sinna. Vafalaust á hann öfundarmenn og andstæðinga, eins og jafnan gengur um áhugamikla leið- toga í háum stöðum. Yfirleitt fannst mér mikið til íslenzku prestanna koma. Þeir munu flestir ágætlega menntaðir menn, og margir þeirra, sem ég kynntist, höfðu augsýnilega ekki lagt skólalærdóminn á hilluna, en höfðu aflað sér einkennilega mikils bókakosts og fylgdust vel með mál- efnum kirkjunnar víða um heim. Ýmsir þeirra eru aug- sýnilega áhugasamir og einlægir trúmenn. Sjálfsagt má gera ráð fyrir, að í svo mörgu fé séu nokkrir misjafnir sauðir. En drykkjuprestar, sem áður fyrr voru svo rómaðir á Islandi, eða prestar, sem lifa siðferðilega hneykslanlegu lífi, munu nú ekki líðast þar lengur. Mér þótti það merki- legt, hversu margir prestanna, jafnvel eldri menn, gátu setzt við hljóðfærið og spilað undir sálmasönginn, þegar svo bar undir. í þessu efni skáka bræðurnir heima okkur vestur- íslenzkum prestum greinilega, enda mun söngfræði um langt skeið hafa verið skyldunámsgrein í guðfræðideild háskólans. En prestarnir og kirkjan á Islandi eiga að mörgu leyti erfiða aðstöðu. Fyrst er það, að aldarandinn þar, eins og svo víða annars staðar, er greinilega andstæður kirkju og kristni- haldi. Þetta er að vísu engin ný bóla. Skáldin íslenzku hafa um áratugi beint stórskotaliði alls konar öfga og gífuryrða að kirkju og prestum. Þetta má rekja allar götur til raunsæis- stefnu þeirrar, sem George Brandes, heimspekiprófessor við Kaupmannahafnar háskóla, barðist fyrir á síðasta fjórðungi 19. aldar; en hann hélt því fram, að andlegt líf á Norður- löndum væri orðið á eftir tímanum, heimspekin væri ófrjó- söm heilabrot fjarri lífinu, og guðfræðin kredduföst og þröngsýn. Ungir íslenzkir námsmenn drukku þetta lífsvið- horf í sig og ýmsir þeirra urðu svæsnari í árásum sínum á kirkjuna en sjálfur meistarinn. Fjandskapur íslenzkra rithöfunda í garð kirkjunnar er sannarlega nægilegt efni í »sérstaka ritgerð, en hér verður aðeins minnt á nokkur „stóru orðin,“ sem hafa hrptið úr penna sumra hinna fræg- ustu á meðal þeirra. Einn þeirra sér „kirkjuna rotna, fúna og rammskakka ramba á helvítis barmi.“ Annar getur naumast minnzt svo á presta eða kristið fólk, að á hann komi ekki eins konar berserksgangur; það eru alt heimsk- ingjar, hræsnarar eða hvorttveggja. Þessi höfundur lætur eina söguhetju sína, virðulegan þingmann, lýsa yfir því, að hann ætli að styðja „Jesús kallinn," þ. e. tala vel um kirkj- una í kosningaræðum sínum, því að trúin sé tilvalið ópíum fyrir fólkið. Enn annar lætur prest, sem hann gerir að um- talsefni í Ijóðum sínum, gera þá yfirlýsing á gamals aldri, að atvinna sín um dagana hafi verið sú, „að ljúga og svíkja Krist.“ Sjálfur var ég sjónar- og heyrnarvottur að því á samkomu í höfuðstaðnum, að leikari nokkur kom fram og skemmti fólki með því að herma eftir nokkrum merkum prestum. Sami andinn kom fram í nokkrum leikritum, sem ég sá farið með. Andspænis slíkum samsöng fordóma og lítilsvirðingar á kirkjan erfitt uppdráttar í litlu þjóðfélagi. Erlendir ferðamenn fá sér það tíðum til, hversu fáir sæki kirkju á íslandi. Það er sjálfsagt satt, að kirkjusókn er þar víða treg. En mér fannst hitt öllu merkilegra, að fjöldi manna sækir kirkju þrátt fyrir alt þetta, sem búið er að lemja inn í þjóðina í ljóðum og sögum árum saman. Annað, sem torveldar starfsemi kirkjunnar, er fólksfæð- in, einkum í sveitunum. Margar ágætar jarðir eru nú í eyði víða um landið, eða þá setnar einbúum. Annars staðar eru ung hjón með smábörn, og eiga engan veginn heimangengt til kirkjusóknar, eða á aðra mannfundi. Af strjálbýlinu og fólksfæðinni leiðir svo aftur samsteypa prestakallanna. En þetta fyrirkomulag gefur prestunum miklu stærra verksvið en þeir geta með góðu móti komizt yfir. Þeir verða eins konar þeytispjald, á sífelldum ferðalögum til að sinna hinum lög- skipuðu og opinberu embættisverkum, en geta ekki átt verulega samleið með fólkinu. Þetta fékk ég sjálfur að reyna, er ég leitaðist við að þjóna tveimur prestaköllum með sex kirkjum, auk flugvallarins í Keflavík. Á því svæði, sem ég þjónaði, verða nú fjórir prestar. Samkvæmt hinni nýju prestakallalöggjöf verður Keflavík sérstakt presta- kall, ásamt Njarðvík. Grindavík þjónaði ég aðeins, unz prestskosning hafði farið þar fram; en Keflavíkurflugvöllur hefir amerískan herprest. Enn er eitt ótalið sem torveldar starf kirkjunnar á Is- landi, en það er trúmálaágreiningur landsmanna.* Ýmsir sértrúarflokkar eru þar, svo sem kaþólskir, aðventistar, hvítasunnumenn, guðspekingar, hjálpræðisherinn, Ply- mouth bræður, British Israel, Vottar Jehova, að ógleymd- um kommúnismanum, sem á Islandi sem annars staðar virðist bera greinileg eyrnamörk ofsatrúar, sém beinist mjög gegn kirkjunni og vill feigar allar fornar dyggðir. Auðvitað eru allir þessir flokkar, að meira eða minna leyti, utan vébanda þjóðkirkjunnar og hún á sér lítils stuðnings af þeim að vænta. En jafnvel innan þjóðkirkjunnar sjálfrar virðist vera allmikill ágreiningur og reiptog. Er hér einkum um tvær stefnur að ræða, íhaldsmenn og frjálslynda. Skoðanamunur þessara flokka í guðfræðilegum efnum kemur ef til vill ljósast fram í túlkun þeirra á gildi Biblí- unnar. Ihaldsstefnan heldur því fram, að ritningin sé ó- breytt Guðs orð frá upphafi til enda. Öll er hún innblásin • af anda Guðs, og hvert orð ritað á hans ábyrgð. Biblían á að vera friðhelg fyrir gagnrýni mannanna; við henni má í engu hagga. Ef farið er að efast um eitt, vakna efasemdir um fleira. Frjálslynda stefnan staðhæfir hins vegar, að Biblían sé fyrst og fremst voldug trúarsaga. I henni eru margar bækur og ritbrot frá a. m. k. 13—14 öldum úr Gyð- ingadómi og kristnum dómi. Þessi rit lýsa þróun trúar og siðgæðis, allt frá lágu menningarstigi heiðins dóms upp í hæðir dýrðlegasta trúarþroska. Ritin eru mjög sundurleit að efni og misjöfn að gæðum. Óskeikulleiki Biblíunnar er ekki fólginn í bókstaf hennar heldur anda; hún leiðir menn- ina til Jesú Krists. Hann einn nægir og við hann á að halda sér. Ágreiningsefnin eru í stórum dráttum hin mismunandi sjónarmið hinnar gömlu og nýju guðfræði að því er snertir gildi trúarjátninga, innblástur ritningarinnar, guðssonar- eðli Krists, friðþægingarlærdóminn og kenninguna um - umbun og hegningu annars lífs. Hin unitariska trúarstefna, eins og yið höfum kynnzt henni hér vestra, mun ekki til á íslandi. Vafalaust eru þar einstöku menn, sem fylgja þeirri stefnu, en jafnvel í hópi hinna frjálslyndu er unitarisminn talinn of róttækur og of neikvæður. Frjálslyndi flokkurinn gerir sér grein fyrir persónu Krists á þessa leið: „Hann er sonur Guðs, sam- kvæmt eigin yfirlýsing og kenningu Nýja testamentisins. Hann var Guðs sonur frá eilífð. I upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði og orðið var Guð.“ Það skiptir minna máli hvernig líkami hans varð til, hvort hann átti jarðneska móður aðeins, eða bæði jarðneskan föður og móður. Lífs- upphaf hvers manns á jörðu er leyndardómur, óskiljanlegur, óskýranlegur. Þessi stefna leggur enga áherzlu á meyjar^ fæðinguna, fremur en hún telur höfunda Nýja testamentis- ins gera yfirleitt. Þá er enn ein stefna innan þjóðkirkjunnar, sem valdið hefir miklu róti og deilum, en það er andatrúin eða spíritism- inn. Helztu forvígismenn þeirrar stefnu voru sem kunnugt er hinir miklu andans skörungar, Einar H. Kvaran og pró- fessor Haraldur Níelsson. Þeir litu svo á, að hér væri um vísindalega rannsóknarstefnu að ræða, sem ætti fullan rétt á sér innan kirkjunnar, og mun frjálslyndi flokkurinn enn halda fram þeirri skoðun. Sigurgeir biskup talar hlýlega um spíritismann í hirðisbréfi sínu, en segir að lokum um það efni: „En spírilisminn á ekki að vera irúarbrögð. Hann á að vera vísindaleg rannsókn á því, sem oss mæiir í dauð- anum og efiir dauðann." En hugsjón og veruleiki fylgjast ekki ávallt að. Þótt spíritisminn eigi ekki að vera trúarbrögð út af fyrir sig, og eigi að vera aðeins vísindaleg rannsókn, mun þó allmikið bera á því, að hann sé orðinn þau einu trúarbrögð, sem f jöldi manna sinnir að nokkrum mun, og um vísindalega rann- sókn almennings í þessum efnum getur auðvitað ekki verið að ræða. I höfuðstaðnum varð ég var við atvinnumiðla, sem „sofnuðu“ þegar þeim sýndist á hvaða tíma dags sem var og romsuðu úr sér löngum ræðum fyrir munn framlið- inna, sem voru að leita sambands við nærstadda ástvini. Slíkt athæfi hlýtur að vekja grunsemdir þeirra, sem ekki eru fyrirfram sannfærðir. Ekki dettur mér í hug að stað- hæfa, að þetta fólk vinni sín „miðilsverk“ með vitund eða vilja Sálarrannsóknarfélagsins, eða annarra leiðtoga stefn- unnar, og ekkert skal ég heldur fullyrða um það, hvort þetta fólk er í raun og veru í sambandi við einhverja anda eða ekki. En af samtali við nokkra alþýðumenn komst ég að þeirri niðurstöðu, að spíritisminn er orðinn sérstæð trúar- brögð í meðvitund fjölda manna og margt af því fólki, sem honum fylgir, hlustar alls ekki á boðskap kirkjunnar, nema þar sem spíritisminn er boðaður. Aldarafmæli spíri- tismans var haldið í Reykjavík haustið 1947. Kom þá ljóst fram, hve mikil ítök þessi hreyfing á í hugum manna. Enda má segja, að hún sé engin hornreka með þjóðinni þar sem dómprófasturinn í Reykjavík er formaður Sálarrannsóknar- félags íslands og ritstjóri Morguns, aðalmálgagns stefnunn- ar. Þannig er það ljóst, að spíritisminn hefir verið borinn fram til sigurs á íslandi, en sá sigur er sem tvíeggjað sverð vegna þess, að hann veldur klofningi og sundrung sem lam- ar þrótt kirkjunnar í stað þess að auka hann. Einkum kem- ur þetta fram í söfnuðum í smábæjum og út um sveitir, þar sem ósamræmi kann að koma fram í skoðunum presta og safnaða um þessi mál. Ég kynntist nokkrum mönnum, sem höfðu verið dugnaðarmenn til skamms tíma, en voru nú, fyrir áhrif andatrúarinnar, orðnir hjárænulegir og á- hugalausir fyrir önnum dagsins, en virtust þrá það eitt að losna sem fyrst úr þessum táradal. Hins vegar eru menn, sem telja spíritismann góðan í höndum hæfra manna, en vilja nú heldur leita sér spáfrétta í kaffikorg eða spilum en hjá sumum þeim „miðlum“, sem gefa sig fram í nafni andanna. Það er skammt öfganna á milli. Ég get ekki betur séð en spíritisminn hafi lent út í öfgar; vissulega hefir hann brotið af sér öll bönd gagnrýni og rannsóknar — og þá er hann hættulegur. Háskólinn er höfuðvígi frjálslyndu stefnunnar, því að meiri hluti kennaranna 'við guðfræðideildina telja sig henni fylgjandi. Biskupinn er einnig frjálslyndur, an leitast í öllum hlutum við að koma fram sem hinn mikli sátta- semjari milli manna og flokka. Frjálslynda stefnan vill um- fram allt, aið þjóðkirkja Islands sé svo há til lofts og víð til veggja, að þar geti allir átt heima, hvað sem líður trúar- skoðunum. Þessu telur stefnan sig geta komið til leiðar með því að hafa kennisetningarnar sem fæstar og einfald- astar. Því er haldið fram, að þjóðkirkja íslands sé ekki bundin hinum venjulegu og annars viðurkenndu trúar- játningum lútersku kirkjunnar og kirkjan, þótt hún teljist evangelisk lútersk, hafi sérstöðu í lúterskri kristni. Þótt íhaldsstefnan sé nú í minni hluta í prestastéttinni, •Ekki þykir ástæða U1 a8 ræ8a hfr um íríklrkjuna á Islandi. Kenning hennar er I engu frábrugBin kenningu þjóSkirigunnar, og starfshættlr beggja mjög svipa8ir. á hún sér þó nokkra skelegga fylgismenn. Fylkja þeir liði sínu einkum um stefnu K. F. U. M. og heimatrúboðsins danska. Þeir eru auðvitað mjög andvígir bæði nýguðfræð- inni og spíritismanum, en vilja halda fast við hinar hefð- - bundnu játningar og hinn „heilnæma boðskap“ um synd og náð og endurlausn. Þeir telja sig nú í varnaraðstöðu, en bíða síns tíma, unz „ismarnar“ hafa runnið sitt skeið. Við hér vestra erum ekki líklegir til að verða hissa á að heyra um flokkadrætti og fjölbreytni í trúarskoðunum og kirkjulífi. Við erum slíku vanir og teljum það sjálfsagt. En í fámennu þjóðfélagi eins og á íslandi getur önnur eins fjölbreytni naumast borið sig^ Fólkið er ekki nógu margt til að hægt sé að skipa alla þessa flokka nægum starfs- kröftum. En þar sem kraftarnir eru dreifðir, verður áhug- inn oft lítill og átökin lin. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika og torfærur má segja, að kristnilíf landsins standi með * allmiklum blóma, þótt mismunandi sé í ýmsum sveitum landsins. Prestastefnuna 1948 sóttu 90 prestvígðir menn, flestir þeirra í embættum kirkjunnar. Prestaköll landsins voru þá 112, en 12 þeirra voru prestsþjónustulaus. Verður þessi aðsókn presta lands- ins því að teljast góður vottur um áhuga þeirra, til sam- félags og til umræðu um starfsmál sín. Skýrslur báru þess vott, að 3.780 guðsþjónustur höfðu verið fluttar á árinu, eða um 37 messur í hverju prestakalli landsins til jafnaðar. Vitanlega gera hinar vikulegu guðsþjónustur í stærri kaup- stöðum þessa tölu of háa, að því er snertir hin afskekktari sveitaprestaköll. Á árinu höfðu 6000 manns gengið til altar- is, og verður það að téljast mjög lág tala, enda virðist sakramentið afrækt í ýmsum hlutum landsins. Er það eitt af því, sem biskup leggur mikla áherzlu á, að glæða beri virðingu fyrir og skilning á gildi altarisgöngunnar. En einn gleggsti vottur um vaxandi áhuga fyrir kirkjulegum málum á Islandi tel ég stofnun kirkjukóra víðsvegar um landið, og aukna áherzlu á starfsemi fyrir æskulýðinn. Æskulýðs- félög eru nú stofnuð víðsvegar um landið, sem hafa myndað með sér bandalag, með miðstjórn í Reykjavík, á svipuðum grundvelli eins og The Luther League of America. Valdimar Snævarr skólastjóri hefir ort sálm, sem mun verða notaður við slík æskulýðsmót. Er þetta fyrsta erindið: Syngjum Drottni! Hærra, Hærra hljómi sigurlag. „Dýrð sé Guði í hæstum hæðum“, hljómi víða í dag. Kristin æska allra landa er í sigurför. Konunginum Kristi helgar krafta og æskufjör.“ Sunnudagsskólar eru einnig að rísa upp hér og þar í landinu. Munu þeir að vísu eiga erfitt uppdráttar; þeir eru nýjung á íslandi og eiga sér þar ekkert fordæmi. Er þess vegna tilfinnanlegur skortur á hjálparritum við slíkt starf, og einnig á kennurum. Snúast því sunnu- dagaskólarnir á nokkrum stöðum upp í barnaguðsþjónustur, sem presturinn einn stýrir. Færast þær einnig mjög í vöxt á síðari árum og mælast vel fyrir. Annars er uppfræðslá æskulýðsins að miklu leyti 1 höndum kennaranna, því að kristin fræði eru kennd í barnaskólunum. Mun sú fræðsla þó bera mjög misjafnan árangur, eftir því hver á heldur. Til þess að slík kennsla geti komið að tilætluðum notum, þarf kennarinninn sjálfur að hafa áhuga á jákvæðum kristindómi. En þess er naumast að vænta, að allir kennarar, sem taka að sér lögskipaða tilsögn í kristnum fræðum, hafi þann áhuga. Kirkjusöngurinn er víða afbragðs góður, jafnvel í litl- um sveitakirkjum. Kemur þar fram sem oftar, að íslend- ingar eru sönghneigð og söngelsk þjóð. Eru það einkum kirkjukórarnir, sem halda uppi söngstarfinu, því að um almennan safnaðarsöng er naumast að ræða. Það sem mér fannst einkum athugavert við guðsþjónusturnar var, að fólk almennt kom sem áheyrendur, fremur en þátttakendur í guðsþjónustunni. Presturinn syngur við altarið, og kirkju- kórinn uppi á lofti baka til, en milli prests og söngflokks situr svo söfnuðurinn þegjandi, athugull og virðulegur að vísu, en óvirkur. Annars eru guðsþjónusturnar hátíðlegar, einkum hámessurnar, sem fara fram með fullum skrúða prestsins, blaktandi kertaljós á altari, og góðum víxlsöng prests og safnaðar. Guðsþjonustan er einnig fjölbreyttari en við eigum að venjast, vegna þess að mismunandi messu- form er notað fyrir hinar ýmsu árstíðir. Þetta fer vel þar sem söngkraftar eru góðir, en víða út um sveitir landsins mun erfitt að koma slíkum messugjörðum við, nema þá helzt á hátíðum. Er kirkjuárinu skipt í sex kafla, sem hver um sig hefir sérstaka inngangsbæn og sérstaka víxlsöngva. Kemur þar fram eftirvænting aðventunnar, fögnuður jól- anna, alvara föstunnar, sigurgleði páskanna, þrá sú, sem hvítasunnan vekur eftir fögnuði frá hæðum, og tilfinningin, sem síðasti kafli kirkjuársins, sumartíminn, vekur um að jörðin sé full af Guðs dýrð, að frá honum, fyrir hann og til hans séu allir hlutir. Eru með þessu fyrirkomulagi hinar svonefndu „liturgisku" guðsþjónustur innleiddar á íslandi og virðist þeim hafa verið tekið mjög vel, einkum í hinum fjölmennari bæjum og þorpum. Auk hinnar embættislegu starfsemi í kirkjunum, beita prestarnir sér mjög víða fyrir almennum menningar- og mannúðarmálum, svo sem leikstarfsemi, slysavarnarfélög- . um, elli- og æskulýðsheimilum, sjómannastofum, og einnig kennslu í barna- og unglingaskólum. Nokkrir þeirra gefa út safnaðarblöð, líkt því sem hér gerist og þykir það gefast vel. Margar nýjar kirkjubyggingar hafa verið reistar á síðari árum. Mestar þeirra eru Laugarneskirkja í Reykjavík, mikið hús og fagurt, og Hallgrímskirkja, einnig í Reykja- vík, sem enn er í smíðum, en mun þá er hún er fullgerð, verða mesta musteri á íslandi. Þá er hin nýja kirkja á Akureyri hið veglegasta guðshús, og líklega fegursta kirkja landsins enn sem komið er. Enn eitt merki um áhuga starfsmanna kirkjunnar á íslandi, er útgáfa blaða og bóka, sem fjalla um kristileg mál. Svo sem kunnugt er, gefur biskupsskrifstofan út Kirkjublaðið, almennt fréttablað um kristileg og kirkjuleg mál, sem nú er á tíunda árinu. Þá gefur Prestafélag íslands út Kirkjuriiið, sem nú er á átjáanda árinu; er það árs- fjórðungsrit, sem fjallar eingöngu um guðfræðileg efni. I tilefni af aldarafmæli Prestaskólans gaf Prestafélagið einnig út mikið rit í tveim bindum: „íslenzkir guðfræðingar, 1847—1947“. Þá komu einnig út „Nýjar Hugvekjur“, ræðu- safn, sem flestir prestar landsins hafa lagt til efni í. Þá hefir Magnús Jðnsson prófessor nýlega látið prenta ævi- sögu Hallgrinjs Péturssonar í tveimur bindum, og ennfrem- ur Sögu Kristinnar Kirkju, stórfróðlegt ritverk, sem eink- um mun ætlað til kennslu í guðfræðideild háskólans. En afkastamesti rithöfundur á meðal núlifandi guðfræðinga landsins er vafalaust prófessor Ásmundur Guðmundsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.