Lögberg - 12.06.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.06.1952, Blaðsíða 7
j-iOGBERG, FIMTUDAGBnN. 12. JÚNÍ, 1952 7 SIGURÐUR A. MAGNÚSSON: Nokkur vandamál Grikkja MINNINGARORÐ: Ögmundur Ögmundsson „Fari Bandaríkjamenn frá Grikklandi, verður hér hungurs- neyð innan viku,“ sagði grískur vinur minn við mig, og eflaust hefir hann haft rétt fyrir sér. Þótt Bandaríkin séu raunar ekki ein um hjálparstaríið hér, hafa þau þó veitt yfirgnæfandi meirihluta þeirrar hjálpar, sem Grikkir hafa hlotið. Fjárhagsleg aðstoð undanfarin 6 ár nemur 2—3 þúsund milljón dollurum, auk alls annars. I Aþenu eru nú starfandi á sjötta þúsund Ame- ríkanar til að hafa eftirlit með eyðslu þess fjár og dreifingu þeirra gjafa, sem frá Bandaríkj- unum koma. Og þó hrekkur þetta hvergi nærri til! Framfarir hafa orðið sáralitlar, því þessu fjármagni hefir að mestu verið varið til að halda lífinu í þjóðinni. Það er viðbúið, að enn líði rpörg ár, áður en grískum fjár- og at- vinnumálum verður komið í það horf, að Grikkir geti staðið á eigin fótum. Orsakir þessa eru að nokkru leyti styrjaldir síð- ustu ára og eyðingin, sem af þeim leiddi, en þeirra er líka dýpra að leita. Ekkert land í Evrópu hefi ég séð, sem svipar meira til Islands en Grikkland. Það er vpgskorið og fjöllótt, hrjóstrugt og svo til skóglaust. Það er mun minna en ísland, og þó búa þar nú 7% millj. manns. Minna en 1/5 hluti landsins er ræktanlegur, og samt lifa 60% landsbúa á landbúnaði. (Til samanburðar má nefna, að í Frakklandi lifa 35% íbúanna á landbúnaði og í Bandaríkjunum 19%, og eru þó bæði þessi lönd mun gróðursælli en Grikkland). Kjör bænda eru bág Það liggur því í augum uppi, að bág hljóta kjör hvers bónda að vera, þegar það er munað, að veðurskilyrði eru að mörgu leyti óheppileg, verður myndin enn dapurlegri. Regn er nægilegt í Grikklandi, en það fellur allt á skömmum tíma að vetrinum, og sumrin eru með öllu regnlaus. Úr þessu mætti mikið bæta með áveitum. Gætu þeir að sögn auk- ið uppskeruna um 100—200%. Jarðvegurinn er fátækur af ýmsum mikilvægum efnum, svo sem köfnunarefni og fosfór, og mudni áburður bæta um þar, en bændur hafa ekki efni á að afla sér hans. Fyrir stríð var áætlað að Grikkir notuðu aðeins 1/6 þess áburðar, sem þeim var nauð synlegur. Og enn er því við að bæta, að víða eru ræktaðar af- urðir, sem alls ekki eiga við jarðveginn, og er nauðsynlegt að ráða bót á því hið fyrsta. Brauð er nú ein aðalfæða Grikkja, og flytja þeir inn um 50% þess hveitis, sem til brauð- gerðar þarf. Af öðrum kornteg- undum flytja þeir inn 25%, af kjöti 12% og allan sykur. Helztu afurðir Grikkja eru korn, vínþrúgur, olífur, tóbak og baðmull. Fyrir stríðið aflaði tó- bakið þeim meir en helmings alls erlends gjaldeyris, og jókst það eftir stríð. Hið svonefnda tyrkneska tóbak er grískt. Þess er tæplega að vænta, að Grikkir verði sjálfum sér nógir að því er snertir matvælaframleiðslu, C0PENHAGEN Bezta munntóbak heimsins enda er það ekki fyrir öllu. Það, sem máli skiptir, er, að þeir leggi áherzlu á ræktun þeirra afurða, sem mest gefa af sér og bezt eiga við jarðveginn, svo sem tóbak og baðmull. Er nú unnið að því, af kappi að skipuleggja fram- leiðsluna. Þess ber þó að gæta, að á krepputímum verða tóbak -og aðrar munaðarvörur svo til einskis virði. Þótt Grikkir séu yfirleitt mat- menn miklir, býr megnið af þjóðinni við mjög rýran kost. Áætlað er að neyzla hvers íbúa sé um 2500 hitaeiningar á dag, og er það mun minna en hjá flestum öðrum þjóðum Evrópu. Verkfæri af frumstæðasla tagi Þau verkfæri, sem yfirleitt eru notuð út um 'byggðir landsins, eru af allra frumstæðasta tagi, og gengur það ekki hljóðalaust að kenna bændum notkun nýrra verkfæra, þegar þau fást, því þeir eru með afbrigðum fast- heldnir á gamlar venjur. Fyrir stríð voru í landinu um 1300 traktorar. Helmingur þeirra týndist ásamt þúsundum dráttar dýra. Hafa Sameinuðu þjóðirnar reynt að bæta úr skorti dráttar- dýra með því að flytja þau inn frá Ameríku. Dýralæknar eru sárafáir í Grikklandi, og árlega drepast a. m. k. 10% alls bú- penings. Það verður æ ljósara, að land- ið getur ekki borið svo háa tölu akuryrkjumanna. — Jarðirnar verða æ minni, eftir því sem þeim er skipt niður á milli barn anna, og nú þegar eru flestar jarðirnar alltof litlar til að fjöl- skyldur með 2—3 börn geti lif- að mannsæmandi lífi á þeim. — Margir bændur hafa séð þá leið eina færa, að senda börn sín til borganna, en þar vill oft verða brestur á sæmilegum lífsskil- yrðum líka. — Sérfræðingar fullyrða, að engin viðunandi lausn fáist á atvinnuvandamál- um Grikkja, fyrr en bændum verði fækkað niður í 40% af tölu landsmanna og tala iðnaðar- manna aukin. Stór verzlunarfloti Sem stendur vinna um 22% landsmanna að iðnaði, verzlun og siglingum, og gefa þessar at- vinnugreinar af sér 1/5 hluta þjóðarteknanna. Vefnaður er helzta tegund iðnaðar. Verzlun- arflotinn var stór fyrir stríð, en 3/4 hlutum hans var sökkt í stríðinu. Með erlendri aðstoð hefir hann þó rétt við á ný og taldist síðastliðið ár þriðji stærsti floti heims. Grikkland of þéttbyggl Laun í Grikklandi eru ótrú- lega lág, 700—1500 krónur á mánuði, og þó er dýrtíðin miklu meiri en á íslandi. Útgjöld ríkis- ins eru há, og fara um 40% þeirra til viðhalds hers og lög- reglu. Það er mál sérfróðra, að Grikkland sé alltof þéttbyggt og bót verði ekki ráðin á vanda- málun þess, fyrr en landsbúum fækki. Um skeið fluttist margt Grikkja til Bandaríkjanna, en margir þeirra sneru heim aftur, og síðan voru settar hömlur á innflutning þangað. Ástralía, Kanada og Suður-Ameríku eru nú þau lönd, sem helzt taka við irinflytjendum, en það er enn í svo smáum stíl, að tæpast sér högg á vatni. I Berklar útbreiddir Þótt fólksdauði sé mikill, er tala barnsburða þó enn hærri, og vex í búatalan hröðum skrefum. Jafnvel í stríðinu er áætlað, að manntjón og fæðingar hafi stað- ið á jöfnu. Helztu sjúkdómar hér voru til skamms tíma mal- aría og berklar, en hinum fyrr- nefnda hefir nú að mestu verið útrýmt. Berklar eru enn skæð- asti sjúkdómurinn í Grikklandi, og deyja árlega af völdum hans um 25 þúsund manns, eða 1/5 allra látinna. Og þó gefur þessi tala litla hugmynd um víð- tæki sjúkdómsins. Rannsókn hefir leitt í ljós, að um 225 þús- und manns þjást nú af alvarleg- um berklum. Spítalarúm og læknishjálp til handa þessu fólki er sorglega lítil — svo að til stórvandræða horfir. Berklarnir þrífast að sjálfsögðu vel í yfirfullum, köldum húsun- um (ef hús skyldi kalla suma íverustaði fátæklinganna), og meiri hluti sjúklinganna á ekki annars völ en dveljast í heima- húsum. Skapast af þessu hörmu- legustu atburðir. UNRRA hefir hér sem víðar unnið mikið verk og gott. Send- ar hafa verið hjúkrunarkonur og læknar út um landið, og mat- væli hafa verið gefin í stórum stíl. — A. m. k. 10 alþjóðahjálp- arstofnanir vinna nú að ýmis 'konar mannúðar- og viðreisnar- starfi í Grikklandi. Márshall- hjálpin hefir gert Grikkjum kleift að bæta vegakerfi sitt, sem var frámunalega illa á sig komið, og vélar eru nú fluttar inn í stórum stíl fyrir Marshall- fé. Reynl að ráða bót á misréttinu Fátæktin úti um sveitir lands- ins er meiri en orð fái lýst. — 1 Aþenu lifir aftur á móti fámenn- ur hópur, sem rakar saman pen- Samdi áætlun um sóknir í sjó Hitamismunurinn í Rio og Reykjavík var 50 stig Viðtal við ÁRNA FRIÐRIKSSON fiskifræðing. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur er nýkominn úr för til Brazilíu, en þangað var honum boðið af Instituto oswaldo chuz Rio de Janeiro Dvaldist Árni 3 mánuði í Brazilíu á tímabilinu janúar- apríl, mestmegnis í Rio de Janeiro, en einnig í Sao Paulo og Santos. Hefir Vísir snúið sér til Árna og spurt hann frétta af förinni. Fórust Árna orð á þessa leið: Áællun um hagnýtar fiskirannsóknir — Aðalverkefni mitt til Rio de Janeiro var að búa til áætlun að hagnýtum fiskirannsóknum í sjó fyrir Brazilíu. Eins og í öðrum Suður-Ame- ríkulöndum standa fiskiveiðar þar enn á frekar lágu stigi og um fiskirannsóknir líkt og ger- ist í Evrópu og um fiskiskýrslur er tæpast að ræða. Þessu verki tókst mér að ljúka og auk þess var ég til aðstoðar við að finna hentungan sama- stað fyrir rannsóknirnar. Verður skýrsla mín um þetta bráðlega prentuð þar í landi og standa vonir til að hafizt verði bráð- lega handa um rannsóknar- starfið, en e. t. v. verður byrjað í smáum stíl fyrst í stað. Áhugi fyrir rannsóknunum Ríkisstjórnin í Brazilíu virtist hafa talsverðan áhuga fyrir fiskirannsóknum og sama má segja um margar vísindalegar stofnanir þar í landi t. d. háskól- ann í Sao Paulo og fiskveiði- safnið í Santos. Hafa þeir hug á að koma á fót sem fyrst kerfis- bundnum sjórannsóknum og merkingum á fiski, einkum sar- dínum. En hér verður að byggja allt frá grunni og mun erfiðast verða að finna sérfræðinga til starfans. Fiskifræðingaskortur í flestum löndum eru fiski- fræðingar mjög illa launaðir og er það orsök þess hve fáir ungir menn sækja inn í þá starfsgrein, en kjósa frekar flest annað. Af þessu leiðir að nú, þegar al- mennur áhugi fyrir fiskirann- sóknum hefir vaknað í flestum ingum. Ameríkanar hafa reynt að ráða bót á slíku misrétti, en lítið orðið ágengt enn sem kom- ið er. — Ég var nýkominn utan af landi, þar sem ég hafði lifað á meðal blásnauðs almúgans, þegar jarðarför borgarstjórans í Aþenu fór fram. Fyrir kistu hans voru bornir rúmlega hundrað risablómsveigar, sem hver um sig kostuðu 1500 kr. Auðvitað var ekkert nema gott um þetta að segja. En þegar mér varð hugsað til vanhaldinna, tötrum klæddra barna Norður- Grikklands, gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að betur hefði nú mátt verja þessum 150 þúsund- um króna. Þótt sú hætta liggi við dyrn- ar, að erlend hjálp ræni Grikki einhverju af sjálfsbjargarvið- leitni sinni og atorku, þá er það þó trú mín, að betri tímar bíði þeirra. Þeir eru enn að mörgu leyti á steinaldarstigi og eiga mikið ólært. En þeir eru ráð- þægir og fúsir að ræða vanda- málin. — Ég vann um þriggja mánaða skeið sem sjálfboðaliði á vegum alkirkjuráðsins norður við landmæri Albaníu. Vorum við þar fimm ungir menn og leituðumst við að kenna bænd- unum nýjar leiðir til ræktunar og hjálpa þeim á annan hátt. — Við tækifæri mun ég segja frá þessu starfi hér í blaðinu, því það gefur góða mynd af ástand- inu víðast hvar annars staðar í Grikklandi. —Mbl., 3. apríl hagnýtar Fiskirann- fyrir Brazilíu menningarlöndum vantar til- finnanlega fólk, og um varalið er naumast að ræða. Mun það því reynast erfitt fyrir Brazilíu og önnur lönd, sem nú ætla að byrja fiskirannsóknir að koma sér upp hæfu starfsliði. Sardínur Úr því við minntumst á sar- dínurnar þá er bezt að láta þess getið, að ég lagði nokkra rækt við að rannsaka þann fisk meðan ég dvaldist í Rio og Santos. Hefi ég safnað að mér allmiklum efni- viði og geri mér vonir um að geta fundið tíma til að vinna úr honum til hlítar og draga saman í ritgerð þær upplýsingar sem hægt er, að því er varðar aldur og vöxt og göngur þessa nyt- sama síldarfisks, sem lítið eða ekkert hefir verið ritað um. Loks má geta þess, að ég hélt fáeina fyrirlestra í Rio, aðallega um fiskirannsóknir." — Hvernig líkaði yður förin og dvölin ytra? —Mér líkaði hún ágætlega í alla staði. Það var búið að mér ágætlega í hvívetna, og ekkert til þess sparað að mér liði sem bezt, og allur kostnaður minn við förina greiddur ríflega frá því ég Sté upp í Gullfaxa á Reykjavíkurflugvelli og þangað til ég kom hingað aftur. Franskri ferðaskrifstofu, Oce- ania, hafði verið falið að skipu- leggja för mína og sjá mér fyr- ir farmiðum, sem Flugfélag íslands gaf svo út. Ég flaug með hollenzka flugfélaginu KLM frá Khöfn til Rio; var farið yfir Amsterdam, Frankfurt am Main, Genf, Lissabon og þaðan áfram til Dakar í Vestur-Afríku, yfir Atlantshafið til Norður-Brazilíu og loks þaðan til Rio de Janeiro. Á heimleið var flogið um sömu staði. Tók flugferðin hvora leið sem næst 2 sólarhringa með ör- stuttri viðstöðu á framangreind- um stöðum. Mér brá við hitann fyrst í stað, því munurinn á hitanum í Rvík og Rio nam því sem næst 50 stigum á Celsius, þar sem héðan var farið um hávetur og komið í hásumar hitabeltisins. Maður vandist þessu þó bráðlega og ekki er því að neita að margt er þarna nýstárlegt að sjá, sem o:: langt mál yrði hér í stuttu blaða- viðtali upp að telja. — Nefna má þó t. d. hinn heimsfræga hitabeltisgróður frumskóganna, Hann andaðist að heimili sínu 1. ágúst 1951. Andlát hans var mjög óvænt og með engum fyrirvara. Hann virtist hress og við vanalega heilsu, er hann gekk til hvílu að kveldi hins 31. júlí, en næsta morgunn var hann liðinn, er kona hans, sam- kvæmt venju, kom að færa hon- um morgunkaffi. Það virðist vera mjög ákjós- anlegt að mega kveðja þetta líf í sætum svefni og eftir öllum líkum þjáningarlaust. En það er þungt högg á ástríka og tilfinn- ingaríka konu, að vera fyrir svo sviplegum atburði. En eins og skáldið kemst að orði: „Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí.“ Ögmundur sál. var fæddur á íslandi 2. júlí 1879 að Hrafnkels- stöðum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Hann var því liðlega 72 ára er hann dó. Foreldrar hans voru þau hjón- in Ögmundur Ögmundsson og Þorbjörg Gísladóttir, er bjuggu að Unnarholtskoti í ofannefndri sveit. Þau komu til þessa lands sumarið 1888 og námu land í Þingvallanýlendu í grend við Churchbridge, Sask., sama ár. Með þeim komu börn þeirra fjögur: Kjartan, dó í Nome, Al- aska; Sesselja, gift Skúla Benja- mínssyni; Kristín, Mrs. Gil- christ, og Ögmundur. Þau eign- uðust einn son í þessu landi, er Hjalti hét; hann féll í fyrra heimsstríðinu. Ögmundur sál. fluttist með foreldrum sínum frá Þingvalla- nýlendu að vesturströnd Mani- tobavatns árið 1895, þaðan til Grand Point fyrir sunnan Win- nipeg og svo til Winnipeg- borgar. Á því tímabili, sem heimilið var við Grand Point, fékk Ög- mundur magnaða brjóstveiki, svo að um tíma virtist tvísýnt um bata. Samkvæmt læknisráð- leggingu fór hann til California, og eftir liðuga ársdvöl þar náði hann nokkurn veginn góðri heilsu og kom þá aftur til Winni- peg. Heilsa hans fór batnandi, þrátt fyrir breytingu á loftslagi og er tíminn leið má segja, að þessi veikleiki hafi ekki mikið gert vart við sig. Árið 1906 kvæntist Ögmundur Engilráð Bjarnadóttur (Stefáns- son). Brúðkaupsdagur þeirra var 31. júlí 1906, og voru því liðin full 45 ánægjuleg og ástrík hjónabandsár þegar kallið kom. sem teygja arma sína allt inn í úthverfi stórborganna, banana- tré með fullþroskuðum aldinum, kaffiekrur, apaketti, páfagauka og margt annað, sem Norður- landabúinn sér ekki daglega. Hitinn var venjulega um 35 stig, en komst upp í 40 stig. Loft- ið rakt og lítill hitamunur dags og nætur. Undi maður þessu vel þegar fram í sótti og gott að mega kasta af sér um stund hin- um margfalda fatahjúp Norður- landabúans og klæðast léttari búningi. —VISIR, 30. apríl Foreldrar Engilráðar voru hin mætu og velþektu hjón Bjarni Stefánsson og kona hans Elín Indíana Eiríksdóttir, ættuð frá Hrútafirði 1 Húnavatnssýslu. — Þetta fólk, eins og líka foreldrar Ögmundar sál., eiga skilið að mega teljast með frumbyggjum Þingvallabyggðar, þó ekki væru þau fyrst til að nema land þar, en þau áttu drjúgan skerf í þeim framförum, sem þar áttu sér stað á fyrstu árum þeirrar byggðar. Ögmundur og Engilráð eign- uðust 9 börn, sem öll eru á lífi, þrjá drengi og sex stúlkur, sem hér fylgir: Þorbjörg Pearl, gift J. W. Middagh, heimili Flin Flon, Man.; Kjartan, kvæntur Kristínu Schaldimose, heimili Flin Flon, Man.; Elín Sigurrós, gift Ásvaldi Eyford, heimili Edmonton, Al- berta; Sesselja Kristín, gift Omar Kenneth Lyle, heimili Johnston Rd., Sullivan Surrey, B.C.; Lilja Dagbjört, gift Thomas Walter Stevenson, heimili Win- nipeg, Man.; Fjóla Svanhvít, gift Frank Needham, heimili The Pas, Man.; (Lilja og Fjóla eru tvíburar); Ögmundur Bjarni, ekkjumaður, heimili Nanaimo Vanc. Island, B.C.; Hermann Hjalti, kvæntur Bernice Schalde- mose, heimili, Port Alberni, Vanc. Island, B.C.; Guðrún Ellice Matthildur, gift Mervin Russel Petch, búsett að Tago, Saskat- chewan. Ögmundur og Engilráð byrj- uðu sinn búskap á heimilisrétt- arlandi, fyrsta hjónabandsárið 1906, á svonefndum Quill Plains, Sask., og var þeirra næsta póst- hús, Copland P.O. Þau bjuggu þar nokkur ár frumbýlingslífi fullu af erfiðleikum og strit- vinnu, eins og margur hefir reynt. Þaðan fluttu þau til El- fors, Sask., svo eftir nokkurn tíma fluttu þau til Winnipegois, Man. 1915. Ögmundur stundaði fiskveiðar á Lake Winnipegois í mörg ár. Árið 1947 fluttust þau hjónin vestur að Kyrrahafssrönd og reistu heimili sitt í Steveston á Loulu Island, sem er í mynni Fraser-árinnar. Þar hafði ög- mundur atvinnu hjá stóru fiski- félagi og hélt þeirri stöðu til dauðadags. Ögmundur sál. var meðal- maður á hæð, frekar grannvax- inn, en samsvaraði sér vel. Hann var viðfeldinn í umgengni og glaður í viðmóti. Honum vanst vel að verkum, þó ekki væri hann fasmikill. Hann var áreið- anlegur 1 öllum viðskiptum og var sannur vinur. vina sinna. Sá, er þetta ritar, var vel kunnugur foreldrum hins látna og einnig foreldrum ekkjunnar frá því á frumbýlingsárum Þing- vallabyggðar, og er honum því ljúft og skylt að minnast þeirra með sönnum hlýhug, en. einkan- lega hins látna vinar. Hvíl þú í sæld og friði! S. B. Olson Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traintnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. WlNNIPEG f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.