Lögberg - 26.06.1952, Side 1

Lögberg - 26.06.1952, Side 1
65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 26. JÚNÍ, 1952 Hjúskaparafmæli, sem vakti mikla athygli Hið fágæta75 ára hjúskap- arafmæli landnámshjónanna Kristjáns G. Kristjánssonar og Svanfríðar Jónsdóttur í Eyford- byggðinni íslenzku í Norður- Dakota, er haldið var hátíðlegt þ. 7. júní síðastliðinn vakti að vonum mikla athygli, enda bar 102 ára afmæli Kristjáns upp á sama dag. Ættingjar og vinir, sem í ná- grenninu búa, vottuðu, eins og vænta mátti, hinum aldur- hnignu merkishjónum virðingu sína og þakkarhug á þessum sjaldgæfa heiðursdegi þeirra; meðal annars hyllti heill bland- aður kór barna-barna þeirra þau með íslenzkum söng á afmælinu. Fjöldi heillaóskaskeyta barst demantsbrúðhjónunum einnig, og má þar sérstaklega nefna símkveðju frá dr. theol. Magnúsi Jónssyni prófessor og frú hans í Reykjavík, en dr. Magnús var, eins og kunnugt er, um nokkur ár sóknarprestur Garðar- og Þingvallasafnaðar þar í byggð- inni. Dagblaðið „Grand Forks Her- ald”, annað útbreiddasta blað Norður Dakota ríkis, birti í til- efni af hinu tvígilda afmæli þeirra hjóna mjög ítarlega grein um þau og söguríkan æviferil þeirra, ásamt með ágætri mynd af þeim, heimili þeirra og hinum stóra og mannvænlega barna- hóp þeirra. Fréttastofan “The Associated Press, sendi einnig mynd af demantsbrúðhjónunum til blaða sinna víðsvegar, og má því telja víst að hún hafi farið víða um landið. Loks má geta þess, sem vitan- lega gladdi sérstaklega hin öldnu heiðurshjón, ættingja þeirra og vini, að þeim barst í tilefni af 75 ára hjúskaparaf- mælinu einkar hlýtt og faguryrt bréf frá herra Harry S. Truman, forseta Bandaríkjanna, og verð- ur það línum þessum samfara: Samfagna landar þeirra hjón- anna þeim einlæglega yfir þeirri maklegu heiðursviðurkenningu og biðja þeim blessunar á ævi- kveldi eftir langan starfsdag og gagnmerkan,— RICHARD BECK THE WHITE HOUSE WASINGTON June 3, 1952 Mr. and Mrs. Kristjan G. Kristjanson, Edinburg, North Dakota. Dear Mr. and Mrs. Krisljanson: It gives me real pleasure to have the privilege of greeting you on another wedding anni- versary on June seventh. Those who attain their seventy-fifth anniversary are few in numbers, and I am sure that your host of friends to whom you have endeared yourselves are happy to have an opportunity to share in the felicitations which you Fyrirs^urnir og svör um íslenzku landhelgina í brezka þinginu í neðri deild brezka þingsins í gær var borin fram fyrirspurn um það, hvernig málin stæðu í orðsendingaskiptum þeim, sem fram hafa farið undanfarið milli ríkisstjórna Breta og íslendinga Um hinar nýju reglur og stækk- íslenzku fiskveiðilandhelg- un innar. Selvyn Lloyd ráðherra varð fyrir svörum, og sagði að brezku stjórninni hefði í vikunni sem leið borizt svar íslenzku stjórn- arinnar við þeim tilmælum brezku stjórnarinnar, að íslend- ingar endurskoðuðu gerðir sín- ar í þessu máli og létu hinar nýju reglur ekki koma óbreyttar til framkvæmda þegar í stað. Hefði íslenzka stjórnin svarað þeim tilmælum Breta algerlega neitandi, og væri reglugerðin því gengin í gildi. Ráðherrann ræddi málið nokkru nánar og sagði, að aug- ljóst væri, að stækkun íslenzku fiskveiðilandhelginnar mundi hafa enn alvarlegri afleiðingar fyrir brezka fiskimenn og út- gerðarmenn en stækkun norsku landhelginnar og úrskurður Haag-dómsins í því máli, og væru þær afleiðingar ekki komnar að neinu ráði í ljós enn. Hann kvað brezku stjórnina hafa lagt mjög fast að íslenzku stjórninni að fara aðrar leiðir í þessu máli og hefðu munnlegar og skriflegar viðræður lengi far- ið fram um málið. Nú hefði stjórnin enn málið til athugun- ar og yrði sá möguleiki rann- sakaður til hlítar að skjóta því undir alþjóðadóm. Hverjar líkur væru til að það ynnist, kvaðst hann ekki geta skýrt að sinni því að málið væri væri allt flókið og margþætt. Einn þingmanna úr verka- mannaflokknum spurði þá, hvort ráðherrann gerði sér ljóst, að framkvæmd íslendinga á reglu- gerðinni gæti leitt til þess, að um löndunarstöðvun af hálfu brezkra fiskkaupmanna gæti orðið að ræða og ýmsa aðra örð- ugleika í þessum verzlunarvið- skiptum Breta og íslendinga. Ráðherrann kvað stjórninni vera þetta allt vel ljóst, og einnig væri viðbúið að það leiddi mörg önnur vandkvæði af sér. Úr- skurður Haagdómstólsins mundi og vafalaust færa Bretum ýmsa örðugleika, sem enn væru ó- séðir. —TÍMINN, 20. maí Skipaður aðstoðarskólastjóri Jón K. Laxdal Herra Jón Laxdal, sem gegnt hefir kennaraembætti við kenn- araskóla Manitobafylkis, Mani- toba Provincial Normal School síðan 1947, hefir frá 1. júlí næst- komandi að telja verið skipaður aðstoðarskólastjóri þessarar fjöl- sóttu mentastofnunar. Jón K. Laxdal ei; fæddur á Húsavík 26. október árið 1900, sonur hinna kunnu og glæsilegu hjóna Gríms Laxdal og Svein- bjargar Torfadóttur, er um langt skeið áttu heima í þessu landi, will receive on this significant occasion I am told that you, Mr. Kristjanson, will also cele- brate your one hundred an sec- ond birthday on the same date, and that both of you are among the oldest pioneers of our country. I am sure you must have many gratifying memories of such long and full life. My very best wishes to you. Very sincerely yours, (Signed) Harry S. Truman UNGFRÚ ELMA MARTIN Miss Canada á landnámshátíð Nýja-íslands að Hnausum 1. júlí 1952 FRtJ ÓLÖF ODDLEIFSSON Fjallkona landnámsháiíðar Nýja-íslands að Hnausum 1. júlí 1952 Hermálaráðherra Breta heimsækir Japan, Kóreu, Canada og Bandaríkin Hermálaráðherra b r e z k u stjórnarinnar og fyrrum land- stjóri í Canada, Alexander jarl, er nýlega kominn heim úr heim- sókn til Japan, Kóreu, Canada og Bandaríkjanna; fór hann til en nú eru fyrir nokkru látin. Jón kom hingað vestur árið 1911 og dvaldi um hríð hjá for- eldrum sínum í Kristnesbygð- inni í Saskatchewan; hann gekk á miðskóla í Wynyard, en stund- aði síðan nám í Saskatoon og á Jóns Bjarnasonarskóla í Winni- peg. Árið 1930 lauk Jón Bachelor of Arts prófi við Manitobahá- skólann, en árið 1946 Bachelor of Education prófi; hann var þrjú ár skólastjóri í Árborg, en kendi á Gimli í sextán ár og hafði þar á hendi skólastjórn í tólf ár við hinn ágætasta orð- stír, enda er hann alment talinn frábærlega hæfur kennari. Jón er hið mesta glæsimenni og að sama skapi góður drengur; Kóreu einkum með það fyrir augum, að kynna sér persónu- lega hið hernaðarlega viðhorf þar um slóðir af hálfu sameinuðu þjóðanna, en hann er í fremstu röð hernaðarsérfræðinga, sem nú eru uppi; fullnaðarskýrslur yfir athuganir hans og niðurstöður hafa enn eigi verið birtar, en svo mikið er víst, að hann telur aðstöðu hinna sameinuðu herja austur þar með öllu örugga; að vísu kvað hermálaráðherra það ekki óhugsanlegt, að kommún- istar gæti í skiplögðu áhlaupi sveigt um stundarsakir varnar- línu frelsisherjanna þó lítil hætta væri á að þeir fengi nokkru sinni rofið hana; hann átti viðræður við hina æðstu herforingja í Kóreu og fjöldi óbreyttra liðs- manna og dáði mjög þá einingu, er hvarvetna ríkti; aðspurður um það, er til Ottawa kom, hver skoðun hans væri á hinum lang- dregnu vopnahléstilraunum 1 Kóreu, svaraði hermálaráðherra því til, að fæst orð hefðu vitan- Skúli Hrútfjörð fer til íslands Skúli Hrútfjörð, nafnkunnur búfræðingur við Minnesota há- skólann, verður á Islandi í sum- ar í sambandi við áframhaldandi „Marshall-aðstoð“, sem veitist íslenzkum búskap, ásamt öðr- um atvinnugreinum. Fékk hann tilkynningu þess efnis frá banda- rískum stjórnaryfirvöldum í Washington fyrir skömmu, og á föstudaginn gengu yfirráðs- menn Minnesota háskólans inn á það að Skúla yrði veitt fjar- veruleyfi frá störfum fram á haust. Skúli — en hann er nefndur Skúli H. Rutford á ensku — hefir í fjölda mörg ár verið einn af leiðtogum útbreiðslustarfs búnaðarsamtaka, stjórnar og há- skóla í Minnesota. Staða hans nú er “deputy director of the agricultural exstension division” og veitti hann deildinni forstöðu í tvö ár nýlega á meðan að Paul Miller, deildarstjórinn, var er- lendis. íslenzk yfirvöld fóru fram á það fyrir nokkru að æskilegt væri að búnaðarsérfræðingur — helzt af íslenzkum stofni — kæmi til landsins til þess að at- huga skipulagningu og högun búnaðarfélagsstarfa. Skúli varð fyrir valinu hjá Washington yfirvöldunum, þegar beiðnin kom þangað frá íslandi. Leifur Guðmundsson, faðir Skúla, tók sér nafnið Hrútfjörð sem ættarnafn, auðvitað frá átt- högum sínum; dó Leifur árið 1931 í Duluth, Minnesota, þar sem hann hafði búið í mörg ár. Solveig Bjarnadóttir, móðir Skúla, dó 1918; var hún af skag- firskum ættum, alin upp að mestu leyti með frænku sinni, Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, í Reykjavík. Var hún systir Þóris Björnssonar, er dó í Blaine fyrir tíu árum. Aths. Frétt þessa sendi Valdimar Björnsson fjármálaráðherra Minnesotaríkis Lögbergi til birt- ingar, og skal honum hér með þökkuð hugulsemin. —Ritstj. þótt enn hafi eigi opinberlega verið frá því sagt. Eins og vænta mátti, fagnaði Ottawa hinum fyrri sambýlis- manni sínum með kostum og kynjum, en lávarðurinn sagði að sér fyndist engu líkara en hann væri kominn heim-til sín. Alexander lávarður naut frá- bærra vinsælda þann tíma, er hann gegndi hinu veglega kon- ungsfulltrúaembætti í þessu landi; hann ferðaðist þvert og endilangt um landið og kyntist canadisku þjóðinni frá hafi til hafs. Grunnkaup hækkað hann er kvæntur Láru ísberg frá Baldur, hinni mestu ágætis-'Lle§a minsta ábyrgð, þó hann á konu, og eiga þau þrjú mann- vænleg börn, Jón 15 ára, Joanne 13 ára og Shirley 8 ára. Jón er manna félagslyndastur og er um þessar mundir formað- ur Icelandic Canadian Club; hann á einnig sæti í fram- kvæmdarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins. hinn bóginn teldi engan veginn vonlaust um að samkomulag kynni að nást og vopn yrði lögð niður. í Ottawa og Washington sat Alexander lávarður fund með hernaðaryfirvöldum hlutaðeig- andi þjóða og mun þar margt og merkilegt hafa borið á góma, Sakaður um njósnarstarfsemi Brezkur maður William Mar- til Marshall 24 ára að aldri, hefir verið tekinn fastur, og er sak- aður um að hafa rofið trúnaðar eið sinn sem starfsmaður utan- * ríkisþjónustunnar með því að veita Rússum ýmissar mikil- vægar upplýsingar, er þeir margvíslegan hátt hefðu vel mátt færa sér í nyt. Mr. Mars- hall hefir neitað ákærum þess- um þótt þunglega horfist á um málstað hans, með því að ýmis konar sannanagögn hafa fundist í fórum hans að því er nýjustu fregnir herma. Verkamálaráðherra fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, Char- les E. Greenlay, hefir kunngert, að lágmarkskaup karlmanna yfir átján ára aldur verði 60 í stað 50 cents á klukkustund, en kvenna 55 cents. Grunnkaup piltna og stúlkna innan átján ára aldur verður fjörutíu og átta cents á klukkustund. Nú er svo mælt fyrir, að vinnu veitendur megi eigi láta ungl- inga innan átján ára aldurs lyfta þungavöru, er valdið geti of- reynslu. Hert á sókn í Kóreu Síðastliðinn föstudag hófu hersveitir sameinuðu þjóðanna snarpa sókn gegn kommúnistum á miðvestur vígstöðvunum, er stóð yfir í fullar fjórar klukku- stundir. Kommúnistar voru a drjúgum mannfleiri og er mælt, að liðsafli þeirra næmi nálega fjórum þúsundum; en þrátt fyr- ir það biðu þeir átakanlegan ó- sigur og mistu hátt á níunda hundrað manns. Hersveitir hinna sameinuðu þjóða náðu á vald sitt í viðureign þessari mestu kynstrum af alls konar vopna- birgðum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.